Lögrétta


Lögrétta - 18.05.1926, Qupperneq 1

Lögrétta - 18.05.1926, Qupperneq 1
(luiheiinta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 1 Sími 185. LOGRJETTA ÍJtgefandi og ritstjór’ Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI iii'. Keykjavík, þriðjudaginn 18. maí 1926. 21. tbl. i Um víða veroid. iireisiui verklalho. i siöasta blaoi var írá Jpvx sagt, aö alisherjarverlííailiö ensaa heíöi pá nyiega venö aíturkaiiaö, en Koiaveríuaiiiö sjáiit njeit áíram. neiur siöan gengiö x poii, en jxo vanchæöa- og óeiröannnna en áö- ur, en sarnKomuiag ekkx iengiö enn. Var sagt, aó iyrst eftir aö verkfalhnu ijetti hali ringuireið- xn a aiiri vinnu samt verio ennþá meiri en síðustu daga verkiaiisins sjáiis. Sumstaöar geröu verka- meim aösug aö ioringjum sinum, og heimtuöu áframhaia vex'kiaiis- xns, en annarstaöax- höiöu verka- nxenn ai stjáiísaáðum tekið upp vinnu aöur en verkfaiimu vax' aí- lyst. iViai'gir atvxnnurekenaur, þ. a m. járnhrautarijei., neituðu að enduiraöa verkamenn, nema þeir segöu sig úr verkamannafjeiogun- um en aðrir heimta iauiiaiarkkun. iViiðstjórn verkamanna teiur þetta drápstilraun við öli verkalýðssam- tök og hefur Thomas sagt svo í þmgræóu, að í rauninni rikti verkbann um ait iand. 14. þ. m. var sagt að 4 miljónir manna væru atvinnulausir og hungur víða. Baidwin hefur skorað á vinnuveitendur aó gera enga til- raun til þess að nota ástandið sjer tii eiginhagsmuna og segir að stjórnin veiti að sjálfsögðu enga aðstoð til slíkrar kúgunar á verkamönnum. 15. þ. m. er símað í'rá London, að ástandið fari þá skyndilega mjög batnandi og hafi náðst samkomulag við járnbraut- armenn og viðurkenni þeir alls- herjarverkfallið ólöglegt, sömu- leiðis hafa prentarar og hafnar- verkamenn byrjað vinnu aftur, en vinnu annars haldið uppi mjög víða af verkfallsbrjótum. Helm- ingur járnbrautarlestanna er nú komin í gang og ástand yfirleitt alstaðar talið mjög batnandi. Baldwin hefm' nú síðast gert um- fangsmiklar samningatillögur í kolamálunum og hefur þeim ver- ið vel tekið í þinginu, en námu- menn greiða atkvæði um þær 15. þ. m. Ríkisstyrkurinn til námanna á að falla niður, en 3 milj. punda á að verja til styrktar námuiðn- aðinum meðan endurbætur hans fara fram. Bylting í Póllandi. 14. þ. m. er símað frá Varsjá, að margar herdeildir hafi gert uppreisn undir stjóm Pilsudski og hafi stjórninni ekki tekist að hafa hemil á hemum. 15. þ. m. er aftur símað, að P. hafi her- tekið Varsjá og umkringt stjórn- arhöllina Belvedere og sje lands- stjómin þar í haJdi. Meiri hluti hersins fylgdi P., og sömuleiðis allur þorri íbúanna í stærri bœj- unum, en annars sje þjóðin sundruð og borgarastyrjöld og blóðsúthellingar víða um land. 17. þ. m. er símað að P. hafi unnið fullnaðarsigur og hafi fallið 200 manns en 1000 særst í úrslita- bardaganum. Stjórninni tókst að fiýja í flugvjelum, en ríkisstjórn- in hefur fengið P. völdin í hend- ur. Frá Danzig er þó símað, að Haller herforingi safni liði í Posen gegn P. Pilsudski er fæddur 1867 og hefur komið mikið við pólsk stjórnmál á síðustu árum og var á tímum Rússastjórnar fangels- aður tvisvar og sendur til Siberíu. 