Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.08.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 26.08.1924, Blaðsíða 1
tnnlieimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. XIX. ár. .... -■ - i. ' . i ■ .. ■■■ i. . i .... !. 1 Reykjavík, þriðjudaginn 20. ágúst 1924. 48. tbl. Om víða verö Ráðstefnurnar. 1 síðasta blaði var sagt frá lykt- um Lundúnafundarins og niður- stöðunni í helstu málunum þar. Fleiri fundir eru einnig ráðgerðir um svipuð mál, og þá fyrst og fremst aðalfundur alþjóðabanda- iagsins, sem haldinn verður í Genf nú í næsta mánuði. En þann fund ætlar Mac Donald að sækja sjálfur. Er búist við að hann leggi þar fram tillögur um afvopnun stór- veldanna. Að alþjóðasambands- fundinum loknum ráðgerir Mac Donald að kveðja til alþjóðafund- ar, sem ræða skuli um afvopnun þjóðanna.Utanríkisráðherra Banda ríkjanna, Hughes, hefir gefið Mac Donald loforð um, að Bandaríkin taki þátt í ráðstefnu þessari. Ann- ars er ráðgerð önnur svipuð ráð- stefna í Washington í desember næstkomandi. Ráðgert er að kveðja bandamenn til fundar í París í október næst- komandi til þess að ræða um skuldaskifti þeirra innbyrðis. Ýmsir ráðherrar þýsku sam- bandsríkjanna komu saman í Ber- lín 19. þ. m. til að ræða ályktanir ráðstefnunnar í London. Ljetu þeir þá skoðun í ljós, að árangurinn væri þolanlegur. Eigi að síður segj- ast þeir vilja hafa óbundnar hend- ur um alt, er snertir samningana, þangað til búið sje að ræða um þá í ríkisþinginu þýska. Til þess að samningarnir frá London nái lög- mætu samþykki, þarf 2/3 atkvæða og er það atkvæðamagn víst í þinginu. Síðustu símfregnir segja, að Frakkar sjeu þegar farnir að kveðja burtu her sinn úr þýska- landi, og fór fyrst setuliðið í Off- enburg. Hefir þetta alt orðið til þess að í þýskalandi er samnings- frumvai-pi Lundúnafundarins yfir- leitt tekið betur en búist var við, jafnvel af íhaldsblöðunum, en samt búist við allmikilli mótspyrnu. Annarsstaðar hefir gerðum fund- arins verið mjög vel tekið. T. d. er símað frá Washington, að í Ame- ríku sje almenn ánægja með úrslit- in og það látið fylgja, að tregða muni nú engin á lánveitingu þar handa þjóðverjum. I Frakklandi virðist líka vera ánægja með fund- inn, því þegar Herriot forsætis- ráðherra kom heim til Parísar aft- ur, 18. þ. m., tók á móti honum múgur manns með fagnaðarópum. Var þá ákaft hrópað: Lifi friður- inn! Niður með ófriðinn! Niður með Poincaré! Nokkru síðar var svo farið að ræða samningana í franska þing- inu, og segir skeyti frá París, að eftir þriggja daga umræður hafi í gær verið samþykt með 886:204 atkv. rökstudd dagskrá, sem lýsti trausti á stjórninni og gerðum hennar. Andstöðuflokkar stjórnar- innar hjeldu því einkum fram, að á Lundúnafundinum hefði ekki verið tekið nægilegt tillit til ör- yggis Frakklands. En Herriot sagði m. a.: Á Lundúnaráðstefnunni hef- ir verið unnið á viturlegan og heið- arlegan hátt, og stefnt í friðar- áttina. Ennþá er ekki runninn al- bjartur dagur, en morgunroðinn boðar það, að við sjeum á leiðinni út úr blóðbaði og hörmungum næt- urinnar, sem grúft hefir yfir und- anfarið. -----o---- Tveir Austfirðingar. Nýlega eru látnir tveir merkis- menn á Austurlandi, Jón Bergs- son óðalsbóndi í Egilsstöðum á Völlum 9. júlí, og Jónas Eiríksson áður skólastjóri á Eiðum, 19. þ. mánaðar. Jón Bergsson hafði lengi búið á Egilsstöðum og gert það býli lands- kunnugt með dugnaði sínum og rausn. Hann var fæddur 22. maí 1855, sonur sjera Bergs Jónsson- ar, sem þá var í Bjarnanesi í Hornafirði, en síðar prestur á Ási í Fellum og síðast í Vallanesi. Fluttist Jón með foreldrum sínum að Ási á Fljótsdalshjeraði 1876, þá liðlega tvítugur. Nokkrum