Lögrétta


Lögrétta - 27.04.1926, Side 2

Lögrétta - 27.04.1926, Side 2
a LÖGRJBTTA Alt í græniuu sjó, gamanleikurinn þjóðfrægi, sem stjórnarvöldin bönnuðu að leika hér 1913, er nú kominn út í bókarformi. Verð kr. 2,00 og burðargjald, sent hvert á land sem óskað er. Prentsmidja Guðjóns G-udjónssonar. Pósthólf 726. Reykjavík. Til Ólafs í Þjórsártúni. Kvæði þetta er ort af Guðmundi skáldi Friðjóns- syni fyrir hjón í Rangárvallasýslu og færðu þau ól- afi kvæðið í sumargjöf. Til góðra heilla göfgi stefnir öll. Sú gæfa er drýgst, er fæst með vilja hreinum. Og slíkir kraftar geta fært til fjöll og fengið rödd úr mosavöxnum steinum. það sesam, sesam opnar hulins hlið, er harðlæst virðist sjónum hversdagsmúga. þá dreymir von um drifhvítt svanalið, og dúfur, sem á jörð af hæðum fljúga. í þjórsártúni er þeirra fugla völ, sem þytlaust fara, bæði upp og niður. Og hörputónlist þar við fossinn föl, í fjarska berst sem dvergmáls undrakliður. þær raddir geta heyrst við bóndabæ, er borgaskvaldri halda utan gætta; því helgidómum hent er síst á glæ í húsi, er styðst við lögmál dýrðarvætta. Og þar er gott að koma á fagnafund og fjaðrablikið sjá og leiftrin skoða, sem að þjer hænast aftankyrru stund og anda skygnum tákn í vændum boða. En ferðin reynist fæti þung og sein og flugs er varnað, þeim sem erja löndin; þó vilji reyni að velta úr götu stein, er verkalítil smáa hversdagshöndin. I einrúmi er alúð vorri leyít til einkavina að ná um bratta vegi. Og þýðfthi huga þá er jafnvel kleift, að þreifa á stiindri nótt og ljósum degi. Við sendum þinni sál úr vorum bæ þá silfurmynt, er heldur greindu verði, og aldai-farið grýtir síst á glæ, þó gáski og lausung mjög að sveitum herði. Og gull við færum gesti vorum þeim, er góðar vættir leiddi að beði okkar. Og þú átt skilinn þann ’inn dýrsta seim, er þakkarklökkvi fram á varir lokkar. Til læknis, er á lífi tökum nær og linar þraut með krafti sinna handa, við komum nú, er sumarsunna hlær, af sárum grædd og leyst úr miklum vanda. Með verðbrjef þau, er vísa lengst og best ávaxtað fje í kærleiks bjarma lendi. — Við heilsum þjer og munum göfgan gest, sem gæfan oss á reynslutíma sendi. Við heilsum þjer og kveðjum, kæri vin, með klökkum hug er naumast mæla þorði. — Ein lítil þökk, í ætt við skúra skin, sem skyndileyítur inn’ á stofuborði. hvísla að þjer. það er þetta: Ef að þú ert í leit og ert eins frjáls og hvergi bundinn og jeg, sem líð um loftin blá, þá mun jeg geta fært þjer marga góða gripi, og hugargullin góðu, sem gleðja þína sál. ól. Isl. ----o--- Æfisaga Krists Eftir Gloranni Papfaii. (Agiip.) Frh. ----- Faðir vor. Lærisveinarnir báðu Jesú um bæn. Hann hafði áður sagt þeim, að bænir þeirra ættu að vera stuttar og bomar fram einslega. þeir voru ekki ánægðir með þær bænir, sem prestamir kendu. þeir vildu fá bæn, sem gæti orðið sameiningarmerki þeirra, sem fylgdu Jesú. Og á fjallinu kendi hann þeim í fyrsta sinn Faðir vor. það er eina bæn- in, sem Jesús hefur kent, og einhver einfaldasta bænin, sem til er, en jafnframt sú djúpvit- urlegasta og fegursta. Faðir vor: Frá þjer erum við komnir, þú elskar okkur eins og börn þín. — þú sem ert á himn- um: þú, sem ekki ert í efnis- heiminum, heldur í hinum and- lega heimi, sem sál okkar á hlut- deild í. — Helgist þitt nafn. — Til komi þitt ríki: þ. e. ríki himn- anna, andans og kærleikans ríki, fagnaðarboðskaparins ríki. — Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum: Lát þú lögmál gæsku þinnar og fullkomleika ráða í efn- isheiminum eins og í hinum and- lega heimi. — Gef oss í dag vort daglegt brauð: Líkamir okkar eru af efnisheiminum og