Lögrétta


Lögrétta - 08.04.1925, Side 3

Lögrétta - 08.04.1925, Side 3
LÖ6BJBTTA 3 koma ull í fat og mjólk í mat“. Húsmóðirin á líka að ála upp böm, fyrst og fremst sín og oft annara líka. pegar farið er að kryfja til mergjar æfisögur ýmsra stór- menna sögunnar, þá kemur það nær því æfinlega í ljós, að þeir hafa átt göfugar og mentaðar mæður, sem þeir hjeldu áfram að unna og bera fylstu virðingu fyr- ir eftir að þeir voru sjálfir orðn- ir mentaðir menn. „1 sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna; og hvar er menning manna, ef mentun vantar snót“. það er von mín og trú, að frá Staðarfellsskólanum megi í fram- tíðinni stafa þeir ylgeislar, sem best hlýja og hlúa að mentun og manngöfgi á Vesturlandi, svo að aldir og óbomir blessi hann og minningu þeirra, sem til hans hafa stofnað. Treysti jeg öllum góðum mönn- um og göfugum konum til þess að vinna að því, að svo megi fara. 1 jan. 1925. B. H. J. ----o---- Tvær stökur. Atgerfi er aldrei hlíf íslands bestu sonum; alt fer þetta auma líf eftir peningonum. Gamburmosa glaumnum frá guð mig losar síðar; jeg er frosinn utan á eftir vos og hríðar. Jón S. Bergmenn. ----o---- Bókaverð. Hjer er alloft um það talað, að bókaverð sje orðið of hátt og sjálfsagt með rjettu að nokkru leyti, þó oft verði ekki sanngjarnlega um slíkt dæmt í fJjótu bragði af ókunnugum. það er þó víðar en hjer, sem þetta hefir orðið mönnum umhugsunar- og umkvörtunarefni. f Englandi hefir t. d. verið mikið um það rætt. Nýlega er komin þar út bók um þetta eftir Stanley Anwin (The Price of Books). Eru þar raktar orsakir þessa m. a. og kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að hið háa bókaverð sje hvorki rithöf. nje bókaútgefendum að kenna, heldur að langmestu leyti prentsmiðjunum og bóksölunufti (smásölunum), og mun það eiga við víðar. sparaðist, lenti annarsstaðar. þetta er að vísu satt, en eins og allir sjá, eru þetta engin rök gegn heimafræðslunni. Og auk þess fylgir böggull skammrifi. því með sömu röksemdafærslu má líka heimta, að ríkissjóður fæði og klæði öll landsins börn, reki land- búnaðinn og hverskonar fyrirtæki, sem einstakir menn nú reka og hafa kostnað af. þessa röksemd má því alveg eins nota til varnar þjóðnýtingu jafnaðarstefnunnar eins og til vamar opinberu barna- fræðslunni. En hvað sem um það er, þá er það alls ekki sama, í hvorum vasanum kenslufjeð er, vasa ríkissjóðs eða vasa bænda. því það er ekki tilætlunin, að hon- um sparist þetta fje alt. því á að verja til unglingafræðslunnar í landinu. En hvorttveggja, bama fræðslan og unglingafræðslan, verður ríkissjóði of þung gjalda- byrði. það er vafalaust, að eigi ríkissjóður að sjá um alla bama- fræðslu frá byrjun, launa barna- kennurum eins og sjerfræðingum og reisa barnaskóla um land alt, þá verða ekki margar krónur af- gangs handa unglingafræðslunni. Annaðhvort yrði að sitja á hak- anum, þangað til vjer værum orðin betur efnuð þjóð. En með þessu móti, og þessu einu móti, er unt að fá það tvent í senn, OuQnmlir Hrason ynði (Áheit). Fátt átti betra að bjóða buðlungur