Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 19.08.1924, Side 4

Lögrétta - 19.08.1924, Side 4
4 LÖGRJBTTA Eimskipafjelag Islands, grein um 10 ára sögu og starfsemi fje- lagsins, með mörgum myndum: 1. Fyrsta stjórn fjelagsins, 2. skip þess þrjú, 3, hús þess í Rvík, her- bergi stjórnar fjelagsins og af- greiðslusalur þess, 4. Nielsen fram- kvæmdastjóri og skipstjórarnir á íjórum skipum fjelagsins: Júlíus Júlíníusson, Sigurður Pjetursson, þórólfur Beck og Einar Stefánsson. þrjú kvæði eftir Halldór Kiljan Laxness. — Perlan úr djúpinu, smásaga eftir Friðrik Ásmundsson Brekkan, þýdd af H. K. L. — Guð- mundur góði Arason, kvæði eftir Pjetur Pálsson. Jón Magnússon og Halla Árna- dóttir, grein, ásamt myndum, eftir sjera ól. ólafsson. Vísur eftir G. Ó. Fells. Jón í Káranesi, grein, með mynd um, eftir sjera Halldór Jónsson á Reynivöllum. Gestur S. Magnússon frá Staðar- felli, kvæði eftir Stefán frá Hvíta- dal. ----o--- Ferð um Mýrasýslu,og Borgarfjörð. Pann 8, júní kom jeg að Staðar- hrauni. pá var prófasturinn, sjera Stefán Jónsson, að ferma og messa á Akri, sem er annexía frá Staðar- hrauni, en frú hans tók á móti mjer, og um kvöldið kom prófast- ur heim. þar var jeg um nóttina, og er það eitt það besta heimili, sem jeg hefi komið á á Suðurlandi, þó mörg sjeu góð. þar var jeg við messu á annan í Hvítasunnu; ágæt messa, þó einkum fermingarræðan barnanna; hún var fyrirtak, enda heyrði jeg, að sjera Stefán væri ágætur ræðumaður. þar sá jeg í kirkjunni ljósahjálm, sem hafði verið steyptur árið 1616, og stóð á honum á latínu: „í guðs nafni er jeg bræddur, Mickelin hefir steypt mig árið 1616“. Líka sá jeg þar 1 kirkjunni altarisklæði, sem stóð á: J. H. S. — G. B. D. 1710, og var stór furða, hvað vel hafði verið farið með þessa hluti, enda er sjera Stefán Jónsson með fróðustu og mestu prestum, sem jeg hefi fyrir hitt. Hann hafði nú fyrir rúmum tveimur árum siglt til útlanda og farið suður á Ítalíu og gengið upp á eldfjallið Vesúvíus, og sagði mjer margt og merkilegt frá þeirri ferð sinni. Hann hefir mjög gott minni, þó er hann nú kominn yfir sextugt, og eins er frúin mikilhæf að gest- risni og allri framkomu við búskap- inn, ekki minna en bóndi hennar. Jeg er nú búinn að koma þar tvisvar, og á eftir að koma í þriðja sinni, og hlakka jeg til þess i haust. þar á Staðarhrauni bygði jeg gott og nokkuð stórt klakhús, rjett við túnið; ágæt skilyrði þar og góð vatnslind. þetta klakhús ljet oddvitinn, Guðbrandur frá Hrafnkellsstöðum, byggja á hrepps kostnað, og hafði jeg þar 8 menn í vinnu í 3 daga, og þá var búið að byggja húsið mátti heita að fullu og öllu, það sem jeg þurfti að vera við. Jeg minnist þess enn, að hvergi hefir mjer liðið betur en á þessu heimili, þótt mjer að vísu hafi víða liðið vel, og að endingu fylgdi sjera Stefán mjer sjálfur og ljeði mjer reiðhest konu sinnar austur að Grímsstöðum. þar býr Hallgrímur Níelsson, eða sonur hans. þar er snoturt steinhús. Hallgrímur var ekki heima, var í fjallgöngum, en sonur hans fylgdi mjer að Val- bjamarvöllum, og svo var mjer fylgt að Svignaskarði. þar býr stórbóndinn Guðmundur Daníels- son, og mun þar vera eitt hið allra mesta gestaheimili, sem jeg þekki, og oft er þar til lengri tíma á sumr- in margt fólk úr Rvík í sumar- leyfi