Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 09.02.1924, Síða 4

Lögrétta - 09.02.1924, Síða 4
4 LÖGRJETTa Akureyri 5. febr. FB: Tnflúensan er komin hingað og hefir sennilega borist frá Eeykjavík. Gísli Ólafson simastjóri, sem hjer er á ferð, liggnr Terkur. Framhald þingmálafundarins n jer verðiir sennileg-a ekki fyr en i viku- lok. — ís var í gær 40 sjómílur und- »n Horni. 8 febrúar. Vestmannaeyjum, 6. febr. FB. — Bnskur togari, Kelvin frá Hull, strandaði í morgun kl. 6 suðaustur af Helgafelli. Manntjón varð ekkert. Togarinn var við veiðar rjett áður en hann strandaði, og verður því kærður fyrir brot á fiskiveiðalög- gjöfinni. (Björgunarskipið „Geir“ fór aust- ur í Eyjar í gærmorgun, til þess að reyna að ná togara þessum út aftur). FB. — Björn Jónsson fyrverandi prestur og prófastur í Miklabæ, and- tíðist á sunnudaginn var. Banamein ftans var brjóstveiki. Sjera Bjöm var faeddur árið 1858, hinn 15. júlí. en vígður til prests árið 1886. En prest- Trr í Miklabæ var hann skipaður árið 1889, og gegndi því embætti í 31 ár, eða til ársins 1920, að hann sagði af ,.jer prestskap. Prófastur Skagafjarð- arprófastsdæmis var hann frá 1914 til 1919. Hann misti nálega að fullu sjón fyrir nokkrum árum, og var sú orsök helst til þess, að hann sagði af sjer embætti. Sjera Björn var al- feunnur fræðimaður að því er snerti almenna sögu og þekkingu á íslensku máli. Haun var og viðnrkendnr sem ■igætur klerkur og sómi stjettar •sinnar. FB. — í NesþingaprestakaUi (Ól- afsvíkur-, Britnilsvalla-, Ingaldshóls- og Hellnasóknum) fer fram prest- lcosning einhvern næstti daga í stað Guðmundar prests Einarssonar, sem nú er kominn að pingvöllum. Er að- eins einn í kjöri: Magnús Guðmunds- aon cand. theol., sem var aðstoðar- prestur sjera Guðmundar síðustu árin •*g síðan hefir verið settur prestur i Nesþingaprestakalli. --------o-------- Skarphjeðinn. Skarpleitur en skuggalegur, skjótlegnr um karhnannsdáð, Hirti lítt Um rekka ráð. Kuldaglott á grönum þýddi, «ð gaf hann ei um náð. Flestum betur vígur var hann, rar p6 oftast fús á sátt. Ljek oflátunga gjarnan grátt. Treysti rór á mátt og megin; mælti vel, en fátt. Er frændur kappann kyrrast báðu, knldaglott var Hjeðins svar. Gjörfileika gæddur var. Sem fleiri íslensk mikilmenni, minni gæfn bar. Kristi vígð; að hálfu heiðin, hyldjúp, auðug, myrkvuð sál. Skapið tinna, tungan stál. Bór og fastur hetjuhugur, h.jartað falið bál. Kristmann Guðmuddsson. -x Hann á sjötugsafmæli 9. sept. nmstkomandi, og er í ráði, að þá feomi út safn af ljóðmælum hans í heild. Útg. verður tengdasonur hans, Haraldur Jónsson prentari. Mun verða safnað áskrifendum að ijóðasafninu, og ætti það að ganga greiðlega, því Sveinbjörn hefir omrgt vel kveðið, svo sem kunn- ■ugt er. Petta blað hefir fengið nokkur fcvæði eftir Sveinbjörn, sem ekki tiafa áður verið prentuð, og brot æf kvæðum, og mun það birta þau smátt og smátt. peir, sem vilja gerast áskrifendur, geri Har- aldi Jónssyni, Lindargötu 27, að- jvart. — Bókin kostar 8 krónur. Jafnadarmaðupinn. Skáldsaga eftir Jón Björnsson. til bölvnnar. Jeg hata alla þá menn — hata þá — pabba þinn líka. Ekki manninn, heldur ritstjórann. Þó hann sje faðir þinn, get jeg ekki komist hjá að segja satt um hann og vara við honnm. — Þetta, sem þú sagðir í dag, er ekki sann- leikur um pabba! Það veitstu sjálfur. Þú ættir aú minsta kosti að vita það, að Tiann er ekki vondur maður, og þjer stæói allra manna næst að viðurkenna það. — Þú skilur þetta ekki, Freyja, og það er árangurslaust að reyna að skýra það fyrir þjer. Bitstjóranum kann að vera vel við einhvern verkamann. En hann vinnur samt sem áður á móti því, að sú stjett rísi úr rústum. Hann vinnur á móti því að ójöfnub