Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 06.05.1924, Side 4

Lögrétta - 06.05.1924, Side 4
4 LÖGRJETTA "■ EIR sem eigi enn hafa endursent samskotalista til minnis- varða H. Hafstein eru beðnir að skila þeim hið allra bráðasta, annað- hvort til undirskrifaðs eða til gjaldkera samskotanefndarinnar, O. Forberg, landsímastjóra. Sighvatur Bjarnason. ig um vínverslunina, enda hefir smásalan á vínum verið fengin í hendur einstaklingum alstaðar annarsstaðar en í Reykjavík. JJað er og sannanlegt, að hægt er að spara hálfan útsölukostnað með því fyrirkomulagi, sem hjer er stungið upp á. Á slíkum hlutum sem þessum á spamaðurinn að byrja. Gengi og gjaldeyrir. Hjer í blaðinu hefir áður verið skýrt frá ýmsum tilL, sem kom- ið hafa fram í gengis- og gjald- eyrismálinu. í nd. kom fjárhags- nefnd nýlega með nýtt frumvarp, þar sem hún vildi taka upp aðal- ákvæði beggja fyrri frumvarp- anna, sem áður er getið hjer. þetta frv. fjárhagsnefndar var samþ. í nd. með breytingu á 6. gr., frá J. J>. fjármálaráðherra. Er það þá þannig í aðalatriðunum: 1. gr. Skipuð skal nefnd, er hafi á hendi skráningu á gengi erlends gjaldeyris og annist aðrar fram- kvæmdir viðvíkjandi gjaldeyris- versluninni samkvæmt lögum þess- um. Ber nefndinni enn fremur, eft- ir því sem ástæður eru til, að gera tillögur til landsstjórnarinnar um ráðstafanir, er stefna að því að festa eða hækka gengi íslensks gjaldeyris. 2. gr. 1 nefndinni eiga sæti 3 menn. Skipar fjármálaráðherra einn nefndarmann, og sje hann formaður nefndarinnar, en hinir nefndarmennimir skulu tilnefndir af bönkunum, sinn af hvorum. Nefndin er bundin þagnarskyldu. 3. gr. Lögreglustjóri lætur nefndinni í tje nákvæma skýrslu um magn, tegund og söluverð út- fluttrar vöru jafnskjótt og skip það, er vöruna flytur, er lagt frá landi. Ennfremur getur nefndin, með samþykki fjármálaráðherra, krafist þess, að sjerhvert fjelag, stofnun eða einstaklingur, sem á erlendan gjaldeyri, þar með talin verðbrjef, þegar lög þessi öðlast gildi, eða eignast hann síðar, gefi nefndinni upplýsingar um, hve mikill hann sje og hvemig honum sje fyrir komið. 4. gr. þegar nauðsyn krefur, get- ur nefndin, með samþykki fjár- málaráðherra, krafist þess, að sjer verði afhentur erlendur gjaldeyrir, sem fenginn er eftir að lög þessi cðlast gildi, til umráða handa bönk- um eða ríkissjóði fyrir skráð kaup- gengi á hverjum tíma. 5. gr. Heimilt er fjármálaráð- herra, þegar sjerstök nauðsyn krefur, að banna öllum öðrum en bönkunum verslun með erlendan gjaldeyri. 6. gr. Eigi verður tekinn samkv. 4. gr. erlendur gjaldeyrir, ef eig- andi hans færir sönnur á, að hann þurfi að nota gjaldeyrinn til þess að borga nauðsynjavörur til at- vinnurekstrar síns, eða nauðsynleg tæki til hans, á næstu 6 mánuðum, eða þurfi að nota hann til fullnæg- ingar skuldbindingum, sem hann hefir tekið á sig vegna atvinnu- rekstrar síns, nema nefndin tryggi honum yfirfærslu í því skyni á alt að jafnmiklum gjaldeyri þegar hann þarf með. þessi grein var orðuð svo í upp- runalega frv.: Nú tekur nefndin gjaldeyri sam- kvæmt 4. gr., og er henni þá skylt að sjá þeim, sem tekið hefir verið frá, fyrir yfirfærslu á