Lögrétta - 08.04.1925, Qupperneq 4
4
LÖGRJETTA
kalla, til lands að Skildinganesi,
til vatns fram í Hólmskaupstað.
Reiðingur og klyfberi hefur einu
sinni heimtur verið til alþings og
í tje látið, en hvorugt aftur til
skila komið“.
Örnefnið Bygggarður, sem er
lögbýli í óskiftu Ness heimalandi,
sýnir greinilega að þar hefir kom-
rækt átt sjer stað, eins og áreið-
anlega víðar á þessum slóðum.
það er mjög merkilegt að sjá
hvað kvaðirnar til Bessastaða-
manna hafa verið miklar og þær
hljóta að hafa komið sjer oft og
einatt mjög illa.
Fyrir hjeraðasöguna og sjer-
staklega fyrir sögu íslensks land-
búnaðar og menningarsögu er
þessi bók eitt af dýrmætustu
heimildarritum. Er vonandi að
Fræðafjelagið geti haldið útgáf-
unni ósleitilega áfram.
Sigfús Blöndal
----o----
Ættarnðfn og Alþingi.
Lesendum Lögrj. eru kunnar
ættarnafnadeilurnar af ýmsum
greinum, sem birst hafa. hjer í
blaðinu um þau mál. Hefir þó oft
farið meiri fítungur í þær deilur
en efni standa til og málið í heild
sinni ekki eins merkilegt og marg-
ir vilja vera láta. Af andstæðing-
um ættarnafnanna hefir mestur
gustur staðið af hr. Bjama Jóns-
syni frá Vogi. Hefir hann flutt
á hverju þingi frumv. um afnám
ættamafna. Var frágangur frv
þess í upphafi hin mesta hörm-
ung, en hefir iagast. En ástæður
þær, sem fram verða færðar gegn
ættamafnasiðnum hafa þó ekki
á síðkastið verið raktar af meiri
þunga eða skýrar og skemtilegar
af öðmm en honum, og þó nokk-
uð einhliða. Skal hjer nú ekki
deilt um þessi efni aftur, en vik-
ið lítillega að nýjum sið, sem fjár-
veitinganefnd neðri deildar hefir
nú tekið upp í till. sínum og skjöl-
um. En þar er breytt nöfnum
allra þeirra manna, sem ekki bera
nöfn sem falla í geð nefndinni og
eru þeir skírðir á ný. Mun þetta
gert til þess að forðast ólán ætt-
arnafnanna, en samkvæmnin eða
heilindin þó ekki meiri en svo, að
víðast er hinum rjettu nöfnum
lofað að standa á eftir, í svig-
um. þar er t. d. Sigurði Jóhann-
essyni veittur 3200 kr. styrkur til
ritstarfa, en styrkinn hirðir svo
til viðbótar launum sínum annar
maður sem heitir Sigurður Nor-
dal. Manni nokkrum að nafni
Sveinbirni þórðarsyni eru veitt
heiðurslaun, en „heiðurinn“ tek
ur svo Sveinbjörn Sveinbjömsson
tónskáld. Sumir vildu líka veita
frú Theodóru Thoroddsen 800 kr.
styrk, en þá konu þekkir fjár-
veitinganefnd ekki hót. Aftur á
móti hefir hún fundið aðra konu,
sem heitir Theodóra Guðmunds-
dóttir og vill gjama veita henni
þessar krónur. þá hefir Eggert
Briem skrifað bók um Lögberg
hið forna og vill fá af landsfje
1000 kr. til útgáfukostnaðar. En
það virðist fjvn. ekki vilja. Hins-
vegar vill hún ólm láta einhvem
Eggert Eiríksson gefa út bók um
sama efni og styrkja hana. Einn-
ig hefir fjvn. fundið það upp, sem
ókunnugt var áðui', að Jakob
Thorarensen hafi ekki ort Spretti
og Kyljur og vill nú í staðinn
greiða Jakobi nokkrum Jakobs-
syni skáldalaun fyrir þær bækur
og hefir hann þó ekki sótt um
þau. þá mun nefndinni þykja ís-
lendingasaga Boga Th. Melsted
sækjast nokkuð seint og leggur
því til að einhver Bogi Jónsson
verði látinn halda henni áfram.
Eitthvað er nefndin óánægð með
Biblíuljóðin, því hún tekur öll
laun af Valdimar Briem, en vill
þó veita áþekka upphæð einhverj-
um klerki austanfjalls og nefnir
til Valdimar ólafsson.
