Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.08.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.08.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Þeir sem þurfa á salti eða kolum að halda, eru vinsamlegast beðnir að leita tilboða hjá okkur. Utvegum allar tegundir af salti og kolum f. o. b. eða c. i. f. með lægsta verði. O. Johnson & Kaaher. Bóka- og pappirsverslun mannsins míns sáluga, Þór. B. Þorlákssonar, heldur áfram óbreytt fyrst um sinn í Bankastræti 11, og leyíi jeg mjer að mælast til að skiftavinirnir sýni versluninni sama traust og að undanförnu. Reykjavík 28. júlí 1924. Sigríður Snæbjarnardóttir. ZECa.ffilore2iLsla.rL ' er nú tekin til starfa, og afgreiðum við pantanir á ný-brendu og möl- uðu kaffi, ágætis teg., með mjög litlum fyrirvara. O. J"oh.nson &c ZE^a.a.’bei'. Unglingaskóli Asgríms Bagnússonar Bergstaðastræti 3, Reykjavík Skólinn byrjar fyrsta og hættir síðasta vetrardag. Tvær deildir. Námsgreinar: íslenska, reikningur, danska, enska, líkams- og heilsu- fræði og handavinna fyrir stúlkur. Inntökuskilyrði, að nem. sje heill heilsu og hafi lokið fullnaðarprófi samkv. fræðslulögum. Kenslugjald kr. 85.00 fyrir veturinn. Umsóknir sendist undirrituðum, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar. ísleifur Jónsson. Georg Pjetur Jónsson frá Draghálsi. Hann andaðist fimtudaginn 5. júní s. 1. rúmra 76 ára, fæddur 26. marts 1848 að Ferstiklu á Hval- fjarðarströnd. Foreldrar hans voru merkishjón- in Jón Sigurðsson og Helga Gísla- dóttir, bjuggu þau á Ferstiklu all- an sinn búskap, eignuðust 18 börn, 7 dóu í æsku, en þau, sem upp kom- ust, auk Pjeturs, voru: 1. Sesselja, átti Jón þorsteinsson bónda á Kalastöðum, meðal barna þeirra er Snæbjörn stjórnarráðsskrifari. 2. Jódís, átti Nikulás Brynjólfsson bónda á Másstöðum. 3. Sigríður, ógift. 4. Gísli, dó uppkominn. ö. Ásmundur, druknaði í Hvalfirði á heimleið úr Reykjavík árið 1873, við annan mann, þorbjöm Jónsson frá Efstabæ í Skorradal, bróður Halldóru konu Pjeturs, mestu efn- ismenn báðir. 6. Sigurður,átti Ástu Ólafsdóttur frá Litlasandi Gunn- arssonar. Sigurður druknaði einn- ig í Hvalíirði á heimleið úr Reykja- vík nokkrum árum síðar en Ás- mundur bróðir hans, ásamt öðrum manni, Kristni Einarssyni frá Litlabotni, bróður Sigríðar Einars- dóttur konu Bjama Bjarnasonar hreppstjóra og sýslunefndarm. á Geitabergi og þeirra systkina, voru þeir dugnaðarmenn á besta skeiði. Fjögur systkini Pjeturs fluttust þvínær samtímis til Ameríku: 7. Magnús, kvæntist vestra. 8. Sigur- björg, átti Kristinn Guðmundsson á Bjarteyj arsandi. 9. Helga, átti Magnús Frímann Ólafsson, bróður konu Sigurðar, sem fyr er getið. 10. þuríður, átti Jóhaxmes frá Leirá. Um Jón á Ferstiklu, föður Pjet- urs, er þess getið, að 3. ág. 1860 sæmdi dómsmálastjórnin hann verðlaunum fyrir að bjarga mönn- um úr lífsháska á sjó, og ýmsir þóttu þeir ættmenn sjógarpar miklir. Faðir Jóns var Sigurður bóndi á Efraskarði í Leirársveit, Pjeturssonar, Kolbeinssonay vef- ara í Vogatungu, dáinn 1778, Tún- issonar Kolbeinssonar frá Hvanná á Jökuldal í Múlasýslu. Kona Sig- urðar föðurafa Pjeturs var Jódís Böðvarsdóttir Ólafssonar í Melkoti í Leirársveit, hún dó í Hlíðarhús- um í Reykjavík 1851, hjá Jódísi dóttur sinni konu Jóns þórðarson- ar borgara, föður þórðar hafn- sögumanns í Ráðagerði og þeirra systkina. En móðir Sigurðar var Sigríður Vigfúsdóttir lögrjettu- manns Árnasonar á Leirá, dáinn 1763, Ketilssonar yfirbryta í Skál- holti. Vigfús lögrjettumaður átti Ingveldi Brynjólfsdóttur lögrjettu- manns Jónssonar lögrjettumanns Ásmundssonar á Reykjum í