Lögrétta - 23.09.1924, Blaðsíða 1
Innheimtaog afgreiðsla
í Þingholtsstræti 17 •
Sími 178.
LOGRJETTA
Útgefandi og ritstjóri
Þorsteinn Gíslason
Þingholtsstræti 17.
XIX. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 23. sept. 1924.
52. tbl.
Sigurður Kristjánsson, bóksali
______________________________________1
Sigurður Kristjánsson bóksali.
Hann á sjötugsafmæli í dag. Sigurður Kristjánsson er þjóðkunnur
maður og vinsæll um land alt fyrir bókaútgáfu sína, ekki síst hina
ódýru og alþýðlegu útgáfu af íslendingasögunum. Hefir án efa þurft
bæði dugnað og fyrirhyggju til þess að hrinda því útgáfufyrirtæki á
stað, en síðan lieíir reynslan sýnt, að það var ekki aðeins þarft verk,
heldur og arðvænlegt. Um æfi Sigurðar Kristjánssonar og starfsemi
hefir tvisvar verið skrifað í Oðni, 1906 af dr. Jóni Þorkelssyn og 1915
af ritstj. þessa blaðs. — í minningu um sjötugsafmælið fóru allir prent-
arar bæjarins heim til hans í skrúðgöngu kl. 1V2 og stjórn Prentara-
fjelagsins færði honum eftirfarandi kvæði, ort af Stefáni frá Hvítadal:
Um víða veröld.
Friðarmálin.
Hjer í blaðinu hefir áður verið
sagt frá ráðstefnunum, sem haldn-
ar hafa verið undanfarið í Lond-
on og Genf, til þess að ræða ýms
vandamál þjóðanna. Frá því hefir
einmg verið sagt, að á ráðstefnum
þessum hafi komiö fram ákveðn-
ari, og að því er margir telja, ein
lægari íriðarraddir en heyrst hafa
í langan tíma og kröfur um það,
að alvara verði nú úr því gerð að
reyna að hrinda þessum friðar-
málum í framkvæmd og ljetta af
þjóðunum bölvun og oki ófriðar-
ins. Margir helstu menn stórþjóð-
anna hafa gripið í þennan streng,
auk þess sem smáþjóðirnar flest-
ar hafa ákveðið haliast á friðar-
sveifina og allajafna verið helstu
formælendur friðarmálanna. En
þó þær, og ýmsir góðir menn með-
al stórveldanna, hafi fengið fram-
gengt ýmsum merkum málum og
umbótum, sem stefna meira eða
minna í friðaráttina, hefir þó
sjaldnast, þegar á reyndi, verið
bolmagn til þess að afstýra
styrjöldunum. Bæði stjórnendur
og almenningsálit hafa þá í ofsa
og æsingi augnabliksins heimtað
ófriðinn til þess að gera út um
deilumálin milli þjóðanna, auk
þess sem mestur hluti samskift-
anna milli landanna hefir, einnig
á friðartímum, verið miðaður við
það, að eina mögulega lausnin á
deilumálum þjóðanna, þegar samn-
ingar stjórnmálamannanna strönd-
uðu, væri hernaðurinn. Flestir
bestu menn heimsins hafa að
vísu langa lengi sjeð það og viður-
kent, að þetta væri öfugt, órjett
og ómannúðlegt, og að milliríkja-
viðskifti og rjettur væru þarna
orðin langt á eftir því, sem orðið
væri í samskonar viðskiftum eða
deilum milli einstaklinga innan
ríkjanna. því það er einmitt þetta,
sem öll friðarviðleitni þjóðanna
hefir stefnt að, að deilumálin milli
ríkjanna sjálfra væru útkljáð á
sama hátt og deilumál milli ein-
staklinganna, ekki með valdi og
hnefarjetti, heldur eftir ákveðnu
rjettarlögmáli, sem aðiljar hefðu
komið sjer saman um, og með úr-
skurðum ákveðinna alþjóðlegra
dómstóla. þessar hugmyndir eru
allar gamlar, þó þunglega hafi
gengið róðurinn um það, að fá
þeim framgengt. En þær hafa alla-
jafna fengið nýjan byr í seglin hjá
fjölda manna á eftir ófriðarhryn-
unum, þegar þjóðirnar hafa verið
þjakaðar og örmagna eftir hörm-
ungar og eyðingar styrjaldanna
og reynslan hefir í svip sannfært
þær um heimsku þeirra, grimd og
nauðsynjaleysi. En þegar frá hef-
ir liðið, hefir venjulega sótt í sama
farið aftur í meginatriðunum.
