Lögrétta

Issue

Lögrétta - 23.12.1924, Page 1

Lögrétta - 23.12.1924, Page 1
(rmheimta og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 178. LOGRJETTA IJtgefandi og ritstjóri Þorsteiun Gís 1 asou Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjudagiuu 23. desbr. 1924. 65. tbl. I Æfisaga Krists Eftir Giovanni Papini. (Ágrip.) Gripahúsið. Jesús er fæddur í gripahúsi. par var ekkert af því skrauti, sem kristnir málarar hafa gefið fæðingarstað sonar Davíðs. i Gripahúsin eru fangelsi þeirra j dýra, sem vinna fyrir mennina. 1 ættarlandi Jesú hafa þau verið fá- | tækleg, ekkert lík hesthúsum rík- I ismannanna nú á dögum og ekkert lík myndunum, sem nú eru gefnar í jólagjafir. Gripahúsin eru dimm og óhrein og þar er vond iykt. Ekkert er þar hreint annað en heyið í jötunum. Nú liggur heyið í jötunni til þess að seðja þræla mannanna, og inn- an um það eru visin blóm, sem enn anga. Gripirnir jeta og leggja af sjer saur á gólfið. Svona var staðurinn þar sem Jesús fæddist. Skitnasti staður jarðarinnar var fyrsti dvalarstaður þess eina hreina sonar, sem af konu er fæddur. Og það var engin hending, að Jesús fæddist á slíkum stað. Er ekki jörðin öll eitt stórt jötuhús, þar sem mennirnir jeta og leggja af sjer saur? Hann kom fyrst fram á jörðinni á næturþeli, fæddur af hreinni mey, sem ekki hafði annað til varn ar sjer en sakleysi sitt. Og dýrin urðu fyrst til þess að tilbiðja hann, en ekki mennirnir. Meðal mannanna leitaði hann til hinna einföldu, og meðal þeirra einföldu til barnanna, og það voru húsdýrin,sem fyrst tóku móti hon- um, þær skepnur, sem eru enn ein- íaldari og friðsamari en börnin. pótt uxinn og asninn sjeu óvitr- ar skepnur, sem þræla fyrir aðra, hafði múgur mannanna samt beygt knje fyrir þeim og tilbeðið þá. Gyðingaþjóðin hafði tilbeðið gullkálf. Og víða í Austurlöndum var asninn helgur. Einn af Persa- konungum hafði sett líkneski af asna í musteri sitt og látið tilbiðja það. Og Ágústus keisari hafði lát~ ið gera asna úr málmi til minn- ingar um einn af sigrum sínum. — Konungar og þjóðir jarðarinnar höfðu alt til þessa tíma lotið ux- um og ösnum. Hirðarnir. Næstir dýrunum urðu hirðarnir. peir lifa venjulega einir sjer, fjarri fjölmenninu. peir þekkja lítt umheiminn og hátíða- höld hans. En öllum atburðum, sem í nánd við þá gerast, veita þeir nána eftirtekt. peir vöktu yfir hjörð sinni þessa nótt, eins og venja þeirra var, og þeim varð bylt við, er þeir sáu ljómaskraut engilsins og heyrðu orð hans. Og þegar þeir í hinni litlu birtu inni í gripahúsinu komu auga á unga, fagra konu, sem þegjandi virti fyrir sjer son sinn nýfæddan, og sáu litla barnið, sem nýlega hafði opnað augun, sáu fríðu kinnarn- ar og litla munninn, sem enn hafði ekki smakkað mat, þá komust þeir við. parna var maður fæddur, ný sál hafði klæðst holdi og var kom- ir, til að þjást með öðrum sálum. petta er altaf svo sorgblandið undraverk, að það hlýtur að vekja meðaumkun, jafnvel hjá þeim sem lítið skilja. En nýfædda barnið var ekki í þetta sinn ókunnur gestur, ekki barn eins og önnur börn, heldur bam, sem þjökuð þjóð hafði vænst