Lögrétta - 28.10.1924, Page 4
4
LÖGRJBTTA
Roseberg skrifaði eitt sinn:
„Flokkastjórnin er böl, — ef til
till óumflýjanlegt, en eigi að síður
böi. pað er ógæfa vor, að svo marg
ir skuli tigna það skipulag og trúa
á það eins og guð. það rekur bestu
mennina burtu og setur í stað
þeirra þá, sem auðveldast er að
koma að“. — 1 Ameríku segir próf.
Sabine: „Vjer höfum mist traust-
ið á fulltrúaþing. — — J>að er
langt síðan, að miklir hæfileika-
menn töldu það heiður að vera
kosnir á þing“. — Jafnvel í fom-
öld kvað við sama tón í lýðstjóm-
arríkjunum. Heimspekingurinn
Plato segir, að það sje verst í j
Aþenu, „að allir blandi sjer i alt, !
og alt sje undir öllum komið“. Svo 1
kvað Gestur:
Já, það er ekkert undarlegt
þó illa gangi þjóðin mín;
því allir hafa á öllu vit
og enginn kann að skammast sín.
Alþingi vill höf. halda, en kjósa
til þess á annan veg en nú. Helstu
nýmæli hans um alþingiskosning-
ar eru þessi:
1. Allir sem kosningarrjett hafa
eru skyldir að kjósa, en mega gera |
það brjeflega.
2. Allir kjörgengir skulu skyldir i
að taka móti þingkosningu.
3. Hver kýs einn mann (kjör- '
gengan), þann sem hann treystir
best, hvar sem hann er á landinu, !
því alt landið er eitt kjördæmi.
Með þessum ráðum vill höf. i
kveða niður hreppapólitík, kjós- 1
endadekur og hrossakaupin á
þingi, en jafnrfamt tryggja þing-
inu betri menn. Enginn getur
dregið sig í hlje og enginn neyðist
til að kjósa annan en þann, sem
hann treystir best.
Vafasamt tel jeg, að þessi ráð |
komi að fullu haldi. Til að byrja !
með myndu margir reyna að kjósa
besta manninn í sínum hreppi, en
hinsvegar kæmu „listar“ helstu
stjórnmálaflokkanna, sem flokks- !
blöð þeirra styddu af alefli. At- j
kvæði samviskusömu mannanna |
yrðu dreifð og fjellu ógild, svo eft- í
ir nokkrar tilraunir hættu menn :
að hugsa um annað en listana, og |
flokkarnir rjeðu lögum og lofum j
eftir sem áður. Kostur væri það ;
þó, að geta kosið eftir sínu höfði 1
og vera ekki bundinn við ljelega j
frambjóðendur. Hreppapólitík og
hrossakaupum yrði vissulega gert
erfiðara fyrir með þessum hætti,
en hæpið að betri menn yrðu kosn-
ir á þing eða flokkaveldið rýrnaði.
þá væri það viðbúið, að fámenn-
ar stjettir og hjeruð fengju enga
fulltrúa á þingi, en úr því mætti að
nokkru bæta eins og höf. drepur á.
Höf. gerir hjer kosningarjettinn
að undirstöðu alls, líkt og nú er,
og ætlar kjósendum að greina gull-
ið frá soranum, meta það sem
menn rita um landsins gagn og
nauðsynjar o. þvíl. En er hjer ekki
til of mikils ætlast? Próf. Terman
telur, að um 70% af kjósendum
Bandaríkjanna (hvítir menn) hafi
ekki öllu meiri andlegan þroska en
12—13 ára börn, og bætir því við
„að sem kjósendur fái þeir aldrei
neina skímu af þeim grundvallar-
atriðum, sem snerta skatta, tolla,
ríkisrekstur, notkun lánstrausts,
uppeldismál, afstöðu verkamanna
og vinnuveitenda. Skifti þeir sjer
nokkuð af stjórnmálum, verða þeir
aðeins trúir flokksmenn og berg-
mála öll vígorð flokksins“. Ef gert
er ráð fyrir því, að kjósendur sjeu
svipaðir hjer, þá nær sjóndeildar-
hringur fæstra út fyrir hreppinn,
og lægi þá ef til vill næst, að
kjósendur kysu aðeins sýslunefnd-
armann í hverjum hreppi, en
sýslunefndin og bæjastjórnir aft-
ur þingmenn, eins og Sig. heitinn
á Selalæk lagði til. Altaf verður
kosningarjetturinn vandræðamál,
því hann metur fróða og fáfróða,
illa menn og góða að jöfnu. Auð-
veldast ætti það þó að vera, að
benda á álitlegasta manninn í sín-
um hreppi. Frh.