ölfusi, Brynjólfssonar á Skarði á Landi, Jónssonar á Skarði, Eiríkssonar Torfasonar sýslumanns í Klofa á Rangárvöllum, dáinn um 1504, þess er aðför gerði að Ljenharði fógeta, sem þá var staddur að Hrauni í Ölfusi, hann var uppi sam tímis og átti í erjum við Stefán Jónsson fyrirrennara ögmundar Pálssonar, er síðastur var katólsk- ur biskup í Skálholti. Móðir Pjeturs var, sem áður er sagt, Helga Gísladóttir Ólafsson- ar; var faðir hennar ættaður af Álftanesi og var nafnkunnur for- maður og sjósóknari, kuxma marg- ir um hann vísu þessa: Gísli kundur Ólafs er, einn sá skunda lætur hjer fákinn sunda fram um ver, flýtir undra mikið sjer. En móðir Helgu var Sigríður Ás- mundsdóttir, seinni kona sjera Engilberts prests að Saurbæ, dáinn 1820. Síðar átti Sigríður Gísla, og var Helga einkabarn þeirra; ól hún allan aldur sixm á Ferstiklu og þótti ágaetiskona og skörungur mikill sem móðir hennar. Árið 1875 gekk Pjetur sál. að eiga Halldóru Jónadóttur frá Efstabæ, Símonarsonar Teitsson- ar. Flutti Símon sá austan úr Skaftafellssýslu í móðuharðindun- um miklu og bjó að Hæli í Flóka- dal. Móðir Halldóru var Herdís, systir Magnúsar Jónssonar á Vil- mundarstöðum í Reykholtsdal, föð- ur þeirra bræðra Hannesar í Deild- artungu, Einars á Steindórsstöð- um, Sigurðar á Vilmundarstöðum, Jóns í Stóraási og þorsteins á Húsafeih. Systkini Halldóru, þau er upp komust, voru: Símon, átti Sigríði Davíðsdóttur frá Miðsandi, þeirra sonur er Bjarm prófastur á Brjámslæk. Hildur, átti Sigurð Vigfússon í Efstabæ. þórelfa, átti Jón Jónsson á Gullberastöðum. þorbjörn, sem fyr er getið að druknaði. Steinxmn, Jón og Magn- ús, dóu öll ógift. Reistu þau Pjetur og Halldóra bú í Efstabæ og bjuggu þar í 5 ár, síðar 1 ár í Kalastaðakoti, þaðaa flu: tust þau að Draghálsi og festu karp á þeirri jörð. þau eignuðust 9 böm, 3 dóu í æsku (þorbjöm, Herdís og Helga), 5 eru á lífi: Her- dís ljósmóðir, gift Jóni Helgasyni bónda á Litlasandi, Jón, bóndi á Draghálsi, á Steinunni Bjarnadótt- ur hreppstj. á Geitabergi. Helga, gift Beinteini Einarssyni bónda í Gi afardal. þorbjöm trjesmiður og Steinunn, bæði ógift, og Ingibjörg, dó úr spönsku veikinni, átti Guðm. Búason bónda á Hóli í Svínadal. það má segja um þessi merkis- iijón, Pjetur og Halldóm, að þau ljetu sjer mjög ant um gott upp- eldi bama sinna. þau voru sjerlega iðjusöm og samhent í búskapnum, tnda græddist þeim f je og ekki leið á löngu áður þau áttu ekki aðeins jörðina skuldlausa, heldur og gott bú. Jörðina prýddi Pjetur sál. og bætti á margan hátt, bæði með jarðabótum og byggingum, reisti þar vandað íbúðarhús úr timbri ásamt 4 heyhlöðum, fjósi, áburð- arhúsi og öðmm peningshúsum og var þar ekkert til sparað; mun jörð in Dragháls lengi bera menjar hans. þar fylgdist að hjá báðum íramúrskarandi dugnaður, ráðdeild og reglusemi. þau vom hin besta stoð sveitarinnar, hugsuðu ekki síður um að bæta kjör annara en að efla sinn hag. Áttu þau sjer fáa líka í gestrisni og hjálpfýsi. það sem lofað var, stóð sem stafur á bók, því lundin var hrein og hug- arfarið göfugt. Væri vel að sem allra flestir, bæði menn og konur, fyndust nú og ætíð hjá þjóð vorri, jafn miklum og fögmm mannkost- um búin sem þau hjón voru bæði, og sem börn þeirra hafa tekið í arf eftir þau, þyrfti þá vissulega ekki að bera kvíðboga fyrir framtíð hinnar íslensku þjóðar. Konu sína misti Pjetur 24. júlí 1917, höfðu þau þá verið 42 ár 1 hjónabandi. Litlu síðar ljet hann af búskap og tók þá við jörðinni sonur hans Jón, sem fyr getur. Dvaldist Pjetur þó á Draghálsi það sem eftir var æfinnar. Síðustu árin kendi hann þess sjúkdóms, er dró