Lögrétta - 06.07.1926, Side 2
LÖGRJETTA
Sigurður Sigurðsson
búnaðarmálastjóri.
Meir en fjórðung aldar hefur
Sig. Sig. búnaðarmálastjóri verið
talinn áhugasamari og afkasta-
meiri en flestir eða allir þeir, sem
fengist hafa við landbúnaðarmál
hjer á landi.. Hann beitti sjer
manna mest fyrir því, að Ræktun-
arfjel. Norðurlands var stofnað á
sínum tíma, og mátti heita lífið
og sálin í starfi fjelagsins fyrstu
ár þess.
Lagði hann þá höfuðáherslu á
gróðrarstarfsemi og tilraunastörf.
Vann hann einkum að því í gróðr-
arstöð sem fjelagið á í grend við
Akureyri. Var það ærið erfitt
verk og vandasamt er hann hafði
þar með höndum, þar eð vantaði
nær alla innlenda reynslu, í þeim
efnum.
En Sigurður hefur verið alla
sína tíð hverjum manni bjart-
sýnni, og átti óbifanlega trú á
gróðrarskilyrðum fósturjarðar
sinnar. Síst hefir hann brostið
áræði til þess að vinna þau verk,
sem hann hefir búist við að jarð-
ræktinni gætu orðið að gagni.
Þessir sjaldgæfu eðlisþættir jarð-
ræktarmannsins, sem Sigurður
hefur hlotið að vöggugjöf fremur
flestum öðrum íslendingum, voru
þess megnugir að vinna ótrúlega
ánæigjulegt verk í gróðrarstöðinni
við Akureyri, og það á örskömm-
um tíma.
Margir hafa látið svo um mælt,
að Gróðrarstöðin hafi í höndum
Sigurðar orðið þroskavænlegasti
og fegursti blettur, sem nokkuru
sinni hefur verið græddur hjer
á landi. Sjest það víða í nágrenni
Akureyrar að Gróðrastöðin hefur
orðið bæjarbúum og ýmsum fleir-
um hin mesta fyrirmynd við alls-
konar jarðrækt.
Sigurður var skólastjóri á Hól-
um í Hjaltadal í 16 ár. Má með
sanni segja að það var ekki eitt
heldur flest eða alt, sem umbóta
þurfti við á hinum fornfræga
stað er hann kom þangað, enda
ljet hann ekki á framkvæmdum
standa. Ljet hann sjer umhugað
um, að afla sjer góðra aðstoðar-
manna og lagði hina mestu alúð
við að auðga skólann að kenslu-
áhöldum og ýmsum nauðsynleg-
um söfnum. Vita það kunnugir,
að honum vanst mikið á í þeim
efnum. Líka fjekk hann það
áunnið, að Hólastaður var hús-
aður vel að nauðsynlegum vönd-
uðum steinbyggingum. Var það
mikið verk og ærið erfitt að fá
þessu til leiðar komið svo þröngt
sem jafnan var um fjárh. skólans.
Oftast varð Hólaskóli fullskip-
aður meðan Sigurður dvaldi þar,
og síðasta veturinn sem hann sá
um skólann höfðu sótt fleiri nem-
endur um Hóla en hægt var að
veita rúm.'
Ýmsir af efnilegustu nemend-
um Sigurðar, sem kynst hafa
mörgum kennurum, bæði innan
lands og utan, hafa sagt hann
vera besta kennara, sem þeir
þekki. Enda eru þeir margir nem-
endur hans hinir yngri menn, er
staðið hafa framarlega í búnað-
annálum síðustu árin. Sú er líka
spá þess er þetta ritar, að þýðing-
armest af öllum verkum Sig-
urðar verði það að honum hefur
framar flestum verið lagið að
hafa góð áhrif á unga menn og
hvetja þá til dugnaðar og fram-
takssemi.
Sigurður bjó á Hólum í 6 ár.
Hafði hann bú rausnarlegt, þó
en,ginn væri hann auðmaður, því
honum hefur látið annað betur
en safna aurum í fjárhirslur sín-
ar. Meðan Sigurður bjó að Hól-
um var jarðræktin hans mesta
áhugamál, eins og hún hefur
raunar verið alla hans daga. Enda
má fullyrða að mikið vantaði á,
að nokkuru sinni hafi um 6 ár
verið komið þar jafnmiklu í verk
síðan búnaðarskólinn kom þangað.