Guðm. Hannesson.
----o----
Lifandi fje hefir nú undanfarið
verið flutt allmikið út. Með Ville-
moes nú í vikunni voru sendar
1733 kindur af Suðurlandi, en
skömmu áður voru sendar 2518
kindur, sauðir og geldær, af Norð-
ur- og Austurlandi, hvorutveggja
á vegum Sambandsins. Kælt ket
hefir einnig verið sent nokkuð út,
síðast 1600 kroppar frá Reyðar-
firði, einnig frá Sambandinu.
Brauðaverð hefir hækkað hjer í
bænum nýlega, um c. 14%. Mjólk-
urverð sömuleiðis nokkuð.
Bókiverslun persteins Oislasoiar
er nú opnud í
¥eltusmidi 3.
Þar fást allar útgáfubækur Þorst. Gíslasonar, Sigurðar Kristjáns-
sonar, Arsæls Arnasonar, Guðm. Gamalíelssonar, Arinbj. Svéinbjarnar-
sonar og Þór. B. Þorlákssonar o. ín. fi.
Allskonar ritföng, pappír og skrifbækur,
fyrir fullorðna og börn.
t Veltusundi 3 er einnig
afgreiðsla Lögrjðtta og Ódins.
Leikhúsið. þar er nú verið að
sýna „Storma“, eftir Stein Sig-
urðsson. Hafa þeir verið leiknir
tvisvar, síðastl. föstudag og sunnu
dag, og má segja, að Leikfjelagið
| fari vel á stað með þessum leik, því
j bæði er leikurinn vel saminn frá
' höfundarins hendi, og líka vel með
hann farið af leikendunum. Leik-
i ritið er áður prentað og leikurinn
j var sýndur í Hafnarfirði í fyrra.
Hjer eru leikendurnir þessir: Ósk-
ar Borg (Ásdal), Soffía Kvaran
: (frú Ásdal), Svanhildur þor-
steinsdóttir (Júlía), Friðf. Guð-
jónsson (Tryggvi), Ág. Kvaran .
: (Hörður), Brynj. Jóhannerson i
(Baldur), Stef. Runólfsson (Bó-
as), Gunnþ.Halldórsd.(Petrónella).
í — Höf. var þarna við staddur .
! fyrsta leikkvöldið og var kallaður
: fram á sviðið að leikslokum og
j honum þakkað með miklu lófa- j
! klappi fyrir verkið. Leikurinn er
fast og vel bygður, alt er þar tðli- i
legt, nema helst söngurinn í síð- j
asta þætti, og öfgalaust, svo að sól ;
og vindi má heita rjett og hlut-
drægnislaust skift milli þeirra
þjóðmálastefna, sem höf. sendir
fulltrúa fyrir inn á leiksviðið. —
Höf. er liðlega fimtugur maður,
fæddur 24. apríl 1872 á Fagurhóli
í Austurlandeyjum. Gekk ungur á
Flensborgarskólann og útskrifað-
ist þaðan, en var síðan lengi
barnakennari, og í 10 ár skóla-
stjóri í Vestmannaeyjum. Nú er
hann bókari hjá h.f. Dvergi í
i Hafnarfirði. — Leikrit þetta er
j þess vert, að það verði oft leikið og
vel sótt. — Leiðbeinandi leikenda
er nú Kristján Albertsson rithöf-
undur, en formaður Leikfjelagsins
er frú Stefanía Guðmundsdóttir. \
Blöðin. Magnús Magnússon i
cand. jur. er hættur ritstjórn !
