Lögrétta


Lögrétta - 01.12.1925, Blaðsíða 4

Lögrétta - 01.12.1925, Blaðsíða 4
4 LÖGR JEiTTA Víkiné skilvíndan reynist best. Skilur 65, 120, 220 lítra. Nægar birgðir og varahluti hefir ávalt fyrirliggj- andi og selur og sendir um land alt, gegn póstkröfu Hannes Olalsson. Grettisgötn 1. Sími 871. Reykjavík. Biifusíld. Nokkur hundruð tunnur af stórri og spikfeitri Siglufjarðarhafsíld til sölu með sanngjörnu verði. Síldin er öll fryst eftii 6. september síðastl., og er óviðjafnanlega góð. — Síldin verður flutt að norðan á hraðskreiðu gufuskipi um nýárið, og getur orðið afhent á hvaða ver- stöð sem er við Faxaflóa. Pantanir sjeu komnar í síðasta lagi 15. desember til Magnúsar Vagnssonar skipstjóra, Laugaveg 11. sem annast flutning og afhend- ing síldarinnar, eða til H.f. Hrog-n & Iiýsi. Sími 262. kall til. í hinu mun lítil trygging, hvað sagt kann að hafa verið um þetta á sýslufundi, er rætt var um sölu Undirfells. 4. Enda þótt greinarhöf. ásamt öðrum sýslunefndarmanni kæmi með þá uppástungu á síðasta sýslufundi, sem meiri hluti nefnd- arinnar eðlilega gat ekki aðhylst, að vísa málinu um sölu Undir- fells til umsagnar Vatnsdæla áður það væri afgreitt, taldi jeg ekki að þetta kæmi málinu við, og gat þess þar af leiðandi ekki. Slíkum málum sem þessu er skot- ið til sýslunefndar, til þess hún ákveði, hvort umrædd jörð heyri undir 2. gr. þjóðjarðasölulaganna eða ekki, og er það hennar álit en ekki annara, sem fram á að koma. Hafi nú þessir menn, er vísa vildu málinu hingað til um- sagnar, gert það af þeirri ástæðu, að þeir hafi þótst í vafa um það, hvort jörðin heyri undir 2. gr. sölulaganna eða ekki, mundu þeir hafa verið jafnnær, hvemig sem atkvæði kynnu að hafa fallið um þetta hjer í sveitinni. þótt mikill minni hluti sveitarbúa hefði fylgt kaupanda að málum að ná jörð- inni, var samt af því einu engin vissa að salan væri lagaleg, því fleira gat komið tli greina, t. d. áðumefnd jarðarafnot við skila- rjettina o. fl. — Og þótt meiri hluti sveitarbúa hefði gengið í lið með umsækjanda að ná kaup- um á jörðinni, gat hún þar fyrir engu síðar heyrt undir 2. gr. þjóð- jarðasölulaganna og í raun og sannleika verið ein þeirra jarða, er samkvæmt lögunum ekki má selja einstaklingum, eins og hún óefað er. Eðlilega var ekki frek- ari vissa fyrir, að atkvæði sveit- arbúa um jörð þessa hefðu fallið í samræmi við þjóðjarðasölulögin heldur en t. d. sýslunefndar. þetta fer eftir því, hve duglegur kaup- beiðandinn er að afla sjer fylgis til kaupanna, og hann stendur þar betur að vígi en þjóðarbúið. sem ekki hefir annan málsvara en lögin. Greinarhöf. játar, að Undirfell með Snæringsstöðum sje „mjög vel fallið til sundurskiftingar“, en segir jafnframt, að þegar hjá- leigan sje tekin undan, þá horfi þessu „öðravísi við“. Af því ekki er trúlegt, að höf. telji Undirfell illa fallið til sundurskiftingar þó hjáleigan sje ekki með, verður þetta einungis skilið á þann veg sem er, að jörðin með þessu til- ljeti færri býli. En engin hefir, sem vonlegt er, beðið um kaup á hjáleigunni, og því ástæðulaust að fráskilja hana í þessu sambandi. það hefir einungis verið gert af kaupbeiðanda og fylgismönnum hans, ef með því móti væri mögu- legra, að ná kaupum á Undirfelli. Landsbúinu er það alls eigi neitt hagræði, að aðskilja þessa jarð- eign sína, og hefir ekkert til þess gert. í Undirfellslandi með hjáleig- unni mætti hafa allmörg smærri grasbýli, þótt bóndinni á Undir- felli hefði eins stórt bú sem nú er, og hvort sem slík sundurskift- ing væri heppilegasta þjóðnýting- in á