Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.11.1924, Blaðsíða 3

Lögrétta - 25.11.1924, Blaðsíða 3
LÖGRJBTTA S Smásöluverð má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: "V iixdla.2?. Tamina (Heleo)...............Kr. 34.50 pr. '/, ks. do. do......................— 18.40 — >'8 — do. do......................— 9.80 — »/4 — Carmen do......................— 37.40 — */i — do. do......................— 30.15 — Vs — do. do. •...................— 10.95 — 1/4 — Carmen tKreyns) ...............— 33.90 — >/* — Bonarosa do..................• — 30.15 — ‘/8 — Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°#. Iiandsverslnn íslands. hvað þá með öflugan sparisjóð, eins og hjer á sjer stað, sem hefir umsetningu upp undir 2 miljónir. Slíkt væri dæmalaus barnaskapur r ð sundra honum á versta tíma og standa eftir með töpin, eða taka því, sem væri enn verra, að af- setja hann með énnþá hærri af- föllum en verða mundi, þó hann yrði gerður upp; slíkt ætti ekki að koma til mála, meðal innstæðueig- enda, sem geta látið sjóðinn starfa áfram og vinna upp töpin, og fengju svo alla sína peninga úr honum. I október 1924. Innstæðueigandi. ----o-- Leikhúsið. Henry Bernstein: þjófurinn. Leikfjelagið er nú nýbyrjað á öðrum leik sínum á þessu leikári. Fyrsti leikurinn var Stormar Steins Sigurðssonar, sem fyr er getið. Næsti leikurinn á svo að verða Veislan á Sólhaugum eftir Ibsen, með hljómleikum Lange- Miillers, ’ síðan Candida eftir Bernh. Shaw. þá sennilega nýr íslenskur leikur, ónefndur, og ef til vill Dómar Andrjesar þormai'. Breytingar á fjelaginu hafa ann- ars íaar orðið. Aðalleikendumir eru: hr. Óskar Borg, hr. Ágúst J. Kvaran og hr. Friðfixmur Guð- jónsson, og svo frú Soffía Kvar- an (en frú Guðrún Indriðadóttir kvað ekki geta leikið fyr en eftir nýjár, og frú Stefanía Guðmunds- dóttir, sem nú er formaður fje- Iagsins, leikur alls ekki). Leið- beinandi fjelagsins er hr. Kristján Albertson. það er því fyrirfram sjáanlegt, að leikritavalið hlýtur að verða takmarkað, bæði vegna mannafla og fjárafla. En þó gerir Leikfjelagið sjer ávalt far um að velja leiki „af betri endanum“, enda ekki teljandi, að annari leik- starfsemi sje hjer haldið uppi, síst svo, að list sje í. Hefir það á undanförnum árum verið mikið starf og gott, sem forgöngumenn og starfsmenn Leikfjelagsins ýmsir hafa unnið í þessum efnum. Hefir oft áður verið reynt að benda á það hjer í blaðinu, hvert gildi gott leikhús ætti að geta haft fyrir bókmentir þjóðarinnar og menningu í heild sinni. Hefir þetta einnig verið viðurkent nokkuð, bæði með því, að fjelag- ið nýtur allsæmilegs styrks af op- inberu fje og hefir þar að auki að öllum jafnaði notið óskifts stuðn- ings og góðvildar alíra blaðanna, — sem auðvitað geta haft allmikil áhrif í þessum efnum — þó þau fáist misjafnlega mikið við þau. það er því fremur óþarft og óvið- eigandi þegar verið er að varpa hnútum og óvirðingum að einmitt þessum aðiljum fyrir afskiftin af þessum málum, og helst þegar slíkt er bersýnilega runnið undan rifjum Leikfjel. sjálfs, eins og var í einu blaði ekki alls fyrir löngu. 