Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 07.10.1924, Side 1

Lögrétta - 07.10.1924, Side 1
Innheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. XIX. ái Reykjayík, þriðjudaginn 7. okt. 1924. 54. thl. UmvíðaveriM Síðustu símfregnir. Á fundi þýskra ráðherra var ný- lega lýst yfir, að þýskaland væri reiðubúið að ganga í þjóðabanda- lagið. Hefir sjerstök nefnd verið sett í málið í Genf. Ófriðarhorfur nokkrar hafa verið milli Breta og Tyrkja út af Mosul-hj eraði í Mesó- pótamíu, en þar eru olíulindir mikl ar. þjóðabandalagið er þó að reyna að jafna málið. — Kommúnistar í Osló reyndu nýlega að sprengja upp dómhús borgarinnar. — Nokkrar horfur eru sagðar á stjórnarskiftum í Englandi. Ætla íhaldsmenn að bera fram van- traustsyfirlýsingu á stjórnina á morgun, og óvíst um afstöðu frjálslynda flokksins. — Á Genf- fundinum hafa Japanar stungið upp á því, að valdsvið þjóðabanda- lagsins nái einnig til misklíða, sem spretti af því, að eitt ríki geri inn- anlands ráðstafanir, sem skaðleg- ar sjeu öðru ríki. Er það bann Bandaríkjanna gegn innflutningi Japana, sem veldur þessu. Varð það helst úr, að bandalagið skyldi reyna miðlun í slíkum málum, en Kefði ekki úrskurðarvald. — Af- staða Spánverja í Marokkó er sögð eitthvað að batna. ---o-- Háskólínn. Sigtus Blöndal gerður heiðurs- doktor. Sigfús Blöndal bókavörður varð fimtugur 2. þ. m. Hann hefir dvalið hjer heima í sumar til að sjá um útgáfu orðabókar sinnar, en því mikla verki er nú að verða lokið, er hann byrjaði á 1903. Not- aði þá heimspekisdeild háskólans tækifærið til þess að votta honum þakkir og viðurkenningu íslend- inga iyrir það þarfa verk, með því . að gera hann að heiðursdoktor í heimspeki (dr. phil. hon. caus.). Er það í áliti deildarinnar rök- stutt aðallega með því, hvert fræði gildi og menningargildi orðabókin hafi, hún sje frumheimild um mál seinni alda og saman komið þar mikið af orðum úr alþýðumáli, sem ekki sjeu áður bókfest, og mörg ný rit orðtekin. Ennfremur er þess getið, að S. Bl. hafi einnig unnið ýms fleiri störf í þágu ísl. fræða, sem viðurkenningar sjeu verð, Mönnum mun hjer alment þykja þetta maklegur sómi sýndur S. BI. og vel til fundinn nú. Annars þarf ekki að kynna S. Bl. lesendum Lögrj. — hann er þeim kunnur af mörgum greinum, sem hann hefir skrifað hjer í blaðið, og ýmsu, sem áður hefir verið um hann skrifað. En um orðabókina mun verða skrifað hjer nákvæmlega þegar hún er öll komin út. S. Bl. hefir lengstum dvalið er- lendis frá því hann varð stúdent hjer. Lagði hann stund á latínu, grísku og ensku, og varð cand. mag. 1898. Síðan var hann um tíma varaprófastur á Garði, en að- stoðarbókavörður við konungl. safnið í Kaupmannahöfn 1901, undirbókavörður 1906 og bókavörð ur 1915. Rit S. Bl. eru helst, auk orðabók arinnar, Drotningin í Algeirsborg og önnur kvæði, þýðing á Bakkynj- um Evripidesar, Islandske Kultur- billeder, og útgáfurnar á Jónssögu Indíafara og Odysseifskviðuþýð- ingu dr. Sveinbj arnar, og svo ýmsar smærri ritgerðir um bók- fræði og bókasöfn. Ýmislegt mun hann þó eiga óprentað eftir sig. S. Bl. er einnig fjölfróður á fleiri svið um, t. d. málamaður óvenjugóður og söngvinn. ----o---- „Dálitla sagan“. Ummæli Lögr. 23. f. m. um Sig- urð Nordal prófessor í sambandi við Einar H. Kvaran rithöfund hafa orðið til þess, að S. N. hefir í Tímanum síðastl. laugardag skýrt frá því, að í fyrra sumar hafi heim sótt sig sænsk kona, starfandi við eitt af aðalblöðunum í Stokkhólmi; hafi hún viljað fræðast af sjer um nútíðarbókmentir íslendinga og sagt sjer, að E. H. K. hefði komið til orða í