Lögrétta - 25.05.1926, Blaðsíða 1
Iimheimta og afgreiðsla
í Þingholtsstræti 1
Sími 185.
LOGRJETTA
Útgefandi og ritstjór*
þorsteinn Gíslason
Þingholtsstræti 17.
Sími 178.
XXI. ár.
Um víða verðld.
Frá BretlandL
Frá bretsku vinnudeilunum
frjettist lítið síðustu dagana.
Miðlunartillögu stjómarinnar, sem
fyr er frá sagt, hefur verið hafn-
að bæði af verkamönnum og
vinnuveitendum. Síðan hefur
stjómin ekki aðhafst í málinu
og telur almenningur svo, að kola-
verkfallið muni standa lengi. Sagt
er að sultur og neyð ríki allvíða
í kolahjeruðunum og einkum sje
ástandið erfitt í Wales. Sagt er
að fjöldi kolaskipa sje á leiðinni
til Bretlands frá Bandaríkjunum.
1 Grimsby eru margir botnvörp-
ungar stöðvaðir vegna kolaskorts.
Námumenn hafa skorað á hafnar-
verkamenn og járnbrautarmenn
að leggja sjer lið. Annars hefur
verið nokkur ágreiningur milli
bretskra verkamannaleiðtoga um
þessi verkfallsmál. Varley, sem er
í stjóm námumanna, sagði fyrir
nokkrum dögum, í ræðu sem hann
hjelt í Mansfield, að afturköllun
allsherjarverkfallsins væri svikráð
gegn námumönnum, en dagur hins
rjettláta dóms mundi renna upp
innan skams. Hinsvegar hefur
Cramp, ritari í landssambandi
jámbrautarmanna látið svo um
mælt, að enskir járnbrautarmenn
mundu aldrei framar fást til þátt-
töku í allsherjarverkfalli. þeir
hefðu beðið einnar miljónar punda
tjón við verkfallið nú, og tapað
ýmsum rjettindum, en ekkert
unnið. Jafnframt hefðu járn-
brautafjelögin sjálf tapað um 6
milj. punda á verkfallinu. En
frá London er símað, að giskað
sje á að alt þjóðartapið á verk-
fallinu sje 25 miljónir punda.
Um mánaðamótin síðustu lagði
Churshill fjmrh. fjárlagafrumv.
sitt fyrir neðri málstofu bretska
þingsins. Tekjurnar voru áætlað-
ar nálega 804 milj. punda, en
gjöldin 812 milj., en einhverja
gjaldaliði vill stjómin láta lækka
allmikið til þess að koma jöfn-
uði á, og nokkrum nýjum tekju-
stofnum stakk hún upp á. Ríkis-
skuldirnar hafa undanfarið gieypt
allmikið af fje ríkisins og hafa afb.
að meðalt. numið 75 milj. punda
síðustu þrjú árin, nema í fyrra,
var afborgunin aðeins 40 milj.
punda, og rjeð þar nokkru um
styrkurinn út af kolanámuvand-
ræðunum. Næstu ár er gert ráð
fyrir því, að borgaðar verði af rík-
isskuldunum 60 milj. punda.
Síðustu símfregnir.
Frá Osló er símað, að óðals-
þingið hafi ákveðið að afnema
komeinkasölu ríkisins. Verðlaun
verða framvegis veitt úr ríkis-
sjóði fyrir innlenda kornrækt, og
nema 4 au. á kílóið, og eru út-
gjöld vegna þess áætluð 6 milj. kr.
og upp á móti því eiga að koma
tekjur af hveititolli.
P'rá París er símað, að ráðstaf-
anir stjómarinnar hafi nú komið
í veg fyrir fall frankans. Ekkert
hefur verið tilkynt um það opin-
berlega í hverju þessar ráðstaf-
anir væru fólgnar, en það orð
leikur á, að stjórnin hafi fengið
erlent lán gegn veði í gullforða
þjóðbankans. En hingað til hefur
bankinn sjálfur þvemeitað því að
fallast á slíkar ráðstafanir og tal-
ið gullforðann síðustu fótfestu
þjóðarinnar í fjármálaöngþveiti
hennar.
