Lögrétta - 04.03.1925, Qupperneq 4
4
LÖGRJBTTA
Líftryggingafél. ANDVAKA h.f.
Ósló — Noregi
r
Isla.xxcis«d-eilc3-lxi.
Allar tegundir líftrygginga. — Pljót og refja-
laus viðskifti! — Reynslan er ólýgnust:
Isafirði 28/8 ’24. - Jeg kvitta með bréfi þessu fyrir greiðslu
5000, - króna líftryggingar N. N. sál. frá ísafirði. Greiðsla
tryggingarfjársins gekk fljótt og greiðlega, og var að öllu leyti
fulinægjandi. . . . (Undirskrift. — Frumritið til sýnis).
Læknir félagsins í Reykjavík er Sœmundur próf. Bjamhjeðinsson.
Lögfræðis-ráðunautur Björn Þórðarson, hæstaréttarritari.
Forstjóri: H e 1 g; i Valtýsson,
Pósthólf 533 — Reykjavík — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250
A.V. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og
láti getiö aldurs sins.
mmmmwmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmKmm
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför míns
elskaða eiginmanns, Símonar Egilssonar frá Miðey í Vestmannaeyjum.
Valgerður Sigurðardóttir.
bamsaldri. Sjónleysi þetta bagaði
hana svo, að hún var aldrei talin
hlutgeng vinnukona, en í sessin-
um var hún prýðilega vinnandi
og hög á hannyrðir. Hún ólst
upp í fatækum foreldrahúsum og
var látin ganga að allri vinnu, úti
og inni, þrátt fyrir sjóngallann,
en það var henni kvalræði, því að
lundin var stór og metnaðarfull
og viðkvæm. Síðan var hún hjá
systur sinni, er bjó í Háholti eftir
foreldra þeirra. Var henni úr því
hlíft meir við útivinnu, en innan
bæjar fjell henni sjaldan verk úr
hendi. þá fjekk hún og bráðum
nýtt verk að vinna, sem henni
ljet vel. það var að kenna böm-
um systur sinnar. Unni hún þeim
til æfiloka, eins og hún væri móð-
ir þeirra. Sjálf var hún aldrei við
karlmann kend. Eftir það var og
oft komið til hennar börnum, sem
erfitt veitti að læra, og gafst vel
jafnan. Hún var barngóð og hafði
yndi af að fræða. Námsþorsti
sjálfrar hennar var óslökkvandi,
og lítt skiljanlegt, hversu mikið
hún hafði komist yfir að lesa og
nema og skilja, þrátt fyrir allar
ástæður, efni engin til bóka-
kaupa og lítið tóm til að lesa.
Tíminn til þess var oft tekinn frá
svefninum; mörg bókin lesin með-
an aðrir sváfu, við kertisskar á
rúmbríkinni. Hruni, Hrepphólar
og síðan Stóri-Núpur voru bjarg-
arbæirnir. þaðan komu flestar
bækurnar og — mörg kertin. það
var hennar mesta happ um æfina,
er sjera Valdimar Briem varð
prestur í Hrepphólum og sóknar-
prestur hennar; hún var þá um
fertugt. Frú ólöfu, konu hans,
mun henni hafa þótt vænst um
allra manna og mátti varla óvikn-
andi á hana minnast. þóra las við-
stöðulaust bækur á öllum Norður-
landamálunum og sóttist öllu
fremur eftir fræðibókum en
skáldsögum. Ljóðum unni hún
mjög og var auðvitað hagmælt
vel, hafði mesta yndi af söng, og
svo söngvin var hún og söngfróð,
að hún hafði lært af bókum einum
að syngja eftir nótum. Hún var
skepnuvinur og þrátt fyrir sjón-
gallann hafði hún yndi af blóm-
um og þekti jurtir furðulega
margar. Svo segir systurdóttir
'hennar, sem nú er kennari: „Alt
hefir það reynst mjer hárrjett,
er hún sagði mjer í æsku, hvort
heldur það var um líf dýra, heiti
jurta eða gang himintungla.
