Lögrétta - 24.06.1925, Qupperneq 4
4
LÖGRJETTA
Bændur!
Við leyfum okkur að beina athygli yðar, að hinum afar liagkvæmu
kjörum sem við getum boðið yður á allskonar vatnsleiðslu-
tækjum, svo sem: Galv. pípum, dælum, vatnshrútum, krönum o.
s. frv. — Vörurnar sendast gegn póstkröfu livert á laiid sem er. Not-
færið yður 18 ára reynslu okkar og þekkingu um fyrirkomulag og
uppsetningu á þessum tækjum.
Leitið upplýsinga til okkar um alt er þér þurfið vitneskju um í
þsssu efni. og við munum svara fyrirspurnum yðar um hæl.
Virðingarfyllst
Helgi lŒag'nússon & Co
iar lieistu tiænsnatesundir.
það sem tilfinnanlega vantar
heima á íslandi, eru upplýsingar
um hænsnategundir, og finst
því ekki vanþörf á, að tilgreina
þær helstu, sem jeg held að til
mála gæti komið að hafa heima,
veðráttu og staðhátta vegna. Vel
gæti svo farið, að einhverjir hefðu
gagn af því, sem ella er svo að
segja gjörsamlega ókunnugt um
nöfn og gagnsemi hinna flestu
bestu tegunda. Skulu hjer því
taldar hinar helstu.
Italiener: (hjer undir heyra:
hvítar, brúnar, svartar, gular o.
fi.) Eru góð varphænsni, einkum
vor og sumar. þola heldur vei
kulda, en þó verður að passa þau
vel í miklum frostum, sem allar
aðrar hænsnategundir með stóran
kamb, því frjósi kamburinn,
hætta þau að verpa. Eggstærðin
er ca. 60—65 gr. hvít á litinn.
öngamir þroskast fljótt og eru
ekki sjerlega viðkvæmir. Best er
að hafa þau þar sem þau ekki
þurfa að vera innilokuð vegna
þess hvað þau eru góð að fljúga,
ella þarf háa girðingu. Eru að
náttúrufari stygg, þurfa því
gætna umgengni, en geta þá orð-
ið mjög spök.
Ancona. Eru mjög góð varp-
hænsni. þau eru annars mjög lík
„Italienerne" að flestu leyti. Egg-
stærðin 60—65 gr., hvít á lit. Lit-
ur hænsnanna hrafnsvartur, með
grænum gljáa, hver fimta fjöður
á að vera hvít, en slíkt er nú að
fara í lúsaleit og kemur varpi ekki
við. það nægir að kalla þau drop-
ótt en ekki flekkótt.
Minorka (hvítar, svartar, gul-
ar). Góð varphænsni, sjerstak-
lega vor og sumar. Eru ekki eins
vilt og áðurnefndar tegundir og
þola því betur að vera innilokuð
á litlu svæði. Eggstærðin 65—70
gr., hvít á litinn. þessa tegund
verður að passa sjerlega vel á
veturna í frostum, vegna- þess
hvað kamburinn er stór. Mikið
getur það hjálpað að smyrja kamb
ion með vaseline, til varðveitslu
gegn frosti og kulda.
Andalusier. (Bláar). Góð varp-
hænsni, sjerlega vor og sumar.
Eru lík „Minorka“ að náttúrufari,
máske lítið eitt viltari. Mjöig erf-
itt að hreinrækta þau. Eftir fall-
ega bláan hana og bláa hænu,
geta komið bláir, svartir og hvítir
ungar. þessvegna þarf mjög mikla
gætni við að para saman og taka
útungunaregg, eftir þessi fallegu
hænsni.
þetta eru hinar svo kölluðu
Ijettari tegundir og eingöngu
varphænsni, því kjötið af þeim er
ekki gott að selja, vegna þess að
það er þurrara og meiri rýrnun í
því, en af öðrum stærri teg-
undum.
Af þungum tegundum, er gætu
komið til greina heima, má nefna:
Brahma: (Dökk og ljós). Verpa
heldur vel sjerstaklega á vetuma,
þola vel kulda og hrakveður. Egg-
stærðin 60—65 gr. gulbrún á lit.
