Lögrétta - 06.07.1926, Side 3
LÖGRJETTA
3
verið á búnaðarmálastjóra, brott-
rekstur hans og öll sú vanvirða,
sem honum hefur verið gerð,
bygðar á því, sem aldrei hefur
verið til og’ er reykur einn? Ef
svo er má það heita stórvítavert.
Enda ber viða á því, að þjóðin
unir illa aðferðinni, sem meiri
hluti Búnaðarfjelagsstjórnar hef-
ur beitt við búnaðarmálastjóra.
Hann hefur fengið traustyfirlýs-
ingu á aðalfundum búnaðarsam-
banda bæði sunnan lands, vestan
og austan og fær það eflaust líka
á Norðurlandi. Alþm., sem kynt-
ust áburðarmálinu á þingi í vetur
hafa tekið í sama strenginn.
Bent hefur ver'ið á, að ekki sje
það óhugsandi, að hulin öfl standi
á bak við þetta mál, sem vilji
koma Sigurði á knje en enginn
veit hver þau eru.
Geta skal þess að P. E. ráða-
nautur bauð Verði að birta grein
þá, er hann ritaði um áburðar-
málið og getið hefur verið um
hjer að framan, en var neitað um
rúm fyrir hana þar.
Það hefur verið margskorað á
þá, sem rjeðu brottrekstri Sigurð-
ar að birta sannanlega og óhlut-
dræga s.kýrslu um sakir þær, er
þeir hefðu á hendur honum, en
það er þröngt um svör, ekkert
hafa þeir látið enn til sín heyra,
og meðan svo stendur munu þeir
fárra manna samúð hafa í þessu
máli.
Rvík 17. júní.
Gunnl. Bjömsson.
-o-
(Framsöguræða flutt á 2. lands-
fundi kvenna á Akuieyri
10. júní 1926.
Húsbygginigarmálið, eða sam-
komuhús í Reykjavík fyrir konur,
er hjer um bil jafn gamalt Banda-
lagi kvenna. Jafnskjótt og það
hafði verið stofnað vaknaði
þessi spurning hjá forgiöngumönn-
unmn : Hvers þaifnast kvenfjelög-
in mest? Hvað er líklegast til að
tengja þau saman, auka þeim
traust á sjálfum sjer o,g þor út
á við ? Konur höfðu þá fyrir
stuttu fengið stjórnfarsleg rjett-
indi, og átta kvenfjelög í Reykja-
vík höfðu bundist samtökum um
að hrinda í framkvæmd einu af
nauðsynjamálum þjóðarinnar:
byggingu landsspítala í Reykja-
vík. Fjelögl og konur út um land
víðsvegar höfðu og tekið höndum
saman við fjelögin í Reykjavík
um spítalamálið.
Um sama leyti og rætt var
fyrst opinberlega um samkomu-
hús fyrir konur í Rvík, kom rödd
fram á fundi Sambands norð-
lenskra kvenna um að nauðsyn
bæri til að koma á fót heimili
fyrir aðkomustúlkur í Rvík.
Mjer er ekki kunnugt um að
neitt hafi verið gjört nyrðra fyrir
iþetta mál, enda vaknaði um líkt
leyti áhugi fyrir að koma upp
berklahæli norðanlands.
Syðra var líka í mörg horn að
líta. Landspítalamálið hafði náð
föstum tökum á hugum forgöngu-
manna en annarsvegar igætti
deyfðar og vantrúar gagnvart því,
og þótti of mikið færst í fang.
Að hefjast handa til fjársöfn-
unar fyrir samkomuhús,, þótti
því ekki tímabæirt. Nefnd, sem
málið var falið, átti að kynna
sjer hvar fá mæitti lóð undir slíka
byggingu, og jafnframt að tala
við Ungmennafjel. Rvíkur, og vita
hvort ekki mætti takast samvinna
við það, en það hafði þá haft hús-
byiggingu á prjónunum um nokk-
urt skeið og trygt sjer lóð á
fremur góðum stað.
Þetta var litlu eftir stríðslok-
in. Ástandið í mörgum löndum
Evrópu var hörmulegt. 1920 og
næstu árin á eftir streymdu fjár-
bænir hingað til hjálpar nauðlíð-
andi börnum, föngum og flótta-
mönnum.
íslenska þjóðin, sem svo oft
hafði komist í hann krappan á
liðnum öldum, skildi annara neyð.