Svona er þetta alstaðar. Ættar-
nöfn eru bannfærð, og nöfnum og
mönnum brenglað og ruglað holt
og bolt. Nú skal s. s. ekkert dæmt
hjer um gildi eða rjett ættar-
nafna. En fíflskaparmál og ókurt-
eisi eins og þessa í opinberum
skjölum, er þó rjett að átelja. þvi
hvort sem ættamöfn eru smekk-
leg eða ósmekkleg, eru þau lög-
helguð af Alþingi sjálfu og breyt-
ing á þeim er þessvegna yfir-
troðsla á lög og landsrjett. Situr
ekki á þinginu að ganga þar fyrir.
Annaðhvort verður þingið að láta
núverandi nafnsið einstakling-
anna óáreittan, eða taka af þeim
á löglegan hátt rjettinn til að
ráða nöfnum sínum. það gæti svo
stofnað nýtt embætti, til þess
annaðhvort að „númera“ borgar-
ana, eins og breytingartillögur
við fjárlög, eða sjá um að þeir
höguðu sjer í hvívetna svá sem
görði þórgerðr Egilsdóttir. —
Annars er sagt að einn liður
standi eftir óleiðrjettur á fjárlög-
um og sje mjög til málspillingar,
tn það er: til að þýða Goethes
Faust. En Goethe, fíflið að tama,
var svo úrkynjaður að hann bar
ættarnafn Jóhanns föður síns og
annara forfeðra sinna. En þessi
fjárlagaliður, sem Lögrj. hjer með
mælir með, ætti að orðast svo:
Til Bjama Jónssonar frá Vogi —
til þess að þýða Fást Jóhanns
Jóhannssonar, kr. 1200. Eða svo
mundi þorgerður Egilsdóttir
sennilega hafa orðað hann.
----o---
Lundúnaháskóli.
Námsskeið fyrii- útlendlnga.
herbergi £1:13:0, um vikuna. 1
þessu eru innifaldar máltíðir aðr-
ar en luncheon (kostar ls 6d) og
tea (6d; en þessar tvær máltíðir
geta allir nemendur fengið þar,
þótt eigi sjeu í heimavist.
Sje þess óskað í tæka tíð, út-
vegar skólastjórnin nemendunum
bústaði hjá góðu fólki og þar sem
þeir eru ekki látnir borga meira
en sanngjarnt er. Stúlkur sem
námsskeiðið sækja og engan eiga
að í London, ættu fortakslaust
að nota sjer þá hjálp, en þó helst
af öllu að taka heimavistina ef
þess er kostur.
Jeg má ekki misnota góðsemi
ritstjórans með því að gera þess-
ar línur altof margar, og verð því
að sleppa mörgum upplýsingum
sem ýmsum mundi kært að fá,
t. d. allri greinargerð fyrir því,
hvað kent er og hvernig. þeir
sem vilja nota þetta tækifæri ættu
tafarlaust að skrifa til háskólans,
þannig:
Holiday Course,
The University Extension
Registrar,
University of London,
London, S. W. 7.
og biðja um allar nauðsynlegar
upplýsingar. Fólk flykkist á þetta
námsskeið úr öllum löndum og
heimsálfum, svo að ekki er unt
að svo komnu að taka á móti ná-
lægt því öllum umsækjendum; en
hjer sem víðast er first come,
first served. Ekkert þýðir að
skrifa mjer um þetta efni, þvi
eins og skiljanlegt er, hefi jeg
ekki hentugleika til að svara slík-
um brjefum.
Reykjavík, 5. mars 1925.
Snæbjörn Jónsson.
ast svo, að þau fara að læra að
ljúga, láta þau stundum fylgja
með hreinskilnissvörunum: þú
mátt ekki vera vondur. Eins segi
jeg við þá þingmenn, sem hjer eru
staddir. Fyrirrennarar ykkar og
þið hafi^ til þessa, gert krýlis-
Uröfur fyrir landbúnaðinn reistar
á röngum grundvelli og það er
aðalatriðið.
