Lögrétta


Lögrétta - 25.05.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 25.05.1926, Blaðsíða 2
LOQBJBTTA gjöf eftir alla þá mæðu sem hann hafi verið búinn að þola yfir Sweet. Sennilega er þetta að miklu því að þakka, hve regis.tr- ið við bókina er gott og nákvæmt, því sjálf virðist hún vera nokkuð þur, enda er varla við öðru að bú- ast, þar sem miklu efni er þjappað saman í litlu rúmi. Leiðbeiningar um orðaskipun eru betri en í hin- um eldri bókum. Framburðarreglur sínar miðar Miss Buckhurst við þann fram- burð, sem nú tíðkast, og hefir þar valið lang-skynsamlegustu leiðina. Um þetta atriði stendur hún sjerstaklega vel að vígi vegna þess að hún hefir stundað nám hjer á landi. En víst orkar tví- mælis um sumt það er hún segir um framburðinn. því mun fjarri fara að allir Islendingar vilji fall- ast á það, að f skuli bera fram sem b á undan ð-i, því þar mun hitt tíðkanlegra, a. m. k. meðal þeirra er vanda framburð sinn, að bera fram v (gefðu — gevðu, ekki gebðu). þá er og g ekki hart á undan gr (fegra), og það mun ekki rjett að „hv sje víðast á Is- landi borið fram kv“. Satt að segja ber enginn svo fram, sem vandar framburð sinn, nema þar sem stuðlun útheimtir það í bundnu máli, og það er ekki ann- að en skáldaleyfi að nota kv fyrir hv, enda þótt jeg viti vel að ult- ra-jespersenskir spekingar muni vera mjer ósamdóma um þetta atriði. Ekki er það heldur rjett að „rl sje ávalt borið fram dl“, eða rn borið fram dn, því margir bera hjer fram eins og ritað er (karl, bam, en ekki kaddl, baddn). þessar aðfinslur eru smá-atriði, sem varpa engri rýrð á bókina í heild sinni. Islendingar iiafa á- stæðu til að vera höfundinum þakklátir fyrir verkið, og Miss Buckhurst á hjer vafalaust marga vini, sem gleðjast yfir því, hvem- ig henni hefir tekist að leysa það af hendi. Sn. J. ■■ -■ Frá Kína. Kínversk tunga. V-esturálfumenn eru nú talsvert farair að sinna kínverskum fræð- um. — íslendingar eru einangrað- ir, en þeir em öllum mönnum fróðleiksfúsari. því hefir mig furðað á því, að enginn heima- manna okkar hefir lagt upp í að rjúfa glugga á þann vegginn, sem að gulu þjóðunum snýr. Mun þó marga fýsa að fá útsýn yfir menningarþroska og þjóðlíf þessa fjórðahluta heimsbúanna, sem okkur er alókunnur. Vænta mætti að ekki sje til of mijcils mælst þó einn af öllum þeim íslendingum, sem latínu og grísku hafa numið, hefði heldur lært kínversku og svo reynt að kynna okkur sögu og siðu þess- arar eldgömlu menningarþjóðar. það er ómaksins vert að læra kinversku. Kínverska er víðar töluð í heim- inum og af fleirum mönnum en nokkurt annað mál. Auk 400 miljóna þessa lands tala tugir miljóna manna í nýlendunum víða um heim kínversku. Og því má heldur ekki gleyma að bókmenta- málið í Japan, á Kóreu og Ann- am er kínverska. Kínverskar bókmentir eru fjög- ur þúsund ára gamlar og voru í fullum blóma þúsund árum áður en Egill orti Höfuðlausn. þær eru óviðjafnanlega fyrirferðamiklar en ekki að sama skapi fjölskrúð- ugar. — Sagt er að bara skráin yfir bókasafn Gjen Lúngs keisara hafi verið 122 bindi ! „Gvan hva“ heitir opinbera mál- ið