Róleg að náttúrufári og hreifa
sig að jafnaði ekki meira en nauð-
syn krefur, geta ekki flogið neitt
að ráði. Mjög góð útunigunar-
hænsni.
Plymouth Rock: (þverröndótt,
hvít, gul, svört, m. m.) Góð varp-
hænsni sjerstaklega haust og vet-
ur. Eggstærðin 60—65 gr., gul á
lit. Eru ein af þeim bestu kyn-
þáttum (Formaalsracer), sem til
eru í Danmörku. Róleg að nátt-
úrufari, og þola vel að vera inni-
lokuð á litlu svæði. Góð útungun-
arhænsni.
Wyandot: (Hvít, svöt, gul og
alla vega lit). Góð varphænsni
sjerstaklega haust og vetur. Egg-
stærðin ca. 55 gr. gul á lit. Að
flestu leyti eins og Plymouth
Rock.
Rhode Island: (Rauð og hvít).
Góð varphænsni, sjerstaklega
haust og vetur. Eggstærðin 60—
65 gr. gulbrún á lit. Náttúrufar
það sama og hjá Plymouth Rock
og Wyandot.
Sussex: (Ljós, þrílit og rauð).
Góð varphænsni, sjerlega vetrar-
varp. Eggstærðin 60—65 gr. gul
á lit. Náttúrufar það sama að
mestu leyti og hjá áðurnefndum
tegundum.
Dominik: Góð varphænsni og
harðgerð, hafa fengið h rós fyrir
mikið varp. þau hafa reynst vel á
hinni veðurhörðu vesturströnd
Jótlands, þar sem bæði eru kuldar
og mikil hrakveður. Nl.
Kontrollhönseriet „Ayam“ Torup,
pr. Hundslund.
p. Egilson.
Embættispróf í guðfræði hafa
tekið hjer við háskólann: Einar
Magnússon (1. eink., 116 st.),
Páll þorleifsson (1. eink., II3V3.
st.), Pjetur þorsteinsson (2. betri
eink., 942/3. st.) og þorgeir Jóns-
son (2. betri eink., 92 st.).
Dáin er nýlega á Vífilstaðahæl-
inu, ungfrú þóra Kristjánsdóttir
bónda Skúlasonar á Sigríðarstöð-
um í Ljósavatnsskarði.
Dánai'fregn. Nýdáinn er merk-
isbóndinn Magnús Sigurðsson á
Grund í Eyjafirði. Verður nánar
minst síðar.
Grettir Algarsson. Lúndúna-
fregn frá 22. þ. m. segir að hann
sje á förum norður til Spitzberg-
en, en óvíst hvort hann geri til-
raun til þess að fljúga þaðan
norður á pól.
Hæstarjettardómur er nýlega
fallinn í máli því, sem Samb. ísl.
samv.fjel. höfðaði gegn Birni
alþm. Kristjánssyni vorið 1923
fyrir bæklinga hans um „verslun-
arólagið“. Var hann í undirrjetti
í fyrra sýknajjur af kröfum S. I.
S. um sektir og skaðabætur, en
nokkur atriði í bæklingunum voru
dæmd „dauð og ómerk“. Hæsti-
vjettur dæmdi nokkur fleiri um-
mæli þar „dauð og ómerk“, en
gerði B. Kr. þar að auki 100 kr.
sekt, eða 10 daga einfalt fangelsi,
og' 200 kr. greiðslu upp í máls-
kostnað fyrir hæstarjetti, en
málskostnaður í hjeraði falli
niður.
Guðmundur Friðjónsson skáld
er hjer nú staddur og dvelur hjer
um tíma. Ljóðabók eftir hann
verður prentuð hjer í sumar, gef-
in út af Bókaversl. þorst. Gísla-
sonar.
Gróði-arrannsóknir. Hingað er
kominn danskur grasafræðingur,
Möhlholm-Hansen, og ferðast hjer
um land í sumar til gróðrarrann-
sókna, og með honum ísl. stúd-
ent Árni Friðriksson, sem stund-
ar náttúrufræði við háskólann í
Khöfn. 1 för með þeim mun einn-
ig verða H. J. Hólmjárn búfræð-
iskandidat, sem líka er nýkominn
frá Khöfn og ætlar að fást hjer
við jarðvegsrannsóknir í sumar.
