Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.08.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 05.08.1924, Blaðsíða 1
Innheimtaog afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gíslas.on Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 5. ágúst 1924. 45. tbl. 50 ár. Nú í ár eru liðin 5Q ár frá því, er einveldinu var lokið hjer á landi. Stjórnarskráin, sem skóp hjer þingbundna stjórn, var gefin út 5. jan. 1874, og Kristján kon- ungur IX. færði íslandi hana að gjöf á 1000 ára afmælisbátíð þess 2. ágúst 1874. þá var stofnað ráðherraembætti fyrir ísland, en danska dómsmálaráðherranum falið að gegna því. Fyrsti íslenski ráðherrann hjet Klein, og var hann lijer í fylgd með konungi sumarið 1874. Með þessu hefst nýtt tímabil í sögu íslensku þjóðarinnar, en að- dragandi þess var hin langa stjórn málabarátta, sem háð var undir forustu Jóns Sigurðssonar. 50 ára tímabilið frá 1874 skift- ist í þrent; í þrjátíu fyrstu árin er æðsta stjórn íslands í Kaup- mannahöfn, en flytst heim til Reykjavíkur ,1904, og eftir lok heimsstyrj aldarinnar miklu verður sú breyting, að Island er viður- kent frjálst og fullvalda ríki. það er mikið efni að íhuga, hver áhrif þessar stjórnarfarsbreyt- ingar hafa haft á hag og hugsun- arhátt íslensku þjóðarinnar. Yfir- leitt eru þessi 50 ár framfara- tímabil, og þó einkum og sjer í lagi síðustu 20 árin, eftir að æðsta stjórnin fluttist inn í landið. Eru það stjórnarfarsbreyting- arnar, sem hafa valdið þessu að mestu leyti, eða er það jafnframt eða fremur eitthvað annað? þetta er efni, sem vert er að íhuga, og mun nánar verða vikið að því síð- ar hjer í blaðinu. ----o---- Sala pöjarða. ------Niðurl. Hitt dæmið er af hinu forna prestssetri Undirfelli í Vatnsdal. Bað ábúandinn fyrst um kaup á jörðinni 1912, og skal nokkuð nán- ar sögð saga þess máls, því hún sýnir þó, að sýslunefnd hefir auð- sjáanlega þótst hafa vandamál með höndum, að geta gert að vilja ábú- andans, án þess að verða opinber að vísvitandi lagabroti. I sýslufundargerð Austur-Húna- vatnssýslu frá 1912, bls. 80 til 35, stendur: „þá voru lögð fram bónarbrjef frá ábúendum eftirgreindra kirkju- jarða, til þess að fá þessar ábúðar- jarðir keyptar: b. Undirfell í Áshreppi, tilheyr- andi Undiríellsprestakalli. Sýslunefndin lýsir því yfir (með 3 atkv. gegn 2, að því er Undirfell snertir), að jarðir þessar heyri ekki undir j arðir þær, er getur um í 2. gr. laganna um sölu kirkju- jarða, frá 16. nóvbr. 1907“. Undirskrift fundargerðar þess- arar er þannig: „Gísli Isleifsson, Árni Á. þor- kelsson, þórarinn Jónsson, Ludvig Knudsen, Jónas Bjarnason, Björn Árnason“. Ósamþykkir að því leyti, að vjer teljum það vafasamt, að Undir- fell í Undirfellsprestakalli heyri ekki undir 2. gr. laganna um sölu kirkjujarða írá 16. nóvbr. 1907, enda aðeins samþykt með 3 atkv.“. Guðm. Ólafsson. .Jón Kr. Jónsson. I næstu sýslufundargerð sömu sýslu (frá 1913), bls. 12 til 36, stendur: „Framlagt brjef Stjórnarráðs Is- lands dags. 31. júlí f. á„ um, að atkvæðagreiðsla fari fram að nýju um sölu á kirkjujörðinni Undirfelli í Áshreppi, sem sýslunefnd hafði til meðferðar í fýrra. Að viðhöfðu nafnakalli lýsir sýslunefndin því yfir, að umrædd jörð heyri undir 2. gr. laganna um sölu kirkjujarða frá 16. nóvbr. 1907. Já sögðu: Björn Árnason, Guðm. Ólafsson, Jón Kr. Jónsson, Ludvig Knudsen. Nei sagði Jónas Bjarnason. Árni Á. þorkelsson greiddi ekki at- kvæði, og telst því með meiri hl.