Varðar og farinn að gefa út nýtt
blað, sem Stormur heitir, og fylg-
ir engum flokki. Við ritstjórn
Varðar hefir tekið til bráðabirgða
Kristján Albertsson, en um ára-
mótin næstu á að taka við henni
Árni Jónsson alþm. frá Múla. Á
Verði stendur nú, að hann sje gef-
inn út af miðstjórn Ihaldsflokks-
ins, en í henni eru þeir menn báð-
ir, sem mestu hafa ráðið um út-
gáfu blaðsins að undanförnu:
Magnús Guðmundsson atv.mála-
ráðh. og Ól. Thors framkv.stj
Siðfræði. Ág. H. Bjamason pró- .
fessor er að byrja útgáfu á stóru
og merku riti: Siðfræði, og er
fyrsta bindið nýútkomið, kostar 5
kr. og fæst í Bókav. þorsteins
Gíslasonar.
Prestskosning fór hjer fram
síðastl. laugard. og var sjera Frið-
rik Hallgrímsson einn í kjöri. 2249
menn greiddu atkv., en skoðun
atkv. hefir ekki farið fram enn.
þegar kunnugt var orðið, að sjera
Fr. H. sækti, töldu allir víst, að
hann yrði kosinn, og þar sem hann
var nú einn í kjöri, hefir það orðið
til þess, að menn hafa ekki vegna
vissunnar sétt eins vel kosninguna
og gera hefði mátt ráð fyrir.
Harald Höffding f. prófessor í
Khöfn, sem mörgum ísl. menta-
mönnum er góðkunnur, er nýlega
giftur ungri stúlku, frk. Gretu
Ellstam. Höffding er nú 82 ára.
Eftir Einar H. Kvaran
er nýjasta bókin. þar er safnað
saman öllum smærri sögum E. H.
K. — Bókin er 22 arkir, í vand&ðri
útgáfu og kostar 10 kr. óbundin,
en kr. 12,50 í skrautlegu bandi. —
Ágæt tækifærisgjöf.
Aðalútsala í
Veltusundi 3.
Brún hryssa tapaðist í vor, 5
vetra, með miklu faxi og síðu tagli,
fremur framlág, á járnum og með
gráum hárum á vinstri síðunni.
Keypt frá Reykjanesi í Grímsnesi
í fyrrahaust. — Finnandi vinsam-
legast beðinn að gera undirrituð-
um aðvart.
Jón Jónsson,
Kirkjubóli, Miðnesi.
Að gefnu tilefni lýsi jeg yfir því,
að dag- eða vikublöð, sem mjer eru
send án þess jeg hafi beiðst þess,
borga jeg ekki.
Október 1924.
Páll Pálsson
Stærrabæ.
Eggert Stefánsson söngvari hef-
ir nú fyrir nokkru verið ráðinn
söngvari við Carnegie Hall í New
York. Á hann að syngja þar í vet-
ur í Wagners-söngleikjum hlut-
verk Siegfrieds.
Dáin er nýlega frú Sigríður
María þorláksdóttir, ekkja Björns
Árnasonar gullsmiðs. Sömuleiðis
frú Guðrún ísdal, sem lengi var á
Seyðisfirði. 18. þ. m. dó einnig
Páll bóndi Helgason á Bjarnastöð-
um í Hvítársíðu.
Bæjarbruni. I gær brann bærinn
á prestssetrinu Mosfelli í Gríms-
nesi. Presturinn, sjera Ingimar
Jónsson, hafði í smíðum nýtt íbúð-
arhús úr steini og fólkið var flutt
úr gamla bænum, en matvæli voru
geymd þar o. fl. Hefir orðið allmik-
ið fjártjón af brunanum.
Skipstrand. I morgun strandaði
á Kjalarnestöngum, hjer rjett á
móti bænum, norskt skip, sem var
á leið hingað með kol frá Eng-
landi.
En slík mannfækkun er í rauninni því að-
eins forsvaranleg, að um samruna stofn-
ananna sje að ræða. Og þar er það aðalat-
riðið, að þessar þrjár stofnanir eru alveg
samkynja í insta eðli sínu, hafa sama mark
og mið, eiga mjög svipaðan sögulegan
uppruna, hafa verið liðir í samskonar við-
leitni þjóðarinnar, þó ein hafi fengist
miklu fyrst fyrir framtak einstakra
manna (Landsbókasafnið, Rafn), og eru
að miklu leyti notaðar af sömu mönnum í
sama tilgangi. (Hjer er átt við söfnin sem
fræðabúr og fræðastofnanir, ekki sem al-
mennar útlánsstofnanir). Auðvitað má
segja sem svo, að það sje nógu gott að
hafa sem flest og best söfn, og gott að
heimspekisdeildin eignist sitt á sjálfstæð-
an hátt (og hún á fyrirheit um eitt).
