Lögrétta - 23.12.1924, Qupperneq 2
2
LÖGRJBTTA
£>ndi, sígilt svar við dauðagátu
Egiftanna með óttanum, sem
henni fylgdi. Hann átti að for-
dæma þann auð, sem Egiftar tign-
uðu. Hann átti að yfirvinna dauð-
ann án úthöggvinna líkkistna, án
skreyttra dánarborga og án stein-
líkneskja. Hann átti að yfirvinna
dauðann með þeirri kenning, að
syndin sje ægilegri en ormarnir
og að hreinleiki andans sje hið
eina smyrsl, sem varið getur rotn-
un.
Tilbiðjendur leirs og dýra, þjón-
ar auðs og ófreskja, geta ekki
frelsast. þótt fjallháir legsteinar
sjeu reistir yfir grafir þeirra og
skreyttir konunglegu skrauti,
verður þar aldrei annað undir en
leifar af hræi. Dauðinn verður
ekki sigraður með eftirlíkingum
lifsins í steini og trje. Hvort-
tveggja eyðist og verður að dufti.
----o----
Kveðja
frá söngfjelagi verslunarstjettar-
innar í Osló tii Reykvíkinga.
Á ferð minni til útlanda í haust
kom jeg til Kristjaníu (Osló). —
Daginn eftir að jeg kom þar, hitti
jeg formann söngfjelagsins, sem
var hjer á ferðinni í sumar, hr.
kaupmann Jacobsen. Jeg hafði
kynst honum hjer lítið eitt per-
sónulega í sumar og glöddu sam-
fundimir okkur báða. Hann ljet í
ljós við mig óblandna gleði sína
yfir ferðinni og dvölinni hjer.
Dáðist hann mjög að fegurð nátt-
úrunnar og hinni reykvísku gest-
risni. — Skýrði hann mjer frá, að
kvöldið eftir stæði til að halda
hina fyrstu söngæfingu fjel. á
haustinu, og mæltist til, að jeg
kæmi þar. —
Daginn eftir heimsótti mig hinn
frægi söngstjóri fjelagsins, hr.
Kapelmester Leif Halvorsen, og
ræddum við um músik og annað er
okkur kom til hugar, eins og ger-
ist. — Mjer þótti það einkennilegt,
en þó ánægjulegt um leið, að hvað
sem við ræddum um og hvað hug-
fangnir sem við vorum af sam-
talinu, þá var eitt altaf, sem eins
og hertók huga hans, og brautst
það fram altaf öðru hvoru, en það
var ánægjan yfir komunni hingað
og óskin um að geta komið hing-
að aftur sem allra fyrst. þegar við
skildum, tók hr. Halvorsen það
loforð af mjer, að koma á söng-
fund þá um kvöldið, og lofaði jeg
því. —
Samkomuhús verslunarstjettar-
innar í Osló er mjög reisuleg og
falleg bygging og stendur við aðal-
götu bæjarins (Carl Johan). þar
eru, auk margra samkomu- og
fundarsala, veitingaherbergi, þar
sem meðlimir geta fengið bæði
mat og drykk, svo sem hægt er að
fá þetta á bestu veitingastöðum
bæjarins. Allar vistarverur eru
þar mjög smekklega prýddar, með
málverkum og fallegum húsgögn-
um.
Á efstu hæð, undir lofti, er söng-
æfingasalurinn. Er hann mjög i
smekklega skreyttur með fánum
og málverkum af öllum söngstjór-
um fjelagsins og öðrum forgangs-
mönnum þess. Fjelagið hefir nú
starfað í rúm 77 ár.
þegar jeg kom inn í sal þennan
um kvöldið, voru þar mættir nær
allir þeir meðlimir söngfjelagsins,
sem komu hingað í sumar, og auk
þess nokkrir fleiri. Söngfjelagið
tók á móti mjer með því að
syngja: „Ó, guð vors lands“, og
sungu þeir síðan ýms lög, ný og
eldri, og var unun að hlýða á. Var
ekki að heyra, að þeim fjelögum
hefði farið neitt aftur, þótt langt
hefði verið milli æfinga.
