Lögrétta


Lögrétta - 27.04.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 27.04.1926, Blaðsíða 1
ínnheimta og afgreiðsla i Veltusundi 3 Sími 185. Útgefandi og ritstjór' þorateinn Oíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Rejkjavík, þriðjudaginn 27. apríl 1926. 18. tbl. Um víða veröld. Til Jónasar Kristjánssonar læknis. Flutt í samsæti á Sauðárkróki, 6. jan. 1926. Síðustu fregnir. í kolanámadeilunum ensku segja síðustu fregnir að útlitið sje ískyggilegt og mestar líkur ti: þess, að verkfall verði. Lætur Baldwin forsætisráðherra sjer þó mjög umhugað um, að sættir komist á. Bænagerðir hafa farið fram í kirkjunum til þess að stuðla að því, að verkfallinu verði afstýrt. Talað er um samtök milli allra þeirra þjóða í álfunni, sem framleiða kol, um takmörkun á framleiðslunni og verði kolanna og sagt, að byrjaðar sjeu samn- ingatilraunir í þá átt. Síðasta fregn segir, að stjórnin beri fram tillögu um að tekið verði lán til þess að endurbæta framleiðsluaðferðir, en rentur borgi ríkið, námaeigendur og verkamenn að Va hver. Sagt er að tillaga þessi þyki líkleg til sam- komulags. Mússolini er nú kominn heim úr Afríkuför sinni og var honum fagnað eins og sigurvegara af flokksbræðrum hans. Hjelt hann I hættunnar straumum er heimsnautnaglaumur, sem hljóðnaður ómur hins liðna dags; þá rökkvar í skyndi hið Ijósbjarta lyndi og lokið er þægindum sældarhags. því getum vjer hugsað oss grátlegri vanda og geigmeiri útsýn en þá, að byltast í útsogi banahafsstranda og björgunarlandið að þrá. Með frelsandi höndum úr banaráðsböndum að bjarga er göfgasta líknarstarf. En kraftur og þekking vor bliknar sem blekking og bregst á þeim stundum er tápið þarf. Og fár er því goðmagni gæddur sem þori, að glíma um helsærða bráð. — því Dauði’ er ei rösull í ráðum nje spori en rökvís — og þekkir ei náð. Sá fullhugans máttur er þroskandi þáttur, sem þjóðinni tryggir sinn kraft og dug. — Gegn sjúkdómsþunga vjer sáum þig ungan til sóknar með gunnreifan víkingshug, í þrekdjarfa frumheria fylkingu ganga, er framsækin ruddi sjer braut að gnúpleitum virkjum hins grimma og stranga og græðisteinsvopnanna naut. jeg get ei með tölum þá talið, sem kvölum og titrandi stunum þú leystir frá. En þú hefir barist svo vasklega’, og varist þeim voða, sem stendur af dauðans ljá. — þótt láti ei buga sig volduga valdið, sem veiklað fær mannanna þrótt, samt hefurðu’ oft velli í hólmgöngu haldið með hygni og áræðísgnótt! þú vegur að öllu, sem veldur oss föllum og vilt ekki hafa nein myrkurgöng; en þekkingarkynning hins verðmesta vinning þú virðir sem andlega lyftistöng. Gegn tískunnar hjegóma tygjum þú beitir og treystir á þjóðernismátt, að varðveita íslenskar vitsmunasveitir og vátryggja’ alt göfugt og hátt. þú læknir vor þarfi með lotningu starfi vjer lútum er geislar um þína braut að mýkja og græða þau meinin sem blæða er mannshjartans fegursta kærleiksskraut. — þjer sólhlýja gleði vor samhugur veki er siturðu hjá oss í kvöld. Og haltu sem lengst þínu heilbrigðisþreki vor hetja með dáðmerktan skjöld. M. J. enn ræðu og talaði mjög ákveðið um að halda fast fram stefnu Fascista í nýlendumálunum, og