Lögrétta - 21.01.1925, Qupperneq 2
2
LÖOBJBTTi
stað þá í sumum bygðum landsins,
svo sem kunnugt er. Meiri ná-
kvæmni og miskunnsemi í með-
ft rð á hestum heí'i jeg ekki orðið
var hjá öðrum fremur en Óiaíi;
þótti það jafnvel um oí, undir
kringumstæðum. — Hann virðist
skilja það svo ofurvel, hvers virði
þaö er fyrir dýrin, sena hafa sínar
tilfinningar, að eiga vini, sem
skilja þau og hlynna að þeim.
þessvegna er honum meinilla við
„hestaprangið“, þennan miskunn-
arlausa gróðaveg, og óvandaða,
sem er samboðnari viltum mönn-
um en kristnum. Olnbogabömin
— það veit Ólafur — sem þar er
spilað með, eru svift æskustöðvum
og öllum vinum, meðal sinna líka,
og meðal manna.
Ólaíur er enginn sjerlegur
prestavinur, og samt held jeg, að
allir þeir prestar, sem þekkja
hann, elski hann! — Einn þeirra,
á leið úr hlaði þaðan í sumar,
mintist Ólafs með orðunum, sem
einhver, ekki óæðri, hafði íarið
um hann: „Hann er lord (lávarð-
ur) “. Já, hann er það bæði hið ytra
og innra. Og allir þeir, sem þekkja
gamla manninn eins og hann er, og
r.otið hafa þeirra forrjettinda, að
skygnast inn í hugarheim hans —
því skei er utan um kjarnann —
þeir fyrirgefa honum vantrúna á
prestunum, sem jafnvel er ei með
öllu ástæðulaus, því að þeir vita,
að hann trnir á guð sannleikans
og kærleikans, svo sem ljóð hans,
er finna má í N. Kbl. 1911, bera
vitni um, og þeir vita, að öll
hræsni og yíirskin er honum and-
stygð. Er eigi ólíklegt, að kúgunar-
aðferð kristindómsfræðslunnar,
eins og hún var í ungdæmi hans,
hafi vakið tortrygni hans gagn-
vart starísemi kirkjunnar manna
og komið honum til að verða „ef-
ans maður, sem þráir meira ljós“,
að því er hann sjálfur segist vera.
Eigi ólíklegt, að hann sje maður,
er „þráir meira ljós“ en það, er
skín í gegn um þjóðlíf hálfkrist-
innar þjóðar. Hann telur það ekki
sæmdarauka aðteljastkrist-
i n n, en v e r a þ a ð e k k i. Jeg
lái honum það ekki; jeg virði það
við hann.
Ef lýsa á Ólafi með einu orði,
þá er það: hinn ungimaður.
Hann er æskan holdi klædd. Ellin
fær engin merki á hann sett. Iiann
hristir hana af sjer, eins og post-
ulinn Páll hristi af hendi sjer
nöðruna í eldinn; — Ólafur skilur
og kröfur æskunnar og sinnir mál-
um hennar. Hann er sjálfur ung-
mennafjelagi og hefir glætt
áhuga á þeim fjelagsskap í sinni
ZbÆa.rmf a.11.
Kjörviðir falla. — Ár og aldir líða;
örstutt oss þykir vor og sumarblíða,
skamt er um of að bíða hausts og hríða, —
hrímþakin verður skógarbjörkin fríða.
Er eigi líf vort saga sjónhverfinga,
— sveiflur af bylgjum óteljandi hringa? —
Óbættar vonir andann stundum þvinga.
Ógreið er för, ef þymar fætur stinga.
Bölþrungnar nornir beita sára-korðum;
bíður vor helja’ á landi og knarrarborðum.
Dugar þó síst, að mæla æðruorðum,
ei víkur dauðans lögmál hót úr skorðum.
Enginn fær ráðið lífsins leyndu gátur.-------
Löngum er gleðin meini blandinn hlátur.
Hrygðist sá skjótt, er sýndist sæll og kátur.
Sólhvörfum lífs vors fylgir vina-grátur.
Kynslóðir erja’ og strita beygðum bökum,
uns blunda liðnai' undir grafar þökum
þreyttar, — og fundu ei þráð að rjettum rökum
reikandi lífs, und grimmum dauðans tökum.
