Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.11.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 25.11.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Eins og mönnum er kunnugt, varð sjóður þessi fyrir skakka- föllum, og er slíkt ekki eins dæmi á næstliðnum árum með peninga- stofnanir. Út af þessu var haldinn fundur með innstæðueigendum 6. okt. 1923. Fundur þessi var afar- fjölmennur og niðurstaðan varð j helst sú, að sjóðurinn hjeldi | áfram að starfa og ynni töpin upp aftur. þetta vakti almenna ánægju um alt Suðurlandsundir- lendið, því sjóðurinn er óskabam I hjeraðsins og bjargvættur um ; langt skeið. Samt var á fundi þessum kosin nefnd til nánari at- j hugunar á málinu. Nefnd þessi boðaði svo aftur til fundar með innstæðueigendum næsta mán- j uði, 24. nóv. Var þá aftur fjöl- j mennur fundur haldinn um málið og skýrði þá nefndin frá störfum j smum: að hún hefði reynt að ná ! samkomulagi við bankana um, að 1 annarhvor þeirra tæki hann að ; sjer, en alt hefði orðið árangurs- laust, og nú sæi hún ekki annað ráð vænna, en að sjóðurinn hjeldi áfram og reyndi að hafa sig upp aftur. Magnús Sigurðsson, banka- stjóri Landsbankans, var á þess- um fundi og ljet hann á sjer skilja, að ekki væri með öllu loku fyrir það skotið, að samkomulag næðist enn við Landsbankann um að taka að sjer sjóðinn á einhverj- j um grundvelli, og sagði það vilja sinn, ef til kæmi, að innstæðueig- endur töpuðu sem allra minstu. petta virtist draga athygli nokk- urra manna að sjer, sem ljetu það í ljós þá þegar, að þeir vildu um fram alt, að reynt væri aftur að ná samkomulagi við Landsbanka- stjómina. Nú tók nefndin aftur upp samningaumleitanir og sótti aftur í sama horfið, að Lands- bankastjórnin vildi fá sjóðinn með sem mestum afföllum, 25% af innstæðueigendum og landið ábyrgðist 5%, alt svo 30% afföll- um. En svo fóru leikar, að lands- ábyrgðin fjekst ekki, og enn var haldinn fundur um málið með inn- stæðueigendum 2. júlí s. 1. og kom þar fram þetta tilboð, að Lands- bankinn væri fáanlegur til þess að hirða sparisjóðinn, ef innstæðu- eigendur vildu fórna til þess x/4 af innstæðufje sínu og gera það skriflega á fundinum. Fundurinn beygði sig undir þessa vandræða- úrlausn, að undanteknum fáum mönnum, sem ómögulega gátu felt sig við þessa bóndabeygju, og fóru svo undirskriftir fram, hvernig sem þeim hefir reitt af, en víst mun um það, að einhverjir skutu sjer undan skriflegu skuld- bindingunni. Síðan hefir verið grafarþögn um mál þetta, en samt má búast við, að einhver hreyfing sje á því. Nú vil jeg geta þess til samanburðar við þau kjör, sem fáanleg voru hjá Lands- bankastjórninni, að rannsóknar- nefnd sú, sem skipuð var af stjómarráðinu fyrst í júní 1923, komst að þeirri niðurstöðu, að raunverulegt tap sjóðsins fram yfir varasjóð væri 143/4% af inn- stæðunni, og í þessari nefnd áttu sæti Jón Pálsson yfirfjehirðir Landsbankans, Ólafur Thoraren- sen bankaritari í Landsbankanum og Eyjólfur Guðmundsson bóndi í Hvammi á Landi. Formaður nefnd arinnar, Jón Pálsson, tók það fram á fundinum 2. júlí í vor, að ástæður fyrir því, að nefnd þessi mat tapið svona hátt, hefðu verið hið ískyggilega útlit með atvinnu- vegina í fyrra, sjerstaklega hve hraparlega sjávarafli brást; myndi nefndin hafa metið tapið minna, ef útlitið hefði ekki verið verra en það er nú. þetta var líka rjettilega