Undirtekimar voru ágætar og
þjóðinni til hins mesta sóma.
En húsmálið varð að bíða. Þó
fjell það engan veginn í gleymsku.
Á Aðalfundi Bandalags kvenna
1921 var samþykt svohljóðandi
tillaga frá frú Bríetu Bjarnhjeð-
insdóttur: „Bandalag kvenna
ákveður að gangast fyrir því, að
fá sem flest kvenfjelög til að
senda bænarskrá til ríkisstjórnar
og Alþingis um að fá ókeypis lóð
undir samkomuhús kvenna á
Arnarhólstúninu".
Veturinn 1922 var málinu lítið
sint, en næsta þing, 1923, veitti
stjóminni „heimild til að verða
við óskum Bandalagsins“.
Á aðalfundi 1922 var allmikið
rætt um hvernig fjársöfnuninni
skyldi hagað. Voru allir á einu
máli um að það skyldi gjört með
hlutaútboði. Þótt ekki mætti skoða
fyrirtækið, sem unnið væri það i
gróðaskyni, þá yrði öllum að vera
það ljóst, að það mætti til að bera
sig fjárhagslega, þegar það værl
komið á fót og helst að gefa ein-
hvern arð af því fje, islem í því
stæði. Að stofna þá þegar hluta-
fjel. þótti ekki tímabært, meðan
alt var óvíst með lóðina, en ein-
mitt eftir því sem bæ|rinn bygð-
ist varð þetta atriði mikilsverð-
ara.
Með brjefi 22. mars 1924 til-
kynnir svo atvinnumálaráðaneyt-
ið, að það vilji láta „Bandalagið
fá lóð undir væntanlega kvenna-
byggingu, austast á lóð ríkis-
sjóðs, norðanvert við framhald af
Lindargötu, beint norður af húsi
forsætisráðherra Jóns Magnússon-
ar, eftir nánari útmælingu síðar,
þannig, að lóðin sje ekki yfir 40
metra meðfram götu, og ekki yf-
ir 35 metra á dýpt.
Bandalagið tjáði sig veita lóð-
inni móttöku og þakkaði hana
með brjefi 29. ágúst s. á.
Þar með var teningnum kastað.
Samhljóða brjef vóru send til
kvenfjelaganna í Reykjavík og
leitað undirtekta þeirra. Svörin
komu seint og frá sumum ekki.
Þá boðaði Bandalagið til fulltrúa-
fundar 26. jan. 1925 og þar sem
þar skyldi skýrt frá árangri heim-
ilisiðnaðarsýningar, sem Bandal.
gekst fyrir sumarið áður, vóru
líka mættar þarna konur úr sýn-
ingamefndinni. L. F. K. R. (Lest-
rarfjelag kvenna í Reykjavík)
hafði með brjefi tjáð sig fúst til
að taka 1000 kr. hlut í kvenna-
byggingu, ef reist yrði og endur-
tók form. það loforð á þessum
fundi. Þá mælti sýningarnefndin
eindregið með því, að Bandalag-
ig legði fram 1000 kr. eða helm-
ing þess fjár, er orðið hafði ágóði
af sýningunni. Fundarkonur hjetu
og fullum 1000 kr. í 100 kr. hlut-
um og smærri. Þetta virtist all-
gióð byrjun á fámennum fundi.
En Bandalagið hafði beðið um
og fengið lóðina handa íslenskum
konum. Næsta sporið varð því
það, að snúa sjer til þeirra og
leita undirtekta um söfnun hluta-
fjár til kvennabyggingar, sem
væri hvorutveggja í senn, at-
hvarf aðkomukvenna og sam-
komustaður fyrir kvenfjelögin í
Reykjavík. Þetta var gjört með
brjefi o;g loforðalistum, er sendir
voru út í júlí 1925. Svör var ekki
gjört ráð fyrir að kæmu inn aft-
ur fyr en síðast í okt.
Þegar þau svo komu urðu und-
irtektimar talsvert misjafnar.