1 Hitt er annað mál, að það má sjálf- sagt stundum liggja bæjarblöðun- um hjer á hálsi fyrir það, að þau haldi beinlínis eða óbeinlínis hlífi- skildi yfir ýmsu misjöfnu og mó- rauðu skralli og ralli, sem sjálf- sagt mætti án vera og lítið er til gagns og gleði. þó gera menn oft of mikið úr göllum dagblaðanna í þessum efnum, eins og þau eigi ein að bera allar bæjarins syndir. „þjófurinn“ er leikrit eftir franskan nútímahöf., Henry Bernstein (f. 1876), kunnan mann, og hafa rit hans náð hylli á leik- húsum víða um álfuna, og þ. á m. þetta. (Hefir t. d. frú Dybwad leikið þar aðalpersónuna). Leik- ritið er þó ekki sjerlega veigamik- íð eða stórfelt, sem kallað er, sem skáldrit skoðað, og' fáar festast setningarnar í huganum að leikn- um loknum. Mjer er næstum til efs að það hefði verið leikið, hefði það verið íslenskt.1) Að minsta V.osti hefði það tæpast verið talin „útflutningsvara“, miðað við „Ek- rópukvarðann“. Og hr. Bernstein hefði líklega lent í þeim flokki rit- höfunda, sem Halldór frá Laxnesi mundi kalla „provins-manneskjur“ í listinni. þar fyrir er margt gott í leiknum, og einkum er miðþátt- urinn víða mjög vel skrifaður, og allur er hann lipurt saminn og áferðarfallega og af leikni og skilningi á því, sem vel má fara á leiksviði og verið getur „spenn- andi“ og áhrifamikið. Og loks má geta þess, að leikurinn er yfirleitt mjög ,siðsamur og pen‘,eins ogþað heitir á reykvísku — af frönskum leik að vera. — Efni leiksins er þjófnaður, sem nýgift kona frem- ur í húsi gistivina sinna, til þess að standa straum af gjöldum, sem kröfur tískunnar í klæðaburði og öðru leggja henni á herðar, í því skyni að þóknast manni sínum og ást hans með fegurð og glæsileik. En þjófnaðinn fær hún ungan son gistivinar síns, sem felt hefir hug á hana, til að taka á sig, en játar þó sjálf að lokum sekt sína, þegar reka á hann í útlegð fyrir afbrot- ið, og fer sjálf í útlegðina. Meðferðin má öll heita góð, hr. Ág. Kvaran og ungfrú Arndís Björnsdóttir leika eldri hjónin, Gestur Pálsson stúdent (Bergsson ar úr Hrísey) son þeirra. Er ekki ósennilegt að fjelagið gæti þar fengið efni í góðan leikara, ef hann temdi sjer slíkt, þ i sumstaðar hafi leikur hans þarna verið full „sentimental“ og lúpulegur, en annars góður. Hr. Friðf. Guðjóns- son leikur leynilögreglumann, sem á að koma upp þjófnaðinum. Aðalhlutverkið leikur frú Soffía Kvaran og er samleikur þeírra hr. 0. B. og hennar í miðþættinum ágætur og gerður af alúð og al- vöru. Er þetta sjálfsagt besti leik- ur, sem frú S. K. hefir sýnt hjer og henni til mikils sóma. Krptíiar Mm. i. Fyrir stuttu hefir hagstofa Nor- egs birt yfirlit yfir starfsemi hlutabankanna í Noregi fyrir árið 1922. Vegna þess að atvinnuveg- um Norðmanna svipar svo mjög til atvinnuvega vorra, þykir mjer rjett að geta um þessa skýrslu, sem lýsir peningaástandinu og fjárkreppunni í Noregi einna greinilegast. í inngangi skýrslunn ar tekur hagstofan það fram, að skýrslan gefi ekki rjetta hugmynd um töpin, þar eð þau sjeu