tekið fram, útlitið var svart til sjávarins, sjerstaklega hjer aust- anfjalls, einmitt er þetta mat fór fram, og mótorbátaútvegurinn hjer skuldaði sjóðnum.mikið, seifi þá var ekki álitlegt með að öllu icyti. En nú hefir birt yfir þess- um útveg aftur hjer, því síðasta vertíð var með afbrigðum góð, svo ekkert útlit er nú fyrir, að sjóður- inn fái skelli af útveg þessum. önnur rannsókn hefir farið fram á sjóðnum í fyrravor, sem aðal- fundur sparisjóðsihs skipaði fyrir um. I henni voru líka 3 menn, Jó- hann V. Daníelsson kaupmaður, Guðmundur Jónsson verslunar- maður í Heklu og Jón Einarsson hreppstjóri á Eyrarbakka. þessir menn voru einnig vel valdir, al- þektir að ráðvendni og gætni og þektu mjög vel til allra viðskifta- manna sjóðsins og ekki síst til mótorbátaútvegarins hjer eystra, og stóðu þeir því betur að vígi að meta töpin, sem talin voru, en hin Hðfuðbólið Búrfell í Grímsnesi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum, 1925. Upp- lýsingar gefa Sigurður Guðbrandsson, Hverfisgötu 87 Reykjavík og Jón Sigurðsson, Búrfelli. / rannsóknamefndin, sem öllu var okunnugri og hafði vitanlega vaðið fyrir neðan sig að meta töpin ekki of lágt, sem ekki verður láð. þessi rannsóknamefnd leit svo á, að tap fram yfir varasjóð mundi geta orðið um 90 þúsund kr. eða rúm- lega 6% af innstæðunum. Síðan þessar rannsóknir fóru fram, hef- ir ekkert verið lánað úr sjóðnum, j svo að um áhættu af nýjum lán- um getur ekki verið að ræða. þá : eru hjer komin mötin frá báðum rannsóknamefndunum, sem báðar | munu hafa leyst verk sitt af hendi með mestu samviskusemi, sem engin ástæða er að tortryggja á nokkurn hátt, aðeins sá mismun- ur, að nefnd sú, sem stjómarráðið skipaði, var öllu ókunnugri en hin, sem aðalfundur sjóðsins kaus, því hún þekti nákvæmíega til allra viðskiftamanna sjóðsins, bæði af verslunarviðskiftum um langt skeið og viðskiftum við sjóðinn, og er þar reynslan undirstöðubest. Matið hjá rannsóknamefndum þessum var því þetta: 143/4% tap íram yfir varasjóð hjá rannsókn- arnefnd landsstjórnarinnar, en rúmlega 6% hjá rannsóknamefnd aðalfundar. það er því ekki ástæðulaust að beina þeirri spurningu að hinni háttvirtu Landsbankastjórn,hvers vegna hún bjóði innstæðueigend- um upp á þessi stóra afföll, ef hún taki að sjer sparisjóðinn: að af- skrifa V4 af innstæðufjenu. þetta er ekkert smáræði fyrir innstæðu- eigendur. Hefði ekki verið nær sanni að fara milliveginn á því tapi, sem rannsóknamefndirnar álitu frá 6—14% og segja 10— 11% ? það var frambærilegt fyrir innstæðueigendur, en hitt eru neyðarkjör, sem ekki er lítandi við. Mátti ekki vænta þess. að bankinn hefði látið sjer nægja að taka sparisjóðinn með því tapi, sem hin stjómkjöma rannsókuar- nefnd áæGaði, þegar þess er enn- trc::v:r gætt, að meiri hluti hcnn- ar var skipaðar trúnaðarmönnum b mkans? En hvað skeður? þegar horfui'nar batna, eins og að fram- an er sagt, bætir bankinn við tap- ið 160 þúsund krónum. Maður verður að líta svo á, að þessar rannsóknir á sparisjóðnum, sem þegar eru gerðar og getið er um, sjeu ekki markleysa ein, og því sjálfsagt að leggja þær til gmnd- vallar, þegar fara á að afsetja sjóð inn; en sjeu þær nú einskis virði, ætti nýtt mat að fara fram, sem afföllin bygðust svo á, eða væri höfð hliðsjón af, ef til þess kæmi, að hann yrði látinn af hendi. Hvað segja nú innstæðueigend- ur