eftir í þúsund ár. Hirðarnir gáfu því það litla, sem þeir höfðu hjá sjer. En hið litla verður mikið, þegar það er gefið í kærleika. peir báru fram hjarðar- innar hvítu gjafir: mjólk, ost, ull og lamb. 1 fjallasveitum okkar, þar sem síðustu leifar gestrisn- innar og bræðralagsins haldast enn við líði, koma líka systur hjarðmannanna, konur þeirra og dætur, enn í dag til að hjálpa, þeg- ar ung kona hefir fætt barn. Og þær koma ekki tómhentar. Ein kemur með egg, önnur með ost, og sú þriðja með hænu, í súpu handa sængurkonunni. Ný vera er í heim- inn borin og er byrjuð að gráta. Og nábúarnir færa móðurinni gjafir, eins og til að hugga hana. IJirðarnir voru sjálfir fátækir og' fyrirlitu ekki þá, sem fátækir voru. peir voru einfaldir eins og börn og glöddust af aö sjá barnið. peir voru fæddir og aldir upp hjá hjarðmannaþjóð. Fyrstu konungar hennar, Sál og Davíð, höfðu verið hirðar áður en þeir urðu konungar. En á hirðunum í Betlehem var enginn stómenskubragur. Fátækt barn var fætt meðal þeirra. peir litu það vinaraugum og færðu því gjafir, sem þeir gátu af hendi lát- iö. peir vissu að þetta barn, sem var fætt í fátækt, fætt meðal smælingja og af smælingjum kom- ið, átti að verða frelsari hinna fá- tæku og smáu, sem engillinn hafði lýst friði yfir. Vitringarnir. Nokkrum dögum síðar komu þrír vitringar- frá Kaldeu og lutu Jesú. Má vera, að þeir hafi komið frá Ekbatana, eða frá ströndum Kaspíhafsins. peir höfðu riðið úlföldum yfir fljótin Tigris og Evfrat. Ný stjarna — eins og þær halastjörnur, sem við og við sjást á himninum til þess að boða fæðingu einhvers spá- manns, eða dauða einhvers keis- arans — hafði vísað þeim leið til Júdeu. peir voru komnir þangað til þess að votta konungi lotningu, en fundu barn í fátæklegum reif- um liggjandi í jötu. Nálægt þúsund árum áður hafði ein af drotningum Austur- landa komið til Júdeu og haft með sjer gjaf'ir: gull, ílmjurtir og fá- gæta steina. En hún hafði hitt þar fyrir hinn voldugasta konung, sem nokkru sinni hafði ríkt í Jerúsa- lem, og af honum hafði hún num- ið það, sem enginn annar hafði getað kent henni. En vitringamir, sem töldu sig vitrari en konunga, hittu þar fyrir fárra daga gamalt barn, sem hvorki gat enn spurt nje svarað. peir voru ekki konung- ar, en í ættlandi sínu voru þeir meðráðamenn konunganna. Kon- ungarnir stjómuðu lýðnum, en vitringarnir konungunum. peir voru fórnarprestar, draumþýðend- ur og spámenn, og þeir einir gátu náð sambandi við Ahura Mazda, hinn góða guð, og þeir einir þektu framtíðina og forlög'in. Engin fórn var af guði þegin nema hún væri fram borin af þeirra höndum. Enginn konungur byrjaði hemað án þess að hafa ráðfært sig við þá. peir þektu leyndarmál himins og jarðar. peir drotnuðu yfir lýðnum í nafni þekkingarinnar og trúarbragðanna. peir vom a.nda.ns menn meðal þjóðar, sem annars hneigðist að efnishyggju. pví var það eðlilegt, að þeir kæmu og fjellu á knje fyrir Jesú. Eftir dýrin, sem eru náttúran, og hirðana, sem eru þjóðin, fjell hið þriðja vald — þekkingin — á knje frammi fyrir jötunni í Betlehem. Hin gamla prestastjett Austur- landa