Lögrétta - 07.10.1924, Síða 2
2
LOGRJETTA
Háskolisetiinoarræfla
Guðm. prófessors Hannessonar
4. okt. 1924.
Háttvirta samkoma, kæru stúd-
entar!
Jeg leyfi mjer að bjóða yður
alla velkomna og ekki síst þá, sem
prýða nú hóp vorn í fyrsta sinni.
Látið það ásannast, að þjer verð-
ið ætíð honum til prýði og sóma.
Fyrst er þá að minnast þess, að
nokkrar breytingar hafa orðið á
skóla vorum undanfarið ár. Kenn-
araembættið í hagnýtri sálarfræði
hefir verið lagt niður, og útlit er
fyrir, að svo verði og um kennara-
embættið í sögu og málfræði ís-
lenskrar tungu.
Hjer skal enginn dómur lagður
á þessar ráðstafanir, en hitt skal
tekið fram, að kennaramir í þess-
um greinum eru svo hæfir menn,
að hver háskóli í heiminum væri
vel sæmdur af þeim. Kennaraem-
bættið í vinnufræðum var eina ný-
tískuembættið í skóla vorum, sem
vakti athygli ýmsra erlendis. Nú
er það horfið, en úthaldsbetri
þjóð hefði að líkindum lagt rækt
við það og gert sjer að fjeþúfu.
pað hefði ekki verið ástæðulaust,
ef því má trúa, að auka megi flesta
vmnu alt að 50% með endurbót-
um á verklagi og vinnuaðferðum.
Jeg þakka Guðm. Finnbogasyni og
dr. Alexander Jóhannessyni störf
þeirra við Háskólann. Hann miss-
ir mikils í, ef hann á að sjá á bak
þeim báðum, en þeir lítils, því nú
hrökkva ekki háskólakennaralaun-
in fyrir daglegu brauði og —
sköttum.
„Panta hrei“, alt er á flugi og
ferð, var orðtak Heraklítusar
hins djúpvitra frá Efesus, spek-
ingsins, sem sagði að „styrjöldin
væri faðir alls“ og hafði svo litla
trú á múgnum og meiri hlutanum^
að hann flutti burtu úr borginni,
þegar lýðveldi komst þar á. Hon-
um þættu eflaust spár sínar ræt-
ast, ef hann gæti nú litið upp úr
gröf sinni, því aldrei hefir breyt-
inga- og byltingastraumurinn í
heiminum verið hraðari en nú, og
aldrei hefir styrjöldin verið svo
stórvaxin eða undirrót svo mikilla
tíðinda, áreiðanlega illra og von-
andi góðra, eins og á vorum dög-
um. Nú mega allir með sanni
segja „panta hrei“, ekkert stendur
stundu lengur.
það er hygginna manna háttur,
er þeir fara yfir á, sem sífelt
breytir vfiði, að velja sjer þar vað
í hvert sinn, sem best er yfirferð-
ar, en fylgja ekki í blindni gömlu
stefnunni. Sömu reglu verðum
vjer nú allir að fylgja í flestum
efnum, því alt er á einlægri breyt-
ingu, og fæstu fulltreystandi, þó
vel hafi gefist áður. Vjer verðum
sífelt að spyrja, hvernig hver
hlutur hafi reynst, og hvort ekki
sje nauðsynlegt að breyta til.
þetta á ekkert skylt við hringl eða
stefnuleysi, því ekki kemur til tals
að breyta öðru en því, sem telj a
má víst að sje til bóta.
Hvernig er nú umhorfs hjá oss
lærðu mönnunum? Fylgjumst
"'jer með vorri hraðfara öld?
Fyrsti áfanginn á vorri leið er
Mentaskólinn. Fylgist hann með
tímanum ? Eftirtektarverðasta
breytingin þar er hinn sívaxandi
f jöldi nemenda og stúdenta. Á ára-
tuginum 1901—10 útskrifuðust að
meðaltali 15 stúdentar á ári, en á
árunum 1911—20 27. þetta svar-
ar 18,6 og 29,9 á 100 þús. íbúa og
að stúdentatalan tvöfaldist á ca.
15 árum. Eftir þvi ætti hún að
vera um 150 á 100 þús. íbúa um
miðja þessa öld. Nú er það auð-
sætt, að fæstir af slíkum fjölda
geta gert sjer von um að verða
embættismenn eftir gömlum
vanda, og gangi alt með sama
hætti og verið hefir, má telja víst,
að þjóðfjelaginu stafi jafnvel
hætta af slíkum fjölda lærðra
manna. það mun satt, sem Plató
sagði, að skuldugir og fátækir
mentamenn æsa lýðinn til hvers-
konar breytinga og byltinga, í
þeirri von, að bæta hag sinn, en
hitt vitum vjer, að skólalærdóm-
ur árum saman gerir marga óhæf-
ari til þess að bjarga sjer í venju-
legu atvinnuvegunum.
