Lögrétta


Lögrétta - 10.08.1926, Blaðsíða 3

Lögrétta - 10.08.1926, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 8 Víking skilvindan reynist best. Skilur 65, 120, 220 lítra. Nægar birgðir og varahluti hefir ávalt fyrirliggj- andi og selur og sendir um land alt, gegn póstkröfu r Hannes Olafsson. Grettisgötu 2. Simi 871. Reykjavík. sinni vild. Engin lög voru til í landinu, eða að minsta kosti engum lögum var beitt, sem lögðu nokkrar hömlur á háttalag þetta, e ida vóm ekki þáí sem nú, allir jafnir fyrir lögunum, og þar sem fjöldi landsmanna skoð- aði þetta sem mikinn hvalreka, þá þótti síst ástæða til þess að fara að amast við þessum „velgjörða- mönnum“. Að vísu voru þeir menn til, sem litu öðrum augum á þetta, og ofbauð yfirgangur út- lendinganna. Mönnum hefir þó ekki verið það eins ljóst þá sem skyldi, að þetta var að miklu leyti nýlendunám. Það sem bjarg- aði íslandi var, að þessir menn settust ekki að hjer á landi fyrir fult og alt, heldur höfðu hjer sum- arselstöð, en það var einungis sök- um þess, að þeim hentaði ekki að vera hjer lengur á ári hverju, en að einsi sumarmánuðina. En nú dró að því sama hjer, sem hefir átt sjer stað í öllum öðrum löndum, þar sem útlendum mönnum hefir verið leyft, eða liðið, að hefja starfsemi í stórum stíl, og altaf hlýtur að koma fram meðal þjóða, sem hafa snefil af menningu til brunns að bera, — en það er að hinir innfæddu vakni til meðvitundar um sjálfa sig, vakni við það, að gestir þessir, er ljetust í upphaf aðeins ætla að hafa stundardvöl, og fá að gera einhverjar tilraunir, eru farnir að plægja landið og flytja burt jarð- argróðann, en skilja lítið eftir til afgjalds, en spilla mörgu og gera innlendum mönnum þungar bús- ifjar á margar hátt. Þá er svo er komið að hinir innfæddu menn sjá það, að útlendingar eru að ræna eignum þeirra og spillir á ýmsan hátt, þá hefst baráttan, sem getur orðið hörð og löng, og hafa þá ýmsir sigur. Nú var þetta svo með oss Ist- lendinga, að vjer höfðum sjálfir ekki tekið mikinn þátt í síldveið- urum fyr en með byrjun ófriðar- ins, enda var fram til þess tíma skortur á hæfum skipum til þeirra veiða, en þetta breyttist mjög á ófriðarárunum og eftir þau með fjölgun gufu- og mótor- skipa. Þá kom líka í Ijós, að lokn- um ófriði, þegar öll höft af hans völdum voru afnumin og Norð- menn gátu aftur óhindrað hafið veiðar hjer við land, að altof mik- il framleiðsa var af síldinni. Þá var komið að þeirri stundu, að Is- lendingar fóru að skilja, hvar þeir stóðu í málinu. Þá'er Banda- menn hættu að kaupa upp síldina, að styrjöldinni lokinni, var auð- vitað ekki um annan markað að ræða, svo teljandi væri en sænska markaðinn, en hann nota, og not- uðu, Norðmenn jafnframt oss fyrir veidda og verkaða síld við ísland. Útlendingamir, sem feng- ið höfðu að reka síldveiðar hjeð- an, sátu nú fyrir Islendingum í öllum skörðum og gerðu þeim svo erfitt fyrir, sem mest máttu þeir í hvívetna. Islendingar fengu þar sönnun fyrir því, að það er að byrja á öfugum enda, að láta út- lendinga hefja stórfelda starfsemi í landi sínu, því að, ef íslendingar sjálfir hefðu byrjað síldveiðar hjer við land, þá hefði sú fram- leiðsla aðeins stækkað í hlutfalli við markaðinn, og þá mundi margt á annan veg vera, en nú er um síldveiðar og síldarsölu hjer hjá oss, og það til hins betra vegar. Hið stærsta spor, sem stígið : hefur verið hjer á landi í menn- ingarlega átt á sviði fiskveiðamál- anna, var fiskveiðalöggjöfin, sem Alþingi setti árið 1922, aðallega með það fyrir augum, að hjálpa Islendingum í baráttunni við út- lendingana, sjerstaklega að því er snertir síldveiðar, sem þá og var mest aðkallandi, eins og hjer er áður um getið. En Adam var ekki lengi í Paradís. Alþingi 1924 framdi það glapræði að eyðileggja þessa löggjöf, að minsta kosti að því leyti, sem síldveiðar snertir, með hinum frægu og alræmdu kjöttollssamningum. — Hverjir borga í raun og veru tolllækkun Norðmanna á íslenska kjötinu? — Vjer íslendingar sjálfir, og marg- ir aðrir, eða nánara tiltekið: ís'- lenski síldarútvegurinn. Hans hagsmunum er fórnað. 