Lögrétta


Lögrétta - 13.07.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 13.07.1926, Blaðsíða 1
Innheimta og afgreiðsla í Þingholtssfcræti 1 Sími 185. Útgefandi og ritstjór’ borsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Bejkjarík, þriðjudaginn 13. júlí 1926. 29. tbl. kJm víða verold. Síðustu fregnir. Franska stjórnin hefh• nýlega iengið traustsyfirlýsingu i pmg- inu, með 22 atkv. meirihluta. Þessi meirihluti þykir samt svo veikur, að vaíasamt er talið hvort stjórnin geti komið fram áform- um sínum í fjárhagsmálunum. Fuliyrt er þó að Caillaux hafi komist að hagkvæmum samning- um við JBreta og muni það ei til viil hafa góð áhrif á samningana við Bandaríkjamenn. Sagt er einn- ig að þýski rikisbankinn eigi nú i samningum við enska og am- eríska banka um siamtök til að hjálpa Frökkum í gengismálinu. i Portugai eru eímþá róstur. Car- mona hershöfðingi, sem áður var ráðherra Costa alræðismanns, en nýiega vikið frá, hefur nú steypt Costa og sjálfur myndað stjórn. Vatnavextir miklir eru í Mið- hivrópu. Frá London er símað að stjórn- in biðji þingið um 3 milj. punda veitingu til kolakaupa erlendis, því ekkert rætisit úr kolamáiunum heima fyrir. 7. þ. m. var Jón Þorláksson fjármálaráðh. skipaður fors.ráðh., í stað Jóns sál. Magnússonar. Undir forsætisráðherraembættið heyra eftirgreind mál: Stjórnar- skráin. Alþingi, nema að því leyti, sem öðruvísi er ákveðið. Almenn ákvæði um framkvæmdarstjórn ríkisins. Skipun ráðherra og lausn. Forsæti ráðuneytisins. Skifting starfa ráðherranna. Mál, sem snerta stjórnarráðið 1 heild. ; Ennfr. utanríkismál. Þá er forsrh. I og forseti bankaráðs fslandsb. ■ Magnúsi Guðmundssyni at- ! vinnumálarh. er falið að fara með | dóms- og kirkjumálaráðh.embætt- j ið samhliða sínu ráðherraembætti. j Jón Þorláksson, hinn nýi for- sætisráðherra, er lesendum Lög- rjettu vel kunnugur, með því að Aidaraímæh Helga lectors Hálf- dánarsonar er 19. ág. í sumar og verður þess minst í kirkjum iandsins. Norskur knattspyrnuflokkur kom hingað með Lyru í gærkvöld, 14 menn, sem verða hjer nokkra daga og keppa við Islendinga. Glímuflokkurinn, sem til Dan- merkur fór, er nú á heimleið. Hefir ferðin gengið að óskum, og var giímumönnunum alstaðar mjög vel tekið í Danmörku. Hjálmar Bergmann heitir Vest- ur-fslendingur, sem hjer er nú á ferð í þeim erindum, að rannsaka þá staði, þar sem helst má búast við að málmar sjeu í jörð. Hann á heima í Chicago og á þar málm- vinslustöð. Hann er nú austur á Seyðisfirði. Verður fróðlegt að heyra álit hans á þessum málum að ferðalaginu loknu. Brynleifur Tobiassson stór- templar fór hjeðan nýlega á bind- indisþing Norðurlanda í Dorpat i Eistlandi, er haldið verður 18.— 21. þ. m., en síðan verður hann á alþjóðabindindisþingi á sama stað 21.—29. þ. m. Páll ísólfsson hefur verið ráð- inn af söfnuði Haralds prófessors Níelssonar organleikari við messu- gjörðir hans í Fríkirkjunni. Stúdentastyrkur. Umsóknir um styrk handa íslenskum stúdentum við erlenda háskóla eiga að vera komnir til dóms- og kirkjumála- ráðaneytisins fyrir 1. ág. þ. á. Jarðarför Kristjáns Jónssonar dómstjóra fór fram í gær og var fjölmenn. Sjera Friðrik Hallgríms- son flutti bæn á heimili hans og ræðu í dómkirkjunni. Næm brjósthimnubólga gengur nú til og frá um land og er sú veiki ekki óþekt hjer áður, þótt sjaldgæf sje. Fylgir henni hita- sótt og segja læknar, að menn verði að liggja í rúminu meðan hiti sje í þeim og verði þá veik- in sjaldan langvarandi. Sakuntala, fomindversk saga, í þýðingu eftir Stgr. Thorsteinsson, er nú komin út í 2. útgáfu á kostnað Axels sonar hans. Var þetta áður mjög vinsæl bók og má telja víst, að svo verði enn. Jón Þorláksson hinn nýi forsætisráðherra íslands. hún hefur flutt flest það, sem hann hefur skrifað um íslensk þjóðmál, og: meðan blaðið var hlutafjelagseign, var hann lengi formaður útgáfufjelagsins. Hann er fæddur 1877, í Vesturhópshól- um í Húnavatnssýslu, varð stú- aent 1897 með hæstu einkunn, sem gefin hafði verið í skólanum. 