Lögrétta


Lögrétta - 10.08.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 10.08.1926, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Alþýðuskólinn á Hvítárbakka. Skólinn er settur fyrsta vetrardag og starfar til sumarmála. — Námsgreinar eru þessar: Islenska, danska, enska, tölvísi, Islandsaga, mannkynssaga, fjelagsfræði, landafræði, náttúrusaga, eðlisfræði, sið- fræði, söngur, leikfimi og hannyrðir. Þýska er kend og bókhald þeim er óska. — Heimavist er í skólanum og kostaði fæði og þjónustu síðastl. vetur kr. 1,70 á dag fyrir pilta og kr. 1,33 fyrir stúlkur. Skólagjald var kr. 75,00. — Fá nemendur fyrir það kenslu, húsnæði, ljós og hita. Var þá allur beinn kostnaður pilta til jafnaðar kr. 384,00 og stúlkna kr. 317,00 (bækur eru þó eigi reiknaðar með). Nemendur þurfa að leggja sjer rúmfatnað (rúmum fylgir dýna og heykoddi), handklæði, mundlaugar, sápu, skóáburð, skóbursta, fata- bursta og því um líkt. Eldri nemendur og nýnemar sendi umsóknir sínar um vist í skólanum næsta vetur fyrir 1. okt. n. k. Má senda þær undirrituðum eða Andrjesi Eyjólfssyni í Síðumúla (símleiðis). Hvítárbakka, 15. júlí 1926. G. A. Sveinsson. Au^lýsing Jörðin Hrafnabjörg í Lokinhamradál í Arnarfirði, ásamt timburhúsi og peningshúsum í ágætu standi, er til sölu og ábúðar í næstu fardögum. Túnið er alt í ágætri rækt og girt með gaddavír. Htigangsbeit fyrir sauðpening er þar með afbrygðum og sjávarútvegs- jörð með þeim betri i Arnartirði. Kútiskbeita fyrir landi. Allar frekari upplýsingar hjá undirrituðum jarðeiganda eða sýslu- tnanni Oddi Gíslasyni ísafirði. Hrafnabjörgum 21. júní 1926. Ólafnr ö. Kristjáasson. Ólafur HJaltested. I. Samtengd eru sögu lands og þjóðar sólhörf ára, brigðlynd tímaskil; efra skýfok, innra kyngi glóðar, öfl, sem þreyta vona- og sorgaspil. pegar sól á suðurhveli lækkar, svífur norður grálynd vættafjöld, útsýn lokast, opnum leiðum fækkar, ekkert stoðar mannvits fáguð öld. Eilíf hringrás auðnu, vegs og nauða, ótal stefnur, fleiri kendir manns; má þó enginn milli lífs og dauða mæla spor, nje atlöguna hans; eins í sæng sem óbygðanna veldi augu snillings sjá ei handa skil; frestur eigi fæst á æfikveldi, förunautum þótt að sje í vil. II. Furða’ er ei þótt fylking riði, fyr en brestur sókn í liði; fjarri bygð og fram á miði, fyrir efldum veðragný einatt birtast atvik ný, föllnum verður fátt að liði fannbogans í skuggum, eldraun sú er ekki í búðargluggum. Andspænis við ys og glaumi, aldarfars í þungum straumi hrekst þar einn í hríðarflaumi hugviltur á banastig, öðrum gefur sjálfan sig; vill ei gálaus vakna af draumi, vitjun þín er nærri, viltir svo að verði úti færri. Vinur æsku, ljósbam lætur lifa í minnig þess, er grætur, heiðan dag, í húmi nætur hugnæmt starf sem erfir þjóð, örkin, hún var öðrum góð. Hjaltested var maður mætur, matti hugsjón dýra, aldavjel mun æðri fá að stýra. það má örfa ættarstrengi, Ólafur svo náttból fengi og til hinstu hvílu gengi hálendis í eyðidal; eitt sinn deyja ítur skal; þjer mun unna og þakka lengi þjóðin Isabygða, vorsins barn, og vinur lista og