þurfa hvem dag ný efni til viðhalds. Við biðj- um ekki um auðæfi, en aðeins um það, sem nauðsynlegt er til við- halds jarðlífsins, svo að við meg- um þroskast til þess lífs, sem okkur er heitið. — Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vjer og fyrirgefum vorum skuldunautum: Fyrirgef okkur, svo að við get- um fyrirgefið öðrum. Við þig er- um við í eilífri skuld, sem við aldrei megnum að borga. En minst þú þess, að vegna ófull- komleikans er það okkur erfiðara að fyrirgefa þeim, sem gert hafa á hluta okkar, eitt lítið afbrot, en það er þjer, að fyrirgefa okkur alt, sem við höfum móti þjer brotið. — Og eigi leið þú oss í freistni: Við erum veikir og í holdsins viðjum hjer í heimi. Hjálpa þú okkur, svo að lausnin verði okkur ekki of erfið og inn- gangan í ríkið tefjist ekki. — Heldur frelsa oss frá illu: þú, sem ert í himninum, þú, sem ert andi og hefur vald yfir því illa, yfir efninu, sem okkur er fjand- samlegt og fjötrar okkur, þú, andstæða satans og efnisheims- ins, hjálpa þú okkur. Mteð þessari bæn um hjálp endar Faðir vor. þar er ekkert af hinu væmna smjaðri og ekkert af hinum mærðarfullu lofsyrðaroms- um, sem annars er svo mikið af í bænum Austurlandaþjóðanna. Og ekki er Faðir vor heldur líkt bænum sálmaskáldanna gömlu, með kvörtunum þeirra og kvein- stöfum, er þeir biðja guð um hjáip í smáu og stóru, fremur jafnvel í tímanlegum efnum en andlegum, og kveina yfir lítilli uppskeru, yfir vanmetum lýðsins o. s. frv. og kalla landplágur og örvaregn af himnum yfir óvini sína, þegar þeir geta ekki náð sjer niðri á þeim sjálfir. Eina lofsyrðið er þama orðið: faðir. En það er orð, sem nauð- syn er að nefna, og í því felsfc jafnframt játning um ástúð. Og bænimar eru ekki margbrotnar, sem þessi faðir er beðinn um. Hann er beðinn um vemdun frá því illa, sem allir eiga sameigin- lega við að stríða, beðinn um hjálp til þess að brjóta niður hinn dimma vegg, sem hindrar inn- gönguna í ríkið. Sá, sem segir: Faðir vor, segir það ekki með stolti, og í því er ekki heldur nein ómennileg auðmýkt. Tónn- inn er viðkvæmur og innilegur. í orðunum felst vissa um velvild þess, sem beðinn er, og löng út- skýring er óþörf, því hann veit, hvers óskað er. Jesús segir: „Fað- ir vor veit, hvers þjer þarfnist, áður en þjer biðjið hann“. þessi bæn, sem er fegurst allra bæna, er dagleg áminning um, hvað okkur vanti til þess að verða guði lík. ----o---- Sumardagurinn fyrsti var síð- astl. fimtudag. Veturinn kvaddi með sólskini og góðviðri, og ein- stök veðurblíða hefur verið þessa daga, sem af eru sumrinu. Sjera Ragnar E. Kvaran pre- dikaði í fríkirkjunni fyrra sunnu- dag og talaði um verkefni ís- lensku kirkjunnar, vildi að hún ljeti meira til sín taka almenn mál en hún nú gerir. Ræðan kem- ur í næsta hefti „Morguns". Nýja strandvamaskipið. því var fyrir fáum dögum hleypt á flot í Khöfn og er það skýrt „óðinn“. Hingað er það væntanlegt í næsta mánuði. Mannalát. Sunnud. 18. þ. m. andaðist hjer í bænum frú María Ámundason, ekkja ólafs Ámunda- sonar en dóttir ó. Finsens fyrr- um póstmeistara hjer í bænum, 62 ára gömul, fædd hjer í bæn- um 22. nóv. 1863. Hún giftist 1895, en misiti mann sinn 1919. Einkasonur þeirra er Morits V. Ólafsson kaupmaður hjer í bæn- um. Frú M. Á. var á síðari ár- um forstöðukona Thorvaldsens- fjelagsins og hafði unnið mikið fyrir það. Sama dag andaðist hjer í bæn- um Guðjón Jónsson járnsmiður, þektur borgari hjer í bænum, 55 ára gamall. Lætur hann eftir sig ekkju og 12 böm. 19. þ. m. andaðist hjer í bænum Jakob Jónsson verslunarstjóri við Duusverslun, og hafði hann starf- að við þá verslun mjög lengi. Hann