Útlendir ferðamenn eru hjer nú
allmargir, þar á meðal biskupinn
frá Aberdeen, sem áður hefir ver-
ið hjer til sumardvalar, og fór
hann nú upp að Langárfossi.
Sjera Björn þorláksson á
Dvergasteini er nú staddur hjei
í bænum.
Lyra, nýtt skip frá Björg-
vinarfjelaginu, kom hingað í
fyrsta sinn 16. þ. m.
unna. íslensk söguritun hefir orð-
ið yngingarlaug norskum anda í
baráttunni fyrir þjóðlegri endur-
reisn og sjálfstæði. Margir þeirra
Norðmanna, sem best bera skyn
á þessi efni, viðurkenna þetta
líka nú og minnast þess með að-
dáun, þó enn komi það fyrir að
sumir Norðmenn sjeu full fingra-
langir þegar um það er að ræða,
að gera íslenskar bókmentir „gam
alnorskar“ eða annað slíkt.
Yfirleitt er á ýmsum sviðum
nokkur misskilningur ríkjandi
milli Norðmanna og Islendinga —
að svo miklu leyti sem áhugi er
á annað borð til svo nokkru nemi
á samskiftum þeirra. En vissir
flokkar manna í báðum löndun-
um munu gera fullmikið úr því,
eða að minsta kosti líta á það í
nokkru öðru ljósi en sanngjarnt
er og einlægast. Oft er þetta
sprottið af einberu þekkingarleysi.
En þekking flestra Norðmanna,
jáfnvel mentamanna og þeirra
sem annars eru íslandi vinveitt-
astir, virðist vera allmjög af
skornum skamti, og hugmyndir
þeirra sumra hinar furðulegustu,
eins og reyndar annara útlend-
inga oft og einatt. Islendingar
munu upp og ofan vita talsvert
meira um norsk efni, en Norð-
Langferðamenn. Nýlega eru
komnir heim hingað úr ferðalagi
suður um lönd Ósvaldur Knudsen
málari og Guðmundur Einarsson
myndhöggvari. Hefir Guðmundur
verið við nám í þýskalandi nokk-
ur missiri en Ósvaldur dvalið í
Miinchen síðastl. vetur og geng-
ið þar á skóla. í vor fóru þeir
skemtiferð austur um Austur-
ríki, Serbíu og Búlgaríu, þaðan til
Konstantínópel, Skútarí og Aþenu
og þá vestur til Ítalíu, um Nea-
pel, Róm, Flórens o. s. frv. til
Miinchen, og þaðan vestur um
Frakkland til Parísar, en síðan
norður til Englands og þaðan
heim. Láta þeir vel af ferðalag-
inu, og hefir það verið bæði
skemtilegt og mjög fræðandi.
þeir fóru töluvert um Grikkland
komu m. a. að Ólympsfjalli, og
segja landslag þar líkast því, sem
hjer er.
Ósvaldur Knudsen hefir nú
vinnustofu hjer í fjelagi við
Daníel þorkelsson málara, sem
líka er nýkominn heim frá námi
í þýskalandi og getið var um fyr-
ir skömmu hjer í blaðinu.
Vilhjálmur p. Gíslason magist-
er hefir verið fram til þessa í
Osló. Eftir blaðamannamótið, sem
hann sótti þar og frá er nú sagt
í Lesbók Lögr., mun hann hafa
verið á norræna stúdentafundin-
um, sem haldinn var þar 13.—17.
þ. m. Síðan ráðgerði hann að fara
til Stokkhólms og þaðan til Kaup-
mannahafnar.
17. og 19. júní voru haldnir hjer
hátíðlegir á líkan hátt 0g venja
er til. Sjera Friðrik Hallgrímsson
flutti ræðu fyrir minni Jóns Sig-
urðssonar þann 17. — Kvennadag-
inn, þann 19., fluttu ræður Ingi-
björg H. Bjarnason alþm., frú
Bríet Bjarnhjeðinsdóttir og Guð-
mundur Hannesson prófessor. Tal
aði hann um landsspítalamálið.