þetta er alveg satt, en er þó út í hött. því
fyrir því eru svo að segja engin takmörk,
hvað bókasöfn geta þanið sig og hverju
bókasafnarar geta fundið upp á. það væri
nógu smellið t. d. að geta átt sjerstakt
rúna-bókasafn, eða Petrarca-safn, eins og
við Comeel, eða safn Om Eddufræði, eða
safn af blöðum og pjesum, eins og sumir
leggja aðaláherslu á, eða að eiga stærsta
skákritasafn í heimi, o. fl. En þetta er
ókleift á öllum sviðum í senn, og þar að
auki tilgangslaust sumt. Isl. hafa ekki
efni á því, að dreifa sjer í þessum málum
— það verður aðeins til þess að eiga mörg
brot, en ekkert heilt, sem að fullum notum
megi verða, eins og reynslan sýnir reynd-
ar nú þegar. í stað þess er sjálfsagt, að
beina kröftunum að því, að magna eitt
safnið, og gera það nothæft, og hafa það
jafnframt þar, sem það á best heima, og
getur komið að mestum notum, — en það
er í þjóðfræðadeild háskólans.
Alveg sömu rökin gilda um þjóðskjala-
safnið, og þó að vísu í ennþá ríkara mæli.
þarf því ekki um það að fjölyrða. Er þá
aðeins eftir síðasti (4.) liðurinn í ráðgerðu
starfi þessa hlutar þjóðfræðadeildarinn-
ar: nokkrir einstaklingar utan áður-
nefndra stofnana.
það liggur í hlutarins eðli, að þjóðfræða-
deildin ætti að vera því betri og fullkomn-
ari, sem hún hefði á að skipa meiri mann-
afla. Og hjer er að sjálfsögðu alstaðar
gert ráð fyrir því, að mannaflinn sje sæmi-
legur að kostum og hæfileikum, þó hann
hljóti hjer sem annarsstaðar að verða
nokkuð misjafn. það getur heldur ekki
komið til mála, að láta starfsemi eins og
þessa falla alveg niður, fyrir það eitt, að
ekki sjeu á einu gefnu augnabliki álitnir
fyrir hendi „fullkomnir“ menn eða „af-
burðamenn“. Bæði er það nokkuð á reiki,
hvað menn telja afburðamenn, og maður,
sem ekki er talinn slíkt í dag, getur verið
talinn það á morgun,m.a.máske einmitt af
því, að honum hafi verið fengið starf, sem
gaf tækifæri til að reyna hann. Einnig er
hætta á því, að samhengi starfsins losni
og lamist, ef það er látið liggja niðri tím-
um saman, og áhugi manna á því dofni.
Menn verða nú einu sinni að láta sjer það
lynda, að fengist sje við sagnaritun, þó
ekki sje það alt á borð við verk Snorra
Sturlusonar, eins og menn fara ekki að
fella niður allar málfræðaiðkanir, þó ekki
sjeu allir málfræðingar á borð við t. d.
Bopp eða Rask eða Vilh. Thomsen, eða að
hætta við alla eðlisfræði, þó allir háskólar
geti ekki hælt sjer af því, að eiga
neinn Einstein, Rutherford, eða slík-
ar heiðurskempur. þar með er engan-
veginn sagt, að ekki eigi að setja mark-
ið hátt, eða að kosta eigi aðeins kapps um
það, að hrúga upp embættum, án tillits til
mannvalsins í þau. Nei, öðru nær. það mun
þvert á móti koma mjög víða fram í þess-
um þjóðfræðatill., að halda verður spar-
lega — en ekki nánasarlega — á mannafla
og fjárafla, og hafa hinn fasta embætta-
flokk sem minstan, en nota aðra krafta og
lausamenn eftir föngum, en festa þá að-
eins eftir því, sem brýn nauðsyn krefur og
hæfileikar sjálfra þeirra brjóta sj er. braut
til, eða verkefni eru fyrir hendi.
