Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 29.07.1924, Qupperneq 1

Lögrétta - 29.07.1924, Qupperneq 1
Iimheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri l*or8teinii Gíslason Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 29. júlí 1924. 44. tbl. Umvíðaveröid. Frá Lundúnafundinum. í síðasta blaði var sagt frá und- irbúningi og upphafi Lundúna- fundarins. póttu þá málin horfa sæmilega. Síðan hafa ýmsir erfið- leikar komið fyrir. Segir svo frá þessu í síðustu skeytum: Alvarlegir erfiðleikar hafa nú (23. þ. m.) komið fram á ráðstefn- unni í London. Hafa fulltrúar banka og fjesýslumanna, sem ætl- að var að taka þátt í lánveitingunni til þjóðverja, einróma látið í ljós, að það sje ekki nægileg trygging fyrir láninu, að einn Bandaríkja- maður bætist við í skaðabótanefnd- ina, því samt sem áður sje engin trygging fyrir, að ekki verði vil- hallur meiri hluti í nefndinni. Enn- þá alvarlegri er þó önnur krafa, sem væntanlegir lánveitendur hafa komið fram með,sem sje sú,að þeir gera það að skilyrði fyrir lánveit- ingunni, að engar ákvarðanir, sem heimili einstökum aðiljum að hafa frjálsar( hendur gagnvart þýska- landi, í ýmsum nánar tilteknum at- riðum, sjeu gerðar. En fyrsta nefnd, sem skilað hefir áliti sínu viðvíkjandi vanrækslum þjóðverja í skaðabótamálinu, gerir einmitt ráð fyrir að þetta sje leyft. Tilraun til þess að ná samkomulagi við fulltrúa lánveitendanna hefir enn- þá orðið árangurslaus. Símað er frá Berlín, að þjóðverjar gleðjist yfir erfiðleikum þeim, sem fundur- inn á við að stríða. óska þeir ekki þátttöku og segjast aðeins rnunu undirskrifa sjerfræðingatillögurn- ar, ef þeim verði leyft að taka þátt í umræðum um málin. — þ. 24. þ. m. er ennfremur símað frá Lond- on: I gær var haldinn sameiginleg- ur fundur allra fulltrúa á skaða- bótaráðstefnunni, og varð hann árangurslaus. Lánveitingin til þjóðverja er nú aðalatriðið, sem barist er um. Theunis forsætisráð- herra Belga hefir komið fram með tillögu til málamiðlunar og er efni hennar það, að skaðabótanefndin núverandi noti heimild þá, sem henni er gefin til þess, að skipa undirnefnd, er skipuð sje óvilhöll- um sjerfræðingum, til þess að kveða upp úrskurði. Nefnd þessi hefir fult úrskurðarvald um van- rækslur af þjóðverja hálfu og vald til þess að ákveða, hvort trygging- ar þær, sem settar eru fyrir lán- inu, geti talist fullnægjandi.Frakk- ar eru ófúsir á að sleppa meirihl.- valdi því, sem þeir hafa í skaða- bótanefndinni. En lán er ófáanlegt, nema valdsvið skaðabótanefndar- innar breytist. Seinna kom Herriot fram með tillögu um það, að Frakkar ábyrgðust endurgreiðslu á lánum til þjóðverja, en fengju ýms rjettindi fyrir, en því var hafnað. Hefir staðið í þessu stappi síðan. Seinustu fregnirnar segja, að ákveðið sje að boða þjóðverja nú á fundinn, sem fullkornnum þátttakendum, og verði umræðum frestað þangað til. Eiðaskóli. Annað kenna'.aem- bættið þar er laust og er umsókn- arfre.stur til ágústloka. Launin eru samkv. 26. gr. launalaganna frá 1919 og húsnæði eftir því sem hús- rúm skólans leyfir. Kenslugreinar kennara þessa verða sennilega náttúrufræði og náttúrusaga, iandafræði, fjelagsfræði, danska og söngur. ----o----- Falleg bók. Nýkomin er út lítil en falleg bók, sem heitir „Heilög kirkja. Sextug drápa eftir Stefán frá Hvítadal“. Drápan er dróttkvæð, snjöll og vel ort, og minnir hún á hinar miklu helgidrápur miðaldanna, Lilju og Rósu, og margt er þar svo vel sagt, að þangað er að leita saman- burðar. Hún er trúarljóð, sem dáist að hinni kaþólsku kirkju og hvetur til afturhvarfs þangað. þetta er annað erindið: Himna-drottinn, heyr mig auman, hreldum manni' að tungu íeldu giæður elds, og iyfti ljóði ljómi þinna riku dóma; veit mjer styrk til stærri verka; streymir það fram, er andann