Lögrétta


Lögrétta - 01.12.1925, Blaðsíða 3

Lögrétta - 01.12.1925, Blaðsíða 3
LOGRJETTA S sjór. Yman — seimur, söngur. Ræðing — ræða, ræðuhald. Hröng — hrönn, sjór. Lungur — hestur. Lung — skip. Glaður — bjart- ur, (sbr. glaða sólskin). Afburður — varavað, (þ. e. vað, sem er neðar í á og verður farið,ef annað sem er ofar, reynist ófært). Yfriks — yfrið. Kvint — grönn, spengileg. Grásíða — smjerlön, (stabbi, grár að utan af myglu). Bjóð — borð. Bala — endast Hjöllin — hjallar, brekkur, bjall- ar. Meitin — fengsöm. Hafstramb- ur — illhveli. Barmeis — burðar- meis (sbr. barkrókur, burðarlaup- ar). Fles — sljetta. Barði — skip. Krassi — hryssingsveður, jelja- gari. Glygg — stormur. Laukur — siglutrje. Böðvaðist — hamað ist. Gjálfur — sjór. Hlanna — ræna. Hlenni — ræningi. Frekur — bjöm, bjamdýr. Handakland — handvolk. Fnauð — ónytjung- ur, skussi. þvál — þvæli, skolp. Barða — öxi. Harðneskja — brynja. Gangari — hestur. Skjóa —skorta, vanta. Jara — orusta. Genja — öxi. Búlda — öxi. Atalt — ötult. Vimur — á, fljót, elfur Himinglæfa — bára, (ein dætra Ægis). Skatnar — menn. þá koma kenningar: Reikarfjöll — höfuð, (reik skift- ing í hári). Rostungs jörð — haf. Landagjörð — haf. Atals mór — haf, (Atall, sækonungsheiti) Veiga þella — kona. Boðnar lá — skáldskapur. ( Golnis vín — skáldskapur. Gullas (gullhlaðs) brík — kona. Ráfákur — - skip. Gjálfurlungur — skip. Auðspöng — kona. Hoddlín — kona. Gull- skorð — kona. Bráregn — tár, grátur. Glammaskeið — sjór, (Glammi, sækonungur). Vell lín — kona. Skeljungs skrof — sjór. Hrund sogabáls — kona. Amra fjöll — öldur, (amarr, hákarl). Flesjar vögnu — sjór, (vagna — hvalur). Bóknar hringur — haf, (Bókn, eyjar heiti). Rasta rögn — skip. Flæðar eisu fold — kona Skarar fjall — höfuð. þróttar logi — sverð. Geira senna — -bardagi. Hnikars eldur — sverð. Hyggju skáli — brjóst. Sörva hlín — kona. Pella þöll — kona. Voga loga lind — kona. þessar og þvílíkar skýringar hefðu átt að vera aftan við bók- ina. En sagt er, að Fornálfur hafi ekki fengist til að láta þær fylgja henni. Mun hann hafa litið svo á, að þjóðinni væri minkun ger, ef það sæist, að þeir, er ,,gera það að gamni sjer að gutla á Boðna<" flóð“, þyrftu að skýra hvert Edduorð og kenningu, er sjer- hverjum Islending er í raun og veru skylt að skilja. Enginn mun svo lítill fræðimaður, að hann geti ekki lesið „Fomólfskver“ sjer til ánægjau og ávinnings, ef hann hefir þetta orðasafn við hendina. En meira en þetta tvent verður ekik heimtað af nokkurri bók. Edduorð eru íslenskum kveð- skap það, er fagrir litir eru prent- myndum og kenningar eru þar aukamyndir, er blasa við hugum manna í fjarsýn. En hvorttveggja verður að nota smekklega og í hófi, og kenningamyndir mega ekki bera aðalmynd frásagnar ofurliði, svo að úrverði „Eddu- hnoð“. Margt er kent í skólum. Vera má, að ekki verði við það bætt, sem kennurum er nú gert að skyldu að troða í hvert barn. Nauðsyn virðist þó vera að rann- saka, hvort ekki væri vinnandi vegur að kenna börnum að skilja þann hluta íslenskra bókmenta, sem hætt er við, að uppvaxandi kynslóð missi sjónar á, ef ekkert er að gert. Vísnakver Fornólfs er hið vand- aðasta í alla staði, bæði að prent- un og pappír og teikningum, sem eru eftir hr. Björn