Ýmsum stendur stuggur af
þessari vaxandi aðsókn að skólan-
um og vilja láta takmarka nem-
endafjöldann með harðri hendi;
aðrir vilja færa skólann í gamla
sniðið og fornmálin aftur í heið-
urssætið. í mínum augum er að-
sóknin góðs viti og mikið lífsmark
á þjóð vorri. það er framaþráin,
sem rekur menn nú á skólana, sem
áður kom fram í því, að fara utan
og „framast“. Nú heitir það: að
„mentast“. það er gott, að sem
flestir hafi slíka framaþrá, að sem
flesta langi til þess að verða sem
mestir menn og bestir, en sje það
svo, að í skólanum verði menn
hvorki meiri nje betri, þá er sann-
arlega fyrirkomulag skólans ilt og
þarf breytingar við. Ýmislegt
bendir til þess, að því sje ábóta-
vant, þrátt fyrir þær miklu breyt-
ingar, sem gerðar hafa verið á
skólanum. Ef svo fer, að skólinn
verður að minstu leyti undirbún-
ingsskóli fyrir embættismenn,
heldur nokkurskonar mentastofn-
,un fyrir vel mentaða menn úr öll-
um stjettum, þá verður hiklaust
að miða kensluna við það. Mörgu
mætti þá eflaust sleppa, sem nú er
kent, og annað ætti að koma í
þess stað. Hver kenslugrein yrði
þá dæmd eftir því, að hverju haldi
hún hefði komið í lífinu, er það
mál væri vandlega rannsakað. Jeg
skal aðeins nefna tvö dæmi þess,
hversu skólafræðslan er í sumum
atriðum úti á þekju og steingerð:
Á mínum skólaárum var Herslebs
biblíusögum og Liscos trúfræði
troðið í skólapilta, sem lærðu þess-
ar bækur utan að, en urðu jafn-
framt fráhverfir öllum kristin-
dómi. Heimspeki Spencers og kenn
ingar náttúruvísindanna, Darwins
o. fl. lágu í loftinu. þær kyntum
vjer oss piltamir eftir megni í fn-
stundum — og gerðumst kennar
ar annara víðsvegar um land
Áhrifin sjást nú í messuföllunum
og gerbreyttum hugsunarhætti
þjóðarinnar í trúarefnum. Hjer
brást skólinn þeirri sjálfsögðu
skyldu, að kenna og leiðbeina —
vera ljós á vegum nemendanna og
þjóðarinnar — og vjer urðum
unglingarnir að kveikja á vorum
líttlogandi hörkveikjum. Jeg sje
nú alveg hliðstætt dæmi þessi ár-
in: Erlendar hugsjónir í stjórn-
málum, lýðræðis- og svo nefnd
„jafnaðar“-stefna berast inn í
landið og grípa hugi ungra manna.
Um þetta alt mætti margt kenna,
sem væri góð leiðbeining, þó
hvergi hættu menn sjer út á hálan
ís. Af tvennu til held jeg að slík-
ar leiðbeiningar færu betur úr
hendi góðum kennurum en mönn-
um, sem eru að leita sjer fylgis og
atkvæða.
Ef mentaskólar vorir fylgjast
vel með tímanum (þeir geta orð-
ið fleiri en einn), þá er ekkert að
óttast aðsóknina, en vel má vera,
að þeir þyrftu að taka miklum
stakkaskiftum frá því sem nú er.
Næsti áfanginn er Háskóli vor.
Eins og allir vita, er hann að
mestu leyti hinir gömlu embætta-
skólar vorir komnir undir einn
hatt og kallaðir Háskóli. Flest
ytra sniðið er lánað frá gömlu há-
skólunum í nágrannalöndunum,
jafnvel háskólaborgarabrjefið með
sömu orðum og í Danmörku. það
hefði mátt ætlast til þess, að vjer
hefðum alvarlega spurt um vor-
ar sjerstöku þarfir og getu, er
vjer rjeðumst í að stofna skólann,
en þar sýnist það hafa mestu ráð-
ið, að líkja eftir öðrum, meira að
sýnast en vera.