Svíþjóð, er rætt hefði verið um veitingu bókmentaverð- launa Nóbelsjóðsins 1923. Kveðst hann hafa stilt svo orðum, að frú- in með kvenlegum næmleik sínum hafi mátt skilja, að hann væri þessu mótfallinn og teldi E. H. K. ekki þeirrar sæmdar maklegan. Og einnig segist hann hafa tekið það fram, þótt það sjáist ekki í skýrslu frúarinnar um viðtalið, að hann teldi það óhæfilegt, að sænska akademíið,sem enga þekkingu hafi á ísl. bókmentum, veitti íslendingi Nóbelsverðlaun án þess að ráðfæra sig við Háskólann í Reykjavík. — Frúin hafi ekki birt samtalið við sig fyr en í apríl síðastl. vor, og nokkru síðar hafi komið í sama blaðinu andmæli gegn ummælum sínum um ritstörf E. H. K. frá nokkrum mönnum í Reykjavík, en svo hóflega orðuð, að hann kveðst geta skrifað undir mikið af þeim. — þetta er meginefnið í sögu þeirri, sem S. N. hefir að segja. En hann endurtekur það, að sjer væri það ógeðfelt, ef til þess kæmi, að E. H. K. yrðu veitt Nóbelsverð- launin. Virðist valda því bæði um- hyggja fyrir sænska akademíinu, sem verðlaunin veitir, að það fremji ekki slíkt hneykslisverk, og svo ótti við ritdómara stórþjóð- anna, er þeir fari að kynna sjer verk E. H. K. S. N. segist hafa leyfi til að skapa sjer skoðanir um íslenska samtímahöfunda, og mun enginn neita því. En hann hefir ekki einkaleyfi til þess. Aðrir hafa þar sama rjett og hann. Og hafi hann rjett til þess, að ráðast á ritstörf E. H. K., svo hafa og aðrir rjett til þess að verja þau. Hann er að tala um hreinskilni í sambandi við þetta mál, finst hann hafa orðið fyrir einhverju ranglæti fyrir hreinskilni sína „út á við“. En fmst honum í raun og veru, að mikla hreinskilni þurfi til þess, að hvísla að útlendri konu, undir fjögur augu, niðrandi ummælum um E. H. K.? Og hvernig getur hann hugsað sjer, að samtal sitt við sænsku frúna verði talið með merkisviðburðum „frá bernskuár- um hins fullvalda ríkis“, eins og hann kemst að orði? Og hvað merkja hinar móðursýkislegu upp- hrópanir um byrgða glugga, kul- vísi og iktsýki? Sjálfur lýsir hann því yfir, að hann þori ekki að láta Islending taka við Nóbelsverðlaun- unum, þótt í boði væru, vegna hræðslu við „ritdómara stórþjóð- anna“. Hvað er þetta annað en ótti við opna glugga? Hvað annað en vesalmannleg kulvísi eða iktsýki? — íslendingum hættir við, að taka sjer nær en góðu hófi gegnir d‘ ma Ingibjörg H. Bjamason, alþm., forstöðukona Kvennaskólans í Reykjavík. Kvennaskólinn varð 50 ára í byrjun þessa mánaðar, og var þess minst við skólasetningu þá með ræðum, sem þau hjeldu frk. I. H. B. og Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur. Skólinn var stofn- aður 1874 fyrir forgöngu frú Thoru Melsted, og hefir áður verið sagt frá starfi hennar hjer í blaðinu, á aldar- afmæli hennar s. 1. haust. En í fyrstu skólanefndinni sátu Olufa Finsen, Ingileif Melsted, Hólmfr. porvaldsd., Guðlaug Guttormsd., Tliora Melsted. Nú sitja í skólanefnd: frú Anna Daníelsson, Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur, Eir. Briem prófessor (hefir setið í henni i 42 ár), frú Guð- rún J. Briem, frú Katrin Magnússon. En forstöðukona liefir frk. I. H. B. verið frá því Th. M. ljet af því starfi, og vöxtur skólans og vinsældir ekki síst stjórnsemi hennar og dugnaði að þakka, enda glæðst á síðustu árum áhugi þjóðarinnar á kvenmentuninni, m. a. fyrir starfsemi Kvennaskólans, þó sjálfsagt sje þar ýmislegt óunnið enn. — Um 3000 stúlkur liafa sótt skól- ann á þessum árum. útlendinga um þjóð og land, eins og títt er um smáþjóðir. En hvergi mun þetta hafa komið skýrar fram en einmitt þarna hjá S. N. Lögr. lítur svo