1907 stofnaði hann íþrótta- og skotfjelög í þeim tilgangi að und- irbúa uppreisn og á ófriðarárun- um stofnaði hann sjerstakan pólskan her og gekk í lið með Miðveldunum til að herja á Rússa. Yfirstjórn hersins fjekk hann þó ekki að hafa, því að þjóðverjar óttuðust kröfu hans um pólskt lýðveldi og 1917 fluttu þeir hann sem fanga til Magde- burg, en ljetu hann lausan árið eftir. Hann varð síðan forseti Póllands með fylgi byltingarhreyf- ingar róttækra manna og jafnað- armanna. Við kosningar 1922 bauð hann sig ekki fram. Hann vann mikið að því að koma skipu- lagi á herinn og 1920 var hann foringi í ófriðnum við R'ússa. Hann var einnig aðalupphafsmað- ur hinnar nánu samvinnu sem hafin er með Frökkum og Pól- verjum síðan 1921. Óeirðir hafa verið í Póllandi undanfarið og óvissa í .stjórnmál- um frá því landið varð sjálf- stætt. En það var 5. nóv. 1916 að keisarar Austurríkis og pýska- lands lýstu yfir sjálfstæði þess, en endanlega var það ekki ákveð- ið fyr en 9. nóv. 1918 og staðfest með Versalafriðnum. Forseti er, síðan í mars 1869, að Pilsudski ljet af stjórn, Stanislau Woj- siechowski, fæddur 1869 og var áður aðalleiðtogi samvinnuhi'eyf- ingarinnar í Póllandi. þingið er þar í tveimur deildum, 444 full- trúar í neðri, en 111 í þeirri efri. Stærsti flokkurinn hefur til skams tíma verið kristilegi þjóð- ernisflokkurinn, en þá eru bænda- flokkamir, sem eru tveir (sá „radikali“ og „moderati"), en að mista kosti 6 aðrir flokkar eru þó til. — Pólski herinn, sem eink- um hefir átt þátt í þessari síð- ustu byltingu er um 264 þús. manns á friðartímum að jafnaði, en var komið upp í 960 þús í skærunum 1920. Norðurpóllinn. Fregnir eru nú komnar af pól- flugi þeirra Amundsens og Ells- worths. Lenti loftfar þeirra, Norge, sem ítalinn Nobile stjóm- ar, í Alaska eftir 71 klukkustund- ar ferð. Höfðu þeir þá, eins og til var ætlast, flogið frá Svalbarða og yfir norðurpólinn. þegar yfir pól- inn kom lækkuðu þeir flugið og flugu nokkrum sinnum í hring þar yfir staðnum og gerðu ýmsar athuganir. Var þá varpað fyrir borð og ofan á ísinn fánum Norð- manna, Bandaríkj amanna og Itala. Ekkert land sáu þeir á svæði því sem þeir fóru yfir og lítið eða ekki var rannsakað áður. Annars hreptu þeir þokur og slæm veður á leiðinni oftast nær og voru stundum allhætt komnir, því ís- ing settist á loftfarið og reif það dálítið en þó ekki svo að slys yrði að. Að lokum urðu þeir að lenda í fjalllendi vegna óveðurs, því grenjandi hríð segja þeir að skollin hafi verið á og loftfarið snúist stjórnlaust í stormunum og bjuggust þeir við bana sínum í lendingunni. þetta var 16. þ. m. og fregnirnar eftir loftskeytum frá þeim fjelögum sjálfum. Mannalát. Nýlega er dáinn norski bók- mentafræðingurinn Chr. Collin, fæddur 25. nóv. 1857 í þránd- heimi. Hann var síðast, frá 1914, aukaprófessor í Osló í bókmenta- sögu Norðurálfunnar, en hafði verið docent frá því 1895. Hann átti um eitt skeið í miklum deil- um út af naturalismanum og sambandi lista og siðgæðis. Spruttu þær af nokkrum blaða- greinum eftir hann og seinna skrifaði hann bækur um þessi efni, Kunsten og Moralen 1895 og Kampen om Kunst og Kærlig- hed 1915. Hjelt hann því fram að öll list ætti að starfa í þjónustu aukins siðgæðis og til styrktar mönnum í baráttunni fyrir lífinu og viðhaldi og vexti menningar- innar og komst þannig inn í rann- sóknir og ritun um þjóð- fjelagsmál og trúmál og kennir þess mikið í mati hans og dómum um bókmentir, t. d.greinilega í bók hans um Tolstoy. Af öðrum ritum hans má nefna Brorskapets religion og Det geniale menn- eske. Er margt í þeim læisilegt. Hann var nákominn Bjömson og hafði miklar mætur á honum. Byrjaði hann að skrifa æfisögu hans, en komst ekki nema fram undir fullorðinsár hans. En mik- ið nýtt efni í bókinni, en lang- dregið. Collin hafði orðið fyrir allmiklum enskum áhrifum. Ennfremur er nýlega dáin sænski rithöfundurinn Ellen Key, fædd 11. des. 1849. Hún var ein- hver kunnasti rithöf. og fyrirles- ari Svía og kölluðu sumir hana „andlegan stjómanda