Lögrétta - 21.10.1924, Page 2
2
LÖGRJETTA
ðíkmrslui norsteins öíslosoiar
er nú opnuð í
Veltusundi 3.
Þai' fást allar útgáfubækur Þorst. Gíslasonar, Sigurðar Kristjáns-
sonar, Arsæls Arnasonar, Guðm. Gamalíelssonar, Arinbj. Sveinbjarnar-
sonar og Þór. B. Þorlákssonar o. ín. fi.
Meðal nýjustu bóka eru: Heimsstyrjöldin, eftir Þ. G. (1024 bls.
með 200 myndum). — Stuttar sögur, eftir Einar H. Kvaran (Smælingj-
ar og Prá ýrasum hliðum), nýútkomin bók og þar í ýmsar af bestu
sögum E. H. K. — íslensk Endurreisn, eftir Vilhj. Þ. Gíslason. —
Niðfræði, eftir Ág. H. Bjarnason prófeseor. — íslensk tunga í fornöld,
eftir dr. Alexander Jóhannesson. — llndir Helgahnjúk, eftir Halldór
K- Laxness. — Vestan úr fjörðuin, eftir Guðin G. Hagalín. — Ljóða-
þýðingar Stgr. Thorsteinssonar. — Orðabækur og Enskunámshók Geirs
Zoega rektors. — tslandssaga, eftir Jónas Jónsson skólastj. — Dýra-
fræði II (um fugla), eftir Jónas Jónsson skólastj. — Kensiubækur í
þýsku, dönsku o. s. frv.
Allskonar ritföng og skrifbækur.
í Veltusundi 3 er einnig
afgreiðsla Lögrjettu og Ódins.
Smásöluverd
má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir:
"V in.cLla;r.
Oapstan med. (í pappaumbúðum)..............Kr. 93.75 pr. þús.
do. — (í dósum)...................— 107.50 — —
Three Castles (í brjefaumbúðum)...............— 105.00 — —
do. (í dósum)...................— 120.00 — —
Embassy do. ........................— 125.00 — —
Garrick........................................— 131.25 — —
Elephant...................................— 60.00 — —
Lucana 66......................................— 75.00 — —
Utan Reykjavíkur iná verðið vera því hærra, sem neinur flutn-
iugskostnaði frá Reykjavik til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Lanásvðrslim íslands.
Hann deildi í engu á próf. Geismar,
en iagði ríkari áherslu á vítia-
steí'nu núverandi menningar og á
hinn bóginn aö kristna þyrí'ti heim
inn. Kristinn æskulýður mætti
ekki láta alt reka á reiðanum, hann
yrði að taka hiklausa afstöðu til
máianna, fyikja sjer undir merki
krossins. Hann mætti ekki láta
sjer nægja að dæma og ríia nið-
ur, heidur kjósa íremur að byggja
upp og bæta.
1 stað Jífskvíöa og drotnunai.
girni þessarar aidar skyidi sæla og
þjónusta auðkenna hina komandi
menning.
Seinni hluta dagsins brugðu aii-
ir iundarmenn sjer upp að Fjeld-
suler, en það er greiðasölustaður
rúman einnar stundar gang ofan
við Miðarós. þaðan er gott útsýni
yfir bygðina umhverfis, lágar
hæðir og þjettbýl daladrög alt til
blánandi fjalia. Rjett hjá Fjeid-
sæter er stúdentakofinn. þaðan
þreyta verkfræðinemarnir skíða-
hiaup á vetrum.
Veðrið var hið besta og allir
skemtu sjer vel — mikið sungið,
mest spjallað. Var nú gott færi tii
að kynnast. Leist mjer þá og síðar
Danirnir lífsglaðastir, Norðmenn-
irnir harðsnúnastir, Svíarnir
hyggjudrýgstir, Finnarnir sókn-
djarfastir.
Um kvöldið hjelt dr. Manfred
Björkqvist erindi í dómkirkjunni,
er nefndist: „Áhætta lífsins“.
það sem greinir mennina frá
öllu öðru, sem við þekkjum, ei
eirðarleysið. þó ekki eirðarleysi
baráttunnar fyrir tilverunni, nei,
eirðarleysi göfugs hugar — eirðar-
leysi íramsóknarinnar. Rósin er
rós, maðurinn er aldrei maður,
hann verður maður. Mönnunum -
hættir altaf við að lenda á villigöt-
um. þegar þessi eða hinn er bor-
inn til grafar, hættir mörgum til
að hugsa: þessi hefði getað orðið
maður. Maðurinn er sífelt verö-
andi, líf hans er áhætta frá upp-
hafi til enda.
