Lögrétta - 06.05.1925, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
3
svo harðar og hrjónalegar. þær
eru víðast hvar . lagðar ólöguðum
graníthnullungum, sem standa
upp úr götunni eins og frostkúlur
í bæjargöngum. Yfir þessa hnull-
unga skrölta nú vagnarnir með
hræðilegum gný og gauragangi.
þegar snjór fellur ræðst bót á
þessu. Ókuþórarnir skifta óðara
um og beita klárunum fyrir sleða
sem renna hljóðlega yfir hjarnið.
Framh.
SíDiirðiir Benediktsi^on
Á síðastliðnu hausti (24. sept)
andaðist í Kanada Sigurður Bene-
diktsson, ættaður í'rá Aðalholti í
Víðisdal í Húnavatnssýslu. Mun
með honum fallinn í valinn einn
þeirra mörgu landa vorra þar
vestra, sem þjóðflokki vorum eru
til mikillar sæmdar.
Um tvítugsaldur fluttist Sig-
urður sál. suður að Faxaflóa, til
sjóróðra, eins og þá var títt.
Varð hann brátt formaður hjá
dugnaðar útvegsmönnum, en eign
aðist von bráðar skip sitt sjálfur
og hjelt því úti með miklum dugn
aði um margra ára skeið.
Á árunum 1892—1900 lagðist
bátaútvegur við Faxaflóa því nær
niður. — Fluttist Sigurður sál.
þá til Reykjavíkur og keypti hús-
ið Geysi við Skólavörðustíg. En
ekki festi hann yndi hjer í bæ.
Mun það eigi hafa átt við hans
skap, að ganga að daglaunavinnu
hjá kaupmönnum. Vildi hann
heldur vinna sjer land að forn-
um sið. Fór því til Vesturheims
sumarið 1902. Tók hann sjer
bólfestu — heimilisrjettarland —
í Alberta-nýlendu, undir Kletta-
fjöllum.
þegar vestur kom munu efnk
Sigurðar hafa verið gengin til
þurðar, eins og flestra vestur-
fara, en með mikilli atorku tókst
honum að rækta landið, koma
sjer upp búi og húsa bæ sinn.
Sigurður sál. kvæntist haustið
1895 Vilborgu Gamalíelsdóttur úr
Reykjavík. Eignuðust þau einn
son, sem dó á barnsaldri — Fóst-
urson höfðu þau hjón tekið strax
á fyrstu búskaparárum sínum
— eitt af „jarðskjálftabörnun-
um“. — Var það efnilegur dreng-
ur, og ólu þau hann upp sem sitt
eigið barn, en mistu hann upp-
kominn. Annan fóstur-son tóku
þau vestan hafs, sem nú er um
tvítugs aldur og stendur nú fyr-
ir búi móður sinnar.
Að sögn þeirra „landa“ er kom-
ið hafa að vestan og heimsótt
höfðu þau hjón, var heimili
þeirra hið prýðilegasta bæði utan
húss og innan, enda voia þau
hjón samhent að alln heimilis-
stjórn og gestrisni.
Sigurður sál. var af góðu fólki
kominn, norðanlands. Hann var
hár vexti og þrekinn, og hinn
karlmannlegasti, en ekki varð
hann fríður maður kallaður. Hann
var kraftamaður og atorkumikill,
eins og áður er sagt. Hjer heima
tók hann mikinn þátt í fjelags-
málum og á hinni pólitísku hreif-
ingu, sem á árunum 1896—1803
skifti mönnum í harðsnúna
flokka. Fram á síðustu daga
fylgdist hann af áhuga með öll-
um þjóðmálum gamla landsins,
eins og margir landar gjöra víst
enn vestan hafs. Af brjefum hans
má sjá, að eigi hefir hann setið
hlutlaus hjá í deilumálum í sínu
nýja föðurlandi.
þeir Sigurður sál. og Stephan
G. Stephansson voru nábúar eða
sveitungar. Las jeg fyrir stuttu
kvæðisstúf eftir Stephan er hann
nefnir Stafnbúinn (Heimskringla
12—1—’25). Leist mjer svo að
stef þessi hefðu getað verið sögð
í minningu Sigurðar.
1 stafninum átti ’ann að standa
Á styrjaldar-tíð.
Á konungsskipi, í hafsjó og hríð.
Og benda því leið milli landa,
því þaðan var útsýnin varúðar-víð
f leyni við blindskerja-brotin
Sá, búinn til orustu, væringja-
flotinn.