“. Við atkvæðagreiðsluna 1912 er auðsjeð, að sumir sýslunefndar- menn hafa af sjáanlegum ástæðum hliðrað sjer hjá að greiða atkvæði, þar sem 3 eru með sölunni, en að- eins 2 á móti (þeir sem ágreining- inn bóka með undirskrift sinni). Stjórnin á þökk skilið fyrir kröfu sína um nýja atkvæðagreiðslu 1913, sem leiðir í Ijós, að enginn er þá með sölunni nema einn mað- ur (mágur umsækjandans). Næsta tilraun hans að ná jörð- inni var sú, að fá þingmann til að koma kaupum í gegn með sj erstök- um lögum á Alþingi skömmu síð- ar, en það mistókst einnig. Sýnist nú svo, sem saga þessa máls ætti að vera á enda, en svo er þó ekki. Síðastliðinn vetur var aðstaða um- sækjanda breytt svo umsækjand- anum í vil, að auk þess sem hann átti nú sjálfur sæti í sýslunefnd, var enginn þeii’ra sömu manna fundarmaður, sem greiddu at- kvæði móti sölunni 1913, og þess utan var nú af sjerstökum ástæð- um stuðningsvon nýrra manna. Fyrir síðasta sýslufundi lá enn beiðni frá ábúanda Undirfells um að fá ábýlisjörð sína keypta, og af- greiddi sýslunefndin málið þann- ig, að með sölu greiddu atkvæði: Jón Jónsson, Jónas Björnsson, Kristján Sigurðsson, þorsteinn Bjarnason. Móti sölunni greiddu atkvæði: Sýslumaður Bogi Bryn- jólfsson, Árni Á. þorkelsson, Haf- steinn Pjetursson, Ólafur Lárus- son og umsækjandinn greiddu ekki atkvæði. þótt kunnugir skilji frumhlaup hinna 4 sýslunefndarmanna, er nú enn fást til að gefa því atkvæði sitt, að Undirfell sje selt, er þetta öðrum lítt skiljanlegt, enda mun það eitt af því ósvífnara, sem sýslunefndir hafa gert sig sekar í við sölu kirkjujarða, þar sem það í raun og sannleika mun fáum, er til þekkja, dulið, að jörð þessi ótvírætt heyri undir þær jarðir, sem alls eigi má selja, samkvæmt lögunum um sölu kirkjujarða frá 16. nóvbr. 1907, og skulu hjer framtekin nokkur atriði, er þar að lúta. Undirfell hefir a. m. k. um 5 alda skeið verið prestssetur og kirkju- staður hjer í Vatnsdal. Enginn get- ur um það sagt, nema framtíðin færi þær breytingar, að prestsset- urs verði hjer aftur þörf í næstu framtíð. Til þess þarf einungis vakning í kirkjulífi, eða að menta- málin yrðu sett meir í samband við prestsverkin en nú er. Hjer er ekki um aðra jörð að ræða en Undir^ell, sem enn er op- inber eign, og nothæf væri til em- bættisseturs, skólahalds, fyrir sjúkrahæli, eða til hverra annara opinberra nauðsynja, sem vera skal, en þessi jörð er allra jarða best sett til þess, enda hefir t. d. undanfarið verið þar skólahald fyr ir sveitina. Út af fyrir sig væri þetta næg ástæða og ekki lítilfjör- leg til að vernda Undirfell frá sölu í einstakra manna hendur, en þar að auki er svo á fleira að líta. Kæmi það til mála, sem ekki getur talist líklegt, að ekki þurfi í næstu framtíð að nota Undirfell til em- bættisbústaðar, skólahalds, sjúkra- hælis eða slíks, væri þjóðinni ekki lítill fengur í slíkri jörð til sund- urskiftingar í grasbýli. Til þess hefir hún mjög góð skilyrði, þar sem nær alt hið stóra land er gras- lendi, og óvíða sjest óræktað jafn- mikið og jafngott land til túnrækt- ar sem þar, og þó að sleptu enginu, sem bæði er mikið og gott. þá má og á það líta, að í Koms- á, sem aðskilur lönd jarðanna Kornsár og Undirfells, er talsvert aílmikill foss, og tæki framtíðin hann í sína þjónustu, er hvergi um byggingarstað að ræða, nema í Und irfellslandi. þótt ekki beint komi kirkju- jarðalögunum við, má þó enn taka fram mikilsvert atriði, sem stríðir á móti sölu Undirfeils í einstakra manna hendur, sem er það, að af kirkjueigninni hjer í Vatnsdal hef- ir viðkomandi upprekstrarfjelag (Áshreppur og Sveinsstaðahrepp- ur) keypt allstór afrjettarlönd, með rjetti til lands fyrir skilarjett- ina og bithaga til afnota við rjett- arstörf. þessi skilarjett stendur nú á Undirfellseyrum, og meðan prestar sátu á Undirfelli, varð frá þeirra hálfu nje hins opinbera aldrei neitt misklíðarefni út af þessum átroðningi við skilarjett- ina. Slíkt hefir fyrst átt sjer stað í tíð núverandi ábúanda, sem líkur eru fyrir að