Bjömsson. Eru þær hinar prýðilegustu. Myndamótin eru eftir hr. Ólaf Hvanndal, svo að hjer er um ís- lenskan iðnað að ræða, þar sem alt er íslenskt, nema prentsverta og pappír. Kostnaðarmaður er Ár- sæll Árnason. Ein prentvilla er í bókinni. Er hún á bls. 126, 5. línu að ofan. þar stendur: „getur vakið líf og höfga“, í stað: „getur vakið líf af höfga“. Svo að lokum þetta: þið ungu og upprennandi skáld! Varpið ekki öllum mentunar- áhyggjum þjóðar ykkar upp á skólana. það eruð þið, sem eigið fyrst og fremst að standa á verði umhverfis íslenska tungu og gæta þess, að hún verði, eins og hún áð- ur var, sírennandi mentalind Haldið áfram að auðga hana og prýða. En varist að glata gim- steinum þeim, er skáld fyrri tíma hafa greipt í gullhlað ís- lenskrar ljóðagerðar. Skáldskap- armál og fögur stuðlaföll eiga að sjerkenna íslenskan kveðskap. Fyllið því aldrei flokk þeirra, er vilja ráðast á örninn og reita af honum flugfjaðrimar. S. Kr. P. —o------ Auglýsing um kosning alþingismanns fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu. Með því að 1. þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, Augúst Flygering, hefir afsalað sjer þingmensku, er hjer með samkvæmt 53. gr. laga nr. 28 frá 3. nóvember 1915, um kosningar til Alþingis, fyrir- skipað, að kosning skuli fara fram laugardaginn 9. janúar 1926 á alþingismanni fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu, í stað herra Augústs Flygenring, fyrir þann tíma, er hann átti eftir. Þetta er hjer með birt öllum þeim, er hlut eiga að máli, og hefir verið lagt fyrir hlutaðeigandi yfirkjörstjórn að undirbúa kosning þessa og sjá um, að hún fari fram samkvæmt fyrirmælum kosninga- laganna. í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 28. nóvember 1935. Jón Mag'nússon. St. Gunnlaugsson. Leíðrjettíng*). I Lögrjettu 2. tölubl. þ. á. er grein eftir Jón Jónsson bónda og sýslunefndarmann með fyrirsögn- inni „Undirfellsmálið“, þar sem hann telur mig í Lögrj ettugrein minni tbl. 44—45 f. á. hafa skýrt „villandi frá afgreiðslu sýslufund- ar“ um kaupbeiðnina á Undirfelli. þar sem jeg er á annari skoð- un en háttvirtur greinarhöfundur, verð jeg að biðja Lögrjettu fyrir leiðrjettingu við þessa umsögn hans. Vísa jeg til þess, sem jeg hefi hjer um sagt í ofannefndum blöðum, svo og til þess, er grein- arhöfundurinn ritar, og sem hann skiftir undir 4 töluliði, er at- hugast þá í sömu röð: 1. Jeg hefi aldrei sagt, að sýslu- nefnd ákvæði um sölu „þjóðjarða“, sem ekki Var við að búast, þar sem það er alkunnugt, að ekkert söluna snertandi viðkemur sýslu- nefnd nema það, að segja álit sitt um, hvort viðkomandi jörð heyri undir 2. gr. þjóðjarðasölulaganna eða ekki. En hitt er líka alkunn- ugt, að sljk umsögn eða vottorð sýslunefnda eru ekki þýðingar- laus, svo þess vegna væri óskandi, að sú afgreiðsla væri gerð með vandvirkni. Ef sýslunefnd t. d. telur umrædda jörð heyra undir 2. gr. þá byggir söluvaldið neitun sína um kaup á því, og telji sýslu- nefnd jörðina þar á móti ekki *) Grein þessi var skrifuð í vetur, sem leið, en hefir gleymst hjá Lögr. þar til höf minti á hana nú fyrir skömmu. heyra undir 2. gr., þá hefir kaup- andinn þar með hlotið þau mestu meðmæli til kaupa, er sýslunefnd getur með tilstyrk laganna í tje látið. Engin sýslunefnd getur því rjettlætt gjörðir sínar með því, að ekki sje venja að taka hæfilegt tillit til umsagnar hennar. 