Frú Osló er símað, að Norð-
menn í Ameríku hafi boðist til
þess, að vinna að samskotum til
greiðslu á ríkisskuldum Noregs.
Norska stjómin hefur afþakkað
boðið.
1 pýskalandi eru sagðar viðsjár
nokkrar út af því, að kommúnist-
ar streymi þúsundum saman til
Berlínar í því skyni að æsa lýð-
inn upp til óeirða og er herinn
hafður tilbúinn til viðnáms.
Símfregn segir að í Damaskus
hafi nýlega orðið uppreisn, hafi
innfæiddir menn risið þar gegn
Frökkum, en skothríð verið hafin
á þá 15 stundir samfleytt og
fjöldi húsa lagðir í eyði.
Frá Róm er símað, að Mussolíni
hafi bannað mótmælendum í Ítalíu
skólahald.
Frá Washington er símað, að
senatið hafi ákveðið að rannsaka
kosningaútgjöld eins frambjóð-
anda, Reed frá Pennsylvaniu, því
það muni hafa kostað 5 miljónir
dollara að koma honum að.
----»----
Frú Bríet Bjamhjeðinsdóttir
hefur legið á Landakotsspítala um
tima og var skorin upp vegna
meins í brjósti. Nú er hún komin
á flakk aftur og ráðgerir að verða
á 2. landsfundi kvenna, sem hald-
inn verður á Akureyri í næsta
mánuði. Hún hefur beðið Lögr. að
geta iþess, að saga sem á gangi sje
um það, að hún hafi tekið nafn
sitt út af landslista kvenna, sje
ósöxm.
Sigurður Eggerz bankastjóri
hefur nú eftir þinglokin haldið
landsmálafundi á nokkrum stöðum
á Vestfjörðum, þar á meðal á ísa-
fírði. Var honum vel tekið og
fundurinn þar fjölmennur.
Bifreið brann á hvítasunnudag
á Hafnarfjarðarveginum. Valt
hún út af veginum og kviknaði
þá út frá vjelinni og slasaðist
bifreiðarstjórinn stórlega að sögn
og einhverjir af farþegunum.
Kappreiðar fóru fram á skeið-
velli hestamannafjel. Fákur hjer
inn við Elliðaámar á annan í
hvítasunnu. Reyndir voru 16
stökkhestar og 11 vekringar.
Af stökkhestunum varð Sörli ól.
Magnússonar ljósmyndara fyrst-
ur, rann skeiðið (300 m.) á 22.8
sek., annar þytur Kristjáns Is-
akssonar í Fífuhvammi, 22.9 sek.,
þriðji Hrani Magnúsar Magnús-
sonar framkvæmdarstj. 23.2,
fjórði Brana Einars Eiríkssonar
bifreiðastjóra, 28.4 sek. Af skeið-
hestunum hlupu 8 upp og einn
náði ekki tilskildum lágmarks-
hraða. 2. verðl. hlaut Baldur Ein-
ars E. Kvarans bankagjaldkera,
rann skeiðið á 25.2 sek., og 3.
verðl. Fluga Ág. Jónssonar í
Varmadal, 26.1 sek. 1. veðl. eru
200 kr., 2. verðl. 100 kr., 3. verði.
50 kr., 4 verðl. 25 kr. Fjöldi fólks
horfði á kappreiðarnar og er þó
allmikið moldrok þar á svæðinu.
í Tungu var talið hversu margt
fór framhjá milli kl. 1 og 4 og
var það svo: bifreiðar 389, reið-
hjól 211, vjelhjól 5, ríðandi fóru
161, gangandi 308, en hestvagn
enginn.