Systir hennar ljet af búskap 1895,
þá skaut sjera Valdimar skjóls-
húsi yfir hana og var hún á
Stóra-Núpi upp frá því. Fyrir 4
árum meiddist hún svo af byltu,
að hún steig ekki á fætur fram-
ar og mátti ekki hrærast hjálpar-
laust; var hún löngum þungt hald-
in, en hjelt rænu og minni og urðu
þá enn stundum ljóð á munni, í
gamni og alvöru, svo sem þessi:
Látið þóru liggja á ská,
því lýðum hjá
löngum hún viðutan var.
Alt af vildi hún eitthvað sjá,
en oft var dimt fyrir sálar skjá
og fjúkandi skýjafar.
þegar hún var hálfáttræð, gerði
sjera Valdimar nokkrar gaman-
vísur til hennar. þessi var síðust:
Enginn telji orð mín bull,
ætla eg fast þau standi.
Höfuðið ljós, en hjartað gull,
hitt úr teygjubandi.
M.
----o----
Nýir togarar tveir, íslenskir, eru
fyrir skömmu komnir. Heitir ann-
sr Hafsteinn, eign J. A. Jónsson-
ar alþm. o. fl., en hinn heitir Há-
varður ísfirðingur, og verður gerð
ur út af ísfirðingum, þaðan úr
kaupstaðnum.
Sig. Birkis hjelt nýlega söng-
skemtun hjer í bænum.
Húsbruni. Aðfaranótt 18. þ. m.
brann íbúðarhús á prestsetrinu
Kollafjarðamesi í Strandasýslu.
Fólkið bjargaðist og nokkru varð
náð út af innanstokksmunum.
Húsið var landsins eign og mun
hafa verið vátrygt.
Þingtíðindi.
þingið hefir nú starfað nær
mánuði, en fátt eitt hefir ennþá
verið unnið á hinum opinberu
fundum, sem markvert er. All-
mikill málafjöldi hefir þó verið
lagður fram, en öll hin helstu
málin eru ennþá til athugunar í
nefndum. Aðeins tvö mál hafa
verið afgreidd til fullnustu, þings-
ályktunin um forngripaheimtun,
sem fyr er frá sagt og lagaákvæði
um nauðasamninga, staðfesting á
bráðabirgðalögum, sem gefin voru
út vegná sparisjóðsins á Eyrar-
bakka, þegar Landsbankinn tók
hann að sjer. En felt hefir verið
í Ed. frv. stjórnarinnar, sem kom
frá sparnaðarnefndinni, um það
að skifta skemtanaskattinum
milli þjóðleikhússins og landsspít-
alans.
Af öðrum málum, sem fram
hafa verið lögð, má geta þessara:
Bjarni frá Vogi flytur frv. um
málamiðlun og gerðardóm í kaup-
gjaldsþrætum. Er þar kveðið svo
að, að vinnusalar í hverri grein,
eða allra vinnugreina í samein-
ingu, skuli hafa 5 manna nefnd
kosna til 1 árs í senn til þess að
semja um vinnuverð eða kaup
fyrir sína hönd, þegar eigi semst
meðal einstaklinga. Með sama
hætti eiga vinnuþiggjendur að
hafa jafnfjölmenna nefnd. Semj-
ist eigi milli þessara nefnda, skal
leita milligöngu hins opinbera,
ráðherra eða dómara. Náist eigi
heldur sættir þá skulu málin koma
fyrir gerðardóm. Tilnefnir þar
hvor aðili 2 menn, en ryðja síðan
einum hvor, en atvinnumálaráð-
herra tilnefnir oddamann. Vilji
aðiljar ekki hlíta þessum dómi,
skal skotið málinu til annars dóms
stigs. Nefnir þá hvor aðili til fjóra
menn, en ryðja svo tveimur hvor
frá öðrum, en dómsmálaráðherra
tilnefnir oddamann. Vilji aðiljar
enn ekki hlíta úrskurðinum, til-
nefnir hvor aðili 8 menn, en ryðja
svo 4 hvor fyrir öðrum, en hæsti-
rjettur tilnefnir oddamann, og
dæma þá 7 menn og er þetta úr-
slitadómur og verða aðiljar að
hlíta honum.