Úr sumum bygðarlögum ágætar,
úr öðrum miður. Olli því margt
svo sem önnur áhugamál, peninga-
skortur manna á milli, og svo, að
þetta mundi til þess að draga
ungu stúlkumar enn meira til
Rvíkur. En sumstaðar frá voru
undirtektimar ágætar, svo, að við
hefðum aldrei getað búist við
slíku; og það vom ekki auðug-
ustu bygðarlögin, sem best tóku
í málið eða virtust hafa glegstan
skilning á því. En yfirleitt vom
undirtektimar þær, að Húsnefnd-
in áleit skyldu sína að halda á-
fram og boðaði því til stofnfund-
ar hlutafjelags 15. des. 1925. Var
þar lagður fram stofnsamningur
til samþyktar. Stofnendur, auk
Bandal., voru L. F. K. R., Thor-
valdsensfjelagið og tuttugu og
þrjár konur. Innborgað stofnfje
var kr. 4325.00. 1 bráðabirgða-
stjórn vora kosnar 5 konur og 2
til vara.
Þá var næst að undirbúa lög '
eða samþyktir fyrir hlutafjelag
ið og fá það skrásett. Fór skrá-
setningin fram 25. jan. 1926. Nú
var tekið til að búa til útsending-
ar útboð og söfnunarlista og haf-
ið þið án efa margar orðið þess
varar að febr.-pósturinn hafði
slíka hluti meðferðis.
Þetta er þá í aðaldráttum sagan
um gang málsins fram að þessum
tíma. Að gefa yfirlit yfir fjár-
söfnunina, er að svo komnu ekki
hægt. Söfnunarfresturinn er eftir
hlutafjárlögunum ekki útrunninn
fyr en 26. júlí n. k. og vitum við
því enn minst um hvað safnað
hefur verið í hinum ýmsu bygð-
um landsins. Þá hefur og verið
leitað til ísl. erlendis, bæði í Vest-
urheimi og Danmörku. Frá Vest-
urheimi hafa mjer persónulega
borist brjef með góðum undirtekt-
um. Samkvæmt hlutaútboði er
stjóminni heimilt að hækka
hlutafjeð upp í 100 þús. krónur,
og án efa veitir ekki af að sú
upphæð fáist til þess að fyrirtæk-
ið geti orðið okkur konunum ís-
lensku til sóma og náð tilgangi
sínum. Má vera að þetta fáist
ekki alt sem hlutafje, en þá verð-
ur að reyna aðrar leiðir, því að
gefast upp á miðri leið sæmir illa,
og viljum við allar leggja þenna
menningarauka til ársins 1930, er
engum vafa bundið að það tekst.
Eins og jeg drap á áður hefur
þetta mál víða mætt góðum
skilningi og vinsemd, en það hef-
ur líka borið á röddum hinna van-
trúuðu.
Frá sveitunum hefur heyrst, að
þetta yrði til að draga ungu stúlk-
urnar enn meira til Reykjavíkur,
og svo mundi þetta verða bara
kaffistofa fyrir konurnar í Rvík.
Reykjavíkur konumar hafa
hinsvegar, sumar, afsakað sig
með því að þetta væri þeim alveg
óviðkomandi, þær hefðu sín heim-
ili, frí, og þetta yrði eingöngu
fyrir aðkomukonurnar.
Sveitakonunum langar mig til
að svara með orðum einnar af
starfssystram þeirra, konu, sem
sjálf þekkir sveitalífið og örðug-
leika þessa til fullnustu.
Henni farast svo orð: „Aftur
eru aðrir hræddir um að þetta
mundi draga ungu stúlkurnar enn
meir úr sveitinni, að vita þarna
skínandi höll, sem biði þeim öll
lífsins þægindi fyrir lítið gjald.
— Á því hygg jeg að engin breyt-
ing yrði frá þvi sem nú er.
Hræðslan við að fá ekki inni í
Rvík, ef þær kæmust suður, hef-
ur ekki kyrsett margar stúlkur í
sveitinni".
Þeir sem dvalið hafa erlendis
fjelitlir og vinafáir hafa best
fundið hversu mikils virði heimili
sem þessu.er ætlað að verða, hafa
verið þeim.
Allar þætr konur í bæjum og
sveitum sem þátt taka í fjelags-
lífi, sýna þar með að heimilin eru
þeim ekki nóg — eða,. með öðr-
nm orðum, þær finna kraftana
aukast til ,þess að starfa fyrir
heimilin sín með því að rýmka
starfssvið sitt, færa það út fyrir
fjóra veggi. Og góð heimili fje-
lagsskapar, hafa fyrir hann. svip-
að gildi og góð heimili fyrir ein-
staklinginn — þau tengja meðlim-
ina fastar saman, auka þeim
starfsþor, hjálpa til að missa ekki
sjónir á hugsjónunum fögru, sem
fjelagið var í fyrstu stofnað til
að starfa að, en vilja svo oft
daprast þegar stundir líða fram.
