Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 28.10.1924, Side 1

Lögrétta - 28.10.1924, Side 1
Innheimtaog afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Oíslasou Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 28. okt. 1924. 57. tbl. Um viða veröld B ! Mac Donald um ensk stjórnmál. Ensku þingkosningarnar fara fram á morgun. Kosningaróðurinn hefir að vísu verið stuttur, en mjög magnaður hjá öllum flokk- um. Hefir áður verið sagt hjer í blaðinu frá málum þeim, sem eink- um urðu þess valdandi, að til kosn- inga kom. En þar sem úrslit kosn- ingaþessara geta orðið mjög merki leg, ekki aðeins inn á við fyrir bretska heimsveldið, heldur líka út á við, fyrir ýms milliríkjamál, er íróðlegt að reyna að kynnast sem best að auðið er málum þeim og mönnum, sem þar koma við sögu. Telja flestar síðustu fregnir svo, að úrslitin verði þau, að íhalds- menn vinni mest á við kosningarn- ar. Verður hjer nú sagt nokkuð frá samtali, sem þeir áttu í byrjun þessa mánaðar um þessi mál, for- sætisráðherra Mac Donald og Wickham Steed, einhver hinn elsti og helsti blaðamaður Eng- lands. En hinn síðari hefir skrifað um það í okt.-nóv. hefti tímarits- ins Review of Reviews. Hvað get jeg eiginlega sagt, mælti Mac Donald fyrst. þetta hef ír komið yfir mig eins og þjófur á nóttu. Um þetta leyti í gær þóttist jeg geta leikið á als oddi. Jeg var þó þreyttur eftir erfiðar en árang- ursgóðar samningaumr. um tyrk- nesku málin. Og jeg þóttist nærri hreykinn þegar tekist hafði að komast að íullnægjandi niður- stöðu. En þá um kvöldið kom þessi breytingartillaga frjálslynda flokksins um „sjerstaka nefnd til þess að rannsaka og gefa skýrslu um það, hvernig stæði á afturköll- un Campell-málsins. Reyndar er jeg reiðubúinn til þess að ræða þetta í þinginu. Og deildin getur svo greitt atkvæði eins og henni þóknast, þegar hún hefir heyrt hvað við höfum fram að færa. En er það sanngjarnt að ætla okkur að fallast á rannsóknarnefnd með valdi til að skoða öll brjef og öll atvik, til þess að leiða vitni um þessa getgátuna eða hina, og hvort þetta eða hitt atvikið hafi haft áhrif á úrskurð okkar? Hver get- ur sagt, hvað haft hefir eða ekki haft áhrif á okkur? Jeg veit ekki hvaða skilríki eni fyrir hendi. Jeg segi þetta aðeins frá almennu sjónarmiði. það væri ekki einu sinni fullkomlega rjett að ætla okkur að fallast á dómsrannsókn, því mergurinn málsins er sá, hvað fyrst og fremst hafi ráðið afstöðu hins opinbera saksóknara ríkisins. En hvað fer svo þessi breytingar- tillaga frjálslynda flokksins fram á? Við eigum að leggja mál okk- ar á vald sjerstakrar nefndar, þar sem meirihlutmn, sjö móti þrem- ur, verður samkvæmt hlutarins eðli skipaður stjórnmálaandstæð- ingum okkar — það er að segja mönnum, sem fyrirfram var vit- anlegt um, að mundu beinast gegn okkur, og hefðu sem dómarar haft álit okkar í höndum sjer. Ef þetta mál á að ræðast, þá á að ræða það opinberlega í þinginu, og þar á þá jafnframt að meta, sanngjarnlega og opinberlega, ábyrgðina á því, að flækja eða tefja fyrir á þennan hátt þeim verkum, sem við erum nú að vinna í alþjóða þágu. því þrátt fyrir það, þó stjórnin sje ekki meinhlutastjórn, á hún rjett til þess að heimta fair play. því við erum þó enginn stigamanna- hópur. Steed ritstjóri sagði þá, að sjer virtust írsku málin vera merkustu og vandasömustu úrlausnarefni nú og þau, sem stjórnarskifti gætu haft varhugaverðust áhrif á. því svaraði forsætisráðherra á þá leið, að enginn, hvorki í írlandi nje annarstaðar, gæti tortrygt verkamannastjórnina um það, að hún hefði reynt að ganga á snið við það, að fullnægja írsku samn- ingunum. En eins og jeg hefi ný- lega sagt í neðri málstofunni, þá hefði jeg óskað þess, að það hefði ekki orðið mitt hlutskifti að fara höndum um þessa landamæradeilu, því hvorki