Lögrétta - 18.05.1926, Síða 2
2
LÖGRJETTA
Hug'vekja
til samvinnumanna.
I.
„Meira ljós“.
Sú þekking, er vitrir menn og
góðir segja að enginn megi vera
án, er sjálfsþekking. Engin von
sje um, að sá maður, er vantar
alveg þessa þekking, verði til
nokkurs nýtur, fremur en vjel,
sem enginn skilur eða þekkir, er
ekki er til annars en ryðga sund-
ur og hrynja í mola. — Maður-
inn er lifandi vjel, sem kemur að
því betri notum í lífinu, sem hæfi-
leiki hans og kraftar eru honum
sjálfum ljósari, og þeim sem
hann vinnur. Og það sem gildir
um einstaklinginn, má heimfæra
til fleiri manna, eða fjelags. Ekk-
ert fjelag getur þrifist, nema það
sje bygt á þekkingu á því verk-
efni, sem því er ætlað að vinna,
og þeim kröftum, sem það hefur
yfir að ráða. — Fjelagið, eins og
einstaklingurinn, þarf að blasa við
manni, og allar hreyfingar þess,
— fá ákveðna og skýra mynd í
huga manns.
Jeg held, að þetta, sem hjer er
tekið fram, hafi verið Ijóst flest-
um brautryðjendum kaupfjelaga,
og einmitt af því hafi verk þeirra
blessast, oft vonum framar. Mjer
er ekkert eins minnisstætt í fari
hins nýlátna, mæta samvinnu-
manns og vinar, Sigurðar í Felli,
eins og einmitt þetta, er mjer virt-
ist einkenna alt hans starf. —
Eins og kunnugt er, var hann
mörg ár, og frá byrjun, ritstjóri
Tímarits kaupfjelaga. Hann áleit
strax, að það væri sitt fyrsta
hlutverk og ritsins, að safna sam-
an öllu, sem nokkrar upplýsingar
gat gefið um kaupfjelögin. Og
var ekki hægt að segja annað,
en að hann væri vakinn og sofinn
við þetta, alla sína ritstjóratíð,
enda var verkið afarörðugt. Fje-
lögin voru þá mörg utan sam-
bandsins, og dreifð um alt land.
þeim var ekki skylt að gefa
nokkrar upplýsingar, enda mörg-
um þeirra mjög óljúft að gera
það. En Sigurði vanst svo mikið,
að jeg hygg að hann hafi að lok-
um fengið skýrslur frá öllum
kaupfjelögum í landinu, svo að
fengist hafi heildaryfirlit um
kaupfjel.-hreyfinguna hjer Fje-
lögin flest, í hans tíð, skýrðu
meira eða minna ítarlega frá
-- '■ .
Borg-ín eilífa
örfáar ferðaminningar.
Eftir Gunnar Árnason
frá Skútustöðum.
Frh. ------------
VI.
það eru að minsta kosti um 120
kirkjur í Róm, sem með rjettu
bera nafn sitt. Flestar eru þær
fomar og allar hafa eitthvað það
að geyma, sem vert væri að sjá.
Margar eru svo merkilegar, að það
tæki langan tíma að kynna sjer
þær svo vel að hægt væri að lýsa
þeim að nokkru gagni. Ferðalang-
ar koma náttúrlega aðeins í fæst-
ar þeirra — í þær einar sem fræg-
astar eru, stætrstar og merkileg-
astar taldar. Jeg mun nú nefna
sumar þeirra. Ekki til þess að gera
neina tilraun til þess, að gefa
mönnum hugmynd um dýrð þeirra
og tign, slíkt er ómögulegt í
scuttu máli, heldur til þess eins
að minna þá á, hvað þeir mega
ekki láta undir höfuð leggjast að
skoða, ef þeir koma til Róm.
í útjaðri borgarinnar, suðaust-
ast á Celishæð, stendur „Basilica
San Giovanni in Laterano“ eða
Jóhannesar kirkjan. Fyrir vestan
hana er gríðarmikið torg og á því
miðju er stærsti steinstöpullinn
(obeliskinn) í Rómaborg (hæð
hans er 47 m.). þann stöpul Ijet
Konstantinus mikli flytja frá
stofnun og þroska sínum; og eft-
ir það gáfu fjelögin flest árlega
skýrslu, eftir formi, sem þau áttu
mannatal, innfl. og útfl. kostnað-
að fylla út. þar var: fjelags-
ur, skuldir og innstæður, sjóð-
eignir o. fl. — Skýrslan gaf oft-
ast skýra mynd af fjelaginu. Jeg
var. handgenginn ritinu í tíð Sig-
urðar, og vissi vel um skoðanir
hans og starf að þessum málum.