Guðmundur í Ási flytur breyt-
ingu við frv. um það, að ríkið
taki að sjer kvennaskólann í Rvík
þess efnis, að ríkið taki líka að
sjer Blönduósskólann. Jón Auð-
unn og Sigurj. J. flytja frv. um
skiftingu ísafjarðarprestakalls í
tvent. Magn. Jónss. flytur frv.
um það, að kol skuli í smásölu
seld eftir rúmmáli, ekki eftir
þyngd, nema kaupandi óski, seg-
ir flm. þetta gert af því, að kol
sjeu oft seld blaut og halli þá á
kaupendur. Tr. þórh. og P. Ott.
flytja frv. um bann gegn áfengis-
auglýsingum.
Um víða veröld.
Ebert.
Ebert þýskalandsforseti er ný-
lega dáinn af afleiðingum upp-
skurðar. Hann var fæddur 1871
og var upphaflega söðlasmiður,
en faðir hans var skraddari. Um
tvítugsaldur fór hann að fást við
blaðamensku og varð smátt og
smátt einn áhrifamesti maður
þýska jafnaðarmannaflokksins.
þingmaður varð hann 1912 og
leiðtogi þingflokksins á ofanverð-
um ófriðarárum. í óeirðunum
1918 tók hann við stjórninni
ásamt Scheidemann, þegar Max
prins fór frá, og var síðan einn
aðalmaður þeirra stjómarbreyt-
inga, sem þá fóru fram, eftir frá-
för keisarans, stofnun lýðveldisins
og þjóðfundinn í Weimar. Átti
Ebert þó erfiða aðstöðu, og and-
stæðinga á tvær hendur, keisara-
sinnana og hina róttækari bylt-
ingamenn, eins og þeir komu fram
undir forustu Haase eða Lieb-
kneckt's. Er það þakkað Ebert
ekki síst, og hermannafulltrúun-
um, að ekki fór stjórnarbreyting
þessi í handaskolum og að þýska
ríkið liðaðist ekki sundur. Ná-
kvæm frásögn um þýsku bylting-
una og afskifti Ebert’s af henni,
er í „Heimsstyrjöldinni“ bls. 555
o. áfram.
Síðustu símfregnir.
1 Kurdistan, múhamedsmanna-
landi við Svartahaf sunnanvert,
er uppreisn hafin gegn Tyrkjum,
sem íbúunum þykir svo, sem
þröngvað hafi mjög kostum þjóð-
arinnar, í trúmálum og þjóðemis-
málum. — Loftmálaráðherrann
enski hefir nýlega farið fram á
2 milj. punda veitingu til lofthers-
ins, og vill þrefalda flotann. —
Alvarlegt misklíðarefni virðist nú
komið upp milli Breta og Frakka
út af þýskalandsmálunum ennþá
einu sinni. Vilja Bretar að setu-
lið Bandamanna hafi sig sem
fyrst á burt úr Rínarhjeruðunum,
er þjóðverjar hafi fullnægt frið-
arsamningunum, en Frakkar vilja
ekki. Er nú sagt, að Chamberlain,
utanríkisráðherra Breta, hafi í
undirbúningi samning um banda-
lag milli Breta og þjóðverja, og
hefir það vakið mikla eftirtekt.
---o--
Þingrædur.
Ræðumenskan á Alþingi hefir
alloft á síðari árum orðið mönn-
um umtalsefni, ekki síst í sam-
bandi við tillögurnar sem fram
hafa komið um það, að fella niður
prentun þingtíðindanna. Og það
verður því miður ekki sagt, að
allur almenningur tali með sjer-
legri virðingu um þau störf þings-
ins og er þinginu þó alloft ómak-
lega hallmælt fyrir sum störfin.
En um ræðumenskuna mætti þó
margt segja, enda fer sá þáttur
þingstarfanna að minsta kosti
ekki batnandi á seinni árum og
virðist heldur eki ætla að batna
á þessu þingi.