jeg nje nokkur minna manna ber ábyrgð á þeim erfið- leikum, sem þar hafa komið fram. En fyrst við höfum á annað borð átt að bera ábyrgð á því, að halda uppi heiðri þessa lands og verja trúmensku þess við að halda hátíð- lega gefin loforð, þá hefir okkur ekki dottið í hug að reyna að hvika frá því, eða að hespa fram af okkur vandann og deilurnar, sem af honum gætu risið. Við höf- um gert skyldu okkar og munum gera svo, meðan okkur ber með mál þessi að íara. Og við munum meira að segja ekkert láta ógert til þess að knýja fram það skipulag, sem megi verða til góðs bæði fyr- ir Irland og alt bretska veldið. En eins og þjer sjáið, það er ekki víst, að við ráðum sjálfir gerðum okkar. þvínæst mintist Steed ritstjóri á þá erfiðieika og þær breytingar, sem nýjar kosningar og stjórnar- skifti gætu haft í för með sjer fyr- ir sambúð Frakka og Breta og þar af leiðandi á málefni álfunnar allrar og úrslit málanna frá Lund- úna-ráðstefnunni og Genfar-fund- inum. 1 Genf hafa verið unnin jákvæð og skapandi störf, sagði þá Mac Donald. þau verða að sjálfsögðu að athugast ofan í kjölinn, og eftir því sem unt er í sama anda og þau voru unnin í. En sá andi er ekki að- eins andi þeirrar stefnu, sem er á móti herskapnum sjálfum, heldur er það andi friðarins og afvopnun- arinnar. Aðaltilgangur Genfar- samþyktarinnar, sem við bárum fram báðir, jeg og hr. Herriot, var sá, að fá sköpuð skilyrði þess, að afvopnunarráðstefna gæti orðið haldin. Og eins og kunnugt er, er gert ráð fyrir slíkri ráðstefnu und ir forustu aiþjóðabandalagsins, í næstkomandi júnímánuði. þá mintist Steed á vandræðin, | sem risið hefðu út af afstöðu Jap- | ana og Bandaríkjanna (og fyr hef- ; ir verið frá sagt hjer í Lögrj.). ! Kvaðst Mac Donald fyrir sitt leyti ; ekki geta gengið þegjandi fram | hjá kvörtunum Japana, því meg- instefna síns flokks væri sú, að vinna fyrir friðinn og að gera friðarhugsjónina að veruleika. Hvort sem þetta væri nú kölluð „verkamanna pólitík“ eða „social- ismi“, eða eitthvað annað, þá væri það nú sannleikurinn. þá skaut Steed ritstjóri því fram, „hvernig mundi standa á þeim einkennulegu atvikum, að orðið „sócialismi“ væri notað sem einskonar fuglahræða í enskum stjórnmálum nútímans. En fyrir þrjátíu árum töluðu Englendingar um „sócialisma" án þess að sjáan- legur væri helmingurinn af þeirri skelfingu, sem nú fylgdi slíku tali. Jeg minnist þess, þegar jeg las bækling hr. Sidney Webbs um So- cialismann í Englandi, sem kom út að mig minnir 1893. Hann byrjaði á setningu eitthvað á þessa leið: Við erum allir sócialistar, nú á tímum, sagði Sir William Har- I court nýlega í neðri málstofunni, : og prinsinn af Wales gerði fyrir skömmu sömu játninguna. Skyldi prinsinn nú geta sagt það sama og afi hans, svo að ekki yrðu æsing- ar úr ? Og ef ekki, er það þá vegna gauragangsins í rússnesku bolsje- vikkunum, eða vegna þess, að verkamenn eru teknir við stjórn- inni hjer?“ Forsætisráðherrann hugsaði sig um andartak og sagði síðan: Ástæðumar eru ýmsar. En megin- astæðan, mergurinn málsins, er sá, að gömlu flokkamir eru hrædd ír við siðferðilegan þrótt og hita verkamannaflokksins. þeir geta sjálfir ekki jafnast við hann, og þeir finna til þess, að þegar flokk- ur hefir ákveðna hugsjón og er henni trúr, þá öðlast hann með því hreyfiafl, sem gerir hann hættu- legan eldri og minna lifandi sam- tökum. þjer hafið ef til vill tekið eftir líkingunni, sem jeg notaði í i-æðunni minm í Derby á dögunum, um tvær aðferðir til að koma sam- an flokki eða hjörð. Til eru tvær aðferðir að safna saman flokki skynsamra manna. önnur er sú, að vitna til vitsmuna þeirra og' dómgreindar og reyna að fá þá til þess að skilja málin. Hin aðferð- in er sú, að gelta að þeim og hræða þá saman í hrærigraut og þvögu. Ópin á móti „Sócialismanum“ era aðeins