■ Kvennaheimili í Reykjavík er
fyrir komandi kynslóðir, gefið
því dætrum yðar og sonum hluta
í því, eins og margir gjörðu þeg-
ar Eimskipafj elagið var á ferð-
inni. Þetta hafa nokkrir þegar
gjört. Daginn áður en við fórum
úr Rvík keypti ein af vinkonum
okkar, sem hjer er stödd, sinn
500 kr. hlutinn handa hverri af
þremur dætrum sínum. Þótt ekki
geti margir leikið slíkt eftir, þá
má gera líkt þó í smærri stíl sje,
því „munar um minna“.
Og við þurfum þessa með, ekki
eingöngu vegna peninganna.
Litlu stúlkurnar okkar þurfa að
unna „Hallveigarstöðum" og
hjálpa til þess að gjöra „garð
þann frægan“ og hæfari til að
og þá með hinni, og hjekk þannig. Svo mikil hreyfing
haí'ði komist á kaðalinn af fallinu, að hann sveiflaðist
i'ram og aftur. Mikil hætta var því samfara að reyna að
hjálpa honum. Hásetarnir voru allir fiskimenn, nýkomn-
ir í herinn, og enginn þeirra þorði að hætta á að hjálpa
honum. En vesalings reiðavörðurinn misti nú smám sam-
an þróttinn. Það var ekki hægt að sjá dauðaskelfinguna
á andliti hans, en hitt sást, að kraítar hans þurru. Allar
tilraunir til þess að komast upp aftur, urðu til þess eins
að koma meiri sveiflu á kaðalinn. Hann hrópaði ekki, af
ótti við að missa afl við það. Menn biðu eftir því einu,
að hann slepti takinu á kaðlinum, og allir sneru sjer und-
an, til þess að sjá það ekki.
Þá sást maður alt í einu klífa upp í reiðann, fimur
eins og tígrisdýr. Hann var í rauðri treyju og var því
galeiðuþræll; hann hafði græna húfu á höfðinu og var
því galeiðuþræll æfilangt. Þegar hann kom upp á siglu-
pallinn, reif vindurinn húfuna af honum, og kom þá hvítt
höfuð í ljós; þetta gat þessvegna ekki verið ungur mað-
ur. Það var og rjett, að þetta var galeiðuþræll, sem var
við vinnu á skipinu eftir skipunum frá dýflissunni. Ilann
hafði tafarlaust gengið til liðsforingjans, sem var á
verði, og hafði beðið hann um ieyfi til þess að hætta lífi
sínu við að reyna að bjarga manninum, meðan skips-
menn stóðu eins og þvörur. Liðsforinginn kinkaði kolli
og braut hann þá hlekkinn á fæti sínum með einu hamars-
höggi, tók kaðal og hjelt upp reiðann. Enginn tók eftir
því á þessari stundu hversu auðveldlega honum tókst að
brjóta hlekkinn; mönnum datt það ekki í hug fyr en síðar.
Hann komst eins og örskot út á rána. Hann nam
augnablik staðar og virtist mæla fjarlægðina með augun-
um. Þessar sekúndur, er vindurinn sveiflaði reiðaverðin-
um fram og aftur í þráðarenda, urðu eins og aldir í huga
þeirra, er á horfðu. Loksins hóf galeiðuþrællinn augu sín
til himins og gekk eitt skref áfram. Mannþyrpingin gat
aftur dregið andann. Menn sáu hann hlaupa eftir ránni.
Þegar hann var kominn hana á enda, festi hann annan
endann á kaðlinum, sem hann var með, og ljet hinn hanga
niður. Þá seig hann á handafli ofan kaðalinn, og nú varð
mannfjöldinn gagntekinn af óumræðilegri skelfingu, því
að nú hjekk ekki einn, heldur tveir menn uppi í loftinu.
