Lögrétta


Lögrétta - 17.08.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 17.08.1926, Blaðsíða 1
Iimheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 1 Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjór> Þorsteinn Oísiason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Rejkjavík, þriðjudaginn 17. ágúst 1926. 34. tbl. Um víða veröld. Bernhard Shaw. írski rithöfundurinn George Bernhard Shaw er nýlega orðinn sjötugur. Hann er heimsfrægur maður og mikið umtalaður. Marg- ir telja hann helsta háðrithöfund sem nú er uppi. Hann er þektari flestum eða öllum enskumælandi höfundum utan Englands. En þó Bretar sjálfir hafi á honum mikl- ar mætur telja þeir hann þó ekki helsita skáld sitt nú, þó oft sje svo gert erlendis. Það er mjög augljós og eftirtektarverður mun-- ur á þjóðlegu og alþjóðlegu áliti, sagði enska blaðið Observer í af- mælisgrein um Shaw. Fremstur bretska rithöfunda, segir þar, er Thomas Hardy. Um næstu tvö sætin má deila. En þegar hugsað er til manna eins og Barrie, Ben- nett, Kiplings, Moore’s og Wells, er það ekki einu sinni víst, að Shaw verði talin sá fjórði í röð- inni. En hvað sem um það er, segir Observer, er það víst, að Shaw er víðtækasti og mesti al- þjóðlegi kraftur breskra bók- menta, síðan Byron leið, því þeir voru báðir þjóðfjelagsleg og bókmentaleg stórveldi í senn. Shaw hefir skrifað ósköpin öll, sögur, leikrit og blaðagreinar unn vörpum um ýms mál, einkum þjóð- fjelagsmál og listir. 1 Reykjavík hafa verið leiknir eftir hann tveir leikir: Enginn getur giskað á, og Candida. Meðal helstu rita hans eru annars Plays, Pleasant and Un- plesant, Plays for Puritans, Man and Superman og leikur um mær- ina frá Orleans. Af ritgerðasöfn- um hans má nefna Fabian Essays, The Quientessence of Ibsenism, Commonsence about the war o. fl. Þó Shaw hafi hallast að jafn- aðarstefnunni, eða Fabianfjelag- inu bretska, hefir hann þó vegið allmjög á báðar hendur í þjóðfje- lags- og stjómmálum, og dregið óspart dár að ýmsum flokkum. — Hann hefir einusinni sjálfur sagt svo, að hann væri hirðfífl auð- valdsins í Englandi, og í írsku deil- unum komst hann einusinni svo að orði, að eftir að hafa hlotið mikið hrós og þakklæti Ulstermanna fyr ir að sanna það, að Sinnfeinar væru fífl, ætlaði hann nú að vinna til hróss og þakklætis hjá Sinn- feinum með því að sýna fram á það, að Ulstermann væru asnar. Þó Shaw hafi þannig oft jag- ast og deilt á báða bóga og verið skammaður af flokkunum á víxl og oft tekinn meira í gamni en al- vöru, er það þó viðurkent að hann hafi verið merkilegur maður og mikið gert til þess að efla heil- brigða og hleypidómalausa hugs- un. — Á sjötugs afmælinu spurði bretskur blaðamaður hann m. a., hvað honum virtist um unga fólk- ið nú á dögum: Það þykir kann- ske óviðkunnanlegt, sagði Shaw, að tala mikið um sjálfan sig eða sína líka, en jeg held nú samt, að við unga fólkið sjeum alls ekki eins afleitt og af er látið. Síðustu fregnir. Spánverjar og ítalir hafa gert með sjer samning, eins og fyr er frá sagt, og er mikið um hann rætt og talið svo, að hann sje til þe'ss gerður, að hamla viðgangi Frakka við Miðjarðarhafið. Telja Bretar geta stafað af þessu ófrið- arhættu. Vafasamt er það sagt, hvort Þjóðverjar sendi fulltrúa á næsta fund þjóðabandalagsins, — nema fullvíst sje fyrirfram, að þeir einir fái viðbótarsæti þar, en Spánverjar og' Pólverjar hafa ver- ið þar á móti. — Nokkrar viðsjár eru á Balkanskaga, milli Grikkja, Jugoslava og Rúmena annarsveg- ar og Búlgara hinsvegar, og hafa hinir síðast nefndu dregið her sam an á landamærunum. — Meðal bretsku verkfallsmannanna fara fjárhagsörðugleikarnir vaxandi og er sagt, að Cook, einn helsti leið- togi þeirra, hvetji nú til sátta. — Frá Rússlandi berast ýmsar fregn- ir um óeirðir og byltingar, en ekki