Eftir söngæfinguna bauð stjórn
in, ásamt nokkrum fleiri meðlim-
um, mjer til kvöldverðar í einu
veitingaherberginu. Var kvöldverð
ur þessi hinn ánægjulegasti. Voru
þar haldnar maígar ræður, mörg
skálin drukkin og mörg lög sung-
in. Eftir lokunartíma veitingaher-
Tveggja alda mínníng
sjera Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, 5. desember 1924.
Af vormönnum íslands einn var hann,
og ættjarðar mesti sómi.
Að prýði’ í heimilisreiti’ og rann
með rausn og gleði hann ötull vann.
því lýsir um nafn hans ljómi.
Hann leiðtogi glöggur lýðnum var,
en ljek ei á falska strengi.
Og yfir hið daufa aldarfar,
hann ægishjálminn í flestu bar. —
þess minnist nú lands vors mengi.
Hans stefna var göfug, há og hrein,
þar hljómaði’ af viljans stáli,
og gegnum orð hans og athöfn skein,
sú ást, er bæta vill þjóðarmein,
og hlynna’ að hennar máli.
Frá Sauðlauksdal kendi dug og dáð
hinn djarfhuga búmanns andi;
og þar voru skráð svo þjóðholl ráð,
er þekt urðu best um ísaláð
sem vörn mót villu og grandi.
Að rækta landið við röðuls glóð,
svo risi þar kornstanga breiða,
er beri ávöxtinn bygðri lóð,
til blessunar voru landi og þjóð; —
því vildi hann veginn greiða.
Sál hans var dul, og djúp hans lund,
erudjörfung og festa í ráði.
Af gullinu miðlaði gjöful mund,
og gáfur hans sýndu vaxtað pund:
1 lærdómi langt hann náði.
Og þótt að í samtíð þessa manns
svo þunglega margt til gengi,
er ósvikinn manndóms orðstír hans,
sem Eggerts og Skúla sigurkrans. —
þá alla man ísland lengi. P. P.
bergjanna bauð formaður, hr.
Jacobsen, okkur heim til sín. Býr
hann í ljómandi húsi rjett utan
við miðbæinn, og var þar mjög
ánægjulegt að vera. —
þegar jeg kvaddi, báðu þeir fje-
lagar mig að gleyma ekki að bera
kæra kveðju til allra vina og kunn-
ingja í Reykjavík, og til þess að
enda það loforð mitt, skrifa jeg
þessar línur. Jeg fullyrði, að jeg
hefi aldrei hitt menn í útlöndum,
er komið hafa til Reykjavíkur,
sem hafa verið jafn hrifnir og
þakklátir fyrir móttöku og veru
sma hjer, og þeir fjelagar voru.
Og þeirra heitasta ósk er að þeim
megi auðnast að koma hingað sem
fyrst; en það tóku þeir skýrt fram,
að slíkt væri lítt hugsandi, fyr en
ísl. söngflokkur hefði gist Osló.
Munið það, ungu söngmenn, að
þeir þrá að fá að sjá ykkur og
heyra, og það sem fyrst.
Jón Laxdal.
Endurminningar
Eftir Sveinbj. Sveinbjörnsson
prófessor.
Frh. --------
þegar jeg kom til Kaupm.hafn-
sr, hafði jeg meðmælabrjef til
tveggja manna. Annað var frá
Pjetri Guðjónssen til prófessors
A. P. Berggreen, en hitt var frá
Peter Beck, sem jeg hafði kynst í
Skotlandi, til foreldra hans, Jörgen
Beck stórkaupmanns og konu
hans. Nokkrir ættingjar mínir
áttu einnig heima í Kaupamanna-
höfn og gat jeg hallað mjer að
þeim, og var þannig betur á vegi
staddur en margir aðrir ungir
menn, sem koma í fyrsta sinn til
framandi lands.