í Kína, á útlendu máli „Man- darin“. Er það „Esperanto" þjóð- arinnar, sem flestir skilja þrátt fyrir margar og mjög ólíkar mál- lýskur. AUir læsir Kínverjar geta því skilið hver annan á i»ppím- um. Leturmyndimar eru æfinlega óbreyttar, bæði að útliti og þýð- ingu, hvað sem framburðinum líður. Menn frá Canton og Peking lesa sama blaðið og skilja hvert orð; en lesi þeir hátt er fram- burðurinn svo gagnólíkur að þeir ómögulega geta skilið hver ann- an. Að gefa mönnum hugmynd um lög kínverskrar tungu, eins og þau birtast í málinu sijálfu, er ekki mitt meðfærí, allra síst i stuttri blaðagrein. En tveimur afar-þýðingarmiklum sjerkennum tungunnar langar mig til að lýsa l fáum dráttum. Og hafi maður það sem hjer verður sagt í huga við lestur seinni greinarinnar, um letrið, munu hugmyndirnar verða töluvert skírari. 1. Kínversk tunga er óbeygjan- leg. Hún er einsatkvæðamál — Island verður kínverkur maður að segja í þrem orðum: I- siðð- lann. Islenskur maður bað mig ný- verið að útvega sjer kínverska málfræði. En kínversk málfræði j er engin til, eftir vorum skiln- j ingi. — í íslensku máli gefa end- ingar aftan við orðið (stundum ásamt breyting á hljóði stofnsins) til kynna nákvæma þýðing og af- stöðu orðsins í setningunni. T. d. kött-ur, kett-ir, kött-u, kött-um, katt-a. Má af endingunum ráða um kyn, tölu og fall. En í kín- versku er stofninn altaf óbreytt- ur, án forskeyta, viðskeyta eða hljóðbrigða. Kött, kött, kött. Að því leyti lúta orðin engum mál- fræðilegum lögum. Án nokkurrar breytingar geta þau verið alt í senn: nafnorð, lýsingarorð. sögn eða atviksorð. Maður heitir á kínversku „rinn“. Koma heitir „læ“. En „Jú rinn læ“ getur þýtt maður kemur og menn koma. I íslenskri tungu eru títt fjöl- mörg orð runnin af einni, sam- eiginlegri rót. Kínversk tunga er róta-mál. Hvert orð er ófrjó rót, og getur aldrei af sjer annað orð. 2. Af þessu geta hugsandi menn ráðið að samhljóðar eru óvenju- lega margir í kínverskri tungu. — Samhljóðar (homophones) eru, eins og allir vita, orð sem eru eins í framburði en ólík í rithætti og þýðingu. Samstöfur eða hljóðasambönd eru, víðast hvar í Kína, ekki nema 450. En í minstu orðabókum eru a. m. k. 4500 leturmyndir eða orð. Eftir því eru samhljóðar í daglegu máli jafnaðarlega 10. En auðvitað er samstöfunum — orð- unum — ekki skift jafnt á milli samhljóðanna. Á borðinu fyrir framan mig liggur kínversk orðabók. I henni eru 10 þúsund leturmyndir eða orð. Aðeins þrjár leturmyndir eru nefndar „rönn“, 69 eru nefndar „í“, 37 „sö“, 37 „gú“ o. s. frv. 69 orð fjarskyld að þýðingu eru eins í framburðinum. Segirðu „í“ á kínversku hef jeg að velja á milli 69 gjörólíkra leturmynda í orðabókinni minni. En svo enginn okkar lendi í vandræðum getur þú með ýmsu móti gefið til kjmna hvað þú átt við: a. Með áherslumerki í fram- burðinum, eða með svonefndum tónbrigðum. En þau eru fems- konar. b. Með samtenging tveggja sam- merkingarorða; þ. e. a. s. maður bætir skyldu orði við til skýr- ingar. c. Með því að bæta við viðeig- andi smáorði, sem kalla mætti at- viksorð á okkar tungu. Hjer væri full þörf að nefna dæmi til skýringar. En „nemend- um“ má ekki ofbjóða fyrstu kenslustundina. Enginn má efast um áð hjer er um miklu fróð- legra og skemtilegra efni að ræða en jeg hef með línum þessum getað látið í ljós. Otlemdingar læra efrki kín- * ET. Ekkert bókaforlag hefir etmþá getað kept við okkur, hvað verð snertir á bókum. Eftirfarandi verðskr.t sýnir yður best hvað margar bækur er hægt að fá fyrir litla peninga. I. Bjarnargreifarnir 292 bls....