þessari jarðeign, eða aðrar nauðsynjar kölluðu í framtíðinni frekar að, þá er tvímælalaust hjer um að ræða eina að þeim fáu óseldu þjóðeignum, sem lagalega og þjóðhagslega sjeð ekki er heimild til að selja á einstakra | manna hendur. Magnús Stefánsson. -----o---- Vínsmyglunarskip var tekið í Vestmannaeyjum síðastl. sunnu- dag. Hafði það undanfama daga sjest á sveimi í nánd við Eyjam- ar og var fallinn grunur á það, en ekki hafði tekist að handsama það, þótt reynt væri. En á sunnu- daginn kom það inn undir höfn og fóru þá sýslumaður og læknir út í skipið ásamt fleirum, og var það tekið og flutt til hafnar. Skipstjóri er norskur og einn af hásetum, en tveir íslenskir og tveir þýskir. Sagðist skipstjóri vera á leið til Murmansstrandar, en nú vistalaus og seglbúnaður skipsins í ólagi. Farmurinn er, eftir skipsskjölunum, 15000 lítrar af spritti og getur vart leikið efi á því, að honum hafi verið ætlað hjer í land, enda er sagt, að grun- ur sje fallinn á mann í Vest- mannaeyjum um að hann hafi haft samband við skipið áður en það var tekið. En nánari en þetta eru fregnimar ekki enn. Skipið ; heitir Vorblomsten, kemur frá Hamborg og hefir verið mánuð á leiðinni. það hafði verið hjer við síldveiðar síðastl. sumar. Aug. Flygenring alþm. hefir nú sagt af sjer þingmensku sakir heilsubilunar. Kosning á þingm. í hans stað fer fram 9. jan. næst- komandi, svo sem auglýst er á öðram stað í blaðinu. Engin þing- mannaefni munu hafa boðið sig fram ennþá, en talað er um að í kjöri muni verða: Sigurður Egg- erz bankastjóri, Jóhann Eyjólfs- son fyrv. alþm. frá Brautarholti, Ólafur Thors íramkv.stjóri, og í stað jafnaðarmannafulltrúanna, sem þarna voru í kjöri við síðustu kosningar, Haraldur Guðmundsson kaupf j elagsst j óri. Vísnakver Fornólfs. Greinina um það, sem birtist hjer í blaðinu, skrifaði Sig. Kr. Pjetursson heit- inn skömmu eftir að bókin kom út, e« birtingin fórst ^yrir af því að Fornólfur, (dr. Jón þorkelsson landsskjalavörður) andaðist um það leyti, sem greinin átti að koma í Lögr. Dróst svo birtingin og greinin fjell í gleymsku, þar til ritsjóri Lögr. rakst á hana meðal annara óprentaðra greina nú fyrir skömmu, og fanst honum þá rjett að láta hana koma fram. Eiðurinn, kvæðaflokkur þor- steins Erlingssonar skálds, er nú kominn út í 2. útgáfu, mjög vand- aðri, og fylgja tvær myndir af höf. og mynd af Skálholtsstað eins og hann leit út meðan þar var biskupssetur. í Eiðnum eru ýms af fegurstu og snjöllustu kvæðum þ. E. Níræðisafmæli átti 26. f. m. frú Margrjet Jónsdóttir, móðir Jóns þorlákssonar fjármálaráðherra og þeirra systkina. Hún er hjá Jóni syni sínum og er enn em og við góða heilsu. Dánarfregn. 19. þ. m. andaðist hjer í bænum frk. Sigríður K. Jónsdóttir frá Steinnesi, fædd 30. nóv. 1854, og hafði hún lengi verið hjer hjá systur sinni, frú Elísa- betu, ekkju Ólafs læknis Sigvalda- sonar. þær voru dætur Jóns pró- fasts Jónssonar í Steinnesi. Myndaverk Einars Jónssonar. Nú er nýprentuð í Kaupmanna- Mefnrdn keypt Arsrit Fræðaíjelagsins 0? safn þess um ísland og íslendiuga? Ódýrar og góðar bækur sem allir ættu að eignast: kr. Ben. Gröndal: Dagrún .. .. 0.75 Sveinbj. Bjömsson: Hillingar 1.00 Valur: Dagrúnir..........1.00 Valur: Brot...............1.00 Hulda: Syngi syngi svanir mínir..................1.00 Hulda: Tvær sögur........3.00 Iiulda: Æskuástir.........2.00 Jónas Guðlaugsson: Sólrún og biðlar hennar.......4.00 Theódór Friðriksson: Útlag- ar.....................4.00 Sig. Heiðdal: Hrannaslóð . . 5.00 Fást hjá öllum bóksölum. Bókaverslun flrij. §ii8!