Ef nú spurt er um það, hversu
háskólanum hafi tekist það starf
að menta embættismenn vora,
presta, lækna og lögfræðinga, þá
er mjer nær að halda, að þessa
skyldu hafi hann leyst svo vel af
hendi sem föng voru til, og ritstörf
flestra kennara hafa verið góðra
gjalda verð. þó margt sje miður en
skyldi, þá hefir skólinn að þessu
leyti komið að fullu gagni og ver-
ið þjóðinni til sóma. íslensk fræði
hafa og eflst mikið við stofnun
Leimspekisdeildar og nú rekur
hver bókin aðra í þessum fræðum,
svo allar horfur eru á því, að nýr
áhugi fyrir þeim vakni um land
alt.
En embættismannamentuninni
fylgir sá skuggi, að ár frá ári vex
nemendatalan, því stúdentar eiga
fæstir í annað hús að venda. I
læknisfræði og lögfræði eru nú
fleiri kandídatar en þörf gerist
fyrir í landinu, og þeim fer óefað
fjölgandi, en vafalaust er það illa
ráðið, að verja mörgum árum til
þess að nema slíkar sjerfræði-
greinar, ef menn geta ekki gert
sjer þær að atvinnu á eftir. Lækn-
ar treysta á það, að taka síðar próf
erlendis og setjast þar að, en land-
inu er það lítill hagur, að ötulustu
mennirnir flytji þannig burtu. Og
ekki er leið þessi allskostar greið
sem stendur, því víðast læra nú
fleiri læknisfræði en þörf er fyrir,
svo samkepnin er erfið. Kandídat-
ar fara að verða hver öðrum að
fótakefli,
Stungið hefir verið upp á því, að
takmarka nemendatölu háskólans
eftir þörfum landsins og láta próf-
einkunnir skera úr. Mjer stendur
stuggur af þessari aðferð, því
löng reynsla sýnir, að allajafna
eru afburðamenn engir framúr-
skarandi prófgarpar. Landið þarfn
ast fárra embættismanna, og hvað
eiga þá allir hinir stúdentarnir að
gera, nema Mentaskólinn sje því
liagnýtari stofnun fyrir almenn-
ing? Jeg geri ráð fyrir, að nem-
endum fækki', þegar það er orðið
alkunnugt, að einskis hagnaðar er
að vænta af náminu, einskis nema
sjermentunar og kostnaðar, en þá
stendur fjöldi stúdenta úrræða-
laus, sem þrá frekari mentun og
vilja ekki verða eftirbátar annara.
Mjer virðist jeg horfa hjer
fram á strand og mannskaða. Með
þessu lagi ber mentastofnanir
vorar áður langt um líður upp á
sker. þær eru þá úreltar og fylgj-
ast ekki með tímanumý
En hvernig á þá Háskólinn að
geta orðið ljós á vegum allra ungu
stúdentanna, hve margir sem þeir
verða, og hvernig á hann að geta
leitt þá út í starfsemi lífsins sem
færa og fróða menn, í stað þess
að salta fáeina niður í embættis-
tunnur?
Áður en jeg leitast við að svara
þessari spurningu, vil jeg vekja
athygli á því, að undarlega mis-
vitrir erum vjer íslendingar. Vjer
krefjumst 10—12 ára náms af
embættismönnum og sjerfræði-
prófs, en þess eins með sjálf-
skyldu af alþingismönnum og
bankastjórum, og jafnvel ráðherr-
um, að þeir sjeu komnir til vits og
ára. Vísindamenn viljum vjer
hafa í íslenskum fræðum, læknis-
fræði, lögum og guðfræði, en enga
í atvinnuvegum þjóðarinnar, nema
Lesbók Lögrjettu VII.
íslensk þjóðfræði.
Eftir Vilhjálm p. Gíslason.
Frh. -----
Ekki var þó merki málsins sjálfs til
moldar fallið með þessu, eða hugsjónin
um innlenda kenslu í íslenskum þjóðfræð-
um, eða bókmentunum sjerstaklega. Fer
nú líka háskólahugmyndin sjálf að láta til
sín heyra á seinustu árum aldarinnar. 1891
skrifaði Jón þorkelsson um málið í Sunn-
anfara og var hann þá einn hinn ötulasti
og atkvæðamesti forvígismaður þessa há-
skólamáls alls. En kringum 1895 komst á
ný nokkur hreyfing á þetta atriði, um
kenslu í íslenskum fræðum hjer heima.