ar- um síðar var stofnað Pöntunarfje- lag Fljótsdalshjeraðs, og 1855 varð Jón Bergsson formaður þess, en hafði árið áður verið á verslunar- skóla í Khöfn. Veitti hann fjelag- inu forstöðu í 5 ár og ljet sjer mjög ant um það, enda þreifst það vel á þeim árum. 1887 kvæntist Jón Margrjeti Pjetursdóttur frá Vestdal í Seyðisfirði, og 1888 keypti hann Egilsstaði og fór að búa þar. Eftir að hann ljet af for- stöðu Pöntunarfjelagsins rak hann dálitla verslun á Egilsstöðum jafn- framt búskapnum. Af 9 börnum þeirra Jóns og Margrjétar eru 8 á lífi, 5 synir: þorsteinn kaupfjelagsstjóri á Reyðarfirði, Sveinn bóndi á Eg- ilsstöðum, Egill cand. med. í K,- höfn, Pjetur og Bergur, báðir heima, og 3 dætur: Sigríður, Ólöf og Unnur, allar heima. Fyrir nokk- rum árum misti Jón sjónina og gat ekki fengið bót á því meini. Jón ljet mikið til sín taka öll almenn mál þar eystra, meðan hann var heill heilsu, og var jafn- an vinsæll maður og mikils met- inn. Búskapinn stundaði hann bæði með dugnaði og fyrirhyggju, bætti jörð sína stórum og bygði þar upp, svo að þar er nú fyrir- myndar býli. Nú eru samkomur Hjeraðsmanna venjulega haldnar á Egilsstöðum. þar er póstaf- greiðslustaður, símastöð pg gisti- hús. Jón Bergsson var jarðaður í graf reit þar heima í túninu 26. júlí, að viðstöddum fjölda manna. Jónas Eiríksson var fæddur 17. júní 1851, á Skriðuklaustri í Fljótsdal, og bjuggu þá foreldrar hans þar. Haustið 1875 fór hann á búnaðarskólann Stend 1 Noregi og útskrifaðist þaðan 1878. Var hann þá ráðinn af sýslunefnd Suður-Múlasýslu til þess að ferð- ast um sýsluna og leiðbeina bænd- um í jarðrækt, og hafði hann það starf á hendi í nokkur ár. 1880 kvæntist hann Guðlaugu Jónsdótt- ur á Eiríksstöðum á Jökuldal og næsta vor reisti hann bú á nokkr- um hluta jarðarinnar, og bjó þar 4 ár, en síðan 3 ár á Ketilsstöðum á Jökulsárhlíð. 1888 tók hann við stjórn búnaðarskólans á Eiðum og hafði hana á hendi í 18 ár. Skólinn átti við ýmsa erfiðleika að stríða og forstaða hans var alt annað en vandalítið verk, en yfirleitt má segja, að Jónas leysti það vel af hendi. Hann var jafnan vinsæll maður og vel metinn. þegar Jónas fór frá skólanum, vorið 1906, fór hann að búa á Breiðavaði í Eiðaþinghá, en þá jörð átti hann, og var þar það sem eftir var æfinnar. Um þetta leyti misti hann konu sína, sem var mesta myndarkona. Höfðu þau eignast 6 Mac Donald. syni og er Halldór kennari hjer í bænum elstur þeirra. Mynd af Jónasi og æfiágrip hans er í ágústbl. óðins 1913. ---o--- Heilbrigðismál. Frh. II. þetta var mála sannast. það var eins og svona voða þyrfti til þess að vekja fólkið af andvara- og áhugaleysinu. En áhuginn var þó ekki meiri en svo í hvert sinn, að hann dofnaði jafnharðan og sótt- unum ljetti, og alt sótti í sama horfið aftur. Lagaboðin og reglu- gerðirnar stóðu að vísu, og var ágætt að geta gripið til þeirra þeg- ar á þurfti að halda, en annars voru þær sem dauður bókstafur, og öll- um ókunnar, nema löggætslumönn- um, en þýðing þeirra og tilgangur gersamlega óskilin af alþjóð manna, og ókunnugleikinn svo mik ill og kunnáttuleysið að beita þess- um reglum og lagaboðum svo magnað, að alt fór í handaskolum þegar til átti að taka, eins og áð- ur var sagt. En altaf þokaðist eitt- hvað í framfaraáttina við hverja atrennu. þjóðnýtir menn, læknar og aðrir menningarfrömuðir, rit- uðu hverja hvatningar-ritgerðina annari betri um nauðsyn sótt- varna,, þrifnaðar og hreinlætis i öllum daglegum athöfnum manna; fóru þá æ fleiri og fleiri að sjá og skilja þessa nauðsyn, og láta færa ýmsilegt í lag hjá sjer. þá var og farið að gefa út ýms smákver og jafnvel tímarit um heilbrigðis- mál. En — árangurinn varð ekki þar