gelt. En þjer, minn kæri forsætisráð- herra, og ýmsir fjelagar yðar, sagði þá ritstjórinn, hafið þó gert meira en aðeins það, að vitna til Llákaldrar skynsemi fólksins. Sjálfrátt eða ósjálfrátt virðist þið hafa skýrskotað til þjóðernistil- finninga þess, að jeg ekki segi til ættjarðarástar þess. Og þetta hef- i r átt við mig, því jeg trúi því, að hinn eini heilbrigði grandvöllut góðrar alþjóðastefnu (internation- a’isma) sje heilbrigð þjóðernis- stefna, og að bragðlaus alheims- borgaraháttur (cosmopolitanism) sje að engu liði í hagnýtum utan- ríkismálum. Og jeg hefi einnig lengi trúað því, að það, sem kall- aðir eru verkamenn og verkakon- ur þessa lands sje mjög þjóðræk- ið fólk, í orðsins góðu merkingu, pað kom berlega fram á ófriðarár- ! unum. Við finnum innilega til ættjarð- arástar okkar, sagði þá forsætis- ráðherrann, þó við tölum ekki oft um hana. það er ást á jörðinni, ást á bæjunum og býlunum, og stöðunum þar sem við hittum sam- fjelaga okkar, og kirkjugörðunum, þar sem ástvinir okkar sofa. Að andlegu gildi er þessi ást skyld ættjarðarást hins forna aðals, þó hann hafi notið og njóti sjerrjett- inda meiri en við. En við skiljum aðalsmennina, og jeg held, að þeir skilji okkur. þeir unna líka jörð- inni og býlunum og reyna á sinn hátt að fullnægja skyldum þeirrar ! þjóðfjelagsþjónustu, sem afstaða þeirra heimtar. þeir verða heldur ekki oft fundnir í flokki þeirra hvell-myntu, hávaðasömu ættjarð- arvina, sem geyja að sócialisman- j um. Við finnum muninn á slíkum : mönnum (sem jeg kalla the gentle- i men), og hinum mannflokknum, ; jafnvel í þingdeildinni. i Síðan rakti Mac Donald, að sjer j virtist nokkuð af þessari „un- j gentlemanly" framkomu, í stjórn- i málaafstöðunni ensku nú, og það | harmaði hann — ekki af persónu- : legum ástæðum, heldur vegna i landsins í heild sinni. því persónu- j lega væri sjer það fengur að losna við stjórnarstörfin. Hann hefði verið að reyna að bera byrðar, sem ef til vill væru of þungar öllum mönnum. En hann hefði talið það skyldu sína að reyna — og það hefði ekki verið alveg árangurs- laust. Vitanlega hefir okkur í verkamannastjórninni stundum skjátlast. það er mannlegt. Og svo er um allar stjórnir. En við höf- um, sagði hann að lokum, á heið- arlegan hátt reynt að vinna að sameiginlegum hag heildarinnar, og þurfum þessvegna ekkert að óttast kosningadóminn. Síðustu símfregnir. Frá London er símað, að 40 þús. hermenn undir stjórn Feng Yuh Siang hafi blóðsúthellingalaust lagt undir sig höfuðborgina í Kína, Peking. þeir segjast með þessu ætla að stemma stigu fyrir borgarastyrjöldinni, sameina aft- ur öll fylki ríkisins, fá erlent lán og koma lagi á fjármálin. Ebert forseti hefir rofið þýska þingið og fara kosningar fram 30. nóv. n. k. M. sMnM (larósi. (16.—22. júlí 1924). Eftir Gunnar Árnason frá Skútu- stöðum. ----- Frh. Föstudaginn 18. júlí. Kl. 9—10 biblíutími. Umræðu- efni: Vonin. Meginhluta dagsins var varið í það, að skoða Steinviksholm, en þar eru borgarrústir Ólafs Engil- brektssonar, síðasta erkibiskups- ins í Niðarósi (1523—37). Tvö gufuskip fluttu fundarmenn, og var þröngskipað á báðum, en gleð- skapur mikill. Borgarrústunum er haldið vel við, svo að glögt má sjá gerð og skipun kastalans. Til að fylla upp í skörðin flutti dr. Wall- em frá Niðarósi snjalt erindi um sögu erkibiskups og virkisins.. Síð- an las leikkonan frú Erna Rösoch upp „Bergljót“ eftir Björnson. Greip það flesta. Áður en lagt var upp heimleiðis, voru sungnir þjóðsöngvar, en við urðum að sætta okkur við „Yderst mod Norden“, því enginn kunni þar „Ó, guð vors lands“, þó feg- urstur sje þeirra allra — og er þá mikið sagt. Um kvöldið var mjög hátíðleg guðsþjónusta. Tveir prestar vora fyrir altari, tn blandað kór stú- denta söng. Sjera Bengt Serenius frá Finnlandi prjedikaði, og