Lögrétta


Lögrétta - 26.01.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 26.01.1926, Blaðsíða 1
lunheimta og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 178. LOGRJETTA XXI. ár. Umvíða veröld. Síðustu fregnir. Fregn frá Tokíó segir, að alvar- leg miskKð sje komin upp milii ráðstjórnarinnar rússnesku og Kínastjórnar út af járnbrautun- um í Mansjúríu. pær voru lagð- ar fyrir rússneskt fje, en Kín- verjar hafa haft ráð yfir þeim. Nú krefst rússneska stjómin um- i'áða yfir brautunum, en Kína- stjóm vill ekki verða við kröf- unni. Fregn frá Varsjá segir, að á landamærum Póllands og Rúss- lands hafi orðið óeirðir, svo að herlið varð að skerast í leikinn. Fregn frá New York segir, að Vilhjálmur Stefánsson norðurfari verði með í hinni fyrirhuguðu heimskautsför, sem Ford auð- maður kostar. F'regn frá Róm segir, að Músso- lini hafi bannað þingsetu öllum þeim, sem em andstæðir Fas- cistastjórninni, og er þingræðinu nú lokið í allri Suður-Evrópu, á Ítalíu/Spáni og Grikklandi. Einn- ig hefur M. nýlega skipað svo fyr- ir, að menn breyti nöfnum sínum, ef þau em af erlendum uppmna. Lundúnafregn segir, að Gyo læknir, sem er frægur fyrir rann- sóknir á krabbameinum, hafi ný- lega sagt í fyrirlestri, að útlit sje til þess, að hægt verði bráð- lega að verjast sjúkdómnum og lækna hann. Nýlokið er í Sudan áveitufyrir- tæki, sem talið er með mestu mannvirkjum, sem unnin hafa verið. Tuttugu þúsundir manna hafa unnið að því og áætlað er, að rækta megi 40 milj. punda af baðmull á áveitusvæðinu árlega. Parísarfregn frá 21. þ. m. seg- ir, að ekkert samkomulag hafi enn náðst um fjárlagafmmvörpin, en fjármálaráðherrann hafi lýst yfir, að það verði að nást fyrir 1. febr. Briand reyni að koma þingmönn- um í gott skap með því að bjóða þeim mikla hækkun á þingfarar- kaupi. Fregn frá Stokkhólmi segir, að flokkar jafnaðarmanna og sam- eignarmanna í Svíþjóð hafi nú mnnið saman, þ. e. sameignar- mannaflokkurinn gengið iim í jafnaðarmannaflokkinn. Fregn frá Berlín segir, að því sje haldið fram af ýmsum, að ein af dætmm Rússakeisara, sem annars hefur verið talið að myrt hafi verið með foreldmm sínum, sje á lífi og hafi búið þar í borg- inni í 8 ár. það slys kom nýlega fyrir 1 Berlín, að kviknaði í bensíni í kjallara undir húsi einu, og sprakk það í loft upp og sundraðist. 10 menn biðu bana, en 80 særðust. Lundúnafregn frá 23. þ. m. seg- ír, að horfið hafi á leið frá Lett- landi til Lundúna koffort, sem i vom lettnesk ríkisskuldabrjef að nafnverði 900 þús. pnd. sterl. Hafa kauphallir um allan heim verið aðvaraðar. „Veður öll válynd“ heita fjórar smásögur, sem nýlega eru komnar út, eftir Guðm. G. Hagalín, en hann hefur nú að undanfömu dvalið í Noregi. Er G. G. H. efni- legur skáldsagnahöfundur. ísl. kaffibætirinn. Lesið augl. um hann hjer í blaðinu. Reykjavfk, þriðjudaginn 26. janúar 1926. Dr. Prince, sendiherra Banda- ríkjanna í Khöfn, flutti á nýárs- dag, eins og fyr hefur verið frá sagt, ræðu á íslensku, sem í víð- boði eða útvarpi fór víða um lönd og hefur síðan verið þýdd á ýms tungumál. Einhver óhöpp ollu því, að ræðan heyrðist ekki hing- að. En hún var merkileg, þótt ekki væri hún löng, og sýnd; skilning ræðumanns á sögu Is- lendinga bæði fyr og nú. Hið sama kom fram í hinni miklu ræðu, sem forseti Bandaríkjanna flutti á minningarhátíð Norðmanna síð- astliðið sumar, og hefur útdrátt- ur úr henni verið prentaður hjer í blaðinu. Sú skoðun er meira og meira að ryðja sjer til rúms vest- an hafs, að landnám Islendinga frá Grænlandi 1 Ameríku hafi verið áhrifameira og víðtækara en menn hafi alt