verður sjeð ennþá hvað hæft er í þeim, en nokkrar viðsjár virðast þó vera í landinu. Þjóðverjar hafa sent utanríkis- stjórninni kvörtun út af því, að varðskipið Þór hafi skotið fyrir- varalaust aðvörunarskoti á þýskan botnvörpung, sem Þór var að elta við ólöglegar veiðar. ----o---- „Danskt kirkjulíf". Það sjer á að frændþjóðir vor- ar eru stærri og meiri oss, til hvers sem augum er rent í lífi þeirra. Að líkindum ber þess samt ekkert eins glögt vitni sem kristniMf þeirra og kirkjustarf- semi öll. Eigi er því eingöngu svo varið, að þær eiga margar fornar og veglegar kirkjur, isem standa svo af sjer straum ald- anna, sem steinar árstrengi, og eru sannnefnd Guðshús, en vjer höfum aðeins ráð hrörlegra, eyði- legra timburhjalla og örsmárra og oft óvistlegra steinkumbalda, er vjer kirkjur köllum. Ekki er um það að fást heldur, þótt þær sjái sóma sinn í, og hafi vit á, að launa svo presta sína, að þeir geti helgað sig starfi sínu, en þurfi ekki að vera, að hálfu hjá mammóni, og að hálfu gegna er- indi Krists, eins og tíðkast hjer á landi. Lítil furða líka, að þótt hjer sjeu aðeins frjóangar að kri stilegum ungmennaf jelagsskap, stendur stofn hans þar í blóma og teygir laufríkar greinar um alt ríkið. Eins hitt, að þótt fáir þekki trúboð hjer nema að nafni, þá er það rekið þar af áhuga og með mikilli fómarlund, til blessunar utanlands og innan. Enn dafnast þar kristileg og kirkjuleg Mknar- og hjálparstarfsemi, sem enga dreymir um hjer. Óvíst er nú satt að segja, að vjer sjeum það fátækari og fá- mennari en frændur vorir, að vjer gætum ekki að einhverju leyti fetað í fótspor þeirra, í því sem jeg nú hefi nefnt, ef vjer vild- um. Ef vjer ljetum oss ekki að mestu nægja það að bera kristið nafn. Eitt kynni að koma flatt upp á suma, veittu þeir því athygM. Oft ber það í tal, hve bókelskir vjer Islendingar sjeum og fúsir til ritstarfa. Er það mál manna að bæði sjeu hjer prentaðar fleiri bækur en með nokkurri annari þjóð, er tekið er tilUt til fólks- fjölda, og engir lesi jafnmikið sem vjer. Þetta á víst við rök að styðjast. En — því stingur það meira í stúf, er augu manna opnast fyrir því, að þrátt fyrir allar blaða- og bókaútgáf- ur, og allan lesturinn, þá er það hreinasta undantekning, að nokk- umtíma sjáist nú ný, kristileg aða kirkjuleg bók, sem jafnt hæfir klerkum sem leikmönnum, rituð á tungu vorri. Og lítt er nú orðið úr lestri gamalla guðsorðabóka. Eigi skal reynt að skýra, hvað þessu muni valda, heldur aðeins bent á, að vart má það vansalaust heita, og ómetinn er sá skaði er af því hlýst, að vjer skulum ekki eiga að minsta kosti eitt dágott kristilegt vikublað, í Mku sniði og „Nýtt kirkjublað“ var áður, — blað, sem eingöngu ræðir kristi- og kirkjuleg efni og mál, — þó ekki frá einu sjónarmiði, heldur frá ýmsum hliðum. Enginn vafi leikur á því, að vjer höfum ólíkt betri efni á að halda úti og styðja slíkt blað eða tímarit, en gera það ekki. Hitt líka mála sannast, að vjer eigum yfrið nóga menn, sem færir eru um að rita í það og gera það prýðilega úr garði, bæði að því er form og efni snertir. Það er einvörðungu blindur vaninn og helsljó deyfðin, sem veldur því, að ekki er hafist handa í þessu máli, og mönnum finst þeir vel geta án þess verið. En reka verður að því, að slíku málgagni sje hleypt af stokkun- um. Frændþjóðir vorar skilja ólíkt betur þýðing kristilegra bók- menta en vjer. Þær gefa út mörg kristileg blöð, sem bæði ná til kvenna og karla, ungra og gam- alla. Fleiri en eitt guðfræðinga- timarit koma út mánaðarlega. — Allskonar guðsorðabækur eru prentaðar svo hundruðum og jafn vel þúsundum skiftir. Og þó sum- ar sjeu ljettmeti eru aðrar gull- vægar og eru fjöldanum til upp- byggingar og ófáum lykill að líf- inu og leiðarvísir til Guðsríkis. Jeg vildi rjett minnast hjer á eina