Að því er til bókvísinnar kemur í þessu
sambandi, verða ekki gefnar fastar reglur
einu sinni fyrir alt. Ákveðið starfsmanna-
!ið verður að vera, eftir því sem fyr segir.
þar að auki ættu að vera stárfandi að
þessum málum nokkrir kennarar annars-
staðar að úr háskólanum. En það eru kenn-
arar, sem gera má ráð fyrir að fáist við
fræði, skyld þeim, sem hjer er um að gera,
en eru þó svo settir, að önnur skólastörf
þeirra krefjist enganveginn allra krafta
þeirra. Er þar um að ræða að minsíá kosti
tvo kennara: þann, sem í guðfræðideild
kennir íslenska kirkjusögu, og þann, sem í
lögfræðideild kennir íslenska rjettarsögu.
Umskiftin yrðu þarna ekki önnur en þau,
að þeirri skyldu, sem á þeim hvílir sem
kennurum, fullnægja þeir í aðaldeildum
sínum, en þeirri skyldu, sem á þeim hvílir
sem fræðimönnum (sbr. áður), fullnægja
þeir í þjóðfræðadeildinni aðallega. Með
þessu er þó auðvitað enganveginn verið að
reyna að sporna við fræðaiðkunum á öðr-
um sviðum í hinum deildunum, eða gera
lítið úr þeim. En það er sýnt áður, að þörf
okkar og geta krefja mest starfs að inn-
lendu fræðunum, enda hefir reynslan sýnt,
að menn hneigjast helst að þeim (í þessu
tilfelli rannsóknum á ísl. kirkjusögu og
rjettarsögu, þó lítið hafi opinberlega sjest
af því ennþá úr þeim deildum).
Loks má svo geta þess, að til eru ýms-
ir fleiri opinberir starfsmenn, sem í hjá-
verkum sínum fást meira eða minna við
einhver þessi fræði, og þjóðfræðadeildin
ætti að standa opin, eftír nánari reglum.
T. d. má geta þess, að hæstarjettardómar-
ar, sem, eins og nú hagar, virðast lifa við
fremur lítil störf og hæg — ættu vel að
geta verið öðrum þræði starfsmenn við
slíka þjóðfræðadeild, sem sjálfstæðir
fræðimenn, eða fyrirlesarar um ísl. rjett-
arsögu eða lögspeki (í þjóðhagsfræða-
hluta eða bókvísi), þó ekki þætti tiltæki-
legt eða virðulegt, að láta þá fást við al-
menna kenslu í lögfræðisdeild. Svo mikið
verkefni er hjer óunnið, og þó stórmerki-
legt, að ekki veitir af mönnunum, ef þeir
vilja eða geta sjálfir. Og það ætti ekki að
þurfa að efa, enda munu eiga að sitja í
hæstarjetti úrvalslögfræðingar. Og ýms
atriði eru það t. d. í sögu þjóðarinnar, sem
lögfræðingar ættu að vera öðrum mönnum
betur fallnir til að rannsaka.
Sama og um hæstarj ettardómarana
gildir einnig um biskupinn á sínu sviði. þó
ekki þætti rjett að heimta af honum að
hann annist daglega kenslu til prófaundir-
búnings, er ekkert því til fyrirstöðu, að
hann sje að nokkru starfsmaður slíkrar
fræðadeildar, flytji þar fyrirlestra e. sl.
það ætti að-geta verið bæði honum og
deildinni virðingarauki. þetta á líka vel við
að því leyti, að hjer hafa oft setið á bisk-
upsstóli hinir lærðustu menn, einmitt í
þjóðlegum fræðum. því ætti að reyna
að halda við framvegis, og mundi þetta
skipulag geta stefnt í þá átt. þetta þarf
heldur á engan hátt að rýra hagnýtt gildi
þessara starfa fyrir háskólann að öðru
leyti, enda gæti verið fult samræmi og
samvinna milli allra deildanna. því auðvit-
að gætu laga- og guðfræðimenn átt að-
gang að fyrirlestrum eða slíku í þjóð-
fræðadeild þegar þeir vildu.
Annars verða mál eins og þessi ávalt að
hafa nokkuð frjálslegt svigrúm. Grund-
völlurinn og meginstefnan verður að vera
alveg föst, en aukaatriðin má ákveða eft-
ir hentugleikum og þörfum.
——o------
Prentsmiðjan Acta.