dygða. III. Oss fanst eins og landið á fullveldisdag nú fagnaði vori, en desember kvað við sitt dómaralag, með dauðann í spori. Vjer finnum æ betur hve fjöll eru þung með fjölgandi árum, en fær oss þó mestu, ef framtíðin ung er flakandi í sárum. Og skynjum þá betur hvað skarðar vom hag, er skeikar úr hófi; þótt skilji þar enginn sitt skólanáms fag að skilnaðar prófi. þ. J. ----0----- ísl. hestar í Danmörku. Lögr. er iskrifað: Til frjetta má það teljast að 8 ísl. hestar vora látn- ir hlaupa á brokkbrautinni á Ama- ger miðvikudaginn 28. júlí. Hest- amir vora þriggja ára að aldri. Sá hestur hjet Fritz er vann hlaupið 2500 metra á 6,07,9 mín. Það er km. á 2,23,4 mín og var hann þeirra langfljótastur. Hlaup- ið er óhæfilega langt fyrir ís- lenska hesta. — Mjer vitanlega er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir hestar hlaupa á veðbrautum í Danmörku. Vonandi hlaupa þeir oft í framtíðinni. Væri ekki ó- hugsandi að markaður opnaðist fyrir íslenska veðhlaupara, sem aldir eru upp af hestamannafje- laginu ,,Fákur“, þegar tímar líða. V. H. íslandssundið var háð hjer 8. þ. mán. Keppendur voru 7. Sundið er 500 stikur, og varð Erlingur Páls- son hlutskarpastur, 9 mín. 41,6 sek. Annar varð Jóhann Þorláks- son, 10 mín. 2 sek. Þriðju verð- laun hlutu Ingólfur Guðmundsson og Pjetur Árnason, 10 mín. 6 sek. Einnig var kept um svo nefnt sundþrautarmerki Iþróttasam- bandsins. Til þess að hljóta það, þarf að synda 1000 stikur á í mesta lagi hálftíma. Tvær stúlk- ur tóku þátt í sundinu, og hlutu báðar merkið. Einnig voru um leið sýndar ýmsar fleiri sundraunir, t. d. hvolft báti með þremur mönn- um í, og færðu þeir sig úr fötun- um og sýndu björgun hver á öðr- um. — Að lokum flutti iform. I.S.Í. Ben. G. Waage ræðu, og er hann sjálfur meðal kunnustu sund- manna hjer. Sund er góð og þörf íþrótt, sem menn ættu að iðka vel og meira en gert er, þó allmikill áhugi sje á henni. Notkun og meðferð sundskálanna, sem hjer hafa verið, er íþróttamönnum og bæjarmönnum í heild sinni þó tíl lítils sóma. Úr Vestmannaeyjum. — Blaðið Skeggi er nú farið að koma þar út aftur, og eru komin 7 tbl. 4. árg. Valdimar Hersir er ritstjóri. — Viggó Björnsson bankastjóri boðaði nýlega til fundar í Eyjum til þess að ræða um útgerðarmál, og var sjálfur málshefjandi, en siðan tóku ýmsir til máls Var rætt um, á hvern hátt væri helst ger- legt að draga úr hinum mikla kostnaði við útgerðina. Nefnd var kosin til þess að athuga málið: Viggó Björnsison, Gísli Johnsen, Jóh. Þ. Jósefsson alþm., Sigf. Scheving og Gísli Magnússon, en þeir fengu formennina Þorstein Jónsson og Valdimar Bjamason til að taka sæti í neíndinni. Gunnar Ervin Johnson er vafa- laust hæsti Islendingur, sem nú er á lífi. Hann er nú kominn fast að tvítugu. Hann er átta fet ensk á hæð eða 244 centimetrar. Hann er fæddur í Pipestone-bygð Mani- toba, Canada. Foreldrar hans eru Jóhannes Kristjánsson Johnson og Gunnlaug Gunnarsdóttir. Jóhann- es er fæddur á íslandi, en fluttist vestur um haf með foreldum sín- um 4 ára að aldri. Faðir Jóhann- esar hjet Kristján, en rnóðir hans