alt að jafn- miklum gjaldeyri, þegar hann sýnir það, að honum sje þess þörf sakir atvinnurekstrar síns. Síðast í frv. eru ákvæði um það, að bankamir greiði til helminga hvor um sig kostnaðinn af nefnd- arstörfunum og að fjármálaráðh. setji með reglugerð nánari fyrir- mæli um störf nefndarinnar. Lög- unum er ætlað að gilda til 1. júní 1925. Jón Baldv. flutti einnig nokkrar brtt. við frv., en þær voru feldar. Aðallega voru þær fólgnar í því, að í nefndinni skyldu eiga sæti 5 menn. Skipar ráðuneytið einn nefndarmanna, og sje hann formaður nefndarinnar. Hinir nefndarmennirnir skulu tilnefndir þannig: einn af stjórn Alþýðusam- bands íslands, einn af stjórn Landsbanka íslands, einn af Sam- bandi íslenskra samvinnufjelaga og loks einn af stjórn Fjelags ís- lenskra botnvörpuskipaeigenda. Nefndin er bundin þagnarskyldu, nema gagnvart ríkisstjórn og skattanefndum. Ráðherrafækkim. Magn. Torfason flutti fyrir all- löngu till. um það, að skora á stjórnina að gera ráðstafanir til þess, að ráðherrum yrði fækkað ofan í 2, af spamaðarástæðum, en kvaðst þó ekki ætlast til þess að þetta yrði frambúðarskipulag, heldur yrðu ráðherrar aftur 3 þeg- ar úr raknaði og verkefni væri nóg fyrir höndum handa þeim. Tók hann það fram, að hann vildi að Magnús Guðmundsson atvinnu- málaráðherra gengi úr stjóminni, bæði af því að J. þorl. fjármálaráð- herra hefði meiri sjerþekkingu á atvinnumálum en M. G., og þar að auki mundi verða lítið að gera fyr- ir sjerstakan atvinnumálaráðherra þegar fella ætti niður flest at- vinnumál eða verklegar fram- kvæmdir. Reynsla væri líka fyrir því undanfarið, að einn maður gæti annað þessu, og þar að auki yrði sparnaður að því, þar sem fyrv. ráðh. Klemens Jónsson hefði ekki tekið nema hálfönnur ráð- herralaun fyrir bæði störfin. For- sætisráðherra J. M. mælti í móti till., þótti hún óformlega orðuð (og breytti þá M. T. henni) og þar að auki væri þegar búið að ákveða þessa tölu ráðherra af konungi í samræmi við stjórnarskrána og mundi því ekki verða breytt. Hitt væri annað mál, að hann (J. M.) væri hinsvegar fylgjandi því skipulagi, að heppilegra væri að hafa einn ráðherra og landritara, og hefði lagt það til, en þingið ekki viljað fallast á það með því að samþykkja stjórnarskrárbreyt- inguna, og væri þá ekki annað fyrir en að framkvæma stjórnarskrána eins og hún væri nú. M. G. taldi till. þessa grímuklædda van- traustsyfirlýsingu á hendur sjer,— en því neitaði M. T. — og sagði, að ef svo væri, ætti hún heldur að koma fram á hreinan og þingleg- an hátt. Með till. töluðu enn fremur Jak. M., sem sagðist vera fylgjandi því að hafa einn ráðherra, og því væri betra að fá fækkað ofan í 2, heldur en ekki neitt, og J. J., sem hafði flutt þá till. í ed. að lögfesta það, að ráðh. væru 2. Móti till. töl- uðu S. E., B. L. og Sveinn í Firði að nokkru leyti. Einn ræðum. benti á það, að sparnaðurinn af þessu mundi geta orðið mjög lítill, þó samþ. yrði, þar sem líta mætti svo á, sem einn ráðh. (J. M.) ynni í stjórninni kauplaust, eða alt að því, þar sem ráðherralaun hans væru aðeins lítið eitt hærri en þau laun, sem hann annars nyti úr rík- issjóði, vegna fyrri embætta sinna, en fjellu