En Hólaskóli er nú næ|r hálfrar
aldar gamall. Meðan Sigurður var
skólastjóri var hann mikilsvirtur
af öllum. Auðvitað átti hann
ákveðna andstæðinga í ýmsum
málum, en líka þeir urðu að við-
urkenna dugnað hans og umbóta-
þrá. Hann var af flestum talinn
hverjum manni hreinlyndari,
djarfur í orði og drengur góður.
En þar kom þó, að Sigurð-
ur varð að fara frá Hólum. —
Alþjóð þekti hinn þrekmikla
afkastamann og taldi sjer skylt
að nota hæfileika hans sem fram-
ast mátti verða. Því var hann
kosinn forseti Búnaðarfjelags Is-
lands og þótti mörgum, sem hann
hvergi gæti notið sín betur en þar.
Þetta gerðist samtímis því að
styrkur fjelagsins var aukinn
mjög frá því er verið hafði og
fjelagið færði út kvíarnar í ýms-
um efnum.
Hinn nýkjörni búnaðarfjelags-
stjóri gerðist brátt mjög ólíkur
ýmsum embættismönnum, sem
una því betur að kúra svo rólega
sem verða má í þröngskomum
stakki embættisskyldunnar.
Sigurður kann ekki að leggja
hendur í skaut sjer. Hann hefur
alla sína tíð verið knúður af sí-
brennandi umbótaþrá og því hef-
ur það orðið hlutskifti hans að
berjast fyrir því að rækta landið
og fræða lýðinn.
Eitt af því fyrsta, sem hann
gerði í Búnaðarfjel. var að koma
á fót búsáhaldasýningunni, sem
ein hefur verið haldin hjer á
landi. Um það leyti flutti hann
inn stórvirkar jarðræktarvjelar.
Átti mikinn þátt í því að jarð-
ræktarlög voru samin, ræktunar-
sjóður hinn nýi var settur á stofn,
og ennfremur tók hann að vinna
að því að afla bændum erlends
áburðar. Samtímis þessu var Sig.
á sífeldu ferðalagi bæiði innan
lands og utan og var altaf að
leitast við að fræðast sjálfur og
leiðbeina öðrum. Allmikið hefur
Sigurður skrifað, en merkasta bók
hans mun vera um áburðar-
notkun.
Hvernig leit þjóðin á störf
hans í Búnaðarfjel. ? Nokkuð mis-
jafnlega. Við Islendingar erum
vanir mókinu og smátækum um-
bótum í búnaðarmálum. Ótti og
uggur settist að kyrstöðumönnun-
um þegar þeir urðu varir við nýj-
ungar Sigurðar. Þeir fóru að búa
sjer til ýmsar grýlur og hrædd-
ust þær sjálfir. Slíkum mönnum
fór líkt og átt hefur sjer stað
um allmarga bændur,, sem höfðu
ótrú á því fyrir nokkrum árum
að sljetta túnin sín, því að þeir
hjeldu að taðan væri svo drjúg
af þýfinu. En þrátt fyrir þetta
hefur mikill meiri hluti þjóðarinn-
ar kunnað að meta störf Sigurð-
ar. Hann hefur notið mikillar
virðingar, og verið talinn einhuga
framfaramaður við Bfl. eins og
fyr á Hólum og Akureyri.
Því hefur verið minst á það
hjer sem Sigurður hefur vel gert,
að mikil alda og úfin rís nú gegn
honum með næsta undarlegum
hætti og þjóðinni er það nauð-
synlegt, ekki hans vegna, heldur
vegna almennings að hugleiða það,
að hjer er enginn hversdagsmeð-
almaður, sem nú verður fyrir ein-
kennilegu aðkasti, og ómildum
dómum.
Meiri hluti stjórnar Búnaðar-
fjelags íslands hefur rekið bún-
aðarmálastjóra frá embætti með
aðeins tíu daga fyrirvara. Er
þetta nær því eins dæmi um mik-
ilsmetinn embættismann. Því mun
öll þjóðin spyrja undrandi: Hvað
hefur hent búnaðarmálastjóra,
sem getur valdið þessu?