Um norræna veröld stóð víkinga-
tíð.
Og til þeirrar varðgæslu valinn,
Sá vaskastur var,
Og vitstór og trúastur talinn,
Sem þagði ei við ámælis orðum
þá ógnanir stukku frá borðum.
Frá hrókum í stafnrúmi hinna,
Sem heiðvirði áttu þó minna.
Síðustu misserin kendi Sigurð-
ur vanheilsu,sem ágerðist stöðugt
þar til hann lagðist rúmfastur á
áliðnu sumri. öll læknishjálp
varð árangurslaus, enda var bana-
mein hans krabbi.
Sjera Pjetur Hjálmsson, sem
er prestur þeirra í Albertabygð,
skrifaði grein um Sigurð sál. í
Lögberg 16. okt. s.l. En það blað
er í fárra höndum. Eru því línur
þessar settar hjer til minningar
um hinn látna merkismann og
sem dánartilkynning til frænda
hans og vina hjer heima.
Guðm. Gamalíelsson.
-----o-
Sú ákvörðun helmings þing-
manna í neðri deild Alþingis að
leggja niður einkasölu þá á tóbaki
er verið hefir 3 undanfarin ár, en
lögleiða um leið stórfelda hækkun
á tóbakstollinum, hefur vakið
nokkrar deilur innan þings og ut-
an. Jeg vildi því mega í stuttri
grein benda á nokkur atriði því
máli til skýringar.
Einkasalan hefur sem kunnugt
er staðið frá ársbyrjun 1922, en
sökum þess hve miklar birgðir
tóbaks voru þá fyrir í landinu (á
aðra milj. kr. virði) varð innflutn-
ingur árið 1922 og að nokkru leyti
1923 talsvert minni en meðalinn-
flutningur tóbaks hafði verið áð-
ur. Árið 1923 má þó segja að
einkasalan hafi verið tekin fylli-
lega til starfa. Arðurinn af einka-
sölunni, auk tollsins, varð:
100 þús. kr. árið 1922 og 8 þús.
kr. í varasjóð.
200 þús. kr. árið 1923 og 21 þús.
kr. í varasjóð.
350 þús. kr. árið 1924 og 35 þús.
kr. í varasjóð.
Ennfremur 68 þús. kr. gengis-
hagnaður að auki 1924, sem not-
aður var til að greiða útsvör þau,
til Revkjavíkurbæjar, sem einka-
salan hafði verið skylduð til að
greiða með dómi. Nú hefir upp-
hæð útsvarsins verið lögákveðin,
5% af nettótekjum. Ríkissjóður
hefir því haft í tekjur af einka-
sölunni þessi 3 ár sem hún hefir
starfað 650 þús kr. auk varasjóðs-
ins sem nú er orðinn 64 þús. kr.
Eftir því sem ráða má af útkomu
ársins 1924 yrðu meðaltekjur rík-
issjóðs framvegis, ef einkasölunni
yrði haldið áfram, um 400 þús. kr.
árlega og bendir salan fyrsta árs-
fjórðunginn 1925 til að sú tala sje
síst of lág.
Ef gert er ráð fyrir sama tolli
og nú er og eðlilegum innflutningi
verður því meðaltal fastra árs-
tekna ríkissjóðs af tóbaki fast að
1 milj. kr. með því að hafa einka-
sölu áfram.
í greinargerð flutningsmanna
frv. um afnámið, er aðeins gert
ráð fyrir, að meðaltekjur ríkis-
sjóðs með tollhækkun þeirri, sem
frv. fer fram á, verði um 650 þús.
kr. það er því bersýnilegt að
tekjumissir ríkissjóðs við afnám
einkasölunnar verður aldrei minni
en um 300 þús. kr. árlega. Auk
þess er altaf hætt við að innflutn-
ingur vöru þverri við aukinn toll
og hættan á smyglun margfaldast.
En sú hlið þessa máls, sem
varla liggur eins í augum uppi og
tekjumissir ríkissjóðs, en er þó
engu þýðingarminni, er veltufjár-
spamaður sá, sem verður af
einkasölufyrirkomulaginu. Dæmin
eru ljós. í ársbyrjun 1922 eiga
kaupmenn tóbaksbirgðir fyrir á
aðra milj. kr. Birgðir einkasöl-
unnar munu oftast vera rúml. 300
þús. kr. virði. Um síðustu áramót
voru birgðirnar 330 þús. kr. og
óhætt mun að fullyrða, að þær
fara aldrei fram úr 400 þús. kr.