hann til bana. Var hann að síðustu svo lánsamur að fáa að njóta góðr- ar hjúkmnar dætra sinna og að deyja sem saklaust barn, friðsæl- um dauða í höndum þeirra. Má segja, eins og Matth. Jochumsson kemst að orði í erfiljóðum eftir Ásm. bróður Pjeturs, að hann „fól sig og sína guði, sigurblítt á dauða- stundu“. Á. G. - -----o---- Um kofnatekju á Breifirði. Lög frá 19. júní 1922 gera svo íáð fyrir, að ráðuneytið setji regl- ur um fuglaveiðar o. fl. og ráðu- neytið hefir gert þetta með reglugerð frá 31. ágúst 1923, og þar stendur að ekki megi taka Lunda unga með járnkrókum. það er allrar virðingar vert að aflífa hreinlega allar skepnur, svo að þær kveljist sem allra minst, og svo má þakka fyrir að nú er vöknuð sú tilfinning hjá almenn- ingi að hreinasta synd muni vera að hraða ekki dauða hverrar skepnu sem allra mest, þá hún er líflátin. En það er öðru máli að gegna um Lundakofuna en aðrar skepn- ur. Hana er ekki hægt að rota eða skjóta í holunum. Lundann má taka með „háf“ en þó grípur hann hræðsla ef hann er ekki deiddur strax, og áður en hann er tekinn úr háfnum. því segir reglugerðin ekkert um það? En lundakoíuna verður að krækja í holunum þar sem þær ekki nást með hendinni, og getur það varað alt að hálfri mínútu — eftir reynslu minni — frá því hún er krækt og þar til hún er dáin. þó hraði sje hafður á, sem vanalegt er. Lunda unginn ætti að deyja sárindalaust. En hvaða ráð era til þess? þau hefir ráðuneytið ekki vitað, og ekki Dýraverndunarfje- lagið heldur, því annars mundi xeglugerðin hafa borið það með sjer. Nú er það hreinasti Tyrkjahátt- ur að veiða lunda í háf, eftir að unginn fer að þroskast, nema ör- lítið í hverjum stað, því sjeu báð- ir foreldrarnir drepnir, sveltur unginn til bana. Með áðurnefndri reglugerð er því — fljótlega álitið — lokið að nokkur geti notað kofnaveiðina nema að verða brotlegur við lög- m, ella gera þau jarðspjöll á eyj- unum, er ekki væru fljótlega rjett til verðs metin. Sumum eyjum hjer á Breiða- firði er svo varið, að lundaveiði í háf verður ekki viðkomið, sem sje þar sem eyjar eru láglendar, sem allvíða er, og hver ráð eru þá? þau eru engin til. Búendur líða stórtjón að mega ekki taka kof- una á vanalegan hátt; jeg vií til- taka Bjarneyjar. þar búa 6 bú- endur, allir fátækir, og svo mætti marga fleiri telja. þetta era þeirra aðalhlunnindi, sem þeir lifa af. Hver á að borga þeim tjónið, eða eiga allir að hafa það bótalaust? það má telja víða á Breiðafirði óefnilegt til búskapar, ef þessum hlunnindalið er svift í burtu. því tæplega mundi það skylda jarð- eigenda að borga ábúendum tjón- ið, og mundi þá vera ríkissjóður sem skylduna bæri. Til að benda á hvað áðurnefnd hlunnindagrein nemur, vil jeg geta þess, að vestan Klofningsfjalls á Breiðafirði mun vera um 50 þús- und af lundakofu að meðaltali á ári, og í Suðureyjum (í Snæfells- og Dalasýslu) um 68 þúsund. þar írá mundi hæfilegt að draga fyrir öllum kostnaði,eftir reynslu mmni, alt að V5, og væri þá um 40 þús. er búendur ættu að fá endurgjald fyrir. það er leiðinlegt, að særa þarf lundakofuna þegar hún er líf- látin, en af hverju hefir gleymst að banna skot á rjúpur? það er þó oft hryggilegt að fara um þau veiðilönd, þar sem hún er skotin, og sjá aumingja fuglana veltast áfram stórsærða, en geta þó forð- ast manninn, svo ekki er hægt að stytta þeim stundir, og væri ósk- andi að Dýraverndunarfjemgið tæki þar alvarlega í taumana og sæi um að rjúpur yrðu framvegis snaraðar en ekki skotnar, og mundi sú aðferð að öllu notasælli og þó kvalaminni. Annars sje jeg ekki betur en í áðurnefnda reglugerð vanti