Áhætta lífsins er minst í því
fólgin, að við töpum einhverju því
er við eigum; hún er mest sú, að
við verðum af því, sem mest er og
dýrðlegast, að við fáum aldrei hina
æðri sýn, þá er knýr oss til að
leita upp í hæðina, þars em hið
sanna líf hefst.
Tveir glapstigir ginna flesta.
Annar, sá er flestir fara nú, leið-
ir til þess, að umfangið er meira
metið en eigindin, það er háskaleg
blekking,eyrir ekkjunnar er stæm
gjöf en fúlgur auðmannanna, lífs-
neisti meira virði en milljónir sól
kerfa.
Hinn: gamalkunnugt æsku-
hlaup. Æskan vill reyna alt.
sveifla sjer upp í sjöunda himin,
sökkva sjer niður í hyldýpið. En sá
leikur er ekki græskulaus, oft fyr-
irgerir hann sálunni.
En hvernig öðlast menn sýn á
því, sem dýrðlegast er ? Aldrm
með þessum hætti, að líta altaf á
sjálfan sig og treysta á eigin ram-
leik. En ef menn eru gripnir af
lotningarfullum eldmóði fyrir því,
sem er algert, eru þeir á rjettri
leið. þá dæmir maðurinn ekki leng-
ur, þá er hann dæmdur. Hann hætt
ir öllum leikaraskap við sj álfan sig,
fellur fram á ásjónu sína og biður
um fyrirgefning og hjálp. Og
hjálpin er fyrir hendi. Guð sendi
mannanna börnum hana í Jesú
Kristi, — en áhætta lífsins, hún er
sú, að slá hendinni á móti henni
— að loka sig sjálfan inni í myrkr-
unum, frá ljósinu. Frh.
-----o----
Kveðjusamsæti hjeldu Rangvell-
ingar Guðmundi Guðfinnssyni
lækni 14. þ. m. á Selalæk og tóku
þátt í því yfir 100 manns. Gunnai
Sigurðsson fyrv. alþm. setti sam-
sætið og fiutti ræðu til læknisins,
en Björgvin sýslumaður Vigfússon
aðra og afhenti læknishjónunum
gjafir frá Rangvellingum: Mál-
verk eftir Ásgrím Jónsson 0g
kaffiáhöld. Ýmsir fleiri fluttu ræð-
ur og fór samsætið vel fram.
Samvinnumolar.
Samband norrænna samvinnufje-
laga árið 1923.
Sambandið er stofnað í Krist-
janíu 1918.-í stjórn þess eru: Al-
bin Johannesson og Victor Lind-
gren frá Svíþjóð, Andr. Jueil frá
Noregi og L. Broberg, Severin
Jörgensen og Fr. Nielsen frá Dan-
mörku.
Sambandið hefir nú starfað á 5.
ár, og eru nú þegar ávextirnir af
samstarfi þessara þriggja frænd-
þjóða greinilega komnir í ljós.
Verslunarmagn Samb. þetta ár var
17.691.406 kr. Hefir Samband
danskra samvinnuíjelaga verslað
fyrir 10.734.546 kr. í Sambandinu.
Samb. sænskra samv.fjel. fyrir
6.302.681 kr. og Samb. norskra
samv.fjel. fyrir 654.177 kr. Versl-
unararður ársins var alls 194.677
kr., og er það 30.000 kr. meira en
næsta ár á undan. Ágóðinn skift-
ist eftir viðskiftamagni hvers
lands fyrir sig. Má af þessu sjá, að
náin samvinna er komin á milli
samvinnumanna á Norðurlöndum,
og má búast við, að m'argt gott
leiði af henni í framtíðinni. það
væri vert að athuga, hvort Samb.
ísl. samv.fjel. ætti að ganga í
norræna Samb. það gæti ef til vill
haft gott af því að gera það. þess-
ar frændþjóðir gætu sennilega
bætt fyrir afurðasölu landbúnað-
arins, sem skiftir svo miklu máli
fyrir bændur. S. 1. S. hefir nú aðal
forgöngu fyrir bændum, hvað af-
urðasölu snertir, og hefir því orð-
ið mikið ágengt, á ekki lengri
tíma.