varð bráðkvaddur. Aðfaranótt 22. þ. m. andaðist Sigurður Baldvinsson ráðsmaður á Korpólfsstöðum í Mosfellssveit, 44 ára gamall, þingeyingur að ætt, áður alþýðuskólastjóri á Ljósa- vatni og um eitt skeið framkv.stj. Ræktunarfjel. Norðurlands, en síðan ráðsmaður hjá Birni bónda Sigfússyni á Kornsá í Vatnsdal og var kvæntur Sigurlaugu dótt- ur hans. Síðast bjó hann á hálfri Kornsá, en hafði nú ráðist ráðs- maður til Thors Jensen á Korp- ólfsstöðum og var nýlega kominn þangað. Landhelgisbrot. þór tók nýlega ítalskan togara við landhelgisveið- ar og kom með hann til Vest- mannaeyja. Sekt 12000 kr. og afli og veiðarfæri upptækt. Einn af þýsku togurunum fjórum, sem sagt er frá í síðasta tbl. að þór hafi komið með til Vestmanna- eyja, strauk þaðan eftir að dóm- ur var fallinn, en áður en hann hafði greitt sekt og afhent afla. í dag kemur sú fregn, að þór og Fylla hafi tekið 7 togara í landhelgi austur við sanda og sjeu á leið með þá til Vestmanna- eyja. Flestir eru þeir sagðir þýskir. Guðmundur Kamban hefur ný- lega samið kvikmyndarleik, sem verið er að útbúa í Khöfn og heitir: Heimilið sofandi. Kamban hefur verið í París í vetur. Prentsmiðjan Acta. V. Hugo: VESALINGARNIR. „Herra borgarstjóri!“ hrópaði hún. Javert rak upp hlátur, hræðilegan hlátur, og skein í allar tennur hans. „Hjer er enginn borgarstjóri!“ sagði hann. Jean Valjean reyndJ ekki að losa hendina sem hafði náð taki í kragann á frakka hans. „Javert. . .“ sagði hann — „Kallaðu mig herra lögregluforingja“ sagði Javert“. — „Herra lögreglufor- ingi“ sagði Jean Valjean, „mig langar til að tala við yður undir fjögur augu“. — „þú getur komið undir eins með það, sem þú ætlar að segja“, svaraði Javert. „Jeg á engin launungarmál við neinn“. — „það er eitt, sem mig langar til að biðja yður um. . . .“ — „Komdu með það, segi jeg“. — „En það mega engir aðrir en þjer heyra það. . . .“ — „Hvað kemur mjer það við? þá vil jeg ekki heyra það“. Jean Valjean sneri sjer að honum og sagði hratt og mjög lágt: „Gefið þjer mjer þriggja daga frest, einungis þrjá daga, svo að jeg geti sótt bam þessa vesalings kvenmanns. Jeg skal borga hvað sem vera skal fyrir það. þjer getið komið með mjer ef þjer viljið“. — „þú ert dálaglegur“ hrópaði Javert. „Jeg hjelt ekki að þú værir svona mikill asni: þú vilt fá þriggja daga frest til þess að geta hlaup- ist á brott og ætlar að telja mjer trú um að þú ætlir að sækja barn þessarar stúlku! Sá er ekki vitlaus! Sá er svei mjer ekki svo vitlaus!" Fantina fór að skjálfa. „Barnið mitt!“ hrópaði hún, „sækja bamið mitt! Hún er þá ekki hjer! Svarið þjer mjer, systir, hvar er Cosetta? Herra Madeleine, herra borgarstjóri, jeg vil fá bamið mitt!“ Javert stappaði í gólfic’T „Jæja, þá byrjar hún líka. þeg- iðu, stelpa! þetta er ljóta andskotans landið, er galeiðu- þrælar verða borgarstjórar og dekrað er við skækjur eins og þær væru greifafrúr! En nú skal koma annað hljóð 1 strokkinn! það er tími til þess kominn!" Hann horfði hvast á Fantínu og tók betur í Jean Valjean, í þetta sinn ekki einungis í frakkakragann heldur líka í hálsbindið og skyrtuna. „Jeg get sagt þjer, að hjer er enginn herra Madeleine og enginn borgarstjóri“, sagði hann, „hjer er þjófur og ræningi, galeiðuþræll, sem heitir Jean Valjean. það er hann, sem jeg held hjer í! Annað er ekki hjer!