manna og þjóða, íslenskum lýð á óstjórnartíð en Guðmund Arason góða. þá fárskapar flugdrekinn þandi væng’ yfir voru landi, spjó eitr’ yfir þjóð með afdráps móð, að grandi varð bræðrabandi, — fram steig hann einn svo fagurbeinn og sólarhreinn sá sigursveinn, eins og loggeisl’ af lífguðs hjarta; lýst’ yfir land og lýða sand ‘ með krepta hönd um krossins blessaða brand; kraminn reisti og kærleik leysti, slitið lífgaði bræðra band; kyrkjunnar báleldinn bjarta glæddi, og ljet um láðs vors auðnir skarta. Smáður hann var af vondri öld og víttur sem Drottinn forðum. þó kærleiks eldmóðar skygndum skjöld hann skaut móti syndar-orðum. Fáan hærra bar á stærri storðum. Á drápsvíga dimmu láði hann orustur ótal háði: við forneskju ferlega vætti, við þjóðtrúar þrúðga mætti, við syndarinnar sjötugfalda þætti. En vopnið eina í öllum meinum var hið sama silfurbjarta sverð með hreinum brandi og beinum, sem að ilsku hneit við hjarta: trúar-isax með sigri í eggjateinum. Og undan hrukku heiðin rögn. Helveg stukku foraðs-mögn; bana drukku ögn fyr’ ögn. Ósköp sukku í feikna-þögn. En velli hjelt hann, sem að himinleiðum hraunstíg fann upp af jarð-veg breiðum, sem vantrúar sundraði skuggaskýjum, svo skein yfir þjóðina óðhug nýjum, þegar dimmviðris mold var fent o’n í fold og fallið að velli öldungsins hel- vígða hold. því Eysteins ódáins ljóð — himin-lilju heilög ljóð — og Arasonar sólar-hljóð — Arasonar sigurfórnar blóð — j sem fyrst, góða barnafræðslu og j góða og nógu marga unglinga- skóla, án þess að ofbjóða ríkis- sjóði. Ef til vill verður heimafræðsl- an nokkru dýrari, heldur en ef börnum er safnað í skóla. það þarf fleiri kennara og meiri kensluáhöld. En óvíst er, að það nemi miklu. Bændur, sem ekki hafa tíma aflögu, verða að sjá um undirbúningsfræðslu ungu barn- anna hvort sem er, en heimilis- kennararnir annast hana auðvitað jafnframt. Bændur munu líka I sýna hagsýni í því, sem öðru, fá sjer kennara í samlögum eða skiptast á um börnin, eins og reynt er nú. Kensluáhöld þyrfti fleiri en ella, en þó myndi mega skiptast á um þau að nokkru leyti. Annars efast jeg um, að þau sjeu alstaðar fullkomin eins og er. — þannig horfir málið þá við frá mínu sjónarmiði. Hugsjónin er sú, að börn þjóðarinnar fái þá fræðslu og mentun, sem hollust er og best allra, og að íslensk al- þýða verði betur mentuð en ger- ist annarsstaðar, en hvorttveggja verði með ekki meiri opinberum kostnaði en ríkissjóður vor, sem ekki er efnaður, geti risið undir. það er svo langt frá því, að vjer, íhaldsmennirnir í fræðslumálum, Guðmundar dáðu dýran trúar- móð. Og síðast Hallgríms í helgu spjalli Hólabiskupsins heilagt líf varið kristindómsins dýrðar-hlíf magnar segulmátt í stefjafalli; — framtíð ljómar landi á sögu stalli: fagurskærast skin af alda palli! Stólpi guðs í dimmum drögum dregur hann önd með helgum lögum yfir hergný hrikatíða á hærri leið: til guðs hins blíða! þoreteinn Bjömsson úr Bæ. ----o----- Athugasemdir við „Dægradvör Bened. skálds öröndals Frh. ----------- Um Halldór Guðmundsson og Gísla Magnússon kennara