Ólgan hefir verið vakandi undir niðri, í
sambandi við ýms önnur mál, sem þá voru
uppi meðal Islendinga, í stjórnmálum og
menningarmálum. En sjerstakt atvik varð
til þess, að ýta undir þetta. Einn íslensk-
ur stúdent, þorsteinn Gíslason, lagði þá
stund á íslensk fræði við Hafnarháskóla
og ætlaði að gera að sjerfræðigrein sinni
eitthvað úr bókmentum seinni aldanna. En
prófessorinn, sem þá rjeð mestu um þetta,
Wimmer, neitaði honum um það, að taka
próf í þessu. Sneri hann sjer þá til kenslu-
málastjórnarinnar (2. febr. 1895) með fyr-
irspurn um það, að hve miklu leyti synjun
þessi væri á rökum reist. Kenslumála-
stjórnin svaraði þorsteini aftur 8. marts,
eftir að hún hafði spurt heimspekisdeild
háskólans um, hvernig í málinu lægi (sbr.
Landsins gagn og nauðsynj ar, útg. nokkrir
ísl. í Kaupmannahöfn, bls. 5). Hafði pró-
fessorinn sagt svo, „að það sem ritað hefði
verið á íslensku eftir 1500 væri altsaman
vísindunum óviðkomandi“. (Sunnanfari
IV. 10, bls. 76). í áliti háskólans danska
var einnig m. a. sagt svo: „Háskóladeildin
sem samkvæmt opnu brjefi 10. aug. 1848
ákveður þser kröfur sem gerðar eru til
hvers einstaks manns við meistaraprófin,
hefir við þessi próf í norrænu aldrei lagt
neina áherslu á þær bókmentir, sem hafa
smám saman komið upp á íslandi síðan
þekkingin á og smekkurinn fyrir fornu
bókmentunum, svo að segja alveg stein-
dó, sem varð hjer um bil um 1500. Fornís-
lensku bókmentirnar eru að sjálfsögðu ein
hin mikilvægasta grein norrænnar mál-
fræði, en nýíslensku bókmentirnar eftir
hjer um bil 1500 hafa dauðans litla þýð-
ingu fyrir þessa vísindagrein í heild sinni“.
Út af þessu var nú ýmislegt skrifað og
sumt allþungt, einkum af ísl. mentavinum
í Höfn. porsteinn Gíslason skrifaði sjálf-
ur grein um þetta í Sunnanfara (nr. 10
1895). Segir þar m. a.: „það er að öllu
sami lúalegi hugsunarhátturinn, sem nú
kemur fram hjá hinum dönsku háskóla-
kennurum gagnvart íslandi og jafnan
lýsti sjer hjá stjórnmálamönnum þeirra
um miðbik þessarar aldar, þegar gera átti
ísland að þúfu í Danmörku, fóttroða forn
lög þess og rjett og einskisvirða þjóðrjett-
indi íslendinga. Danir viku ekki eitt fót-
mál fyrir rjettar og sanngirniskröfum frá
íslands hálfu, vitandi að þar var ekki afl
fyrir til að gera þær gildandi . . . En út-
legðardómur sá, sem nú er upp kveðinn
við háskóla Dana yfir öllum íslenskum rit-
um, alt frá 1500, er atriði sem mjög ætti
að styrkja kröfu íslands um að fá stofn-
aðan innlendan háskóla og hlýtur einnig
að verða mönnum hvatning til að leggja
alt kapp á það mál“. Að öðru leyti er grein-
in rökstuðning á rjetti íslenskra bók-
menta gagnvart bókmentum annara Norð-
urlanda, og til að sýna fram á, að ekki sje
rjett að útiloka hinn seinni hluta þeirra,
þar sem samhengi sje í öllum bókmenta-
ferlinum, og liggi Islendingum sjálfum
næst að fást við þær. I sjerstöku blaði eða
bæklingi, sem þá var gefið út af nokkrum
Islendingum í Kaupmannahöfn, er einnig
ítarlega skrifað um nauðsyn sjerstakrar
kenslu í íslenskum fræðum i Reykjavík,
einnig í tilefni af þessu sama atriði —
jafnframt því, sem talað er um stjórnar-
skrármálið, hæstarjett, lagaskóla, lækna-
skóla, landbúnaðarháskóla og náttúru-
fræðakenslu. Segir þar m. a. um brjef há-
skólans danska, sem fyr getur, að það
lýsi „svo mikilli ófyrirleitni og stein-
blindri vanþekkingu á því, sem um er að
ræða, að enginn fjósadrengur á öllu Is-
landi hefði getað sagt annað eins“. Og
ennfremur segir svo: „Ætlar háskólinn
danski svo að fara að segja okkur þær
frjettir, að við höfum týnt niður máli okk-
ar og bókmentum um 1500? Er háskól-
inn svo barnalegur að halda, að við þurf-
um að spyrja hann nokkuð um það... .