Hann krafðist þess að hjer kæmi
alt fram í dagsljósið. Og hann
deildi harðar á vanrækslu og
hirðuleysi, er hjer var sýnt, en
honum var tamt (sjá Tíma-
ritið).
Jeg held að mönnum sje ekki
ljóst yfirleitt hve mikið nauð-
synjastarf hjer hefur verið unnið,
og þó hefði þýðing þess og not
orðið miklu meiri hefði því verið
haldið áfram á einhvern hátt. En
jeg veit ekki til, að það hafi ver-
ið gert á nokkurn hátt. Og við-
brygðin fundust mjer mikil, og
líkt því, er skiftir um ljós og
myrkur. Um sömu mundir og
skýrslur þess hurfu úr sögunni,
hættu að mestu umræður hinna
nánari samvinnumála, eða aðrar
upplýsingar uin þau mál. það er
eins og árásir utan að hafi þurft
til þess að koma málum okkar
samvinnumanna fram í dagsbirt-
una nú í seinni tíð. Bæklingur B.
Kr. um verslunarmál hratt á stað
tveimur ítarlegum og upplýsandi
greinum í Tímaritinu. Síðan má
heita mesta þögn um þá hluti.
Jeg hefi reynt undanfarið ár,
eftir því sem aðstaða mín hefur
leyft, að hafa áhrif á þetta mál,
án þess að fara í blöðin. Jeg hefi
beint þeirn til kaupfjel. þingeysku
og til Sambandsfunda. Jeg hef
sagt, að S. í. S. ætti að gefa út
ársrit, nokkrar arkir á stætrð, sem
gæfi árlega upplýsingar um Sam-
bandið, og fjelögin sem í því
eru, að því leyti sem hægt er,
og þörf er til, eins og jeg hygg,
að flest eða jafnvel öll sambands-
fjelög slík geri bæði hjer í álfu
og annarstaðar. Fjelögin í Sam-
bandinu eru sum farin að gefa
út skrifuð blöð í þessu skyni,
og K. þ. hefur um mörg ár gefið
út ársrit prentað, sem hver fje-
lagsmaður fær, og líka hefur
dreifst dálítið út um land. það
rit gæti samb.-fjelagið tekið sjer
til fyrirmyndar. Svo fullkomið er
það og gott.
Tíu ára starfstími S. I. S. í
Rvík er nýliðinn hjá, án þess að
sjeð verði, að það hafi hreyft
Heliopolis til Róm og stóð hann
lengi í Cirkus Maximus., en Six-
tus V ákvað honum stað þarna á
torginu.
Líkari er Skt. Jóhannesarkirkj-
an höll en musteri hið ytra, að
undanskildum 15 dýrðlingalíkn-
eskjunum, sem rísa upp af fram-
hlið hennar og sjást hvaðanæfa úr
borginni. Hið innra er hún allra
kirkna skrautlegust. Hún hefur
líka verið nefnd „móðir og höfuð
allra kirkna borgarinnar og jarð-
kringlunnar", og var höfuð kirkja
páfanna sem bjuggu þarna rjett
við í Lateranhöllinni alt til „Ba-
bylonarherleiðingarinnar“ eða
Avignonstímabilsins. Enginn
minni en Konstantinus mikli átti
upptökin að kirkjubyggingunni.
Kirkja hans, sem nefndist Basilica
Konstantiniana eða San Salvatore
hrundi í jarðskjálfta 896. Sergi-
us III. ljet skömmu síðar endur-
reisa hana. Sú nýbygging brann
ásamt Lateranhöll 1308, og er sú
kirkja. sem nú sjest, því verk
páfanna eftir heimkomuna frá
Avignon, og meira að segja nokk-
ur hluti kórsins frá dögum þeirra
Piusar IX. og Leo XIII., seint á
19. öld. Sinn hvoru megin við
kórdyr hvíla þeir páfarnir miklu
Innocentius III. og Leo XIII. það
sem merkilegast mun þó í þessari
kirkju er gotneska háaltarið frá
1369. En þar eru hinar heilögustu
dýrðlingaleifar geymdar, svo sem
við nokkrum í þessu skyni*). það
er líkast þegjandi samkomulagi,
milli fjelagsmanna út um land, og
þeirra sem fremstir standa að
samvinnumálum, að krefjast engra
upplýsinga nje heldur gefa þær.