Við að lesa samvinnublöð frænd-
þjóðanna dylst engum, að sam-
vinnuhreyfingin er meir og meir
meir að ryðja sjer til rúms, og
ávextirnir eru hvarvetna greini-
legir.
Samband norskra samv.fjelaga
birti í sumar reikninga sína fyrir
árið 1923. Hafði Samb. á árinu
verslað fyrir 23.954,643 krónur.
Brúttóhagnaður var 1.682.805 kr.,
en nettóhagnaður 500.487 kr., en
næsta ár á undan (1922) var hann
210.561 kr.
Samband sænsku samvinnufje-
laganna hefir tekist mjög vel.
Verslunarmagn þess 1923 var
72.288.000 kr. og nettóhagnaður
var 1.002.315 kr.
Samband dönsku samvinnufje-
laganna vex hröðum fetum. Versl-
unarmagn þess var 1923 128,3
miljónir kr. Nettóhagnaður var
9.068.068 kr.
Samband finskra samvinnufje-
laga (S. O. K.) hefir meir en nokk-
ur önnur samv.heildsala aukið
verslunarmagn sitt síðustu árin.
það var stofnað 22. marts 1904.
það fór fremur hægt á stað. það
var aðeins 12 fjelög, sem Samb.
byrjaði með, en næsta ár á eftir
eru þau 27. Tafla sú, er hjer fer á
eítir, sýnir vöxt þess:
Ár 1905 27 fjelög, verslunar- |
magn 1,10 miljónir mörk,*) 1910
139 fjel., verslunarmagn 13,6 milj.
mörk, 1915 341, fjel., verslunarm.
35,1 milj., 1920 500 fjel., verslun-
armagn 323,7 milj., 1922 470 fjel..
verslunarmagn 416,6 milj., 1923
464 fjel., verslunarmagn 517,3
milj. mörk.
Sem sjá má af þessu, hafa fje-
lögin í Sambandinu fækkað síðari
árin, en það kemur til af því, að
mörg fjelög hafa skilið sig frá því
og myndað sjerstakt innkaupsfje-
lag. En þrátt fyrir það hefir S. O
K. verið í stöðugri framþróun.
1905 hafði fjelagið 4 verkamenn,
en árið 1922 eru þeir orðnir 1281.
1905 var búið að leggja fram fje
til rekstursins 127,400 mörk, en
1922 er það komið upp í 28,454,500
*) Mark er 72,10 aurar, en á síðustu
árum hefir gildi þess verið mjög
breytilegt.
mörk. Finnarnir hafa skilið það,
að hver sú verslun, sem ekki hefir
nægilegt rekstursfje, á litla fram-
tíð fyrir höndum.
Elento heitir eitt stærsta sam-
vinnufjelag’ Finnlands, og er það
eitt af stærstu kaupfjelögum á
Norðurlöndum. Verslunarmagn
þess var 1923 116,623.916 mörk,
og er það 6 milj. mörkum meira en
ræsta ár á undan. Nettóhagnaður
var 5.069.933 mörk. Af því var lagt
í varasjóð 826.839 mörk, en af-
ganginum var skift á meðlimi fje-
lagsins, sem ágóðahluta. Fjelagið
rekur innlánsdeild fyrir meðlimi
sína. Meðlimir fjelagsins eiga nú
í innlánsdeildinni 13*4 milj. mörk.
Til tryggingar fyrir innlánsfjenu
á Elento stóran varasjóð, sem var
við síðustu áramót 35 milj. mörk.
Fjelagið hefir ýmsar deildir víðs-
vegar um borgina, t. d. 50 nýlendu-
vörudeildir, 53 brauðbúðir, 14 ket-
búðir. Af framleiðslufyrirtækjum
á það pylsugerðarverksmiðju
brauðgerðarhús, sláturhús, smjör-
bú, ölgerðarhús, sódavatnsverk-
smiðju, klæðskerabúð, trjesmíða-
verkstæði, þvottahús, niðursuðu-
verksmiðju, reiðtygjaverksmiðju
o. fl. Fjelagið gefur út blað í 20
þús. eintökum. 3/4 af blaðinu er
prentað á finska tungu, en V3 á
sænska tungu. Af þessum fyrir-
tækjum er verslunarmagn smjör-
búsins stærst. Við síðustu áramót
var það 41,4 milj. mörk, smjörbús
ins var 33 milj. mörk, og pylsu-
\erksmiðjan var með 7,8 milj
mörk. Niðurl.