öll enn ekki fram komin. Við árslok 1922 eru 16 bankar hættir starf- semi. 1918 voru í Noregi 200 bank- ar ,en við árslok 1922 eru þeir 173. Hlutafje bankanna hefir rýrnað um 34,9 miljónir, þegar það var mest, var það 500,4 miljón ir, en nú er það 465,5 millj. Vará- sjóðirnir hafa aukist frá 351,9 milj. til 399,0 milj. kr. En hjer er reiknuð með upphæð, sem nemur 100 milj. kr., sem er hjálp sú, er Centralbanken og Foreningsbank- en fengu. Sje þessi upphæð ekki reiknuð með, hafa varasjóðimir minkað um 53 milj. kr. Innlögin hafa rýrnað um 285,6 milj. kr. á árinu 1922. Útlánin hafa á árinu 1922 færst niður um 490,9 milj kr. Síðan 1920 hafa þau rýmað alls um 855,1 milj. kr. Hlaupareikningur bankanna við önnur ríki hefir töluvert versnað á árinu 1922. þar til og með því ári meðtöldu áttu bankamir mik- ið fje inni í erlendum bönkum, en x) En annars má skjóta því hjer inn í, að það á að vera sjálfsögð skylda leikfjel. að leika það, sem unt er af innlendum leikritum, jafnvel þó göll- uð sjeu, með þvi einu móti er hægt að vænta þess, að hjer skapist góður leik- ritaskáldskapur. Enda stefnir leikfjel. að þessu. við árslok 1922 skulduðu þeir 18,5 milj. kr. og við árslok 1923 68,2 milj. kr. Sjeu allir bankar teknir hjer með, verður rekstur þeirra mjög slæmur. þeir sýna reikn- ingslegan bníttóhagnað alls 107,8 milj. kr. En af þeirri upphæð er reiknað tap og afskriftir, er nema 103,9 milj. kr. Eftir verða þá 3,9 milj. kr. Stjórnarkostnaður er 31 milj. kr., verður þá halli á rekstrinum 27,1 milj. kr. Hlutabankarnir hafa því ekki nándar nærri getað stað- ist rekstrarkotsnaðinn. Með út- gjöldunum eru ekki reiknaðir skattar. þeir voru 1922 20,2 milj. kr., og sjeu þeir hjer með reiknað- ir, verður þá tekjuhallinn alls 47,3 milj. kr. Sem sjá má af þessu, voru bank- arnir neyddir til þess að grípa til hlutafjár og sjóða. Af hinum áður nefndu 103,9 milj. kr., sem eru af- skrifaðar þannig, að 22,5 milj. kr. eru teknar af hlutafjenu, 45,3 milj. kr. af varasjóðum, og það, sem þá er eftir, sem er 36,1 milj. kr., er tekið af arði ársins. 1 skýrslunum segir, að öll töpin sjeu alls ekki fram komin enn. Niður- staðan verður þá, segir í skýrsl- unni, mun verri en -tölurnar gefa til kynna. Víða í þessu yfirliti eru ekki teknir með bankar, sem hætt hafa að starfa í árslok 1922 og alt það íje, sem sparisjóðsfjáreigendur hafa þar tapað. En þrátt fyrir þessar sorglegu tölur, sem hjer koma fram, eru útborgaðar 18,7 milj. kr. sem arður til hluthaf- anna. þar af eru 3,9 milj. teknar úr varasjóðum. Aðstaða bankanna á árinu 1923 hefir hnignað að mun. þeir hafa á ný þurft að stöðva greiðslur og dregið aðra banka með sjer, og fram eftir vor- inu 1923 stöðvuðust greiðslur á ný. En til þess að komast hjá gjaldþrotum, var með lögum frá 24. marts 1923 bönkunum gefið leyfi til að komast undir opinbert eftirlit, og þar til 25. okt. 1928 var 21 banki undir opinberu eftir- liti. Bankar þessir áttu þá aðeins eftir 30,7% af hlutafjenu, 53,4% af varasjóðunum, 31,5% af inn- lánsfjenu, 31,1% af rekstursfjenu. Er