G'g' fáfræðin í þessum efnum
er svo furðumikil, að maður veit
margt það um samb.-fjelög víðs-
vegar um heim, fyrir fróðleiks-
hrafl það er Tímarit samvinnufjel.
og blöðin flytja, sem alveg er
myrkri hulið hjer í þessu litla
sambandsfjelagi. Jeg held, að
óhætt sje að fullyrða, að eng-
um sje kunnugt um töhi þegn-
anna í þessu litla „ríki í ríkinu“,
er nefnist: Samband íslenskra
samvinnufjelaga. Að það hefur
ekki einu sinni verið tekið fje-
lagatal um mörg ár, tel jeg alls
ekki vansalaust.
Kaupfjelögin íslensku eru flest
bygð á lýðveldisgrundvelli. Hin
yngri kynslóð í þingeyjarsýslu, er
þá var, krafðist þess. En heil-
brigt lýðveldi getur ekki lifað í
myrkri fáfræðinnar. það var
kynslóðin, sem vildi „opna alla
glugga“ og líka sem flestar dyr,
sem krafðist hluttöku í viðskifta-
málunum. Kynslóðin sem vildi fá
„ljós yfir landið" og átti hinn
ljóskæra mann, er sagði í fögru
kvæði að vísu um annað tímabil:
,,Og þá var líf í landi — og
Ijósið skein svo bjart".
n.
En það var ekki langt komið
sögu þessara mála er rosaský
sáust á himni þjóðmálanna. Ský
þau drógust saman og urðu brátt
geigvænleg. Einlæ(gt þyngdi í
lofti, þó eigi syrti fyrir alvöru
fyrr en við höfðum fengið fult
sjálfstæði og komumst í ríkja
tölu, fengum almennan kosningar-
rjett og kjörgengi, karla og
kvenna. — sömuleiðis lýðstjóm-
arvald, með þingræðisstjóm, eins
og víðast er í álfunni.
það er að vísu ekki að undra,
þó að þetta stigi mönnum til
höfuðs, og meira en heppilegt má
teljast. En að slíkt stjórmála-
moldviðri skylli á, sem nú er kom-
ið, held jeg að fæstir hafi búist
við. — Hinn gamli og lífsreyndi
maður, sem ritað hefur „Nýja
*) Eimskipafjelag íslands hefur
birt ágæta 10 ára skýrslu, sem er
fvrirmynd. Árlega sendir fjelagið
skýrslur og reikninga sína út um
land.
höfuð þeirra Pjeturs og Páls, borð
sem Pjetur á að hafa lesið messu
við o. fl. Kvöldmáltíðaraltarið í
þverskipinu er og fornheilagt
mjög. það hvílir á þremur eirsúl-
um gyltum, sem eiga að hafa
staðið í Zeusmusterinu á Kapitol-
hæð. Fjöldi líkneskja og kapella
er þar og sem eftirtektaverðar
eru. Úr einu hliðarskipinu er hægt
að komast inn í „krossgang“ eða
blómagarð munkaklausturs af
Benidiktsreglu sem liggur þar hjá.
þykir hann unaðslegastur allra
slíkra garða í Róm og engan hef
jeg friðsælli sjeð. Er hann sann-
kölluð Eden.
Fast við Jóhannesarkirkjuna
stendur það, sem bjargaðist úr
brunanum, af fornu páfahöllinni.
þar á meðal er húskirkja páfanna
fyrmeir, Sancta-Sanctorum. Inn í
hana kom jeg ekki. En fyrir fram-
an hana er bygt yfir hina heilögu
tröppu: Scala santa. það eru tutt-
ugu og átta hvít marmaraþrep,
sem Helena helga ljet flytja til
Róm og sagt er að hafi verið í
húsi Pílatusar ag hafi Drottinn
eftir þeim gengið er hann var
leiddur fyrir hann. Slík er helgi
þessara þrepa, að enginn kaþólsk-
ur maður, þótt hann sje páfinn
3jálfur, má þau ganga, nema á
hnjánum. Lúther gerði það og eitt
sinn, en fann þó ekki frið sálu
sinni. Jeg sá þar marga skríða,
og kom mjer það ekki eins kyn-
sáttmála“ á víst æði marga skoð-
anabræður, meðal þeirra eldri,
þar sem hann deilir á landsmála-
þrasið og flokkastríðið. Hann
segir að lokum: „En svo lítur
út fyrir, að hjer á landi sje alveg
sjerstakl. samvalin vaxtarskilyrði
til að sýna ókosti þess(þ.e. þing-
ræðisskipulagsins) og það hafi því
útvalið þessa þjóð,til að sýna heim
inum, á hve skömmum tíma það
geti kaffært þjóð svo, að hún eigi
sjer ekki uppkomuvon“. — Ýms-
ar raddir mentaðra og viturra
manna, viðsvegar um land, hafa
líkar heyrst, þó eigi hafi áður ver-
ið svo djúpt tekið í árinni. þeim
ægir flokkastríðið og flokkavaldið.
