Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.11.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 04.11.1924, Blaðsíða 1
Iimheimta og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 178. f nrcp iptta u w w X\ tJ Ju I JL A Útgefandi og ritstjóri þorsteinn Oíslasou Þingholtsstradi 17. XIX. á r. Reykjarfk, þriðjudaginn 4. isóv. 1024. 58. tl»l. Umvíðaveröld. Sovjet-stjórnin og menningin. Lögrjetta 'hefir oft áður flutt ýmsar fregnir og frásagnir um Rússlandsmálin og stjórn bolsje- vika, og reynt að vinsa úr, það sem best virtist og sannast lýsa ástand- inu þar, mönnunum sem stjórnuðu og málunum, sem þeir höfðu fram að bera. En fregnunum þaðan vildi oft ekki bera saman — framan af rjeð flokksfylgi allmikið sögusögn- unum þaðan, og er sjálfsagt svo að sumu leyti ennþá, þannig, að þeir sem hliðhollir voru kommúnisman- um, sögðu helst frá því einu, sem betur mátti fara fyrir ‘hann, og andstæðingar hans frá því, sem helst var honum til álitshnekkis, en þögðu um hitt. Á seinustu tím- um hefir það orðið all-alment, að Evrópumenn færu til Rússlands til þess að kynnast þar ástandinu með eigin augum og skrifa síðan um það. Má þar t. d. minna á ferðabók enska vísindamannsins Berrand Russel. Hann segist hafa farið til Rússlands sem kommúnisti, en komið þaðan aftur mjög efasam- ur og mjög fullur gagnrýni á ýms- um hlutum þar. Margir 'hafa þó iýst ástandinu þar öðruvísi og fag- urlegar. Nýlega hefir sænskur maður, sem er prófessor í slafneskum málum, við háskólann í Kaup- mannahöfn, Dr. Anton Karlgren, byrjað að skrifa í Politiken hug- leiðingar sínar um ferðalag, sem hann fór til Rússlands í sumar. En hann var einnig áður nákunnugur rússneskum högum og hafði fyr ferðast þar og hafði gott færi á því að kynnast ýmsum hlutum bet ur en margir aðrir aðkomumenn, einkum þeir, sem ekki hafa sjálfir vald á tungunni. Dr. Karlgren byrjar á því, að hann hafi lagt upp í Rússlandsferð sína með fyrirfram ákveðnum skoðunum á ástandinu þar, og að hann hafi aðallega farið til þess að öðlast af eigin reynd staðfest- ingu þessa álits. En þessa skoðun segir hann hafa verið þá, sem sennilega sje nú algengust meðal mentaðra, rólegra Vestur-Evrópu- manna: að síðan bolsjevikarnir hafi hlaupið af sjer verstu hornin, sjeu þeir mun betri, en andstæð- ingar þeirra reyni að telja mönn- um trú um, og að sovjet-stjórnin sje ekki einungis eðlileg afleiðing sögulegrar þróunar, heldur máske einnig einmitt það, sem Rússland hafi þurft á að halda, harður, en heilbrigður skóli, og að þrátt fyrir alt og alt væru bolsjevikarnir nú vel á vegi með að skapa nýtt og lífshæft Rússland. Hann sagðist að vísu ekki hafa búist við því, að hitta fyrir sjer land, sem væri full- komlega risið úr rústum efnalegr- ar eyðileggingar, undanfarinna ófriðar og byltingaára. En þó hefði bann búist við því, að finna land, sem bæði efnalega — og einkum andlega væri á ótvíræðri framfara- braut, land, þar sem upnið væri með afli og áhuga, fjöri og fram- sóknarþrá. Fyrstu áhrifin segir hann að hafi líka verið staðfest- ing þessa. Járnbrautirnar