Lögrétta - 08.04.1925, Page 2
2
LÖGRJBTTA
Staðarfellsskólinn.
VII.
Jeg vil nú fara nokkrum orð-
um um Staðarfell sem skólasetur,
og er þá fyrst að líta á, hvemig
staðurinn liggur við samgöngum.
Síra þorsteinn í Sauðlauksdal
hefir í áðurnefndri grein sinni
lagt kapp á að sýna fram á og
sanna, að Staðarfell lægi mjög
illa við samgöngum. Jeg get ekki
stilt mig um að taka upp nokkur
atriði til að sýna fram á fjarstæð-
umar. Síra þorsteinn, sem sjálfur
hefir búið við Hvammsfjörð, seg-
ir m. a.: „Sjaldan kemur fyrir sá
árgæsku-vetur, að Hvammsfjörð-
ur sje ekki íslagður í marga mán-
uði. þá er Staðarfell innifrosið
eins og Grænland. Isinn er þó alt
af stórviðsjáll, til umferða, svo
mörg slys hafa af því hlotist".
Jeg hefi átt heima við Hvamms-,
fjörð í 4 ár og lagði ekkert af
honum þau ár. Út að Staðarfelli
lagði fjörðinn aldrei á tímabilinu
1881—1918 eða í 37 ár samfleytt.
En þegar það kemur fyrir, að
fjörðinn leggur, er Staðarfell eða
eyjamar þar fyrir utan bjargar-
höfn hjeraðsins. Árið 1920 var t.
c. mestur hlutur þess fóðurbætis,
sem hjeruðin kring um Hvamms-
fjöi’ð notuðu, fluttur að Staðar-
felli og þaðan á sleðum.
Komið hefir það náttúrlega fyr-
ir, að slys hafa orðið á ísnum. En
vill síra þorsteinn benda á þann
stað á landinu, þar sem aldrei
hafa orðið slys?
Og trú mín er það, að engum
mundi blöskra, þó presturinn teldi
upp öll þau ísslys á Hvammsfirði,
sem hann hefir haft spumir af.
Pá heldur síra þorsteinn því
fram, að hvergi hjer við land
muni vera jafn vandrataðar sjó-
ieiðir sem á Hvammsfirði. Hafn-
sögumenn á Breiðafirði hafa sagt
mjer, að enginn vandi sje að
sigla um Hvammsfjörð norðan-
verðan og að ólíku sje þar hreinni
leið en um Gilsfjörð og marga
aðra firði. Presturinn verður að
afsaka þó jeg trúi hafnsögumönn-
unum betur en honum í þessu
efni.
Presturinn nefnir eitt dæmi
máli sínu til sönnunar og segir að
það sje „órækur vottur“. það er
Staðarfellsslysið 1920. það er ekki
útlit fyrir, að hann sje auðugur
af dæmum, máli sínu til sönnun-
ar, því naumast verður það talið
smekklegt eða vel við eigandi,
að nota sorgarefni Staðarfells-
Lesbók Lögrjettu XIV.
Barnafræðsla.
Eftir Árna Árnason lækni.
------ Niðurl.
5. Framkvæmd og eftirlit.
þessu næst skal nú skýrt frá
því í fáum orðum, hvernig fram-
kvæmdirnar verða samkvæmt því,
sem þegar er sagt.
Hver húsráðandi eða framfær-
andi er skyldur að sjá börnum
smum fyrir kenslu til fermingar-
aldurs. þeir, sem ekki geta ann-
ast kensluna sjálfir, verða að taka
kennara eða kosta börnin á bama-
skóla, þar sem þeir eru. I kaup-
stöðum og kauptúnum, sem eru
hreppsf j elög, lj ettir kaupstaður-
inn undir með kostnaðinn. þau
heimili, sem hvorki geta kent
sjálf, nje heldur tekið kennara
eða kostað börn sín í barnaskóla
sökum efnaskorts, verða að leita
til sveitarfjelagsins um styrk, að
meira eða minna leyti, eftir þörf-
um. Sá styrkur sje veittur sem
hreppslán um óákveðinn tíma,
enda greiði lántakandi vexti af
skuldinni. Ef hlutaðeigandi getur
ekki, sökum fátæktar, greitt vext-
ina, skal telja það styrk. En þar
eð sá styrkur er veittur til fram-
færslu í venjulegri merkingu, þá
á ekki að fylgja honum rjett-
Smásöluverd
má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir:
"V" iznLcLl&x.