farast . Gr. svo orð, að þeir hafi báðir komið daglega ölvaðir í tíma og verið drukknir framan í öllum við opinber próf. Gísli Magnússon var látinn, er jeg kom í skóla og get jeg því ekkert um hann borið. Halldór Guðmundsson var eini kennarinn, sem drakk svo á bæri. Vildi það alloft til, að hann kom dálítið ölvaður í kenslustundir, en það mátti líka telja honum til málsbóta, að hann var jafnan hmn skylduræknasti. Kendi hann .námsgreinar sínar sem ekkert hefði í skorist, og kom í sjer- hvern tíma, því hann var gæddur stálheilsu, þótt lágur væri vexti, en ver var látið hjá honum í kenslustundum, en hinum kennur- unum, sökum ölhneigðar hans. Samt var það illa og ómaklega gert, því betri og saklausari manni hefd jeg tæplega kynst. En æskan ræður lítt við sig og er full af fjöri, óstýrilæti og gáska. Sem sýnishom þess, hve ólætin í kenslustundum hans voru ómak- leg, skal þessi saga sögð: Dag nokkurn var dr. Ólsen hjá okkur í 2. bekk í grískutíma. Gerast þá alt í einu svo mikil ólæti á loftinu yfir okkur (þar var þá 3. bekk- ur) sem alt ætli um koll að keyra. Stökkur Björn Ólsen þá út og við allir í hámót á eftir. Ólsen rífur upp dyrnar og sjáum við þá Halldór ^standa þar á miðju gólfi í hamförum, því þriðjabekkingar höfðu gert hann fokreiðan. Ól- sen segir þá við hann: „Hvað gengur hjer á, Halldór, eru piltar ósvífnir við þig?“ — Halldóri rann þegar reiðin, en varð orð- viljum grafa grundvöllinn undan alþýðufræðslunni í landinu, að við viljum þvert á móti þannig finna ráð til þess, að þjóðin geti orðið fyrirmynd að alþýðumentun. þessi íhaldsstefna er í mínum augum stórtækari og víðsýnni en sú fram farastefna, sem vill sætta sig við opinbera barnafræðslu að miklu leyti eina, um óákveðinn tíma. því er samt ekki að neita, að hugsanlegt er, að þetta fyrirkomu lag reynist ekki unt, reynist þjóð- menningunni ofurefli. En þó ber að telja það illa farið. það er illa farið, ef ófært reynist, að börnum sje kent heima. það er illa farið, ef eftirlitið yrði einskisvert og ekki má treysta oss embættis- um þjóðarinnar og opinbei’um starfsmönnum. Alþingi má ekki ganga að því vísu, heldur verður að vona hið gagnstæða örugglega. þessvegna hefði átt að byrja þessa leiðina, en fara hina síðan, ef þessi reynd- ist ófær. En verði þessi leið farin, þá verður hún raun, sem sýnir, hvers íslensk alþýða er megnug og hvers má af alþýðumenning- unni vænta. þeir, sem mikið tala um hana og ágæti hennar, geta því allra síst gerst þeir menn að vinna á móti því, að þessi leið verði farin. -----o---- fall í svipinn, uns hann segir: „Nei, það er svo sem ekkert, þeir eru góðir greyin“. Svo ljet hann hurðina aftur og tók til að kenna á ný. Saga þessi sýnir allvel, hve Halldór hafði góðan mann að geyma, enda sór jeg það þá við höfuð mitt, að aldrei skyldi jeg taka þátt í ólátum í kenslustund- um hans, og það held jeg að jeg hafi efnt. þótt Halldór væri hið stakasta góðmenni, hafði hann samt til að vera mjög bráður, einkum ef hann var við öl. Kom það þá fyrir, að hann gaf piltum „nótu“ sem kall- að var, en