gengu reglulega, gistihúsin voru sæmi- leg, vinnusemin á stjórnarskrif- stofunum virtist í besta lagi, áhugi manna vakandi og skapandi hugs- un og störf að sjá, hvert sem litið væri. Sjerstök skrifstofa leiðbeindi aðkomufólkinu, leiddi það stað úr | stað og sýndi því hvert dæmið á j fætur öðru um framkvæmdir sovj et-stj ómarinnar: f yrirmynd- ar skóla, barnahæli, söfn og sýn- ingar, og klúbba vísindamann- anna. Og allar lýsingarnar á ástandinu í Rússlandi segir höf. að sjeu til komnar á þennan hátt — það sjeu elskulegir og áhugasamir fulltrúar frá upplýsingaskrifstofu stjórnarinnar, sem ráði ferðinni og leggi þannig til efnið í lýsing- arnar. Meðan hann sá ekki annað en þetta, segist hann líka, eins og aðrir, hafa verið sannfærður um gildi og gæði hinnar rússnesku ný- menningar. En þegar jeg fór að vinna á eig- in hönd, segir hann, þegar jeg fór að kynna mjer meira, en stjórnin ein sýndi, þegar jeg fór að ferðast um og reyna að nota mína eigin þekkingu til að kynnast sjálfur ástandinu, — þá fóru þessu góðu áhrif út um þúfur. þeir kommún- istar, sem vilja vera hreinskilnir við sjálfa sig, játa það líka, að það sje ekki nema lítið brot af hug- myndum þeirra, sem tekist hafi að koma í framkvæmd, og það með erfiðleikum. Mikið af þessu sje líka skriffinskan einber, en lítið um veruleg störf, þegar skoðað sje ofan í kjölinn. Til dæmis um þetta nefnir höf. það, hversu miklar skriftir það hafi kostað að fá út- flutningsleyfi á nokkrum bókum, sem þó væri í rauninni heimilt að flytja út. „Skilríkin“ í málinu hefðu í Leningrad verið orðin 28 blöð, og 18 manns hefðu haft mál- ið til meðferðar. þrátt fyrir alt, segir höf., að því verði þó ekki neitað, að efnalega hafi þjóðin þó á ýmsan hátt verið á viðreisnarvegi, þangað til innan- flokksklofningurinn hjá kommún- istunum hafi komist í það horf, sem nú væri hann í, þannig, að hin- ir yngri og ákafari flokksmenn rjeðu meiru og vildu láta halda ,,kommúnistastefnunni“ meira „hreinni“ en áður. því sannleikur- inn var sá, segir höf., að sú efna- lega endurreisn, sem farin var að gera vart við sig, var einmitt því að þakka, að slakað var á kenning- um kommúnismans og frumkvæði einstaklingsins aftur leyft að njóta sín. Deyfðina og athafnaleysið í verslunar- og viðskiftalífinu segist höf. greinilegast hafa sjeð, þegar hann ferðaðist um Volga-ána, skömmu á undan kaupstefnunni í Nisjnij-Novgorod. þar var áður alt ólgandi og iðandi af lífi og framtakssömu fjöri. Nú var hægt að sigla um ána tímunum saman án þess að eygja eina einustu fiskiduggu, hvað þá meira — yfir öllu hvílir skuggaleg lygna drauga- legrar auðnar. og vísindamensku. þar sje megin áherslan lögð á það eitt, að berja kenningar kommúnismans inn í fólkið, og mentamenn og menta- stofnanirnar metnar eftir því einu, hvernig snúist sje við því fagnað- arerindi. þetta komi fram annars- vegar á þann hátt, að nokkur helstu söfn og minnismerki hafi verið endurreist og komið í full- komið horf, með ærnum kostnaði, en mikilli smekkvísi og þekkingu, nokkrum heimsfrægum rússnesk- um