Jeg hefi rekið mig á það, að
mönnum er alment ekki kunnugt,
að allsstaðar erlendis hefir land-
búnaðurinn lán með lægri vöxtum
og til lengri tíma en sjávarútveg-
urinn, og byggist það vitanlega
á því, að landbúnaðurinn er
tryggari og áhættuminni atvinnu-
vegur. Hjer á landi eru menn
fyrst nú að vakna til umhugs-
unar um þetta. þetta atriði hefir
staðið íslenskum lándbúnaði af-
skaplega fyrir þrifum. Jeg hefi
farið nokkrum orðum um sjávar-
útveg og landbúnað frá peninga-
legu sjónarmiði, en sem betur fer
eru önnur hærri verðmæti til en
peningar. Landbúnaðinum frá
þjóðernislegu sjónarmiði mun jeg
víkja nánar að síðar.
Jeg ætla mjer með nokkrum
orðum að víkja að ástandinu á
Suðurlandsundirlendinu. þar er
landbúnaðurinn í stórhnignun,
þrátt fyrir gott árferði undan-
íarin ár. Hnignunin stafar mest
af fólkstraumnum úr þessum
sveitum til Reykjavíkur og Vest-
mannaeyja. það má heita svo, að
.bömin fari frá foreldrum sínum
jafnóðum og þau komast á legg.
Sjerstaklega á þetta sjer stað um
kvenfólkið. Mjög víða eru ein-
yrkjar á litlum jörðum með smá
bú og með fjölda barna, sitt á
hverju árinu, sem konan ein verð-
ur að sjá um. Jeg þekki dæmi til
þess, og það fleiri en eitt, að kon-
an verður, auk bæjarverka, að
ganga með bónda sínum að slætti
og auk þess gæta barna sinna sitt
á hverju árinu, og hafa þau þá
stundum með sjer í tjaldi á engj-
unum. Hvernig mundu húsfrúr
Reykjavíkur, sem hafa eina til
fjórar vinnukonur til húsverk-
anna einna, kunna slíkri æfi?
Sumstaðar verða kvenfólk og
börn að sinna gegningum á ver-
tíðinni, meðan húsbóndinn er í út-
veri.
Margir hraustir sjómenn hafa
orðið Ægi að bráð í vetur. Slíkt
er hörmulegt. En kona og börn
hafa einnig orðið úti í vetur við
ekepnuhirðingu. það er enn hörmu
legra. það er meira en það taki
tárum. Allir verða af fremsta
megni að sporna við því að slíkt
geti komið fyrir aftur.
Frh.
----o-----
Verðlækkun bóka. Kaupendur
Lögrj. ættu að geyma verðskrána
í síðasta tbl., sem sýnir hið nið-
ursetta verð á útgáfubókum þor-
steins Gíslasonar, en eyðileggja
hana ekki.
Sönglög eftir Árna Thoi'steins-
son ætti hver maður að eignast,
sem fæst við söng eða hljóðfæra-
slatt. Einsöngslögin kosta nú að-
eins kr. 6.00 og karlakórslögin
kr. 2.50.
Stafrof söngfræðinnar, eftir
Björn Kristjánsson, kostar nú að-
eins kr. 3.00 í bandi. Besta bók
handa byrjendum í söngnámi.
Stúdentafjelagið hjelt nýlega
íund og var rætt um jafnaðar-
stefnuna. Málshefjandi var Hjeð-
inn Valdimarsson skrifstofustjóri.
Talaði hann aðall. um það, hvern-
ig flokkurinn hugsaði sjer það,
að framkvæmdar yrðu hjer á
Iandi hugsjónir stefnunnar. Ætl-
aði hann að vinna á þingræðis-
grundvelli að þjóðnýtingu atvinnu
veganna smámsaman. En bylt-
ingu aðhyltist flokkurinn ekki og
gerði ekki ráð fyrir henni, nema
þá því að eins, að íhaldið og auð-
valdið beitti hann því harðræði
að hjá henni yrði ekki komist.
Urðu fjörugar umræður á eftir
og tóku þátt í þeim Guðm. Finn-
Hefurðu keypt
Arsrit Fræðaljelagsins
og- siif'ii |iesN um íslnml
og íslenilinga?
-------t....... « ....f
íslensk frímerki keypt.
Greið skilagrein.
Sendið tilboð. Biðjið um tilboð.
J. Ahl-Nielsen,
Bentzonsvej 37, Köbenliavn F.
bogason, Jón þorláksson, Ólafur
Friðriksson, Ólafur Thórs, Ásg.
Ásgeirsson o. fl.