dreymir; leið þú mig i dýrð við dauða, drottinn minn, i ljóssins inni. Útgáfan er sjerlega vönduð, eitt erindi á blaðsíðu, og rammi í kring í gömlum stíl, letrið gotn- eskt, upphafsstafir stórir, rauðir og rósum prýddir, eins og venja var fyrrum, og yfir höfuð er allur frágangurinn svo, að ánægja er að. Bókin er prentuð í Acta, en forsíðu og ramma hefir Björn Björnsson teiknað. ---o--- Heinrích Erkes háskólabókavörður í Köbi. Margir Islendingar kannast við Heinrich Erkes. Hann hefir ferðast sex sinnum á íslandi. oftar en nokkur þýskur vísindamaður eða fræðimaður. Hann hefir farið víða um landið, einkum um Norður- og Suðurland, og um óbygðir landsins. Hann hefir farið um Sprengisand og kannað Dyngjufjöll og Ódáða- hraun og ritað um þau. Nú í sumar ætlar Erkes í sjöunda sinn til ís- lands og fer hann 5. júlí frá Kaup- mannahöfn með Gullfossi til Rvík- ur. þaðan ætlar hann austur í Rangárvallasýslu, upp á Heklu, ef veður verður bjart, en annars er ferðinni heitið upp í fjöll og óbygð- ir norður af Rangárvallasýslu og Hreppunum og Eystri-Tungunni. þá ætlar hann norður Kjöl, og vill kynna sjer fjöll og dali milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Hann langar til að ganga upp á Vindheimajökul, því að þangað segir hann að engir ferðamenn hafi komið. Jökullinn er brattur mjög og erfiður uppgöngu. Howall hinn enski varð frá að hverfa þar sem hann leitaði uppgöngu á hann. En vera má, að dönsku landmælinga- mennirnir hafi komið upp á Vind- heimajökul. þeir klifra upp á hvert fjall, er landmælingarnar krefjast þess. Ef tíminn og ferðapeningarnir leyfa, ætlar Erkes víðar um Norð- urland; einnig langar hann að bregða sjer norður í Kolbeinsey, ef veður leyfir. þangað hefir enginn vísindamaður komið. Hann hefir safnað öllu, sem um eyna er ritað, og vill nú leigja mótorbát, ef gæft- ir eru góðar, til þess að komast þangað. Enginn þýskur maður mun hafa keypt svo margar ísl. bækui sem Erkes, nema ef til vill prófessor Konrad Maurer. þó safnaði hann eigi bókum, sem voru prentaðar á Hólum, nje íslenskum bókum og bæklingum í öllum greinum, eins og Erkes gerir. Maurer keypti bækurnar til þess að nota þær við rannsóknir sínar um sögu Islands, en Erkes er bókavinur og bóka- safnari; er hann einstaklega vel að sjer í íslenskri bókfræði. Hann á hjer um bil fjórðu hverju bók, sem út kom á Hólum, en þær voru í alt um 800, eða rjettara sagt háskóla- bókasafnið í Köln, því að Erkes hef ir fyrir nokkru gefið eða látið það safn fá alt hið íslenska bókasafn sitt, svo að hægt verði fyrír þá, er vilj a, að fræðast þar við háskólann um Island. Sjálfur hefir Erkes nú á hinum síðari árum haldið fyrir- lestra í háskólanum í Köln um Is- land, íslenskar bókmentir eða eitt- hvert íslenskt efni, og nú í vetur hefir hann í huga að lýsa landi og þjóðfjelagi voru yfirleitt. Er von- andi að hann gefi út bók um ísland áður en langt um líður; ef hún næði útbreiðslu, gæti hún gert Is- landi gagn, því að hún mun verða rituð með góðum hug til landsins og Erkes þekkir það vel. Annars er það leiðinlegt, að ýms hin bestu rit, sem rituð hafa verið á þýsku um ísland, svo sem hin ágætu rit Kon- rads Maurers, hafa svo að segja engri útbreiðslu náð. Jeg kom í fyrra á háskólabókasafnið í Giess- en og spurði þar eftir helstu ritum Maurers um ísland, en þau voru þar eigi til. þá spurði jeg eftir „Is- land“ eftir Paul Herrmann, er kom út í hinu handhæga fræðirita- safni „Aus Natur und Geistes- welt“; hugði jeg að hún mundi vera þar, af því að safn þetta er alkunnugt um þýskaland, en hún var þar eigi heldur. Erkes hefir nú í fjögur ár verið þingmaður fyrir Köln-Aachen í prússneska landsþinginu. Hann er fjölhæfur maður, verksjeður, víð- förull og víðsýnn. Hann hefir í mörg ár verið kaupmaður, en varð að láta af