1 stað þess að leggja þessa tolllækkun bein- línis á síldarútveginn, eins og bent hefur verið1 á af hr. Ólafi Thórs, sem hefði þá átt að geta unnið tollinn upp með hærra verðlagi á síldinni, ef síldarútveg- urinn hefði fengið að njóta af- stöðu þeirrar óbreyttrar, sem fiskiveiðalöggjöfin frá 1922 veitti honum. En yfir tekur, að aðalflokkar þingsins hafa hvor sem betur get- ur kepst um það, að lofa sig af verki þessu, og farið mjög í matn- ing um það, hvorum bæri fremur þjóðarþökk og verðskuldaður heiður fyrir þetta sómaverk. Nú eru Norðmenn; að fitja upp á því, að heimta meiri rjettindi af oss Islendingum, eftir því sem síð- ast hefur frjest, og láta líklega um það, að þeir muni slíta kjöt- tollssamningnum, ef þeir fái | ekki meiri fríðindi. — En því miður, íslands vegna, segja þeir samningunum ekki upp, því að þeim er fullljóst, hvað þeir hafa með' þeim fengið. Þetta eru bara látalæti, til þess að ginna meiri rjettindi frá oss, eða öllu heldur, hræða oss til að veita þau, því að þeir hafa af reynslunni lært hve „slungnir“ og „djúpvitrir" stjórnmálamenn vjer Islendingar erum. Þá hafa þeir ekki síður kom ist að raun um hve harðir vjer erum í horn að taka. Það hefur reynslan best sýnt, hvað sem nú skeður. Allir Islendingar, ekki síst stjórnmálamenn og flokkar, verða að muna að vernda og varðveita rjettindi þjóðar sinnar af fremsta megni. Stjómmálamennirnir eiga að vera yfir þá heimsku hafnir að líta með hlutdrægni á einstaka þáttu hinnar fábreyttu fram- leiðslu þjóðarinnar, og munaþað, að breyta ætíð eftir þeirri reglu, að: hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, þá er að elsika, byggja og treysta á landið. Ritað í júní 1926. Sigurjón Ólafsson. Kornmyllu hefur Mjólkurfjelag Reykjavíkur nýlega látið reisa hjer í bænum. Getur hún malað um 800 kíló á klukkustund, og er rafmagnsknúin. Virðist vera myndarlega og vel frá myllunni gengið, og ætti að geta orðið að henni góð framför. Skjalaheimt. Eins og fyr er frá sagt í Lög- rjettu, hafa undanfarið staðið samningar milli íslenskra og danskra stjórnarvalda, um afhend ing ýmsra skjala, sem íslending- ar hafa krafist úr dönskum söfn- um. Var málið fyrst rætt í ís- lensk-dönsku nefndinni, og fengið þar í hendur prófessorunum Erik Arup og Einari Amórssyni, með sjerfræðilegu ráðuneyti próf. Kr. Erslevs og dr. Hannesar Þorsteins sonar. Nú í vor fór dr. Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður aft- ur utan, til þess að semja til fullnustu um afhending skjalanna og er nú kominn heim aftur, en fól áður mag. Birai K. Þórólfs- syni að annast ýms störf, sem eftir eru til undirbúnings endan- legum heimflutningi skjalanna, eftir að formleg staðfesting samn- inganna hefur farið fram. Er það allmikið af skjölum, sem snertir Islendinga . og íslensk mál, sem nú verður flutt heim og varðveitt framvegis í Þjóðskjalasafninu í Reykjavík. Flest kemur úr ríkis- skjalasafninu danska, sennilega 800—1000 pakkar, protokollar og plögg ýms, einnig nokkuð úr kon- unglega safninu og úr Árnasafni um 700 brjef á skinni og pappír. Meðal þessa eru ýmsar merkar söguheimildir, sumar að vísu prentaðar áður, en aðrar lítt eða ekki rannsakaðar. Sjerstaklega má nefna frumritið að jarðabók Áma Magnússonar og fleiri jarðabæk- ur, ýms skjöl er snerta margvísleg íslensk endurreisnarmál á 18. öld, ljensreikninga frá því á 17. öld, og mörg brjef frá því á 16. og 17. öld. Af einstökum brjefum má t. d. nefna frumritið að brjefi Ögmundar biskups til Ásdísar. Ennfremur hafa nokkur skjöl verið fengin Þjóðskjalasafninu til sj erstakrar