1903 tók hann verkfræðispróf við Khafnarskóla með mjög hárri einkunn og dvaldi eftir það um tíma í Noregi, Þýskalandi og Ehg- landi við framhaldsnám, en varð 1905 landsve'kfræðingur, gegndi því embætti lengi og vann á þeim árum mikið að samgöngubótum hjer. Á þingi sat hann fyrst 1923, varð fjármálaráðherra 1924 og hefur gegnt því embætti með mik- illi röggsemi. Stauning forsætisráðherra. Stauning forsætisráðherra Dana og frú hans komu hingað fyrir fáum dögum og halda þau til hjá hr. de Fontenay, sendiherra Dana. Verður forsætisráðherrann á nor- ræna embættismannamótinu hjer og ef til vill fara þau hjónin síð- ar snögga ferð upp í Borgarfjörð. Stauning forsætisráðherra er fæddur 26. okt. 1873 og kom fyrst á þing 1906, en frá 1910 hefur hann verið formaður Jafnaðar- mannaflokksinsi í Danmörku. Hann átti sæti í Zahle-ráðaneytinu 1916—20 án þess að gegna þar nokkrum ákveðnum störfum, og 1924 myndaði hann fyrsta Jafn- aðarmannaráðaneyti Dana. Frú Anna Stauning. Knud Berliu prófessor er nú staddur hjer í bænum og hefur aðeins einu sinni áður kom- ; ið hingað til lands, í stúdenta- I förinni árið 1900, o,g var hann þá gestur Jóns Magnússonar, þáver- andi landritara. I deilunum um rjettarsitöðu Islands gegn Dan- mörku var hann sá maður, sem skarpast ritaði gegn kröfum ís- lendinga. Fól danska stjómin hon- um rannsókn málsins frá sinni hálfu, og hefur hann skrifað um það stórar bækur og margar rit- gerðir í blöð og tímarit, en varð þó að láta sjer lynda, að málinu væri ráðið til lykta ,gegn tillögum hans. Hann er fróður maður á sínu sviði, skarpur í hugsiun og hamhleypa við ritstörf. Rjett áður en hann lagði á stað hingað frá Kaupmannahöfn, hitti blaðamaður frá Politiken hann að máli og spurði, hvort hann hjeldi ekki að kuldalega yrði tekið hjer á móti honum. Nei, svaraði pró- fesisor Berlin; Islendingar eru of góðir föðurlandsvinir til þess að skilja ekki, að danskur maður, eins og jeg, hlaut svo lengi siem unt var að berjast á móti því, að land, sem yfir 500 ár hafði verið með Danmörku, yrði skilið frá henni. En nú er það mál útkljáð, og jeg hef í riti mínu um dansk- íslensku sambandslögin hreint og undanbragðalaust viðurkent full- veldi íslands, svo að jeg hef fengið að heyra það frá Dana hálfu, að jeg verði nú skilning Islendinganna fremur en Dana. Það er þá ætlun yðar með heim- sókninni, að grafa stríðsöxina, sem reidd hefur verið gegn ís- landi, að fullu og öllu, sagði blaðamaðurinn. — O-já, það má vel segja svo, svaraði prófessor- inn; jeg hef líka reitt hana svo Frá Hornstrðndum. Prófessor dr. jur. Knud Berlin. vel og lengi, að jeg get víst stað- ið mig við að leggja hana nú frá mjer. I Berlingatíðindi hefur prófess- orinn nýlega ritað langa grein um „ísland eftir sambandslögin“. Er þar litið yfir það helsta, siem hjer hefur gerst eftir 1918 og sagt frá viðhorfi þeirra mála, sem snerta Danmörku og ísland sam- eiginlega. Þar er m. a. sagt all- ítarlega frá Nýja sáttmála hr. Sigurðar Þórðarsonar og deilum þeim, sem um það rit hafa stað- ið. Segir prófessorinn að það sje ekki ánægjulaust fyrir mann, sem á sínum tíma hafi andmælt sam- bandslögunum frá 1918, að lesa nú þetta rit, eftir íslenskan mann, sem öllum flokkum sje óháður. En það segir hann einnig, að nú, eftir að teningunum hafi verið kastað, sje engin tilhneiging til þess í Danmörku að draga úr gildi sambandslaganna á nokk- urn hátt. Prófessor Berlin er rösklegur maður, ljóshærður og ekkert far- inn að igrána, þótt hann sje nú 62 ára, fæddur 7. júní 1864. Hann varð dósent í íslenskum rjetti við Háskólann 1910, extraord. pró- fessor 1911 og prófessor ord. 1919. I vor kom jeg á Hornvík, íor í land og stóð þar við nokkra stund. Og með því að þetta er nokkuð afskektur staður, dettur mjer í hug að skrifa s(tutta lýsingu á lífinu þar, eins og það kom mjer fyrir sjónir og mjer var frá því sagt. Byrja jeg þá á bjargvinn- unni. Þegar gott er veður, fara allir, sem vetlingi geta valdið, til eggja- töku, með fyglinginn í broddi fylkingar, en svo er sá maður nefndur, sem sígur í bjargið. Um hann er fest taug úr