til þessa gert sjer ljóst og má i því sambandi minna á grein um það mál í Tímariti þjóðræknisfjelags Vest- ur-lslendinga síðastl. sumar, sem Lögrj. hefur áður flutt útdrátt úr. Ræða dr. Prince var svohljóð- andi: „Vinir minir! þetta er í fyrsta sinn að ísland heyrir rödd ameríska sendiherrans við hirð konungs ís- lands og Danmerkur, og jeg er mjög glaður yfir, að vera brautryðjandi með þvi að tala í radio í kvöld. í fyrsta lagi vil jeg érna öllum ís- lendingum góðs nýárs frá landi mínu, og jeg er líka viss um aö fólk í Bandaríkjunum — samborgarar mín- ir — samgleðst yður núna, yfir að fjárhagur og verslun fslands hafa mikillega batnað á árinu sem leið, og vjer vonum allir að þessi fram- för muni halda áfram næsta ár. þó að ísland aldrei hafi haft stærri fólksfjölda en hundrað þúsund manns eru íslendingarnir, samt sem áöur, sjerstakur þjóðflokkur, sem geymt hefir mál og bókmentir sem hafa verið mikilsverðar í veraldarsögunni, og með frábærum þjóðlegum lundar- einkennum sem virkilega eru óvið- jafnanleg. Ennfremur, þrátt fyrir að fagra landið yðar er mest megnis fjöllótt óbygð, full af jöklum og hraunbreið- um, aðskilin frá Evrópu af storma- sömu hafi, þá hafið þjer samt sem áður frá upphafi þjóðlífs yðar, sem byrjaði fyrir meir en þúsund árum, verið þjóð með mikilli menningu og bókmentum, sem standa að eins að baki bókmentum hinna gömlu Grikkja að gildi og stærð. það er alkunna, eins og gamli vin ur minn Lord Brice sagði, að bara í Grikklandi voru eins miklar og ágætar bókmentir á timabilinu, þeg- ar alt var einfalt og óbrotið, og var á gamla íslandi. í raun og veru voru bókmentir gamla fslands miklu stærri að ímyndunarafli og ljómandi tilfinningu, en nokkrar aðrar sam- tiðarbókmentir. Vjer Ameríkumenn skuldum yður íslendingum meir en við getum end- urborgað. Vjer skuldum yður fund lands okkar, þvi að allir verða að kannast við, að íslendingar fundu Ameriku fyrstir manna, en að þeim mistókst bara að byggja landið. Fyrirrennari minn, Dr. Rasmus Andersen, sem var sendiherra Banda rikjanna hjer í Danmörku fyrir mörgum érum, var hinn fyrsti, sem skýrði þjóð okkar, ekki aö eins frá uppgötvun islensku landkönnuðanna i Ameríku, en líka frá hinu, að Christopher Columbus vissi að lík- indum nokkuð um islensku fornsög- una um ferð Norðurlandabúa til Ameríku. þessi þekking hans hjálp- aði honum, ætlar dr. Andersen, til úr- slita og árangurs síns. þessvegna var æfintýri íslensku landkönnuðanna ekki algerlega árangurslaust, eins og margir sagnfræðingar reyna að sanna. þegar jeg tala við yður 1 kvöld, finst mjer þess vegna, að jeg tali við fyrsta móðurland vestur- heimsmanna. Og nú vildi jeg segja að stjórn- fræðilega sagan yðar, tengir okkur enn þá nánari böndum, þvi að um næstum fjórar aldir var landið yð- að eina þjóðveldið i heiminum, og það var lika óviðjafnanlegt þjóð- veldi, því að stjórnin var eingöngu dómstólar, sem settu nákvæm og rjettvís lög. Vanalega sáu málsaðii- arnir um að lögunum væri vand- lega lilýtt — slík aðferð er án sam- anburðar i heiminum í dag. Staða íslands, sem sjálfsstæðs ríkis hefir alls ekki haft skaðleg áhrif á vináttuna milli íslands og Dan- merkur, en þvert á móti, hefir vin- áttan milli þessara tveggja þjóða aukist. í raun og veru er þeim betur til vina núna, en menn hefðu getað haldið fyrir tuttugu árum síðan. þjer íslendingar hafið sýnt, að friður og framgangur sje örugg- ur, þegar frelsi og sjálfstjórn eru grundvöllur. þar að auki má jeg segja, að ágætu íslensku innflytj- endumir í Ameríku og Canada, sem mega sin mikils hjá okkur, Sýna að þetta er