á, að ef svo færi, að sænska akademíið vildi veita Nóbelsverðlaun hingað til lands, þá eigum við ekki að slá hendi á móti því, heldur taka því með þökkum. Og hún er þeirrar skoð- unar, að ef verðlaunin ættu hingað að fara nú, þá sje það E. H. K„ sem eigi að hljóta þau. Og hún er í engum efa um það, að mikill meiri hluti íslendinga mundi fall- ast á þá skoðun. S. N. hefir ekk- ei't meira vit á þessu en margir aðrir og engan rjett til þess að heimta sinn dóm þar um meira metinn en dóma fjölda annara manna. Slíkt er fávíslegur hroki, og annað ekki. Eða hvað hefir hann lagt til íslenskra bókmenta, eða andlegs lífs hjá þjóð okkar, sem rjettlæti slíkt sjálfsálit? Hann var ungur og lítt reyndur settur hjer í ábyrgðarmikið em- bætti, hefir nú setið þar í mörg ár og ekki reynst neinn áfreksmað- ur. Margt bendir á, að hann skorti þrótt og stöðuglyndi til vísinda- legrar starfsemi og að hugur hans sje mjög að hvarfla frá því sviði yfir á svið alþýðufræðslunnar, þar sem kröfurnar eru auðvitað minni til vinnuþreks og andlegra krafta. þetta er ekki sagt af neinni óvild til S. N. — En hefir hann ekki gott af því, að fá einu sinni yfir sig kalda og hressandi hreinskilnis- gusu, eftir að hafa legið árum sam- an í baðkeri oflofs og aðgerðaleys- is? S. N. ætlast til þess, að Háskóli íslands sje spurður, ef íslending- ur eigi að fá Nóbelsverðlaunin. En undir mótmælagreininni í sænska blaðinu gegn ummælum hans um ritstörf E. H. K. standa nöfn 5 háskólaprófessora og eins dócents. þó leyfir hann sjer að gera lítið úr því, að þeir menn sjeu dómbærir um málið. þetta er hroki, sem tæplega getur talist vel sæmandi, er mikils metnir em- bættisbræður hans eiga hlut að máli. Aðfinslur þær á sögum E. H. K„ sem S. N. setur fram í þessari grein, eru lítt rökstuddar og skal hjer ekki að þeim snúið í heild. En söguna Móri telur Lögr. eina af bestu sögum E. H. K„ telur höfundinn standa þar á hæsta stigi siðferðilegs þroska, þar sem hann gengur móti rótgrónum kenn ingum margra alda. það, sem S. N. segir um erlendu áhrifin og er- lendu stefnumar í niðurlagi grein- arinnar, virðist Lögr. vera fjas eitt. Hann segir áður í greininni, að við eigum að mæla andlegt líf vort á Evrópumælikvarða, ekki að byrgja alla glugga fyrir lifandi lofti o. s. frv. En þegar hann svo fer að tala um erlend áhrif og er- lendar stefnur í sambandi við E. H. K„ þá vill hann kasta Evrópu- mælikvarðanum og byrgja glugg- ana! — Slíkur skoðanaárekstur í einni og sömu greininni bendir ekki á, að dómar hans eigi mjög djúpar rætur, heldur miklu frem- ur hitt, að þeir sjeu yfirborðs- gróður. -----o---- Flóa-áveitan. Byrjað var á því stóra verki sumarið 1922. Skurða- gerðinni er langt komið. Mæling fyrir flóðgörðum er og vel á veg komin og búið að gera nokkuð af þeim. 1 sumar var aðallega unnið að aðfærsluskurðinum að Hvítá með skurðgröfunni stóru. Voru við það 12-—18 menn. Enn eru eftir af honum tæpir 400 metrar. Dýptin 3—3,80 metrar og breiddin að því skapi. Ef vel fellur í haust, gera menn sjer von um, að skurðurinn komist langt eða verði jafnvel lok- ið seint í þessum mánuði. — óhætt mun að fullyrða, að áveituverkinu öllu verði að mestu lokið næsta sumar. — Verkfræðingur Steinar Steinsen er nú framkvæmdastjóri áveituverksins. En í stjórn áveitu- fjelagsins eru þeir: Eggert hrepp- stjóri Benediktsson í Laugardæl- um, sjera Gísli Skúlason á Stóra- Hrauni og Júníus bóndi Pálsson á Seli í Flóa. Mjólkui’suða. Um nokkur ár hef- ir verið rekin á Beigalda í Mýra- sýslu rjómasuða eða rjómaþjett- ing. Eru það nokkrir bændur í Borgarhreppi, er stofnuðu