tjörukaðli, því álitið er að hann skerist síð- ur í sundur og honum sje ekki eins hætt við enurðum og man- ila-strengi. Vinda er höfð á bjarg- brúninni. Sigmaðurinn hefur í höndum langa trjestöng, til þess að halda sjer frá bjarginu, svo að sigtaugin ekki skerist. Því er svo fyrir komið, að sigmaðurinn geti leyst af sjer taugina og gengið eftir syllunum víðsvegar um bjargið. En ekki eru þær göngu- ferðir hættulausar og verður þeim ekki líkt við hringgöngu um Austurvöll hjer í bænum, eða aðrar slíkar gönguferðir. Því ef mann skrikar fótur, þá má búast við háu falli ofan í stórgrýttar urðir eða hyldýpis haf. Sigmaður hefur útbúnað, strigapoka, sem ryktur er saman um mittið, en festur upp um herðamar með ljettum, og er pokinn alt í kring um manninn og ætlaður til þess að láta í hann eggin. Pokar þess- ir taka 200—300 egg, en venju- lega verður fyglingurinn að gera sjer að góðu, að láta draga sig upp, þótt minna sje í skjóðunni. Sigmaðurinn er útbúinn með stríðshjálm úr stáli á höfði, með umbúnaði að innan, svo að hann rotist ekki af grjótfalli úr bjarg- inu. Hjálmar þessir eru keyptir frá Englandi og kosta um 20 kr. Er vert að geta þess, að aldrei er byrjað að síga í björgin nema á laugardegi, og má ekki frá þeirri venju bregða. Eggjafengurinn er borinn heim í þar til gerðum kössum, og er á jþeim hönk úr fljettuðu reiptagli, til þess að bregða upp um aðra öxlina. Eru kassar þesisir eins í lögun og að stærð og slorskrínur, sem notað- ar voru í gamla daga á Suður- nesjum. Það af eggjunum, sem ekki er notað nýtt til matar, eða þá selt, á skip eða til Vestfjarða, er soðið og súrsað og geymt til vetrar, og er herramannsmatur, að sögn. Töluverður strjálingur af fólki úr nærliggjandi víkum og fjörð- um er á Horni um eggjatímann. Hitti jeg þar meðal annars bónd- ann úr Þaralátursfirði, — eign- arjörð Baldurs Sveinssonar blaða- manns hjer í Reykjavík — skýr- an og myndarlegan mann. — Upp undir 20 karlmenn eru nú á Horni og 8 kvenmenn, þar með talin börn. Þegar eggjatíminn er úti og líða fer á sumarið, er fugl- inn veiddur í bjarginu á þann hátt, að menn síga niður á sill- urnar og hafa í höndum nokkuð langt trjeskaft með snöru á öðr- um endanum, og er fuglinn veidd- ur í hana, drepinn og látinn svo detta niður fyrir bjargið og tínd- ur þar upp, því víðast hvar má ganga undir bjarginu um fjöru, þótt ætla megi að hestamannafje- laginu hjema þætti þar ekki á- rennilegur skeiðvöllur. Grjóthrun er mikið í bjarginu í leysingum á vorin og rotast þá margt af fuglinum og fellur niður. Er hann síðan tíndur þar upp og hirtur til matar. Greiaa'jóðan sjötugan öldung hitti jeg þarna að máli, Samúel að nafni, og konu hans Elínborgu. Hann hefur alið aldur sinn á Horni, og nú í 25 ár búið þar í smábæ, sem líkist skemmu. Niðrl er geymslá og vinnustofa fólksins við rúningu á fuglinum o. fl. Hús þetta er á sjávarbakkanum, og tjáði Samúel mjer, að tvisvar hefði sjór fallið inn í kofa sinn niðri, svo að alt fór á flot. En uppi á loftinu er svefnstofa og eldhús. Jeg spurði hann, hvort ekki væri kalt hjá honum á vetr- um, en hann kvað það ekki vera, enda er gamli maðurinn em og unglegur eftir aldri. Húsakynni á aðalbænum Horni eru orðin fornleg og tjáðu bænd- urnir mjer, að þeir þyrftu að byggja upp mjög bráðlega, en geymsluhús eru þar ný og góð, ásamt smíðahúsi, sem er vinnuhús hr. Frímanns Halldórssonar, en hann er ,góður bátasmiður, þótt lært hafi hann eingöngu af sjálf- um sjer. Nýtni og hirðusemi er í ágætu lagi á bænum, öll veiðar- færi, fiskiföng og bátar í besta standi. Landbúnaðurinn virði&t vera í lakara lagi, enda ekki að furða, þar sem allur kvikfjenað- urinn verður að vera á gjöf hjer um bil allan veturinn. Túnasljett- ur sá jeg engar og er túnið nokk- uð þýft Oig yfir höfuð lítilfjör- legt. 3 kýr munu vera á bænum og 50—60 ær, að mjer sýndist, en fátt af hrossum. Fjenaðarhús eru hlý, en fremur gamaldags, þó ; eru þar hlöður með jámþökum. Innanbæjarumgengni geri jeg ráð Framh. á 4. síðu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.