Þórey, og voru ættuð úr Bárðar- dal. Gunnar hefur verið í sýninga- flokki (Cirkus) í 2 ár, og mun hafa verið ráðinn til 5 ára. Gunn- ar kvað vera skýr maður og mæla vel á íslenska tungu. Sndbl. Danskur stúdent kom hingað með Islandi nú síðast, ásamt unn- ustu sinni og einum vinnumanni. Ætlaði hann að reisa bú hjer ein- hversstaðar og fá land til ræktun- ar, og hugði að alt slíkt mundi ganga hjer mjög greiðlega, en hafði ekkert kynt sjer málavöxtu, nema eitthvað af dönskum blaða- greinum og einhverri fjölfræðibók. Hann hætti þó fljótlega við allar búskaparfyrirætlanir og mun fara utan aftur um hæl. — Hefur ver- ið allmikið rætt í dönskum blöð- um um búskaparmöguleika Dana hjer á landi og nokkur áhugi vaknað hjá þeim ýmsum, en oftast fyrirhyggju- og þekkingarlítill, eins og þetta dæmi sýnir, þó ekki eigi þeir beina sök á því, sem slík mál vekja. Annar danskur bóndi kom hingað einnig nýlega, og var hann ráðinn í vinnumensku austur í sveitir. Mun flestum þeim, sem upplýsinga hafa leitað um þessi mál, hafa verið ráðið til þess, að fara fyrst í vist til að kynnast landinu, áður en þeir færa sjálfir að reyna að reisa bú. Landakotskirkja. Það stendur nú til að kaþólskir menn reisi hjer veglega kirkju á Landakotstún- inu„ suður frá spítalanum. Var útboð á byggingunni og kom lægsta tilboðið, af fjóram, frá Jens Eyjólfssyni byggingarmeist- ara, tæpar 300 þús. kr. það hæsta var yfir 500 þús. kr. og það næst- lægsta yfir 400 þús. kr. Landskjálftar allmiklir hafa fundist öðru hvora í sumar á Reykjanesi. 8. þ. m. urðu þeir hvað mestir og vora taldir um 40 kippir þann dag. Dr. theol. Michael Neiendam, isem kom hingað í vor á vegum guðfræðisdeildar háskólans, hefur nýlega skrifað grein um ferð sína í blað dansk-íslenska Kirkjusam- vinnufjelagsins, Lætur hann mjög vel af viðtökunum, og þykir svo sem Reykvíkingar sjeu áhuga- menn um kristnihald og lærdóms- mál. Segir hann ýmislegt frá kirkju- og fræðilífi hjer. Þykir honum, sem Reykjavíkurprestarn- ir sjeu mjög störfum hlaðnir; seg- ir t. d. að í Danmörku muni eng- inn prestur, nema máske Fenger prófastur, — sem er einhver helsti og vinsælasti kennimaður Dana — eiga jafn annríkt í em- bætti sínu og Bjami Jónsson dóm- kirkjuprestur. Sextugsafmæli átti Vilh. Knud- sen verslunarfulltrúi 5. þ. m. Er hann vel kunnur verslunarmönn- um víða um land, hefur verið verslunarfulltrúi hjer í Reykja- vík undanfarin ár, en var áður lengstum á Akureyri. Var hann þá m. a. einn aðalstarfskraftur Leikfjelagsins þar. Hann hefur einnig starfað mikið í Góðtempl- arareglunni og í Sálarrannsóknar- fjelaginu og verið þar áhugamikill og vinsæll maður. Gjalddagi Lögrjettu var 1. júlí. Kaupendurnir eru vinsamlega mintir á að senda borgunina, ekki síst þeir, sem skulda fyrir meira en eitt ár. ódýrast og um- fangsminst er nú að senda borg- un með póstávísunum. ----0---- Prentsm. Acta 1926. ugu og sex súur?