Carmen frá Kreyns & Co ... . . . Kr. 22.45 pr. J/2 ks.
Bonarosa — sama . . . ... - 19.25 - V, —
La Traviata — sama . . . ... — 20.30 — V* —
Aspasia — sama . . . ... - 17.85 — V, —
Phönix A. — sama . . . ... — 17.25 — V. —
do. B. — sama . . . ... — 20.70 — V* —
do. C. — sama . . . ... — 22.70 — V2 —
Lucky Charm — sama . . . ... - 10.10 — v* —
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Iiandsverslun íslands.
hjónanna til þess að niðra gjöf
þeirra.
Sumir mundu þó e. t. v. afsaka
þetta, ef mikið lægi við og slysið
væri í raun og veru nokkur sönn-
un. En nú er ekki því að heilsa.
Allir, sem kunnugir voru, m. a.
Magnús sjálfur, töldu það, þegar
eftir slysið, langsennilegast, að
slegið hefði í baksegl, sem kallað
er, því kviðurok var á.
Og þær tilgátur voru áreiðan-
loga hvorki miðaðar við að vera
lof eða last um Staðarfell, sem
skólasetur. Jeg býst við að eng-
inn vilji neita því, að slík slys
geti komið fyrir víðar en á
Hvammsfirði. Vitanlegt er það, að
mest af hlunnindum jarðarinnar
verður að sækja á sjó.
Ef síra þorsteinn getur bent á
skólajörð, sem hefir alla kosti
Staðarfells og þann umfram, að
þar sje hægt að hafa dúntekju,
selveiði og eyjatöðu og fl. án þess
að fara á sjó, þá mundi hann
áreiðanlega verða frægur fyrir.
„Jörðin er erfið“, segir síra
þorsteinn. Vill hann benda á jörð,
sem líkum kostum sje búin, þar
sem ekki þarf nema 2—3 karl-
menn nema um sláttinn, til þess
að reka hana og rækja að fullu.
það nægir á Staðarfelli.
Enn segir síra þorsteinn: „Meg-
inhluti Vestfirðingafjórðungs á
yfirleitt engu hægri aðsókn til
skólans, ef hann væri á Staðar-
felli heldur en þó hann stæði á
Norðurlandi eða Suðurlandi“.
það sanna er þetta:
Dalasýsla öll, suðurhluti
Strandasýslu og austustu hreppar
Barðastrandasýslu eiga auðvelt
með að sækja skólann landleiðina.
Stykkishólmur er samgöngumið-
depill Snæfellsnessýslu en þaðan
er tveggja tíma ferð á vjelbáti
eða strandferðaskipi inn að Stað-
arfelli.
„Esja“ á orðið nokkrar fastar
áætlunarferðir inn á Hvamms-
fjörð haust og vor og kemur þá
æfinlega við á Staðarfelli, ef nokk-
uð er að flytja þangað eða þaðan,
enda er þar löggilt höfn og alveg
í leiðinni. Er þá auðvelt fyrir
Vestfirðinga alla að komast þang-
að eða þaðan.
Flatey er samgöngumiðdepiU
Barðstrendinga, en þaðan er hægt
að komast á minna en sólarhring
með strandferðaskipinu til Staðar
fells.
Fargjald á 1. farrými er frá
fjarlægasta kaupstaðnum á Vest-
fjörðum, ísafirði, sem hjer segir:
Til Akureyrar kr. 29, til Reykja-
víkur kr. 28 og til Staðarfells kr.
20. Vill síra þorsteinn enn halda
því fram, að meginhluti Vestur-
lands eigi eins hægt með að sækja
skóla á Suðurlandi eða Norður-
landi eins og á Staðarfelli?
Nei, sannleikurinn er þessi: Að
öllu samtöldu munu fáir staðir
jafnhentugir fyrir skólann, hvað
samgöngur snertir eins og Stað-
arfellið, ef ekki á að hola honum
niður í kaupstað.
það er ekki hægt að segja að
sá staður sje illa tengdur við um-
heiminn, sem hefir góða höfn,
síma og brjefhirðingu. En alt
þetta hefir Staðarfell.