Prófessor Berggreen tók mjer
með þeirri ástúð, sem honum var
eiginleg. Jeg ætlaði mjer í upphafi
að reyna að komast í hljómlistar-
skólann. En prófessorinn rjeð
mjer til þess að fá mjer heldur
einkatíma í píanóleik og hljóm-
fræði, hjá V. C. Ravn. Hann var
lærisveinn Anton Rée, sem á sín-
um tíma var hinn kunnasti píanó-
leikskennari. Jeg hefi enga ástæðu
til þess að sjá eftir þessari ráðar
breytni, því Ravn var ágætur
kennari og þar að auki ástúðleg-
rr og mentaður maður, sem lagði
alla alúð á tilsögn mína. þó jeg
yrði því ekki nemandi hljómlistar-
skólans, hafði jeg mikla löngun til
þess að kynnast próf. Gade. Jeg
fjekk einnig uppfylta þessa ósk,
því próf. Berggreen gaf mjer með-
mælabrjef til próf. Gade. En hann
tók mjer vingjarnlega og bað mig
að láta sig heyra, hve langt jeg
væri kominn í píanóleiknum. Jeg
ljek fyrir hann „Duetten" úr
Lieder ohne Worte eftir Mendel-
sohn, og hafði jeg æft það til-
sagnarlaust. Og það var mjer
ánægjuleg hvöt, að prófessorinn
sagði á eftir, að jeg hefði farið
einstaklega vel með lagið. Jeg bar
upp fyrir prófessomum þá ósk, að
fá inngöngu í kór „Musikforen-
ingens“ og var vísað til hr. Er-
slev’s. En þegar hann hafði reynt
rödd mína, tók hann mig í 2.
Lassa. þetta hafði mikla þýðingu
fyrir mig sem hljómlistariðkanda,
því jeg kyntist þannig mörgum
ágætum söngverkum, bæði eftir
Gade og önnur mikilhæf tónskáld,
einkum Hándel og Mendelsohn.
Verkin, sem æfð voru meðan jeg
var í Kaupm.höfn, voru: „Kross-
fararnir“, „Kalanus“ og „Gefjun“
eftir Gade, „Heilagur Páll“ eftir
Mendelsohn og „Messias“ eftir
Hándel. Síðastnefnda verkinu var
jeg nokkuð kunnugur frá því áð-
ur en jeg fór frá íslandi, því jeg
hafði aðstoðað frú Ólöfu Finsen
við æfingu á því fyrir blandað kór,
sem frúin stofnaði í Reykjavík
meðan Finsen var þar stiftamt-
maður. —
Að því er kemur til tónsmíðar-
gáfu minnar, verð jeg að segja
það, að ekki höfðu komið fram
nein sjerleg merki þess, áður en
jeg fór frá Islandi, að jeg ætti
framtíð fyrir mjer sem tónskáld.
Jeg hafði það að vísu á tilfinning-
unni undir eins þá, að máske hefði
jeg tónskáldsgáfu, en jeg fann
jafnframt til þess, að mig brast
nauðsynlega kunnáttu og gerði
auðvitað enga tilraun til þess að
festa á pappírnum þær hugsanir,
sem fyrir mjer vöktu. Jeg ljek
mjer oft að því, að láta hugann
reika við klaverið, en það var alt
og sumt. — Fyrstu tilraunir mín-
ar til tónsmíða komu eftir að jeg
hafði lokið hljómlistarnámi mínu
í Kaupm.höfn. Hin „hærri“ atriði
tónfræðinnar hafði jeg enn ekki
stundað, en jeg held, að jeg hafi
þá öðlast vel grundvallaða þekk-
mgu í höfuðgreinum hljómfræð-
innar. Og að því er til píanóleiks-
ins kemur, hafði jeg kynst flest-
um fyrri sónötum Beethovens
og allmörgum píanóforteverkum
Schumanns, Schuberts og Cho-
pin’s.
Ef efnin hefðu leyft það, hefði
jeg dvalið lengur í Kaupm.höfn.
En 1871 fór jeg aftur til Edin-
borgar í þeim tilgangi, að reyna
að afla mjer þar með kenslu nægi-
legs fjár til þess að halda áfram
námi. Eftir eitt ár tókst mjer
líka að komast til Leipzig og fá
einkatíma hjá C. Reinecke, for-
stöðumanni hljómlistarskólans. En
meðan jeg dvaldi í Skotlandi, hafði
jeg aðstoðarlaust haldið áfram
bóklegu námi, og kynti mjer
frjálsan og bundinn „kontra-
punkt“. Jeg notaði til þess hið
ágæta verk dr. E. Prouts. En það
er að því leyti betra ýmsum eldri
verkum, t. d. eftir Fux, Marpurg,
Albrechtsberger og Cherubini, að
það er meira í samræmi við tón-
tegundir nútímans, því mörg dæm-
anna í síðastnefndu verkunum
voru ekki laus orðin undan áhrif-
um hinna fomu, kirkjulegu tón-
tegunda, sem bygðar eru á alt öðr-
um grundvelli en hinar nýrri (Dur
og Moll). Niðurl.