Svíþjóðar“, en deilur stóðu þó oft miklar um bækur hennar og skoðanir. Aðal- rit hennar er Lifslinjer I—III og kom út 1903, en nokkurskonar útdráttur úr því er Tanker. Aðal- kenningu sína taldi hún „kröfuna um rjett hvers einstaks persónu- leika til frjálsrar þróunar á öll- um sviðum lífsins“. Annars stóðu deilurnar um hana fyr á árum einkum um ýms skrif hennar um kvenfrelsismál. Reit hún þá með- al annars bækurnar Misbrukat kvinnokraft og Kvinnopsychologi och kvinnlig logik 1896 og seinna Barnets árhundrade 1901, en áður hafði hún sett fram skoðanir sín- ar um sum áþekk efni, einkum hjúskaparmál, í bókum sem hún skrifaði um Emst Ahlgren og Anne Charlotte Leffler. Hún var ákveðin kvenrjettindakona, en taldi kvenrjettindahreyfihguna þó oft hafa farið afvega og mist sjónar á aðalverkefni konunnar, heimilis- og móðurstörfum. Á ófriðarárunum skrifaði hún ým- islegt um stríðs- og þjóðfjelags- mál og var friðarvinur mikill. Helstu rit hennar voru þýdd á ýms erlend mál. Síðustu fregnir. í þýskalandi hefur stjómin ný- lega sagt af sjer, en gengið í þófi um nýja stjórnarmyndun. Nú hefur hún þó tekist og er Marx kanslari og Bell dómsmálaráð- herra en stjórnin annars óbreytt. Sagt er að komist hafi upp um undirróður keisarasinna til þess að hefja byltingu í þýskalandi og eiga að hafa fundist brjef sem sanni þátttöku Vilhjálms fyrv. keisara í þessu ráðabruggi. ----«■--- Flensborgarskólanum var sagt upp nú um mánaðamótin. 62 nemendur voru í skólanum í vet- ur, úr 11 sýslum, auk Reykvík- inga og Hafnfirðinga. 22 nemend- ur höfðu heimavistir og var heima vistarkostnaður allur 61 kr. og 75 aur. á mánuði. Þingtíðindi. Umræður. Síðustu daga þingsins var mikið rætt í Nd. um bankamál og gengismál. Bankamálið var, eins og fyr er frá sagt, tekið á dag- skrá fyrir áskorun frá 9 Fram- sóknarmönnum og er það stjórn- arfrumvarpið, sem þar er um að ræða, en samkvæmt því á að fela Landsbankanum seðlaútgáfurjett- inn. Við 3. umr., sem fór fram 3. þ. m., bar Ben. Sveinsson, sem vill, eins og margir fleiri, að seðla- bankinn sje sjerstök stofnun, fram dagskrártillögu þess efnis, að þingið yrði rofið og málinu þar með skotið til úrskurðar kjósenda í nýjum kosningum, er færu fram næsta haust. Formað- ur Framsóknarflokksins, þorleif- ur Jónsson, óskaði að fundarhlje yrði gefið til þess að þingflokk- um gætfist færi á að bera saman ráð sín, og að fundarhljenu loknu lýsti hann því yfir, að Framsókn- arflokkurinn greiddi atkvæði móti tillögunni. Var hún svo feld með 20:3 atkv., en frumvarpið samþykt með 18:5 atkv. Mótatkv. greiddu: Ben. Sv., Jak. M., Á. J., J. A. J. og Sigurj. J. — I Ed. urðu einnig allsnarpar deilur um þetta mál. Gengismálið var einnig tekið á dagskrá samkv. áskorun frá Framsóknarfl. og er þar um að ræða frumv. þingmanns Stranda- manna, Tr. þ., sem fyr er frá sagt. Var því eftir langar umræð- ur vísað til 3. umr. með 15:12 atkv. í Ed. hafa lengstar umræður orðið um tillögu frá Jónasi Jóns- syni um málshöfðun af þingsins hálfu, forsætisráðherra og bæjar- fógetans í Revkjavík, út af árás- um í ..Xýj.u sáUe:ála“ Sigurðar fyrv. sýsiumanns þórðarsonar. Talaði J. J. lengi fyrir tillögu sinni, las mikið upp úr ritlir..gn- um og taldi undarlegt, hve vel honum hefði verið tekið í blöðum stjórnarflokksins. Auk hans töl- uðu forsætisráðherra, Sig. Egg. og Jóh. Jóh. Var svo tillögu J. J vísað frá með dagskrártillögu, nokkuð illvígri í garð flutnings- atvinnumálaráðherra. Nefndina skal skipa þannig: einn nefndar- manna eftir tillögum stjórnar Al- þýðusambands Islands, annan eftir tillögum stjómar Búnaðar- ! fjelags