Hefur hann drýgt glæp, svo
ljósan og hættulegan, að sjálf-
sagt sje að útskúfa honum fyrir-
varalaust að kalla; án þess að
hafin hafi verið málsókn gegn
honum, án þess að nokkuð hafi
verulega verið skrifað eða skýrt
fyrir almenningi um málið. Það
er von að þjóðin spyrji. Því fram
að síðsutu dögum, má heita að
almenningur viti ekkert um hvað
hjer er að gerast, og brottrekstur
Sigurðar kemur öllum óvart eins
og þruma úr heiðskíru lofti. Síst
vita bæindumir í fjarlægum sveit-
um neitt verulegt um þetta undar-
lega mál, þó snertir það þá auð-
vitað framar flestum öðrum, fje-
laga Búnaðarijelags Islands,
framleiðendunia, sem Sigurður
hefir verið að vinna fyrir. Þó er
sagt að stjórn Búnaðaríjel. hafi
skrifað fulltrúum Búnaðarþings-
ins og óskað álits þeirra um mál
þetta. Fulltrúamir óskuðu eftir
því að ekki yrði tekin ákvörðun
um málið fyr en Búnaðarþing
kæmi saman. Þrátt fyrir þetta er
búnaðarmálastjóra þegar . í stað
vikið úr embætti. Þetta virðist
vera einkennileg og allhörkuleg
aðferð. Til hvers var verið að
skrifa búnaðarþingsfulltrúunum ?
Gerði stjórnin það í því skyni að
gtta verið viss um að geta breytt
þveröfugt við það sem þeir vildu.
Maður hlýtur að spyrja. Þetta er
svo undarleg íramkoma. Dugandi
lögfræðingur, Hermann Jónas-
son, hefir nú nýlega rannsakað
þetta atriði málsins, útaf fyrir
sig, brottrekstur Sigurðar, og
kemst að þeirri niðurstöðu, að
stjórn fjelagsins byggi brottrekst-
ur sinn á dylgjum þingnefndar
Alþingis, alt sje málið illa rann-
sakað og sakir gegn Sigurði
ósannaðar með öllu. Hann leiddl
ítarleg rök að því að það hafi
verið siðferðileg skylda Búnaðar-
fjelagsstjórnarinnar að bíða bún-
aðarþings með að taka ákvörðun
um málið og telur að jafnvel
megi líta svo á, að hún hafi ekki
getað tekið ákvörðun svo lög-
mætt sje.
Þá er að athuga hvað búnaðar-
málastjóma er í raun og veru gef-
ið að sök. Eins og fyr er sagt
hefur mjög lítið verið birt al-
menningi um það, þó flutti Vörð-
ur eina grein um málið fyrir
nokkru. Þar segir svo :
„Það mál er þannig vakið, sam-
kvæmt skýrslu stjómar Búnaðar-
fjel. Isl., að framkvæmdastj. fje-
lagsins hefur snemma á síðastl.
ári, af ástæðum sem ekki eru
kunnar, slept, að því er virðist
viljandi, þvert ofan í samþykt
Búnaðarþingsins, einkasölu þeirri
er Búnaðarfjel íslands hafði haft
frá Norsk Ilydro á Noregssalt-
pjetri í hendur firmanu Nathan
& Olsen í Reykjavík, og dulið
fjelagsstjórnina þessa nær hálft
annað misseri“.
Líklegt er að þeir, sem lesið
ha.fa Varðar-greinina, hafi gert
ráð fyrir að hjer væri farið með
rjett mál, það sem það næði.
Engum gat blandast hugur um að
hefði Bfl. ísl. fengið hinn um-
rædda einkasölurjett, þá hlutu að
vera til skriflegir samningar um
rjett þennan, sem Búnaðarfjel. og
Norsk Hydro geymdu, og framar
öllum öðrum! hlaut stjórn Bún-
aðarfjel. íslands að þekkja þessa
samninga og höfundur Varðar-
greinarinnar átti að þekkja þá,
þeir hlutu að vera ömggasta
heimildin fyrir umsögn hans. En
hvað skeður? Stjórn Bfl. Isl.
sendi s. 1. vetur Pálma Einars-
son ráðunaut til útlanda meðal
annars til að kynna sjer þetta
áburðarmál, sem hún hefði þo
átt að vita vel um. Nú er P. E.
nýkominn heim og hefur skrifað
ítarlega grein um málið, þar seg-
ir svo: „Hvorki Búnaðarfjelag Is-
lands, nje framkvæmdarstjóri
þess hefur haft einkaumboð á
Noregssaltpjetri fyrir Island frá
Norsk IIydro“. Og enn segir
hann: „Af þessu er ljóst, að
framkvæmdastjóri Bfl. ísl. hef-
i ur ekkert umboð af hendi að
í láta“. Það er ekki nokkur ástæða
i nautsins. Honum mundi koma það
| ónotalega í koll, ef hann færi hjer
með rangt mál, enda getur hann
þess að hann hafi í höndum
skjöl, sem sanni þetta.