rjett. Jeg reyni að tala á gamla og hljómfagra málinu yðar í kvöld, máli, sem jeg alt af hefi elskað, einkum þegar jeg las engilsaxnesku á háskólanum heima. Jeg vil nota þetta tækifæri til þess að heilsa upp á vini mína, ráðuneytisforseta Jón Magnússon og konu hans, fyrverandi sendiherra í Danmörku Svein Bjömsson og konu hans, og að lokum Kristinn Ármanns- son og konu hans. Hjá Kristni Ár- mannssyni lærði jeg það, sem jeg kann í íslensku máli, og er jeg honum mjög þakklátur, að jeg hefi fengið þessa þekkingu á því. Jeg vona að jeg muni geta heimsótt ísland og heilsað persónulega upp á aðra vini mína þar. Guð gefi að djúptt og varanlegu áhrifin, sem þjer íslendingar ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum hafið haft á heiminn, aldrei hætt að vera þrótt- mikil í þroskasögu veraldarinnar. Jeg óska íslandi eilífrar velferð- ar, og jeg vona að yður öllum þar uppi muni æ aukast kraftur í fram- tíðinni. Verið þjer öll »æl!“ —----0---- Brjef til almennings. Háttvirti herra ritstjóri! Gerið svo vel að lána eftirfarandi lín- um rúm í yðar víðlesna blaði. þegar jeg bjó út á landi, fann jeg oft til þess, hvað óþægilegt mjer og öðrum var það, að hafa ekki neinn ákveðinn mann hjer í höfuðstaðnum, sem við ættum rjett á að snúa okkur til, með útrjettingar og erindisrekstur, því þótt við ættum hjer skyldmenni eða kunningja og hvorutveggja, þá voru þeir önnum kafnir við sín venjulegu störf, og urðu því. ef í þá náðist, að vinna fyrir okkur 1 sínum hvíldartímum, sem þó ekki nema stundum var hægt að samríma tíma þeim, er kvaðim- ar þurftu að framkvæmast á. Og svo líka þetta, að þessir menn vildu gjarnast ekkert taka að launum fyrir sína fyrirhöfn, og losuðu sig þar fyrir óvitandi og óviljandi við kvabbið. En, það er furðumargt og margbrotið, sem menn og konur út um land þurfa hjer að erindreka, og eiga hjer að erindreka, eigi vel að fara. Hjer er miðdepill, og út frá hon- um ganga margir og margskonar þættir, er taka til alþjóðar. Hjer er eins og kunnugt er yfirstjóm landsmálanna, æðsta mentastofn- un landsins, yfirstjórn kirkjumála, heilbrigðlsmála og skólamála, helstu lánsstofnanir og stjórnend- ur þeirra, aðalbókaútgáfan, mið- stöð verslunar og samgangna á sjó og landi, og endastöð fyrir fólkið, sem leitar ýmsra orsaka vegna utan af landinu, og sem þarf að sjá sjer fyrir húsnæði og öðrum farborða, hjer í nýja heim- inum.Og þó að hægt sje að skrifa og síma, og mörg erindi þann veg að leysa, þá verður það líka margoft ekki einhlítt, heldur verður af hafa milligöngumann, og líka oft sem umboðsmenska verður að koma til. Mjer er það líka kunnugt af reynlsu, að þótt margir geri sjer ferðir hingað, til þess að afgreiða brýn og aðkall- andi erindi sín, þá em hinir líka margir, sem fara hvergi, og fella þannig niður framkvæmdir á er- indum, sem þá, stöðu þeirra og hag í sjálfu sjer skiftir miklu. Enda líka fullkunnugt það, að menn og konur út um land, hafa tíðast nú á tímum „öðrum hnöpp- um að hneppa“ en þeim, að standa í tíðum ferðalögum hingað til höfuðstaðarins og „spraða sig“ hjer, eins og nú er orðið ástatt með vinnuaflið í sveitum þessa lands. Margir nota granna sína og kunningja ef fara, og margir eiga hjer umboðsmenn og er þeim borgið. En af reynslu er mjer orðið það vel ljóst, að ekki er að því auðhlaupið, og síst fyrir ókunnugra, að afljúka hjer mörg- um og gagnólíkum erindum á mjög takmörkuðum tíma. Menn, sem þarf að ná tali af dreifðir við atvinnu út um land og höf, á ferðalögum, við erindisrekstur m. fl. o. m. Tildrögin til þess, að jeg skrifa línur þessar eru þau, að jeg vil