Sólarfrón, lof sungið íslensku
sveitalífi, heitir kvæðakver, sem
nýkomið er út eftir þorstein
Björasson úr Bsa
-----o----
Reykjavík, þriðjudaginn 25. mai 1926.
Æfisaga Krists
Eftir Gioranni PapinL
(Ágrip.)
Frh. -----
Brúðkaupið í Kana. Jesús var
oft í brúðkaupsveitslum. þær eru
almúgamanninum, sem óvanur er
íburði og eyðslu í mat og drykk,
oft hátíðir, sem minningin varir
um alt hans líf. þætr eru hvíldar-
dagar í alsnægtum, glaumi og
gleði, innan um langar raðir til-
breytingalausra vinnudaga. Ríka
fóikið, sem heldur hátíð á hverju
kvöldi, finnur ekki þetta. Nútíma-
maðurinn, sem jetur það á einum
degi, sem fátæklingurinn fyr á
tímum gat lifað af í heila viku,
hann finnur ekki til þessarar
gleði. En fátæklingurinn, sem
vanist hefir skortinum og þarf
að skera allar nauðsynjar sínar
við neglur sjer, hann lítur á brúð-
kaupið eins og stærsta hátíðisdag
æfi sinnar. Og á dögum Jesú bar#
enn meira á þessu en nú á tím-
um. Aðrar hátíðir, þjóðhátíðir og
helgihátíðir, voru eins fyrir alla
og komu reglulega hvert ár. En
brúðkaupsveitslan var hátíð, sem
hver brúðgumi og hver brúður
átti út af fyrir sig, og hún átti
ekki að haldast nema einu sinni
á æfi þeirra. Á brúðkaupsdaginn
var öllu tiglað, sem til var, og
menn keptust um að gera brúð-
hjónunum daginn sem eftirminni-
legastan. 1 húsinu voru alls nægt-
ir: margskonar kjötmatur í fjöl-
breyttum rjettum, leðurflöskur
með víni hangandi á veggj-
unum og smyrslakrukkur. Ljós,
söngur, reykelsi, áfengir drykkir
og dans. Alt var þar til að gleðja
geðið. Alt, sem hversdagslega var
ætlað höfðingjunum einum, prýddi
þennan eina dag heimili hins fá-
tæka manns.
Jesú geðjaðist vel að þessari
saklausu ánægju. Hann gladdist
með fátæka fólkinu, þegar það
Ijetti sjer upp eftir hversdags-
stritið. Og brúðkaupið var í hans
augum meira en hátíð. Hjóna-
bandið var sigur æskunnar, ást-
arinnar og vonarinnar. það felur
í sjer loforð um hamingju og
skuldbindingu um að þola þraut-
ir. Heillandi hillingar blandast
knýjandi nauðsynjum veruleikans
og með skjálfandi gleðivonum er
lagt út á skuggabrautir óvissrai'
framtíðar. 1 þessu felst örlaga-
þungi og helgi hjónabandsins.
Menn ganga í það þrátt fyrir mót-
mæli hinnar eigingjörau skynsemi.
Og í augum Jesú var hjónabandið
eilíft. það, sem guð hefur sam-
tengt, má maðurinn ekki sundur
skilja. Aðeins ein athöfn í mann-
lífinu er bundin eilífðinni, á að
vara til dauðans og fram yfir
dauðann, og það er hjónabandið.
1 kenningum Jesú koma oft
fyrir endurminningar um brúð-
kaupsveitslur. Hann fyrirleit ekki
vínin, eins og bindindsmennirnir
nú á tímum. það er því ekkert
undarlegt, að hann þiggur boð í
brúðkaupsveitsluna í Kana. Allir
þekkja undraverkið, sem hann
gerði þar. Sex ker voru fylt af
vatni, og því vatni breytti Jesús
i vín, sem var betra en það vín,
sem áður hafði verið fram borið
í veitslunni. Skynsemistrúarmenn-
irnir hafa sagt, að þetta nýja
vín hafi verið gjöf, sem hann
hafi haldið leyndri til hins síð-
asta, svo að hún kæmi brúð-
kaupshjónunum sem mest á óvart
22. tbl.