2. Sýnilega telur greinarhöf. það veigamestu ástæðuna til að rjettlæta gjörðir meirihlutans i sýslunefndinni út af Undirfells- sölunni, að hjáleigan Snærings- staðir hafi verið undanskilin sölu, og segir að því hafi „skýlaust“ verið „lýst yfir“ „að hana mætti alls ekki selja öðrum en sveitar- sjóði Áshrepps“! Upphaflega er hjáleiga þessi lít- ill partur úr Undirfelli, og til hennar lagðar lökustu engjamar. Hafi það nokkumtíma, meðan jörð sú var í rækt, verið rjett, að framfleyta mætti á henni því sem höf. telur sig hafa heyrt, þá má a. m. k. gera ráð fyrir, að Undir- fell einsamalt framfleyti fjórð- undi meiri peningi, og að túnauka- skilyrði sjeu betri á þessari hjá- leigu en heima á Undirfelli, er hin mesta fjarstæða. þar að auk hafa nú Snæringsstaðir um langt skeið verið að mestu í eyði, og nú að öllu leyti í dæmafárri niðurníðslu. Viðvíkjandi afgreiðslu sýslunefnd- ar á þessu Undirfellssölumáli hefði síst átt að minnast á það atriðið, að sýslunefnd skuli ótilkvödd hafa „lýst yfir“, að þetta eyðikot megi ekki seljast öðrum en sveitarsjóði Áshrepps eða m. ö. o., að það heyri undir 2. gr. þjóðjarðasölulaganna og sje hentugt til þjóðnýtingar, um leið og lýst er yfir, að Undir- fell sje ekki ein slíkra jarða, held- ur í flokki þeirra jarða, er selja megi einstökum mönnum. Ekkert styður ásakanir í garð sýslunefnd- arinnar útaf afgreiðslu málsins frekar en þetta. Nefndin viður- kennir, að hjer sje þörf á jörð til þjóðnytja, en lýsir yfir, að Undirfell sje ekki hentug jörð til þess, heldur Snæringsstaðir! Sje þetta skoðað í sambandi við anda og bókstaf þjóðjarðasölu- laganna, er það augljóst, hve dæmafá þessi afgreiðsla meiri hlutans í sýslunefndinni virkilega er. — Svo er að skilja, sem höf. telji það aðallega skólahald, sem hjer sje um að ræða til þjóðnýtingar á þessum jörðum, og í sambandi þar við ekki laust við átölur í garð okkar Vatnsðæla fyrir litl- ar framkvæmdir á að reisa skóla- hús. þetta kemur nú sölu Undir- fells ekki beint við,enda hefði jeg búist við hinu frekar, að „sælt þætti sameiginlegt skipbrot“ hvað skólahúsvöntunina snerti, og þó að aldrei yrði reist skólahús, var sýslunefndinni jafnskylt að taka til greina viðvíkjandi sölunni á Undirfelli öll þau atriði, er lög- in um sölu þjóðjarða gera ráð fyr- ir að eigi að vemda þær frá því, að seljast einstaklingum, og jafnt hvort sem útlit er á, að þjóðnýt- ing þeirra komi strax í fram- kvæmd, eða það bíði. Ekki gera lögin heldur ráð fyrir, að sýslu- nefndum beri hjer að taka neitt tillit til þess, hvað einhver biskup eða kenslumálastjóri kynni ein- hverntíma að hafa sagt um ein- stakar jarðir í einstökum átriðum. Lögin eru í því falli algerlega sjálfstæð, og þó að síst skuli gert lítið úr skoðunum slíkra manna, er það þó vert að athuga það, að með breyttum tímum geta þær skoðanir einnig eðlilega verið breytingum háðar. 