gera tilraun til þess að bæta úr ástandinu sem er, á þann hátt, að taka að mjer að leysa kvaðir manna, samkvæmt framansögðu, og fyrir sanngjarna borgun. Geta menn og konur, sem vilja og þörf finna til þessa, snúið sjer til mín og reynt hvemig gengur. Hjer fer saman þörf mín og fjöld- ans, þar sem jeg hefi enn ekki náð í mjer geðþekka og hentuga atvinnu hjer, en er hinsvegar þess fullviss, að mjer fellur vel að starfa að áminstu fyrir fólk og hefi enda nokkuð að því gert, síð- an í sumar að jeg kom hingað. Vildi jeg mega mælast til þess, að þeir sem hugsa til að notfæra sjer þetta, taki sig fyr eða seinna til, eða fyr en á síðustu stundu, svo að verkefnin geti frekar afgreiðst í tæka tíð fyrir þá. Tel jeg best að skrifa mjer ítarlega um at- riðin er vinna á, betra en að síma, því þó að það í sumum tilfellum geti gert sama gagn, þá er það altaf dýrara, enda hæpið, að eins 5. tbl. greinilegt verði og gagnlegt, eins og að skrifað sje í góðu tómi og næði. Nú eru bankarnir að kaupa silfurmyntina. Krónuseðlana á að innleysa fyrir 1. ágúst þ. á. Með vinsemd og kveðju. Rvík, Grundarstíg 3, Sími 1781, þ. 14. jan. 1926. B. F. Magnússon frá Spákonufelli. Blöðin Dagur, Isafold, Tíminn og Vörður eru vinsamlega beðin að flytja brjef þetta eftir Lög- rjettu. B. F. M. ---<v----- Norvegia Sacra. Árbók norsku kirkjunnar. Svo heitir mikið og vandað rit- safn, sem komið hefir út 1 Osló á síðustu árum, og hefir áður ver- ið minst á það hjer í blaðinu. Fyrir útgáfunni standa biskupar norsku kirkjunhar, ritið er gefið út af Steenske Forlag í Osló, og ritstjórinn er Oluf Kolsrud pró- fessor. Lögr. hefur nú fengið 4. árg. ritsins, árbók fyrir 1924, og er hún skrautverk, 328 bls. og hefur inni að halda greinar frá mörgum þektum rithöfundum á sviði kirkjumála og kirkjusögu. Minningarorð eru þar um norska kirkjumenn, sem andast hafa á árinu, og fylgja myndir af þeim. En auk þess eru þar margar myndir frá Frelsara-kirkjunni f Dröbak og hefur A. Schöning sóknarprestur skrifað um hana langa og fróðlega ritgerð. Fremst í ritinu er fyrirlestur um Most- rarkirkju, sem Kolsrud prófessor hjelt á 900 ára afmæli hennar 29. júlí 1924, og er í honum ýmisleg- ur fróðleikur um kristnitökuna 1 Noregi og hjer á landi. Höf. segir, eftir Eyrbyggja sögu, frá flutn- ingi þórólfs Mostrarskeggs frá Noregi til íslands og landnámi hans í þórsnesi við Breiðafjörð. þá er þar og ritgerð eftir dr. Jón Helgason biskup um þróun ís- lensku kirkjunnar frá siðaskift- um til okkar daga, fyrirlestur, haldinn á háskólanum í Osló 26. sept. 1923. Fróðleg ritgerð er þarna um trúmálaskoðanir Áma Garborg, eftir Ivar Velle. Loks eru skýrslur um norsku kirkjuna 1923, gefnar kenskumálaráða- neytinu af biskupunum, o. m. fl. Meðal minningargreinanna er ein um ólafíu sál. Jóhannsdóttur, eft- ir K. O. Komelius, og er þar sagt frá starfi hennar í Noregi og lok- ið á það miklu lofsorði. ----o---- Bæjarstjórnarkosningar hjer í bænum 23. þ. m. fóru svo, að A- listinn, þ. e. listi Alþýðuflokksins, fjekk 2516 atkv. og kom að tveim- ur mönnum: ólafi Friðrikssyni og Haraldi Guðmundssyni, en B-list- inn, þ. e. listi Ihaldsflokksins, fjekk 3820 atkv. og kom að þrem ur: Pjetri Halldórssyni, Jóni Ás- björnssyni og Hallgrími Bene- diktssyni. Verslunarjöfnuður Dana. 1 árs- yfirliti hagstofunnar dönsku um verslun Dana árið, sem leið, er talið sennilegt, að innfluttar vör- ur hafi numið 130 milj. kr. meira en útfluttar. 1924 var munurinn enn meiri, og námu þá innfluttar vömr 212 milj. kr. meira en út- fluttar.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.