áður kr. 4,50 nú kr. 1,50 H. Kvenhatarinn 48 bls........... — - - 1JX) — — 0,25 m. Sú þriðja 56 bls.................. — — 1,50 — — 0,50 IV. Maður frá Suður-Ameríku 300 bls. . — — 6,00 — — 2,00 V. Hefnd jarlsfrúarinnar 417 bls. . . . — — 5,00 — — 1,60 VI. Spæjaragildran 272 bls.......— — 3,50 — — 1,00 VH. Sonur járnbrautarkongsins 575 bls. . — — 5,00 — — 1,50 VIII. Smásögusafnið 160 bls.......... — — 2,00 — — 1,00 IX. Alt í grænum sjó 60 bls...... — — 2,00 — —- 1,00 X. Herragarðurinn og Prestsetrið 172 bls. — Kemur út að mánuði liðnum —..........................— 2,50 Samtals kr. 12,85 Ef allar bækurnar eru keyptar, fást þær fyrir kr. 11,50. Sendið oss kr. 11,50 og vjer sendum yður allar bækurnar um hæl, — burðar- gjaldsfrítt —. Söguútgáfan Reykjavík. versku fyr en eftir að þeir eru komnir til Kína. En áður verða þeir að kunna eitt af aðalmálum Efrópu, t. d. ensku, gera kenslu- bækur og orðabæikur ráð fyrir því. Kristniboðsfjelögin hafa í sam- einingu stofnað kínverskuskóla í Peking. Eftir eins árs nám þar verður maður að lesa upp á eigin spýtur, með aðstoð kínverskra kennara. Starfs síns vegna verða kristni- boðar að læra málið nokkurnveg- inn vel. Bjagað mál lætUr illa í eyrum Kínverja. Ef ástæður leyfa eru kristniboðum engin störf falin fyrstu árin tvö. En eftir tveggja ára nám getur hver miðlungsr maður komist allra sinna ferða. Kínverk tunga er ekki erfiðari en svo. Kínverska letrið. Kínverska letrið er, engu síður en kínverski múrinn, nafntogað um víða veröld. Nú á tímum er tungan og letrið útlendum mönn- um í Kína farartálmi, svo illur, að 1 fornöld gat ekki múrinn mikli verri verið. — Samgöngur milli landa aukast svo mjög ár frá ári, að hinu langa einangrunar- tímabili þjóðanna er nú lokið að heita má um heim allan. En hve- nær verður erfiðasta torfæran brúuð, — tungumála-torfæran mikla? Talið er að af hverju hundraði manna í þessu landi sjeu 20 karl- menn læsir, en konur aðeins. ein eða tvær af hundraði. Hjer hafa bókleg fræði aldrei komist niður í mannfjelagið, eins og átt hefir sjer stað á Islandi. Bókmenta- málið — Venlí — er kínverskri alþýðu eins óskiljanlegt og ís- lenskum bónda latína. En letrið á eflaust einna mesta sök á að al- þýðumentun í Kína hefir verið svo bágborin fram á þenna dag. Bömin hafa naumast lært að „stafa“ eftir tveggja til þriggja ára erfitt nám; eru þau þó ekki látin læra nema tæpan tíunda hluta leturmynda orðabókanna. Beri maður nú stafrófið okkar saman við kínverska letrið, er mismunurinn býsna mikill. Myndaletur og hljóðritun er eitthvað. Bókstafimir okkar tákna æfinlega einstök hljóð, eða frum- parta hljóðanna, sem orðin eru