vísindamönnum sje fengið fult frelsi og gefin góð kjör, og erlend- um öndvegismönnum vísindalífs- ins sje tekið með kostum og kynj- um. En hinsvegar komi þetta fram í því, að þegar farið sje að skoða betur ofan í kjölinn, sje fjöldi mentastofnana í niðurníðslu og vanhirðu, heilar vísindagreinir sjeu fyrirlitnar og fótum troðnar og- allur þorri vísindamanna lifi við skarðan hlut eða jafnvel sult og seyru. Mörg helstu og bestu menningarból landsins hafi verið eydd eða limlest og breytt á hinn kæruleysislegasta og þekkingar- snauðasta hátt. Höf. nefnir til dæmis háskólann í Kasan, sem áð- ur hafi verið annar virðulegasti háskóli ríkisins. Höf. ætlaði að finna þar gamlan kunningja sinn, prófessor í málfræði — en fekk það svar, að slíkur óþarfi og hje- gómi, eins og málfræði og sagn- fræði væri ekki lengur stunduð þar — deildin væri afnumin. Og svona væri þetta víðar og um fleiri fræðigreinir, ekki síst klassisk fræði. Jafnvel sú deild rússneska vísindafjelagsins, sem fengist við rússneska tungu og bókmentir, hefði nýlega fengið tilkynningu um það, að hún yrði lögð niður. Hefði hún þó unnið geisimikið verk í vísindanna þágu. Einna helst fengju þó náttúrufræðin að vera í friði — en þó yrðu náttúru- fræðingamir ávalt að byggja á grundvelli „hins hreina darwin- isma“. Og sömuleiðis yrðu þeir sagnfræðingar, sem fengju að vera sæmilega í friði, að vinna á grund- velli hreinnar efnishyggju og að- hyllast söguskoðun efnishyggj- unnar, eins og hún kæmi fram hjá Marx. Yfirleitt væri að því stefr.t, launaviðbót — þeir allra frægustu | 15 rúblur á mánuði. Sumir lifi líka ! á tímakenslu jafnframt, ef unt sje að fá hana. Höf. segist hafa sjeð j prófessora sitja berfætta við vinnu sína og klædda ljelegum strigafötum, og lesa við bjarmann af götuljósunum, því annað ljós hafi ekki verið til. Af vísindarit- um fáist líka mjög lítið prentað, þó kommúnistabókmentir ýmsar sjeu prentaðar unnvörpum. Svo sje ritskoðunin mjög ströng — og heimskuleg. T. d. hafi í málfræði- riti einu verið strikað yfir setn- ingu eins og „ríkur kaupmaður" — vegna þess að í hinu nýja Rúss- landi ættu hvorki að vera til kaup- menn nje ríkir menn. Einnig var strikað yfir þessa setningu: „1 heiminum eru margir fátækir og foreldralausir“, því sovjet-stjórn- in taki nú við öllum slíkum mun- aðarleysingjum á barnahæli sín. Orðið „Paradís“ var einnig strik- að út úr beygingardæmunum — þótti of trúarlegs eðlis. En ritskoð- arinn stakk svo upp á öðru orði í staðinn — ágætu orði, að öllu öðru leyti en því, að það sýndi alls ekki þá beygingu, sem það átti að sýna. Skáldrit segir höf. að sjeu ýms góð, og muni skáldlistin geta átt glæsilega framtíð fyrir sjer, en nú sje henni þröngvað til þess að vera aðeins málpípa fyrir kommúnist- iska pólitík, enda sjeu mörg þau skáldrit mjög ljeleg. En, segir höf. að lokum (því hjer er aðeins drepið á fátt eitt úr greinum hans), þegar erlendis er sagt frá þessum hörmungakjörum rússneskra rithöfunda, er heima fyrir lagt fyrir þá skjal til að mót- mæla slíkum „álygum“. Og þeir eru neyddir til að