Lögrétta


Lögrétta - 26.01.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 26.01.1926, Blaðsíða 4
4 LOGRJETTA frekar en jeg og hver annar. Mjer sýnist miklu líkara að það hafi yfirleitt skilist eins og' það var meint. Hver mundi t. d. skilja skuid K. þ. við S. í. S. öðru vísi en svo, að hún væri einkum sam- anlögð skuld margra einstaklinga? Og því skyldi jeg eiga að tala um efnahag K. þ. á öðrum grundvelli en það gerir og algeng mál- venja og viðskiftavenja bendir til? Sú aðgreining, sem til er innan fjelags í sameignir og sjereignir, kemur vitanlega svo sem ekkert tfram út á við. þriðji aðalliður J. G. er tví- þættur og fyrri þátturinn ásökun um það, að jeg hafi nálega ekk- ert minst á hinar ytri ástæður tii afsökunar ástandinu. En ekki er þetta ennþá rjett hjá honum. í Lögrjettu 28. jan. þ. á., er í brjefi frá mjer sagt frá tíðarfari hjer um slóðir, fjárhöldum o. fl., svo sem jeg vissi rjettast og áleit jeg enga þönf á því, að endurtaka það í brjefi, sem ritað er litlu síðar. 0g sú almenna verslunar- óáran, á hinu umrædda tímabili, er alþekt og þarflaust að jeg fjöl- yrti um hana frekar en jeg gerði Ræðari getur líka farið of langt í þvi, að kenna árinni um áralag- ið, og afsakanir orðið að óbein- um gyllingum, sem villa mönn- um sýn og veikja umbótaviðleitni. Jeg held rjettast sje, að segja frá almennum efnum sem hlutdrægn- isminst og gyllingarminst og á þann hátt, að til skýringar og vakningar geti verið.. J. G. P. finst að jeg hafi sumstaðar „mál- að skrattann á vegginn“, sem kall- að er. En er þá nokkuð verra að hafá hann „á veggnum" en í myrkri, þar sem ekki verða fest- ar á honum hendur? Annars sje jeg ekki betur en að J. G. haifi skoðað orð mín og sýnt þau í gegnum nokkuð mikið litað gler — og að svo hafi fleiri gert og ekki af tómu gáleysi og blindni. Hvað höfðu t. d. Morgunblaðs- sendingarnar út um alt hjerað í fyn-avetur að þýða, annað en það, að leggja mönnum til „litað gler“? því var þeim ekki treyst til að lesa brjef mitt í Lögr. gleraugnalaust — eða þá fengin jafnframt til samanburðar skrif Morgunbl. um málaferli S. 1. S. f. á., o. fl., sem það hefur gert sjer mat úr? Voru þama ekki í rauninni að verki samskonar geislar og þeir, sem nú standa af tvístirninu eða glóðaraugunum í Tímanum 7. nóvember? — En við skulum segja dálítið meira um „skrattann á veggnum" og taka t. d. samlíkingu skuldanna við þrumuský yfir höfði manns, sem mjer skilst að sumum hafi, meðal annars, fallið illa. Segja má að skuldirnar sjeu einatt nógu til- finnanlegar, þó ekki sje á það aukið. En ef skuldamönnunum falla skuldimar illa — hvað er þá eðlilegra en að líkja þeim við yfir- vofandi þmmuský, einmitt frá þeirra sjónarmiði? Ekki þykir mjer neitt viðkunnanlegt að vera í skuld og finn enga tilhneigingu hjá mjer til að hafa um það gæluorð. Og ef það væri skuld, sem heimta mætti af mjer hve- nær sem vera skyldi og jeg ætti erfitt með að borga, þá held jeg að jeg vildi þrumuskýið heldur. Til eru hinsvegar menn, sem ekki finst mikið til um að vera í skuld- um og til menn, sem halda því fram, að innstæðueigendur megi þakka fyrir, að einhverjir verði til að ávaxta fje þeirra. 