leið- beiningu um hvernig nota skuli kofnatekjuna á Breiðafirði, ef breyta skal frá gömlum vana, og meðan þá leiðbeiningu vantar, ætla jeg bann reglugerðarinnar ónýtt mál, því áðurnefnd lög frá 19. júní 1922, gera ráð fyrir að hún leiðbeini á besta hátt hvernig skepnur sjeu líflátnar, en banni það ekki. Út af áðursögðu mundi því best að strikað væri yfir þau á k v æ ð i oftnefndrar reglugerðar, er kofna- tekju snertir, þar til leiðbeining fengist um hvernig bót yrði ráð- in á þeirri aðferð sem nú er höfð. Hergilsey, 3. júlí 1924. Snæbjöm Kristjánsson. -----o---- Grænlensk fiskimið. Samkvæmt skeyti frá Osló segir áhöfr.in á norska skipinu „Stormgulen“, að feikna fiskimergð sje á miðunum móts við Godthaab. þegar íslaust var orðið, fór skipið norður á lúðu- miðin og fylti þar á 8 dögum. Hef- ir skipið flutt 30 þús. kg. af lúðu til Englands. Er það álit manna á „Stormgulen", að á þessum svæð- um sjeu framtíðarfiskimið. Tveir hestar töpuðust við Amaxvatn á Axnar- vatnsheiði nóttina 27. júlí 1924. Annar hesturinn ljósgrár, stór, með mikið fax, mark: stýft v. — Hinn hesturinn lítið steingrár, eineygur, merktur H á lend. Sá, er finnur hestana, er vin- samlega beðinn að koma boðum um þá til Hans Hannessonar pósts í Reykjavík. Sími 274. Trúarjátning hins bersynduga. Jeg kæri mig ekkert um kenni- mannaiiróp, en krýp þeim mikla drotni er sólina skóp. Hann boðar ei yðrun til brota- endurgjalds, en blessar alt, sem liíir án nokkurs reikningslialds. pótt ekki að verðleik sje ávaxtað mitt pund, jeg óhræddur skal ganga á dauðans kalda íund. Jón S. Bergmann. ----0—— / Askorun til kaupmanna og kaupf jelaga- stjóra. Reglur um aflífun húsdýra, slátrun búpenings o. s. frv., sem aóms- og kirkjumálaráðuneytið gaf út 31. ágúst í íyrra, voru að vísu auglýstar í „Dýraverndaran- um“ í fyrrahaust (sept.), en hefðu þurft að auglýsast langtum víðar og betur. Nú nálgast sláturtíðin aftur, og nú 1 haust gildir ekki lengur sú undanþága, sem gefin var í fyxra- haust, það eina sinn, af.því hve lengi dróst að gefa reglugerðina út, svo að hætt var við að maður og maður yrði þá varbúinn, vant- aði hentuga byssu eða helgrimu. Nú í haust eru allir skyldugir lil að skjóta eða rota. 2. gr. nefndr- ar reglugerðar er svo hljóðandi: „Enga skepnu má deyða með hálsskurði,mænustungu nje hjarta stungu, hvorki til heimilisnota nje í slátrunarhúsum. Stórgripi skal deyða með skot- vopni, svo og hunda og ketti, en sauðfje og geitfje með skoti, eða rota með helgrímu eða öðru því líku áhaldi. Alifugla skal hálshöggva með beittri öxi, eða þar til gerðri vjel“. Nú í haust má enginn vera var- búinn að geta hlýtt þessum lögum. Mun verða stranglega eftir því gengið að þessi mannúðar ráð- stöfun um deyðingu dýranna verði ekki pappírsgagn. Fyrir því skorum vjer á kaup- menn og kaupfjelagastjóra alstað- ar á landinu, að hafa til í tæka tíð hentug skotvopn og rot-áhöld, svo að bændur eigi þess kost að eign- ast þessi áhöld þegar þeir þurfa á þeim að halda. Með því vinna verslunarmenn þarft verk og mannúðlegt. þessar línur eru önnur blöð vin- samlega beðin að flytja sem fyrst. Stjórn Dýraverndunarfjel. Isl. ----o----- Akxireyri 3. ágúst. 1 gærkvöldi 2. ágúst mintust Norðlendingar á Ak- ureyri 50 ára frelsisafmælis þjóð- arinnar. Athöfnin var mjög lát- laus, en einkar hátíðleg. Dánai-fregn. Dáinn er nýlega úr brjóstveiki á heilsuhæli í Dan- mörku Guðmundur Thorsteinsson listmálari, maður á besta aldri, efnilegur málari, vinsæll og góður drengur. Grasvöxtur er nú orðinn sæmi- legur víðast hvar um landið. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.