þegar menn eins og Mac Don-
ald, Herriot, Huges og Robert
Cecil tala nú um „morgunroða
friðarins“ og friðarbandalag þjóð-
anna og um friðsamlega gerðar-
dóma, eða múgurinn safnast kring-
um þá og hrópar: „Lifi Herriot,
lifi friðurinn“, þá er það í rauninni
ekki annað eða meira en svo oft
hefir áður komið fyrir, þegar svip-
að hefir staðið á, en minna orðið
úr þegar á reyndi. Auðvitað verð-
ur þó ekkert um það sagt ennþá,
hvað úr þessu verður í þetta skifti,
því ráðstefnurnar um þetta eru
svo að segja rjett að byrja/og er
nú fyrir dyrum ný alþjóðaráð-
stefna um friðarmálin.
En það er samt fróðlegt, til þess
að átta sig dálítið betur á öllum
þessum málum, að athuga það of-
urlítið, hvernig þessi friðarstarf-
semi hefir komið fram að undan-
förnu og í hvaða átt hún hefir
stefnt.
Á undanförnum áratugum hafa
verið haldnir ýmsir friðarfundir
víðsvegar um lönd. Einn hinn
fyrsti slíkra funda í svipuðu sniði
og enn tíðkast þeir, var haldinn í
Lundúnum 1843 og alloft síðar á
næstu árunum. Helstu forvígis-
mennirnir voru Cobden (í Eng-
landi), Burrit (í Ameríku) og
Ducpétiaux. 1867 var einnig hald-
inn fundur í Genf og stofnuð um
það bil Friðar-„ligan“, og voru við
þau mál riðnir ýmsir mætir menn,
þ. á m. Garibaldi og franska skáld-
ið Hugo.Ekki varð þó mikill árang-
ur þessa fjelagsskapar. En upp úr
þessu fóru að rísa upp ýmiskonar
friðarfjelög víðvegar um heim.
Einna merkust af þessum fjelög-
um voni Universal Peace Asso-
ciation, stofnað í Philadelphíu
1868, og International Arbitration
and Peace Association,sem stofnað
var í Englandi um 1880. Alllöngu
áður höfðu reyndar verið stofnuð
svipuð fjelög í Ameríku, s. s.
Peace Society 1815 og American
Peace Society, sem er til ennþá.
Ekki síst er það kvenfólkið, sem
starfað hefir öfluglega að friðar-
málunum víðsvegar um löndin og
stofnað mörg friðarfjelög. Ýms
önnur alþjóðafjelög hafa einnig
óbeinlínis unnið og stefnt í sömu
áttina, með því að starfa að auk-
inni samvinnu milli þjóðanna á
ýmsum sviðum. Má minna þar t.
d. á lögfra^ðaf jelag eins og Institut
de droit international frá 1873.
Einnig má í þessu sambandi geta
um alþjóðlegu þingmannafundina
(interparlamentarisku kongress-
ana), sem tíðkast hafa alllengi.
Munu það vera hinir einu fundir í
þessa átt, sem íslendingar hafa
nokkuð verið við riðnir sem sjer-
stök þjóð (á síðasta þinginu). En
þessir þingmannafundir hófust
fyrst um 1889, fyrir forgöngu
Cremers (ensks) og Passy
(fransks), en Jules Simon var þar
fyrstur forseti.
Smásaman var einnig farið að
reyna að koma þessari friðarstarf-
semi einstakra manna eða fjelaga
í fastara og skipulagsbundnara
form. 1861 var t. d. stofnuð föst
friðarmálaskrifstofa í Bern. þá
var einnig stofnuð föst skrifstofa
fyrir þessi mál í sambandi við
Haagdómstólinn, eftir að hann
komst á, og loks nú síðast í sam-
bandi við þjóðabandalagið. pá
má einnig geta um friðarverðlaun
Nóbelsjóðsins, sem mikið hafa
gert til þess að vekja athygli
manna á þessum málum.