láta ekki sitja við orðin ein, held- ur hefjast handa til athafna. En fregnirnar segja að blöð ítala telji raddimar, sem heyrast frá öðrum þjóðum um þessi mál, einkum frá Frökkum, bera vott um óþarfa viðkvæmni. Fregn frá París segir, að blað- ið Matin stingi upp á því, að bæði þýskalandi og Italíu verði af- hentar nýlendur til þess að fyrir- byggja undirróður og ófrið í framtíðinni. Órói er sagður og vigbúnaður í Litlu-Asíu, og símfregn frá 21. þ. m. segir, að ítalir og Grikkir hafi orðið ásáttir um að herja þar. Fregn frá París segir, að Abd- el-Krim hafi neitað bráðabirgða- kröfum til samningsúrslita og hafi friðarsamningunum í Marokkó verið frestað fyrst um sinn. Bandaríkin hafa neitað að eiga þátt í Haagdómstólnum. Skuldasamningarnir við Italíu eru nú samþyktir af senati Banda- ríkjanna, þrátt fyrir mikla mót- spyrnu, og fregnimar segja, að betri horfur sjeu nú á því en áð- ur, að samningar náist um skuldir Frakka. Noregsbanki hefur lækkað for- vexti í 51/2%. Sykurverð og komverð fer hækkandi á heimsmarkaðinum. Fregn frá Buda-Pest segir, að formaður rjettarins, sem hafði seðlafölsunarmálið til rannsóknar, sje ákærður fyrir að hafa undir- búið seðlafölsunina síðan 1920. I Khöfn hefur komið fyrir eitt tilfelli af bólusótt, segir í fregn þaðan frá 23. þ. m., og vita menn ekki um upptökin. Eldgos og jarðskjálftar hafa verið á Hawai og margir bæir eyðilagst. Berlínarfregn frá 26. þ. m. seg- ir, að samningar hafi verið und- irskrifaðir milli þjóðverja og Rússa og verði að líkindum bráð- lega birtir. Stjómmálamenn ann- ara ríkja álfunnar hafa óttast að samningagerð þessi s*kapaði nán- ara bandalag milli þjóðverja og Rússa en vesturríkin telja æski- legt og er ókunnugt enn um inni- ■ — — » 1 1—11“ t~ rrji/r hald samninganna, en fregnin segir, að megininnihald þeirra muni vera sáttmáli um hlutleysi. það er og sagt í fregn frá Moskvu að Rússastjórn vilji gera hlut- leysissamninga við einstök ríki en ekki fyrir milligöngu þjóðabanda- lagsins. Útlánsvextir í New York eru nú 31/2%- í Noregi lögðu 30,000 verka- menn niður vinnu 25. þ. m. Eru það menn, sem vinna að jámiðn- aði, námum, byggingum, í vefn- aðarverksmiðjum og skóverk- smiðjum. Verkamenn hafa hafn- að miðlunartillögu um 13% kaup- lækkun nú en 17% lækkun í haust hlutfallslega, ef vöruverðs- lækkun verður yfir 10%. Síðari liðurinn er aðalorsö<k þess, að verkamenn höfnuðu tillögunni. Líkindi eru til þess að almenn atkvæðagreiðsla um bannmálið fari fram í október í haust í Noregi. Fregn frá Baltimore segir, að vísindamenn við Hopkins-háskól- ann í Bandaríkjunum hafi fundið hreint insulin, krystall, sem er uppleysanleg’ur í vatni. Flóð mikil hafa komið í Okla- homa og Texas í Bandaríkjunum og valdið mannsköðum og eigna- tjóni. ----o--- Leikhúsið. Síðasti leikurinn, sem Leikfje- lagið sýnir á þessu leikári er „þrettándakvöld, eða hvað sem vill“ eftir Shakespeare, og var leikinn í fyrsta sinn 23. þ. m. þetta er í raun merkisviðburður í ísl. leiksögu, því áður hefir ekk- ert verið leikið hjer eftir Shake- speare, þó alment sje hann tal- inn allra leikskálda ágætastur og frægastur.