Lögrétta - 21.10.1924, Page 1
[nnheimta og afgreiðsla
í Þingholtsstræti 17
Sími 178.
Útgefandi og ritstjóri
Í’orsteinn Oíslason
ÞingholtsstrfV'ti 17.
XIX. ár.
Umvíðaveröld.
TiIIögiu- um þjóðnýtingu í Noregi.
Árið 1919 var í Noregi skipuð
nefnd til þess að athuga og koma
fram með tillögur um þjóðnýtingu
atvinnuveganna. Nefnd þessi hefir
tekið til athugunar þjóðnýtingu al-
ment, kosti hennar og galla. Hún
hefir nú lokið störfum og gefið út
álit sitt. Eru þar rakin höfuðat-
riði þessa merkilega máls, kostir
og kallar metnir, ályktanir dregn-
ar og tillögur gerðar. Skal hjer á
eftir skýrt frá stærstu dráttunum
í áliti nefndarinnar, eftir skýrslu-
útdrætti, sem Lögr. hefir íengið.
Nefndin byrjar á að skilgreina
hugtakið þjóðnýtingu:
1. pjóðnýting táknar það, að
eignarumráð framleiðslutækj anna
eru flutt úr höndum einstakling-
anna yfir til þjóðfjelagsheildar-
innar, og rekin af henni með hags-
muni alþjóðar fyrir augum, eftir
ákveðnu skipulagi framleiðslunn-
ar, með lýðræðisstjórn og hag-
fræðilegri og rjettlátri skiftingu
arðsins meðal manna.
2. Ef auðvaldsframleiðslan er
borin saman við eldri framleiðslu-
aðferðir, kemur að vísu í Ijós fram-
för, framleiðslumagnið hefir auk-
ist, einstaklingsatorkan notið sín,
mönnum hefir gefist kostur meiri
þæginda, vöruverð hefir lækkað og
atvinnan aukist. En þrátt fyrir
þetta er skipulag auðvaldsins á
framleiðslunni og skiftingu henn-
ar meingölluð, vegna hagnaðar-
hvatanna, er stjórna allri auð-
valdsframleiðslu. Framleiðsla auð-
valdsins fullnægir ekki þörfum al-
mennings. Hin frjálsa samkepni er
skipulagslaus og rík af glundroða,
eyðir að óþörfu fje og vinnuafli,
orsakar atvinnuleysi og fjárhags-
kreppu. En þegar samkepnin hður
undir lok, koma í stað hennar sjer-
rjettindahringar, er flá neytend-
uma inn að skinninu. Skifting auð-
valdsins á framleiðslunni hefir í
för með sjer fátækt vinnulýðsins.
gerir meiri mun fátækra og ríkra
en það leiðir aftur til stjettaskift-
ingar og stjettabaráttu. Auðvalds-
skipulagið veldur aðalmeinum
þ.i óðfj elagsins: húsnæðiseklunni,
ofdrykkjunni, lauslætinu, glæpun-
um, fátæktinni og flótta úr landi.
Hin innri mótsetning milli samlags
framleiðslu og einstaklingseignar-
ijettar dauðadæmir auðvaldsskipu-
lagið.
3. það er að nokkru hægt að
minka mein auðvaldsframleiðsl-
unnar, bæta úr þjóðfjelagsgöllun-
um og minka stj ettamuninn, með
samvinnuframleiðslu, ríkis- og
hjeraðsauðsöfnun, og smá-mann-
f j elagsbótum, alt á grandvelli hins
ríkjandi auðvaldsskipulags, með
því t. d. að ríkið hafi hönd í bagga
með og íhlutun um auðvaldsfram-
leiðsluna, kjör og kaup verka-
manna bætt, allskonar tryggingar-
starfsemi aukin og fullkomnuð og
almenningi gefinn kostur á að
ráða meir skipulagi iðnaðar og
meðferð opinbers fjár. En ekkert
af þessu bætir að fullu mein
mannfjelagsins, á meðan ekki er
grafin upp með rótum orsök ógæf-
unnar: eignarrjettur einstakling-
anna á framleiðslutækjunum, og
það, sem af því leiðir, sem er auð-
söfnun einstakra manna á kostnað
hinna starfandi stjetta. En það er
nauðsynlegt að skeia fyrir rætur
meinsins. Og þessvegna verður
ekki komist hjá þjóðnýtingu.
Heykjavík, þriðjudaginn 21. okt. 1921.
5G. tbi.
4. Fengin reynsla gerir mjög
sennilegt, að þjóðnýting atvinnu-
veganna leiði til betra skipulags á
Hamleiðslunni og auki hana að
mun frá auðvaldsaðferðinni.