Fjársöfnunin til ekkna og að-
standenda þeirra sem fórust á tog
urunum tveimur í febr. heldur enn
áfram og gengur greiðlega. í
Landsbankanum hafa t. d. safnast
alls 22300 kr. og í íslandsbanka
um 50 þús. þegar Lögrj. fjekk
síðast upplýsingar. En þá munu
hafa verið ókomnar m. a. 20 þús.
frá Hellyer-bræðrum, eigendum
annars togarans sem fórst. Eig-
endur hins, Geir Thorsteinsson
og Co. gáfu 15 þús. kr. Útgerðar-
fjelagið Belgaum gaf 10 þús. kr.
Aðrar einstakar upphæðir hafa
ekki verið birtar, svo að blaðinu
sje kunnugt. — Samúðarskeyti
ýms höfðu borist hingað út af
þessum sjóslysum og hefir Lögrj.
áður getið nokkurra þeirra. Með-
al þeirra, sem ekki var getið þá,
voru boð til stjórnarinnar hjer
frá Ileri'iot forsætisráðherra
Frakka og Mowinchel forsætis-
ráðherra Norðmanna.
Leikfjelagið sýnir nú Candida
eftir B. Shaw, eitt af höfuðskáld-
um nútímans á enska tungu. Hef-
ir áður verið leikið eftir hann hjer
eitt rit, en C. er þó eitthvert
allrabesta leikrit hans og yfirleitt
vel með það farið hjá Leikfjel.
Ekki hefir þó aðsókn verið sjer-
lega mikil, og minni en vera
mætti því þetta er sjálfsagt besta
leikritið sem hjer hefir verið sýnt
í vetur. Aðalpersónurnar leika
þau frú Guðrún Indriðadóttir
(Candida) og hr. Óskar Borg
(maður hennar, prestur og þjóð-
fjelagsumbótamaður) og hr.
Gestur Pálsson. Einnig hr. Friðf.
Guðjónsson, frú Soffía Kvaran og
hr. Ág! Kvaran. Næst leikur fje-
lagið: Der var en gang eftir
Drachmann og verður Adam Poul-
sen þar gestur, og fer með sitt
hlutverk á dönsku, en aðrir á ís-
lensku. Hann hefir hjer einnig
nokkur upplestrarkvöld.
Gunnar Gunnarsson skáld hefir
nýlega flutt erindi á stúdentafje-
lagsfundi í Khöfn um samvinnu
og sameiningu Norðurlanda og
hvatti mjög til hennar og urðu
fjörugar umr. á eftir. Var vel tek-
ið í mál hans, nema helst það,
þegar hann talaði um að allir
Norðurlandabúar ættu að læra ís-
lenska tungu, eða að minsta kosti
leggja meiri áherslu en nú væri
gert á það nám í fommálinu, sem
þegar væri byrjað á í Danmörku.
þótti Dönum það þungar kvaðir
og kvörtuðu sáran.
Dýralíf heitir blað, sem ólafur
Friðriksson er farinn að gefa út.
Kemur það út 9 sinnum á ári og
flytur ýmsan fróðleik um dýra-
tegúndir og lifnaðarhætti þeirra.
Útflutningur ísl. afurða i mars
s. 1. nam alls um 3 millj 386 þús.
kr. Allur útflutningur það sem
af er árinu nemur tæpum 15 millj.
en var á sama tíma í fyrra um 24
millj. Hæstu útflutningsliðirnir í
mars voru verkaður fiskur fyrir
ca. 1 millj. 356 þús. og óverkað-
ur fiskur fyrir 1 millj. 446 þús.,
lýsi fyrir 200 þús. og söltuð skinn
fyrir 116 þús. þá voru 234 tn. af
keti fyrir 39 þús., ull fyrir 41
þús., gærur fyrir 25 þús., hrogn
fyrir 16 þús., rjúpur (6538 st.)
fyrir 3(4 þús., dúnn (111 kg.)
fyrir 6278 kr., gráðaostur (2036
kg.) fyrir 5294 kr. og saltaður
karfi (106 tn.) fyrir 2869 kr. o.fl.
Prentsmiðjan Acta.
það er eðlileg afleiðing af hinu
hraðvaxandi enskunámi hjer á
landi síðari árin, að fjöldi af ungu
fólki hefir nú sterkan hug á að
komast til Englands og stunda
þar nám, þótt ekki væri nema of-
urlítinn tíma. En á þessu eru
tíðum þeir annmarkar, að menn
ýmist þekkja engin deili á ensk-
um skólum sem hentugt eða jafn-
vel hugsanlegt væri að leita til, og
þá ekki síður hitt, að sjaldan er
unt að komast í skóla til mjög
skammrar dvalar, en kennarar t.
d. hafa ekki öðrum tíma yfir að
ráða en hásumrinu. Mjer finst því
nærri skylt að vekja athygli slíkra
manna á sumarnámsskeiði því, er
Lundúnaháskóli heldur nú árlega
fyrir erlenda nemendur (Holiday
Course for Foreigners). í sumar
verður það frá 17. júlí til 13.