standi til mál út af. Sala jarðarinnar mundi því að ýmsu leyti leiða af sjer vandræði í þessa átt, því eðlilegt er, að upp- i ekstrarfj elagið legði kapp á að halda þeim rjetti, sem samningar og hefð hefir heimilað því gagn- vart þessari þjóðeign. þykir oss Vatnsdælingum nú all- fróðlegt að vita, hvort ábúandi Undirfells ræðst nú að stjórninni með kaupbænir sínar, og hver svör- m þá yrðu. Er nú þrisvar búið að greiða atkvæði um það hjer í sýslu- nefnd, hvort Undirfell megi seljast samkvæmt lögunum, og samanlagt fyrir öll árin hefir ábúandinn 8 at- kvæði með sjer, en 9 á móti, og ganga má að því vísu, að allir, sem hafa hliðrað sjer hjá að greiða at- kvæði, hafi gert það af því, að lengra hafi þeir ekki getað gengið fyrir kaupbeiðanda (auðvitað að honum sjálfum undanteknum). það ætti og að fylgja kaupbeiðn- mm. ef hún fer, að þessi umsækj- andi á áður góða jörð hjer í sveit- inni (þórormstungu), og að hann sagði á almennum sveitarfundi bjer í vetur á þá leið, að kaupum- sckn sín um Undirfell væri gerð fyrir væntanlegan tengdason sinn, en ekki sig sjálfan. Annars er það ekki nema eðli- legt, að einstakir menn geri alt sem unt er, til að ná í eigu sína öðrum eins jörðum og Undirfell er. En alt verður að hafa sín takmörk, og einnig það, að alt sem um er beðið sje ekki selt. Landsbúinu (stjórninni) ber skylda til að gæta þar rjettar þjóðarinnar, og láta hagsmuni alþjóðar sitja í fyrir- rúmi fyrir hagsmunum einstakl- inganna. það væri þjóðþarfaverk, að stjórnin ljeti nú þegar rann- saka um alt land, hvað eftir væri óselt af jörðum, sem útlit er iyrir, að sjeu að nokkru nýtar til almenn- ings heilla, og að slíkar jarðir yrðu hjer eftir — þótt seint sje — verndaðar frá sölu. Gagnvart jarðræktarlögunum frá 20. júní 1913 ætti Búnaðarfje- lag íslands að hafa sinn tillögurjett í því atriði, og þá ekki síður*biskup landsins, hvað kirkjujarðirnar snertir. Flögu 28. júní 1924. Magnús Stefánsson. ---o--- Umvíðaveröld. Síðustu símfregnir. Eftir allmikið þjark á Lundúna- fundinum, sem sumir hjeldu að yrði til þess að eyðileggja hann al- veg, bar Herriot fram tillögur þær, sem hjer fara á eftir (2.ág.): 1. Skaðabótanefndin hefir úr- skurð um vanrækslur af þjóð- verja hálfu. Bætir nefndin við sig einum meðlim, sem sje Ameríku- maður. 2. Ef úrskurður nefndar- innar ekki er samþyktur í einu hljóði skal ágreiningsatriðufn skotið til gerðardóms óvilhallra manna. Skal hann skipaður 3 mönnurn og tilnefndur af skaða- bótanefndinni eða dómstólnum í Haag. 3. Dæmist þýskaland hafa vanrækt skyldur sínar skulu full- trúar bandamanna kallaðir saman á fund. Viðurkent er í tillögu Herriot, að nýja lánið þýska hafi forrjettindi fyrir öllum öðrum kröfum á þýskaland. Afstaða oandamanna til tillögunnar er enn óviss. 4. ág. segir svo símfregn, að tillögur þessar hafi verið sam- þyktar. Var þjóðverjum síðan opinberlega boðin þátttaka í fund- inum og þáðu þeir hana. Slitnað er upp úr fjármála- samningum Rússa og Breta, — Fascistaherinn ítalski, sem verið hefir sjerstakur her til þessa, er nú sameinaður aðalher landsins, — Frá Osló er símað, að smyglur- um þar á firðinum fari fjölgandi með degi hverjum. Á 8 dögum gerði tollgæstlan þar upptæka 165 þúsund lítra af áfengi. ----o---- Heimsflugið. Eins og áður hefir verið frá sagt hjer í blaðinu hafa Banda- ríkjamenn undanfarið haft mik- inn viðbúnað til þess, að láta nokkra af bestu flugmönnum sín- um reyna að fljúga umhverfis jörðina. Var lagt upp í þenna leið- angur 4. apríl s. 1. frá Seattle i Washington fylki, og#voru flug- vjelarnaf fjórar. Hjer var frá upp- hafi fylgst mikið með þessum flug- leiðangri, þar sem ákveðið hafði verið að koma skyldi hjer við. Var sendur hingað fyrirliði úr fluglið- inu, Crumrine, til