Ef til vill má gera ráð fyrir að
birgðir kaupmanna í ársbyi'j un
1922 hafi verið nokkru meiri en
venjulega. þó munar það aldrei
meiru en svo að óhætt sje að full-
yrða að veltufjárspamaðurinn
sem leiðir af einkasölufyrirkomu-
laginu sje aldrei minni en 3/4
milj. kr. á ári. í þessu sambandi
má einnig benda á annarskonar
veltufjársparnað. Er hann fólginn
í betri viðskiftakjörum einkasöl-
unnar en einstaklinga. það er eng-
um kaupsýslumanni sagt til óvirð-
ingar þótt fullyrt sje að hann
fái ekki jafn góð kjör hjá versl-
unum og verksmiðjum erlendis og
einkasala. það er ekki annað en
algild verslunarregla að stærri
kaupandinn fái betri kjör en sá
minni.
Annar höfuðkostur við einka-
sölu er sá vinnusparnaður sem af
henni leiðir. Smákaupmaður í
Reykjavík sparar sjer margan
snúninginn við það að geta keypt
allar tóbaksvörur, sem hann versl-
ar- með, á einum stað. En þó eru
þægindin fyrir verslanir úti um
land enn meiri. Áður gat það ver-
ið ýmsum erfiðleikum bundið, og
kostað þær að minsta kosti miklu
meiri erindrekstur í Reykjavík,
að kaupa máske sína tóbaksteg-
undina hjá hverjum af mörgum
heildsölum hjer í bænum. Og jafn-
vel þó einhverjir kaupmenn, sem
áður höfðu smásölu tóbaks, hafi
pantað eitthvað af því beint frá
útlöndum, koma sömu vandkvæð-
in þar til greina. Sitt lítilræðið
varð að kaupa hjá hverju firma.
þá er sú vinna, sem fer í heild-
söluverslunina með svokallaðri
„frjálsri“ verslun með tóbak
miklu meiri en nú. Húsaleiga og
annar slíkur kostnaður er líka
auðsjáanlega miklu minni með
einkasölufyrirkomulagi.
Eitt þýðingarmikið atriði um
tóbaksverslunina eru vörugæðin.
Enda þótt tóbak sje eigi nauðsyn-
javara í ströngum skilningi, þá
gildir jafnt um það, sem aðrar
vörur, að gæðin skifta miklu máli
fyrir neytandann. því hefir verið
haldið fram, og það jafnvel af
sumum þingmönnum, að gæði tó-
baks hafi versnað að mun síðan
einkasalan tók til starfa. þetta
væri alvarlegt ef satt væri.
En það er ekki satt. Má það
glegst sjá af því, a,ð einkasalan
skiftir nú við nær öll sömu aðal-
firmu og kaupmenn skiftu við áð-
ur, og kaupir allar sömu aðalteg-
undir frá firmum þessum og áð-
ur voru keyptar. það er þá því
einu til að dreifa, að verksmiðj-
urnar svikju sjerstaklega þann
hluta framleiðslu sinnar, sem
seldur er einkasölunni. f flestum
tilfellum myndu slík svik ekki
borga sig fyrir verksmiðjurnar,
því þær yrðu þá að framleiða sjer-
stakar tegundir fyrir einkasöluna.
í öðru lagi mundi óttinn við að
bæjarins, hefir einn þeirra látið
gera sjer þar höll af marmara og
er það hús einstakt í sinni röð í
Helsingfors. — Sunnan við Kai-
saniemi-víkina er Kaisaniemi-
parken. þar er og Botanisk trá-
gárd með baðstofum (drivhus)
fyrir suðrænan gróður og bústað
prófessorsins í grasafræði. Norð-
an við Tölo-víkina er og fagur
trjágarður (Tölö-parken). þar var
áður dýragarður og ber staðurinn
enn nafnið Djurgárden, en nú
hafa dýrin' verið flutt fram í ey
eina austan við Helsingfors er
heitir Högholmen, er það fallegur
skógi vaxinn hár klapparhólmi.