nú hjer um bil 1/3 af „privat“ bönkum Noregs undir opinberu eftirliti ríkisins. Svona er þá fjárhagsástand frændanna austan hafs. II. Á þingfundi í Landsþingi Dana í des. í fyrra, gerði verslunarmála- ráðherrann grein fyrir töpum bankanna í Danmörku frá 1920. Hann segir að frá 1920 hafi 32 bankar liðið undir lok, alt hlutafje- lagsbankar, og töpin hafi orðið alls 229,359,000 kr., meir en einn fjórði úr miljarð, sem greinist þannig, að 141 miljón er tap hlutafjárins, en 88 miljónir tap varasjóða. Tvö stærstu töpin lenda á „Landmandsbanken“ og „Disconto og Revesionsbanken". Hinn fyrnefndi með 90 milj. kr. tap á hlutafje sinu og 60 milj. kr. tap varasjóða, og hinn síðar- nefndi með 42 milj. kr. tap alls. Töp þessara tveggja banka eru því 192 milj. kr. En 37,358,000 kr. eru þá töp annara banka, sem ekki í eru nafngreindir. þótt töp „Land- mandsbanken“ sjeu ekki meðtalin, má þó sjá á þessu, sem hjer er greint, að Danir hafa ekki farið varhluta af fjárkreppunni. Frh. Sig. Sigurðsson frá Kálfafelli. ---o---- Jónas Hallgrímsson. Enginn grætur Islending, en torfa kyssir kaldan náinn — söngst þú sorgbitinn. Sjálfur hvílir þú ómuna’ í garði Assistents. Ómuna eigi. Islands synir hampa þjer gjaman sem heiðri sínum, og dætur Islands um aftan raula blíðusöngva sem blæljóð væri. ómuna eigi! íslands synir steyptu í málm þig, til staðarprýði; síðan halda Islands saklausu dætur skálmar í brotum skálda tákn. Ómuna þó í Assistents garði. Islands synir og ungu dætur, frjáls, fullhuga, fákaprjáluð: Jónas er ennþá erlendis! Gunnar Gunnarsson. ----o---- V ottorð. GrjótiS í pórisdal. Haukur Eyjólfsson frá Hofsstöðum hefir nýlega sýnt mjer nokkra steina úr dal þeim í Langjökli, sem hann fann í sumar og þórisdalur er nefnd- ur. Af þeim að dæma virðist berg- myndun dalsins og hæðanna um- hverfis vera nokkuð fjölbre.vtt og at- hugunarverð. í dalnum austanverðum segir Haúk- ur vera hraunungshólma, sem mynd- aöur er af liparitgjalli með þjettum, járnrunnum kisilfleygum inn á milli, en einnig mikið af holum, hálf fylt- um af silikötum ýmiss efnis. Hefir hraungjall þetta sýnilega myndast innilukt við talsverða gufuþrýstingu. Neðantil meðfram Geitá, sem rennur norðvestur úr dalnum, hafði Haultur tekið samskonar steina hjer og þar, og einnig nokkra smásteina af hreinu lipariti. þetta grjót mun þangað kom- ið sem framburður árinnar eingöngu, því bæði er það meir og minna vatns- núið og svo virðist aðalbergmyndun- in þeim megin í dalnum vera hasalt, sumstaðar ummyndað af heitu vatni og þá orðið grænt og hálfrotið. Kom einn slíkur steinn af breyttu basalti, með stórum holufyllingum, með í safninu, tekinn norðvestan við lipar- iturðina. Tnnantil í dalnum að norðan fann Haukur hrafntinnu í skriðu og kom með nokkra mola af henni. Er hún sennilega komin ofan úr fjöllunum og bendir til fleygs eða hrauns þar uppi. Loks voru nokkrir molar af hrein- um, almynduðum postulinsleir (kao)in), teknir úr dalbotninum inst. í þeirri leirmyndun er ekkert milli- stig (Sericit) að sjá, og breytingin á berginu eða