Útgáfu þingtíðindanna frá 1924
er fyrir nokkru lokið.Fylgir þar síð
ast skrá um ræðufjölda þing-
manna. Eru hjer dregin saman úr
henni nokkur atriði til fróðleiks
og skemtunar, svo að „háttvirtir
kjósendur" geti sjeð dálitla mynd
af þessum þætti þingstarf anna. En
auðvitað gefur ræðufjöldinn einn
ekki fulla eða rjetta hugmynd um
þingstörfin, og jafnvel ekki ræðu-
skapinn sjálfan. því bæði eru
þingmenn misjafnlega langorðir
og misjafnlega efnismiklar ræð-
urnar, en það sýnir töluskrá auð-
vitað ekki. Sumir þurfa líka, stöðu
þeirra samkvæmt, að tala oftar en
aðrir, t. d. ráðherramir. Og svo er
vitanlega mikill, og oft mestur
hluti þingstarfanna á öðrum svið-
um, í nefndastörfum o. sl. utan op-
inberra þingfunda, og er það oft
mikið starf og margvíslegt, sem
þannig hleðst á einstaka þing-
menn, svo að þeir eru oft önnum
kafnir allan daginn sumir. — Ann-
ars má segja, að yfirleitt sje of
mikið, of langt og of illa talað á
þingi og kastað til þingræðanna
höndunum ekki ósjaldan, þó þær
komi lagfærðar að sumu leyti í
þingtíðindunum. En auðvitað er
þetta ekki undantekningarlaust,
því ýmsir menn eru á þingi vel
máli farnir, þegar þeir kæra sig
um að beita því. En sem sagt, það
mætti vera oftar. Og þingtíðindin
og opinbert líí í landinu bera
þessa vitni.
Meginatriðin í ræðuskránni eru
annars þessi:
Flestar ræður flutti Sigurður
Eggerz, eða 77 sem forsætisráð-
herra og 73 sem þingmaður, sam-
tals 150. Næstur var Jón þorláks-
son, með 106 ræður sem fjármála-
ráðh. og 34 áður en hann kom í
stjómina, samtals 140. þriðji var
Jakob Möller, með 132 ræður.
Fjórði var Jónas Jónsson frá
Hriflu með 125 ræður. Fimti Jón
Magnússon með 90 ræður sem for-
sætisráðherra og 30 þar áður, eða
samtals 120. Sjötti var Jón Bald-
vinsson með 114 ræður og sjöundi
Tryggvi þórhallsson með 104 ræð-
ur. Áttundi er Magnús Guðmunds-
son, með 69 ræður sem ráðherra
og 28 þar áður, samtals 98. Ní-
undi er Klemens Jónsson, með 48
ræður sem ráðh. (fjármála- og at-
vinnumála) og 39 þar á eftir, samt.
87.
Úr þessu fækkar ræðutölunni
allmikið. 10. er Magnús Jónsson
með 77 ræður. 11 Ásgeir Ásgeirs-
son með 66. 12. Jón Kjartansson
með 65. 13. Pjetur Ottesen með
57. 14. Sveinn Ölafsson með 53.
15. Ág. Flygenring með 52. 16.
Jör. Brynjólfsson með 49. 17.
Bjöm Líndal með 47. 18. Eggert
Pálsson, Jóhann Jósefsson, Magn.
Torfason og þór. Jónsson með 45
hver. 19. eru Hákon Kristófers-
son og Jón Auðunn Jónsson með
41 hvor. 20. Bernh. Stefánsson
með 34 og 21. Sigurjón Jónsson
með 33. 22. er Halldór Stefáns-
son með 31 ræðu. 23. er Bjöm
Kristjánsson með 29 ræður og
Bjami Jónsson frá Vogi með jafn-
margar (var veikur um tíma). 24.
eru Einar Ámason og Guðm. ól-
afsson með 27 ræður hvor. 25.
Ingvar Pálmason með 25 ræður og
26. Ingibjörg H. Bjamason með
24 ræður. 27. er Pjetur þórðarson
með 22 ræður og 28. er Jón Sig-
urðsson með 21 ræðu. Færri en
20 ræður hafa 4 þingm. haldið,
þeir Ámi Jónsson frá Múla (15),
Ingólfur Bjarnason í Fjósatungu
(7), Sigurður Jónsson frá Ysta-
felli (17) og þorleifur Jónsson á
Hólum (12). Svo eru forsetamir.
þeir hafa talað svo: Jóh. Jóhann-
esson 1 (og sem þingm. 31), Ben.
Sveinsson 45 (og sem þingm. 1),
og Halld. Steinsson 16 (og sem
þingm. 7). Einn þingmaður er
ekki talinn í ræðuskránni, Hjört-
ur Snorrason, og hefir hann enga
ræðu haldið. En auðvitað hefur
Mefnrðn keypt
Arsrit Fræðaflelagsins
ojr snl'n þess nm ísland
og íslendinfral
hann tekið þátt í nefndastörfum
og talað þar. —- Samtals hafa
verið fluttar á þinginu 2251 ræða.