niður þegar hann gegndi ráðherraembætti. Annars færi þetta nokkuð eftir því, hvernig mannaskiftin yrðu framkvæmd, og mundi þó oftast verða lítill sparn- aðurinn, töldu andmælendur till., ef farið yrði eins að og fyrv. fjár- málaráðh. gerði, að taka hálfönnur laun. ----o---- Bankaráðið. Á fundi í sameinuðu þingi í dag voru kosnir í bankaráð íslandsbanka þeir Bjami Jónsson frá Vogi og Klemens Jónsson. Yfirskoðunarmenn landsreikninga voru kosnir á sama fundi Magnús Jónsson, Jörundur Brynjólfsson og Hjörtur Snorrason. t Halidór H. Andrjesson stud. jur. Hann andaðist hjer í bænum 28. f. m. Með honum er í val fallinn einn hinna efnilegri stúdenta þessa lands. Hann er mjög harmdauði öllum þeim, sem þektu hann, sjer- staklega skólabræðrum hans. En einkum er mikill harmur kveðinn foreldrum hans og ástvinum, í fjar- lægum landshluta. Halldór Hallgrímur Andrjesson er fæddur 11. janúar 1900 á Gróu- nesi í Barðastrandarsýslu. For- eldrar hans voru merkishjónin Andrjes hreppstjóri Ólafsson og kona hans Guðrún Halldórsdóttir, nú búandi að Brekku í Gufudals- sveit í sömu sýslu. Halldór var einkabam foreldra sinna og augasteinn þeirra. Engan mann hefi jeg heyrt minnast for- eldra sinna með eins mikilli elsku eða eins miklum hlýleik og hann. Hann hafði ætíð mynd af þeim á borði við höfðalagið á rúminu sínu og eins við dánarbeð sinn. Og hve- nær sem jeg minnist Halldórs heit., kemur mjer fyrst í hug að- dáunarverð ræktarsemi hans við foreldra sína. Slík ræktarsemi er sannarlega fögur fyrirmynd ung- um mönnum, að endurgjalda for- eldrum sínum alla þeirra umönn- un, ást og ræktarsemi. Foreldrar Halldórs hafa lagt mikið á sig til að menta hann og hjálpa honum áfram í lífinu. J>au hafa veitt hon- um alt það, sem hann þurfti með, ágætt uppeldi, fagrar lífsreglur og efnalega aðstoð, til þess að hann næði sem mestum frama. Og Hall- dór heit. endurgalt þetta með óvið- jafnanlegri ræktarsemi við for- eldra sína. það er einnig upplýsandi fyrir uppeldi Halldórs heit. og æsku hans, hve margar fegurstu lífs- hugsjónir hans voru tengdar átt- högum hans og sveit. Honum var mjög ljúft að tala um átthaga sína og mintist þeirra ætíð með hrifn- ingu og hlýleik. Eitt sinn, er jeg kom heim til hans, leiddi hann at- hygli mína að yndislega fallegu málverki af Gufudalssveitinni. Hún virtist eiga hugsjói^r hans óskift- ar. Hann hafði næma tilfinningu fyrir fegurð hennar og yndisleik. Jeg kyntist Halldóri heitnum fyrst er hann kom til Akureyrar haust- ið 1919. Hann settist þá í þriðja bekk Gagnfræðaskólans. Vorið eft- ir (1920) tók hann gagnfræðapróf með góðum vitnisburði. Tók hann þannig þriggja ára skóla á einum vetri og gat jeg ekki annað en dáðst að dugnaði hans, þreki og andl. framförum þennan vetur. Svo hjelt hann áfram námi í mentaskólanum hjer og tók stú- dentspróf vorið 1922, og hafði þá lesið tvo bekki um veturinn. þann- ig var skólaganga hans ein óslitin sigurför. Hann hafði gengið til hinnar almennu mentunar á óvana- lega stuttum tíma. Svo innritaðist Halldór heit. í lagadeild Háskólans háustið 1922 og stundaði nám sitt þar af mikilli kostgæfni, uns hann lagðist á beð þann, er enginn bjóst við að