5. þjóðnýtt framleiðsla bætir úr
göllum auðvaldsskipulagsins, en
varðveitir um leið kosti þess. þjóð-
nýting atvinnuveganna eykur
frelsi og jöfnuð. Eignarrjetturinn,
sem með auðvaldsfyrirkomulaginu
er einkum sj errj ettindi hinna
ósvífnu þegna þjóðfjelagsins, fell-
ur öllum í skaut, um leið og
íramleiðslutækin eru orðin eign al-
þjóðar. Erfðarjetturinn á að hald-
ast innan sömu takmarka og eign-
arrjetturinn. þjóðfjelag með þjóð-
nýttri framleiðslu getur gefið öll
um þegnum sínum rjett til nægi-
legrar vinnu og lífsþarfa. Aftur á
móti verður vinnuskylda í lög
leidd, og þegar gróði einstakra
íramleiðslueigenda með þessu móti
er dottinn úr sögunni, er ástæðan
til verkfalla horfin.
6. Með þjóðnýttri framleiðslu
gerbreytist skifting framleiðslu-
arðsins, sem áður fjell í skaut
nokkurra einstaklinga, er bá
ílytst yfir til þjóðfjelagsheildar-
innar, og með því móti fæst nægi-
legt veltufje til framleiðslunnar og
trygging rjettlátra launa fyrir
þjóðholt starf.
7. þjóðnýtt framleiðsla veldui
ijettlátri og eðlilegri verkaskift-
ingu, eykur einstaklingsframtak
og fjárafla þjóðfjelagsheildarinn-
ar. Hún kemur af stað betra skipu
lagi og aðferðum á framleiðslunni,
meiri samvinnu milli auðs og at-
hafna, eykur framleiðslumagnið,
bætir vinnulagið og styrkir verk
agann.
8. þjóðnýting á auðvaldsfram-
leiðslunni eykur menninguna og
bætir kjör manna og mentun, og
gefur vísinda- og listastarfsemi
byr undir báða vængi.
9. Með þjóðnýttri framleiðslu
hverfur bæði skifting þjóðfjelags-
ins í stjettir eftir auði, rígurinn
milli framleiðenda og neytenda og
milli kaupstaða og sveita. þjóðnýt-
ing verður ekki eingöngu ágóði
fyrir launaða verkamenn, heldur
emnig fyrir kotbændur og aðra
smáframleiðendur, er standa utan
við hina eiginlegu auðvaldsstjett.
Með þjóðnýtingu er gatan greið tii
friðar og samlyndis innan þjóðfje-
lagsins.
10. Aðferð til þjóðnýttrar fram-
leiðslu verði meðal annars á þessa
leið:
a. Núverandi myntskipun helst
óbreytt.
b. pjóðfjelagsheildin tekur fram
leiðslutækin frá einstaklingunum
gegn fullu gjaldi. Endurgjaldið
greiðist í peningum og arðberandi
verðbrjefum.
c. þjóðnýting framkvæmist af
þar til hæfri valdstjóm, með ráð-
um og aðferðum fagmanna.
d. Eignarrj etturinn að fram-
leiðslutækjunum flytst yfir til rík-
isins í heild, sveita eða bæja, eftir
því sem betur þykir fara.
e. Stjóm framleiðslunnar hafa á
hendi nefndir eða ráð, skipuð
reyndum og mentuðum fagmönn-
um, völdum með lýðræðishætti.
Aðstoðarmenn, verkamenn og
neytendur taka þátt í stjórn fyrir-
tækjanna, með ráðstjómarhætti.
f. Skifting framleiðslunnar
verði þannig, að hver fái nægilegt,
sjer og sínum'til framfæris, og sje
einkum litið á það, hve miklu og
góðu verki hver og einn afkastar,
þannig, að kappkostað sje að allir
fái fult verðmæti vinnu sinnar.
Hjalmar Branting.
g. Framleiðslukostnaður verði
ákveðandi um verð á lífsnauðsynj ■
um, eftir því sem auðið er.
h. Stjórnendur, aðstoðarmenn
og verkamenn fái ágóðaþóknun,
sem svari til notagildis og verð-
mætis verka þeirra. Annar ágóði
renni í alþjóðarsjóð.
i. Til þess að ná umráðum fram-
leiðslutækjanna, skal tekinn eigna
og jarðaskattur, og stighækkandi
suð- og erfðafjárskattur. Ríki.
bæja- og sveitarfjelög leggi fran
nauðsynlegt veltufje, og reki síð-
an fyrir eiginn reikning starf-
rækslu framleiðslunnar. Eftir að
þjóðnýting er fyllilega komin '
framkvæmd, notist arður fram-
leiðslunnar, eigna- og jarðskatt-
ur til þess að standa straum af
ríkisstjórninni, til hagsbóta fyrir
þ j óðf j elagsheildina.
