Lögrétta


Lögrétta - 17.08.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 17.08.1926, Blaðsíða 2
t LÖGRJETTA er var einn þeirra, er best hefur eflt kirkjumál Kaupmannahafnai-. Af því, sem hjer hefur sagt verið, ætla jeg, að marga mætti fýsa til að lesa bók þessa. Eins það, að þótt „Prestafj elagsritið“ sje í svipuðum stíl, þá væri þess síst vanþörf, að prestar og aðrir, sem áhuga hafa á kirkjumálum tækju höndum saman og hleyptu hjer kirkjublaði úr hlaði, og einnig kristilegu tímariti, er kæmi út mánaðarlega, og sem flestir legðu góða skerfi til. Orðin eru til alls fyrst, og það mundi óefað verða undirrót og til eflingar kristi- - og kirkjulegri starfsemi, sem oss bráðliggur á til bóta þjóðinni og til útbreiðslu kristindómsins meðal vor — þess kristindóms, sem sannast af verk- unum. Várkaldui'. ----0----- Hinn 17. desember s. 1. anaað- ist á Landakotsspítala Guðmund- ur ivarsson bóndi í Vorsabæjar- hjáieigu í Flóa. Fiuttur á spítal- ann nokkrum dögum iyr tii upp- skurðar við liírarmeini. Guðmundur heitinn var fæddui' í Vorsabæjarhjáleigu 20. febrúar 1878. Foreldrar hans, Ivar Guð- mundsson og Margrjet Einars- dóttir bjuggu þar. Bjó ívar á föð- urleifð sinni. Höfðu þeir feðgar búið þar hver fram af öðrum. Margrjet var ættuð af Álftanest. Guðmundur heitinn misti móð- ur sína starx er hann var á 1. ári, en faðir hans giftist aftur. Kristínu Magnúsdóttur frá Hólma- seli. Árið 1907 giftist Guðmundur heitinn Guðrúnu Elísabetu Magn- úsdóttur Friðrikssonar frá Sel- parti. Reistu þau bú í VaUarhjá- leigu og bjuggu þar til 1912, að þau fluttu að Vorsabæjarhjáleigu, og bjuggu þar síðan. Býr þar nú ekkjan með 7 börnum þeirra, hið elsta Guðmundur, 17 ára. Eitt barn höfðu þau mist. Þegar í æsku Guðmundar heit. komu fram hjá honum frábærir mannkostir að ýmsu leyti, sam fara dugnaði og hagsýni í dag- legum störfum. Strax búnaðist þeim hjónum vel, og blómgaðist hagur þeirra; þrátt fyrir tæpa heilsu þeirra beggja og nokkra ómegð. Var heimili þeirra orðið eitt hið best stæða í sveitinni, efnalega nú seinni árin. Annars var Guðmundur heitinn einn hinn grandvarasti og besti maður í allri framkomu, bæði heima og heiman. Hann var hinn mesti vilja- og vinnumaður, sí- feldlega reiðubúinn að gera öðr- um greiða, eða vera öðrum að vilja á einhvem hátt, hver sem í hlut átti, og hvemig sem á stóð fyrir honum. Að öðru leyti mjög fáskiftinn maður um ann- ara hag. Sjerlega orðvar og grand- var í umtali og framgöngu. 1 hreppsnefnd kom hann fram bæði sanngjamlega og þó með allri festu. Jafnan átti hann miklar hey- fimingar, og allmikinn fjenað, einn þann fallegasta og gagnlegasta í sveitinni. Til merkis um reglu- semi hans og afkomu má geta þess að er hann dó skuldaði hann hvergi neitt, sem er fátítt nú á dögum um menn sem hafa nokk- uð umleikis. Ef menn væru alment slíkir að skaplyndi og löghlýðni sinnár eig- in samvitsku sem Guðmundur heitinn ívarsson í Vorsabæjarhjá- leigu var, þá væri sannarlega betra að lifa á jörðu hjer, heldur en raun er á, og þyrfti minna af bókstafslögum. Að slíkum mönnum er mikil eftirsjá, er þeir deyja á besta aldri, jafnvel þó verkahringur þeima hafi lítið náð út fyrir heimilið og hreppinn. D. ----o---- Landmælingar hjer hafa fallið niður undanfarið og er mein að. Ilerforingjaráðið danska hafði lát- ið framkvæma þær, og síðast lagðíi ríkissjóður íslands einnig fram fje til þeirra. En á síðustu kortunum var mælikvarðanum þó breytt, enda voru kortin stór, svo að nokk urt ósamræmi varð milli þeirra og fyrri kortanna, og mun