I
og yrði þeim því til sem mestrar
ánæigju. Og þeir bæta því við, að
600 pottar af góðu víni sje falleg
gjöf og sýni örlæti meistarans. En
þeir gæta þess ekki, að Jóhann-
es er eini guðspjallamaðurinn,
sem segir frá brúðkaupinu í Kana,
og hann er sá þeirra, sem talar í
myndum og líkingum og með
heimspekilegum blæ. Viðburður-
inn var ekkert töfrabragð, held-
ur verulegt verk, unnið með því
valdi, sem andinn hefur yfir efn-
inu, en jafnframt er hann ein af
þeim líkingum, sem verklega er
sýnd.
I augum allra þeirra, sem ekki
halda sjer bókstaflega við frá-
sögnina um vatnið, sem varð að
víni, er þetta dæmisaga um nýja
tímann, sem byrjar með fagnaðar-
boðskapnum. Frammistöðumaður
veitslunnar segir: „Allir bera
fyrst fram góða vínið, og er gest-
irnir taka að gerast ölvaðir, þá
hið lakara; en þú hefur geymt
góða vínið“. Súrara og lakara vín-
ið, sem fyrst var drukkið við
borðið, er vín hinna gömlu laga.
En vínið, sem Jesús kemur með,
er hið góða vín, sem gleður hjart-
að og vermir blóðið; það er vín
hins nýja ríkis, vínið, sem ætlað
er hinu mikla brúðkaupi Himins
og Jarðar, það vín, sem veldur
hinum guðdómlegu áhrifum, sem
menn síðar kalla „vitstol kross-
ins“. Brúðkaupið í Kana er
fyrsta kraftaverkið, sem Jóhannes
segir frá, og það er táknmynd af
bylting fagnaðarboðskaparins.
Visnaða fíkjutrjeð er önnur
táknmynd af sama tægi. Morgun
einn nálægt páskum gekk Jesús
frá Betaníu til Jerúsalem og varð
svangur á leiðinni. Hann gekk að
fíkjutrje einu, en fann aðeins
blöð á því, en enga ávexti, enda
var ekki sá tími kominn, að þeir
gætu verið þroskaðir. En eftir því
sem þeir segja frá Matteus. og
Markús, reiddist Jesús veslings
trjenu og bölvaði því. „Aldrei
skalt þú ávöxt bera“, sagði hann,
og fíkjutrjeð visnaði samstundis.
Markus hefur orðin svona: „Eng-
inn eti framar ávöxt af þjer“.
Frásögnin um áhrif formælingar-
innar er hjá guðspjallamönnunum
sett í samband við hugsun, sem
Jesús hafði oft látið í ljósi, þá
hugsun, að menn gætu komið öllu
fram, sem þeir bæðu um, ef trú-
in væri nógu sterk. Aðriv líta á
þetta sem tákn umvöndunar, sem
Jesús kom oft fram með. Fíkju-
trjeð táknar Israel, gömlu Gyð-
ingatrúbrögðin, sem nú eiga ekki
annað eftir en fyrirmæli um helgi-
siði, þ. e. hin gangslausu blöð,
sem eru dæmd til að visna og
engum veita næiring. Jesús, sem
hungraði eftir rjettlæti og kær-
leika, leitaði meðal þessara blaða
að nærandi ávöxtum samúðarinn-
ar og heilagleikans, en fann þá
ekki. ísrael gat ekki sefað hungur
hans, Israel brást vonum hans.
Framar er ekki neins að vænta
af þessum gamla, laufklædda en
ófrjósama stofni. Látum hann því
visna. Aðrar þjóðir skulu gefa
ávextina.