sínu. Líka koma þar oft út- lendingar til að fá að veiða lax í Gljúfurá og víðar. Frá Svigna- skarði fór Guðmundur með mjer upp að Laxfossi, til að byggja þar laxaklakshús. Var nokkuð eftir að fullgera það og ætlaði Guðmundur að gera það við tækifæri. Svo fór jeg að Norðtungu til Runólfs bónda. þar er mikið og gott heim- ili. þar er líka margur Englending- ur við laxaveiðar í þverá, og mun hún vera með allra bestu laxám á landinu. þar bygði jeg lítið klak- hús, því vatnið var þar lítið. Ekki gat jeg fullgert það að upprefti, en að öðru leyti gerði jeg það. En Runólfur ætlaði að koma ofan yfir það. Svo fór jeg þaðan út að Hreðavatni; þar býr Guðmundur, góður smiður, og bygði jeg þar silungsklakhús, því þar er stórt vatn, sem nokkur silungur er í, en vatnið þolir stórkostlega fjölgun. Jeg hafði fengið skipun frá sýslumanni, Guðmundi Björnssyni í Borgarnesi, að fara upp í Hvítár- síðu, alt upp að Gilsbakka, og skoða þar bæði vötn og læki. Á Gilsbakka býr Sigurður Snorrason og á fyrir konu dóttur sjera Magnúsar And- rjessonar. þar er eitt hið allra stærsta bókasafn, sem jeg hefi sjeð á einum bæ upp til sveita, og var mjer sagt, að sjera Magnús hefði verið mesti bókavinur. Um morg- uninn fór Sigurður með mig langt upp á heiði, til að skoða þar vatn, sem kallað er Mjóavatn. þar er ekkert hægt að gera; forarpollur sem botnfrýs. Enga vatnslind fann jeg þar ábyggilega, aðeins litla vatnslind sunnan við túnið, sem sjálfsagt frýs fyrir á veturna. önnur er neðan við bæinn, sem kölluð er Gvendarbrunnur, undir hárri brekku, og færi klakhúsið í kaf af snjó, ef þar væri bygt. Svo skoðaði jeg meðfram hrauninu og Hvítá og fann hvergi lind brúklega. þaðan fór jeg út að Sámsstöð- um, til Ólafs oddvita, og með hon- um upp á fjallið, og skoðaði þar Sámsstaðavatn, sem er fremur lít- ið. það þarf að dýpka það. sem er vel hægt með litlum kostnaði og reyna svo að flytja þangað nokk- ur þúsund af bleikjusilungssíli, ef örugt væri að ekki botnfrysi. Svo um morguninn fór jeg ofan Hvítársíðu og á brúna og beina leið suður að Draghálsi í Svínadal, og bygði þar gott klakhús, og voru þeir fyrir því, Óafur bóndi á þóru- stöðum og Bjarni á Geitabergi. þar eru ágæt skilyrði til að auka silungsveiði í þeim þremur vötn- um, sem eru í dalnum; tvö eru ágæt, enda ætla dalbúar að gera þar mikið, sprengja fossinn, sem er í Laxá, svo að bæði sjóbirting- ur og lax geti gengið upp um vötn- in og í ána, sem er neðan við túnið á Draghálsi; samt er hún fremur vatnslítil fyrir mikinn lax. þaðan fór jeg út að Stórafells- öxl. þar er ágætt hússtæði og mjög hentugt, af því rjett fyrir neðan túnið er nokkuð stórt vatn; það heitir Eyðsvatn, og var mjer sagt, að hrognin rækju þar á land í hrönnum, og tel jeg það víst, að þeir í Svínadalnum noti sjer það, þar sem svo auðvelt er að afla hrognanna. Svo fór jeg að Skeljabrekku. þar býr Guðmundur Jónsson. þar var ekki hægt að byggja nema lítið klakhús, og var þetta það síðasta, sem jeg bygði í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslum. — Bændur geta fjölgað klakhúsum eftir vild, ef þeir finna ábyggilega staði til þess. 2. ágúst 1924. þórður Flóventsson frá Svartárkoti. -----o---- forðast að velja nokkra úr, sem öðrum fremur hafa góðar raddir, heldur hefi jeg reynt að