um þetta? Hvers vegna vilja þeir láta af hendi innstæður sín- ar í sjóðnum með þessum gífur- legu afföllum, þegar rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið á hon- um, hafa leitt alt annað í ljós en að útlitið væri svona svart með hann, og það trúnaðarmenn þess banka, sem vill kaupa hann. Sjóðurinn hefir tapað, það er mikið rjett; bóndinn og útgerðarmaðurinn hafa líka tapað, og ekki hafa bank- arnir minstu tapað. því gat þetta ekki líka komið fyrir, að spari- sjóður Árnessýslu tapaði? Hann er víst langstærsti sparisjóður landsins, með sand af viðskifta- mönnum. það hefði verið ofætlun að hugsa sjer, að þessi sjóður hefði ekki líka getað tapað, hvað góða stjórn sem hann hefði haft, on hitt er annað mál, hvort sjóður- inn skal dauðadæmdur fyrir það, og það þó tapið sje álitið á versta tíma frá 6—14 %. Og því á að gera úr þessu 25% ? Hafa innstæðueig- endur efni á því? Var ekki nóg að tapa 6—14%, þó það væri ekki fært upp í 25% af sjálfum inn- stæðueigendunum, sem hart hafa tekið á sparisjóðsstjóminni fyrir mistök hennar? Úr því að bankinn vill ekki taka að sjer sparisjóðinn með viðunanlegum kjörum fyrir innstæðueigendur, sem ekkert var á móti, hefði það fengist, þar sem myndarlegt útibú er á Selfossi með ágætum bankastjóra, velvilj- uðum hjeraðinu, er sjálfsagt fyr- ir innstæðueigendur að standa fast fyrir, allir sem einn, og halda sparisjóðnum áfram, en rífa ekki innstæður sínar út úr honum, heldur lofa þeim að standa inni á meðan vaxtamismunurinn vinnur upp tapið. þannig varð varasjóð- urinn til, sem orðinu var c. 287500 kr. Veita engin ný lán, að minsta kosti ekki í stórum stíl, svo ekki geti komið fyrir töp á nýjum lán- um. það er sagt, að skuldir við úti- búið á Selíossi skifti orðið miljón- um síðan það myndaðist, og við sparisjóðinn eru þær 31. des 1923 kr. 1.703.493,71, auk áfallinna óborgaðra víxla, sem voru alls rúmlega 28,000 kr., og ef útistand- andi skuldir við útibúið skyldu nú vera um 3 miljónir, er þarna kom- ið hátt á fimtu miljón og sýnist það sæmilegur baggi fyrir Suður- landsundirlendið að róa undir, þó ekki sjeu veitt ný lán og jafnvel þó upphæðin kunni að vera tölu- vert minni en hjer er talað um, hvað útibúið snertir, og það eins þó eitthvað töluvert af skuldunum sjeu utan hjeraðs. Gerum nú ráð fyrir, að frá lánum sje dregin öll upphæð sú, sem rannsóknarnefnd stjórnarráðsins áleit tapaða, eftir verða samt kr. 1.263.493,76, og vextir af því með 8% gera kr. 101079,50. Svo má gera ráð fyrir, að fyrst um sinn sje lagt tii hlið- ar 15% af sparisjóðsfjenu, sem ekki verða reiknaðir vextir af; eftir verða þá kr. 1263.942,70, 5% vextir af því verða kr. 69.197,- 14, koma í mismun kr. 37.882,36, og telji maður svo frá í allan reksturskostnað kr. 17.882,36, sem ætti að vera of hátt reiknað, eftir verða samt 20 þús. kr. upp í tap- ið árlega. Eftir 11 ár er hann því búinn að vinna upp alt tap fram yfir varasjóð. En þetta er í versta tilfelli, töpin geta orðið miklu íninni, eins og hin rannsóknin bendir til, sem gaf upp um 90 þús. kr. eða jaínvel enn minni, ef vel lætur í ári og vel er á haldið, og vinnast þá töpin upp á 4—5 árum. Kemur það ekki árlega fyrir meir og minna, að bóndinn og útgerðar- maðurinn tapi á 'framleiðslu sinni 6—14% og miklu meira, en kem- ur ekki í hug að leggja árar í bát og fleygja öllu frá sjer, jafnvel fyrir