þaðan er fögur útsýn á land upp
og til bæjarins. — Norðvestur frá
Helsingfors liggur ey ein er Fölis-
ön heitir, og ekki lengra frá landi
en svo að brú hefir verið bygð
yfir sundið. þar hefir verið sett
þjóðminjasafn á eynni, og er
merkilegt að sjá. þar gefur að
líta bóndabæi úr ýmsum hjeröð-
um Finnlands alt frá kotum Lapp-
anna í norðri til bjálkahúsa kirj-
ála í suðaustri. þar er timbur-
kirkja gömul (frá 16. öld) með
öllum búnaði í bókum^ skrúða,
myndum og messugögnum.
Kirkjubátur er þar í nausti lang-
ur og rennilegur með 30 árar á
borð. þessir kirkjubátar vóru áð-
ur mjög algengir og tíðkast enn
víða, áttu heil þorp þá í fjelagi.
Varð tíðum kappróður á sunnu-
dögum í kirkjuferðum milli kirkju
bátanna eins og títt er heima að
réyna gæðingana á slíkum förum.
Smurðu menn þá bátana neðan í
eggjahvítu svo að þeir yrðu hálli
í vatninu. Margt er fleira merki-
legt að sjá á Fölisön, sem oflangt
yrði hjer upp að telja.
Að lokum skal jeg aðeins geta
þess að hringinn í kring um Hels-
ingfors hafa þotið upp smáþorp
(Villa-stáder), sem að miklu leyti
lifa á bænum, og sem með tíman-
um eflaust vaxa saman við hann.
Er fagurt mjög í sumum þorpum
þessum, svo sem t. d. Grankulla,
er hefir verið bygt í þjettum
greni skógi, eða á Brándö, eyju
austan við Helsingfors. Er hún
tengd við Helsingfors með langri
brú og gengur sporvagn á milli.
Sporvagnar ganga eftir aðalgöt-
um Helsingfors og til fjölsóttustu
skemtistaðanna utanbæjar eins og
Brándö og Fölisön. Annars keppa
bílar og hestvagnar um fólks-
flutninginn. Fjölgar bílunum nú,
en þó ber miklu meira á hestvögn-
um en t. d. í Kaupmannahöfn eða
jafnvel Reykjavík. Aktygin hafa
oft einkennilegan boga yfir makk-
ann og eru sett bjöllum að aust-
rænum sið. Hestarnir eru fallegir
og vel hirtir, venjulega, stundum
auðsæilega af hinni mestu ást og
alúð. þó eru þeir ekki öfundsverð-
ir af æfi sinni, því göturnar eru
um, var mjer ungum sögð sú
saga, að korn gæti ekki vaxið í
voru landi. Og auðvitað trúði jeg
þessu, svo sem öðru fleiru er mjer
var ungum kent. Og jeg óx og
„varð stór“ og jeg hjelt áfram að
trúa þessu, þó ekki með öllu ef-
unarlaust. En jeg hefi nú á síð-
asta missiri algerlega glatað þe-ss-
ari barnatrú og komist á þver-
andstæða skoðun. Jeg er, með
öðrum orðum, algerlega fulltrúa
þess, að korn geti gróið á íslandi.
Og jeg skal ekki kasta þeirri trú,
fyrri en þrautreynt er, að sann-
leikurinn er annar. Og vafasamt
hvort jeg geri það þó!
Alkunnugt er, að akurrækt var
á Islandi alment stunduð fram um
árið 1400, eða fram að svarta-
dauða. En þá lagðist hún svo að
segja niður. þó finnast nokkur
dæmi þess að einstakir menn
stunduðu akuryrkju löngu síðar.
Er þeirra allra merkastur „Vísi“-
Gísli, sem um mörg ár samfleytt
ræktaði korn á býli sínu, Hlíðar-
enda, og eggjaði menn til þeirr-
ar yrkju, með litlum árangri þó.
En hundrað árum síðar var korn-
rækt töluvert stunduð. Um það
segir Sigurður þórólfsson í bók
sinni: „Minning feðra vorra“, á
þessa leið:
„þeir fyrstu, sem getið er um i
að ræktað hafi korn á 18. öldinni
voru: Gottrup lögmaður á þing-
eyrum og Jón Eiríksson í Krók-
ey; þeir stunduðu einnig garð-
yrkju. En eftir miðja öldina rækt-
uðu margir korn, þar á meðal
Björn Jónsson í Nesi við Seltjörn;
hann fjekk fullþroskað korn 1769;
það sumar var þó eitt hið kald-
asta. Árið 1774 fjekk Thordal á
Bessastöðum 5 tunnur af byggi
og eina tunnu af höfrum. Hann
fjekk brátt reynslu fyrir því, að
korn, sem orðið var landvant,
spratt betur en hið útlenda. 1776
uppskar hann 10 tunnur af byggi
en Björn Jónsson í Nesi eina
tunnu af hundrað ferh. föðmum.