P. P.
sveit. Fær fyrirlesara, ef kostur j
er, og hefir það til, að flytja er- 1
indi sjálfur, í viðlögum. En það, !
sem bindur hann íastast við þann '
fjelagsskap, mun þó vera útrým-''
ing Bakkusar. Hann er svarinn
óvinur hans, þó eitt sinn, „á .
staupatíðinni“, játar hann að hafa
veitt honum friðland, eins og aðr-
ir fleiri. Ólaíur er ekki á því, að
auknabliksgleðin, sem Bakkus
veitir, og kitlandi áhrif hans, vegi
a móti böli því, er mannkynið þjá-
ist undir af völdum hans. Líklegt
er að hann hafi þar rjett fyrir
sjer, eins og í svo mörgu öðru. En
samt efa jeg stórlega, að hann
nafni minn mundi vera orðinn svo
þroskaður, sem jeg tel hann vera,
el hann hefði lifað í freistinga-
litlum eða freistingalausum '
heimi, þar sem allar hinar meiri !
hættur og ásteytingarefni væru '
numin burt, en aðeins hinum !
smærri að standa gegn. Og jeg lít 1
svo á, að karlmenskan sje ekki
fólgin í því, að loka sig af í fanga- j
porti, heldur á því, að hafa hug- j
rekki til að standa í garði viltra 1
dýra og kunna að verjast árásum !
þeirra. Leyfir rúmið eigi, að fara j
um þetta fleiri orðum. En heiðm j
sje nafna fyrir fordæmi hans, 1
einnig á þessu sviði, og áhrif á
æskuna. Hún er hinn ósáni akur
þjóðarhamingjunnar, og upp- ^
skerubresturinn þar er óbætan-
legur.
Um æskuna fer Ólafur svof*eld-
um orðum í brj efi í vetur; jeg
leyíi mjer að tilfæra þau: „Við
hinir eldri höfum heilagar skyld-
ui' að inna af hendi við æskuna.
Æskan ætti ekki nokkru sinni að
sjá eða heyra til okkar annað en
það, sem fyllilega er samboðið
gjörðum göfugs manns“. — Sann-
ar hann hjer sjálfur ummæli mín
að framan um afstöðu hans til
þjóðarinnar í gjörðum sínum.
Ólafur Eggertsson misti konu
sína, þuríði Guðrúnu Runólfsdótt-
ur, árið 1913. Tvö börn á hann á
lifi, bæði gift og búandi, Jón kaup-
fjelagsstjóra, sem áður er nefnd-
ur, bóndi á Svarfhóli, næsta bæ við
Króksíjarðarnes, og Bjarneyju,
eíniskonu, er býr á Valshamri.
Ólafur er alt-að því meðalmað-
ur á hæð, en þrekinn og íallega
vaxinn,með óvenjumikið samræmi
í svip og hreyfingum. Er því sjer-
lega aðlaðandi, þó hann hafi það
til að vera harður á brún, er hann
þarf að knýja það fram, er haim
telur til bóta. En það má segja
um hann eigi að síður, það sem
sjera Eiríkur Briem sagði um Jón
Sigurðsson á aldarafmæli hans í
samsæti 17. júní 1911: „Fram-
koma hans öll hlaut að vekja virð-
ingu manna og traust; menn löð-
uðust ósjálfrátt að honum, og það
því fremur sem hann var hinn
greiðviknasti og hjálpfúsasti
maður við alla þá mörgu, sem
leituðu hans“.
Geirdælingar og ferðalangar, er
fara um í „Nesi“, hafa af ein-
hverju líku að segja.
það verður gaman að sjá gamla
manninn í Króksfjarðarnesi átt-
ræðan. Eigi þarf að óttast það, að
svipur hans hreinn og djarflegur
hafi þá, heldur en nú, neina
raunasögu að segja um mishepn-
að líf þess manns, er mikið var
ætlað og misti alt, heldur mun
hann segja frá siguríör hans í
gegnum lífið, er byrjar sem kot-
ungur og endar sem konungur.
þar má sjá manninn, er prýðir
stjett sína með persónu sinni og
fósturjörðina með verkum sínum.
Lifi hann heill í ellilausri æsku,
með sæmd, sjálfstæði krýndur.
Reykjavík 8. jan. 1925.
Ólafur Ólafsson
frá Vestra-Geldingaholti.