fá alla, sem fengist hafa, til þess að taka þátt í æfingunum, því mjer er um það hugað um fram alt, að fá almenna hluttöku. Að Reynivöll- um, þar sem alt gengur regluleg- ast til, skifti jeg t. d. æfingunum niður á milli sálmasöngs- og kvæða söngs, að Saurbæ er jeg farinn að hafa sama lagið. Geri jeg nú ým- ist, að jeg kenni fólkinu lög, sem það ekki kann, eða við syngjum saman lög, sem það kann. Með þessu vil jeg ávinna tvent: Gera fólkið betur samtaka og venja það á að taka þátt í söngn- um, og laga misfellurnar helstu og gera að fólksins eign sem flesta fagra söngva. Reynslan er nú sú, að fólkið er fúsara á að syngja við æfingarn- ar, en við messugerðina sjálfa og eru til þess bæði þær orsakir, að við æfingamar finst fólki gera minna til, þó einhverjar misfellur sjeu á söng þess og líka hitt, að ekki eiga nógu margir til sálma- bækur. En smámsaman safnast í hóp- inn, auðvitað stundum fyrir hreina eftirgangsmuni. En þessháttar tel jeg ekki eftir mjer, því jeg vona, að það sje fólkinu sjálfu til góðs. þesi viðleitni er þó allmiklum erfiðleikum bundin. Fyrst og fremst þarf að telja um fyrir fólk- inu og leggja að því og fara bón- Ekkert fegra jeg veit. Ekkert fegra jeg veit held’r en sumar í sveit, þegar sólin við blómunum hlær, er í dal og á völl og í hamranna höll leikur hægur og ástvakinn blær. Ekkert friðsælla’ eg veit held’r en sumar í sveit, þegar söngfuglsins tónþýða mál ómar blíðkvöldum á háum blásölum frá æ til bölljettis mannlegri sál. Ekkert glaðara’ eg veit held’r en sumar í sveit, þegar sældin eykst bóndanum hjá, við það fjörvi sem býr skepnum bithagi nýr, svo að bútekjan margfaldast þá. Ekkert fjörugra’ eg veit held’r en sumar í sveit, þegar sjerhver ein starfandi hönd beitir orfi og ljá, heldur hrífunni á, uns alt heyið er komið í bönd. Ekkert rórra jeg veit held’r en sumar í sveit, þegar sofnað er heyteigum frá, við það hamingju-gull, að hver hlaða er full og í heygarði björg ekki smá. Ekkert fegra jeg veit beld’r en sumar í sveit, með sitt sanna og lífræna mál, sem að öld eftir öld fram á ísalands kvöld skal hjer andvekja mannlega sál. Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli. -----o---- Heimsflugið. Locatelli, ítalski flugmaðurinn, kom hingað frá Homafirði síðastl. sunnudag. Hafði flogið frá Suður- eyjum til Færeyja og þaðan til Hornafjarðar á laugardaginn. Vjel hans er af annari gerð en vjelar Ameríkumannanna, því hún er ein- þilja og skrúfumar tvær, og einn bátur undir henni, allstór, en tvenn sæskíði undir vjelum Ameríku- mannanna. 1 ítölsku vjelinni eru 5 menn, en einn þeirra skildi við fje- laga sína í Englandi og kom hing- að á undan þeim með togara. Flug- menn þessir heita: Locatelli, for- arveg, þar sem annað ekki stoðar, og bregst vitanlega líka stundum. Hinsvegar verður flokkurinn við æfingamar einatt ærið sundurleit- ur, vegna þess, að fólkið kemur til kirkjunnar eftir því sem ástæður þess leyfa og það finnur köllun hjá sjer til þess. Og þó oft og jafnvel oftast sje sumt sama fólkið, breyt- ist söngflokkurinn sí og æ. Jeg skal nú taka dæmi: Jeg er búinn að kenna vissum fjölda fólks eitt- hvert iag, næst kemur svo fólk, sem vantaði síðast, og kann ekki lagið, þá verður að byrja á nýjan leik. þessu verður að halda áfram, þangað til sagt verði, að lagið sje orðið safnaðarins eign, en vitanlega má hafa talsvert í takinu, þegar nokkuð margir eru búnir að læra eitt eða annað lag. Lagfæring á söngnum kemur að- eins smámsaman, í sumum lögum verður að hafa mikið fyrir. ----o---- Flateyrarlæknishjerað. Um það sækja Guðm. Ó. Einarsson læknir í Grímsnesshj eraði og Kristmund- ur Guðjónsson læknir á Reykjar- firði. Embætti. 