3. Svo er helst að sjá, sem greinarhöf. telji rjett upprekstrar- fjelags Grímstunguheiðar til af- nota af Undirfellslandi aukinn, eða betur trygðan, ef jörðin er seld? Fáir munu verða til að skilja þetta, en fjöldanum eru ljós vand- ræðin, sem í þessa átt mundu leiða af sölu jarðarinnar, svo framt hið opinbera trygði þá ekki upprekstrarfjelaginu þann sama rjett, er það hefir haft samkvæmt samningum og venju, síðan hið opinbera seldi því afrjettina, og sem upprekstrarfjelagið einnig hlýtur í framtíðinni að eiga til- höfðu telpurnar litlu, sem voru svo glaðar í rólunni sinni, haft samskonar áhrif á hana og undursamleg sýn, og hún hafði numið staðar gagnvart þessari opinberun gleðinn- ar. Hún horfði hugfangin á þær. þegar englar sjást, er það ljóst, að himnaríki er nálægt. Henni fanst hún sjá, yfir dyrunum á veitingahúsinu, dularfult orð forsjónarinnar: „Hjer“. þessi litlu börn voru bersýnilega hamingjusöm. Hún horfði á þau, dáðist að þeim svo hugfangin, að hún gat ekki stilt sig um að segja, þegar móðir þeirra hægði á sjer milli tveggja erinda í kvæði: „þau eru falleg börnin yðar, frú“. Enginn er svo grimmur að hann leggi ekki frá sjer vopnin, er gerðar eru gælur við afkvæmi hans. Móðirin leit upp og kastaði kveðju á aðkomnu konuna og bauð henni að setjast á bekkinn við dyrnar, en sjálf sat hún eftir sem áður á þröskuldinum. þær fóru að tala saman. „Jeg heiti frú Thenardier“, sagði móðir telpnanna tveggja; „við höfum gistihúsið hjerna“, og svo hjelt hún áfram að raula kvæðið. Frú Thenardier þessi var rauðhærður, hold- ugur, beinamikill kvenmaður, ímynd hermannskonunnar eins og hún gat ljótust verið. Augnaráðið var dreymandi sökum skáldsögulesturs, hún var karlmannleg flaðurdrós. Gamlar skáldsögur hafa þessi áhrif, þegar þær ná valdi á ímyndunarafli eldabuskanna. Hún var ennþá ung, tæpra þrjátíu ára. Ef þessi kona, sem kraup þarna saman á þrösk- uldinum, hefði staðið upprjett, hefði hæð hennar og gild- leiki, sem virtist eiga best við risavaxna flokkukonu, sem er til sýnis á torgum, ef til vill hrætt aðkomukonuna, eytt trausti hennar og valdið því, að ekkert hefði orðið úr því, sem vjer ætlum nú að skýra frá. Forlögin geta oft verið undir því komin, hvort maður situr eða stendur. Fantina sagði sögu sína með nokkrum smávægis- breytingum: að hún hefði verið gift daglaunamanni, sem nú væri dáinn, að hún hefði átt erfitt með að fá atvinnu \ í París, og að hún ætlaði þess vegna að leita hennar ann- arsstaðar, heima í sveit sinni; að hún hefði farið frá París þennan sama morgun fótgangandi; að hún hefði setst upp í vagninn frá Villemomble, þegar hún mætti honum, af því að hún hefði verið þreytt af að bera barnið sitt, en að hún hefði komið fótgangandi frá Villemomble til Mont- fermeil; að litla barnið hennar hefði gengið ofurlítið, en það væri heldur ekki nema ofurlítið, af því það væri svo lítið ennþá, og hún hefði því orðið að taka hana upp aftur og nú svæfi litla inndælið hennar. II ún kysti dóttur sína ástúðlega um leið og hún sagði þetta, og vakti hana með því. Barnið lauk upp augunum, stórum, bláum augum, eins og móðirin hafði, og hvað sá það? ekkert, alt, með þessum alvarlega, stundum jafnvel harðlega svip, sem oft sjest á smábörnum, og er leyndar- mál bjarts sakleysis þeirra gagnvart rökkurdygðum okk- ar; það liggur við að maður haldi, að þeim finnist þau vera englar og vita, að við sjeum menn. Nú fór barnið að hlæja, ljet sig renna niður á jörðina, með þeim dugnaði, er slíkar