“ Fantina reis upp í rúminu og studdist fram á handleggi og hendur sínar. Hún leit á Jean Valjean, hún leit á Ja- vert, hún leit á nunnuna; hún lauk upp munninum, eins og hún ætlaði að segja eitthvað, hrygla braust út frá brjósti hennar, tennumar nötruðu í munni hennar, hún rjetti handleggina óttaslegin út frá sjer, fingurnir rjett- ust upp, eins og hún hefði sinadrátt og hún fálmaði kringum sig, eins og maður, sem er að drukna; þá fjell hún aftur á koddann, höfuðið rakst á höfðagaflinn og fjell síðan niður á brjóstið með opinn munn og opin, brostin augu. Hún var dáin. Jean Valjean tók um höndina á Javert, sem hjelt í kragann, reif hann frá, eins og það hefði verið bams- hönd, og sagði: „þjer hafið drepið þessa konu“. — „Við skulum nú hætta þessum leik“, sagði Javert æfur. „Jeg er ekki hingað kominn til þess að hlusta á þvaður, þjer er eins gott að hætta þessu. Lögreglan er hjema niðri. Reyndu nú að fara að hypja þig af stað, annars fær þú að kenna á þumalskrúfunni“. I einu homi herbergisins var gamalt jámrúm, fremur af sjer gengið, og notuðu nunnurnar það, er þær vöktu yfir sjúklingum. Jean Valjean gekk þangað og braut í einu vetfangi jámstöng úr því, og var það hægt verk íyrir aðra eins vöðva og hann hafði. Hann leit framan í Javert, er hopaði til dyranna. Jean Valjean gekk hægt að rúmi Fantinu með jámstöngina í hendinni. þá sneri hann sjer að Javert og mælti svo lágt að naumast heyrðist: „Jeg ræð yður til þess að láta mig í friði þetta augna- blik“. Áreiðanlegt er það, að Javert fór að skjálfa. Hon- um datt í hug að fara ofan og kalla á lögregluna, en Jean Valjean gat flúið á meðan. Hann beið þess vegna, greip um hnúðinn á staf sínugn og studdist upp við dyrastafinn en leit aldrei af Jean Valjean. Jean Valjean studdi olnbogann við annan húninn á ’iöfðagaflinum og ennið við hendina. Hann horfði á Fan- tinu, sem lá alveg stirð og hreyfingarlaus. þannig stóð hann algjörlega niðursokkinn, þögull, bersýnilega án þess að hugsa um neitt, sem þessa heims er. það eina, sem sjá rnátti af andliti hans og látbragði, var óumræðileg með- aumkun. Er hann hafði staðið þarna og brotið heilann eitt andartak, laut hann yfir Fantinu og hvíslaði ein- hverju að henni. Hvað sagði hann við hana? Hvað hafði maður, sem var rækur úr mannfjelaginu, að segja við konu, sem var dáin? Enginn maður heyrði þau orð, er hann sagði við hana. Heyrði látin konan þau? Til er hjart- næmur hugarburður, sem ef til vill er æðri veruleiki. Víst er um það, að systir Simplicia, sem var eina vitnið að þessum atburði, sá greinilega óumræðilegt bros leika um varir konunnar og brostin augun, sem þegar voru full undrunar út af dauðanum. Jean Valjean tók höfuð Fan- tinu í báðar hendur sínar og hagræddi því á koddanum, eins og móðir mundi hafa gjört við barn sitt; hann dró hálsmálið saman á skyrtu hennar og lagaði hárið undir húfunni. Hann lokaði því næst augum hennar. Andlifc Fantinu var einkennilega ummyndað á þessari stundu. Dauðinn er hliðið að hinu mikla ljósi. Hönd Fantinu hjekk út úr rúminu. Jean Valjean lagðist á knje hjá þessari hönd, lyfti henni hægt upp og kysti hana. þá stóð hann upp, sneri sjer að Javert og sagði: „Nú er jeg reiðubúinn að koma með yður“. Javert afhenti Jean Valjean í fangelsi bæjarins. Handtaka herra Madeleines vakti feikilega athygli í Montreuil-sur-Mer. því miður er ekki hægt að dylja það, að orðin „Hann hefir verið á galeiðunum“ nægðu til þess að nærri því allir snerust á móti honum. Á minna en tveimur tímum var alt það góða, sem hann hafði gjört. gleymt, og hann var ekki annað en „galeiðuþræll". þó er ekki nema sanngjamt að bæta því við, að menn vissu enn þá ekki nákvæmlega um það, sem gjörst hafði í Arras. Ekki voru nema þrír eða fjórir menn í öllum bænum, sem. mintust þess staðfastlega, hvað hann hafði verið. Ráðsr konan gamla, sem hafði verið hans eina hjú, var ein þeirra

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.