Vegabœtiu- fara nú fram bæði á
Hellisheiði og Mosfellsheiði, og
einnig á Holtaveginum eystra.
menn um íslensk, og skortir þó
sjálfsagt allmikið á að vel sje. Er
það því þakkarvert fyrirtæki, sem
hjer má minna á, að Norræna
fjelagið er farið að gefa út dálít-
ið ritsafn á norsku um ísl. mál.
— þrátt fyrir alt þetta eru þeir
þó eflaust allmargir sem af ein-
lægum áhuga reyna að kynna sjer
íslensk efni ©g- vilja vinna að
fölskvalausum og frjósömum sam-
skiftum milli þjóðanna. Og í því
horfi á að halda, milli Norðmanna
og íslendinga, eins og milli Norð-
urlanda allra. öðrum tilhneiging-
um eða öðrum hreyfinigum, sem
vildu byggja á öðru eða seilast
lengra, á að eyða í allri einurð og
hreinskilni, áður en það þarf að
kosta nokkur illindi eða vonbrigði
— ef ástæða er annars til’að tala
um slíkt.
íslendingar hafa fram að þessu
ekki sint sjerlega mikið samnor-
rænum efnum. Menning þeirra og
þjóðmálabarátta hefir gert það að
verkum að þeim hefir hingað til
verið annað tamara og jafnvel
nauðsynlegra. Ýmsir hafa þó skil-
ið eðli og gildi hinnar samnorrænu
stefnu. Og á síðustu árum hafa
allmargir úr hópi hinna yngri
mentamanna hneigst á þá sveif-
ina. þeir vilja viðurkenna veilurn-
Mefnrðu keypt
Arsrit Fræðafjelagsins
og safn þess nrn íslanil
og íslendinga?
Haustrigningar
hinn skemtilegi og fyndni gaman-
leikur, sem skemt hefir Reykvík-
ingum í allan vetur, eru nú komn-
ar út á góðan pappír. Fást hjá
nær öllum bóksölum landsins.
Austanfjalls fást þær hjá þor-
steini Jónssyni á Hrafntóftum.
Islandske frimerker
önskes i bytte. Kan til gjengjæld
gi norske frimerker og ældre
utenlandske. Kjöper ogsaa nyere
og ældre islandske merker.
Send tilbud til
Overretssakf. Kristian Forsting
Kristiansund N.
Norge.
Tekur til sölu allskonar heim-
ilisiðnað, ullarvinnu, útsaum,
silfursmíði, trjesmíði o. fl. Gerið
svo vel að koma með munina áður
en ferðamannastraumurinn byrj-
ar. Tekið á móti mununum alla
daga frá kl. 12—6.
Jarðiæktarlánastofnunin, sem
síðasta þing samþykti, tekur bráð-
lega til starfa, og er framkvæmda
stjórastaðan nú auglýst til um-
sóknar. Byrjunarlaun 4000 kr.
ineð dýrtíðaruppbót. Umsóknar-
frestur til 1. júlí. Fjármálaráð-
herra veitir.
Afli í janúar—júní 1925: I
sunnlendingafjórðungi 112823
skp. stórfiskur, 17505 smáfiskur,
750 ýsa, 27900 upsi. Á Vestfjörð-
um 7237 skp. stórf., 3232 smáf.,
310 ýsa, 601 ufsi. 1 Norðurlandi
301 skp. stórf., 560 smáf. Á Aust-
fjörðum 3141 skp. stórf., 2263
smáf., 931 ýsa, 50 upsi. — Sam-
tals 123502 skp. stórf., 23560
smáf., 2000 ýsa, 28551 upsi.
Háskólinn. Rektorsval fór þar
fram, að venju, 17. þ. m. og var
Magnús Jónsson prófessor valinn
rektor fyrir næsta háskólaár.
Gengi 20. júní: Pund sterl. kr.
26,25, dönsk kr. 103,27, norsk kr.
91,75, sænsk kr. 144,67, dollar kr.
5,41)4, franki au. 25,76.
Danskir Ameríkumenn, um 700,
konur og karlar, voru væntanlegir
í heimsókn til Danmerkur 21.