Ekki varð þó ávalt mikill beinn
hagnýtur árangur af þessari frið-
arstarfsemi, þó sjálfsagt hafi hún
oft haft mikil áhrif á almennings-
álit landanna. En smásaman var
þó að því unnið að reyna að koma
árinni svo fyrir borð, að ríkin
yrðu að taka tillit til hreyfingar-
innar og beygja sig eftir hugsjón-
um hennar.
Svo má segja, að fi’iðarstarfsemi
þessi hafi beinst að þrennu eink-
anlega, og gerir ennþá á fundum
þeim, sem nú eru mest umtalaðir.
Fyrst er afvopnun þjóðanna eða
takmörkun vígbúnaðar, svo eru
gerðardómamir og loks eru hug-
myndimar um meira eða minna
bandalag þjóðanna. En alt er þetta
skylt í raun og veru. En hugsjón-
irnar, sem enn í dag er verið að
berjast fyrir í þessum efnum,
hafa þó margar komið fram end-
ur fyrir langa löngu.
Ein fyrsta friðarraustin í þessa
átt kom fram 1623 í ritinu Nouv-
eau Cynée eftir la Croix. Stakk
hann upp á því, að haldinn yrði al-
mennur þjóðafundur í Feneyjum.
Á þessari sömu öld, eða 1677, kom
einnig hinn frægi heimspekingur
og fjölfræðingur Leibniz fram
með hugmyndir sínar um stöðugt,
sameiginlegt þing allra kristinna
þjóða og annað minna ráð, sem
hefði sameiginlegu stjórnina á
hendi. 1693 kom einnig kvekarinn
Penn fram með tillögu um slíkt
alþjóðaþing, en kvekarar hafa
ávalt verið friðarvinir miklir. 1713
kom svo de St. Pierre fram með
ritið Projet de paix perpetuelle
og stakk þar upp á ríkjasambandi
milli þjóðanna, með sameiginlegri
allsherjarstjórn, skattamálum c.g
hermálum. 1789 komu svipaðar
tillögur fram frá Bentham meðal
Breta. En hann stakk, í ritinu
Universal and perpetual peace upp
á því,að komið yrði á stöðugu þingi
með fulltrúum allra þjóða og al-
þjóðadómstól. Nokkru seinna, eða
1795, kom svo hið kunna rit þýska
heimspekingsins Kant: Zum ewig-
en Friede. þegar leið fram á 19.
öldina, komu einnig fram ýmsar
áþekkar uppástungur, s. s. 1814
frá Saint-Simon og Thierry. En
þar var stungið upp á því, að
koma á sameiginlegum dómstól fyr
ir þrætumál Evrópuþj óðanna. Síð-
an hefir verið margt og mikið um
þetta rætt og ritað, og hefir sumt
af því verið rakið hjer áður, en
annað er alkunnugt úr sögu síð-
ustu ára, s. s. hugmyndir Wilsons
Bandaríkjaforseta og ýmsar hreyf-
mgar meðal mentamanna og rit-
höfunda í ýmsum löndum eitir
él’riðinn (s. s. Clarté í Frakklandi
o. H). Og loks á svo þjóðabai’.da-
lagið að vera nokkur úrlausn þess-
ara mála, eða grundvöllur meira
starfs þar, þó ærið hafi skoðanirn-
ar skiftst um það og ýmsar þjóð-
ir, sem mikið veltur á, sjeu ennþá
utan þess (s. s. Bandaríkin, þýska-
land og Rússland).
Gerðardómsmálunum hefir hins
vegar orðið allmikið ágengt, og
voru enn mikið rædd á síðustu
fundunum. Einna fyrsta uppá-
stungan um slíka gerðardóma, sem
hagnýtt gildi hefir haft eftir á,
kom fram á Parísarfundinum
1858 frá Clarendon og Cobden.