mynduð af. I kínverska letrinu er sjerstakt merki fyrir hvert orð; þess vegna verða leturmyndimar að vera eins margar og orð eru til í tungunni. Leturmyndin tákn- ar því ekki hljóð, heldur ákveð- inn hlut eða ákveðna hugmynd. Bókstafimir okkar eru ekki fyllilega 30. Lesmál blaðanna er ætfinlega við alþýðu hæfi, en kín- verskur maður getur ekki lesið þau hjálparlaust kunni hann ekki 4—5000 leturmyndir. Hvern bók- staf ritum við með einum penna- drætti. I leturmyndunum eru sjaldan færri en 6 drættir; sjeu drættirair fleiri en 50 fer Kín- verjum sjálfum að þykja bókstaf- urinn altotf margbrotion. Kínverska letrið er alkínverskt, frumlegt í alla staði. Prentlistin var alkunn í Kína rúmlega 800 árum áður en Gutenberg kom í þexma heim. Leturmyndimar voru til að byrja með fáar og nokkumvegin nákvæmar myndir af hlutunum sem þær áttu að tákna; munu þær æfinlega bera þess merki. Með ómenguðu myndaletri er naumast mögulegt að skíra frá hinum margvíslegu fyrirbrigðum lífsins. Dauða hluti og lifandi ver- ur er hægt að mála. En hvemig er hægt að lýsa verknaði, eigin- leika eða hugmynd með sýnileg- um myndum? Myndaletrið full- nægði ekki þörfum málsins. það breyttist því er tímar liðu. Eins og leturmyndamar eru gerðar nú á dögum má skifta þeim í fjóra flokka. 1. Myndir af dauðum hlutum og lifandi verum. Drættir eru færri og einfaldari en uppruna- lega, svipar ,þessum táknum þó mjög til hinna upprunalegu mynda. 2. Myndir af hlutum eða lifandi verum eru með ýmsu móti látnar tákna hugtök eða hugmyndir. Tvær eða fleiri slíkra mynda eru tengdar saman, og er þýðingin vanalega mjög auðskilin. Sjeu t. d. myndirnar sem merkja „kona og sonur“ tengdar saman, tákna þær „gott, hamingjusamur". 3. Myndir eða tákn fyrir ákveð- in hugtök. Einföldust þeirra mun „shang“ vera, sem þýðir upp, og „hja“, sem auðsjáanlega þýðir niður. þesskonar leturmyndir eru margar. 4. En mestur hluti eða 9 af hverjum 10 leturmynda, eru þann- ig gerðar, að notað er tákn sam- hljóða-orða og við það tengd mynd, sem merkir og minnir um hugtakið eða hlutinn sem við er átt. Sama merki er látið tákna fjölmarga samhljóða, þó fjar- skyldir sjeu að þýðingu, en við það er svo tengd mynd, sem gef- ur þýðinguna til kynna. Slíkar leturmyndir má segja að sjeu tví- skiftar: Nokkur hluti táknsins merkir hljóðið eða framburðinn, hinn merkir þýðinguna. Er þetta m. ö. o. einkennilegt sambland af myndaletri og hljóðritun. Letur- myndir þessar lúta þó ekki sömu lögum og hljóðritun. þær eru ávalt eins, þó framburðurinn ger- breytist. — Hvernig framburður- inn var í fomöld er ómögulegt að ráða af fomritunum, því þýð- ing og útlit leturtáknanna hefir haldist óbreitt en framburðurinn áreiðanlega ekki. Rúnimar voru heilög tákn í augum feðra vorra. Kínverskur maður treður aldrei prentað blað eða skrifað undir fótum sjer. Frá feðrum sínum hafa Kín- verjar ekkert fengið að erfðum, sem fremur eigi skilið að fyrir því sje borin helg lotning, en ‘ letrið. því letrið er ekki einungis umbúðir mestu andans fjársjöðe þjóðarinnar. það er í sjálfu sjer ómetanlega dýrmætt erfðafje, sem þúsundir