-----o----
Frá sjómönnum. 14. þ. m. tók
mann út af togaranum Snorra
I goða, Björn Sæmundsson úr Rvík.
| Var hann að netjaaðgerð á þilfar-
inu og kastaðist út af því er kviku-
hnikill kom á skipið þegar farið
1 var fyrir Gróttu. — Nýlega bjarg-
aði togarinn Belgaum bát frá
Hellissandi með 9 mönnum, í
landsunnanstormi hvössum. — Á
I
togaranum Ceresio meiddust ný-
lega tveir hásetar í ofveðri sem
skipið lenti í, og tók út tvo skips-
bátana. — Frá Vestmannaeyjum
ganga 90 vjelbátar á þessari
vertíð.
Dánarfregn. Nýlega er dáinn
(12. þ. m.) Hannes bóndi Magnús-
son á Stóru-Sandvík í Flóa, merk-
isbóndi. Lætur eftir konu og 12
börn.
Hjónaband. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Sigríð-
ur Björnsdóttir frá Kornsá og Jón
Árnason frá Stóra-Vatnsskarði,
framkvæmdastjóri í Sambandinu.
Ýmsar greinar, sem sendar hafa
verið Lögr., bíða vegna þrengsla.
Strand. 13. þ. m. strandaði
enskur botnvörpungur, Viscount
Allenby, við Horn hjá þorláks-
böfn. það var einn togaranna, sem
gera á út úr Hafnarfirði. Skip-
verjarnir 10 björguðust slysalaust
á kaðli í land og með hjálp þaðan.
8. þ. m. strandaði einnig gufuskip-
ið Riding á Skarðsfjöru í Meðal-
landi. það var flutningaskip til
ensku útgerðarinnar í Hafnar-
firði, sem átti togarann, sem að of-
an getur. Skipverjar komust í
land daginn eftir, og höfðust við
þar á sandinum, uns þeirra varð
vart þrem dögum seinna. Einn
skipverji slasaðist.
líaupgjald sjómanna hjá Eim-
skipafjelaginu hefir hækkað um
15—20%, eftir því í hvaða flokki
skipverjar vinna. Kaupgjald
prentara hefir hækkað um 16%
frá síðustu áramótum.
Bæjarstjórnarkosning fór ný-
lega fram á Seyðisfirði. Af lista
borgaranna voru kosnir Jón Jóns-
son og Eyjólfur Jónsson, en Gest-
ur Jóhannsson af lista jafnaðar-
manna aðallega.
Úr Austur-Skaftafellssýslu er
skrifað 21. des.: Heyskapur nýtt-
ist fremur vel í sumar og jörð
varð betur sprottin en í meðallagi,
svo að útlit með gripafóður er
íremur gott. það sem af vetri er
heíir verið frostalítið, svo jörð
hefir til skamms tíma verið þíð og
klakalaus. Rigningar hafa verið
stundum allmiklar. — I Öræfum
eru alls 26 búendur, 19 af þeim
eru búnir að leiða vatn í bæi sína,
úthúsin og í fjósin. Lengsta leiðsl-
an á pípum var 500 álnir. Hinir 7
sem eiga eftir að fá vatn heim til
sín, munu gera það sem fyrst, sjer
til þæginda og verksparnaðar.
Á einum bæ, F'agurhólsmýri, er
komin rafleiðsla með 12 hesta
vjel, til suðu, hitunar og ljósa.
Hún gengur daga og nætur, og
þarf litla umsjón. Ljósin eru rúm
40. þessi rafleiðsla er fyrir 2
heimili. Fleiri hafa í hyggju að
gera hið sama þegar hægist um
með viðskiftin.
Emil Walters heitir ungur Is-
lendingur vestan hafs, sem ísl.
blöðin í Winnipeg segja að sje að
vinna sjer þar álit sem listmálari.
Hann hefir nýlega fengið hæstu
verðlaun fyrir málverk á sýningu
í New York. það er „stórt og sýn-
ir eplatrje í fullinn blóma. Inni á
milli trjánna sjest búpeningur,
girðingar, hús og fólk. í fjarsýn er
grænt hálendi, sem táknar vorið“.
Lögb. segir að E. W. ætli að ferð-
ast um Evrópu næsta sumar og
komi þá einnig til íslands.