Ennfremur er í nefndarálitinu
kveðið svo á, að þjóðnýting verði
því aðeins framkvæmanleg, að
verkamannastjettin fái nauðsyn-
lega fræðslu og mentun í verkleg-
um efnum, ábyrgðartilfinningu og
taki öflugan þátt í starfrækslunni.
Fullkomin þjóðnýting geti aðeins
komist á, með því að það verði um
öll lönd. Aftur á móti geti þjóð-
nýting komist á í einstökum lönd-
um, í sjerstökum greinum, sem
óháðar sjeu þróun annara landa.
þjóðnýtingin eigi að byrja með
opinberu eftirliti og afskiftum af
atvinnuvegunum, og þeirri reglu,
að verkamenn taki þátt í stjórn
fyrirtækjanna, fái ágóðaþóknun,
laun stjórnendanna sjeu takmörk-
uð, tollar lækkaðir og skattarnir
látnir eingöngu hvíla á þeim efn-
uðu o. s. frv.
Meiri hluti nefndarinnar styður
þetta álit, sem samið er að mestu
og sett í kerfi af Dahl hæstarjett-
ardómara, sem er formaður nefnd-
arinnar.
Sænsk stjórnarskifti.
Eins og áður hefir verið sagt
frá hjer í blaðinu, er nýlokið kosn-
ingum í Svíþjóð, og hefir þeim
lokið þannig, að hægrimannastjórn
Tryggers hefir farið frá völdum.
Eitt aðaldeiluefnið vom hervarn-
armálin. Síðustu símfregnir segja
nú, að leiðtogi jafnaðarmanna,
Hjalmar Branting sje tekinn við
stjórninni. Er það í þriðja skifti
sem hann er forsætisráðherra
Fyrst var hann það stuttan tíma á
stríðsárunum, síðan myndaði hann
einlitt jafnaðarmannaráðuneyti í
marts 1920. Branting hefir um
langan aldur verið viðurkendur
foringi sænskra jafnaðarmanna og
einhver mestvirti stjórnmálamað-
ur þar í landi, og yfirleitt í miklu
áliti meðal jafnaðarmanna alstað-
ar í álfunni. Hann er nú maður um
hálfsjötugt, en þingmaður hefir
1 hann verið frá 1896. Upphaflega
■ lagði hann stund á stærðfræði og
stjörnufræði, en hneigðist snemma
að opinberum málum og gerðist
blaðamaður. Fyrst starfaði hann
við blað, sem hjet Tíminn og var
helst málgagn iðnfjelaganna, en
varð síðan alger jafnaðarmaður og
ritstjóri aðalblaðs þeirra. Hefir
] flokkurinn eflst mjög undir for-
ustu hans, enda er hann ritfær
maður og sagður ræðumaður
ágætur. Óánægja og sundrung hef
ir þó komið upp innan flokksins :
en er nú jöfnuð að mestu eða öllu ;
leyti. Var Branting í þeim deilum :
ákveðinn andstæðingur „ung- !
sócíalistanna“ svonefndu.
Um önnur ráðherraembætti er
þess getið í síðustu símfregnum,
að utanríkisráðherra sje Undin
prófessor, dómsmálaráðh. Nathin
forstjóri, hermálaráðh. Albin
Hansson ritstjóri, fjármálaráðh.
Thorson og verslunarmálaráðh.
Samdler. Flestir vora menn þessir
emnig í fyrra ráðuneyti Brantings.
Anatole France dáinn.
Franska skáldið A. France er
nýdáinn og fór jarðarför hans
fram í París s. 1. laugardag, og
segja símfregnir, að franska þjóð-
in hafi sjaldan sýnt nokkru stór-
menni sínu jafnmikla hluttekn-
ingu. Frakkar töldu A. Fr. einnig
einhvérn hinn mesta ritsnilling
sinn, þó oft hafi reyndar verið
deilt um hann og verk hans og for-
boð á þau lögð, vegna ádeilu gegn
og hæðni við ýms atriði ríkis og
einkum kirkju, og stundum af sið-
ferðilegum ástæðum. En ritsnild
hans og ýmsa glæsimensku, ljett-
leik hans og lærdóm, hafa menn
þó alment viðurkent. Hann hlaut
bókmentaverðlaun Nóbelsjóðins
fyrir fáum ámm, en gaf þau til
líknarstarfsemi. Kunnastur varð
A. Fr. fyrir sögur sínar, s. s. La
Rótisserie de la Reine Pédauque
(og aðra bók henni skylda, Les
opinions de M. Jérome Coignard),
Le Crime de Sylvestre Bonnard,
Thais, Le Livre de mon Ami, La
Revolte des Anges o. fl. Hann hef-
ir einnig skrifað bók um Jeanne
d’Arc, sem mikla athygli vakti og
umræður, og ýmislegt um bók-
mentaleg efni (í Journals des De-
bats og Temps), og sjeð um út-
gáfur ýmsra franskra merkisrita
og skrifað formála fyrir. því upp-
runalega lagði hann stund á bók-
mentafræði og sagnfræði. — Hann
var um áttrætt þegar hann and-
aðist.