Þá ber að athuga það, að N.
H. hefur gengið svo frá samn-
ingum við Nathan & Olsen að
Bfl. ísl. hefur fullan ákvörðunar-
rjett um verðlag áburðarins, og
líka má geta þess að einkasölu-
leyfið stendur ekki um óraaldur,
það gildir ekki lengur en þetta
ár. Sannarlega virðist það lítið,
sem gengið hefur úr greipum
Búnaðarfjelagsins.
Ætli flestir verði ekki meir en
lítið undrandi og tortrygnir, þeg-
ar þeir fara að athuga það, sem
j fram hefur komið um þetta mál.
| Mörgum mun verða það fyrir að
spvrja sjálfa sig og aðra: Hvern-
ig stendur á öllum þessum skolla-
leik?
Eru sakirnar, sem bomar hafa
V. Hugo: VESALINGARNIR.
um og skalf og brosti, þegar hann sá lögregluþjón. Menn
töldu engan vafa leika á því, að hann væri í sambandi
við ræningjaflokk, sem talinn var liggja á gægjum í skóg-
arjaðrinum, þegar dimt var orðið. Nú höfðu menn tekið
eftir því, að Boulatruelle gekk snemma frá vegavinnu
sinni og fór inn í skóginn með pál sinn. Menn gátu mæitt
honum á kvöldin á eyðilegustu stöðum, í þjettustu runn-
um, þar sem hann virtist vera að leita að einhverju, og
stundum var hann að grafa.Kv,enfólk, sem mætti honum,
hjelt þegar, að hann væri djöfullinn og það varð ekki
mikið rólegra, þegar það sá, að þetta var Boulatruelle.
Bersýnilegt var að hann vildi leynast og að hann var
við eitthvert dularfult verk. „Augljóst er“, sögðu þorps-
búar, „að hann hefir sjeð djöfulinn, og nú er hann að
leita. Jæja, hann er þá líka einmitt maðurinn til þess að
stela spariskildirigum fjandans".
En nú hætti flakk Boulatruelles samt sem áður;
hann byrjaði aftur reglulega á vegavinnu sinni, og fólk
tók að ræða um aðra hluti. Þó voru ýmsir, sem enn voru
forvitnir og hjeldu að nú hlyti eitthvað að búa undir, ekki
fjársjóðirnir, sem þjóðsagan sagði frá, heldur eitthvað
annað, sem betra var og vegagjörðamaðurinn hefði
fengið veður af. Þeir, sem mestan áhuga höfðu á málinu
voru skólakennarinn og veitingamaðurinn Thenardier,
sem var allra kunningi og taldi það ekki undir virðingu
sinni, að eiga mök við Boulatruelle. „Hann hefir verið á
galeiðunum“, sagði hann; „jæja, hvað um það, enginn
veit hvar þar er eða þangað fer“.
Skólakennarinn fullyrti kvöld eitt að yfirvöldin fyr
á árum hefðu rannsakað hvað Boulatruelle væri að fást
við í skóginum, og að hann hefði verið neyddur til þess
að segja alt, því að hann mundi hafa verið píndur til
sagna ef í nauðir hefði rekið, og að hann mundi t. d. ekki
hafa staðist vatnsraunina. „Við skulum þá reyna vatns*-
raunina“, sagði Thenardier. Og nú fjekk vegagjörðar-
maðurinn eins mikið að drekka og hann kærði sig um.
Boulatruelle drakk mikið en sagði lítið. En með því að
halda honum stöðugt að efninu og leggja saman einstak-
ar dular setningar, sem út úr honum komu, töldu þeir
Thenardier og skólakennarinn sig hafa komist að þessu:
Einn morgun, þegar Boulatruelle gekk til vinnu sinnar,
hafði hann sjeð pál og reku á einum stað í skóginum
undir runna. Hann hjelt að Six-Four’s, vatnsberinn ætti
þetta og hirti ekkert frekar um það. En sama kvöld hafði
hann falið sig bak við trje og sjeð þá mann, sem ekki átti
heima þar í sveitinni, en sem hann þekti annars mjög
vel, koma frá þjóðveginum og fara inn í þjettasta hluta
skógaríns — þeir hafa vitanlega verið á galeiðum saman,
sagði Thenardier. Hann neitaði algjörlega að segja nafn
hans. Hann hjelt á férhyrndum pakka, sem leit út eins
og hann væri kassi eða lítið kofort. Boulatruelle varð mjög
forviða, en ekki liðu þó nema sjö eða átta mínútur, þang-
að til honum datt í hug að elta manninn. En þá var það
orðið of seint, hann var kominn inn í skógarþyknið, og
rnyrkrið skall á, svo að Boulatruelle gat ekki náð honum.
