Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.05.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 13.05.1924, Blaðsíða 1
Innheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Oíslason Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 13. maí 1924. 33. tbl. Umvíðaveröld. Fridtjof Nansen um Grænlands- málin. Hjer í blaðinu hefir áður verið sagt frá ýmsum þeim umræðqm, sem fram hafa farið í nágranna- löndunum um Grænlandsmálin svo- nefndu, eða deilurnar og samning- ana um þau milli Dana og Norð- manna sjerstaklega. Milli þeirra er niálinu ekki lokið ennþá, en mikið um það rætt í báðum löndum. Einn þeirra Norðmanna, sem lagt hefir nokkuð til þeirra mála, er prófessor Friðþjófur Nansen. Hann setti fyr- ir alllöngu fram skoðun sína á mál- inu í blaðinu Tidens Tegn. Megin- atriðin í áliti Nansens eru þessi: Hvorki Danir nje Norðmenn geta með sanngirni gert kröfur til hins bygða hluta af ströndum Græn- lands. líjettir eigendur landsins eru Eskimóarnir, skrælingjarnir, og það eru þeirra hagsmunir, sem urshtunum eiga að ráða. það besta og rjettasta, sem bæði Danir og Norðmenn og aðrar þjóðir gætu gert, væri það, að vera ekki að blanda sjer í þessa hluti, en láta Eskimóana lifa í friði án íhlutun- ar frá Evrópuáhrifum eða menn- ingu að nokkru leyti. En þar sem hinsvegar er ekki hægt að bægja útlendingum alveg í burtu, meðan einhverskonar ábatavon er annars vegar, segist Fr. N. ekki sjá aðra leið til úrlausnar, til þess að verj- ast hraðfara og ákveðinni eyði- leggingu Eskimóanna, en þá, að halda uppi einhverskonar einka- leyfastjórn, svipað og Danir hafa gert. þessi stjórn er hinsvegar, segir hann, langt frá því að vera nokkur fyrirmynd eins og nú er, en hinsvegar má vafalaust bæta hana mikið. Um afskifti Norðmanna af Grænlandi segir F. N. m. a.: Mundi norska þjóðin vera fús til þess að fórna miklu fje árlega fyrir þann heiður einan að hafa eignarum- ráðin yfir Grænlandi. Jeg held að þeir staðir sjeu til í Noregi, þar sem hægt væri með meiri hagnaði að nota það fje, sem Norðmenn kynnu þannig að hafa aflögu. Um austurströnd Grænlands tel- ur Fr. N. hinsvegar nokkru öðru máli að gegna. Frá sjónarmiði þjóðarjettarins telur hann það mjög óvíst, hver rjett hafi til þess að slá eign sinni á ónumið land. þess vegna getur einnig verið efi á því, hver eigi rjett til austur- strandar Grænlands. En fyrir sunn an 67. gráðu norðlægrar breiddar tilheyrir landið efalaust Eskimó- unum. Allur suðurhluti austur- strandarinnar frá Hvarfi og að 69. gráðu norðlægrar breiddar hefir fyrst verið rannsakaður og kort- lagður af þremur dönskum leið- angrum. Norðmenn geta, að áliti Fr. N., ekkert tilkall gert til þess- arar strandlengju. peir hafa tæp- ast stigið þar fæti á land. þar við bætist svo, að þetta landssvæði er gildislaust fyrir norska starfsemi. Að því er kemur til framtíðar- möguleika Grænlands, talar Fr. N. helst um gildi ]pess sem ferða- mannalands. Um deilurnar, sem orðið hafa milli Dana og Norðmanna um þetta segir hann m. a., að í raun rjettri sje spurningin mjög auð- leyst, og það sje þess vegna und- arlegt, hversu mikill hávaði hafi orðið út af málinu. Á öðrum stað í greininni segir hann um norsku hreyfinguna í