0g þetta er ekki alveg út í bláinn sagt. En skyldi þessum mönnum vera nokkuð óholt að þeim sje sýnt skilmerkilega, að innstæðueigend- ur geti litið á þetta öðrum augum og að á því sjeu ýmsir annmark- ar? 1 rauninni er hjer ekki um annað að ræða en vakningu til umhugsunar. Og á sama hátt er því varið um grunsemd þá sem jeg kastaði fram og hneixlið hefur J. G. o. fl. svo mikið, grunsemdina um að sjálfsábyrgðarhvðt ein- staklingsins geti stafað hætta af samábyrgð — sem jeg reyndar efast lítið um, þó jeg setti hugsun mína um það fram í grunsemdar- formi. I eðli sínu er þetta ekki annað en nokkuð oddhvöss ör, send til vakningar og viðvörunar. það má segja, að sendingin sje óþarflega harkaleg; um slíkt ná altaf deila.. En að viðvörun eða ábending á hættu, verulega eða hugsanlega, sje „hrakspá", nær ekki neinni átt, enda þótt viðvör- uninni fylgi ábending um, að hættan geti vaxið og jafnvel orð- ið til eyðileggingar, ef ekki er ráð í tíma tekið. J. G. o. fL hefur orðið við orð mín um þetta líkt og „fanatiskum“ trúmönnum verð- ur — eða varð hjer á árunum, við það, að einhver ljet 1 ljósi efa um einhverja bamatrúarkenningu þeirra. Umburðarlyndi í trúar- efnum skortir ekki svo mjög hjer í þingeyjarsýslu nú orðið. En um- burðarlyndi í verslunarmálasök- um er hjer ekki á marga fiska, hjá sumum mönnum. pað sýnir „tíðarandann“. En er það tíðar- andi, sem er til bóta? Um seinni þátt þriðja liðs J. G., þann, að „sannanlega“ hafi fast að helmingi hinnar tilfærðu „efnahagshnignunar“ K. p., lent í byggingum og öðrum mannvirkj- um, skal jeg ekki þrátta. En ekki sjer þess mikinn stað og hræddur er jeg um að hann taki þama nokkuð fullan munninn. Honum hættir við því stundum. Ekki geng jeg inn á þá kenningu hans t. d., sem hann hefur fyrir nokkurs- konar formála í þessari umræddu ritgerð sinni — að í bága komi við alla rökfræði að álykta frá hinu einstaka til hins almenna. Jeg held hann fái hvergi háa heimspekiseinkunn fyrir hana. Og svipað finst mjer um fleira, sem hann kastar fram athugalítið. Fjórði liður, eða aðalatriði, J. G. er ásökun um það, að orð mín í hinu umrædda brjefi hafi fallið svo, að orðið hafi að ,,hrakspá“, „að minsta kosti“ í eyrum þeirra, sem fýsir ilt að heyra um kaup- fjelögin. Jeg hef svarað þessu að nokkru leyti áður, en bæti nú þessu við: Varðar okkur svo mikið um það, hvað „óvinunum" heyrist og hvað þeir segja, að við eigum þess vegna að fara huldu höfði með skoðanir okkar á mikilvæg- um, almennum málefnum? Hvað mundi verða um andlegt frelsi, viðsýni og einurð, ef enginn mætti segja, nje þyrði að segja, neitt það, sem mótstöðumenn kynnu að geta fært sjer í nyt? Jeg held það yrði heldur lítið og að stefna J. G. horfi hjer til andlegs þröng- sýnis og ófrjálslyndis langt fram yfir það, sem hann gerir sjer í hugarlund. Frá mínu sjónarmiði er þessi hræðsla við það hvað aðrir segja, eða kunni að segja, blátt áfram veiklunarmerki. Kaup- fjel. eiga að treysta á sinn innri mátt og geta mikið á hann treyst. Hrakspár óvina — ef nokkrar eru eða væru — ættu að vera honum til stælingar og gengisauka. Um- vandanir til