“ sagði konan. — „Tuttugu súur fyrir herbergið", sagði Thenardier kuldalega, „og sex fyrir kvöldverðinn. En um telpuna er það að segja, að jeg verð að tala lítilsháttar við herrann. Lofaðji okkur að vera ein- um, kona“. Madama Thenardier var eins og þrumu lostin af hinni óvætntu eldingu frá yfirburða gáfum. Han fann, að nú kom hinn mikli leikari fram á sjónarsviðið, sagði ekkert og fór út.Jafnskjótt og þeir voru orðnir tveir ein- ir bauð Thenardier gestinum stól, en stóð sjálfur og á andlit hans kom einkennilegur meinleysis- og einfeldnings- svipur. „Hlustið þjer á, herra“, mælti hann, „jeg ætla ein- ungis að láta yður vita það, að mjer þykir vænt um þetta barn“. Gesturinn horfði fast á hann. „Hvaða barn?“ — „Það er undarlegt, hvað manni getur farið að þykja vænt um svona bam. Hversvegna eru allir þessir peningar þarna? Takið þjer peningana yðar aftur, herra. Jeg elska þetta bam“. — „Hvaða barn?“ — „Vitanlega hana Cos- ettu litlu! Og þjer ætlið að taka hana frá okkur? Jæja, jeg segi yður það hreinskilnislega, að það er eins víst og að þjer eruð heiðarlegur maður, að jeg get ekki gefið samþykki mitt til þess. Jeg mundi sakna barnsins. Jeg hefi horft á hana vaxa upp frá því að hún var örlítil. Reyndar kostar hún okkur mikið fje, og reyndar hefir hún sína galla, og reyndar erum við ekki rík og jeg varð einu sinni að borga yfir fjogur hundruð franka fyrir lyf handa henni þegar hún var veik. En það er líka rjett að gera eitthvað í guðsþakkarskyni. Hún á hvorki föður nje móður; jeg hefi alið hana upp. Geti jeg fætt sjálfan mig, get jeg vonandi fætt hana líka. I stuttu máli, jeg get ekki skilið við þetta bam. Þjer skiljið það, að manni getur far- ið að þykja vænt um svona anga; þetta er heimska, en jeg hugsa ekki um það, fyrst mjer þykir á annað borð vænt um telpuna. Konan mín er uppstökk, en henni þykir líka mjög vænt um hana. Við lítum á hana sem okkar eig- ið bam. Jeg get ekki verið án hjals hennar í húsinu“. Gesturinn horfði alt af fast framan í hann. Hann hjelt áfram: „Afsakið þjer, fyrirgefið þjer, herra, en það er ekki hægt að selja barn sitt í hendur hverjum sem hafa vill. Er það ekki satt, hefi jeg ekki rjett fyrir mjer? Jeg kannast við það, að þjer virðist vera heiðarlegur maður og að þetta geti ef til vill orðið barninu til gæfu, en jeg verð þó að fá einhver nánari deili á þessu, finst yður ekki ? En þó að svo væri, að jeg ljeti það á móti mjer að láta yður fá hana, þá vildi jeg þó fá að vita, hvað af henni yrði, jeg vildi ekki missa sjónar af henni, jeg vildi vita, hjá hverjum hún væri, svo að jeg gæti sjeð hana einstöku sinnum, og hún gæti fengið að vita, að fóstri hennar góð- ur vakir yfir henni. Það er þó ýmislegt til, sem ekki má eiga sjer stað; jeg veit ekki einu sinni hvað þjer heitið. Tækjuð þjer hana með yður, mundi jeg alt af segja: Hvað er orðið af lævirkjanum okkar? Jeg verð þó að minsta kosti að fá að sjá einhver skilríki, vegabrjef eða þessháttar, finst yður ekki?