þessu máli: það er að sjálfsögðu bæði djarft og von- laust, að koma fram með skoðanir og athuganir, sem brjóta alveg í bága við það, sem hingað til hefir verið haldið fram í sambandi við þá skriðu norskrar þjóðernis- og þjóðrjettartilfinningar, sem svo margir góðir Norðmenn hafa orðið hrifnir af og hrundið hefir Græn- li ndsmálunum af stað. En það, að jeg geri það samt sem áður, er af því sprottið, að jeg get ekki betur sjeð, en að málið hafi verið mjög einhliða rætt í blöðunum, bæði í Danmörku og Noregi, og að fólk sje orðið talsvert ímyndunarveikt í málinu, hjá hvorum aðilanum sem er. Edison. Ekki alls fyrir löngu hefir ame- ríski eðlisfræðingurinn og upp- íyndingamaðurinn Edison tilkynt það, að hann drægi sig út úr flestri eða allri starfsemi þeirri, sem hann hefir rekið, og fjelögum þeim, sem unnið hafa að ýmsum uppfyndingum hans. Gengur sonur hans inn í stjórn þessara fyrir- tækja í hans stað. Edison er sjálfsagt langkunnast- ur allra uppfyndingamanna nútím- ans og hefir lengi verið skoðaður af allri alþýðu manna sem einskon- ar töframaður. Hann er fæddur 11. febr. 1847, af hollenskum og skotsk um ættum og var fátækur blaða- drengur fyrst og gaf síðar sjálfur út dálítið blað. Síðan varð hann rit- símamaður.*Snemma fór hann að gera ýmsar uppgötvanir, einkum viðvíkjandi símritun. Fyrsta stóra gróðafyrirtæki hans á því sviði var endurbót á kauphallarfrjettum, sem hann gerði 1873 og fekk fyr- ii 40 þús. dollara. Fyrir það reisti hann tilraunastöð og verkstæði og var bækistöð hans síðan lengstum í Menlo Park við New Ýork. 1877 gerði hann merkilega endurbót á talsímauppgötvun Bells og eftir það varð talsíminn mjög útbreidd- ur. Sama ár var það sem hann fann upp phónógrafinn og endurbætti síðan hvað eftir annað. Frá sama t'mabili er einnig uppgötvun hans á rafmagns-glóðarlampanum, en með honum komst fyrst verulegur skriður á raflýsingarmálin. 1882 bygði hann í New Ýork fyrsta raf- ljósakerfið með c. 2000 lömpum.' Hann gerði einnig uppgötvun þá, sem kvikmyndirnar eru bygðar á. Hann hefir einnig fengist mikið við sementsvinslu og bygt stóra sementssmiðju o. fl. Fjöldamörg fjelög og verksmiðjur hafa verið starfandi að þessum uppgötvunum hans og hefir hann sjálfur stjórn- að flestum þeirra. En nú hefir hann hætt þeirri starfsemi, eins og fyr segir, og fengið hana í hendur syni sínum. ----o---- Einar Jónsson myndhöggvari átti fimtugsafmæli 11. þ. m. Til minningar um það var stofnaður hjer sjóður, sem hefir það æthin- arverk, að láta smátt og smátt gera eirsteypur af listaverkum hans. Var honum tilkynt þetta með símskeyti afmælisdaginn. Einnig fjekk hann þá fregn hjeðan um það, að fengið væri hjer fje til þess að koma út bók með myndum af verkum hans, mjög vandaðri að öllum frágangi, og er ráðgert, að bókin verði prentuð í Khöfn. Mun beimkoma hans dragast eitthvað vegna þess, að hann mun vilja sjá sjálfur um útgáfu bókarinnar að einhverju leyti. ----o--- Einar Jónsson — 11. maí 1924. — Hátt skín í heiði heilög stjarna, lista gyðja liðinna alda. Varp hún geislum á Galtafellp vígði vordag vöggu bami. Óx þar upp góður, ungur sveinn, íturfríður og orkuþrunginn. Snemma hneig hugur að hárri list; ljek hönd að leiri og litsteini. Mótað