það hafa verið gert í spamaðarskyni og af þeim ástæðum mun það einnig hafa átt að heita, að verkið fjell niður. Er það þó skaði mikill, ef þetta verk legðist niður hálf unn- ið, eins vel og til þess var stofn- að, því enn er allmikið ómælt af bygðum og mest af óbygðum. En nú er sagt að Jón Þorláksson for- sætisráðherra sje að semja um það m. a. í utanför sinni, að þess- um mælingum verði haldið áfram. Tekst það væntanlega að ráða heppilega fram úr málinu. Sjötugsafmæli átti Bjöm í Graf arholti 14. þ. m. Hann er mörgum kunnur fyrir búskap sinn og rit- störf og hefii' verið forgöngumað- ur um ýms mál bænda í sínum sveitum. T. d. var hann einn að- al hvatamaður að stofnun Slátur- fjelags Suðurlands. Franskt rannsóknarskip, Pour- quoi pas, er nýkomið hingað frá Scoresbysund. Með því er einhver frægasti landkönnuður Frakka, Charcot, og sömuleiðis hinn þekti danski landkönnuður Einar Mikk- elsen. Innfluttar voru hingað til lands í síðasta mánuði vörur fyrir um 4 milj. 112 þús kr. Þar af til Reykjavíkur 1 milj. 656 þús. kr. Flensborgarskólinn. Þar voru s. I. skólaár, samkv. nýútkominni skýrslu, 63 nem. úr 10 sýslum og þremur kaupstöðum. Þar af nutu 23 heimavistar. Allur skólakostn- aður heimavistarmanna var kr. 61.75 á mánuði, og var það rúml. 5 kr. minna en árinu áður. Fontenay sendiherra og Pálmi Hannesson náttúrufræðngur hafa undanfarið verið á ferðalagi um öræfin vestur af Vatnajökli og gert þar ýmsar athuganir. Elín Stephensen landshöfðinigja frú varð sjötug 13. þ. m., og var henni þá haldið samsæti á Hótel Island. Fiskirannsóknir hafa verið fram kvæmdar hjer undanfarið af skip- inu Dana. Hefur Bjarni Sæmunds- son m. a. tekið þátt í þeim rann- sóknum. Annar af rannsóknar- mönnunum, meistari Tháning, hef- ir nýlega skýrt frá ýmsu, sem rannsóknirnar snertir. M. a. hef- ur hann vikið að því, sem oft er talað um hjer, að fiskur þverri á íslensku miðunum vegna aukins og ófyrirleitins veiðiskapar. Tel- ur hann að ekki sje mikil hætta á slíku, því viðkoma þorsksins sje afarmikil, en áraskifti sjeu að því hversu vel veiðist, og komi þar margt til greina, einkum breyti- leg lífsskilyrði, en tilgangur haf- rannsóknanna sje m. a. sá, að reyna að segja fyrir um það, hve- nær og hvar sje von á góðum aflaárum og leiðbeina um það, hvernig fiskigöngurnar yrðu hag- anlegast notaðar. Sjómerki á að reisa innan skams á þessum stöðum í Skaftaf ellssýslu: Á Kálf afells melum, þar sem er sæluhús fyrir skipbrotsmenn, og verður merkið lóðrjett, rauð stöng með kringl- óttri, rauðri plötu, sem á verður hvít rönd upp og ofan. Annað verður um 8 km. sunnan við Eld- vatnsós, ferstrend, rauð jámgrind með ferstrendri, rauðri toppplötu og lóðrjettum, hvítum röndum á. Hið þriðja verður um 4 km. fyrir austan Kúðaós, ferstrend jám- grind, rauð, með þríhyrndri topp- plötu, sem fest er þannig, að eitt hornið veit niður, og verður plat- an rauð með lárjettum, hvítum röndum. Þá verður og reist varða á hæsta kletti Alviðruhamra. A Hjörleifshöfða, Höttu og í Pjet- ursey hafa þríhyrningamælivörð- ur verið endurreistar. Keflavík seld. Hr. Elínmundur ólafs, kaupm. hjer í bænum, hef- ur keypt af íslandsbanka Kefla- víkureignina, sem Duus-verslun átti áður, síðan Matth. Þórðarson frá Móum, og svo Coplandsfjelag- ið, fyrir 300 þús. kr. Rússland og Island. — íslenska stjórnin hefur nýlega viðurkent bolsjevikastjómina rússnesku lög- lega stjórn, segja blaðafregnir. Er langt síðan Danmörk og önnur Norðurlönd gerðu þetta. Skúli y. Guðjónsson læknir hef- ur verið skipaður fastur