Ýms af ritum hans voru þó að sjálfsögðu kunn hjer áður og til í ísl. þýðingum. En á sein- ustu árum hefur Indriði Einarsson þýtt allmörg leikrit hans, sem óþýdd voru áður, gleðileiki hans og söguleiki og er þrettándakvöld einn hinn vinsælasti að gleðileikj- unum. það er reyndar hætt við Shakespeare. því, að væri leikurinn ekki eftir „meistara meistaranna“, þá hefði „krítikin“ stundum þurft að gera athugasemdir við hitt og þetta, enda er leikurinn saminn meðan öll leiklist og skoðun á henni var á alt öðru stigi en hún er nú. En í heild sinni er leikurinn góður og víða bráðskemtilegur og hlægja áhorfendur dátt. Indriði Waage hefir sjeð um út- búnað allan og æfingar og gert það bæði af dugnaði og skilningi, eins og hann hefir í heild sinni verið hinn ötulasti og vandvirk- asti við starf sitt sem leiðbeinandi Leikfjel. í vetur. Leikurinn fer í heild sinni vel úr hendi, þó nokk- urt fálm sje í meðferð sumra hlutverkanna, eins og verða vill í mannmörgum leikjum, þar sem nota þarf allmikið af lítið æfðum kröftum. En aðalhlutverkin eru flest vel leikin og sum prýðilega. Má þar fyrst nefna I. W. sjálfan (Malvolio) og svo Ágúst Kvaran, sem leikur fíflið og frú Soffíu Kvaran (Viola) og Brynjólf Jó- hannesson( Herra Andrjes Bleik- nefur). Af öðrum leikendum má nefna Friðfinn Guðjónsson, sem fer fjörlega með hlutverk Tobías- ar Hixta og Tómas Hallgímsson, sem leikur Orsino hertoga. Með leiknum eru notuð lög Humper- dinck’s og stjórnar Emil Thorodd- sem hljómsveitinni. 1 heild sinni er leikurinn hinn fjörlegasti og prýðilegasti og vænlegur til vin- sælda, en hefði helst átt að byrja á honum fyr í vetur. Th. Thoi-oddsen: Die Ge- schichte der islándischen Vulkane. 458 bls. 4to. Khöfn 1925. þorvaldur Thoroddsen nefnir hina þýsku eldfjallasögu sína í fjórða bindi ferðabókar sinnar („Loks reit jeg nýja eldfjallasögu í samhengi á þýsku, og setti þar saman allar sögulegar rannsóknir, sem snertu eldgosin“) ; og í æfi- sögu Thoroddsens, sem kom út árið eftir dauða hans, skýrir Bogi Melsteð frá hvernig styrj- öldin mikla hamlaði því, að bókin yrði gefin út á þýskalandi eins og til stóð. Jafnframt getur hann þess, að líkindi sjeu til þess, að Kgl. danska vísindafjelagið muni gefa hana út eins og höfundurinn hafi gengið frá henni. En það er vafalaust eingöngu að þakka at- hygli og framtakssemi Boga, að tókst að hafa uppi á handritinu, sem sent hefir verið til þýska- lands 1912. Síðan þetta kvis komst á, að bókin mundi verða gefin út í Danmörku, hafa margir beðið þess með óþreyju að heyra frekara um málið, en um það hefir verið hljótt, þar til nú fyrir skemstu að almenningur fjekk að vita að bókin væri komin út. þeir sem kunnugir eru ritum þorvalds Thoroddsens — og svo er fyrir að þakka, að það er ná- lega öll íslensk alþýða — munu geta gert sjer í hugarlund hví- líkur ógrynna fróðleikur muni saman kominn í þessari stóru bók. Eins og höfundinum var títt, rekur hann alt efni út í æsar og kemur því víða við. Fróðleikurinn var ótæmandi og lá honum stöð- ugt á hraðbergi, og vegna þess hve þekkingin var fjölhliða og hæfileikinn ríkulegur til að miðla henni, dragast sí og æ inn atriði, sem ekki er