fellur fram fyrir hinum nýja herra, sem á að senda boð- bera kenninga sinna til vesturs. Vitringarnir lúta honum, sem til þess er kominn, að láta vísindi þeirra lúta lögmáli kærleikans. Vitringarnir í Betlehem tákna gömlu guðfræðina, sem endar með því, að hún viðurkennir opinber- unina; þeir tákna vísindin, sem auðmýkja sig fyrir sakleysinu, auðinn, sem fellur í duítið fyrir fátæktinni. peir fórna Jesú því gulli, sem hann síðar treður undir fótum. peir fórnuðu því ekki af því að María, sem var fátæk, gæti þurft þess til ferðarinnar. peir fórnuðu því vegna máttar þess íagnaðarboðskapar, sem síðar gaf þetta ráð: sel þú alt, sem þú ; átt, og gef það fátækum. peir fórnuðu ekki reykelsinu til þess | ao yfirvinna óþef gripahússins, ; heldur af því, að guðsþjónusta þeirra hin eldri nálgaðist nú enda- lykt sína og þeii' þurftu ekki fram- ar reyk og ilm á öltur sín. peir fórnuðu myrrunni af því að þeir vissu, að þetta barn mundi deyja ungt og að sá dagur mundi koma, uð móðir þess, sem nú brosti, mundi þurfa hennar til þess að smyrja líkið. Fallandi á knje í sín- um dýra skrúða frammi fyrir jöt- unni, fórnuðu þessir voldugu, lærðu menn, þessi sannleiksvitni, einnig sjálfum sjer og gáfu sig að veði fyrir því, að heimurinn skyldi hlýða þeim, sem þeir lutu. En skömmu eftir burtför þeirra hóf- ust ofsóknirnar frá þeim, sem urðu hatursmenn hans alt til dauð- ans. Ágústus. þegar Kristur kom fram, aátu glæpamenn á veldis- stólum jarðarinnar. Hann fæddist sem þegn tveggja drotnara. Ann- ar þeirra, sá voldugri, var langt í burtu, í Kóm. Hinn, sá verri, var nær, í Júdeu. Ula innrættur en heppinn æfintýramaður hafði með morðum hafið sig upp í veldis- stól keisaranna. Annar ódreng- ur, sem líka var heppinn æfin- týramaður, hafði með morð- um hafið sig til valda í ríki Davíðs og Salómons. Báðir höfðu þeir hafist til valda með fanta- brögðum og lögleysum, fyrir borg- arastríð, svik, grimdarverk og morð. peir skildu hvor annan. peir voru vinir og samsekir. Ágústus var okurkarls sonur, nuglaus í stríði, hefnigjarn í sigri, ótrúr í vináttu, heiftúðugur í hefnd. Dauðadæmdum manni, sem baðst þeirrar náðar, að hann mætti verða greftraður, svaraði hann: pví ráða gammarnir. pegar Perúginar voru högnir niður og báðust miskunnar, hrópaði hann: Drepið þá! Og augun vildi hann rífa út úr einum af óvinum sínum áður en hann ljet hálshöggva hann. Eftir að hann hafði hlotið keisaratignina, eytt og tvístrað óvinum sínum, ljetst hann verða mildur, og af æskulöstum hans var þá ekki annað eftir en holds- fýsnin, og skemtun hans var þá, að fleka konur vina sinna. pessi ógeðslegi, sjúki maður var drotnari Vesturlandanna þegar Jesús fæddist, og hann fjekk aldrei að vita, að nú væri sá fædd- ur, er rífa skyldi niður það, sem hann hafði bygt. Hann sofnaði við lífspeki hins litla stælisöngvara og ístrumaga, Hóratíusar: látum okkur njóta líðandi stundar, víns- ins og ástarinnar, hinn dimmi dauði bíður okkar, og við megum engan dag missa. pað dugði ekk- ert, að Keltinn Virgilius, dáandi sveitalífsins og forsælunnar, hinna rókæru uxa og glitrandi