var ræða hans kröftug og áminnandi. Laugardagur 19. júlí. Kl. 9—10 biblíutími. Umræðu- efni: Kærleikurinn. Kl. lli/4 hjelt prófessor Arvid Runestam í Uppsölum fyrirlestur um: Hverju irúum við í raun og veru um guð ? Lætur það að líkind- um, að hjer var um trúarheim- speki að ræða, sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá allflestum, en rauði þráðúrinn var á þá leið, að i guðshugmynd einstaklingsins hlyti I að byggjast á heimsskoðun hans, og því fyrst fyrir hendi að spyrja: Hverju trúum vjer um manninn? En saga sanns manns væri þján- ingarsaga fórnfúss kærleika og þar af leiðandi yrði guðsmyndin hinn líðandi kærleikur, sem jafnvel skirrist ekki við að negla son sinn á krossinn, til þess að frelsa mannssálirnar með píning hans. | Engin sál kemst aðra leið en gegn- j i um margar og miklar þjáningar í inn í himnaríki, þótt guð hljóti að líða með og í öllum. Nálgaðist því skoðun prófessors- ins hina svonefndu föðurpínukenn- ing Praxeasar játara (frá seinni hluta 2. aldar), eins og tekið var fram af sumum þeim, er á eftir sögðu nokkur orð. það voru: sjera. Koch, Nordentoft prófastur og próf. Geismar frá Danmröku, próf. Aulén frá Svíþjóð og biskup Gleditsch í Niðarósi. Sögðu þeir margt vel, en leystu lítt hnútinn. Aukakennari við háskólann í Osló, Peter Marstrander, hjelt ræðu í kirkjunni um kvöldið. Jesús Kristur drottinn vor. þar var mað- ur, sem talaði af trúarreynslu og snart hjörtu margra. — Jesús Kristur er drottinn minn og drottinn þinn. Við höldum oft að við sjeum frjálsir og sjálf- stæðir einstaklingar, en við erum þrælar hans. En sá þrældómur er css hvorki til niðurlægingar nje þjökunar. Hann er oss til frelsis. þar sem andi drottins er, þar er írelsi. Að vísu höfum við oft brugðist honum og svikið hann í trygðum, en hann gaf okkur ald- rei lausa, hjelt áfram að drotna í samviskunni. Kristur er ekki einvörðungu drottinn þinn og minn, hann er drottinn alls kristindómsins og drottinn himins og jarðar. Hversu andkristinn sem heimurinn virðist, verður hann síðast að lúta honum, sem að lokum leggur alt undir guð, svo að hann sje í öllu. Hver er Jesús Kristur drottinn vor? þú þekkir sögu hans af guðspjöllunum, en — að vísu er hún dýrmæt, og þó — hún heyrir til fortíðinni. En kristindómur vor er hvorki draumórakend hetju- dýrkun nje skáldatilbeiðsla á fyrri ’ tíðar manni. Trúarlíf getur eng- inn dauður maður vakið nje við- haldið: drottinn vor er hinn upp- risni og lifandi Jesús Kristur, hann sem er hinn sami um aldir alda. Spyrjir þú: hver er sá? vil jeg svara: Hann er sjálfur hjerna, daglega er hann í nálægð þinni. Spurðu hann sjálfan hver hann sje. Og sjert þú hljóður og hlustir eftir með opnum hug, mun hann sýna þjer, hver hann er. En opin- beri hann þjer það ekki sjálfur, get jeg ekki skýrt þjer frá honum með mælginni — þú skyldir hann aldrei. En getum við ekki sagt: það er kærleikur hans, sem gerir hann að drotni vorum og guði jafnan. Kærleikur guðs verður aldrei skýrður, þú verður að höndla hann. Sá sem það gerir, veit, að þá hefst líf hans — kærleikslíf, sælulíf, því Jesús Kristur er drott- inn hans. Hann yfirgefur engan í sorg nje gleði, því með þjónum sínum skiftir hann auði sínum, friði og afli, sigrinum á syndinni. Láttu aðra vera — líttu í eigin barm. Hefir þú ekki heima fyrir, í skólanum og kirkjunni orðið þess var, að Jesús Kristur er drottinn þinn ? Reyndu að lifa eins og þú til heyrðir honum að fullu og öllu, og þig mun undra, hvílíkan mátt þú öðlast. Mundu þetta: Guð hefir falið þig Jesú Kristi — þú getur ekkert við því gert — tak móti þeirri vissu með fögnuði hreins og óskifts hjarta — og þitt er lífið — hið eilífa líf. Nl. —o- Fálkinn hefir nýlega tekið tvo útlenda botnvörpunga og þór emn.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.