glöggvunar og leið- beiningar. það er sjálfsagt af góðum vilja gert, þegar J. G. ber hönd fyrir höfuð Benedikts Jónssonar. En hitt sje jeg ekki að nokkur þörf hafi verið á því, í þetta sinn. Og ekki er það rjett, að umsagnir mín- ar um Benedikt sjeu mótsagnir,eða ósamrýmanlegar. pó að B. J. sje mætur maður, þá er hann ekki alfullkominn. Og þó jeg haldi því fram, að ský hafi fallið á augu hans í kosninga-„sprelli“ hans í fyrravetur, með öðrum orðum: að honum hafi óljóst verið hvað hann var að gera, þá er það ekkert fært til verri vegar. — það vill stundum til, að menn sanna það gagnstæða við það, sem þeir ætla að sanna. prátt fyrir kunnugleik og talsverða viðleitni, hefir J. G. ekki tekist, að sýna fram á það, að jeg hafi nokkurs- staöar farið með ranglatí um K. Efnarannsóknarstofa Islands p. pað hefir alt snúist í höfðinu og höndunum á honum, á líkan hátt og af samskonar ástæðum og kenningin um rökfræðina, þar sem hann, í fáfræði eða fljót- færni, afneitar almennri rök- færsluaðferð raunspekinnar (Induction). Vanmætti J. G., jafn- kunnugs manns, til að sýna, að jeg hafi með ranghermi tfarið, er í sjálfu sjer allgild sönnun þess, að jeg hafi ekkert um K. p. sagt annað en það, sem satt og rjettmætt er — sem líka er sann- leikurinn. Ef til vill hafa ekki allir áttað sig enn á þessu. En þeð mun sannast, að það verður al- mannrómur að lokum — og jafn- óðum og jþetta hættir að vera „hita“-mál. 30. nóvember 1925. Sigurjón Friðjónsson. -----o---- Borgin eilífa örfáar ferðaminningar. Eftir Gunnar Árnason frá Skútustöðum. Frh. ----------- „Fýlu“-kandídatinn var skjól- stæðingur þeirra. Hann var hár og renglulegur og var sagður nið- urfallssjúkur. Var sagður hafa orðið það af ofmiklum lestri, og taldist einskonar alfræðiorðabók, þótt hann opnaði sjaldan varirnar og svaraði aðeins mjög gætilega aðspurður. En auðsælega var hann liðlegheitin og góðsemin sjálf, og oftast nær í sínum eigin hugsunum, sem fóru æði mikið hærra en flestra í kring um hann. Lyfsalinn var gljástrokinn og vellyktandi, og hafði áreiðanlega slitið fleiri dans- en pílagríms- skóm um dagana. Fór hann og för- ina sjer til skemtunar og mun hafa tekist það meir en sæmilega. En besta skinn var hann. Umboðssalinn var sællegri og meiri sælkeri, en úr sama heimi og af líkri gerð. Ekki ljet framkvæmdastjórinn mikið yfir sjer, en vel vissi hann sínu viti. Hafði hann nokkrum sinnum gist Suðurlönd áður og tók öllu með ró. Vissi víst altaf hvað hann vildi og fengi. Loks er að minnast, síðast en ekki síst, á súkkulaðisalann. Hann var í einu skemtilegastur og leið- inlegastur. Hefir verið um fimt- ugt, rýr og væskilslegur, en snar í öllu, enda kvaðst hann iðka mik- ið íþróttir og talaði mikið um það, engu síður en annað. Satt að segja talaði hann altaf — nema rjett á meðan hann svaf og ljet á sig gleraugun, jafnvel meðan hann þurkaði svitann af skallan- um. 0g hann talaði um alt milli himins og jarðar. Var það vandi hans að spyrja fyrst að ein- hverju, t. d. um nafn á bæ, eða einhverjum algengum hlutum, og svo að láta dæluna ganga um það, á meðan hann mundi eitthvað, Reykjavík 19. des. 1925. sem