urinri hverfi. Freyja þagði. Hiin fann leiftri af vissu um það bregða fyrir í huganum, að hægt væri áð hrekja þetta alt saman. Það liti út fyrir að vera satt — en þó vœri það lýgi. Hún fann það — fann rökin liggja einhvensstaðar djúpt í sál sinni. En hún gat ekki í þau náð og sagði ekki neitt. Og Þorbjörn hjelt áfram: — Máisvarar auðvaldsins skulu fá nánari lýsingu á sjer áður en lýkur. Jeg er aðeins að byrja á þeim lýsingum. Það væru svik að fella föður þinn úr þeirn flokki. Þorb.jörn þagnaði örlitla stund an sagði svo í mildari róm: En þetta kemur ást okkar ekkert við. Hún er ofan við þetta alt saman. — Þjer finst það ekkert koma mjer við, þó faðir minn sje borinn þungum sökum að ástæðu- lausu. Þú hefir einkennilega skoðun á sambandi barna og foreldra. Það kendi mótþróa og þykkju í rödd Freyju. — Jeg lít svo á, að þú eigir ekki að líða fyrir þaö, þó faðir þinn sje ásakaður fyrir það, sem hann hefir ilt og órjett gert. — En hann hefir ekkert ilt og órjett gert! hrópaði Freyja og var blossandi hiti í rödd hennar. Hún kipti aö sjer höndunum og stóð upp. Þorbjörn sat kyr en sagði dálítið órólegur: — Jeg hefi skýrt fyrir þjer í hverju órjett- ur hans felst. — En viltu ekki skýra í hverju sú óhamingja felst, sem fullyrt er- að þú sjert að leiða yfir verkamenn? Þorbjöm fölnaði en svaraði ekki. — Þú þegir! — Jeg var að hugsa um, sagði Þorbjöm seint og hægt, að þá færi að fjúka í flest skjól, þegar þú kastar líka steinunum. Það varð augnabliksþögn. En á því augna- bliki kom einhver tryllingsofsi upp í Þorbimi, varnarhugur, hardagafíkn. Hann stóð npp og stappaði fæti í gólfið og sagði í hamslausri geðs- hræringu: — Kastið þið öll steinunum — þú líka, Freyja! Hvert mannsbarn! Grýtið þið mig! — drepið þið mig! Á eftir mjer rís upp annar máttugri! Sannleikurinn og rjettlætið verða ekki grýtt! Munið þið það! Freyja horfði agndofa á Þorhjörn. Henni datt ósjálfrátt í hug höggmynd, sem henni hafði einhvern tíma verið sagt frá, og vera átti af manni, sem hvorttveggja birtist í, dýr og mað- ur — siðmenning og villimenska. Þorbjörn min'ti á þessa mynd nú. í svip hans var ofsi dýrsins en hrifni mannsins. Freyja varð hrædd við ást sína á þessum manni. Hún stóð ekki lengi við eftir þetta. Þorbjörn tók eftir því, þegar hún var farin, að hún hafði kvatt hann aðeins með handabandi. TJm þessar mundir fóru blöðin að herða sókn og vörn í kosningabaráttunni. Meðmælagrein ar og skammagreinar fyltu dálka þeirra dag eftir dag. „Þjóðin“ fór geystast og hafði hæst. Menn sulgu í sig skammimar eins og ódáinsveigar, fyltu hug sinn af úlfúð og óvild og mögnuðu sjálfa sig til þess að fylgjast með í þessu æði. Verkamenn þæjarins stóðu á nálum á hverj- um degi. Þeir spurðu og spáðu. En þeir voru gunnreifir við vinnu sína. Bardagagnýr „Þjóð- arinnar“ bergmálaði í þeim. En sumum þeirra leist þó ekki á blikuna. Þeir sögðu, að Þor- bjöm skrifaði eins og gapi. Satt væri það, að hin blöðin skömmuðust líka. En þau væru ró- legri og auðugri af rökum. Þetta gæti ekki end- að með góðu. Þorbjöm kollhlypi sig. Þeir rif- ust um þetta við fjelaga sína seint og snemma. Þeir sem fylgdu Þorbimi fast að málum, báru hinum á brýn, sem rólegri voru, að þeir væru auðvaldsdindlar og skaplausir ræflar. Þeir tækju því með þökkum, þó þeir væm troðnir undir löppum kúgaranna og seinast drepnir og alt þeirra hyski. Hinir kváðust ekki vera kiigaðir, og þó þeir væru það, vildu þeir ekki heimta rjett sinn með þeirri frekju, sem Þorbjöm beitti —- þeir vildu ekki hlíta forsjá annars eins glamr- ara og vindsbelgs — og lygara, b:ettu sumir við. Þorbjai-nar-menn sögðu, að þeir væru sjálfir Ivgarar. Ofriðarölduraar risu hátt. Hvergi var griða- staðnr. að þeim fanst, sem