þ. m.
ar, sem verið hafa í ýmsum
„skandinavisma“ undanfarinna
tíma. þeir vilja líta á þessi mál
bæði sem hugsjón og hagnýtt
efni. þeir vilja láta viðurkenna og
virða sjálfstæði og sjerkenni
hverrar þjóðarinnar um sig. þeir
vilja á þeim grundvelli stórum
aukið samstarf norrænna þjóða,
þar sem slíkt samstarf mundi
auðga þær inn á við og styrkja
þær út á við. Og þrátt fyrir alt,
sem kann að vera yfirborðslegt í
ráðagerðunum og erfitt í fram-
kvæmdunum finna menn það þó
í hvert sinn sem einhverir flokk-
ar norrænna manna koma saman,
t. d. blaðamenn, stúdentar, stjórn-
málamenn eða vísindamenn, að
einmitt þetta er nauðsyn nor-
rænna þjóða, þetta er skynsam-
legt, þetta er sanngjarnt — finna
að þetta er framtíðin.
Osló. Vþg.
----0-----
Bókmentafjelagið. Aðalf. þess
var haldinn 17. þ. m. Páll E. óla-
son prófessor tók að sjer að sjá
um áframhald útgáfu á Isl. forn-
brjefasafni. Heiðursfjelagar voru
kjörnir skáldin Einar H. Kvarin
og Einar Benediktsson.
Prentsmiðjan Acta.
hin ánægjulegasta og þátttakend-
urnir hrifnir mjög af mörgu því,
sem fyrir augun bar í fegurð og
sjerkennileik náttúrunnar og stór-
feldleik þeirra mannvirkja sem
fólgin eru t. d. í járnbrautarlagn-
ingunni sem nú er nýlokið víða
um þessi svæði. Víða í dölunum,
sem þarna er farið um, er líka
undurfallegt 0g sumir staðirnir,
sem gist var á, taldir meðal feg-
urstu staða Noregs, svo sem
Molde. Má það víst til sanns veg-
ar færa, sem einn blaðamaðurinn
norski, sem um þetta ferðalag
skrifaði alllangt mál, tilfærði eft-
ir Garborg: Norig er eit stort
land. Det er berreii byane at Nor-
ig er lite. Og sanngjarnt er það
þó ekki, að því leyti nú, að norsk-
ir bæir eiga líka ýmislegt, sem
gert hefir Noreg stóran, þó þar
sje það eflaust sem víðar, að mest
velti á því vegur þjóðarinnar og
þróttur að heilbrigt jafnvægi sje
milli sjávar og sveita og að öflug-
lega, en öfgalaust, sje haldið í
horfinu menningu og mannskap
þeirra, sem jörðina rækta í sveita
síns andlitis og framtíðinni til
farsældar.
Lauk svo þessu öllu með máltíð
í hinu snyrtilega og vandaða ho-
teli í Opdal. Talaði þar einn af
hendi hverrar þjóðar í skilnaðar-
skyni, en annars var fremur
dauft yfir samkomunni. Um nótt-
ina var svo haldið til Oslóar. Og
um daginn dreifðust menn og
báðu hver annan vel að lifa og
í guðsfriði.
Eins og nokkuð má á því sjá,
sem nú var rakið, var vel til móts-
ins vandað og mátti margt af því
læra. Væri því fróðlegt að segja
nánar af ýmsu, en hjer er gert,
þó ekki sje þess auðið nú. Islend-
ingar mættu vel kynna sjer meira
en alment er, ýmislegt það sem
fram fer í norsku þjóðlífi. Er svo
margt áþekt með þjóðunum, að af
slíku mætti ýmisl. læra, bæði til
eftirbreytni og aðvörunar. En í
sumum greinum virðast þjóðirnar
þó orðnar harla ólíkar, og það
meira en menn gera sjer venju-
lega grein fyrir þegar um sam-
vinnu þeirra og samúð er að ræða.
Má þar t. d. minna á ýmislegt í
stjórnmálalífi Norðmanna, ekki
síst eftir að þeir eru orðnir iðnað-
arþjóð meiri en áður var — og
svo ekki síður á trúarlíf þeirra og
trúardeilur. — Hinsvegar eiga
Norðmenn líka íslenskri menn-
ingu — frá fornu fari að minsta
kosti — margt merkilegt upp að