slíka bók, sem margir ís- lendingar græddu á að kynna sjer, og mætti vera einhverjum ötul- um kirkjumanni hvöt til að safna til Mks ritverks hjer á landi. Bók- in heitir:'„Dansk Kirkeliv, medens Tidene skifter“, og er ritstjóri hennar Johs. Nordentoft prófast- ur, prestur við Garnisons-kirkj- una í Höfn, en gefin er hún út af bókhlöðu Gads. — Rit- þetta kom í fyrsta sinn út í ad- ventu 1924 og aftur í adventu 1925, og er ætlunin að svo hald- ist ár frá ári; en tilgangur og efni þess, er það, isem nú skal greina: Tilætlun Nordentofts pró- fasts er, að gefa þjóð sinni með bókinni yfirlit yfir kirkjulíf hvers árs, þannig, að menn geti glögg- lega greint helstu andlegu straum- ana og áttað sig á aðaláhugamál- um kristilegra starfsmanna, hvort heldur klerka eða leikmanna. — Þessu takmarki hygst hann að ná með því, að fá völrustu menn af öllum trúmálastefnum í landinu, til að rita greinar í bókina um helstu hugðarefni sín, og kirkj- unnar um leið. Er það svipað og vakti fyrir stjóm Stúdentafjelags Reykjavíkur, er hún boðaði til „trúmálavikunnar" hjer um árið. Og Nordentoft prófasti hefir tek- ist þetta mætavel tvö undanfarin ár. Bæði heftin af „Dansk Kirke- liv“, sem út eru komin, eru prýði- leg að búningi og efni. Þótt hið fyrra sje aðeins 156 bls. í stóru kvartbroti, en hið síðara 237 bls., geyma þau í einu mikinn fróðleik og isýna mönnum, ef svo mætti að orði kveða, inn í hug og hjarta dönsku kirkjunnar: Vekja til um- hugsunar um vandamál, veita svör við sumum gátum, hvetja til starfs í víngarði Drottins. Jeg get því óhikað hvatt menn, og þá ekki síst presta, til að afla sjer þessa rits og lesa það. Á kápu bókarinnar, sem út kom 1924, sjest nokkur hluti gömlu, virðulegu dómkirkjunnar í Haderslev, sem ásamt Hróars- keldu og Vjeborgar-dómkirkju er einna mest og fegurst kirkja í Danmörku. — Lesmálið hefst með kvæði um dönsku kirkjuna eftir landa vom Þórð Tómasson prest í Vemmeltofte. Þá er grein um merking og mikilvægi kirkjuárs- ins eftir Henry Ussing, stiftpró- fast við Frúarkirkjuna, sem að líkindum er djúpskygnastur danskra prjedikara og um leið merkur rithöf. Telst trúboðssaga lans best allra slíkra bóka, er í letur hafa færðar verið á Norð- urlöndum. Harald Ostenfeld Sjá- landsbiskup, einn forvígismanna almenna kirkjuþingsins í Stokk- hólmi, góður maður, víðsýnn og friðsamur, ræðir um eining og margfeldni í lífi kirkjunnar og segir margt vel í stuttu máli. C. Skovgaard-Petersen, kunnur prjedikari og rithöfundur, sem m. a. hefur gefið út „Bók æskunnar“, og langa og merka ferðasögu frá landinu helga, tekur þarna rjett- mæti Þjóðkirkjunnar til meðferð- ar, og tekst það vel. Edvard Geis- mar prófessor, átrúnaðargoð stú- dentanna og ekki all-lítill trúar- heimspekingur, að nokkru mótað- ur af Sören Kirkegaard, á þar smá grein um kristindóminn og trúar- hugsjónir. Sýnir hann, að sagan hafi sannað, að kærleikshugsjón Krists er eina hugsjónin, sem get- ur sigrað heiminn — allar aðrar hugsjónir verða skipreka fyr eða síðar í einstaklings- og alþjóðar- lífinu. Hans Kock prestur, sem lengst af hefur verið formaður kristilega stúdentafjelagsins, og er áhugasamur og ótrauður foringi ungra mentamanna, ritar um óró- ann, sem nú á dögum grípur um sig í brjóstum flestra efnishyggju manna, þorstann eftir trú, þrá eftir nýrri, andlegri lífsskoðun. — Kemur þetta glegst í ljós hjá skáldum og rithöfundum allra landa. Koch heldur, eins og allar líkur benda til, að Kristur einn fái gefið mönnum frið í sál, og þetta sjeu vorboðar um nýjan gróður Guðs ríkis á jörð. Valdemar Ammundsen, fyrrum prófessor í kirkjusögu, og einhver glöggskygnasti og ágætasti and- ans maður Dana, sem varð bisk- up Suður-Jóta 1923, bendir á hvernig „Faðir vor“ felur í sjer aðalefni kenningar Krists, og hlýt- ur að minna hvern