Eins og sjeð verður af því, sem
þegar er sagt, er óvenjulega auð-
velt til allra héimilisfanga á Stað-
arfelli, nema fiskjar. Úr því er
þó auðvelt að bæta. Auk strand-
ferðanna koma stundum vjelbátar
utan úr sjóþorpunum á Snæfells-
nesi með nýjan fisk inn á
Hvammsfjörð.
Ekkert virðist sjálfsagðara fyr-
ir kvenna- og húsmæðraskóla í
sveit, en að koma sjer upp ís-
geymslu fyrir mat. Er þannig
hægt að tryggja skólanum nýjan
fisk eftir þörfum.
Tvent er það enn, sem fundið
hefir verið að Staðarfelli sem
skólasetri. Annað er vöntun á
vatnsafli til raforku framleiðslu.
Hitt er, hve langt sje að vitja
læknis.
Um fyrra atriðið er þetta að
segja: Nóg vatnsafl fyrir Staðar-
fell og reyndar marga fleiri bæi
er aðeins 3—4 km. frá Staðar-
felli.
Mun slíkt ekki vaxa í augum,
þegar rafvirkjun er orðin almenn.
En í bráðina álít jeg að skógur-
inn bæti að mestu úr þessum
ágalla. Og ólíklegt þykir mjer, þó
valinn hefði verið skólastaður með
nógu vatnsafli við hendina, að
þegar hefði verið lagt út í raf-
veitu. Um fjarlægð læknis er það
að segja, að næstir læknar eru
Stykkishólmslæknir og Bíldudals-
læknir. Stykkishólmslæknirinn er
hægt að ná í á 2—4 tímum með
vjelbáti og frá Búðardal er hægt
að ná í lækni á 5—6 tímum land-
veg en 2—3 tímum þegar það
kemur fyrir, að fjörðurinn er
lagður innantil.
Eitt af inntökuskilyrðunum á
þennan skóla sem aðra, myndi
auðvitað verða heilbrigðisvottorð.
Ef ástæða er.til að setja fyrir sig
þessa læknisfjarlægð frá skóla
með 20-—30 nemendum á besta
aldri, með nýfengið heilbrigðis-
vottorð, þá mættu heilar sveitir
kvarta sem eiga helmingi örðugri
aðistöðu og geta ekki náð í nema
einn læknir, hvað sem við liggur.
Margir aðrir en síra þorsteinn
hafa fundið Staðarfelli ýmislegt
til foráttu sem skólasetr.i En eft-
irtektavert er það, að allir eru
þeir úr þeim hjeruðum, sem vilja
draga skólann til sín, eða þá að
þeir hafa annara persónulegra
hagsmuna að gæta.
Sem dæmi þess hve fráleitar
sumar þær aðfinslur eru, er at-
hugasemd ein eftir síra Böðvar
á Rafnseyri, í grein eftir hann,
sem kom í 24. tölubl. Lögrjettu
1924. Telur síra Böðvar það einn
höfuðókost Staðarfells, að þar sje
enginn sími nærri. En árið áður
er sími lagður heim að Staðarfelli.
VIII.
I. gjafabrjefi sínu óska Staðar-
fellshjónin þess, að Staðarfells-
skólinn verði jafnframt hús-
mæðraskóli, en ekki setja þau það
þó sem skýlaust skilyrði fyrir gjöf
inni. þetta er eitt af því, sem
reynt hefir verið að hengja hatt-
inn á, hafa sumir talið, að það
kæmi í bága við ósk frú Herdís-
ar um það, að skólinn yrði sem
líkastur skólanum á Ytri Ey.
þessu atriði er svo rækilega
evarað í „Hlín“ 1923 af frú Guð-
rúnu Briem, að við það er í raun
og veru ekki þörf að bæta og næg-
ir að vísa til þeirrar greinar. Eft-
ir greininni að dæma og eftir enn
nákvæmari lýsingu á öllu fyrir-
komulagi skólans á Ytri Ey, frá
mjög merkri konu, sem þar var,
þá leyfi jeg mjer að fullyrða, að
aldrei hafi verið rekinn skóli hjer
á landi, sem frekar hafi átt skil-
ið nafnið húsmæðraskóli.