7. þ. m. var Kr. Linnet sýslumanni Skagfirðinga veitt bæjarfógetaembættið í Vest- mannaeyjum. S. d. var Katrínu Thoroddsen veitt Flateyjarlæknis- hjerað og Eggerti Briem þistil- fj arðarlæknishj erað. ingi úr ítalska hemum og þing- maður, Crosio, herforingi, Braccini og Falcinelli vjelamenn og Mare- schalchi liðsforingi, sem hjer var kominn áður. Flugför þessi er kost- uð af ítölsku stjórninni og er ef til vill ætlað að fara hjeðan suður með allri Ameríku. Óvíst er, hve nær lagt verður af stað hjeðan. — Amerísku flugmennimir eru einnig teptir hjer enn, biluðu vjel- arnar í gær, þegar leggja átti af stað, og verður að bíða eins her- skipsins til að fá varahluti til við- gerðar. Ef til vill verða allar vjel- arnar samferða hjeðan til Græn- lands. ----o----- íslenskur kaffibætir. Kaffi- brensla Reykjavíkur, sem er stofn- uð og rekin af Pjetri M. Bjarna- son kaupmanni, hefir nú um hríð haft á boðstólum nýja tegund af kaffibæti, sem hún býr hjer til. Hefir hr. P. M. B. gert sjer mikið far um að vanda þessa nýju vöru sem best. I vor dvaldi hann erlend- is til þess að kynna sjer þar fram- leiðslu hennar. Og nú er svo kom- ið, að þessi íslenski kaffibætir er talinn jafnast fullkomelga á við þann kaffibæti, sem hjer hefir áður verið mest notaður, en er þó 50 au. ódýrari hvert kíló. 1 dómkirkjunni fór síðastliðinn sunnudag fram sú athöfn, að pró fasturinn, sjera Árni í Görðum, setti, samkvæmt embættisskyldu sinni, hinn nýskipaða dómkirkju- prest, sjera Bjarna Jónsson, inn f embætti sitt. Las prófastur upp af stólnum skipunarbrjef hans og f lutti ræðu og mintist þar hins frá- farandi prests, sjera Jóhanns þor- kelssonar, og árnaði heilla hinum nýja. Síðan flutti B. J. einnig prjedikun og mintist ýmsra atriða úr því 14 ára starfi, sem hann þeg- ar hefir unnið hjer sem annar prestur kirkjunnar. En á þeim tíma hefir hann getið sjer hjer gott orð og vinsældir. Fiskiveiðarnar. Talið er, að afl- inn, sem kominn var á land hjer í byrjun þessa mánaðar, hafi verið samtals rúml. 247 þús. skippund, þar af mest í Reykjavík, eða um 117,725 skippund, en hjeðan ganga um 25 togarar. þar að auki hafa Hafnarf j arðartogaramir aflað rúm lega 23 þús. skippund. En afli á cðrum skipum hjer frá Faxaflóa og þar í kring er talinn tæp 25 þús. skippund. pá er aflinn næst- ur í Vestmannaeyjum, 28 þús. skippund, þá á Vestfjörðum, um 251/4 þús. skippund, við Austur- land 17,283 skippund og við Norð- urland 10,734 skpp. Verð alls þessa afla hefir verið áætlað um 42 milljónir króna. Hannes Pjetursson frá Winnipeg hefir verið hjer í kynnisferð í sum- ar og farið allvíða um Suður- og Norðurland. Hann er einn í tölu hinna kunnari landa vestra og hefir verið við riðinn ýms fyrir- tæki þar. þeir eru bræður, hann og sjera Rögnvaldur, sem hjer var einnig á ferð fyrir skömmu. Dánarfregn. 