ágúst, að báðum dögum meðtöld-
um. Námsstjórinn er hinn nafn-
kunni og ágæti mentamaður, Wal-
ter Ripman, M.A., málfræðingur
og bókmentafræðingur. Allir eru
kennararnir úrvalsmenn, og kensl-
an er stunduð af miklu kappi. Má
segja að ekkert sje til þess spar-
að að gera hverja klukkustund
þenna mánaðartíma svo arðber-
andi nemendunum sem kostur er
á. það er langt frá því að kenslan
fari öll fram í háskólanum, því
valdir leiðsögumenn fara með
námsfólkið á merkisstaði Lund-
únaborgar og segja frá öllu sem
ítarlegast. þá eru og einnig fam-
ir leiðangrar til ýmissa merkis-
staða í grend við borgina (t. d.
Windsor, Harrow, Eton, o.s.frv.).
Skólagjaldið fyrir allan tímann
er £5. þeir sem þess óska fá að
ganga undir próf í ensku 8. og
10. ágúst og fá þeir skírteini
(Certificate of Proficiency in
English) ef þeir standast það. þá
geta og þeir sem sýna sig þess
verðuga fengið Certificate of At-
tendance að námsskeiðinu loknu.
Aðallega er kenslan sniðin eftir
þörfum kennarastjettarinnar, en
þó fær hver og einn jafnt aðgang
fyrir því hvaða stjett hann til-
heyrir. Enginn er tekinn sem
vngri er en 18 ára. Nokkrar stúlk-
ur geta fengið heimavist í King’s
College for Women (þar sem
kenslan fer fram), og borga þá
£1:16:0, eða ef tvær eru í sama
----o----
Straumhvörf. —
Hvert stefnir?
Fyrirlestur fluttur í Reykjavík
1. mars þ. á. af
Gunnari Sigurðssyni frá Selalæk.
Frh. -------
því hefir oft verið kastað fram
af grunnfærum gösprurum, að
landbúnaðurinn væri snýkjudýr á
íslensku þjóðfjelagi. það er fjarri
því að þetta sje rjett. það skal
að vísu viðurkent, að sjávarút-
vegurinn framleiðir mestan hluta
af útflutningsvörunum og greiðir
þarafleiðandi mestallan hluta af
tekjum landssjóðs. Landbúnaður-
inn býr aftur á móti meir að sínu
en það mun óhætt að fullyrða,
að hann fæði yfir helming lands-
manna.
Árið 1920 voru áætlaðar tekjur
af búfjárrækt um 34 miljónir. Ef
landbúnaðurinn væri stundaður
með nútímatækjum gæti hann
áreiðanlega gert meira en fæða og
klæða alla íslendinga. Hvað hefir
verið og er enn í dag gert fyrir
landbúnaðinn? Jú, Búnaðarfjelag
íslands fær á núgildandi fjárlög-
um 140 þús. Mikið af því fje fer
.til reksturskostnaðar og til bún-
aðarráðunauta. Ekki skal jeg nú
lasta það að hafa góða búnaðar-
ráðunauta, en þeir eru bara þýð-
ingarlitlir nú, þar sem lítið eða
ekkert er gert til búnaðarfram-
kvæmda. þykir jafnvel gott að
halda við kofunum svo þeir ekki
hrynji.
Sandgræðslan fær 15 þús. Hana
mun jeg minnast á síðar.
Styrkui' eftir jarðræktarlögun-
um, sem jeg gerði mjer miklar
vonir um að yrðu til framfara,
er 35 þús. Jafnast svona á við
góðan bitling. Búnaðarfjelögin fá
10 þús., og þá er nú upptalið það
almenna fyrir utan samgöngubæt-
ur og áveitur, sem jeg mun minn-
ast á síðar.
Yfir höfuð hafa allar aðgerðir
stjórnarvaldanna, hvað landbúnað
inn snertir, verið það að setja
smábætur á gamalt fat.
Mjer þykir vænt um einn kost
hjá bömum, og það er hrein-
skilnin. þegar þau fara að þrosk-
/