þann, sem það biður á það, að einn er faðir allra, Guð á himni, og að allir menn eru bræður og systur, sem eiga að bera hver annai's byrðar og vera eitt í kærleika. — Chr. Ludwigs, biskup í Álaborg, skýr- ir hið mikla og ágæta kvæði Grundvigs, „Nýjársmorgunn", er hann þá hafði ort hundrað árum áður, eða 1824. Er kvæðið tor- skilið, isvo þetta er þarfur lestur. — Olfert Ricard, prestur við Gamisonskirkjuna í Höfn, nafn- kunnastur prjedikari Dana nú og ágætastur danskra KFUMhnanna, gerir grein fyrir áhrifum Myn- sters biskups (þess, er „Hugleið- ingarnar“ reit, er þeir þýddu Þor- geir og Jónas), á kristindómsboð- un danskra kennimanna. Sjest, að hann hefur allra manna mest mót að danskt kirkjulíf frá því um miðja síðustu öld. H. M. Fenger prófastur, skrifta- faðir konungs og hirðprestur við Holmenskirkju, kempulegur karl og prestur flestra „betri borgara“ í Höfn, kennimaður góður, segir fjörlega frá fyrstu prestsskapar- árum sínum. Enn eru dánarminningar fjög- urra danskra kirkjumanna. Síðast snoturt lokakvæði, eftir Mads Ni- * elsen, sem er skáld hins kristi- lega sinnaða æskulýðs. Á kápu bókarinnar, sem kom út í haust sem leið, er mynd af hinni fornu og veglegu Hróars- keldu dómkirkju. Fyrst er svo gott kvæði um kirkjuna, eftir Mads Nielsen. Þá er góð grein eftir A. Fibiger um kirkjuárið. Fibiger er prestur við Elíaskirkj- una í Höfn, og nú, síðan að Carl Moe gjörðist aldurhníginn, og farið er að draga úr strangleik heímatrúboðsmanna, er Fibiger oddviti þeirra, og sá, er líklegast- ur er til að taka við formensk- unni af Moe. Þykir Fibiger snall prjedikari, ágætis maður í hví- vetna, og kann vel að halda á penna. Best bóka hans telst „Guðs lambið“, sem rituð er út af Píningarsögunni, og náð hefur mikilli útbreiðslu. Johs. Götzsche biskup í Vjebjörg- um, fer nokkrum orðum um hina nýju þýðing Gamla-Testamentis- ins, sem hann; og fleiri hafa í smíðum; færir hann rök að gagn- semi hennar og gildi. — Oscar Geismar, kjörprestur og fagur- fræðingur, lýsir stuttlega afstöðu danskra skálda til kirkjunnar nú á dögum. Er nú, ejns og kunnugt er, öldin önnur í þessu tilliti, en var á velmaktardögum Brandes- ar. Eru rithöfundarnir flestir nú á Canossaför, þótt þeir þá hygð- ust að rífa alla helgidóma niður að grunni. Carsten Petersen lýsir kirkju- lífinu í Suður-Jótlandi eftir sam- eininguna. F. L. östrup ræðir um kristindóm og friðarstefnu (paci- fisma). Ekki er jeg honum að fullu sammála; en margt er þar rjett athugað. Olfert Ricard gef- ur gott og greinilegt yfirlit yfir starfsemi og þróun dönsku kirkj- unnar síðasta aldarfjórðunginn eða frá því um aldamót. Er það næsta fróðleg grein. Carl Christ- ensen skýrir frá þýðingu Santals- trúboðsins, er þeir hófu Daninn Börresen og Norðmaðurinn Lars 0. Skrefsrud 1867. Er frægur á- hugi þeirra, atorka og fórnarlund. Prófessor J. Oskar Andersen kirkjusögufræðingur ritar langt mál og merkt um stefnuskrárrit Grundtvigs „Kirkens Gienmæle“, sem út kom 1825, og rjeði alda- hvörfum að nokkru í dönsku kirkjunni. Því þaðan af bygði Grundtvig alt á hinni „makalausu uppgötvun“ sinni, þ. e. á postul- legu trúarjátningunni, og er þetta rit því raunar fræ það, sem öll Grúndtvigsstefnan er upp af sprottin. Að vísu mun grein And- ersens prófessors hugþekkust og skiljanlegust dönskum lesendum, en þörf er hún þeim Islendingum, sem vilja kynna sjer sögu og skoð anir Grundtvigs-sinna. Merkastir eru þó lýðskólar þeirra. Hafa margar þjóðir af þeim lært sjer til menningarbóta. Og á síðustu árum kennir áhrifa þeirra hjer á landi, þar sem alþýðuskólar vorir eru. Að endingu eru minningargrein ar um þá sjera Carl Koch, er manna best hefur skýrt líkingar Jesú, Chr. V. V. Möller fyrv. bisk- up í Álaborg, og sjera A. Schank,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.