lá margt fyrir mildri sjón: háfjöll og hraun, og harðir straumar. íslensk náttúra var hans auðnubók, las hann þar fyrst um list og speki. Fór svo ungur úr föðurgarði, listneminn ljúfi, um lönd önnur. Sótti’ upp á sóltind sannrar listar, sjálfum sjer frægð og sínu landi. Leiddi hann í ljós: líf í steini, og mjúka drætti í málmstorku. Lengi munu verk hans lýðum kunn; tala þau trútt „um tign og vit“. Kom jeg í Hnitbjörg á kólgustund, vildi jeg verma vit og hjarta. Opinn stóð þar heimur hreinnar snildar fyrir mjer, fágaður í fögrum myndum. Hljóttu þjóðarþökk þúsundfalda, mannkostaríki mkringur listar! — óskar þjer alls góðs hver íslensk sál. — Lifðu hjá oss lengi! — P. P. -----o----- Fimm lík hefir nýlega rekið af íæreyska skipinu, sem fórst í vor við Grindavík, og 9 lík hefir áður rekið. þau voru jarðsett hjer þá rjett á eftir, en hin 5 nú í dag. Eru þá enn aðeins 3 lík ófundin. þingemenn eru flestir famir heimleiðis. Blaðadeilan nýja enn. I síðastl. viku voru þeir endur- kosnir í útgáfufjelagsstjórn Mrg.- bl. og Isaf. stórkaupmennirnir Fenger, Garðar og Proppé. Fenger hafði viljað losna, en fjekk nú ekki, segja sögurnar. De har havt Lyst til at styre Skuden — styr den i-u! höfðu hinh’ sagt. Lad os nu se, hvad han duer til! Skriv nu og lad andre skrive! Kaptainen for- lader ikke sit Skib i Nödens Stund! — Skriv, Fenger! Skrifaðu, Garð- ar! Schreib, Proppé, höfðu þeir sagt uppi á fundinum hjá Natan & Olsen. Og svo höfðu allir þrír ver- ið endurkosnir með öllum atkvæð- um að undanteknum þremur, en það voru þeirra eigin atkvæði. En barnalegar eru upiræður Mbl. vm þetta blaðadeilumál enn. — Lít- il skýring í viðbót við það, sem áður er sagt, er ef til vill ekki cþörf. Yfirumráð blaða hljóta, þegar á leynir, að vera í höndum eigend- anna, svo framarlega sem þeir vilja neyta umráðarjettar síns. Yfirumráðin eru fólgin í því, að þeir ráða ritstjórana og segja þeim upp. Haldi ritstjórinn fast á rjetti sínum, getur ‘hann ráðið, meðan hann er við blaðið, en sje hann í andstöðu við eigendurna, verður hann að fara. Núverandi ritstjórar Mrg.bl. eru ráðnir með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Rjettindum þeirra er þannig var- ið, að þeir geta krafist þriggja mánaða launa hjá útgáfufjelags- stjórninni eftir að þeim hefir ver- ið birt uppsögn á starfinu. En út- gáfufjelagsstjórnin er þeirrar skoð unar, að þeir verði að fara frá rit- stjóminni, hvenær sem henni þóknast, og sá ritstjórinn, sem er ltgfræðingur, mun skilja þetta svo. Um þetta átti fyrv. ritstj. í þjarki við útgáfufjel.-stjórnina og lá við sjálf að fógetarjettur yrði látinn skera úr. Hann hafði sex mánaða uppsagnarfrest, en fór frá blaðinu fjórum mánuðum eftir að honum var birt uppsögnin. Mrg.bl. hefir hvað eftir annað sagt, að núver. ritstjórar hafi alveg sömu afstöðu til útgáfufjel.- stjórnarinnar sem fyrv. ritstj. hafi Laft, og hefir Lögr. látið þau um- mæli afskiftalaus. En þessu er ekki svo varið. Auk þess sem ráðningartími þeirra er miklu styttri, er afstöðumunurinn sá, að fyrv. ritstjóri gekk í fjelagsskap við útgáfufjel.-stjórn Mrg.bl. um blaðaútgáfu og var jafnframt ráð- inn ritstj. Mrg.bl. — þótt hann ætti ekkert í Mrg.bl., var hann samt langstærsti eigandinn í fje- lagsskapnum, þegar litið var á bæði blöðin sem heild, stærri eig- andi en útgáfufjel.