bý- flugna, hann, sem kannað hafði djúp undirheimanna og leitaði í þunglyndinu fróunar í orðsins list — það dugði ekkert að hann, sá ágæti, væni Virgilius, hafði boðaö nýja tíma, með nýrri kyn- slóð og nýjum siðum, sæluríki, jarðneskara og litlausara en það, sem Jesús síðai' boðaði, en þó margfalt hreinna og göfgara en það íordæmingarinnar ríki, sem tíðarandinn stefndi að. pað dugði ekkert, því Ágústus skildi hann ekki — og ef til vill hefði hann haldið, að hann, hinn spilti drott- inn hins spilta lýðs, væri frelsar- inn, sem boðaður var, endurreisari ríkis batúrnusar. En hitt má vera, aó undirkonungur Agústusar aust- ur í Júdeu, Herodes mikh, hafi haft einhverja hugmynd um það fyrir fram, að fæðing Jesú væri í ránd, koma hins sanna konungs, er steypa skyidi ódáðanna konung- j um af stólum. Heródes var ódrengur, einhver versti ódrengur, sem eyðimerkur ; Austurlanda hafa fóstrað, og eru þeir þó mai'gir vondir. Hann var j ekki Gyðingur, ekki Grikki, ekki i Rómverji. flann var Edomíti, út- lendingur, sem ski'eið fyrir Kóm- verjum og apaði eftir Grikkjum, til þess að ná drottinvaldi yfir Gyðingum. Hann rændi valda- stólnum frá óhamingjusamri kon- ungaætt, sem var að veslast upp. Og til þess að lögfesta svikræði sitt, gekk hann að eiga konu af þeirri ætt, sem hann síðar myrti vegna rakalausrar grunsemdar. Og þetta var ekki fyrsti glæpur hans. Ifann hafði áður með svik- ræði látið drekkja mági sínum, og annan mág sinn hafði hann dæmt til dauða ásamt síðasta stjórnanda hinnar sigruðu konungsættar. Tengdamóður sína ljet hann einn- ig drepa og sömuleiðis unga menn, sem skyldir voru eldri konungs- ættinni, án þess að þeir hefðu nokkuð til saka unnið. Seinna varð hann hræddur um að synir sínir tveir mundu hefna móður sinnar, öi’ þeir þroskuðust, og þess vegna ljet hann kæfa þá. Skömmu fyrir dauða sinn gaf hann skipun um, að þriðji sonur sinn væri drepinn. Hann var tortrygginn, miskunn- arlaus, ágjarn og metorðagjam, og aldrei hafði hann frið nje ró, hvorki á heimili sínu nje innra fyrir í huga sínum. Til þess að bæta fyrir hryðjuverk sín, gaf hann Rómverjum stórfje í veitsl- ur og skemtanir. pessi hálfmentaði Arabi hafði sett sjer það markmið, að vinna Grikki og Gyðinga og sætta þá. Svo úrættaðir voru þá landar Sókratesar orðnir, að honum tókst að kaupa þá. peir reistu líkneski af honum í Aþenuborg. En Gyðingar hötuðu hann. pað dugði honum ekkert, að hann hresti við musterið í Jerúsalem og gerði fleira til að þóknast þeim. peir litu jafnan á hann sem heið- ingja og uppskafning. Gamlir glæpamenn og nýir vald- hafar eru altaf hræddir um sig. Hvert laufblað, sem hreyfist í ná- lægð þeirra, hver skuggi, sem líð- ; ur hjá, vekur ótta hjá þeim. Heró- j des var hjátrúarfullur, eins og all- ir Austurlandamenn, trúði á dul- I mál og spásagnir, svo að honum var það eiginlegt, að leggja trún- að á frásagnir vitringanna, sem komu um langan veg til lands þess, sem hann hafði brotið undir sig með svikum, og sögðu að stjarna hefði vísað sjer leið. Hann skalf fyrir hverri tilhugsun um að valdastóllinn væri ekki tryggur. Og þegar vitringarnir