3. þ. m. andaðist í Flatey á Breiðafirði Jón Sigurður Sigurðsson, sonur sjera Sigurðar heitins Jenssonar, 36 ára gamall, og bjó hann á föðurleifð sinni þar í eynni. Arnó/ Sigurjónsson skólastjóri frá Breiðumýri var hjer nýlega á ferð. Nú á skólinn að flytjast að Litlu-Laugum í Reykjadal og er unnið að byggingu skólahúss þar í sumar, og á henni að verða lokið á þessu ári. Yfirumsjón með gerð hússins hefir Jóhann Kristjánsson húsagerðarmaður. Sveinbjörn Sveinbjömsson tón- skáld og frú hans fara til Khafn- ar 28. þ. m. og dvelja þar næsta vetur. Hr. Sv. Sv. vinnur mikið að lagasmíðum enn. — Nýlega samþ. bæjarstjóm Rvíkur, í virðingar- skyni við hann, að meðan hann dveldi hjer í bænum, skyldi hann undanþeginn öllum gjöldum tii bæjarins. Prentsmiðjan Acta. leyti, þá ætla jeg að segja hið sama við ykkur, sem jeg segi þrá- sinnis við safnaðarfólk mitt: „Jeg get ekki lagt til sönnunargagnið“. Fólkið verður að gera það sjálft með sinni hluttöku. það er reynsl- an sjálf, sem mun sýna, að þetta er satt, og jeg kvíði alls eigi því, að reynslan, sem er ólýgnust, verði eigi svo merku og góðu máli í vil. Við prestarnir þurfum að klifa á því við fólkið, að það leggi til sönnunina sjálft með sinni eigin hluttöku. Jeg harma það mjög, að mig vantar mælsku til þess að skýra þetta mál nógu rækilega fyrir ykkur og blása þeim lífsanda áhug- ans í brjóst, sem enn vantar hann. En eitt vil jeg þó taka fram, að úr því þeim hefir verið bent á ein- falda og óbrotna leið, hafa þeir ekki lengur neina afsökun. Jeg veit það vel, — mín eigin ófullkomna reynsla hefir fært mjer heim sanninn um það, að það kostar feiknafyrirhöfn að hrinda þessu máli áleiðis, svo einfalt sem það er í eðli sínu. Presturinn verður að taka á öllu, sem hann á til, til þess að koma fólkinu í skilning um, að hjer sje gott mál á ferðinni. Hann þarf að taka á öllu, sem hann á til, til þess að vekja lífsanda áhugans hjá þeim, sem annaðhvort ekki skilja þetta mál, eða nenna ekki að sinna því. Hann verður að vera á verði, vakinn og sofinn í því að vinna fyrir það, en í sambandi við það vakna upp önnur verkefni, bæði þessu máli skyld og óskyld, sem skyldan kallar á, að sint verði. Presturinn má ekki telja eftir sjer fyrirhöfnina. Launin eru í aðra hönd, mikil og vegleg: Meðvitund- in um að hafa reynt að vinna góðu máli fylgi, og samhugur margra og vináttuþel og þakklæti margra. — Jeg verð, finst mjer, að nefna eitthvað mína reynslu í þessu sam- bandi. Jeg vona þó, að enginn taki það svo, að jeg sje að reyna að hlaða mjer sjálfum neinn lofköst, en jeg geri það til þess að sýna, að eitthvað er þó reynt í þessa átt, sem jeg hefi talað um, og að prest- urinn getur mikið gert, sje hann allur af vilja gerður. Fyrirkomulagi starfsins þarf sem jafnan fer fram í kirkjunni, jeg ekki að lýsa nema lítið eitt, því í fyrra gerði jeg það á samskonar virðulegri samkomu. Jeg vil þó geta þess, að jeg held samskonar söngæfingum uppi, sem jeg lýsti í fyrra. Undantekn- ingarlaust að Reynivöllum í hvert skifti og messað er, ávalt þegar kostur hefir verið á í Saurbæ, eða þegar maður hefir haldist við í kirkjunni fyrir kulda og að kalla undantekningarlaust í Brautar- holti, er jeg þjónaði um hríð. Æfingarnar hafa verið í sama sniði og áður. Jeg hefi blátt áfram

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.