að undirbúa þetta. Valdi hann viðkomustaði í Hornafirði og í Reykjavík. Er nú svo komið, að leiðangur þessi er lentur hjer við land, eða tvær vjelarnar. Leiðin sem farin hefir verið kringum hnöttinn er þessi: Frá Seattle norður með Norður-Ame- ríku, strandlengis, til Alaska. Én þar heltist fyrsta vjelin úr lest- inni og í henni var foringi farar- innar, Martin (f. 1882). Síðan var haldið vestur Kyrrahaf yfir Atka, Attu og Kuril-eyjar til Tokio í Japan. Segja flugmennirnir þetta hinn erfiðasta kafla leiðarinnar það sem af er, og hafi þar bæði hindrað snjóar, stormar og ísar. Herskip hafa þó verið höfð á vakki og verði í höfum, þar sem flugið hefir farið um. Frá Japan var flogið til Kina og suður með lahdi, tll Síam, Birma, Indlands, Persíu, Mesópótamíu, Sýrlands, Tyrklands, Rúmeníu, Serbíu, Aust- urríkis, þýskalands, Frakklands, Englands og þaðan til Orkneyja (Kirkwall) og síðan lagt upp til slands. Hafði alla þessa leið ver- ið farið slysalaust og fylgdust all- ar 3 vjelarnar að, að heita mátti. Hn milli Orkneyja og Islands tók verra við. Við fyrstu tilraun tókst rðeins einum flugmannanna, Nel- son, ungum manni sænskættuðum (f. 1888) og vjelamanni hans, Har- ding, að komast til Hornafjarðar. Hinir sneru við. En þeir Nelson lentu í þokum allmiklum á At- lantshafi og var hann 8 klukku- tíma og 11 mín. á leiðinni, og var þá sólskin við Islandsstrendur. Næsta dag lögðu hinir tveir upp cftur og komst nú annar alla leið, Smith (f. 1892) og vjelamaður hans, Arnold, og flugu á 6 tímum og 17 mín., og höfðu eiida goðan byr. En hin flugvjelin, sem Wade (f. 1896) og Ogden, voru í, varð að setjast á sjóinn, vegna vjelar- bilunar, og var farið með hana aftur til Kirkwall. Næsta dag iagði hún enn upp, en skamt frá Færeyjum varð hún aftur að setj- ast á sjóinn, og biluðu þá vængir hennar í brimi og varð henni ekki bjargað, og sökk hún, en menn- irnir voru fluttir hingað á einu herskipanna. Kl. liðlega 9 í morgun lögðu þeir Smith og Nelson upp frá Horna- firði og flugu vestur með strönd- um. Höfðu menn hjer altaf fregn- ir af för þeirra, en hingað komu þeir kl. liðlega 2 og settust vjel- arnar á innri höfnina. Hjer var þá töluvert hvassviðri á norðvest- an, en ekkert virtist það hindra þá flugmennina. Herskipið, sem flutti þá Wade og Ogden, kom hingað inn á böfn- ina rjett á undan flugvjelunum. Tók borgarstjóri á móti flugmönn- um öllum sex, er þeir stigu á land, og verða þeir gestir bæjarins með- an þeir dvelja hjer, og búa í húsi Jónatans kaupmanns þorsteins- sonar á Sólvöllum. Vjelarnar fljúga hjeðan til Áng- magsalik á Grænlandi, þaðan til Ivigtut og síðan til Labrador. Bú- ast flugmennirnir við því, að það verði erfiðasti partur fararinnar og verða þar mörg herskip til að- stoðar. Leiðangurinn á að enda í Washington D. C. Flugvjelar þessar eru þanni^ út- búnar, að þær geta setst á sjóinn ef með þarf. þær fara 70—80 enskar mílur á klukkustund. Hjer í Reykjavík er búist við því að flugmennirnir standi við í 4—5 daga. ----o----- Foringjar á Fylla hafa nú verið skipaðir fyrir næsta ár. Skipstjóri verður Barfoed orlogskapteinn. Meðal foringjanna verður Knútur prins. Fylla, hefir nýlega tekið 2 norsk skip að ólöglegum veiðum á Húnaflóa. þau fengu 3 þús. og 5 þús. gullkróna sekt. Síldin. 31. júlí var símað, að komnar væru á land á Siglufirði 41 þús. tunnur af síld. Verðlag í óvissu. Aflinn er meiri en á sama tíma í fyrra. 20 þús. mál eru komin til bræðslu í Krossanesi. 4. ágúst var ennþá símað frá, Ak- ureyri: Vikuna sem leið var síld- araflinn á Eyjafirði 3261 tunna, en á Siglufirði 17.342 tn. Auk þess keypti Krossanesverksmiðjan 9 þús. 866 mál. Verðið á málinu er 14 kr.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.