beinlínis hægt að segja að sjeu þáttur af meginefn- inu, en sem á einn eða annan hátt varpa ljósi á það eða þýð- ingu þess. Fyrir þetta verður frá- sögnin ekki einungis jarðfræðileg heldur bregður hún upp ótal myndum úr sögu þjóðarinnar og lífi hennar í liðnum tímum, en þó svo að alt verður samfeld heild og fellur vel í umgerðina. Skiljan- lega verður mentagildi bókarinnar margfalt meira fyrir þetta heldur en ef hún væri þurr og einstreng- ingsleg frásögn um jarðfræðisleg atriði. Frá almennu sjónarmiði vísind- anna er það vitaskuld heppilegt, að bókin skuli vera rituð á því máli, sem allir vísindamenn lesa, en fyrir íslenska alþýðu er það mikið mein, að hún skuli ekki vera á móðurmáli höfundarins. það er nú einu sinni svo, að þor- valdur Thoroddsen hefir náð fast- ari tökum á alþýðunni en nokkur annar fræðiritahöfundur, og á þessari blómaöld reyfarasagna og pólitískra ofstækisblaða, er það hið mesta tjón að alþýðan eigi ekki sem greiðastan aðgang að öll- um ritum þeirra fáu ágætishöf- unda, sem hún heldur ennþá trygð við. Enginn slíkra höfunda er nú jafn eftirsóttur sem þorvaldur Thoroddsen. Á bókauppboðum eru það rit hans, sem hæst er boðið í, og í lestrarfjelögunum eru þau sífelt í útláni. þess er því óskandi, að ekki líði mörg ár áður en ráðstafanir verði gerðar til þess að koma eldfjallasögunni út í ís- lenskri útgáfu. Hún mundi fylla autt skarð í bókmentum okkar. Línur þessar eru ritaðar til þess að benda þeim mönnum á útkomu bókarinnar, sem hug hafa á aö eignast hana. Hún kostar í dönsk- um peningum 25 kr. 15 aura, og mega allir sjá hve lágt verðið er, því allur frágangur er hinn vand- aðasti. Fjöldi mynda ei> í henni, og aftan við hana er uppdráttur af íslandi og auk hans fjórir jarð- fræðisuppdrættir, allir vitaskuld litprentaðir. Sn. J. --.»— þANGAÐ SEM GRÖSIN GRÓA. Við skulum á svona fögrum vormorgni koma út þangað, sem að grösin gróa, þangað, sem við getum sjeð margar sólir synda í hverjum daggardropa, sem situr á kolli nývakins nýgræðings. Við skulum líta á, hvað náttúran er að vinna og hvað vel hún kann að haga öllum verkum sínum, og hvað hún kann vel að mæta örð- ugum andstæðum, sem altaf eru í aðsigi að rísa upp og veita nýja árás. En náttúran er þrautseig og orðin vel æfð í því, að veita aðköstum andstæðanna mótstöðu og bera alt af sigur úr bítum. Líttu á hin bláu fjöll í fjarska með drifhvíta fjallatinda að baki sjer með þúsunda ára eða þá miljóna ára gamlar snjóhúfur á höfðum sjer, sem ýmist þynnast eða þykna við skin og skugga. Líttu á hlíðamar fríðu á móti sólarloga með síungu lífi á hverj- um vormorgni.. Horfðu á komandi lífsstrauma, sem nú líða yfir höf- in breiðu með ljósörfar upp að landinu kalda til að hlýja það upp og geía því nýtt lífsmagn og skreyta það með nýjum skrúða og skrúðgrösum. Og þú unga vaknandi sál, sem getur orðið öllum fjöllum fegri og stærri; líttu nú upp á vormorgni æfi þinnar og haltu á stað út í lundinn þangað sem lífsins grös- in gróa og hinn frjálsbomi morg- unvorblær kyssir þjer á kinn og hvíslar þjer orð í eyra, En taktu vel eftir því, sem hann er aö

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.