Fjellust um 40 ríki á þá hugmynd,
en varð þó minna úr en til var
stofnað. pó komu fyrir á þessum
árum stórmál, sem ráðið var til
lykta með gerðardómi, s. s. Ala-
bamamálið alkunna milli Bretlands
og Bandaríkjanna, og rjeð Glad-
stone einna mestu um það. pó ekki
fengist samkomulag um það, að
láta gerðardóma þessa ná yfir
stærstu málin, sem einna mest
ófriðarhættan stóð af, voru ávalt
fleiri og fleiri önnur deilumál
þjóðanna dregin undir þá. Á árun-
um 1794—1800 var gert út um 4
milliríkjamál á þennan hátt, en
1881—90 voru þau 90, og alls hafa
verið jöfnuð, með gerðardómsúr-
skurði eða á annan friðsamlegan
hátt, um 210 alþjóðleg deilumál á
tímabilinu frá 1794—1910. Gerðu
Bandaríkin ekki síst mikið að
þessu. T. d. ljetu þau gera út um
21 mál á þennan hátt milli sín og
annara þjóða á árunum 1908—09,
og rjett fyrir stríðsbyrjunina,
1913, voru þessi mál orðin 150.
Hefir fastur dómstóll verið starf-
»Vaknið«l rödd þín ómar enn,
unga dagsins sendiboða.
Árla risu ungir menn
— austrið flaut í morgunroða.
Sól er jafnan söngsins verð.
Súlir nýjum degi hldkka.
Morgunloft og fóta-ferð
fremst af öllu ber að þakka.
Sagan reyndist sigur þinn
sagan — þjóðar eftirlæti
— ungum rann þá kapp í kinn
kveldþung elli hófst úr sæti.
Gönguprik varð eggjuð ör —
ungum sveitii Ijett um sporið,
smalamenskan frama för
— fylktir draumar hyltu vorið.
andi að slíkum málum í Haag.
Um vopnaburð og vígbúnað hafa
einnig verið haldnar margar ráð-
stefnur. 1899 og 1907 voru haldn-
ir merkilegir fundir um þessi efni
í Haag. Var fyrri fundurinn boð-
aður eftir frumkvæði Nikulásar
II. Rússakeisara og komu þar full-
trúar 23 ríkja. Engar samþyktir
voru þar þó gerðar um afvopnun
eða takmörkun vígbúnaðar e. sl.,
en ný ákvæði samþykt um ýms at-
riði í landhernaði. T. d. átti þá að
banna að kasta sprengiefnum hið-
ur úr loftförum, eða nota eitraðar
lofttegundir o. sl. Misbrestur varð
þó stundum á því, að halda þessar
reglur. — Á Haagfundinum 1907
voru fullti’úar 44 ríkja. Voru þar
samþyktar ýmsar breytingar og
viðaukar við ákvarðanir fyrri
funda. Bretar komu þar fram með
tillögur um takmörkun vígbúnað-
ar, en ekkert varð úr því máli.
Stóðu síðan deilur allmiklar um
þennan fund, og einkum þótti
Sæmd þín fluttist heil í hlað,
hugljúf sendirtg dal og firði.
»Nafnið hans jeg þekki það
þá er bókin gjaldsins virði«.
Allir vissu að bókin bar
blik af sólar-heiði víðu.
Nafni þess, er nafnlaus var
nafn þitt barg á fyrstu síðu.
Vjer þökkum liðinnfagna-fund—
fæst afmörgu er hægt að greina,
ellilyf og óskastund
ægishjálm og lausnarsteina.
SæmdargLíma unnin er
— aftanhrím á lokkum björtum.
AUir tímar þakki þjer!
það er rím úr margra hjörtum.
mörgum svo,sem þjóðverjar hefðu
mjög spilt árangri hans.
I Genf hafa einnig verið merki-
legir fundir um hernaðar- og frið-
armál. En það var það, sem fund-
ir voru haldnir 1863 og 64,
fyrir einstakra manna frumkvæði
(Dunant) og komið fótum undir
hið alkunna Rauða-krossfjelag,
sem er hjúkrunar- og líknarf j elag.
Upprunalega átti það aðeins að
starfa á ófriðartímum, en vinnur
nú stöðugt að ýmsri líknarstarf-
semi og heilbrigðismálum. Varð
því komið á, að spítalar og hjúkr-
unralið alt skyldi vera hlutlaust
talið í öllum ófriði og mega vinna
verk sitt óáreitt og án tillits til
þjóða og deilumála þeirra.
En hjer í blaðinu hefir áður ver-
ið sagt frá helstu friðarmálatill.,
sem fram hafa komið á síðustu al-
þjóðafundunum.
Að sjálfsögðu mætti rekja öll
þessi mál miklu nánar en hjer hef-
ir gert verið. En þetta ætt.i að