Háskólinn hefir hjer tvöfalda ástæðu til
þess að skammast sín niður fyrir allar
hellur. Fyrst og fremst fyrir þá svörtustu
fáfræði og á henni bygða blygðunarlausa
bíræfni gagnvart bókmentum vorum, og
í annan stað fyrir það, að hann ekki fyr-
irverður sig fyrir, hvernig hann uppfyllir
skyldu sína sem íslenskur háskóli, úr því
að endilega er verið að binda íslendinga
við hann.... þetta er óneitanlega bending
til íslendinga, að þeir verði að koma upp
hjá sjer kenslu í sínum fræðum sjálfir, og
ætti háskólinn ekki að þurfa að segja
mönnum það oft á eins hrottalegan hátt
og orðið er“. Greinin endar á því, að „það
er ekkert til í veröldinni, sem er eins
mentandi fyrir hvern mann, eins og að
þekkja bókmentir sinnar eigin þjóðar, og
það er ekkert til, sem mönnum er skyld-
ara að þekkja“. Eru síðan tilfærð orð Jóns
Pjeturssonar um það, að verið sje að
„halda oss í barbarie" með því að neita
oss um að koma á hjer á landi nokkurri
mentastofnun.
Ekkert vanst þó á í þessum efnum bein-
línis að þessu sinni, þó alt þetta hafi sjálf-
sagt aukið áhuga manna og skilning á
málunum. þessi umtalaða kensla í íslensk-
um fræðum í Reykjavík hófst ekki fyr en
með stofnun háskólans 1911, og var þá
settur einn prófessor í bókmentum, menn-
ingarsögu og tungu þjóðarinnar, og einn
dósent í almennri sögu hennar. En að
sjálfsögðu voru þó, eins og kunnugt er, ís-
lenskir kennarar í þessum fræðum erlend-
ís áður en til þessa kom og eftir það.
Nú hefir verið gerð nokkur grein fyrir
aðdraganda og uppruna þess, sem seinna
meir varð að fjórum deildum háskólans, og
afstöðu þess í almennu menningarlífi
þjóðarinnar. Eins og á því' sjest, koma
þegar allsnemma fram raddir um það, að
sameina þrjá innlendu embættaskólana,
sem smásaman hafði fengist framgengt, í
einn skóla. Að því var af ýmsum mönnum
unnið beinlínis og vitandi vits. Á fyrsta
endurreista Alþinginu 1845 bar Jón Sig-
urðsson fram bænarskrá frá íslendingum
í Höfn um það, „að settur verði þjóðskóli
á íslandi, sem veitt geti svo mikla ment-
un sjerhverri stjett, sem nægir þörfum
þjóðarinnar“. „En þá hefir mentun Is-
lendinga“, segir þar ennfremur, „verið að
tiltölu í bestu lagi, þegar þjóðskóli var að
kalla mátti í hvers göfugs manns húsi“.
En þjóðskóla kváðust upphafsmennirnir
nefna þetta af því m. a., „að vjer æskjum
að öll kensla renni af þjóðlegri rót, það er
að skilja mentun þeirri, sem Islendingum
er eiginleg og þar hefir lifað í landinu frá
alda öðli“. það er auðsjeð, að mörgum
mætismönnum hefir verið þetta hið mesta
alvöru- og áhugamál. Jón Sigurðsson seg-
ir t. d. í ræðu, „að varla muni verða borið
upp á þinginu það mál, sem væri eins áríð-
andi og afdrifamikið fyrir íslands velferð
og viðreisn“ (Alþt. 1845, bls. 40). þjóð-
skólatillögur þessar fóru annars í þá átt að
auka og efla latínuskólann sem fyrir var,
fara að kenna þýsku, ensku, frönsku og
náttúruvísindi, íþróttir og söng. Einnig að
taka upp sjerstaka kenslu í forspj allsvís-
indum og að koma á sjerstakri presta- og
læknakenslu og lagakenslu og einnig
kenslu handa þeim, sem girnast mentun
án þess að ætla sjer að verða embættis-
menn. Og loks er svo ástæða til að benda
hjer sjerstaklega á það, að þess er æskt,
að lögð verði sjerstök áhersla á og alúð
við íslenska tungu og íslenska og norræna
bókvísi. — Út af þessu urðu nokkrar