leiddn þetta alt. hjá sjer. Háskólinn var farinn að loga, sögðn menn. Stúdentarnir væru orðnir svæsnustu sam- eignarmenn, allur þorri þeirra. Öllum bar að minsta kosti saman um það, að engir töluðu moira um stefnur og strauma þjóðlífsins eu þeir. Sumir þeirra lýstu því yfir svo oft sem tæki- færi gafst, að þeir væra jafnaðarmenn út í ytstu fingurgóma. „Kistillinn“ var þeirra ajstastur. Frá honura sögðu menn sýkinguna stafa. Og víst var um það, að þar sem hann var, var ekki um annað rætt en „hið nýja tímabil“, sem hjer væri að hefjast. Þar var dáðst að rússnesku byltingunm, þar var hið gamla felt í rústir og nýtt reist. Þessa dagana áttu þeir annríkt, Þorbjörn og hann. Kosningaæðið var búið að gagntaka þá. Á verkamönnum dundi lögeggjan, dag eftir dag — að standa fast saman. Þorbjöm stóð þó ölln framar í baráttunni. Yerkamenn fundu, að hann var foringinn. Hjá honum var trausts að leita fremur en öðrum. Og hann hamaðist — neytti hvorki svefns nje matar. Framtíðarsýnir fyltu hug hans — verkamenn í meiri hluta á Alþingi — það var takmarkið. Þá skjddi þjóðin rísa úr ösku, fátæklingar fá nægju sína, atvinnu- Iausir vinnu, undirokaðir frelsi. Þessar sýnir hjeldu honum vakandi, bardagabúnum og á verði. — — Skömmu fyrir kosningadaginn ang- lýstn framhjóðendnr, að þeir ætluðu að halda sameiginlegan fund í stærsta samkomusal bæjar- ins. Menn bjuggust þar við mikilli orrahríð. Það fór æsingakendur tilhlökkunarstraumur um hugi bæjarbúa, þegar þeir mintust á, hvað þama mundi verða afburða.-skemtilegt. Þeir vissu það af reynslu, að á kosningafundum ganga lægstu hvatir horguranna lausbeislaðar. Freyja vissi, að foreldrar hennar ætluðu á fundinn. Þau höfðu spurt hana nm morguninn, hvort hún vildi ekki koma með þeim. Hún hafði ekki gefið þeim fullnaðarsvar, og var allan dag- inn að velta því fyiúr sjer, hvort hún ætti að fara. En þegar þau fóru á fundinn um kvöld- ið, fylgdist hún með þeim. Þegar þau komu að aðaldyrum hússins, stóð þar ótölulegur manngrúi — svo fylkingin náði langt út á götu. Það var nýbúið að opna húsið og kjósendur voru að ryðjast inn. Allir vildu verða fyrstir. Menn fóru á hlið, hálfbognir, flatir og aftur á bak inn úr dyrunum. Menn hrópuðu og æptu, sumir öskraðu og báðu um hjálp, þegar veruleg trísýna varð á lffi þeirra. En inn fcru þeir samt. Tveir lögregluþjónar stóðu sinn hvoru megin dyra og hugðust hafa stjórn og reglu á framferði manna. En þeim var þyrlað eitthvað inn í salinn. Lögregluvaldið varð ljettvægt í þessu fossfalli. Kvenfólkið sem hafði hætt sjer í þessa skelfingu, misti sumt af fötum sínum: svuntur voru slitnar af því, húfu skúfar festust á hnöppum karlmannanna og sátu þar, hattar þess brotnuðu eða fúku út í veður og vind. Og kveinstafir þessara mis- þynndu kjósenda bárust langar leiðir. En inn fóru þeir samt. Ritstjóranum þótti ekki árennilegt að leggja þarna að með konu sína og dóttur. Hann sneri að bakdyrum hússins og komst þar inn og fekk sæti. Eftir fáeinar mínútur var húsið orðið troðfult fram í anddyri af ótrúlegá marglitum söfnuði — þysmildum, ágengidum, hlæjandi, tal- andi. Kliðurinn minti á fuglabjarg — þar til fyrsti ræðumaður hóf má! sitt. Þá var eins og dulu hefði verið stungið upp í alla. Freyja knnni illa við sig í öllum þessum manngrúa. Hún hnipraði sig upp að móður sinni Og leit sjaldan út yfir salinn. Hún hafði sjeð á hnakkann á Þorbirni á fremstu bekkjun- um, milli frambjóðenda verkamannaflokksins, Hún kveið fyrir, þegar Þorbjörn færi að tala, en vildi þó ekki játa það fyrir sjálfri sjer. Frambjóðendurnir tíndust upp á ræðupali- inn, lofuðu gulli og grænum skógum, fullvissuðii um mannkosti sína og lotningu fyrir kjósendnm. Áheyrendur skutu við og við orði inn