-----o----
Slysíarir.
það mikla slys vildi til í Vest-
mannaeyjum 16. þ. m., að róðrar-
báti hvolfdi með 8 manns rjett við
landi, útifyrir svonefndu Eiði,
vestan við höfnina, og var hann á
leið út í Gullfoss, sem þar lá, ný-
kominn frá útlöndum, og átti bát-
urinn að flytja lækni þeirra Eyja-
manna, Halldór Gunnlaugsson, út
í skipið. En rjett í því að þeir voru
að komast á flot, skall yfir þá alda,
sem hvolfdi bátnum og tók hann
og mennina með sjer í útsoginu.
Slysið sást frá Esju, sem þá var
stödd við Eyjarnar og lá þarna
skamt frá. Var komið þaðan á
vjelbát, sem lá við skipshliðina, til
að bjarga. Einn maður náðist af
kili, Ólafur Vilhjálmsson frá Múla,
og læknirinn náðist einnig með
lífsmarki, hafði haldið sjer uppi á
sundi. Voru þeir fluttir út í Esju.
En læknirinn var þá svo langt
leiddur, að ekki tókst að lífga
hann. Hinir, sem þarna fórust,
voru: ólafur Gunnarsson, ungur
maður ókvæntur, sonur Gunnars
Ólafssonar konsúls; Bjarni Bjama
son frá Hoffelli, formaður bátsins
(lætur eftir sig ekkju og 3 börn);
Snorri þórðarson frá Steini, út-
vegsbóndi (lætur eftir sig ekkju
og 3 börn): Guðmundur þórðar-
son frá Akri, útvegsbóndi (lætur
eftir sig ekkju og 3 börn); Krlst-
ján Valdason sjómaður (ókvænt-
ur); Guðmundur Guðjónsson sjó-
maður (ókvæntur); Guðmundur
Eyjólfsson verkamaður (lætur eft-
ir sig ekkju og mörg börn). Vald-
ir sjómenn höfðu verið í bátnum,
er venjulega fluttu lækninn út í
skip, sem frá útlöndum komu,
þegar eins stóð á og í þetta sinn.
Veður var hvast á austan og stóð
upp á hafnarmynnið. En þegar svo
er, fara skipin ekki inn, en leggj-
ast í hlje vestan við Eiðið, sem fyr
er nefnt.
Rjett eftir þessar slysfarir við
Vestmannaeyjar frjettist um aðr-
ar enn stærri frá Vestfjörðum.
þar hafa farist tveir vjelbátar,
annar frá ísafirði, hinn frá Hnífs-
dal, Leifur og Njörður, og 23
menn druknað. Leitað hefir verið
að bátum þessum og nú talið víst,
að báðir hafi farist, enda hefir lík
eins af þeim mönnum, sem á Leifi
voru, Hlöðve Sigurðssyni, komið í
botvörpu hjá enskum togara. Á
Nirði voru þessir 11 menn: Jónat-
an Björnsson, formaður, af ísa-
firði (kvongaður maður en barn-
laus); Adolf Jakobsson, stýrimað-
ur, úr Hnífsdal (ókvongaður) ;
Ásgeir þórðarson, vjelamaður, af
Isafirði (kvongaður, og hafði fyr-
ir fósturbömum að sjá); þorgeir
Guðmnudsson, úr Hnífsdal (ein-
hleypur); Sturla þórðarson, af
Isafirði (kvongaður og átti 3
böm); Jónas Helgason, úr Bol-
ungavík (einhleypur); Jakob Ein-
arsson, Isafirði (giftur maður og
átti börn); Jens Jónsson, úr Bol-
ungavík (einhleypur); Jóhann
Hall Sigurðsson, af ísafirði
Hefnrðn keypt
Arsrit Fræðaijjelagsins
og safn þess um íslund
og: íslendinga?
þ Ö KK.