kynslóða hafa lagt sinn skerf til, erfðagull sern kyn- slóð eftir kynslóð hefir aukið og mótað og fegrað um þúsundir ára. það er fomhelg töfrasmíði sem alþjóð hefir unnið að, öld eftir öld, en er ennþá ekki lokið. — þess verður lengi að bíða að Kín- verjar beri fyrir borð fjársjóð, sém er tengdur þeim svo mörg- um böndum. ólafur Ólafsson. --o--- Samvinna. Samvinnumótið er haldið var að tilhlutun fræðslunefndar sam- vinnufjelaganna bresku í Hels- ingjaeyri í Danmörku í fyrra- sumar, er einn hinn merklleg- asti þáttur í samvinnusögu Norð- urlanda. Á mótinu voru fluttir ítarlegir fyrirlestrar um skipulag samvinnufjelaganna í Bretlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörk og Fínnlandi. Mun jeg geta innan skamms birt fyrirlestra þessa. Gefst þá samvinnumönnum hjer á landi kostur á því, að fylgjast með því, er gerist með þessum þjóðum í samvinnumálum. Og ef- ast jeg ekki um það, að vjer 1s- lendingar getum margt lært af þessum þjóðum og fært oss reynslu þeirra í nyt, því hjer á landi hefir í seinni tíð minna ver- ið gert að því en skyldi, að fræða menn um nytsemi fjelagsskapar, sem þó er eini vegurinn til þess að sameina landsmenn um þau við- fangsefni, er mestar líkur eru til að geti haft heillarík áhrif 1 för með sjer og þroskað þjóðina and- lega og líkamlega. Samvinnumenn allra landa vinna nú kappsamlega að því, að safna sem flestum mönnum undir merki sitt. Margar þúsundir nýrra fjelagsmanna bætast við í hópinn árlega. 1 þessu sambandi vil jeg r.efna nokkur dæmi, er sýna hina gífurlegu aukningu á fjelags- mannatölu í samvinnufjelögum ýmsra landa. I Bretlandi var fjelagsmanna- talan 1922, 4,519,161, en 1924 var hún 4,702,864. Á tveim árum hef- ur þá fjelagsmannatalan aukist um 193,707, 1 þýskalandi á sama tíma um 543,386, í Noregi um 7,659, í Svíþjóð um 33,086, i Finnlandi um 28,294 og í Frakk- landi á einu ári frá 1922—1923 um 206,292. það er ekki lítill styrkur að því fvrir samvinnufjelagsskapmn að fjelagsmannahringurinn færist þannig út árlega, En að svo er, er mest að þakka hinni víðtæku fjelagsmálafræðslu með þessum þjóðum. Ritstj. Lögrjettu, hr. þorsteinn Gíslason, hefir lofað mjer því, að taka af mjer tvo fyrirlestra í Lög- rjettu. Og mun annar þeirra birt- ast bráðlega í blaðinu. Er sá fyrir- lestur eftir Axel Gjöres ritstj. samvinnubl. í Svíþjóð. Er fyrir- lestur þessi annar í röðinni er hann hjelt á alþjóðasamv.mótinu í Helsingjaeyri í fyrrasumar. Sig. Sigurðsson, frá Kálfafelli. -----r>--- Búnaðarfjelagið. I stjórn þess kusu landbúnaðarnefndir Alþingis nýlega Magnús þorláksson bónda á Blikastöðum, í stað Valtýs Stef- ánssonar ritstjóra. H. K. Laxness las upp kafla úr nýjustu skáldsögu sinni (sem enn er ekki prentuð) á 2. í Hvítasunnu í Nýja-Bíó. Var honum vel tekið, en ekki er hægt að dæma um sög- una í heild af þvf, sem upp var lesið. Lokadagur heitir saga sem kom- in er út fyrir skömmu eftir TheodÓr Friðriksson, og sjómenn ekki síst hafa mikið lesið. Fæst í Bókaverslun þorst. Gíslasonar, þingholtsstræti 1. Prentsmiðjan Acta. J

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.