En þeim fer að verða illa vært,
sem ekki vilja gefa sig undir það,
sem vel má kalla pólitískan þræl-
dóm.
það var snemma, að margir
hinna mætustu samvinnumanna
hjer á landi höfðu beyg að því,
að blanda málum sánum inn í
flokkastríðið. Og beindust fast á
móti því, er því var hreyft. Og
út lítur fyrir, að það hafi verið
þegjandi samkomulag flestra
þjóða, um þetta. því furðanlegra
er það, að hjer skuli vera komið
sem komið er, að það sje verið
að gera siamvinnumálin að póli-
tísku flokksmáli, og um leið að
stjettamáli. þá skýrist að vísu sú
staðreynd, sem minst er á hjer
að framan, að yfir þeim grúfir
nú myrkur fáfræðinnar í ýmsum
greinum. Hin svonefndu sam-
vinnublöð hafa að mestu yfirgef-
ið samvinnumálin. Aðalblaðið hef-
ur gefið sig við þeirri ofsóknar-
pólitík, nokkuð langa hríð, er nær
einstæfð má heita og eyðilagt með
því nokkuð af samúð og sam-
vinnu.
Hinn illræmdi kafbátahernaður,
þó sigurvænlegur væri, lagðist
fljótt niður. þjóðimar sáu, þrátt
fyrir alt, að hann sæmdi tigris-
dýrum einum. það væri ólíklegt,
að þjóðin, sem ekki hefur mátt
mannsblóð sjá um margar aldir,
færi í nokkru að líkja eftir hon-
um. — En í flokkadeilum hefur
þessi aðferð verið notuð meira og
minna um langan tíma. .Dóm-
greind manna og heilbrigða skyn-
semi er reynt að kæfa. Fáfræði
í landsmálum, blindar tilfinning-
ar og meðfædd tortrygni er alt
notað til fullnuatu. — þeir sem
fara vilja aðrar leiðir, eiga lítils
sigurs að vænta, eða geta lítið bú-
ist við, að fá fylgi þjóðarinnar
eins og nú stendur. Jeg álít því, að
iega fyrir og margur kann að
ætla. það vakti hjá mjer lotningu.
Jeg skildi að þeir menn er það
gerðu, áttu það sem hverjum
manni er nauðsynlegt, en nú
brestur margan, því ver og miður
hjer og annarsstaðar, en það er
sönn virðing fyrir því sem, heil-
agt er. þó leist mjer svo, sem
sumstaðar væri guðræknin meiri á
yfirborðinu og menn skriðu upp
tröppumar fyrir siðasakir, því
emstöku stálust til þess að hjálpa
sjer með höndum og tám, en það
voru þó helst konur, sem eflaust
hafa ekki viljað fara ver með
silkikjólana sína en nauðsynlegt
væri, og án mætti komast, án þess
að styggja heilaga menn og engla.
1 engum vafa er jeg þó um að
ýmsum getur slík ganga auðmýkt
kent og knúð til innilegri bænar
en ella — og er það vel farið.
Sitt hvoru megin við tröppuna
heilögu, liggja óhelguð þrep sem
mótmælendur mega ganga, og
kaþólskir fara eftir niður.
Stægst og dýrðlegust allra Mar-
íukirknanna er Santa Maria
Maggiore, sem er austarlega í
borginni. Framan við hana er súla
ein mikil úr basilíku Konstantin-
usar og upp á henni Maríu líkn-
eski. Kirkjan er æfagömul, jafn-
vel að nokkru frá því um 350.