oft skóf hann þær síð- an út. Eitt sinn kom Halldór í tíma til okkar í 4. bekk. Er Hall- dór kom inn í bekkinn, hafði síra Theódór á Bægisá, aldrei þessu vant, reykjarpípu í munninum og þeytti frá sjer kolsvörtum reykj- armekki, en það var harðlega bannað að reykja inni í skólanum. Ilalldór var þá dálítið við öl, en þá jafnan bráðari. Rauk hann þeg ar í einkunnabókina og gaf síra Thoódór „nótu“ er svo hljóðaði: „I tímanum milli 12 og reykti Theódór Jónsson inni í bekk“. þetta átti að hljóða svo: í tíman- um milli 12 og 1 reykti Thoódór Jónsson inni í bekk, en „eitt“ hafði óvart fallið úr. þar eð „nót- an“ fjell í hendingar, eins og Hall- dór hafði skrifað hana, skrifaði einhver gárunginn botninn fyrir neðan: „úr sjer grárri gufu feykti svo Guðmundsen varð lostinn skrekk“ (Skræk). þegar Halldór kom í næsta tíma sá hann að botn að hafði verið og brosti að. Tók hann síðan upp hníf sinn og skóf alt út. Síra Theódór var hinn siðprúðasti piltur. það vissi Hall- dór og mun það meðfram hafa valdið því, að hann skóf „nótuna“ út. — Á stúdentsárum mínum kynt- ist jeg Halldóri Guðmundssyni best. Kom jeg þá oft heim til þeirra sambýlinganna Iialldórs og Hallgríms sál. Melsted. Var Hall- dór þá jafnan glaður og reifur, og sagði mjer allítarlega frá hátt- um pilta á Bessastöðum og' lífi þar. Halldór var gáfaður og fjöl- fróður; var hann forkunnar-vel að sjer í ýmsum fræðigreinum, t. d. latneskri bragfræði (metrik). Engum kennara latínuskólans lýsir Gr. jafn illa og dr. Bimi Ólsen. Er sú lýsing afskapleg. 1 Gylfaginning er sagt, að Loki Laufeyjarson hafi flest ilt gert með goðum og mönnum. Á líkan hátt á dr. Ólsen að hafa eitrað sambúð kennara og pilta og rægt ' kennarana við rektor, þ. á. m. Gröndal. þetta er ljót lýsing, ef sönn væri, en sem betur fer, er hún að mestu leyti röng. Að vísu var dr. Ólsen mjög afskiftasam- ur, e. t. v. óþarflega afskiftasam- ur um alt, er snerti stjórn skól- ans. Auk þess skorti hann næga lipurð til að koma þeim umbót- um fram, er hann taldi nauðsyn- legar. Hann var skapstór og gat verið hranalegur. Hitt er líka jafn áreiðanlegt, að hann bar hag og sæmd skólans fyrir brjósti og vildi gengi hans í hvívetna. Um- ^bótalöngun hans var eingöngu sprottin af skyldurækt og brenn- anda áhuga á því að alt væri í sem bestri reglu. Dr. B. Ólsen er svo þjóðkunnur, að óþarft virðist að geta þess, hve frábær vísinda- maður hann var og ágætur kenn- ari. Ættjarðar-vinur var hann og hinn mesti. Nægir það eitt því til sönnunar, að benda á hinar stór- merku og hálærðu ritgerðir hans í tímariti Bókmentafjelagsins gegn próf. Finni Jónssyni: „Hvar eru eddukvæðin til orðin?“ Sýnir hann þar og sannar til fulls með strangvísindalegri nákvæmni, að kvæði þessi hljóti að hafa verið ort hjer á landi, og getur enginn óvilhallur maður efast um það framar. Gr. kvartar um það, að dr. ólsen geti þess hvergi, að Gr. hafi fært hin sömu rök fyrir sumu þessu áður. þetta er ei als kostar rjett. Jeg minnist þess, að dr. Ólsen vitnar til Gr. að minsta kosti á einum stað. Hvað þeim Gr. og dr. Ólsen hefir farið á milli á kennarafundum, get jeg ekkert sagt um. Piltar fengu aldrei að vita hvað þar gerðist. Nl. Hallgr. Thorlacius Glaumbæ. ---o--- Ritdómur. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Gefin út af hinu íslenska fræðafje- lagi í Kaupmannahöfn. 3. hindi. 1.—3. hefti. Khöfn 1923—24. Með 2.—3. hefti sem kom út í surnar eð leið, er lokið 3. bindi þessa mikla og merka ritverks, sem þeir próf. Finnur Jónsson og ' meistari Bogi Th. Melsteð hafa j gefið út fyrir Fræðafjelagið. Hef- ir próf. Finnur nú hætt við út- gáfuna vegna annríkis við önnur störf, en Melsteð sjer um hana framvegis. Um sjálfa útgáfuna er ekki nema gott að segja. þó hefði jeg kosið að hún hefði öll verið gerð stafrjett eftir frumritinu, úr því það er til. Nú eru yfirskriftir (nöfn) jarðanna stafrjettar, en ekki annað. þetta bindi, sem nær yfir Gull- bringusýslu, mun þykja hvað merkilegast fyrir margra hluta sakir. Á þessu svæði hafa orðið meiri brevtingar í lifnaðarháttum og búnaði en á nokkru öðru svæði á landinu. Sem dæmi upp á hvað finna má í bókinni, set jeg hjer tvo kafla, lýsing á höfuðbólinu Bessastöð- um, og kafla úr lýsingunni á Reykjavík. Lýsingin á Bessastöðum er svona: „Jarðarinnar dýrleiki þykjast menn heyrt hafa að verið hafi 12 hundruð. Eigandinn er kong- leg Majestat. Hjer er amtmanns- ins resídens og fóetans þá svo til hagar. Landskuld er hjer engin nje hefur verið í nokkur hundruð ár. Leigukúgildi engin nje leigna- gjald. þar eru nú 3 kýr, ásauður enginn, klárhestur einn, sem skal vera af inventarie, 2 reiðhestar, sem heyra Mons. Beyer til. Fóðr- ast kunna þar nú 6 kýr og ekk- ert meir. Túnið segist að vera 8 kýrfóðurs vellir og er_ nú sökum áburðarleysis og annarar van- ræktar stórum af sjer gengið og víða komið í mosa. Heimilismenn eru nú 19 sem eru: Monsr. Beyer með hans Familie 6, ráðsmaður 1, vmnumenn 7, drengir 2, vinnu- konur 3. Sölvafjöru á jörðin lítils- verða inn við Bessastaðanes, hvör þó ei brúkast. Eldiviðartak af mó var til forna nægjanlegt í Bessa- staðanesi, en tekur nú mjög so að rjena. Engjar eru öngvar. Tún- ið brý’tur að sunnanverðu Lamb- húsatjörn, er gengur úr Skerja- firði. Haglendið brjóta flæðiskurð- ir, er ganga úr Bessastaðatjörn norðanvert á Bessastaðaland. Vatnsból er slæmt og erfitt, og þrýtur jafnlega á þerrasumrum og frostavetrum. Heimræði brúk- ast ekki en skipstaða Bessastaða- manna er í Melshöfða". Líklega mun þó flestum finn- ast mest til lýsingarinnar á kóngs jörðinni Reykjavík og hjáleigum hennar, og svo nágrannajörðun- um, Nesi, Engey, Laugarnesi o. s. trv. M. a. segir þar um kvaðir þær sem liggja á Reykjavíkurbóndan- um: „Kvaðir eru mannslán um ver- tíð, betalast in natura. Tveir dag- slættir í Viðey og fæðir bóndi manninn. Að láta bera fálkana af Víkursandi fram í Hólmskaup- stað alla upp á sinn kost, því Álft- nesingar bera fálkana allskjaldan lengra en til Víkur. Heyhestur einn til fálkafjár síðan þeir sigldu í Hólmi, fyr ekki. Flutningur hvenær sem Bessastaðamenn

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.