Éj2fir§air Besta Silungsveiðij ör ð í Árnessýslu, Austurey í Laugar- dal, fæst til ábúðar frá fardögn n 1926. — Semjið við Indriða Gu - mundsson, Austurey. höfn mjög vönduð bók með mynd- um af helstu listaverkum Einars Jónssonar. Fæst hún innan skarns í Bókaversl þorsteins Gíslasonav og- verður þá nánar frá henni sagt hjer í blaðinu. Fullveldisdagurinn er haldion hátíðlegur í dag á líkan hátt og venja hefir verið að undanförnu. Dáinn er 16. þ. m. Jón Ólason kaupmaður hjer í bænum. H. M. Hannesson heitir íslenks- ur lögfræðingur vestan hafs, sem nýlega var kosinn á Sambands- þingið í Ottawa og mun vera fyrsti íslendingurinn, sem þar hef- ir fengið sæti. Hann er fæddur í Öxnadal í Eyjafirði 27. nóv. 1884. Hann var herdeildarforingi í her Kanadamanna í heimsstyrjöldinni. Vilhj. p. Gíslason magister hefir nú verið í Englandi um hríð, í London og Oxford. Ráðgerir hann að fara þaðan til Parísar og koma síðan heim. Pren tsm iðj an Acta. yðar. Hún er annars mjög vel útbúin, mjög fallega útbú- in af fatnaði. Heil tylft af öllu og silkikjóla eins og hefð- armær. Jeg hefi það hjerna í ferðapokanum mínum“. — „Já, og þjer ætlið að láta okkur fá það“, sagði frúin. — „Já, auðvitað gjöri jeg það!“ sagði móðirin; „það væri heldur fallegt afspurnar ef jeg ljeti dóttir mína vera hjer allsnakta“. Veitingamaðurinn stakk höfðinu út um dyrnar. „Jæja, þá er það gott“, sagði hann. Samningamir komust á. Móðirin var um nóttina í veitingahúsinu, greiddi fje sitt og skildi bamið sitt eftir, batt fyrir ferðapokann, sem var orðinn æði mikið umferð- arminni og ljettari, þegar fatnaður dótturinnar var ko_m- inn úr honum, og hjelt af stað snemma næsta morgun, vonglöð um að koma bráðlega aftur. það er hægur vandi að undirbúa slíkan skilnað, en örvinglunin kemur þegar á á að herða. Ein af nábúakonum Thenardiers mætti þess- ari móður, þegar hún var að fara. „Jeg mætti rjett áðan kvenmanni hjerna á götunni; hún grjet svo mikið, að hörmung var á að horfa“. z þegar móðir Cosette var farin, sagði maðurinn við konu sína: „þessir peningar komu mjög hentuglega; jeg á að greiða hundrað og tíu franka á morgun, og mig vantaði fimtíu. Veitstu að lögregluþjónn undirfógetans var hjer fyrir skömmu og mótmælti víxli? þarna gerðu litlu stelpurnar gott gagn, sem músagildra“. — „Já, og jeg hafði ekki hugmynd um það“, sagði konan. Músin, sem í gildruna hafði gengið, var mjög lítilfjör- leg, en kötturinn hefir líka ánægju af magurri mús. Hverskonar menn var þetta Thenardierfólk ? Vjer ætlum að láta oss nægja fyrst um sinn að segja örfá orð um það; vjer munum síðar gera drættina skýrari. það átti heima í kynblendingastjett ruddalegra manna, sem komist hafa áfram, og mentaðra manna, sem gengið hafa niður á við, stjett, sem stendur mitt á milli svo- nefndrar meðalstjettar og svonefndrar lægristjettar, og sameinar ýmsar af illum tilhneigingum hinna síðarnefndu og nærri því alla lesti hinna fyrnefndu, án þess að hafa göfugar tilfinningar daglaunamannsins eða heiðarleik borgarans. þetta voru andlegir dvergar, sem hæglega geta orðið að ófreskjum. Konan var annars næst því að vera dýr, maðurinn fantur. þau voru bæði afar mót- tækileg fyrir öllu, sem benti í áttina til hins illa. Til eru þeir andlegir krabbar, sem altaf ganga aftur á bak inn í myrkrið, sem nota reynslu sína til þess að auka látlaust ilsku sína, sem verða sífelt verri og verri og gagnsýrast af mannvonsku, sem altaf eykst. þessi maður og þessi kona voru þesskonar. Thenardier mundi hafa komið andlitafræðingi í mik- inn vanda. Til eru