eftir. Með öðrum orðum: alveg sama sagan og hjá oss: heilbrigð- istíðindi Hjaltalíns heitins land- læknis og Sæmundur fróði sofnuðu út af sökum þess, að of fáir vildu kaupa; ýmsar ritgerðir um þessi efni voru lítt lesnar og enn síður farið eftir þeim, t. d. ritgerð sjera þór. Böðvarss. og Torfa í Ólafsdal, Sharps o. fl., um aldamótin o. s. frv. Um aldamótin síðustu tóku þeir sig saman bestu læknar þessa lands og byrjuðu að gefa út heil- brigðistímaritið Eir, ágætlega rit- að, en við gerðum okkur það til skammar, Islendingar, að kæfa það á 2. eða 3 ári með áhugaleysi; þeir gáfust því upp, sem von var, eða útgefandinn, er áskrifendumir urðu svo fáir, að engu tali tók og skilin eftir því, eins og oft hefir viljað við brenna hjá oss. — það kann nú einhverjum að finnast nokkur fróun í því, að við höfum þó ekki, fslendingar, verið synd- ugri en aðrir Galilear í þessu til- liti. En skammgóður vermir verð- ur þó sú litla fróun, þegar við kynnumst því, sem aðrar þjóðir hafa sýslað síðan í heilbrigðismál- um, segjum á síðustu 20—30 ár- um. þær hafa sem sje ekki lagt alveg árar í bát, heldur haldið áfram að prjedika sýknt og heilagt um heilbrigðismál fyrir almenn- ingi, um nauðsynina á að útbreiða þekkingu á þeim málum sem mest, látið semja hverja ritgerðina ann- ari betri um helstu atriðin í al- mennri heilbrigðisfræði; eru slíkar ritgerðir og smákver rituð við al- þýðu hæfi, og auk þess gefin út ár- lega ótal tímarit (hálfsmánaðar- og mánaðarrit) um svipuð efni, ýmist um heilbrigðismál alment eða um sjerstök atriði (ungbarna- meðferð, líkamsræstingu, matar- hæfi o. fl.). Auk alls þessa hafa t. d. þjóðverjar útbýtt gefins eða sama sem gefins smá-minnisblöð- um (Merkblátter) um ýms einstök atriði í heilsufræði, t. d. berkla- varnir, nauðsyn á að börn sjeu höfð á brjósti, gerfifæðu ungbama, helstu einkenni síðustu umferða- sótta, mislinga, kíghósta og þessh., ‘ og margt um sóttvarnir og smit- vegi, um bráðar eitranir, meðferð sýra o. s. frv. Bandaríkj amenn hafa líka í nokkur ár gefið út svip- aða minnismiða (keep-well leaf- lats) um margvíslega kvilla og ráð til að komast hjá þeim. Ekkert slíkt er hjer til enn á voru landi. Og nú á fyrstu tugum nýju aldar- innar (og sumstaðar máske fyrir aldamótin) hafa læknar og uppeld- isfræðingar verið að reyna að fá því framgengt, að kend sjeu í hverjum skóla helstu atriði heilsu- fræðinnar sem skyldunámsgrein, jafnvel í barnaskólum. Telja marg- ir þetta bestu leiðina til þess að efla heilbrigði með þjóðinni, og jafnvel einustu leiðina, sem veruleg sje til vænlegs árangurs. Auk kenslu í almennri heilsufræði er kent það allra nauðsynlegasta um útbreiðslu næmra sjúkdóma, sótt- vamir og þvíl., og margir vilja láta bæta þar við „hjálp í viðlögum“. þessi kensla er nú óðum að fara í vöxt í sumum helstu siðmenning- arlöndunum, einkum í þýskalandi, Englandi og Ameríku. það eitt greinir menn á um, á hverju ald- ursskeiði þessi kensla eigi að fara íram. Vilja sumir uppeldisfræðing- ar láta kenna þessar námsgreinir í efstu bekkjum barnaskólanna, eða börnum á aldrinum 12—14 ára, aðrir enn fyr, jafnvel á 7—10 ára aldri; aftur em enn aðrir, sem telja, að kensla í þessháttar efnum komi varla að haldi fyr en á ungl-^ ingsskeiði, frá fermingu og upp að tvítugu, þá sje skilningurinn þrosk aðri og því auðveldari öll kenslan. Ekki verður þessu heldur neitað, en þá vaknar önnur spurningin: Eiga unglingar á aldrinum frá fermingu upp að tvítugu þess al- ment kost að njóta slíkrar fræðslu? Unglingaskólar eru því miður ekki til alstaðar, og nám í þeim, þótt til sjeu, því miður ekki enn lögboðin eins og barnafræðsl- an upp að fermingu. Vitaskuld eru sumstaðar