Svo var að sjá, eins og þegar konguló ræðst á flugu, sá
eini var munurinn að hjer kom konguló með lífið en ekki
dauðann. Tíu þúsund augu störðu á þessa mynd. Ekkert
óp, ekkert orð, allir skulfu, allir hjeldu niðri í sjer and-
anum, eins og þeir væru hræddir um að hvert andvarp
yki á vindinn, sem sveiflaði mönnunum tveimur fram og
aftur. i '
En nú hafði galeiðuþrællinn læst sig ofan til háset-
ans. Það mátti ekki seinna vera — hefði ein mínúta liðið
enn, hefði örmagna og örvinglaður maðurinn látið sig
aetta ofan. Galeiðuþrællinn batt kaðlinum, sem hann hjelt
sjer í með annari hendi, meðan hann notaði hina, fast
um hann. Að lokum sáu menn hann klífa aftur upp á í'ána
og draga manninn upp. Hann studdi hann eitt augnablik,
iil þess að hann gæti náð sjer aftur, og tók hann þvínæst
í fang sjer og bar hann eftir ránni að sigluhöfðinu og
þaðan á siglupallinn og þar seldi hann hann í hendur fje-
lögum hans.
1 sama bili laust mannfjöldinn upp fagnaðarópi.
Gamlir fangaverðir grjetu, konurnar föðmuðust, og allir
hrópuðu í einhverju æði kærleikans: „Náð fyrir mann-
inn!“
En hann hafði tafarlaust lagt af stað til þess að kom-
ast í hóp meðbandingja sinna. Hann rendi sjer ofan reið-
ann og hljóp eftir neðri ránni. Allir horfðu á hann. Þá
kom augnablik, er allir urðu hræddir; hann riðaði til,
hvort sem valdið hefur, að honum hefur förlast afl eða
svimi hefir sótt að honum. Mannþyii)ingin rak alt í einu
upp óp. Galeiðuþrællinn datt í sjóinn.
Það var hættulégt fa.ll. Freigátan A1 g é s i r a s lá fyr-
ir akkerum rjett hjá Orion, og vesalings galeiðuþræll-
inn hafði fallið milli skipanna. Ástæða var til þess að ótt-
ast, að hann hefði lent undir öðruhvoru þeirra. Fjórir
menn flýttu sjer í bát alt hvað þeir gátu. Mannfjöldinn
hvatti þá eftir megni. Maðurinn hafði ekki komið upp á
yfirborðið aftur, hann hafði horfið í sjóinn, án þess einu
sinni að hringur kælmi eftir hann; það var eins og hann
liefði dottið í olíu. Leitað var að honum til kvölds, en
árangmrslaust; líkið fanst ekki.
Daginn eftir var þetta í dagblaðinu í Toulon: „í gær
datt galeiðuþræll, sem var við vinnu í skipinu O r i o n,
í sjóinn og druknaði eftir að hafa bjargað lífi eins háseta.
Lík hans hefir ekki fundist. Giskað er á, að hann hafi
lent inn undir staurana við vopnabúrsstjettina. Tala hans
var 9430 og hann hjet Jean Valjean.
Þriðja bók: Efndimar á loforðinu.
Montfermeil liggur á milli Livry og Chelles, á suður-
jaðri hásljettunnar, sem skilur á milli Ourcq og Marne.
Nú er það myndarlegur kaupstaður með mörgum sumar-
bústöðum, og þangað fer fjöldi kátra borgara á sunnu-
dögum. Montfermeil hafði árið 1823 hvorki eins mörg
hvít hús nje eins marga káta borgara til sýnis, þá var
þar einungis þorp í skóginum. Að vísu voru þar einstaka
sumarbústaðir, reistir að hætti fyrri aldar, og þektust
þeir á járnsvölunum og háum gluggum, en Montfermeil
var samt sem áður einungis þorp. Kaupmenn, sem hættir
eru störfum til þess að geta notið lífsins, og aðrir, sem
kunnu við sig í sveit, höfðu ekki tekið eftir staðnum enn-
þá. Þetta var friðsamlegur og skemtilegur staður og eng-
um til baga; menn lifðu þar ódýrt og þægilega. Sá var
einn ókostur, að erfitt var um vatn, vegna þess að bær-
inn lá svo hátt. Það varð að sækja það langar leiðir að.
Sá hluti bæjarins, sem nær er Gagny, sótti vatn sitt í
fallegar smátjarnimar í skóginum; hinn hlutinn, um-
hverfis kirkjuna og nær Chelles, varð að sækja drykkjar-
vatn í litla lind miðja vegu brekkunnar á Chellesvegin-
um, fjórðungsstundar gang frá Montfermeil. Af þessu