Þá hafði hann ákveðið að rannsaka skógarjaðarinn. Það
var tunglskin. Tveimur eða þremur stundum síðar hafði
hann sjeð manninn koma aftur út úr skógarþykninu, og
þá var hann ekki með ferhymda pakkann, en með pál
og reku. Boulatruelle hafði rólegur lofað honum að fara,
því að hann var viss um að maðurinn var þrisvar sinn-
um sterkari en hann sjálfur, og er hann var auk þess
vopnaður með pál, hefði hann að líkindum drepið hann,
ef hann hefði þekt hann aftur og orðið var við að Boula-
truelle þekti hann. Boulatruelle gáði undir runnann morg-
uninn eftir, og er pállinn og rekan voru horfin, þóttist
liann mega ráða þar af, að maðurinn hefði grafið kass-
ann niður, og þar eð hann var of lítill til þess að lík gæti
verið í honum, hlutu peningar að vera í honum. Þetta
var ástæðan til þess, að hann hafði farið að leita. Nú
hafði hann leitað og grafið alstaðar, þar sem svo leit út sem
nýlega hefði verið grafið, en það hafði verið árangurs-
laust. Ilann hafði ekki fundið neitt. Enginn hugsaði meira
um þetta í Montfermeil. Það var aðeins ein og ein kjafta-
kerling, sem sagði: „Þjer getið reitt yður á, að Boula-
truelle hefir ekki gjört sjer þetta ómak upp úr þurru;
jeg er viss um, að íjandinn hefir verið þar á ferðinni“.
I lok októbermánaðar árið, sem saga vor greinir frá,
1828, sáu íbúarnir í Toulon skipið O r i o n, sem síðar
varð skólaskip í Brest, en þá var í Miðjarðarhafsflotan-
um, koma inn í höfnina til þess að fá viðgerð á skemd-
um þeim, sem það hafði orðið fyrir í ofviðri. Að her-
skip kemur í höfn, er ávalt viðburður, sem vekur at-
hygli múgsins. Það er eitthvað mikilfenglegt við slíkt
skip, og lýðurinn elskar það, sem mikilfenglegt er. Ilaf-
skipaklappirnar, stíflurnar og bryggjumar voru líka full-
ar frá morgni til kvölds af slæpingum og fávitrum mönn-
um, sem komu til þess eins að sjá 0 r i o n. Skipið hafði
lengi verið illa til reika. Þykt lag af skeljum hafði safn-
ast á kjölinn á fyrri ferðum þess, svo að það hafði ekki
nálfa ferð; árið áður hafði það verið flutt í kví til þess
að láta skafa það hreint, og svo hafði það lagt út aftur,
en leki hafði komið að því við balarisku eyjamar — skip-
in voru ekki brynvarin á þeim dögum. Stórfenglegur jafn-
dægrastormur hafði brotið hlera fyrir fallbyssuopi á hlje-
borða og skemt framsiglureiðann. Orion varð að halda
inn til Toulon vegna þessara skemda. Það lá fyrir akk-
erum við vopnabúrið. Það var með öllum útbúnaði, með-
an verið var að gjöra við það. Skrokkurinn hafði ekkert
skemst á stjórnborða, en hjer og þar voru teknir nokkr-
ir plankar úr, eins og siður er, til þess að hleypa loft-
inu að.
Morgun nokkurn varð múgurinn, sem horfði á skip-
ið, vottur að einkennilegu atvik. Skipsmenn voru allir að
fást við að koma fyrir seglunum. Reiðavörður, sem var
að draga inn kaðlana á pallseglinu stjórnborðamegin,
misti jafnvægið. Hann sást riða til. Mannfjöldinn, sem
staddur var á vopnabúrsbryggjunni, rak upp óp. Höfuðið
fjekk yfirhöndina, maðurinn fjell um rána og sneru hend-
urnar miður; hann greip í kaðal, fyrst með annari hendi