til framhaldsskólar, sem taka við af barnaskólunum, jafn- vel h j er á landi, en miklu tíðar í út- löndum; þá eru þar og iðnskólar handa iðnnemum, sem þá eiga þar kost á slíkri fræðslu, því að þar þykir nú orðið ekki hlýða, að nokk- ur fái sveinsbrjef í nokkurri iðn- grein, nema áður hafi lært alt það, sem kent er í slíkum skólum, þar á meðal helstu atriði í heilbrigðis- fræði, hjálp í viðlögum og ýmislegt um sóttvarnir. Hjer hjá oss er nú, sem betur fer, nokkur kensla í þessum fræðum, t. d. á stýrimanna skólanum. þess verður og að geta, til lofs kvennaskólanum hjer í Reykjavík, að forstöðukona hans hefir undanfarin ár kent þar heilsufræði (Stgr. Matth.) og lát- ið auk þess kenna námsstúlkunum helstu atriðin í ungbarnahirðingu. Mjer er ekki kunnugt um, hvort slík kensla fer fram í hinum kvennaskólunum hjer á landi. — En af því, að margir unglingar eiga ekki kost á neinni kenslu eftir fermingaraldur, kjósa margir (uppeldisfræðingar og aðrir) að láta heldur kenna börnunum þetta á barnaskólaaldri, til þess, að ekk- ert barn fari algerlega á mis við þessa fræðslu, svo nauðsynleg er hún talin. Svona er nú litið á þetta mál í öðrum löndum, og verður því þó ekki neitað, að víðar er þar kostur á einhverju framhaldsnámi heldur en hjer á landi, að minsta kosti í borgunum, og auk þess ýmsum námsskeiðum og ýmiskonar fræð- andi fyrirlestrum um þessi efni, jjniklu fremur en hjer er kostur á enn sem komið er. GamaU læknir. -----o---- Messur og messuföll. 1 umræðunum um kirkju og kristindóm er oft um það talað, að kirkjusókn sje mjög að minka, og t.}ga þó, eins og að líkindum lætur, okki allir söfnuðir óskift msfi um þetta. Hjer í Rvík er t. d. oítast ágæt kirkjusókn, og má segja, að kirkjurnar hjer sjeu nú fremur of litlar en hitt. — Til þess að glöggva sig á þessu öllu er þó fróð- legt að lesa skýrslur þær, sem biskupinn gaf á prestastefnunni um messur og altarisgöngur árið 1923. — Altarisgöngur er sagt að fari vaxandi, því 1923 voru 4758 altarisgestir skráðir, en 1922 voru þeir 4130. Víða eru þó engir altar- isgestir. Flestir voru þeir, miðað við fólksfjölda, í Árnesprófasts- dæmi (619), og innan þess aftur flestir í Hruna (112). Messur voru flestar fluttar í Reykjavík, 112 (og þar að auki 12 í Viðey), þá í Garðasókn á Álftanesi 89 (og 15 á Lágafell), Útskálar 66 (og 5 föstuguðsþjónustur í Sandgerði), Nesþing 66, ísafjörður 65, Stokks- eyri 64, Sauðárkrókur 64. — 1 15 prestaköllum voru messurnar 49— 60 (Akranes, Akureyri, Arnar- bæli, Eyrar, Grindavík, Breiðabóls- staður í Fljótshlíð, Stóri-Núpur, Sandar í Dýrafiiði, Vellir, Hof í Vopnafirði, Helgafell, Landsveit, Hruni, Oddi, Bíldudalur). Víðast voru þó messur frá 20—50. 20 eða færri messur voru í 18 prestaköll um, fæstar 6—7 (í Holti í önund- arfirði og Stöð í Stöðvarfirði). Sumstaðar var þess getið, að messuföllin hefðu verið fleiri en messurnar. Var það í 7 prófasts- dæmum: á Mýrum 90 messur, 91 messufall, S.-Múlasýslu 238 mess- ur, 251 messufall, Strandasýslu 66 messur og 194 messuföll, í Dölun- um 53 messur, 68 messuföll, í S.- þingeyjar 190 messur og 203 messuföll, í N.-þingeyjars. 73 messur og 113 messuföll. Munur- inn er mestur í Kjalarnesprófasts- dæmi, 427 messur og 30 messuföll. Á Sauðárkróki varð aldrei messu- fall, í Rvík 1 sinni, vegna aðgerðar á kirkjunni. — Ýmsir prestar hafa auk guðsþjónustanna haldið aðrar kristilegar samkomur, t. d. Halldór Kolbeins í Flatey 33, þórður á þingeyri 42 fyrir börn og unglinga og sjera Bjarni dómkirkjuprestur í Reykjavík um 40. Ekki verða þó þessi mál dæmd eftir tölunum einum, því mai'gt fleira kemur þar til greina, eins og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.