varðveitslu, auk þeii’ra, sem það fær til eignar. Með samningunum, sem nú er talað um, má gera ráð fyrir, að lokið sje að mestu eða öllu leyti kröfum Isl. til skjala úr Ríkis- skjala safninu og kgl. safninu, þó eftir sje að vísu dálítið, sem Is- land varðar, en er að mestu leyti innan um bækur, sem einnig eru á dönsk og norsk mál. Um skjölin úr Árnasafni telja ýmsir að ekki hafi ennþá fengist fullnægjandi úrlausn. Samt þykir svo sem yfir- leitt hafi Danir verið liprir og sanngjamir í þessum samningum. Aðalmennirnir frá þeirra hálfu hafa verið Laursen ríkisskjala- vörður, Carl S. Petersen yfirbóka- vörður Konunglega safnsins og svo Árnanefndarmennimir. Meðal þeirra er Finnur Jónsson prófessor og greiddi hann atkvæði á móti heimflutningi Ámaskjalanna, ásamt próf. Dahlerup. Aðrir, sem atkvæði áttu um þetta greiddu at- kvæði með heimflutningi, þ. á. m. Halldór Hermannsson. Hefur afstaða prófessors F. J. orðið að allmiklu umræðuefni meðal menta- manna hjer í bænum og lögð út honum til ámælis. En sjálfur hef- ur hann ekki, svo Ikigr. viti, gert afstöðu sinnar grein opinberlega. Norðmenn hafa einnig gert nokkr- ar kröfur í Ámasafn og Jhefur dr. F. J. einnig greitt atkvæði gegn þeim og mun yfirleitt vera andstæður öllum ráðstöfunum, sem að hans áliti miða að því, að sundra safninu. En íslendingar hafa hinsvegar alment talið svo, að með skjalakröfum sínum væru þeir að reyna að fá því framgengt, að lagfærð yrðu íslensk söfn, sem sundrað hefði verið á sínum tíma, með því er úr þeim lenti erlendis. Þessi skjalaheimt var um eitt skeið allmikið hitamál og mikið rætt meðan deilurnar við Dani voru efstar á baugi, og stundum hald- ið fram af misjafnri sanngimi. Nú virðist almenningur sinna þessu fremur lítið, þó mentamenn hafi haft áhuga á málinu og haldið því vakandi, svo að nú hefur feng- ist framgengt því, sem orðið er, að Þjóðskjalasafnið fær mikla og merkilega viðbót. trjeskó, hræðilegan, hálfónýtan trjeskó, alþakinn ösku og þurrum aur. Cosetta átti hann. Hún hafði þetta barna- traust, sem aldi'ei dvínar, þó að alt bregðist, og hún hafði líka sett sinn skó í arininn. Það var ekkert í þessum skó. Gesturinn leitaði í vasa sínum, laut niður og lagði Iilöð- vispening*) í hann. Þá læddist hann aftur upp í herbergi sitt. Næsta morgunn, minsta kosti tveimur klukkustund- um fyrir dögun, sat Thenardier í veitingastofunni með kerti fyrir framan sig og bjó út reikninginn handa ,gest- inum í gula frakkanum. Konan stóð hjá honum og laut yfir hann og horfði á. Annarsvegar var djúp íhugun, hins- vegar nærri því fjálgleg aðdáun, eins og verið væri að horfa á eitt af furðuverkum mannsandans verða til og fullkomnast. Þá heyrðist hávaði í húsinu; það var lævirk- inn, sem var að sópa stigana. Eftir stundarfjórðungs vinnu og miklar útstrikanir og leiðrjettingar hafði Thenardier samið þetta snildar- verk: Herrann á nr. 1. Skuld Kvöldverður................... 3 frankar Herbergi.......................10 — Ljós........................... 5 — Upphitun....................... 4 — Þjónusta....................... 1 — Samanlagt 23 frankar „Tuttugu og þrír frankar!“ hrópaði konan hrifin, en þó með nokkurum efa í röddinni. Thenardier var eins og allir miklir listamenn, ekki verulega ánægður með verk sitt. „Svei því!