Hjer með færum við undirrituð
okkar innilegasta þakklæti öiium
þeim, nær og fjær, sem í tilefni af
fjártjóni því og öðru mótlæti, sem
við urðum fyrir síðasthðið vor,
hafa sýnt okkur góðafúsa hlut-
töku með fjegjöfum og kærleiks-
ríkum huggandi orðum, og biðjum
gooan Guð að senda þeim ríkulega
hjálp sína, þegar þeim liggur
mest á, og kenna okkur að meta
alúöarhjálp þessa góða íolks
rjettilega og muna hana æfinlega.
Skipum í Stokkseyrarhreppi,
15. des. 1924.
Ingvar Hannesaon.
Guðfínna Guðmundsdóttir.
(ókvongaður); Jakob Kristmunds-
son, af ísafirði (kvongaður, átti 4
börn); Maríanus Gunnlaugsson, af
ísafirði (ókvongaður, en átti
börn).
Á Leif voru 12 menn, og voru
það þessir: Jón Jónsson, formað-
ur, af Isafirði (einhleypur); Páll
Guðmundsson, stýrimaður, af ísa-
firði; Eiríkur Guðmundsson, vjela-
maður, af Isafirði (kvongaður og
átti 3 börn); Hlöðver Sigurðsson,
af Súgandafirði (einhleypur);
Guðmundur Benediktsson, úr Að-
alvík (einhleypur); Brynjólfur
Friðriksson, úr Aðalvík (einhleyp-
ur); Páll Guðmundsson, úr Aðal-
vík (einhleypur); Magnús Dósó-
þeusson, úr Aðalvík (kvongaður
barnamður); Guðm. þ. Jónsson,
úr Aðalvík (einhleypur); Magnús
Friðriksson, úr Aðalvík (bróðir
Brynjólfs, einhleypur); Enok
Jónsson, úr Aðalvík (einhleypur);
Karl Clausen, af ísafirði (ein-
hleypur).
----o----
Æfísaga Krists eftir G. Papini,
sem nú byrjar hjer í blaðinu, er
nýlega komin út, en þó orðin
heimsfræg bók nú þegar. Höf. er
ítalskur. Skömmu fyrir jólin í
fyrra flutti Lögr. grein um bók-
ina eftir H. K. Laxness og þýðing
á stuttum kafla úr henni. Hjer
verður bókin nokkuð stytt og kem-
ur öðru hvoru í nokkuð löngum
köflum, en ekki í hverju blaði.
Lögrjetta. þetta blað er síðasta
tbl. 19. árg. Hefir Lögr. þetta ár,
eins og að undanförnu, verið les-
málsdrýgsta vikublað landsins.
Næsta blað kemur út á nýári og
verður 1. tbl. 20.árg. I því koma
útlendar og innlendar frjettir, sem
nú verða að bíða vegna þess að
ekki er hægt að koma út tveimur
heilum blöðum fyrir nýár.
Fríkirkjan. Síðastl. sunnudag
var fyrst messað í Fríkirkjunni
hjer í bænum eftir þær miklu um-
bætur á henni, sem gerðar hafa
verið á þessu hausti. Vígði sjera
Ólafur Ólafsson hina nýju kirkju
með snjallri og skörulegri ræðu, en
síðan flutti sjera Árni Sigurðsson
prjedikun, talaði um vöxt Frí-
kirkjusafnaðarins og myntist
þeirra manna, sem mest og best
hafa unnið að þroska hans og gert
honum fært að eignast stærstu
kirkjuna, sem nú er til hjer á
landi, en það er Fríkirkjan, eftir
stækkunina í haust.
Árni Jónsson alþm. er fyrir
nokkru alfluttur hingað til bæjar-
ins með fjölskyldu sína og tekur
við ritstjórn „Varðar“ nú um ára-
mótin.
Leikfjelag Reykjavíkur sýnir
„Veitsluna á Sólhaugum" eftir H.
Ibsen í fyrsta sinni annan jóladag.
Dr. Jón Stefánsson, frá Lundún-
um, kom hingað nýlega, hjelt til
ísafjarðar og mun dvelja þar um
tíma hjá ó. Steinback lækni, bróð-
ur sínum.
Prentsmiðjan Acta.