smáverur hafa, er þær hafa einsett sj er að hlaupa. Hún kom alt í einu auga á hinar tvær í rólunni, nam skyndilega staðar og rak út úr sjer tunguna, sem vott að- dáunar sinnar. Frú Thenardier leysti telpurnar sínar og ljet þær koma ofan úr rólunni. „Leikið ykkur nú allar þrjár“, sagði hún. Börn á þessum aldri eru fljót að kynnast; einni mín- útu síðar ljeku Thenardierdæturnar litlu sjer með litlu telpunni nýju. þær grófu holur í jörðina, og þótti feiki- lega gaman að. Litla stúlkan nýja var mjög kát; hægt er að geta sjer til um gæsku móðurinnar af kátínu barnsins. Ilún hafði náð sjer í spýtu, sem hún notaði sem skóflu, og gróf með mesta dugnaði gröf, sem mundi hafa verið mátuleg fyrir flugu. Konurnar tvær hjeldu áfram að tala saman. „Hvað heitir stubburinn yðar ?“ — „Cosette“. Hún hjet í raun og veru Euphrasie, en Cosette var gælunafn, sem móðir hennar hafði gefið henni. — „Hvað er hún gömul?“ — „Hún er á þriðja árinu“. — „það er eldri dóttir mín einnig“. Telpurnar litlu stóðu nú í hnapp og virtust vera bæði hræddar og hugfangnar. Atburður var að gerast; stór ormur hafði komið upp úr jörðinni, og þær skelfdust og glöddust í senn. Björt ennin komu saman; þar var eins og þrjú höfuð í einum geislabaug. „Lítið á bömin!“ kallaði frú Thenardier upp yfir sig; en hvað svona lítil börn verða fljótt kunningjar. það væri hægt að sverja, að þær væru systur!“ þessi orð voru eins og neisti, sem hin móðirin beið að líkindum eftir. Hún greip hönd frú Thenardier, leit beint framan í hana og sagði: „Viljið þjer taka barnið mitt að yður?“ Frú Then- ardier hreyfði sig á þann hátt, að eigi varð úr skorið hvort hún játaði eða neitaði. Móðir Cosette hjelt áfram: „Lítið þjer á, jeg get ekki tekið dóttur mína með mjer til sveitar minnar, því það mundi hamla mjer við vinnu mína. Enginn fær neítt að gera, sem hefir barn í eftirdragi. þeir eru svo hlægilegir þar heima. Guð sjálfur hefir leitt mig að gisti- húsi yðar. Jeg hrökk við þegar jeg sá hvað börnin yðar voru falleg og ánægð og vel til fara. „þetta er góð móðir“, sagði jeg við sjálfa mig; „þær verða eins og þrjár syst- ur“. Og annars skal ekki líða á löngu, þangað til jeg kem aftur. Viljið þjer taka barnið að yður?“ — „Ja, jeg verð að hugsa mig vel um“, sagði frú Thenardier. — „Jeg skal láta yður fá sex franka á mánuði“. — „Ekki minna en sjö“, hrópaði karlmannsrödd innan úr veitingahúsinu, „og greiða fyrirfram fyrir hálft ár“. — „Sex sinnum sjö eru fjörutíu og tveir“, sagði frú Thenardier. — „Já, þið skul- uð fá það“, sagði móðirin. — „Og fimtán franka aukreit- is fyrir fyrstu útgjöldin“, sagði karlmannsröddin. — „Fimtíu og sjö í alt“, sagði frú Thenardier, og hjelt svo áfram að syngja vísuna sína. — „þið skuluð líka fá það“, sagði móðirin. „Jeg hefi áttatíu franka, svo að jeg hefi samt nóg til þess að komast heim, ef jeg fer fótgangandi. Jeg vona að jeg vinni mjer inn peninga, undir eins og jeg kem heim, og þegar jeg er búin að safna dálitlu saman þá kem jeg og sæki litla inndælið mitt“. — „Barnið hefir væntanlega fatnað?“ sagði maðurinn. — „þetta er mað- urinn minn“, mælti frú Thenardier. — „Já, nóg hefir hún af fötunum, tetrið litla. Jeg vissi, að þetta var maðurinn

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.