“ sagði hann. — „Það er rjett, Thenardier“, tautaði húsfreyjan, sem mintist brúðunnar, sem guli maðurinn hafði gefíð Cosettu; hann ætti ekki að sleppa *) Hlöðvispeningur = tuttugu frankar. pýð. með minna. En þetta er of mikið. Hann borgar þetta ekki“. Thenardier glotti. „Hann skal verða að borga það“, sagði hann. Þetta glott bar vott um fullkomna vissu og íraust. Konan sagði ekki meira, en tók að lagfæra borðin. Maðurinn gekk fram og aftur um gólíið. Rjett á eftir sagði hann: „Jeg skulda fimtán hundruð franka“. Hann settist við eldstóna og hugsaði með fæturna í heitri ösk- unni. „Það er rjett“, sagði konan, „þú gleymir því von- andi ekki, að jeg rek Cosettu á dyr í dag. Þessi ókind! Jeg vildi heldur vera gift Loðvík átjánda en hafa hana einn einasta dag í húsinu lengur“. Thenardier kveikti á lampanum og tautaði: „Þú lætur manninn fá reikning- inn“. Þá fór hann út. Hann var naumast kominn út úr stofunni, þegar gesturinn kom inn. Thenardier kom aftur inn rjett á eftir honum og stóð þannig í hálfopnum dyr- unum, að konan ein gat sjeð hann. Guli maðurinn hjelt á stafnum sínum og bögli í hendinni. „Hemann er mjög snemma á fótum“, sagði madama Thenardier; „ætlið þjer að fara undir eins frá okkur?“ Hún sneri reikningn- um vandræðalega milli handa sjer, meðan hún sagði þetta, og setti naglaför á hann. Hræðslu- og efasemdasvipur var á harðlegu andliti hennar, sem sjaldan sást þar. Henni fanst það vera nokkuð örðugt að fá manni, sem leit út eins og flækingur, annan eins reikning. Ferðamað- urinn virtist vera hugsi og utan við sig. „Já, madama“, sagði hann, „nú er jeg að fara“. — „Herrann hefur þá ekki haft neinum störfum að gegna í Montfermeil ?“ — „Nei. Jeg átti einungis leið hjer um. Hvað skulda jeg mikið?“ Madama Thenardier rjetti honum þegjandi sam- anbrotinn reikninginn. Maðurinn fletti honum sundur og leit á hann, en hugur hans var Bersýnilega annarstaðar. „Gengur verslunin vel fyrir yður í Montfermeil, ma- dama?“ sagði hann. — „O, jæja, svona, herra“, sagði ma- dama Thenardier forviða á því, að enn skyldi engin reki- stefna verða. Hún hjelt áfram í volandi og aumingjaleg- um málrómi: „Þetta eru örðugir tímar, herra, og fáir efn- aðir menn í hjeraðinu, eintómir fátæklingar. Ef hjer kæmu ekki við og við rausnarlegir ferðamenn, eins og herrann, mundum við ekki komast af. Útgjöldin eru svo mikil. Telpan t. d. er alveg að gera okkur öreiga. — „Hvaða telpa?“ — „Telpan þarna hún Cosetta, lævirkinn, sem fólk nefnir svo“. — „Einmitt það“, svaraði maður- inn. — „Hvað þetta sveitafólk getur verið vitlaust með þessi auknefni“, bætti hún við; „hún er þó miklu líkari leðurblöku en lævirkja. Lítið þjer á, herra, við biðjum ekki um ölmusu, en við höfum heldur ekki efni á að gefa ölmusur. Tekjurnar eru litlar og útgjöldin mikil. Það er atvinnuskattur og dyra- og gluggaskattur og margir aðrir skattar og útgjöld, þjer vitið, að stjórnin heimtar nræðilega mikið fje. Og svo hefi jeg dæturnar mínar. Jeg ætti ekki að þurfa að kosta annara manna börn“. — „En að þjer væruð nú losaðar við hana?“ sagði maðurinn og reyndi að gera málróminn tómlátlegan, en hann gat þó ekki gert að því, að hann var dálítið skj álfraddaður. —• „Við hverja? Við Cosettu?“ — „Já“. Rautt, hörkulegt andlit hennar glampaði af fögnuði, svo að það varð enn andstyggilegra. „Ó, herra, góði hema, takið þjer hana, haldið þjer henni; farið þjer með hana með yður, hvert sem þjer farið, gefið henni sælgæti, kappalið þjer hana, etið þjer hana, og heilög María og allir englar í Paradís blessi yður!“ — „Jæja, það er þá útrætt mál“. — „Er það satt? Þjer ætlið að fara með hana?“ — „Já“. — „Undir eins?“ — „Tafarlaust. Kallið þjer á hana“. — „Cosetta!“ kallaði madama Thenardier. — „En nú ætla jeg að borga reikninginn minn. Hvað er það mikið ?“ Hann leit á reikn- inginn og gat ekki leynt furðu sinni. „Tuttugu og þrír frankar!“ Hann leit framan í veitingakonuna og endur- tók: „Tuttugu og þrír frankar!“ En nú hafði madama Thenardier fengið tíma til þess að búa sig undir að taka við áfellinu. Hún svaraði örugg: „Já, herra, tuttugu og þrír frankar“. Gesturinn lagði fimm fimmfrankapeninga á borðið. „Farið þjer og sækið telpuna“, sagði hann. I sama bili kom Thenardier inn í stofuna og sagði: „Herr- ann skuldar ekki meira en tuttugu og sex súur“. — „Tutt-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.