Síðustu símfregnir.
Á flokksráðstefnu gerbótaflokks
ins franska, sem haldin er í París
og margar þjóðir hafa sent full-
trúa á, var á sunnudaginn stofnað
samband gerbótaflokka víðsvegar
um heim, og var þetta gert fyrir
frumkvæði danska þingmannsins
Ivar Berentzen. Sambandi þessu er
ætlað að ná til sem flestra þjóða
heimsins, í líkingu við samband
jafnaðarmanna.
Herriot forsætisráðherra og
Marx kanslari hafa báðir látið í
ljós, að nú væri að hefjast vinátta
! milli þjóðverja og Frakka, og hef-
ir þetta vakið mikla eftirtekt.
Kosningasamvinna íhaldsmanna
og frjálslyndra manna í Englandi
er orðin mjög víðtæk.
1 þýskalandi er búist við þing-
rofi innan skamms, vegna veikrar
afstöðu stjórnarinnar.
----o-----
/
Askorun svarað.
Jeg hefi ekki borið nje viljað
bera þær sakir á kennara háskól-
ans, sem greindar em í áskorun
prófessora og prófdómenda laga-
deildar til mín í síðasta tbl. Lögrj
Jeg hefi bent á, að þessar sakar-
giftir felist í ummælum Sig. Nor-
dals prófessors í Andvaragrein
hans, og ekki ætlað mjer að auka
neinu við þær frá sjálfum mjer.
pessvegna tel jeg, að það sje próf.
Nordals en ekki mitt að svara
áskoran þeirra.
Nú vill svo vel til, að próf. Nor-
dal hefir tekið málið upp í sama
tölublaði, sem flytur áskorunina.
Hann fer alveg rjett með það, að
jeg hefi borið það upp á hann, að
þessar ásakanir felist í ummælum
'hans, en segir svo: „Slík árás vai
ekki í orðum mínum fólgin, enda
hefir enginn skilið þau svo fyr,
svo að jeg viti“. Jeg verð nú að
halda því fram, að það hafi verið
fyllilega rjettmætt að skilja orð
hans eins og jeg gerði, meðan eng-
in leiðrjetting eða skýring á þeim
var fram komin frá honum sjálf-
um, en hitt skal jeg fúslega viður-
kenna, að hann á leiðrjettingu orða
sinna, og skýringarrj ett á þeim
öðrum fremur, og þegar hann full-
yrðir að slík árás sje ekki í þeim
fólgin, þá hefi jeg fyrir mitt leyti
engu þar við að bæta.
Gangráður.
o-
tlðt í
(16—22. júlí 1924).
Eftir Gunnar Árnason frá Skútu-
stöðum.
----- Frh.
Fimtudaginn 17. júlí.
Kl. 10—11 skiftu fundarmenn
sjer í flokka og voru í biblíutímum
hjá hinum og þessum, og var um-
ræðuefni allra: Trúin.
Kl. lli/4 hjelt prófessor Edvard
Geismar (frá Khöfn) fyrirlestur,
er nefndist: Hvert stefnum vjer
cg menning vor?
I stað gullaldarinnar, sem búist
var við að rynni upp, þegar manns-
andinn næði tökum á náttúraöfl-
unum, er það komið á daginn, að
vjelarnar hafa vjelað mennina —
þeir era orðnir og verða meir og
meir aðeins vjelastykki, er starfa
í þjónustu lífskvíðans og drotnun-
argirninnar.
Svona ræður nákalt vjelgengið
á öllum sviðum, því þótt allir
hrópi, að rjettlæti skuli ríkja, þá
er það aðeins gjallyrði; menn berj-
ast um að verða í meirihluta, til
þess að geta kúgað minnihlutann.
Hjörtun eru forhert, hausarnir
orðnir að reikningsvjelum. Vísindi
og listir eru til þess eins notuð, að
rjettlæta og varpa fegurðarblæ yf-
ir þessa baráttu.
En þetta er vítisleið. Hvað fær
bjargað? Kristindómurinn ? Með
því einu móti að hann snúist gegn
heiminum. það nægir ekki að
menn tönglist á: „En hver er sá,
sem sigrar heiminn, nema sá, sem
trúir að Jesús sje sonur Guðs?“
Menn verða að lifa í þeirri trú og
breyta eftir henni. Við ljósið frá
krossi Krists verða menn að dæma
menninguna, með fórnarkærleika
hans verða þeir að ávinna heim-
inn. það er eina björgunarvonin,
— Umræður áttu að vera á eft-
ir, en áliðið var og aðeins einn tal-
aði, dr. Manfred Björkqvist, hinn
kunni sænski vakningaprjedikari.