kaupskap, er heims- ófriðurinn hófst. Kom honum þá að gagni, að hann hafði gefið sig að vísindum. Erkes er mjög vel að sjer í tungumálum og hefir gefið út góð- an leiðarvísi í íslensku handa þjóð- verjum. Hann hefir lengi borið hlýjan hug til íslands, og var einn af þeim þremur mönnum, sem áttu fyrstu upptökin að þýska Islands- vinafjelagið var stofnað.Hinir voru þeir dr. Cahnheim í Dresden og þorvaldur Thoroddsen. þótt fjelag þetta hafi eigi orðið það, sem stofnendur þess gerðu sjer von um, hefir það þó unnið töluvert gagn. Erkes er maður látlaus, viðfeld- inn í umgengni og ræðinn og skemtilegur. Staddur í Bad Nauheim, á Jónsmessu 1924. Bogi Th. Melsteð. ----o----- Mullerskóli. Líkamsæfingar Múll- ers hins danska eru nú orðnar heimskunnar. Á íslensku hefir ver- ið þýdd bók hans „Mín aðferð“, og voru þær æfingar mikið notaðar um eitt skeið hjer að minsta kosti. Mörgum þótti þó, sem þær væru nokkuð umsvifamiklar og þyrfti til þeirra útbúnað, sem ekki væri auð- velt að útvega í heimahúsum. Hef- ir því seinna komið upp annað Mullers-kerfi, einfaldara og útbún- ingsminna, en þó svo, að ýmsir læknar telja, að með því fáist mjög góðar og heilsusamlegar æfingar, á skömmum tíma, og nokkurskon- ar bað og húðstrokur á eftir, með hjálp einfaldra áhalda, sem til eru á hverju heimili (vatnskanna, skál og þurka). þetta kerfi hefir þó ver- ið hjer alt að því óþekt, uns ungur maður og áhugasamur, Jón þor- steinsson frá Hofstöðum, tók sjer fyrir hendur að fara til útlanda til þess að læra það og læra að kenna það, við Mullerskóla í Kaupmanna- höfn. En skólar fyrir þetta kerfi eru nú komnir upp víða um lönd. Hefir J. þ. nú komið upp einum slíkum skóla í Rvík, og allmargir þegar orði til að sækja hann og láta vel af. íþróttaáhugi er nú all- mikill mcðal ungra manna og er ekki nema gott eitt um það að segja, þegar skynsamlega er á haldið. En miklu meira mætti þó gera til þess, en orðið er, að koma einföldum en heilsustyrkjandi lík- amsæfingum inn í daglegt líf manna. Ættu slíkar æfingar, sem Mullerskerfi þetta, að geta komið þar að notum, ef menn hafa þolin- mæði til að byrja einu sinni á því fyrir alvöru. En auðvitað er mik- ilsvert að læra kerfið rjett. Ættu því þeir, sem þess eiga kost, að sækja skólann, t. d. utanbæjar- menn, ef þeir eru hjer á ferð. — Meðal þeirra, sem nota þessar æf- ingar, og opinberlega hafa mælt með þeim, má nefna Svein Björns- son fv. sendiherra. ----o--- Heilbrigðismál. I. „það er einhver áreiðanlegasti votturinn um siðferðilegan þroska og öfluga framsókn til efnalegs sjálfstæðis hverrar þjóðar, að með henni þróist skilningur á því, hversu afarmikla þýðingu það hef- ir, að sem flestir- einstaklingar hennar sjeu heilbrigðir og starf- hæfir, — skilningurinn á því, að það er blátt áfram siðferðileg skylda hvers einstaklings að stuðla að því, að svo megi verða; það þarf umfram alt að verða öllum lýðum ljóst, að heilbrigði hvers ein- staklings hefir ómetanlega prak- tiska þýðingu fyrir þjóðarheild- ina, það þarf að vinna að því af öll- um mætti, að sem flestir limir heildarinnar sjeu starfhæfir. Heil- brigði er starfhæfi og starfsgleði“. þessi orð eru höfð eftir prúss- neskum stjórnmálamanni, sem átti sæti í ráðuneytum þeirra Vilhjálm- anna þýskalandskeisara. Og hann er svo sem ekki sá einasti, sem slíkt hefir látið sjer um munn fara. Allir þekkja hin alkunnu orð Prj edikarans: aumasti hje- g ó m i, h j e g ó m i, a 11 e r h j e- g ó m i. þetta er í hinni latnesku þýðingu biblíunnar (V u 1 g a t a) Vanitas, vanitas, omnia v a n i t a s. — Hinn alkunni stjórn- vitringur Benjamín Disraeli (síðar Lord Beaconsfield) sagði oft á tíð- um, að hitt mætti eins til sanns vegar færa í stjómmálunum: Sanitas, sanitas, omnia s a n i t a s: heilbrigði, heilbrigði, alt er