til þess- arar iðju, og nefnist fjelag þeirra „Mjöll“. H. Grönfeldt á Beigalda, fyrverandi skólastjóri, veitir þessu fyrirtæki forstöðu. — Nú hafa Borgfirðingar og fáeinir reykvískir borgarar stofnað fje- lag til að sjóða niður mjólk þar efra. Niðursuðuhúsið var- reist í sumar og nú er verið að setja nið- ur vjelarnar. Stofnkostnaður áætl- aður um 70 þús. kr„ þar með talin húseign og vjelar fjelagsins „Mjöll“, er rennur inn í þetta nýja fjelag. Ráðgert er að sjóða niður yfir 200 þús. kg. mjólkur á ári. — Hjer er um stórmyndarlegt og þarft fyrirtæki að ræða. Stefán frá Hvítadal, sem síðast hefir, eins og kunnugt er, gefið út drápuna um heilaga kirkju, er nú opinberlega genginn í kaþólsku kirkjuna. Hefir hann verið hjer í bænum í haust og numið kaþólsk fræði í Landakoti og var biskupað- ur í kirkjunni þar fyrra sunnudag af hinum íslenska postullega pre- fect, Monseigneur Meulenberg. En patrinus hans var Halldór Kiljan Laxness. Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur er nýfarinn til Noregs og dvelur þar í vetur. Hann hefir nýja skáldsögu í smíðum. Adolf Försund heitir ungur norskur mentamaður, sem nú er kennari á Jaðri. Hefir hann^þýtt á landsmál ýmislegt úr ísl. nútíma- bókmentum. Sennilega kemur út frá honum í haust safn af ísl. smá- sögum. Grjetar Ó. Fells, sem ýms kvæði hafa undanfarið komið út eftir í ilöðum og tímaritum, er nú að gefa út kvæðabók, sem heitir Glampar. Bókabúð þorsteins Gíslasonar verður í Veltusundi 3, húsi Magn- úsar Benj amínssonar úrsmiðs, og er nú verið að búa hana út þessa dagana. Afgreiðsla Lögrjettu og Óðins verður flutt úr þingholtsstræti 17 í Veltusund 3 einhvern af næstu dögum. Dánarfregn. 6. þ. m. andaðist á Seyðisfirði frú Sigríður þorsteins- dóttir, ekkja Skafta Jósefssonar fyrrum ritstjóra, 84 ára gömul, mesta greindarkona og merkis- kona. Háskólinn var settur 4. þ. m. í neðri deildar sal alþingis, með venjulegri hátíð, þannig, að sung- in voru háskólaljóð þorsteins Gíslasonar, ‘rector magnificus tal- aði og hinum nýju háskólaborgur- um voru afhent skírteinin. Innrit- aðir voru 29 stúdentar, 9 í guð- fræðideild, 3 í lagad., 10 í læknad. og 7 í heimspekisd. (ætla þó flest- ir aðeins að lesa forspjallsvísind- in). I dönskum blöðum. Undir merk- inu H. N. birtir „Socialdemokrat- en“ langt viðtal við Jón þorláksson f jármálaráðherra og við Jón Bald- vinsson alþingismann. Fjármála- ráðherrann gefur yfirlit yfir við- skiftamálin og bendir á, að fiskút- flutningurinn í ár sje 40% meiri en 1914 og andvirði fisksins 57 miljónir. Segir hann að lokum: Jeg efast ekki um, að atvinnulíf Islend inga er á heilbrigðum grundvelli, og að við gætum á stuttum tíma greitt mikinn hluta af skuldum okkar, og yfirleitt held jeg, að Is- land eigi blómlega framtíð fyrir höndum. 1 sjónum eru mikil auð- æfi geymd og landbúnaðinum mun fara fram á sama hátt og fiski- veiðunum. En við Islendingar vilj- um halda þjóðerni okkar, svo að við getum framvegis verið frjáls og starfsfús þjóð. — Jón Baldvins son segir frá atvinnuskilyrðum Is- lendinga og kjörum verkamanna og umbótastarfi jafnaðarmanna í stjórnmálum og þjóðfjelagsmál- um. Víkur hann að endingu að sambúðinni við Dani: „Síðan 1918 að sambandslögin gengu í gildi, hefir kurrinn í garð Dana gersam- lega horfið. Nálega allir Islending- ar viðurkenna skilning Dana og samúð þeirra með sjálfstæðiskröf- um Islendinga, og efast ekki um, að löndin muni vinna saman fram- vegis báðum til gagns. þetta er í öllu falli ósk j afnaðarmannaflokks ins íslenska“. ----o----

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.