Jeg hefi orðið nokkuð marg-
orður um athugasemdirnar, sem
komið hafa fram um Staðarfell
sem skólasetur og gjöfina, en hjá
því varð ekki komist, einkum
vegna þess, að engin er það hvöt
þeim, sem gefa vilja slíkar gjafir,
sem Staðarfellshjónin, að fá aðra
eins meðferð og þau hafa fengið.
IX.
Að lokum leyfi jeg mjer að
beina orðum mínum til Alþingis
og stjórnarinnar og skora á hvort-
tveggja að hefjast handa í mál-
inu, þegar í vetur.
Enginn skóli hefir verið stofn-
aður á þessu landi, sem jafnvel
hefir verið trygður fjárhagslega
og hinn fyrirhugaði húsmæðra-
skóli á Staðarfelli. Staðarfellið
ætti að geta fætt kenslukonumar
og gefið af sjer 2500—3000 kr.
að auki. Og þess utan á skólinn
sjóð sem gefur af sjer um 6000
krónur í vexti á ári.
Vel væri viðeigandi að þingið
eða stjórnin skipaði kvennanefnd
til þess að undirbúa málið og gera
akveðnar tillögur um fyrirkomu-
lag skólans. Mætti jeg ráða,
mundi jeg kjósa þær í nefnd
þessa, ungfrú Halldóru Bjama-
dóttur fyrv. skólastýru og kenslu-
konu í handavinnu, ungfrú Sigur-
borgu Kristjánsdóttur, sem góð-
kunn er víða af .húsmæðranáms-
skeiðum sínum, og frú Guðrúnu
Briem. Allar þessar konur eru
þektar að þekkingu sinni og
áhuga á þessu máli og mundi
það naumast betur komið í hönd-
um annara. það er viðurkend
reynsla, að hagsæld og hamingja
hvers heimilis er fyrst og fremst
undir húsmóðurinni komið. það
ætti því að liggja í augum uppi,
að meir ætti að meta undirbúning
þeirra undir lífsstarfið en nokkra
aðra sjermentun. Og sú sjerment-
un hlýtur að verða margþætt.
öllum ætti að vera það auðskilið,
að þar þarf fleira að læra en „að
un þjóðarinnar. Og á hinn bóginn
verður þetta sveitamenningunni
stoð aftur í mót. Með þessu móti
bætist mörgum sveitaheimilum,
og miklu fleiri en ella, ungt og vel
gefið mentafólk, sem að ýmsu
leyti getur orðið þeim til gagns
og gleði. þetta kenslufólk getur
cg orðið styrkur ýmsra menning-
arsamtaka í sveitunum og það
ekki síður, þótt það starfi heima
á mörgum heimilum, heldur en ef
það vinnur í einum skóla í hverri
sveit. þá er komið samræmi í upp-
fræðslu barnanna og uppeldi, er
foreldrar og framfærendur annast
hana að öllu leyti, frá byrjun til
fermingar. Eftirlitið verður heim-
ilunum hvöt til þess, að vanda and
legt uppeldi barna og fræðslu,
engu síður en uppeldið til fæðis
og klæða. Börnin eru undir hand-
arjaðri foreldranna eftir sem áð-
ur. Foreldrarnir geta líka athug-
að og dæmt um, hve vel kennar-
ir.n er til þess fallinn, að ala upp
hjá bömunum dygðir og góða
siðu, jafnframt fræðslunni.
Loks er sá kosturinn, að barna-
fræðslan verður ríkissjóði stórum
ódýrari með þessu móti en ella.
Jeg hefi raunar heyrt lítið gert
úr þessum kosti, hefi heyrt sagt
sem svo, að fjeð væri aðeins tek-
ið úr öðrum vasanum og látið í
hinn, sá kostnaður, sem ríkissjóði
indamissir eins og öðrum sveitar-
styrk, og verður að haga fátækra-
löggjöfinni eftir því. þeim börn-
um, sem hreppamir kosta þann-
ig til kenslu, skal komið í barna-
skóla, sem reisa verður í þessu
skyni. þar sem nú ekki er við því
búist, að hver sveit þurfi sinn sjer
staka skóla, þá á sýslufjelagið að
reisa skólana. Stærð þeirra og
fjöldi í hverri sýslu verður vitan-
lega ekki ákveðinn fyrirfram með
vissu, það verður reynslan að
kenna. þar sem þessir skólar
verða opinber mannvirki, þá virð-
ist, að öllu athuguðu, sanngjarnt,
að ríkissjóður endurgreiði sýslu-
sjóðum nokkum hluta byggingar
kostnaðar. Hið sama á við um
barnaskóla í kaupstöðum og kaup-
túnum, að breyttu breytanda.