Sig. Sigurðsson
frá Kálfafelli.
----o-----
Hannes þorsteinsson þjóðskjala
vörður gerir í Mrg.bl. í dag aths.
við neðanmálsgr. í nýútkomnu
hefti Óðins, en þar stendur, að
þjóðólfur hafi orðið hlutafjelags-
eign, er H. þ. hætti útgáfu hans,
eins og rjett er. Hitt stendur þar
ekki, sem H. þ. er að mótmæla, að
hann hafi orðið eða ætlað að verða
ritstj. hjá því hlutafjelagi. Ekki
stendur það heldur í óðni, að þjóð-
ólfur hafi verið fjárhagslega illa
staddur, þegar H. þ. Ijet hann frá
sjer, en þessu mótmælir H. þ.
einnig og vitnar til þess, að hann
hafi selt blaðið fyrir hátt verð. En
útgáfurjettur Sunnanfara var líka
seldur Birni heitnum Jónssyni fyr-
ir það, sem þá var kallað hátt verð,
og er mjög vafasamt, að þjóðólfur
geti kallast tiltölulega hærra seld-
ur. þetta atriði getur því ekki orð-
ið til þess að rjettlæta ummæli H.
p. í Skírni, en fella jafnframt
ummælin í neðanmálsgreininni í
óðni, eins og H. þ. ætlast til.
Guðm. Björnson landlæknir 60 ára.
Mönnum sárum ljúflingslag
ljekstu, — dárum níddur;
sextíu ára ertu í dag
æðri lárvið skrýddur.
J. S. Bergmann.
Úr sveitinni er Lögr. skrifað:
Hjer í sveitinni voru menn að tala
um, hvers vegna útlendingar, eins
og John Fenger, væru að sækjast
eftir ráðum yfir ísl. blöðum, og
sagði einhver, að það væri til þess
að ná sjer í orðu. þá svaraði Jón
úr Flóanum með þessari vísu:
Af því hann er innanblár,
eftir litamati
fara Valtýs-fjólur skár
Fengers hnappagati.
þýskt skip kom hjer að landi
suður með ströndum fyrir nokkru,
og þótti grunsamlegt, en fór bráð-
lega aftur og spurðist ekki til þess.
það kom fram hjer í Rvík aftur og
voru þá teknir fastir skipstjóri og
stýrimaður og einn íslendingur,
sem á því var, grunaðir um áfeng-
issmyglun, eða tilraun til hennar.
í skipinu fanst þó ekkert áfengi, en
farmurinn var skófatnaður. Hafa
skipverjar borið það, að þeir hafi
að'vísu haft nokkurt áfengi með-
ferðis, en neyðst til að varpa því
fyrir borð og bora göt á ílátin, áð-
ur en þeir komu hjer inn. Fram-
burður þeirra þykir þó hæpinn og
sitja þeir enn í varðhaldi. Dagblöð
in hjer segja jafnframt frá því, að
hálffulla áfengisdunka hafi rekið
suður með sjó, og að í togaravörpu
hafi komið samskonar ílát, tómt,
en með götum boruðum á.
Otur, botnvörpungurinn, fór ný-
lega áleiðis til Englands með afla
sinn, 1000 kassa af ísfiski, en var
tekinn á leiðinni af Eálkanum hjer
út í flóanum, innan landhelgis-
línu, grunaður um ólöglegar veíð-
ar. Við rjettarhöld sannaðist þó
ekki annað en að hann hefði haft
hlerana utanborðs, og fekk hann
Jeg þakka hjartanlega
öll vináttu- og virðingar-
merki mjer til handa sex-
tugum.
G. Björnson.
því „hlerasekt“ svonefnda, 4000
kr. Manna á milli er oft um þaö
talað, að sumir íslensku botnvörp-
ungarnir sjeu öðrum verri og
ásælnari við landhelgina, hvað sem
hæft er í því, eða að minsta kosti
ekki betri en þeir útlendu, þó sjald
an hafist hendur í hári þeirra.