Islands, en hinn þriðja til- nefnir ráðherrann, og er sá mað- ur jafnframt formaður nefndar- innar. Nefndarmenn fá hver um sig 200 kr. þóknun fyrir starfa sinn er, greiðist úr ríkissjóði að loknu starfi. Rannsókn veiðivatna. Halldór Stefánsson, Sveinn Ól- afsson, Árni Jónsson og Tryggvi þórhallsson flytja svohlj. þings- ályktunartillögu: Alþingi ályktar að heimila i stjórninni að verja úr ríkissjóði : á yfirstandandi ári alt að 3000 ki'ónum upp í ferðakostnað dr. F. K. Reinsch frá Vínárborg, til fi'amhaldsrannsókna á veiðiám og veiðivötnum, og ennfremur alt að 3000 kr., þó ekki yfir Va kostn- aðar, til að gera laxgengan Lagar- foss í Lagarfljóti, ef hægt verður að framkvæma verkið í sumar, með forsögn og undir eftirliti dr. Reinsch. í greinargerð segir: Hinn þýski vatnalíffræðingur, dr. F. K. Reinsch, hefur á ný boðið ókeypis aðstoð sína um vísindalega rann- sókn á lífsskilyrðum netjafiska í ám og vötnum, sem og tillögur sínar um það, er að framför veiðiskapar lýtur. Sömuleiðis hefir hann boðið forsögn sína og að- stoð við bygging laxastiga i Lagarfoss. Mentaskólakennari L. Guðmundsson hefir og boðið fylgd sína ókeypis eins og í fyrra. Broti j af skýrslu um rannsóknimar í ! fyrra hefur verið útbýtt á meðal þingmanna, og er þar að fá nán- ari upplýsingar um málið. það er ilt, vegna framfara veiðiskapar vors, að geta ekki notið þeirrar þekkingar, sem dr. | Reinsch hefir yfir að ráða, og ; varla sæmandi að þurfa að synja því boði, sem boðið er af jafn- mikilli velvild og vísindalegum | áhuga af erlendum vísindamanni, i fyrir það, að standi á þeim litlu j fjárframlögum, sem tillaga þessi | fer fram á að heimila. i nianns. Færsla póstafgreiðslu. Ingólfur Bjamason ber fram þessa þingsályktunartillögu: Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að póstafgreiðslan verði flutt frá Grenjaðarstöðum í Suð- ur-þingeyjarsýslu að Einarsstöð- um eða Breiðumýri, þegar Reyk- jadalsbrautin er komin upp að Máskoti, og sje póstleiðum og brjefhirðingastöðum breytt í sam- ræmi við þetta. í greinargerð segir: Ályktun þessi er flutt samkvæmt samþykt á þingmálafundi á Breiðumýri i síðastliðnum janúar og endur- teknum óskum frá hlutaðeigandi hreppum. Slysatryggingár. Jón Baldvinsson flytur svohlj. þingsályktunartillögu: Alþingi ályktar að skora á at- vinnumálaróðherra að skipa þriggja manna nefnd til þess að semja frumvarp til laga um al- mennar sjúkratryggingar, og hafi nefndin, ef unt er, lokið starfi sínu fyrir miðjan febrúarmánuð 1927 og skilað tillögum sínum til Strandferðir Esju. þorleifur Jónsson, Halldór Stef- ánsson, Sveinn Ólafsson og Ámi Jónsson flytja þessa þingsálykt- unartillögu: Neðri deild Alþingis ályktar að skora á atvinnumálaráðuneytið: 1. að láta Esju hefja strandferðir næista ar eigi síðar en 1. febrúar, 2. og haga áætlun þannig, að ein eða tvær fyrstu ferðimar verði farnar á milli Reykjavíkur og Austfjarða sunnan um land. Greinargerð: Eins og strand- ferðir eru ófullkomnar og ófull- nægjandi hjá oss, þá er því rík- ari ástæða til að nota það eina skip, sem vjer enn þá höfum til ferðanna, svo sem frekast er unt, og láta það ekki standa i naust- um lengur árlega en þörf er á vegna eftirlits og aðgerðar. Á þessum ástæðum byggist fyrri hluti tillögunnar. En eins og hag- ar ferðum millilandaskipa, er jafnframt sigla með ströndum fram, þá bæta þær siglingar að nokkm úr brýnustu þörf um sam- göngur norður um land og norð- an, en að engu leyti sunnan um land. Á þeim ástæðum byggist síðari hluti tillögunnar. Frh. á 4. siðu

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.