Kraftaverkið, sem fram kemur
við þetta fíkjutrje, er í raun og
veru ekki annað en sýnileg við-
bót við dæmisöguna um ófrjósama
fíkjutrjeð, sem Lúkas segir frá:
„Maður hafði gróðursett fíkju-
trje í víngarði sínum. Hann kom
og leitaði ávaxta á því, en fann
engan. þá sagði hann við vín-
garðsm&nninn: 1 þrjú ár hef jeg
komið og leitað ávaxta á þessu
fíkjutrje, en hef enga fundið.
ilögðu það burt! því á það að
eyða jörðinni? En víngarðsmað-
urinn svaraði: Herra, lofaðu þvl
að standa eitt ár til, svo að jeg
geti borið að því áburð og reynt,
hvort það ber ekki ávöxt í fram-
tíðinni. En ef það gerir það ekki,
þá getur þú látið höggva það“.
Trjeð var ekki dæmt undir eins,
heldur fyrst eftir þriggja ára
ófrjósemi. Og dómnum er síðan
frestað um eitt ár fyrir bæ|nir
víngarðsimannsms, og þetta ár á
að hlú að trjenu og sýna því vel-
vild. það er síðasta tilraunin. Ef
hún dugar ekki, þá skal öxin og
eldurinn granda því. — 1 þrjú
ár hefur Jesús flutt Gyðingum
kenningar sínar, og hann hugsar
nú um að yfirgefa þá og boða
öðrum ríkið. En einn af starfs-
niönnum hans, einn af lærisvein-
unum, sem ekki vill skiljast við
þjóð sína, biður henni vægðar:
Reynum hvort þessi þverúðarfulla
kynslóð tekur ekki isinnaskiftum,
ef henni er sýnd ást og umönnun.
En þegar þeir eru á leiðinni frá
Betaníu, er reynslutíminn á enda.
Af Gyðingum er ekki annars að
vænta en tveggja bjálka, sem
lagðir eru í krosis. þeir eru hið
ófrjóa fíkjutrje, sem er eldinum
vígt, af þess visnuðu ávöxtum
nægist enginn framar.
----0.
Islensk málfræði.
Helen McMillan Buck-
hurst: An Elementary
Grammar of Old Icelandic.
Methuen & Co. London
1925. Verð 5sh.
Til þessa hefir ekki verið um
auðugan garð að gresja fyrir þá
sem hafa þurft á að halda ís-
lenskri mállýsingu á ensku. það
er sönnu nær að til skamms tíma
hafi ekki verið um aðra kenslubók
að ræða í þeirri grein en Primer
Sweets, en sú bók er alls ekki
þjál byrjendum, auk þess sem inn
í hana hefir slæðst margskonar
ónákvæmni. Fyrir tveim áíum
kom svo lesbókin eftir próf.
Craigie, en þó að mállýsingin
framan við hana sje stutt, þá er
þar svo snildarlega haldið á efn-
inu, að hún tekur stórlega fram
eldri bókinni. Auðsjáanlega hefir
þó höfundurinn sjálfur álitið hana
allskostar ófullnægjandi, því Miss
Buckhurst tekur það fram í for-
málanum fyrir bók sinni, þeirri
er að ofan getur, að það hafi ver-
ið fyrir hans tilmæli og með hans
aðstoð, að hún tókst á hendur að
semja hana.
Hið fylsta sem til er á ensku,
að undanskildri málfræði Guð-
brands Vigfússonar framan við
orðabók hans, er þetta ágrip. því
er ætlað að vera svo alþýðlegt, að
hver maður geti haft þess full
not, enda þótt ólærður sje í mál-
vísindum. það getur víst verið
nokkurt álitamál, hveraig þetta
hefir tekist; „the proof of the
pudding lies in the eating“, og
þeir sem læra á bókina geta best
um það dæmt, hve auðveld hún er.
það vill nú svo vel til að jeg hefi
fengið brjef frá erlendum rithöf-
undi, sem er að læira íslensku til-
sagnarlaust, og hann segir að bók-
in hafi verið &jer hreinasta guðs-