í, og einn ölvaður náungi byrjaði að halda tölu frammi við dymar. En að því urðu lítil spell. Þá kom „kistillinn“ á ræðupallinn. Nokkrir stúdentar og verkamenn lustu upp húrrahrópi. En strax á eftir barst óánægjukliður um salinn. Sumir skáru upp úr með það, að „klstillinn“ ætti ekkert erindi þarna upp. Menn mundu ekki fá neitt góðgæti úr honum. En Iíilmar ljet ekki ópin á sig fá. Hann byrjaði mál sit ótrauðnr. En lítið heyrðist til hans. Þó augnablik væri hljótt í salnum, gaus óðara npp hlátur. Mönnum fanst „kistillinn“ svo óumræðilega skringilegur með stutta klofið, svera búkinn og stóra höfuðið klest niður á milli herðanna. Þeir stóðust ekki þessa sjón. Og smám saman fóru fundarmenn að hlæja beint framan í Hilmar, hlæja eins og þeir gætu ekki þagnað. Fuudarstjóri rjeði ekki við neitt. En Hilmar talaði — talaði í sífellu.. En það heyrðist ekki nema orð og orð á stangli. Loks uppgafst hann. Menn vissu ekki hvort hann hefði lokið því, sem hann ætlaði að segja. Á eftir honum talaði Þorbjörn. Hann leit hvast og kalt yfir mannfjöldann því líkast sem allir viðstaddir væru fjandmenn lians og hann væri albúinn þess að bjóða þeim birginn. Freyja leit snöggvast á hann, en hún þorði ekki að horfa á hann til lengdar — vissi ekki hvers. vegna. Þorbjörn hóf mál sitt rólega. En allir heyrðu, að í hug hans bjó þung geðshræring, eldhiti.. Og eftir því, sem kom fram í ræðuna, varð hann óvarkárari og hvassyrtari. Allir heyrðu, að hann átti bágt með að halda fast við hugsanir sínar og að takmarka sig. Þegar minst varði, fór hann að stappa í gólfið og fylgja orðunum eftir með snöggum hreyfingum handanna. Og hann hætti að velja skjnsamleg orð. Hann ljet alt fjúka um mótstöðumennina — varð æstari og heitari og misti tökin á málefninu. Seinast varð alt eins og í draumi fyrir honum — en hann talaði samt. Hann heyrði, að hrópuð voru frammi í salnum var orðinn að athlægi. En hann rjeði ekki við sig. Samansöfnuð beiskja og bitur gremja.. brautst út. Hann varð að svala sjer. Og hann hjelt áfram að slöngva eldsglóðum orðanna út yfir salinn. Hann varð óljóst var við, að hann. gekk tun gólf með krefta hnefa og að hann tal- aði með þrumuraust. En á þessu augnabliki fanst honum það ekki skifta neinu máli, hvað hann talaði og hvernig hann talaði — aðeins að hann fengi að tala út, einhvernveginn. Alt í einu kom hann auga á Freyju eins og í gegn- um þoku. Hún horfði á hann náföl, auðsjáan- lega hrædd. í gegnurn þessa sömu þoku sá hann blika á bæn til sín og'aðvörun í augum hennar. Eins og leiftur flaug það um hug hans, að hún sæti þarna svo hrein, svo saklaus, svo ósnortin öllum ilhun hugsunum, en hann stæði þama eins og reitt óargadýr. ITonum fanst draga úr sjer allan mátt — hann gat ekki talað lengur, En einni ör varð hann að skjóta enn. Hann batt snöggan enda á það atriði, sem hann hafði verið að tala um, þagnaði örlitla stund eins og mað- ur, sem staðnæmist við torfæru og býr sig til. stökks yfir hana. Svo rjetti hann kreptan hnef- ann upp fyrir höfuð sjer og hrópaði fullum hálsi, að það vopn, sem auðvaldið hefði hin,g- að til beint að hjarta alþýðunnar, mundi snú- ast í höndum þess og verða því sjálfu að bana. — Síðan gekk hann hröðum skrefum niður af' ræðupallinum. Eitt augnablik var dauðaþögn í salnum. — Mönnum kom þessi síðasta sending Þorbjamar að óvörum. En þá tók „kistillinn“ að klappa og fylgismenn Þorbjamar tóku undir það og klöppuðu lengi. — Freyja kom við handlegg móður sinnar. Hild ur leit á hana og sá, að hún var náföl. Hún kvaðst vilja fara heim, henni liði illa. Þær gerðu ritstjóranum aðvart, og hann kom þeim klakk laust út. Hann sagðist sitja ofurlítið lengur.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.