-stjómin öll til samans. þetta skapaði, eins og skiljanlegt er, örðugleikana við að segja honum upp, því ella mundi það hafa verið gert löngu fyr. -----------------o----- Flensborgarskólinn. Honum var sagt upp 30. f. m. Á honum voru í vetur 66 nemendur, þar af 36 úr Hafnarfirði. í heimavist voru 18. Kostnaður hvers þeirra varð 61 kr. 70 au. um mánuðinn. Ráðskona var Sigríður Bæringsdóttir úr Reykja- vík. 19 tóku burtfararpróf. Höfuðbólið Hagi á Barðaströnd fæst til kaups og ábúðar í fardög- um 1925. 1 kaupinu fylgja með þessar jarðir: Ýtri- og Innri-Múli, Grænhóll, Tungumúli og Sauðeyj- ar. — Samið skal við Hákon Kristófersson, Haga. _A_lþingi. Störf Alþingis. Alþingi, sem slitið var 7. þ. m., átti setu í 83 daga. Á þessum tíma hafa störf þingsins verið sem hjer segir, samkvæmt yfirliti, sem skrifstofan hefir gert: Lagafrum- vörp voru lögð fyrir þingið alls 111, þar af 24 stjómarfrv., 18 í nd. og 6 í ed. En þingmannafrv. voru 87. Af þessum fmmvörpum vóru afgreidd sem lög 47, þar af 16 stjórnarfrv. og 31 þingmanna- frv. En felt var 1 stjórnarfrv. og 15 þingmannafrv. Með rökstuddri dagskrá var vísað frá 6 þing- mannfrv. og 3 vísað til stjórnar- innar. En óútrædd urðu alls 39 frumvörp, þar af 7 stjórnarfrv. og 32 þingmannafrv. Auk þess voru svo bornar fram 36 þingsályktun- artillögur, 20 í nd., 13 í ed. og 3 í sam. þingi. Af þessum tillögum voru 16 afgreiddar til ríkisstjórn- arinnar, 7 í nd., 3 í ed. og 6 sem ályktanir alþingis. Ennfremur var samþykt ein ályktun um fram- kvæmdir innan þings. Loks var vísað frá með rökstuddri dagskrá 2 þingsályktunartill., 1 feld, 7 vís- að til stjórnarinnar, 2 teknar aft- ur og 7 ekki útræddar. Fyrirspum- ir voru bomar fram 3, 2 í nd. og 1 í ed., þar af var 2 svarað, en 1 ekki leyfð. — Alls hafa því verið tek- in til meðferðar í þinginu 150 mál. Fundir hafa verið haldnir alls 139, þar af í nd. 67, í ed. 65 og í sam- einuðu þingi 7. —— o~—■ Frá Vestmannaeyjum. þaðan hafa gengið nú á vertíðinni 72 bát- ar, alt vjelbátar, og auk þeirra 2 gufubátar, og gekk þeim tiltölulega mjög tregt í samanburði við vjel- bátana. Afli er talinn alls um 26 þús. skp. Hæstur afli á vjelbát mun vera um 700 skp. — Tíðin hefir verið mjög hagstæð, aðeins einn landlegudagur frá 1. marts. Frú Björg þorláksdóttir hefir undanfarið flutt fyrirlestra við heimspekisdeild háskólans hjer. Til Ameríku er nýlega farinn Steingrímur Einarsson læknir. Sömul. þorbjörg Árnadóttir hjúkr- unarkona. St. E. er ráðinn við spí- tala í Chicago og p. Á. við annan í Canada. Leiðarljóð heitir sönglagasafn, sam nýkomið er út á ísafirði, á kostnað Jónasar Tómassonar bók- sala, en safnað hefir Sigurður Ei- ríksson regluboði. þar í em ýms ný lög, eftir íslenska höfunda, sem ekki hafa áður verið prentuð. tslandsfáni. Jónas Tómasson bóksali á Isafirði hefir gefið út nýtt lag eftir sig við kvæði Guðm. Guðmundssonar: Islandsfáni. Hjúskapur. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband ungfrú þórhildur E. M. Bjarnadóttir frá Heiði á Síðu og Gottskálk Jónsson frá Hvoli.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.