Mestur hluti hennar er þó frá dög-
um Sixtusar III., þar á meðal mið-
skipið, sem er mesta prýði hennar.
vel megi segja, að hin óspilta
íslenska þjóð, eins og hún var í
þessum málum, fyrir ekki mjög
mörgum árum síðan, hafi verið
kaffærð hjer svo tilfinnanlega, að
hún bíði þess seint bætur. En upp
úr kafinu kemur hún, þegar sam-
vinnumálum vorum vaxa þeir
menn, sem geta komið í stað
þeirra, er horfnir eru úr sögunni,
og eru að hverfa, og sem báru
kindlana, er lýst hafa alþýðu far-
sællega á nýjum leiðum, í við-
skiftamálum o. fl.
Undanfarin tvö ár hefur verið
töluverð deila um hluttöku blaða
þeirra, er Sambandið kostar, í
hinum pólitísku málum. Endir á
því er ekki enn orðinn annar en sá,
að blöð þessi halda áfram að gefa
sig nær því eingöngu við pólitísk-
um málum, á þann hátt, sem bent
er til hjer að framan. það er ekki
hægt að segja, að hinna eiginlegu
samvinnumála gæti þar að nokkru
að minsta kosti ekki í aðalblað-
inu, nú í seinni tíð. það lítur
ekki út fyrir, að blöðin eða rit-
stjórarnir sjeu neinum skuldbind-
ingum háðir gagnvart Samband-
inu, enda mun heldur ekki vera
svo.
það er því víst ekki þá (ritst.)
neitt um að saka hjer. þó að
blöð þeirra ynnu að því einu til
dæmis, að snúa öllum landslýð
til heiðni(!), þá mundu „kaup-
fjelögin borga“. — það eru Sam-
bapdsfundirnir og stjórn fjelags-
ins, sem til þessa eiga að svara.
En jeg verð að segja, að það s,je
eins og forsjónin hafi „útvalið“
þá fundi til að sýna þær skugga-
hliðar flokks, eða meirihluta
valds í öllum málum, sem vel
gæti riðið samvinnufjelagsskapn-
um að fullu. í þessu tilfelli kúg-
ar það minnihlutann til þess að
kosta með s,jer pólitískt blað, sem
honum er annaðhvort algerlega
andstætt, eða hann blygðast sín
l'yrir að eiga nokkum hlut að;
blað sem hefur hrakið í orðum
mætustu samvinnumenn af póli-
tískum ástæiðum; sem hefur með
meira og minna ljósum orðum
brugðið þeim bændum, og sam-
vinnumönnum, sem ekki fylla
Framsóknarflokkinn um svik við
málstað bænda og samvinnu-
manna — með fleiri svigurmæl-
um — og því meðal annars komið
til leiðar, að okkur, sem taldir
erum fylla þennan fjandaflokk,
má teljast óstætt að rita í mál-
gögn samvinnumanna, eins og
stendur. — Og eins, fyrir það, þó
í því eru 40 skjallahvítar marm-
arasúlur, sem teknai’ hafa verið
úr heiðnu musterunum. Mörg fög-
ur og fornfræg steinmálverk (mo-
saik) eru í musteri þessu. Á há-
altarinu geymast jarðneskar leif-
ar Mattheusar guðspjallamanns.
Legstaðir ýmsra merkispáfa eru
hjer og. Kippkorn frá Santa Mar-
ía Maggiore, í nánd við Coloss-
eum, er San Pietro in Vinculis.
það er smákirkja aðeins, en þar
er hið heimsfræga Móselíkneski
Michelangelos, sem átti að vera
einn hluti minnismerkis hans yfir
Juliusi II., en hann fjekk því
aldrei lokið.
Vestanmegin Tiber í Traste-
ver-hverfi er Sancta Cecilia. þar
fanst mjer mest um líkneskí
Stefanos eftir Maderno.sem stend-
ur við háaltarið. En það er úr drif-
hvítum marmara, og sýnir hina
heilögu Ceciliu í dauðanum. Svo
eðlileg og átakanleg er myndin,
að svo virðist sem hin flekk-
lausa kona liggi þar enn óstirnuð
og er hún líkari goðborinni dís
en menskri mey. Undir þessari
kirkju hafa fundist leifar af
fornrómverskum höðingjahúsum.
þá kem jeg að þeirri kirkjunni
sem ef til vill er fallegust og
sannkallaðast guðshús af öllum
kirkjunum í Róm. það er San
Paoli fuori le mura. Hún stendui
spölkom sunnan við borgina, og á
Konstantinus mikli að hafa látið