— Um hitt eru ekki skýrslur
skráðar, hver hefir verið árangur-
inn af öllum þessum ræðum.
----o..—
Víðboðið og kirkjan. IJigrj. hef-
ir áður skrifað um víðboðsmálið
og bent á það gagn og skemtun
sem af því mætti hafa hjer á
landi ef vel væri með það farið.
Nýlega var hjer í einu blaðinu
hálfgerð skopgrein um víðboðið í
sambandi við kirkjuna sjerstak-
lega. Útaf því má hjer til fróð-
leiks minna á það, að kirkjan sjálf
or þó víða um lönd farin að taka
víðboðið í þjónustu sína. T. d. hef
ir páfinn nýlega, eftir því sem er-
lend bliið segja, látið setja víð-
boðstæki í Vatikanið. Yfirmaður
ensku ldrkjunnar, erkibiskupinn í
Kantaraborg, hefir líka gengist
fyrir því, að á hverjum sunnu-
degi eru haldnar víðboðsguðsþjón
ustur fyrir skipshafnir herflotans,
sem staddar eru á víð og dreif út
um sjó. Hjer á Norðurlöndum er
einnig nýbyrjað á einu slíku
kirkjulegu víðboðsfyrirtæki. Eru
það Ferslews-blöðin í Kaupm.-
höfn, sem láta víðboða predikanir
eins hins kunnasta kennimanns
borgarinnar, sjera Olfert Rich-
ardts, þannig að fjöldi manna,
sem ekki vill eða getur komið í
kirkju, geti samt notið predikun-
arinnar í heimahúsum.
Dánarfregnir. Nýlega ljest á
Vatneyri við Patreksfjörð frú
Steinunn Jónsdóttir, systir Björns
sál. Jónssonar ritstj. og Ingibjarg
ar, móður Jóns Bergsveinssonar.
— Hjer í Rvík er einnig nýl. lát-
inn Jón Benedikts Jónsson, cand.
phil., eftir alllanga og erfiða legu.
Hann var hjer mörgum kunnur,
sjerkennilegur maður í mörgu og
vel gefinn, en gæfumaður enginn.
Einnig er nýdáinn hjer ólafur
fyr bóndi á Vetleifsholtsparti í
Ásahreppi. Sömuleiðis frú Guð-
rún, dóttir Sveinjóns í Bráðræði,
ung kona gift Hans R. þórðar-
syni, dó af barnsfararsótt.
Niels P. Dungal læknir er ný-
farinn utan til þess að búa sig
undir það að taka við dócents-
embættinu í sjúkdómafræði, við
læknadeild háskólans hjer, sem
Stefán Jónsson hafði fyrst á
hendi, en síðan Guðm. Thorodd-
sen, sem nú er settur eftirmaður
G. Magnússonar. Verður Dungal
mest í Gráz í Austurfíki.
Leitinni að togurunum Leifi og
Roberts, er nú um það bil lokið.
Hefir mikið verið um drauma og
spásagnir ýmsar og vitranir um
þessi mál og mikill trúnaður á
það lagður af mörgum og sagt að
seinni leitin hafi m. a. verið far-
in af slíkum hvötum. því miður
virðist öll leitin ætla að verða
árangurslaus.
Afli. I Sandgerði og þar syðra,
var ágætur afli síðustu vikuna,
fengu bátar 5—10 skpd. á dag.
I Hornafirði var fyrsti róður sl.
föstudag og fengust að jafnaði
3—6skp., hæst 8. Á Djúpavogi er
minni afli, en þó nokkur, og sömu
leiðis á Seyðisfirði.
Leikir. Leikfjel. er nýbyrjað að
sýna Candida eftir B. Shaw, í þýð
ingu Boga Ólafssonar og verður
getið í næsta blaði. Næst sýnir
fjel. Der var en gang eftir Drach-
mann, og leikur danski leikarinn
Adam Poulsen þar með, sem gest-
ur. En hann kemur hingað kring-
um 10. n. m. — Ennfremur er
gamanleikurinn Haustrigningar
ennþá leikinn við góða aðsókn, hef
ur verið leikinn alls um 17 sinnum
Prentsmiðjan Acta.