Jólafagnað hjeldu verslunar-
menn fyrir fátæk börn á þrettánd-
anum og fór hann vel fram og
myndarlega. — Hjálpræðisherinn
hafði einnig ýmsa líknarstarfsemi
um jólaleytið. Söfnuðust í jóla-
bauka hans um 3040 kr. Um 1500
fátæklingar nutu á einn eða annan
hátt umönnunar Hersins um jólin.
105 fjölskyldum voru sendir jóla-
bögglar. Jólafagnaður haldinn
fyrir sjómenn og aðra, og útbýtt
var einnig fatnaði, peningum o. fl.
gjöfum til allmargra, og gáfu
ýrnsir (mest Vöruhúsið) fatnað til
þess fyrir um 2300 kr. I kirkjun-
um voru einnig samskot um jólin
(að loknum messum) til ekkna sjó-
mannanna, sem druknuðu vestra.
Nýtrúlofuð eru ungfrú Olga
þórhallsdóttir kaupm. á Homa-
firði og Kristján Jakobsson stúd.
júr.
ur. 13. Almenn kirkjubæn, fyrir
landi og þjóð o. s. frv., og grípur
söfnuður oft inn í og syngur:
Drottinn, heyr þú bæn vora. (Hjer
fer offur á eftir ef það er viðhaft).
14. Stuttur altarisgöngusálmur.
15. Prefasía (víxlsöngur milli
prests og safnaðar). 16. Altaris-
sakramentisbæn og faðirvor. 17.
Innsetningarorðin. 18. Útdeilingin.
19. þakkarsálmur. 20. þakkar-
kollekta. 21. Hin drottinlega bless-
un. 22. Utgöngusálmur. 23. þögul
bæn (eða frá kórdyrum).
Sjest að messan líkist meir
kaþólsku guðsþj ónustunni en okk-
ar, er hátíðlegri og meiri hlut-
taka frá safnaðarins hálfu. Oft eru
ekki heilir sálmar sungnir, heldur
aðeins eitt eða tvö vers, og er
þannig hægt að nota marga eldri
sálma, sem annars heyrast aldrei.
þess er og gætt, að faðirvor sje
ekki haft yfir nema einu sinni, og
er það sjálfsagt. Er það mjög mis-
brúkað hjer og verður til þess, að
menn gefa því ekki gætur eða
fylgjast með í því, þegar altaf er
verið að þylja það, en þegar það er
aðeins einu sinni, finna menn vel
gildi þess.*)
Eins tel jeg að gróði myndi að
*) Eftir nýju handbókinni skal það
aðeins haft yfir 1 sinni, en djáknar
romsa það oftast fyrir og eftir.
því fyrir okkur að taka upp lof-
sönginn og prefasiuna, það er
næsta áhrifamikið, þegar vel er
með það farið, og óefað myndi
margur ryðga síður í trúarjátn-
ingunni, ef hann hefði hana yfir á
hverjum sunnudegi.
Helgisiðabókin er bæði á ríkis-
og landsmáli, og ræður söfnuður
hvort hann kýs, eins um prjedikun
prestsins á hvoru málinu er talað,
en ætíð skal syngja minst tvo
sálma á landsmáli í messu.
þennan dag í Kansland hjelt
Riise prófastur í messuupphafi
stutta skriftaræðu. Stóð hann í
kórdyrum og talaði algerlega
blaðalaust. Hann benti mönnum á
náðarmeðulin: Guðs orð, skírnina
og kvöldmáltíðina, þessar lindir
sem aldrei þorna og enginn ætti að
telja eftir sjer að leita í, því þær
einar kunna að svala sálarþorst-
anum. Ilann barðist ekkert um,
breytti lítið eitt um málróm við og
við, en það var trúarylur í orðun-
um.
Aðeins 7 gamalmenni gengu síð-
ar til altaris í messunni. það er
þar eins og hjer, að menn langar
oí mikið í aðrar veitslur til þess
að muna eftir þessu boði — þótt
vel hafi þess verið gætt, að „orð-
in“ meiði engan lengur.
Sóknarpresturinn prjedikaði.
Textinn var: Safnið yður ekki
fjársjóðum á jörðu. Klerki fanst
þar til helsti mikils mælst. Allir,
sagði hann, væru 1 ætt við jörðina
og fyndist að þeir væru bundnir
sterkustum böndum við hana.
Mörgum sýndist líka, að þeir hefðu
mest not af henni, að hún launaði !