Hver skóli ætti að geta orðið fyr-
ir 2 flokka barna fyrst um sinn,
og em þá hvoram flokk ætlaðar
12 vikur til náms á ári í 6 ár (8
—14 ára).
Eftirlit með barnafræðslunni,
bæði í heimahúsum og barnaskól-
um, hafa prestar eða aðrir hæfir
menn sem til þess eru skipaðir,
og greiðir ríkissjóður kostnaðinn. j
Til þess að framkvæma eftirlitið
prófa prestarnir börnin, 7 ára og
eldri, þá og svo oft, sem þeim
þykir henta. Verði þeir vanrækslu
varir, skipa þeir fyrir um endur-
bót, og sje ekki ráðin bót á,
skipa þeir svo fyrir, að þeim börn-
um skuli komið á fátækraskólann.
Sjá þeir um, að því sje hlýtt.
Kostnaðinn við þá kenslu greiðir
hlutaðeigandi, ef efni hans leyfa,
að öðrum kosti fer eftir reglun-
um um börn fátæklinga. Prestarn-
ir og hinir aðrir eftirlitsmenn
bera ábyrgð á þessu starfi á sama
hátt og öðrum embættisstörfum,
enda skulu þeir einnig háðir eftir-
liti að þessu leyti. þá er óvíst er
um eitthvert bam, hvort vankunn
átta þess stafar af vanrækslu eða
gafnaskorti, skal það athugað
nánar af viðurkendum kennara
eða á fátækraskóla. Með eftirlit-
inu ætti það að hlotnast, sem
margir telja einn aðalkost fræðslu
laganna, að fátæku bömin verða
eigi sett hjá fræðslu. Jeg hefi áð-
ur, í lok 3. kafla, drepið á mót-
bárur gegn eftirlitinu. það verður
dýrt, örðugt og ónógt, munu and-
mælendur segja. Kostnaðarmót-
báran er hálfur sannleikur. Nú er
kostað fje til barnaprófa. Ef það
er tilgangur þjóðfjelagsins, að
hafa prestastjett, sem gagn er að,
þá verður að launa þeim sóma-
samlega, en þá er líka ólíklegt,
að þeir mögli undan því, þótt þeim
sjeu ætluð störf að vinna. Vitan-
lega munu þeir og safna saman
bömum til þess að spara ferða-
kostnað. Jeg gat þess í lok 3.
kafla, að prestar hlytu að geta
prófað og dæmt um ^kunnáttu
barnanna í aðalgreinunum fjór-
um, en af þeim, þótt ekki sje ann-
að, má mikið marka kensluna að
öðru leyti. En sje eftirlitið ekki
vinnandi vegur, þá vandast málið
og þá er það meira að segja kom-
ið í óvænt efni. þá liggja líka
beint við þessar alvarlegu spurn-
ingar: Er þá nokkurt eftirlit
kleift með barnafræðslunni nú
sem stendur? Hvað eru þá barna-
prófin annað en hjegómi? Hvaða
ástæða er til þess að verja fje til
þeirra? Er þá ekki sjálfsagt, að
láta barnakennarana eina um hit-
una, láta þá gefa sjálfa skýrslu
um kunnáttu barnanna og um
kenslu sjálfra sín? Ef prestunum
er ekki trúandi til þess, að fram-
kvæma eftirlitið samviskusamlega
er þeim þá trúandi fyrir prests-
starfinu, sem er miklu vanda-
meira og erfiðara?
6. Hver er hagnaðurinn?
Skyldi nú svo reynast^ að börn
landsins fengju með þessu lagi þá
fræðslu, sem vel mætti við una,
þá er ýmislegur hagnaður auðsær
af þessu fyrirkomulagi, sem nú
skal nefndur. Barnafræðslan er
þá bygð á þjóðlegum grandvelli.
Hún sprettur upp af heimament-