skrifa undir. Svona sagði einn þeirra sjálfur, að gert hefði verið einu sinni, þegar kvartað var um kjör þeirra í frönsku blaði. það stoðar ekki að mótmæla, sagði hann. Andlegt líf Rússlands er hægt og hægt að ganga aftur á bak ofan 1 gröfina. Kosningaúrslit. Kosningaúrslitin í Englandi eru nú næstum því öll kunn orðin. íhaldsmenn hafa unnið mikinn sigur, fengið hreinan meirihluta, að nota alla hina æðri mentun 408 sæti, jafnaðarmenn 151 sæti En ef til vill er sovjet-mönnun- um ekki sýnd sanngirni með því að dæma þá eftir efnahgslífi lands- ins einu saman. þeir segjast sjálfir ekki síður hafa lagt áherslu á aðr- ar hliðar þjóðlífsins — fyrst og fremst á menningarlífið. Og það er orðin einskonar trúarsetning í Vestur-Evrópu, að hvað svo sem segja megi um bolsjevika að öðru leyti, verði það ekki af þeim skaf- ið, í mentamálum hafi þeir unnið gott verk og giftusamlegt. þar segir Dr. Karlgren þó að skifti líka mjög í tvö hom. Ann- ars vegar sje einskonar sýningar- menning á yfirborðinu, einkum ætluð útlendingum, hinsvegar sje inn á við í landinu sjálfu hlífðar- laus barátta gegn allri menningu landsins í þjónustu flokksfylgisins : og til þess að útbreiða og viðhalda kommúnimanum. T. d. segir höf. frá því, að einn háskólabókavörð- ur hafi verið kærður fyrir það, að láta rit Kants sjást í hillum hand- bókasafnsins. þar ættu aðeins að vera kommúnitiskar bækur. Pró- fessor einn í bókmentasögu var einnig kærður fyrir það af áheyr- endum sínum, að í meðferð hans á Shakespeare vottaði ekki neitt fyrir kenningum Marx. Verkamað- ur einn, sem átti að vera einskon- ar prófdómari við læknapróf, kærði líka prófessorana þar fyrir að vanrækja þá skyldu sína, að brýna það fyrir stúdentunum, að útbreiða kommúnismann í hjeruð- um sínum, en leggja of mikla áherslu á læknisfræðin út af fyrir sig. Auk þessara andlegu kjara, sem höf. segir að rússneskir vísinda- menn og rithöfundar eigi við að búa, lýsir hann einnig efnalegri aðstöðu þeirra mjög illa. Meðal- laun prófessora sjeu 30—33 rúbl- ur á mánuði, eða um 100 kr. (danskar), en þar frá dragist þó ýms gjöld, og launin sjeu mjög illa og óreglulega goldin. þó fái hinir frægustu vísindamenn nokkra og frjálslyndir menn 39 sæti. Áð- ur höfðu íhaldsmenn 259 sæti, verkamenn 191 og frjálsíyndi flokkurinn 158. Alls eru í neðri málstofunni 615 fulltrúar. þess má þó geta, að atkvæðatala jafnaðar- manna hefir aukist um c. 1 millj., um aðrar atkvæðatölur er ófrjett. Búist er við þvi, að Stanley Bald- win myndi stjórn innan skamms. Meðal þeirra, sem fjellu, eru As- quith (fyrir jafnaðarmanni) og tveir ráðherrar eða aukaráðherrar úr stjórn Mac Donalds, og annar þeirra er miss Bondfield, eina konan í stjórninni. Atkvæðatala við sænsku kosn- ingarnar, sem fyr er frá sagt, hef- ir orðið sú, að jafnaðarmenn fengu 715 þús. atkv., íhaldsmenn 449 þús., frjálslyndir menn 294 þús., bændasambandið 186 þús., komm- únistar 80 þús. 1 neðri deild þings- ins sitja því 104 j afnaðarmenn, 64 íhaldsmenn, 34 frjálslyndir, 23 bændafl.m. og 5 kommúnistar. Branting er forsætisráðherra. Úrslit