yrði banabeðurinn, fyr en nokkrum dögum áður en hann dó. það er þungur harmur öllum, sem þektu Halldór heit., að sjá á eftir honum ofan í gröfina, vita hann dáinn frá öllum æskuvonun- um, öllum fögru hugsjónunum. það er sárt að standa við dánar- beð þessa unga manns, er átti mikla framtíð fyrir höndum og sem hefði komið miklu góðu til leiðar fyrir ættjörð sína. par sem hann var, átti íslenska þjóðin góð- an dreng, hugsjónaríkan og áhuga- saman mentamann. Halldór heit. var af góðu bergi brotinn — stuðlabergi íslenskrar menningar. Hann hafði mikinn áhuga á velferðarmálum þjóðar sinnar, hann unni ísl. sveitamenn- ingu hugástum, hann elskaði átt- haga sína og vildi leggja fram alla krafta sína þeim til heilla. En minnisstæðust verður mjer ætíð ræktarsemi hans við foreldra sína aldurhnigna. þessvegna mun Hall- dór heit. ætíð standa mjer fyrir hugskotssjónum sem einn hinn göfugasti drengur, er jeg hefi kynst. Foreldrunum er sorgin þungbær eftir svo góðan dreng, en mikill harmljettir er þeim þó að vita hann á fegra landi, í æðri heimum, þar sem hann nýtur sín til fulls. þar hittast ástvinir aftur og þá verður fagnaðarfundur. Jeg þakka Halldóri heitnum inni- lega þær mörgu ánægjustundir, sem jeg hefi lifað með honum. Mjer hitnaði oft um hjartarætur við ylinn frá eldi áhugamála hans. það var unun að tala við hann um það, sem honum lá á hjarta. Nú fellur mjer þungt að samvistunum er slitið, — en við hittumst ef til vill áður langt líður. Og það verður okkur öllum, sem þektum hann, bót í böli að vona, að við eigum eftir að lifa saman um eilífð alla. Og við þökkum Halldóri fyrir hin- ar stuttu samvistir og geymum minningu hans í hjörtum okkar. Guð blessi minningu hans. Skólabróðir hins látna. Frú VaJgerður L. Briem. Hún andaðist á heimili sínu á Akranesi 25. f. m. Hún var dóttir sjera Lárusar fríkirkjuprests, al- kunns kennimans, og kona sjera þorsteins Briem. Hún var 39 ára (f. 12. okt. 1885) og hafði lengi bú- ið við vanheilsu, berklaveiki, og leitað sjer lækninga árangurs- laust, utan lands og innan. Hún tók mikinn þátt í ýmsri kirkjulegri starfsemi og safnaðarlífi, ásamt manni sínum, var trúkona einlæg, áhugamikil, ritfær og hagmælt. Jón Rósenkranz læknir. Hann andaðist hjer í Reykjavík 26. þ. m. Hann var fæddur 25. marts 1879, sonur Ólafs Rósen- kranz leikfimiskennara Mentaskól- ans og Hólmfríðar konu hans. Hann fór í Latínuskólann árið 1893 og varð stúdent 1899, las síðan læknisfræði og lauk embættisprófi 1905. Síðan hafði J. R. lengstum átt við van- heilsu að búa, sem vamaði honum þess að stunda fræðigrein sína að nokkru ráði eða gegna læknisem- bætti. En þó var hann sívinnandi og hinn mesti iðjumaður og vand- virkur, við ýms ritstörf og slíkt, þegar ekki kreptu veikindin svo að að honum var allra verka vamað. I En áhugi hans, ljettlyndi og lífs- gleði var ávalt mikil, svo að sjald- gæft var, og bar hann yfir margan örðugan hjalla þjáninganna. Hann var bókhneigður og las allmikið, bæði innlend rit og erlendan skáld- skap og heimspekirit. Hann var einnig sönggefinn og áhugasamur um þau efni og smekkvís og ljet oft aka sjer út, til að hlusta á góð- ar söngskemtanir, þegar