þeir menn, sem einungis þarf að líta á til þess að fá vantraust á þeim, því hvernig sem þeim er snúið, þá er alstaðar myrkur fyrir. þeir eru órólegir, þeg- ar litið er á þá á eina hlið, ógnandi á hina. það er erfitt að gera sjer ljóst, hvað með þeim býr. Jafnerfitt er að segja um, hvað þeir hafa gert, og hvað þeir muni gera. Skugg- inn í augum þeirra kemur upp um þá. það þarf ekki annað en heyra þá segja.eitt orð eða sjá þá hreyfa til hendum- ar, til þess að fá grun um skuggaleg leyndannál í fyrra lífi þeirra og því sem framundan er. Ef trúa mátti því, sem Thenardier sagði sjálfur frá, þá hafði hann verið her- maður, liðþjálfi, sagði hann. Hann hafði að líkindum ver- ið í herförinni árið 1815 og hafði jafnvel sýnt af sjer ekki alllitla hreysti. Vjer munum síðar sjá, hvemig því var farið. Spjaldið yfir veitingahúsi hans átti að benda til eins afreksverks hans í ófriðnum. Hann hafði sjálfur málað það, því hann kunni nokkuð til alls, en gerði alt illa. þetta var um það leyti sem gömlu, klassisku skáld- sögumar voru í mestum blóma, gerðu ástgjamar dyra- varðakonur í París hálfærðar, og ollu jafnvel óskunda fyrir utan hliðin. Frú Thenardier hafði einmitt þann skilning, sem þúrfti til þess að lesa þesskonar bækur. þær urðu and- leg fæða hennar, hún sökti sínum litla heila ofan í þær. þetta hafði, meðan hún var ung að aldri, og jafnvel nokk- uð lengur, valdið því, að hún leit hugsandi út við hlið manns síns, sem ekki var laus við að hafa nokkrar gáfur er að fantabrögðum lutu, en algjörlega þekkingarlaus, rustalegur, jafnframt því að vera hygginn. Kona hans var tólf eða fimtán árum yngri en hann. Seinna, þegar hárið, sem hún setti teprulega rómantískt upp á höfuðið, var far- ið að grána, þegar Pamela var orðin að skassi, var frú Thenardier ekkert annað en rustalegur, illgjarn kvenmað- ur, sem hafði gleypt í sig ósköpin öll af heimskulegum skáldsögum. En annars les nú enginn slíka vitleysu án þess að hegnist fyrir. Ein afleiðingin varð sú, að eldri dóttir hennar var látin heita Eponine; um þá yngri er það að segja, að nærri lá að veslings barnið væri látið heita Gut- nare; það var eingöngu að þakka skáldsögu eftir Dulcay- Duminil, að hún slapp með að heita Azelma. Ekki er nægilegt að vera illur til þess að komast áfram í heiminum. það gekk illa með veitingahúsið. Thenardier gat leyst út víxilinn sinn, og mátti þakka það fimtíu og sjö frönkunum hennar Fantinu. þau komust aftur í peningavandræði næsta mánuð. Konan fór til Parísar með fatnað Cosette og fjekk lánaða út á hann sextíu franka í handveðslánsstofnuninni. þegar það fje var horíið, vöndu hjónin sig brátt á að líta á hana sem gust- ukabarn og meðferðin á henni var eftir því. þegar hún hafði ekki meiri fatnað sjálf, ljetu þau hana fá gamla kjóla og skyrtur af þeirra eigin dætrum, og voru það eingöngu ræflar. þau gáfu henni ekki annað að eta en það, sem eftir var, er allir aðrir höfðu etið, svo að kosturinn var heldur betri en hundsins og heldur lakari en kattarins. Annars var hundurinn og kötturinn hennar daglegu mötu- nautar. Cosette át með þeim undir borðinu úr samskonar trjeskál og þeir notuðu. Móðirin, sem hafði setst að í Monteuil-sur-Mer, eins og vjer munum síðar sjá, skrifaði eða Ijet skrifa mánaðar- lega fyrir sig til þess að spyrjast fyrir um, hvemig bam- inu liði. Thenardier svaraði altaf því sama: Cosette líður ágætlega. þegar fyrsta misserið var liðið, sendi móðirin pen- inga fyrir sjöunda mánuðinn og síðan ávalt á rjettum tíma

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.