hvað sem býðst ? þá væri illa komin framleiðslan í þessu landi, Lesbók LUflrjettn VH. íslensk þjóðfræði. Eftir Vilhjálm p. Gíslason. ----- Niðurl. þá er lokið þessum þætti. Hann er til- raun til þess að taka upp til nýrrar, sam- feldrar athugunar þann þátt hinna æðri mentamála þjóðarinnar, sem segja má að enn sje ekki undinn til fulls. því sköpunar- sögu háskólans er enganveginn lokið enn. þar vantar ennþá fasta stefnu og ákveðn- ar framkvæmdir að því er einmitt til þeirr- ar deildarinnar kemur, sem ætti að vera þungamiðja skólans, sem vísindastofnun- ar og sem menningarmiðstöðvar í landinu. því það verður hver sanngjarn maður að viðurkenna, að íslenskur háskóli, þar sem aðeins 2—3 af 22—23 kennurum fást við íslensk þjóðfræði, er enn þá ekki kominn í það horf, sem æskilegast væri. Hinsveg- ar verða sannsýnir menn einnig að játa það, að eins og fjárfari og ýmsum kring- umstæðum þjóðarinnar er komið nú sem stendur, er ekki unt að heimta það með rjettlæti af ríkinu að það skapi í einu vet- fangi frá grunni nýja, fólksfreka og dýra stofnun fyrir íslensk fræði. það er í raun- ihni þýðingarlaust að t a 1 a einungis fram og aftur um „gildi menningar- innar og bókmentanna“, um „arf feðra vorra“, um „þörf þjóðarinnar", um „utan- farir og innlenda og erlenda menningu“ eða um einstök skipulagsatriði út af fyrir sig, eins og gert er. Mönnum verður að skiljast það, að nú er spurningin um há- skólann fyrst og fremst „p r a k t i s k“ spurning — spurning um það, hvernig á gagnlegastan og ódýrastan og haganleg- astan hátt verði komið skynsamlegu skipu- lagi á íslenska þjóðfræðastarfsemi, sem ríkið þarf að hafa afskifti af og kosta hvort sem er, eða gerir. Og það á þann hátt, að það sje jafnframt tryggur grund- völlur til að byggja ofan á í framtíðinni og í samræmi við þá stefnu, sem verksvið og vöxtur háskólans á að hafa. Sá vöxtur verður svo að koma eftir því sem atvikin leyfa. En hann kemur því seinna og því ófullkomnari sem byrjun hans er lengur hamlað, og því lengur sem vanrækt er að gera sjer fasta og ákveðna grein fyrir öllu framtíðarverksviði og stefnu deildar- innar og þeim grundvelli, sem nú er unt að leggja. Hjer hefir verið reynt að gera hvorutveggja og samræma það. Annars- vegar, að afmarka á grundvelli sögunnar og eftir nauðsyn nútímans og horfum, stefnu og verksvið íslenskrar þjóðfræða- deildar, eins og hún æ 11 i að vera, ef vel væri. Og hinsvegar að benda á það hvernig unt er nú að byrja að leggja grundvöll slíkrar deildar í öllum greinum sínum, úr þeim efnivið sem þegar er til, og án þess að ofbjóða fjárhag eða öðrum aðstæðum. En með þeim tillögum, sem hjer hafa ver- ið gerðar, er reynt að nota út í æsar alt það sem reynslan'Tífeiir sýnt að lífshæft er í núverandi skipulagi háskólans eða vel hefir verið stungið upp á áður, eða ætla má að framtíð eigi fyrir sjer og íslenskri menningu sje fengur að. þessvegna er ekki aðeins, eins og sjálfsagt er, látið óhreyft við embættadeildunum gömlu, og gert ráð fyrir auknum vexti þeirra og stungið upp á nokkrum breytingum, held- ur líka gert ráð fyrir sjerstakri heimspek- is- eða almennri vísindadeild, smárri í upp- hafi en með rúmum vaxtarmöguleikum, eftir efnum og öðrum kröftum. En megin- áherslan hvílir hjer á stofnun nýrrar deild- ar — deildar, sem geri háskólann í senn þjóðlega og máttuga menningarstöð inn á við, og