leirmyndunin þessvegna sennilega alveg unnin af heitu vatni og gufum neðanjarðar, en ekki áhrif- um lofts og lagar ofanjarðar. Holu- fyllingar hinna bergtegundanna benda til hins sama, eins og að íram- an er getið, að hér hafi verið mikið um jarðhita og jafnvel umbrot, og er ekki óiiklegt, aö nokkuð sje það þvi að þakka, að gróður svo mikill skuli tinnast þarna uppi i miðjum jökul- auðnum. Reykjavík, 8. nóv. 1924. H. Hermann Eiríksson. Rannsókn á vatni úr þórisdal, gerð uð tilhlutun herra Hauks Eyjólís- sonar. Sýnishornið, c. 700 gr., var of lltið til þess að hægt væri að gera íull- komna rannsókn á vatninu, en ákveð- ið var þetta: Steinefni, er reyndust 205 mg. pr. lítra. þar af var: Kisilsýra (SiOí) 53 tng., Járn- og Alúmíníumoxyd (Fea 0» og Ala öa) 23 mg. Kalk (CaO) 40 mg. Afgangui’inn er Magnesia, sem fanst greinilega, saltsýra, brenni- steinssýra og auk þess eitthvað af alkalimáimum, sem ekki var unt að ákveða. Járninnihaldið er fremur litið. Flaskan, sem vatnið var í, var inn- sigluð með merkinu Th. Magnússon. Rannsóknastoían, Reykjavík. Trausti Ólafssou. -----O----- íhaldið í Englandi. (Um víða veröld). I útlenda bálkinum hjer í blað- inu hafa oft komið greinar um ýmsar stefnur í þj óðf j elagsmálum umheimsins. En annars hefir verið fremur lítið um það, að mönnum væri gefinn kostur á því að öðlast sæmilega og hlutlausa fræðslu um slík fjelagsmál. I ísl. ritum er líka heldur fáskrúðugt um þessi efni. 1 sumum ritum dr. Á. H. Bjarna- son (t. d. 19. öldinni og forspjöll- um siðfræðinnar) er þó margt um sögu og kenningar sumra þessara þjóðfjelagsstefna og í Heims- styrjöld þorst. Gíslasonar er sagt frá mörgum þeim mönnum og kenningum, sem fram hafa komið á síðustu árum, þegar mest rótið hefir verið á þessum efnum. Kosningasigur íhaldsmanna í Englandi hefir víða dregið athygl- ina að þeirri stefnu. Og þó er hjer fremur lítið kunnugt hvert er eðli hennar og tilgangur. Verður hjer því sagt nokkuð frá henni, og tek- inn upp kafli úr greinargerð, um hana eftir einn helsta stjórnmála- rithöfund Breta, Hugh Cecil lá- varð (Conservatism, Conclusion), en hann er sonur Salisbury lá- varðar (f. 1869), sem um eitt skeið var forsætisráðherra og heimskunnur stjómmálamaður. En greinargerð H. C. fyrir íhalds- stefnunni er stórfrægt rit. Ætti að vera fróðlegt að kynnast henni nokkuð, einnig vegna stjóm- málanna hjer heima, þó auðvitað e:gi ekki alt, sem sagt er í grein- inni, við skilyrðislaust hjer. Mun Lögrj. síðar skýra á svipaðan hátt írá fleiri stefnum, sem uppi eru. Stjórnmálaíhaldið er hjer skoð- að frá því sjónarmiði, að það sje afl, sem knúð hafi verið fram til starfs af frönsku byltingunni og vinni á móti þeim hreyfingum, sem sú bylting hratt af stað. því er hjer haldið fram, að íhaldið sameini þrenna skoðunarstrauma, sem rekja megi langt aftur í sög- una, en byltingin, eða sú mót- spyrna, sem hún vakti, hafi sam- einað þá í eitt skipulagsbundið straumfall. En þessir þrír skoð- anaþættir eru eðlis-íhaldið (natu-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.