þeim stritið best, og þeir gæfu sjer |
ekki tíma til að líta upp til himins 1
vegna vinnunnar fyrir lífsuppeld- !
inu. Guð myndi ekki fyrirlíta þá 1
fyrir það, hann tæki til greina 1
erfiðleikana sem þeir ættu við að !
stríða, alt umstangið sem hver og 1
einn hefði. Auðvitað vildi prest- ^
ur ekki neita því á hinn bóginn, að
best væri fyrir manninn að gefa 1
sjer stöku sinnum tíma til að líta 1
upp til himins, þaðan kæmu allar
gjafir og þangað sæktu menn hug- .
sjónirnar, er göfguðu sálina — en j
að það væri beinlínis sáluhjálpar-
atriði, það var tæplega að heyra.
Jeg þurfti ekki að leiða getum
að því, að hann hefði lært á há-
skólanum þessi. Hann var of lík-
ur okkur til þess. Og er það, sem
fólkið vill nú á dögum, að prjedika
skuli þannig, að meir líkist fræð-
andi fyrirlestrum en þrumutölum
um synd og náð ? — það má gjarn-
an tala um trú, — en að hún sje
undirstaðan, þarf ekki að vera, —
nei, fyrst og fremst á alt að vera
skynsamlegt og nytsamt koma að
gagni hjer í heimi. Og um að gera
að hræða ekki neinn. Ef drepið er
á synd, þá verður strax að segja
að Guð fyrirgefi hana skilyrðis-
laust, jafnvel án iðrunar og yfir-
bótar, enginn má teljast illur —
því allir eru Guðs börn. Ekki má !
krefjast meira af neinum en það
sem hann getur gert án þess að ,
leggja neitt í sölurnar. því á bein- '
línis að hamra inn í menn, að gæta j
þess, að fylgja ekki siðaboðunum j
eða fórnarkröfunum — nema í !
„hófi“. það er reyfað þannig, að
Kristur hafi ekki meint neitt bók-
staflega. Enginn á að gefa fátæk-
um aleiguna, hvað þá yfirgefa
heimili sakir Krists — og að drepa
hvern annan, það er að Guðs vilja
ef það er gert í stríði. Hver
hneykslast á því, að á legsteini
„Óþekta hermannsins“ (sem er
fulltrúi allra hinna) stendur fyrst
að hann hafi látið líf sitt fyrir
Guð? Nei, menn tárast yfir því.
En jeg sje ekki betur en að það
sje guðlast. Og menn prjedika:
Eitt er nauðsynlegt. En menn eiga
ekki með því við það, að ekkert
stoði manninn matur nje drykkur,
eða að eignast allan heiminn, ef
hann bíði tjón á sálu sinni, að hver
og einn verði að endurfæðast, sem
komast á inn í himnaríki. Nei! það
er lagt þannig út, að menn þurfi
að fylgjast með vísindum nútím-
ans, gera sjer mat úr öllum trúar-
brögðum, gleyma ekki hvað mað-
urinn er guðdómlegur og heimur-
inn dásamlegur.
þó er ritað: því að þar eð heim-
urinn með speki sinni þekti ekki
Guð í speki hans, þóknaðist Guði
að gera hólpna með heimsku prje-
dikunarinnar þá, er trúa. Og Krist-
ur sagði: Vilji einhver fylgja
mjer, þá afneiti hann sjálfum sjer
og taki upp kross sinn og fylgi
mjer.
þetta tvent vil jeg að brýnt sje
fyrir mjer þegar jeg fer í kirkju:
að trúin á Guð og eftirbreytni
Krists sje eini sannleiks- og sálu-
hjálparvegurinn. En til þess að
geta sagt það, verður presturinn
að sjálfsögðu að hafa reynt það
sjálfur. —
þetta innskot er alls ekki dóm-
ur yfir prestinum í Sundi. Eftir
því sem biskupinn, sem vígði
hann, sagði mjer, er hann innilega
trúaður maður og síst róttækur í
guðfræðilegum skoðunum. — En
það var undir ræðunni hans í
Kansland, sem jeg hugsaði um
þetta. Kunni ekki við tóninn. Frh.
----o----
Frá Hafnarfirði er sagt að
stunda eigi veiðar í vetur 14 tog-
arar.
Prentsmiðjan Acta.