Tvö næstu árin voru köld og upp-
skeran þá minni. Eftir þetta
hættu nálega allir við akuryrkju
á Islandi. þá komu köld ár hvert
eftir öðru. Sennilegast hafa það
þó verið ,,Móðuharðindin“, sem
að þessu sinni áttu stærsta þátt-
inn í að drepa niður akuryrkjuna
í landi voru. þau urðu sem
kunnugt er, banabiti margri dafn-
andi dáð, og drógu úr flestum
framförum, um langt skeið. Og
ekki að orsakalausu.
Að ísland var í fornöld, er
skóguf óx „milli fjöru og fjalls“,
betur fallið til akuryrkju en það
nú er, þykist maður eiga auðvelt
með að skilja. En að veðurátt eða
gróðrarskilyrði hafi á ofanverðri
átjándu öld verið nokkru betri en
nú tíðkast, í landi voru, benda
engin gögn á, nema síður sje!
Skógarnir voru þá eyddir og skjól-
in með. Landið og loftslagið víst
nokkuð líkt því, sem enn er. Og
ræktunarvísindin lítt komin á
legg. En þrátt fyrir það náði korn
oft fullum þroska og það jafnvel
sum hin köldustu sumur! Merki-
legt má kalla, hve lítið þessu er
á lofti haldið. Jeg hefi engan sjeð
eða heyrt á það minnast annan
en Sig. þórólfsson. En jeg efast
ekki um að hann fari hjer með
rjett mál og hafi góðar heimildir
fyrir. Söguþekking hans er svo al-
þekt.
Furðuleg má hún kallast speki
hinna hálærðu ræktunarvísinda-
manna vorra, sem kenna oss auð-
trúa heimalningum, að kornyrkja
sje eigi hugsanleg í landinu, beint
ofan í staðreyndir langafá sinna,
og án þess að hafa nokkrar yngri-
tíma átyllur máli sínu til stuðn-
ings. En ennþá undraverðara er
hve auðvelt hefir reynst að „sann-
færa“ almenning um þessa villu-
trú. En er það ekki einmitt ættaf-
mark margra hinna örgustu villu-
kenninga, að þær útbyggja allri
skynsemi? Og er ekki jafnan auð-
veldast að útbreiða þær kenning-
ar, sem engrar áreynslu krefjast?
Svo sýnist það vera stundum!
Á 18. öld ræktuðu Islendmgar
bygg og hafra, norðanlands og
sunnan, oft með góðum árangri,
en nú er hvorugt talið geta þrifist
þar, ekki einu sinni í bestu sveit-
um Suðurlands. I ýmsum nyrstu
hjeruðum Noregs og Svíþj., þar
sem korntegndir þrifust illa eða
ekki á 18. öld og langt fram á
þá 19., er nú bygg og jafnvel líka
hafrar, ræktað með góðum
árangri.
það eru eftirtektarverð og
undarlega andstæð dæmi þetta og
illa samrýmandi! Hvað veldur
þessu? myndi trúgjarn og ókunn-
ugur maður spyrja. Hefir veður-
átt Norður-Skandinaviu batnað
svo og blíðkast jafnframt því, að
á ísl. kólnaði og versnaði veðra-
far? —- Ónei. Til allrar hamingju
er ekki sökin svo alvarleg fyrir
oss eyjarskeggja. Löndin og.mis-
munur þeirra er víðast nokkuð
líkt því sem áður var. En munur-
inn liggur einkum eða aðallega í
því, að þeir frændur vorir, þar í
kringum heimskautabauginr í
austurátt hafa verið þrautseigir
og þolinmóðir, þreifað sig áfram
og alið upp sjerstakar bráðþroska
byggtegundir handa sjer, meðan
íslenskir menn stungu árum í
kjöl, lásu óbænir sínar og tömdu
sjer að trúa einkunnarorði ómensk
unnar: Ómögulegt! Alveg ómögu-
legt! “ — Og því miður! það líða
sennilega mörg ár og heilir manns
aldrar fvrri en öll „ómöguleika“
myglan er upprætt úr moðsekkj-
um þjóðlífsvenju vorrar. En burt
| skal hún alt að einu. Frh.