sögðu hon- um, að íæddur væri konungur 1 Judeu, þá greip haim skelíing. Og er stjörnuþýðendurnir komu ekki aftur, til þess að segja honum, iivar þessi nýi Davíös sonui' hefði iæðst, gaf hann skipun um, aö öii börn í Betlehem væru deydd. Jósef biavius segir ekki frá þessu síö- asta afreksverki Heródesar. En þeim, sem hefir látið drepa sín eig- m börn, er vel truandi til þessa. Og það var ekki í fyrsta sinni á þess- um timum, að smábörn voru drep- in við brjóst mæðra sinna. Gyð- ingar höfðu sjálíir hegnt boigum óvina sinna með því að láta myrða gamalmenni, konur, unglinga og börn. Nú hirti Edómítinn þá með þeim svipum, sem þeir höíðu sjálíir áður notað á aðra. Ekki er það kunnugt, hve mörg börn voru í þetta sinn drepin i Betlehem. En sagnaritari einn segir, að meðai þeirra hafi verið ungur sonur Heródesai' sjáiís, sem þar var í fóstri. Og óvíst er, að þau misgrip haíi fengið nokkuð á iiinn gamla syndasel. Hann dó sjálfur skömmu síðar úr viðbjóðs- legum sjúkdómi; líkami hans rotnaði áður en haim misti lífið. Ormar skriðu inn í eistu hans, f'ætur iians brunnu, hann hafði andarteppu og óþef lagði frá vit- um hans. Hann fjekk viðbjóð á sjálfum sjer, og' einu sinni, er hann sat til borðs, reyndi haim að drepa sig með hnífstungu. Loks dó hann. En barnamorðið í Betle- hem er eitt af síðustu ódáðaverk- um hans. Flóttinn til Egiitalands. Kvöld eitt, er nætuimyrkrið lagðist yfir Betiehem og verið var að kveykja á fyrstu götuljósunum, laumaðist María burt þaðan, eins og hún hefði unnið eitthvert ódæði. Hún iiafði rænt lífi frá konunginum. En hún var að frelsa von þjóðarinnar. Hún bar drenginn við brjóst sjei', aleigu sína, og að honum laut öll umhyggja hennar. Hún hjelt í vestur, yfir Kanaans land, yfii' þau lönd, sem forfeður hennar og' Konur þeirra höfðu vætt í tárum fyrir fjórtán hundruð árum. Egiftaland, heimkynni spilling- ar hinna elstu tíma og líka þeirra dásemda, Indland Afríku, — þang- að hnigu öldur sögunnar og brotn- uðu þar. Pompejus og Antonius höfðu fáum árum áður endað líf sitt og keisaradrauma á ströndum þessa undralands, sem vötnin höfðu skapað, sólin sviðið og margir þjóðflokkar vökvað með blóði sínu. petta land, heimili hinna mörgu guða í dýramyndum, var fyrirfram ákveðið hæli hinnar ílýjandi móður. Auðlegð Egiftalands var fólgin í leirnum, hinu feita jarðlagi, sem áin Nil ók á hverju ári yfir sljett- uniar. Ibúar landsins voru síhugs- andi um dauðann. petta feita fólk vildi lifa, afneitaði dauðanum og hjelt að það gæti sigrað hann með efnasamsetningi, með smyrsla- gerð og með steinlíkneskjum, er myndhöggvarar þeirra gerðu og gáfu útlit holdgaðra líkama. Son- ur hins feita leirs, hinn ríki, mörvaði Egifti, tignari uxans og apans, vildi ekki deyja. Hann bygði fyrir næsta líf stórar dán- arborgir, sem fyltar voru smurð- um líkum og myndum úr trje og marmara, og hann reisti risavaxn- ar steinsúlur yfir líkunum, til þess að vemda þau gegn eyðileggingu. pegar Jesús fjekk málið, átti hann að tala dómsorð yfir Egift- um. Hann átti að gefa fullnægj-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.