heilbrigði. — Heilbrigði er undirstaðan undir velfarnan hverr- ar þjóðar og þrótti. það er því fyrsta og sjálfsagðasta skylda sjerhvers stjórnanda að beita sjer fyrir umbótum á heilbrigðisástandi þjóðar sinnar og öllum hugsanleg- um framförum, sem þar að lúta. Gamli Gladstone var nú, eins og kunnugt er, ekki rjett á sama máli í stjórnmálum og Beaconsfield lá- varður, — þeir voru þar jafnan á öndverðum meið, en í þessu atriði kom þeim þó saman. Gladstone vildi að læknisfróðir menn væru sem mest hafðir í ráðum um upp- eldi barna og unglinga, um húsa- gerð og allan aðbúnað mann.a, at- vinnu og alla lifnaðarhætti, og þótti sem þá mundi hverri þjóð betur gegna, og svona hafa fjölda- margir aðrir merkir stjórnmála- menn hugsað og talað. Má á sama standa hvort litið er aftur til fom- aldar eða til hinna nýjustu tíma; á öllum öldum hafa verið til merkir menn og víðsýnir, sem þetta hafa sjeð og látið sjer hugleikið um að opna augu alþjóðar fyrir þessari nauðsyn, að sem flestir einstakling- ar gætu verið hraustir og heilsu- góðir, starfhæfir, afkastasamir og vinnuglaðir; undir því væri mest og best komin velfaman þjóðfje- lagsheildarinnar. — það er vitaskuld, að aldrei verð- ur komist hjá sjúkdómum að öllu leyti. þeir era eitt af bölvun þeirri, sem mannkyninu fylgir, og aldrei verður umflúið til fulls, en mikið má úr því bölvi draga, ef einhuga er við snúist. það er haft eftir Hippokrates gamla, að svo er um marga sjúkdóma, að ekki koma þeir sem skúr úr heiðskíru lofti, heldur verða þeir margir hverjir til smátt og smátt, úr einhverjum yfirtroðslum, oft smáum, en marg- víslegum, og máske daglegum, á al- mennustu heilbrigðisreglum. Slíkar yfirsjónir valda ýmist skaðsemd- um á einstökum líffærum eða á öll- um líkamanum, vinna í kyrþey sitt eyðileggingarstarf, þar til líkaminn er allur ofurliði borinn; maðurinn legst veikur, er ekki lengur vinnu- fær og er orðinn hjálparþurfi. En hinn sanni tilgangur allra læknis- vísinda á að rjettu lagi að vera sá, að afstýra sjúkdómum svo sem frekast er unt, kenna mönnum að varast þá. Og þetta er nú í raun og veru að verða stefnuskrá læknavís- inda vorra tíma; margir frægustu læknar útlendir eru nú þegar farnir að krefjast þess í ræðum og ritum, að svo verði sem bráðast, og leggja beinlínis áherslu á, að öll kensla læknanema miði í þessa átt: að afstýra sjúkdómum. Af innlendum læknum man jeg i svipinn ekki til að neinn hafi kom- ið orðum að þessu nema próf. Guðm. Hannesson í Læknablaðinu. En George Newman, einhver at- kvæðamesti heilbrigðisfræðingur með Bretum og einn af helstu mönnum þeirra í hinu nýstofnaða heilbrigðisráðuneyti, ritaði nýlega eftirtektaverða grein í hinu fræga læknisfræðislega tímariti Breta, British Medical Journal, sept. 1923: The permeation of the medi- cal curriculum by preventive teaching, og mætti kalla þetta hina nýju stefnu í heilbrigðismálum. Koma hjer á eftir ýmsir kaflar úr þeirri grein í íslenskri þýðingu. Framh. Gamall læknir. -----o---- Enskt herskip kom hingað í gær og verður hjer um tíma. það er flaggskip einnar flotadeildarinnar og er foringi á því kapt. Evans, einn í röð kunnari flotaforingja enskra. Hann var með Scott í heim- skautsleiðangri á árunum og gat sjer þá góðan orðstír, og einnig á stríðsárunum. — Núna eftir mán- aðamótin er von hingað á einum 10—12 herskipum frá Bandaríkj- unum, sem höfð era á verði og vakki hjer í höfunum í sambandi við heimsflugið. Norskur ferðamannahópur kom hingað með Mercur síðastl. laug- ardag og er nú á ferð til þingvalla, að Gullfossi o. s. frv. Er Vilhj. Fin- sen formaður fararinnar, en blaðið Tidens Tegn í Osló, sem V. F. er meðritstjóri við, hefir gengist fyr- ir henni. Eru ýmsir kunnir menn í þessari för, flestir frá Osló.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.