“ Gesturinn svaraði, án þess að hætta að horfa fast framan í hann, með alvarlegri og ákveðinni röddu: „Herra Thenardier, það fer enginn með vegabrjef með sjer, þó að hann fari hálfa þriðju mílu frá París. Ef jeg tek Cosettu með mjer, þá tek jeg hana, og þá er útrætt um það mál. Þjer fáið ekki að vita hvar jeg eigi heima, ekki að vita hvað jeg heiti. Þjer fáið ekki að vita, hvar hún á að dvelja, og jeg ætla að sjá um, að hún sjái yður aldrei framar á æfinni. Jeg slít böndin, sem þjer tjóðrið hana með, og hún fer leiðar sinnar. Eruð þjer ánægður með það? Já eða nei?“ Thenardier skildi, að hann átti við sjer meiri mann að etja. Honum varð það eins og opinberan; hann skildi það tafarlust af meðfæddri skarp- ííkygni sinni. Liðlangt kvöldið áður hafði hann, jafnframt því sem hann drakk með ökumönnunum, reykti tóbak og söng klámvísur, athugað gestinn, setið um hann eins og köttur og rannsakað hann eins og stærðfræðingur. Mað- urinn í gula frakkanum hafði ekki deplað svo augunum, ekki hreyft sig án þess að Thenardier hefði tekið eftir því. Hann hafði fengið tfeður af áhuga gestsins fyrir Co9- ettu, áður en hann hafði látið hann greinilega í ljósi. Hann hafði tekið eftir því að hann leit hvað eftir annað fast á Cosettu. Hvaðan stafaði þessi áhugi? Hver var þessi mað- ur? Hversvegna var hann í svona vondum fötum, þó að hann væri hlaðinn af peningum? Hann gat ekki svarað þessum spurningum og honum gramdist það. Hann hafði brotið heilann um þær alla nóttina. Gesturinn gat ekki verið faðir Cosettu.Var það ef til vill afi hennar?En hvers- vegna hafði hann þá ekki gefið sig tafarlaust fram? Hafi menn rjett á einhverju, eru þeir vanir að beita honum. Þessi maður hafði bersýnilega engan rjett á Cosettu. En hvemig var þessu varið? Thenardier sökti sjer niður í getgátur; hann hafði veður af öllu, en sá ekkert. En hann þóttist þó að minsta kosti mega vera viss um það, þegar hann hóf samræðuna við manninn, að eitthvert leyndar- rnál væri hjer að baki, og að manninum riði á að láta ekki þekkja sig. En þegar maðurinn svaraði skýrt og ákveðið, þegar hann fann að þessi dularfulli maður fór ekkert í launkofa með það að hann vildi ekki láta þekkja sig, fann hann að hann mátti sín einskis. Hann var ekki við þessu búinn. Getgátur hans hrundu ofan, hann hugsaði sig um, og hann hafði komist að niðurstöðu eftir augnabliks um- hugsun. Theðardier var svo greindur, að hann gat sjeð all- ar ástæður í einu vetfangi. Hann skildi, að nú var mest um það vert, að fylgja vel eftir. Hann fór að eins og miklir herforingjar á úrslitastund, sem þeir einir átta sig á, hann ljet skeytastöðvar sínar koma fram úr fylgsnun- um. „Jeg verð að fá fimtán hundruð franka, herra“, sagði hann. Gesturinn tók gamla vasabók úr svörtu leðri upp úr brjóstvasa sínum, tók þrjá bankaseðla úr henni og lagði þá á borðið. Þá lagði hann þumalfingur sinn ofan á þá og sagði: „Kallið þjer á Cosettu“. Hvað var Cosetta að gera, meðan á þessu stóð? Únd- ir eins og hún vaknaði, hljóp hún til þess að gá að trje- skónum sínum og fann gullpeninginn. Hún var alveg utan við sig af gleði. Hún vissi ekki, hvað gullpeningur var, hún hafði aldrei sjeð neinn, hún flýtti sjer að fela hann í vasanum, eins og hún hefði stolið honum, en hún hafði hugboð um að þetta væri gott; hún rendi grun í hvað-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.