hann var svo frískur. Hann fylgdist allmik- ið með í ýmsum þjóðmálum og skrifaði jafnvel um þau í blöðin PRENTSMIÐJAN ACTA Mjóstræti 6 — Rvik. TaJsími 948. Símn.: Acta Pósthólf 552. Vönduðust og ódýrust vinna á allskonar prentun. Pappír og um- slög fyrirliggjandi í stóru úrvali með lægsta verði. Pantið hjá oss reikninga, brjef- hausa, orðsendingar, umslög, kvittanir, fmmbækur, vöruinn- leggsseðla'og annað, er þjer notið af prentuðum eyðublöðum. hjer endur og eins, einkum bindind- ismálin. Hann var ritari háskól- ans frá upphafi, þó faðir hans gegndi þar oítast flestum dagleg- um störfum. — J. R. bjó flest veik- indaár sín hjá systur sinni og frænku á Uppsölum hjer í bænum og naut þar hinnar skemtilegustu og alúðlegustu aðbúðar. Hann var einnig sjálfur vinmargur og vel látinn, enda af öllum sagður vin- fastur og vel mentur, gleðimaður og góður drengur. ---o--- ZECirlkzjULmsLl. „íhald þj óðkirkj unnar". Nýlega var sagt hjer í blaðinu frá grein þeirri, sem Einar H. Kvaran skrifaði nýlega í danskt blað og nefndi „Frjálslynd þjóð- kírkja“. Var þess þá jafnframt getið, að nokkrum andmælum hefði verið hreift hjer heima og að sagt yrði nokkuð frá þeim einnig. þess- ar athugasemdir hafa komið fram í kirkjumálablaðinu Bjarmi. J>ar segir m. a.: „Eins og kunnugir sjá, er þessi grein hr. E. H. K. dálítið einhliða. Hvergi er minst á aðalmálgagn íhaldsstefnunnar, nje að það sje orðið eldra en nokkurt annað kirkjublað hjerlendis og hafi æði- mikið meiri útbreiðslu en „Morg- un“ sjálfur, -— og heldur ekki þeirra minst, sem í Bjarma hafa ritað fyr og síðar, og er þó biskup J. Helgason einn í þeirra tölu síð- ustu árin, sem kunnugt er. Kaup- endatala blaðs míns hefir meir en tvöfaldast síðan jeg tók alveg við því, og bendir það ekki til mikill- ar hræðslu landsmanna alment við stefnu mína. — Eins vita flestir Reykvíkingar að áhrif K. F. U. M. eru meiri en E. H. K. lætur, og að þangað sækir miklu fleiri mann- fjöldi en að trúboðsstarfsemi þeirra H. N. og E. H. K., og að guðsþjónustur íhaldspresta í Rvík eru oft eins vel sóttar og hjá H. N. Loks hefir hann alveg slept að geta um guðspekisstefnuna, sem fleytir þó rjómann ofan af trúboðsstarf- semi spíritista, en öðrum stendur nær að finna að þeirri gleymsku en Bjarma. Greinin er bersýnilega til þess rituð, að sýna dönsku safnaðar- fólki að árangurslaust sje fyrir það að ætla að hafa nokkur trú- málaáhrif á oss íslendinga og til að vekja hjá því tortrygni gagnvart biskupi Jóni Helgasyni. En ekki kemur mjer á óvart, að hún hefði gagnstæð áhrif. „Sennilega frjálslyndustu guð- fræðisdeild“ í Norðurálfunni telur hr. Einar Kvaran guðfræðisdeild- ina í Reykjavík. — Einhver sagði, að nær hefði verið að segja „stefnulausasta“, því að frjáls- lyndið er þar svona rjett í meðal- lagi í verki, þótt mikið sje í orði“. ----------------o----- Frá Seyðisfirði er símað 2. maí, að góður afli sje á Hornafirði og Djúpavogi, hvenær sem gefi á sjó. Snjókyngi mikil í Norður-Múla- sýslu og þingeyjarsýslum og hag- leysi nær alstaðar. Víða slæmar horfur, ef ekki batnar bráðlega. Alþingi verður slitið á morgun. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.