hann hafði um það heyrt eða gat gert sjer í hugarlund að ætti þar heima. Hann var og pipar- sveinn og þóttist vera það aðal- lega af heimspekisástæðum, og var honum því ekkert eins hug- næmt og að tala um hjónabandið. Var hann þó síst neinn siðspek- ingur, hallaðist helst að mormón- um. En helst færði hann sjer þó það til ágætis að vera guðspek- ingur, og þóttist þar með ætla að hann ætti hina sönnu speki og bæri honum því að varpa ljósi sínu yfir hvern mann og málefni, alt stórt og smátt. Hann taldi sjer og skylt að taka öllu með „slóiskri“ ró og vera yfir alt hafinn, og gat hann það mætavel, nema þegar honum þótti einhver vera eitthvað fyrir sjer, eða gera eitthvað á hluta hans, t. d. koma eitthvað við farangurinn hans eða meina honum eitthvað, að jeg ekki tali um, ef hann hjelt að einhver sýndi honum ekki tilhlýðilega virðingu og jafnvel kýmdi að ræð- um hans. pá var hann ekkert nema fýlan og ónotin stóðu af honum eins og úr broddgelti. 1 einu orði, hefði hann ekki verið súkkulaðikaupmaður, þá var hann tilvalin „selskabsdama". Um ferðafólkið er það yfirleitt að segja, að það var á öllum aldri og flest meðalborgarar. Og bæði rjettlátir og ranglátir. Flestar held jeg ógiftu kenslukonumar hafi verið, svo kaupmenn og guð- fræðingarnir. En betur leitst mjer á Svíana og Norðmennina en Danina. Og þótt fáir ættu píla- grímsskap, hygg jeg að þeir hafi frekar verið í þeim hópunum. ----o----- Frh. 100 ára afmæh Benedikts Sveinssonar sýslumanns var 20. þ. m. og lögðu þá forsetar Alþingis sveig á leiði hans. Hann var, svo sem kunnugt er, lengi helsti for- vígismaður íslendinga í sjálfstæð- isbaráttu þeirra, en andaðist hjer í Reykjavík sumarið 1899. Glímufjelagið Ármann hjer í bænum átti tvítugsafmæli 7. þ. m. og var þess minst með sam- sæti og skemtun, en 8 menn voru kosnir heiðursfjelagar: Matth. Einarsson læknir, Jónatan þor- steinsson, Hallgr. Benediktsson, Sigurjón Pjetursson, Guðm. Stef- ánsson í Winnipeg, Halldór Han- sen læknir, Guðm. Guðmundsson á Eyrarbakka og Guðm. þorbjarn- arson í Vallarnesi. Borgarstjórakosningin. Stjóm- arráðið hefur úrskurðað að Kn. Zimsen sje sjálfkjörinn í borgar- stjórastöðuna næsta kjörtímabil, með því að eini maðurinn, sem móti honum sótti, sjera Ingimar á Mosfelli, sje ekki kjörgengur. Lögin setja sömu skilyrði tfyrir kjörgenginu og kosningarjettin- um, en til þess að hafa kosningar- rjett verða menn að hafa verið búsettir í bænum eitt ár eða meirn. Mefnrðn keypt Arsrit FræðaQelagsins og safn þesg nm ísland og íslendingat Bændur! munið eftir að panta í tíma sláttuvjelina DEERJLNG og vara- stykki í hana. Helgi Jónsson, Stokkseyri. Jóh. jóhannesson bæjarfógeti gaf á sextugsafmæli sínu 5000 kr. til Stúdentagarðsins með þeim fyrii’mælum, að stúdent frá Seyð- isfirði eigi íorgangsrjett að einu herbergi Stúdentagarösins, en ef enginn er frá Seyðisfirði, þá á stúdent úr Norður-Múlasýslu for- gangsrjettinn. Hefiu’ stúdentar garðsnefndin ákveðið, að herbergi þetta beri nafn gefandans. — Einnig gaf Jóhannes bæjaríógeti Bræðrasjóði Mentaskólans 760 kr. Samsætið, sem bæjarfógetanum og fjölskyldu hans var haldið hjer 