fullkomlega virðulegan fulltrúa ís- lenskra menta út á við. þessvegna á deild- in líka að ná yfir allar greinir íslenskra þjóðfræða, en ekki bókvísina eina, eins og nú. Og alstaðar er reynt að vinna á grund- velli þess, sem sagan og nútíminn sýna að eru heilbrigð og þroskavænleg íslensk sjer- kenni, án þess þó að loka augunum fyrir því, sem að má fá, og á að fá. Að sjálfsögðu mætti gera sjer hugar- hallir og myndir af miklu stærri, virðu- legri og voldugri háskóla. Slíkt er vanda- lítið. Alt í kringum okkur eru glæsilegri og ríkmannlegri háskólar, en við eigum, eða getum vonast eftir. Við eigum að sjálfsögðu að taka þá til fyrirmyndar í því sem við á hjá okkur og gott er. En andlausar eftirlíkingar erlends yfirborðs- háttar höfum við ekkert við að gera. Við höfum hingað til farið fullmikið og ósjálfstætt eftir dönskum og þýskum fyr- irmyndum aðallega, þó ýmislegt höfum við af þeim lært. Og þó fyrirmyndir sjeu ekki annarstaðar til að slíkri þjóðfræðadeild, sem hjer er talað um, þá getur hún verið okkur eins góð fyrir það. Við förum eftir okkar eigin þörfum og eigin getu — það verður affarasælast bæði inn á við og út á við. Og eftir því er farið í tillögunum hjer. Einnig að því er fjárhaginn snertir, er reynt að fara alstaðar mjög varlega — þó ýmislegt mætti betur fara, ef með væri reiknað meiri fjárhæðum. En slíkt kemur á eftir — ef vel er byrjað. það er betra að byrja smærra og enda stærra, held- ur en að byrja stórt og láta það molna nið- ur. Og þó er hjer svo stórt byrjað, að menn mega vera fullsæmdir af og vona hins besta, ef vel er á haldið. Og þá fyrst þegar íslensk þjóðfræða- deild er komin á laggirnar, má heita að málum háskólans sje komið í sæmilegt horf. Auðvitað verða annmarkar á ýmsu fyrst í stað og einstök atriði geta orkað tvímælis. En grundvöllurinn er rjettur, stefnan er rjett, ef samviskusamlega og góðgjarnlega er eftir henni farið í megin- atriðunum. Svo verður lífið og reynslan að skapa og dæma hitt, hjer sem annars- staðar. En mönnum hættir oft við því, að lama framkvæmd aðalatriðisins í pexi um aukaatriði. En ef viljinn er góður og ef að- alatriðið er rjett, þarf ekki að kvíða því, að framtíðin dæmi ekki vægilega þá ann- marka, sem í upphafi kunna að verða á framkvæmd aukaatriðanna. En það ástand, eða það óstand, sem nú er á málunum, mun hún ekki aðeins dæma, heldur for- dæma. því saga framtíðarinnar mun sýna það, að nú eru ár reynslunnar og ár dómsins meira en nokkru sinni fyr í seinni tíma sögu þjóðarinnar. Hvíldartími er kominn eftir langan barning og baráttu fyrir ís- lenskri endurreisn. En það hefir líka reynst tími vaknandi efa og gagnrýni um gildi ýmislegs þess, sem barist var harð- ast fyrir áður fyr. Nú efast sumir um full- veldið, efast um þingræðið, efast um þjóð- ernið, efast um hæstarjett, efast um há- skólann, eða efast að minsta kosti um það, hvort þetta hafi komið á rjettum tíma, tala um, hvort það hafi ekki komið of fljótt. En á því, hvað úr verður slíkum efa, veltur það, hvort framtíðin verður áframhaldstími íslenskrar endurreisnar eða ekki. En einn meginþáttur slíkrar end- urreisnar hlýtur íslenskur háskóli eðli sínu samkvæmt að eiga að vera, eins og forustumenn fortíðarinnar dreymdi um. En ekki sá háskóli, sem er — heldur hinn, sem á eftir að verða. ----o----

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.