Ekkert verður hjer um það sagt,
hvað rjett er í þessu, og hefir þo
verið oft um það kvartað.—þýskur
botnvörpungur var tekinn um líkt
leyti og fekk 5000 kr. sekt.
Gengið var síðast skráð hjer
svo: Sterl.pund kr. 29.00, danskar
krónur kr. 111.32, norskar krónur
kr. 92.18, sænskar krónur kr.
172.11, dollar kr. 6.43 og franskir
frankar kr. 34.07.
Útflutningur. Gengisskráningar-
nefndin semur nú mánaðarlegar
skýrslur um útflutningsmagnið
hjeðan. Síðastl. mánuð var flutt út
fyrir nær 11 milljónir og 300 þús.
kr., en í ágúst fyrir tæpar 12 milj-
ónir og í júlí fyrir 9 miljónir og
600 þús kr., eða alls fyrir um 56
miljónir kr. það sem af er árinu,
og er það álíka mikið og allur út-
flutningur ársins á undan. Stærstu
útflutningsliðirnir s.l. mánuð voru
verkaður fiskur (c. 6 milljj 791
þús.) og síld (c. 1 millj. 782 þús.)
og síldarolía (c. 982 þús.). þá
kemur óverkaður fiskur (c. 588
þús.), ull (328 þús), ísfiskur (200
þús.), lýsi (284 þús.), fiskimjöl
(224 þús.). Allir hinir liðirnir eru
smærri, og er þó fróðlegt að at-
huga suma þeirra. Unnin ull var
útflutt fyrir 294 kr., garnir fyrir
300 kr., sódavatn fyrir 348 kr., lax
fyrir 80 kr. og bækur fyrir 1330
kr. Skinn voru flutt út fyrir rúml.
34 þús. kr., smjör fyrir rúml. 8
þús. kr., saltket fyrir rúml. 10 þús.
kr., hross fyrir 21.560 kr. (98
hross), sundmagi fyrir 22 þús. kr.,
hrogn fyrir 2400 kr., dúnn fyrir
tæpar 1500 kr. og gærur fyrir tæp-
ar 10 þús. kr.
þorvaldur Guðmundsson fyrrum
afgreiðslumaður hjá Sig. Krist-
jánssyni bóksala, er nýdáinn.
Hafði verið veikur lengi. Hann var
áhugamaður um þjóðlegan fróð-
leik og bókhneigður. Prentað vai
eftir hann eitt fyrirlestrasafn.
Heimilisiðnaðarmái. Svo nefnist
fyrirlestur eftir Jón G. Sigurðsson
í Hof-Görðum á Snæfellsnesi,
prentaður á Akureyri 1923. Fyrir-
lestur þennan flutti Jón fyrir fá-
um árum hjer í Reykjavík og víð-
ar, en hann birtist nú nokkuð auk-
inn. Ritlingur þessi er einkarþörf
hugvekja, og mikinn fróðleik um
heimilisiðnað hjer áður fyr þar að
finna. Meðal annars minnist höf. á
ullariðnað í fornöld, íslensku vef-
stólana gömlu, prjónaskap o. fl.
Hann minnist einnig á silkikaup
Reykvíkinga og segir, að „Reykja-
vík sje að verða sannkölluð silki-
borg“. Silkivörukaup Islendinga
námu árið 1918 210245 kr. Sama
ár er fluttur inn allskonar útlend-
ur fatnaður, fataefni, gam og ann-
að tóvöruefni fyrir 4,8 milljón kr.
þetta eru íhugunarverðar tölur.
þungamiðja fyrirlestursins er
þetta: að auka heimilisiðnaðinn, að
vinna sem mest af ullinni okkar
hjer heima, og að fólk alment klæð
ist fatnaði úr íslenskri ull. þetta
cr °& þjóðinni best og hollast.
S.
Frost komu hjer fyrst í gær, og
var þá vægt frost um land alt,
nema í Vestmannaeyjum, þar var
1 st. hiti. Á Norður- og Austur-
landi kvað hafa snjóað dálítið
víða.
Hjónaband. Nýlega voru gefin
saman hjer í bænum ungfrú Krist-
ín Thors og Guðm. Vilhjálmsson
erindreki Sambands samvinnufjei.
í Leith.
prentsmiðjan Acta.