norsku kosninganna, sem fyr hefir líka verið sagt frá, hafa í einstökum atriðum orðið þessi: Vinstrimenn eru 36 (áður 39), hægrimenn 54 (áður 57), bænda- flokksmenn 22 (áður 18), jafnað- armenn ýmsir 38 (áður 36, þ. e. bæði socialistar og kommúnistar, þó þeir hafi ekki unnið saman í flokki). Forsætisráðherra er Mo- winckel, en óvíst ennþá, hvort nokk ur breyting verði, eða hvenær. Síðustu símfregnir. Frakkar hafa viðurkent ráð stjórnina rússnesku að lögum. — Frá París er símað, að mjög víð- tæk samvinna sje að hefjast milli helstu stóriðnaðarmanna Frakka og þjóðverja. þess má geta einn- ig, að nýlega hefir einn kunnasti iðjuhöldur Frakka og forvígis- maður þessarar samvinnu,Locheur, verið skipaður sendiherra í Berlín. — Frá Barcelona er símað, að de Rivera hafi verið sýnt banatil- ræði. ----o---- Isiendingar í Canada. í júníhefti mánaðartímarits eins, sem gefið er út í Montreal í Canada (Agricultural and In- dustrial Progress in Canada), er grein um íslendinga þar í landi, eftir Miss Grace A. Mac Gawr, í Vancouver, B. C. Er þar stutt yf- irlit um helstu atriðin í landnáms- sögu íslendinga í Canada, vöxt þeirra þar og viðgang og framtíð- arskilyrði. Byrjar greinarhöf. á því, að af öllum þeim innflytj endum, sem ekki sjeu bretskrar ættar, hafi sennilega engin þjóð lagt drýgri skerf til landnáms og þroska hins órudda vesturlands, eins og íslend- ingar (frá því um 1873). En fólk- inu sjálfu lýsir höf. þannig, að það sje staðfast, iðjusamt og löghlýð- ið fólk, vel mentað og þroskað í öllu lífi sínu. þar að auki hafi þeim manna best tekist að samlagast landsháttum og þjóðlífi Canada og hafi verið góðir borgarar þar, eins og sjá megi á því, að um 1300 þeirra hafi gengið í Canada-her- inn á ófriðarárunum. Flestir ! þeirra fáist þó við sveitabúskap, en um fimtungur þeirra hafi þó safnast saman í borgum, einkum Winnipeg. En þar sjeu nú um 6000 íslendingar. Ennfremur er sagt, að þeir taki mikinn þátt í ýmsum opinberum málum og kveði víðast mikið að þeim í hjeraðs- stjórn, eða annari starfsemi, bæði í kirkjumálum, skólamálum og verk legum framkvæmdum. En við- gang sinn allan eigi þeir mest að þakka eigin orku og framsókn, því 1 styrks hafi þeir aldrei notið nokk- , urs að ráði, en erfiðleikar frunT- býlislífsins hinsvegar verið marg- ! víslegir. þó hafi hjer um bil eng- ir þeirra leitað heim aftur. Yfirleitt er greinin mjög lof- samleg í garð íslendinga, og eru þetta helstu atriðin úr henni. Annars er, eins og fyr segir, mest ■ af henni yfirlit um sögu og hag landa vestra. íslendingar hjer heima, sem kynnast vilja þeim málum betur, geta lesið um þau í bók prófessors Halldórs Her- mannssonar, um íslendinga í Ame- ríku, sem Hafnardeild Dansk-ís- lenska fjelagsins gaf út fyrir nokkru. ——o------ Gengi var skráð hjer svo síðast: pund kr. 28,75, danskar kr. á kr. 110,07, norskar kr. á kr. 91,14, sænskar kr. á kr. 168,96, dollar á kr. 6,36, franskir frankar á kr. 33,63. Skagaf jarðarsýsla er veitt Sig. Sigurðssyni frá Vigur.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.