19. þ. m., var fjölment og fjör- ugt. Ræðu fyrir heiðursgestinum hjelt dr. Jón Helgason biskup, bekkj arbróðir hans frá skólaárun- um; sjera Bjami Jónsson talaði fyrir minni frúar hans og Hjalti Jónsson framkv.stj. fyrir minni bama þeirra. Björn Kalman hæstarjettarmálafl.maður flutti kveðju frá Lögfræðingafjelaginu og Jón Magnússon forsætisráð- herra talaði um dómarastörí bæj- arfógeta og mótmælti árás þeirri, sem hann hefur nýlega orðið fyrir þeirra vegna úr einni átt. Einnig töluðu Ámi Jóhannsson bankarit- ari, Páll Einarsson hæstarjettar- dómari o. fl. Bæjarfógeti flutfci ræður og þakkaði. — Honum var gefinn til minningar göngustafur, en frúnni 2 silfurbakkar. Aðventistar hjer í bænum hafa reist sjer allstóra og vandaða kirkju við þingholtsstræti. Hún var vígð síðastl. laugardag. Út- bygging er við kirkjuna og kjall- ari undir henni, og eru þær bygg- ingar ætlaðar fyrirhugaðri skóla- stofnun og lækningastofnun, nudd- lækningum. Eru allar þessar byggingar vandaðar og vel gerð- ar, en eftir er að girða kringum lóðina og búa um hana að öðru leyti. Aðventistar eru nú hjer á landi hátt á 4. hundrað, þar af á 3. hundrað hjer í bænum. For- stöðumaður safnaðarins hefir verið nú í mörg ár O. J. Olsen, en stofnandi hans var D. östlund. Eggert Stefánsson söngvari hefur nú tvisvar sungið í Frí- kirkjunni, en Sigvaldi Kaldalóns bróðir hans leikið undir á hljóð- færi. 1 fyrra skiftið var aðsóknin svo mikil, að ekki komust nærri allir að, sem vildu, og í síðara skiftið, síðastl. sunnudagskvöld, var kirkjan aftur full. Söngurinn tókst ágætlega, og fengu bæði söngvarinn og sá, sem á hljóðfær- ið ljek, einróma lof fyrir. Ágúst Bjarnason prófessor, flyt- ur nú fyrirlestra á Háskólanum um þjóðfjelagsmál og er þeir mikið sóttir. Heiðursmerki. O. Forberg síma- stjóri er orðin stórriddari Fálkar orðunnar en Sigurður Sigurðsson ráðunautur riddari. Kaupdeila stendur nú yfir milli stjómar Eimsk.fjel. Islands og há- seta og kyndara á skipum þess. Hefur Gullfoss því legið hjer síð- an hann kom frá útlöndum nú fyrir nokkru. Prentsmiðjan Acta. Hr. kaupm. Péiur Bjavnarson, Reykjaxík. Samkvæmt áskorun hefir Efnarannsóknarstofan athugað kaffi- bætirinn Sóley og kaffibæti Ludvig David. Samsetningin reyndist þannig: Kaffibætir Sóley Vatn......................16,30°/0 Steinaefni (aska)......... 4,80°/0 Köfnunarsambönd........... 6,10°/o Feiti..................... l,290/0 önnur efni sykur, dextrin 71,60°/0 Kaffibætir Ludvig David 18,40°/0 5,16% 5,70o/0 3,20% 67,55»/o 100% 58,5o/0 100% Leysanlegt í vatni......58,8% Samræmingaefni hafa þýðingu: Köfnunarefnasambönd, feiti og nokkuð af þvi, er kallað er önnur efni. Eins og tölurnar bera með sér er fremur lítill munur á samsvarandi efnum beggja tegundanna. Að sjálfsögðu koma aðeins leysanlegu efnin til greina við kaffi- lögunina. Þar á meðal eru þau efni sem gefa lit og bragð. Tilraun var gerð með að leysa úr báðum tegundum nákvæmlega á sama hátt og mæla síðan litarstyrkleikann á kaffileginum. Var ekki hægt að gera þar neinn mun á. Rannsóknarstofan Trausti Ólafsson, Reykjavík.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.