aðstoðar- maður við heilsufræðisstofnun há- skólans í Kaupmannahöfn. Stúdentagarðsnefndin hefur sótt um það, að bæjarstjómin veiti ókeypis lóð undir garðinn uppi við Skólavörðu. Gistihús er verið að reisa í Fornahvammi í Norðurárdal, fyrir tilstyrk landssjóðs. Nokkrir botnvörpungar eru aft- ur að byrja veiðar. Ólafur Hjaltested. Kvæði Þor- steins Jónssonar, sem birtist í síðasta tbl. er ort rjett eftir dauða Ólafs á síðastliðnum vetri. Af vangá ritstjóra Lögr. hefur það ekki komið fram fyr en nú og er höf. beðinn velvirðingar á því. Lokadagur, skáldsaga Theódórs Friðrikssonar (Vals), sem út kom á síðastl. vori og lýsir sjómanna- lífi í Vestmannaeyjum, fæst í Bókav. Þorsteins Gíslasonar, Þingh.str. 1. Dánarfregn. Bændaöldungurinn Stefán Jóhannesson, fyrrum póst- ur, andaðist að heimili sínu, Skriðu í Breiðadal, 25. maí 1926. Hann var 78 ára gamll. Fæddur 19. sept. 1848. — Búskaparár hans voru 43. Þar af var hann fjögur ár póstur, milli Eskifjarð- ar og Akureyrar, og sýndi í þeirri stöðu bæði dugnað og áreiðanleik. Æfi sinni og kröftum varði hann fæðingarhjeraði sínu til uppbygg- ingar í öllum nytsömum framför- um, einkum í búnaði. Bjó lengst í Jórvík blómabúi, þrátt fyrir stóran bamahóp og mikla gest- risni. Hann var framúrskarandi roikill greiðamaður og hjálpvætt- ur, hverjum sem erfitt átti og honum gafst kostur á að rjetta Schannongs Monnmenforretn. 0. Farimagsgade 42, K.höfn. Stærsta og góðfrægasta leg- steinasmiðja á Norðurlöndum. Umhoðsmaður á tslandi. Snæbjörn Jónsson, Holtsg. 7B (simi l93t>), Keykjavík Óðinn. Ýmsir af eldri árgöng- um hans, svo sem 4.—9. árg. fást með miklum afslætti, allir 6 á kr. 10,00. Síðustu árg., frá 17.—21. árg., fá nýir og gamlir kaupendur einn- ig með miklum afslættþalls 5 á kr. 20,00. Allir árgangarnir frá upp- hafi, 21 árg., (inní vanta nokkur blöð af fyrsta árg. og fjölgar vantandi tölublö smátt og smátt) eru seldir á kr. 50,00. KENSLUBÆKUR Steingr. Arasonar: Landafræiði, Reikningsbók, Litla skrifbókin, Lesbók fyrir byrjendur og Sam- lestrarbókin nýja. Afgreiðsla hjá Sveinabókbandinu Laugaveg 17B Reykjavík. Nýj<«r nækur. Vesalingarnir, eítir V. Hugo, I. Fantina. Þýðing eftir Einar H. Kvaran og Ragnar E. Kvaran. Stórfengleg skáldsaga. Verð: kr. 5,00. Dægurilugur. Nokkrar gamanvís- ur, eftir Þorstein Gíslason. Verð: kr. 3,00, innb. kr. 5,00. Hugur og tunga, eftir dr. Alex- ander Jóhannesson. Fróðleg og skemtileg bók. Verð: kr. 6,00. Út úr ógöngiuium, eftir Guðmund Hannesson prófessor. Um núv. stjómarfyrirkomulag og bætur á því. Verð: kr. 2,00. — Þessar bækur eru nú isendar bóksölum og kaupfjelöigum úti um land. Bókaverslun ÞORSTEINS GÍSLASONAR Þingholtsstræti 1. hjálparhönd á einhvem hátt. Þar sýndi sig á hæsta stigi hin oft nefnda íslenska hjálpsemi, og gest- risni. Blaðið „Óðinn“ flutti fyrir fám árum aðaldrætti æfisögu hans. Síðustu árin dvaldi hann hjá börnum sínum, þá þrotinn að heilsu og kröftum. Kunnugur. Gjalddagi Lögrjettu var 1. júlí. Borgun er hægast að senda með póstávísun. Prentsm. Acta 1926. V. Hugo: VESALINGARNIR. an gjöfin hefði komið, en gleðin var blönduð hræðslu. Hún var glöð, en sjerstaklega forviða. Þessir dásamlegu og fallegu hlutir voru varla raunverulegir í hennar aug- um. Brúðan gerði hana hrædda, og guHpeningurinn gerði hana hrædda. Hún titraði fyrir þessum dásemdum. Gest- urinn var sá eini, sem ekki gerði hana hrædda, hann gerði hana einmitt rólegri. Alt frá því daginn áður hafði þessi litla bamssál verið að hugsa um þennan mann, sem sýnd- ist vera svo gamall og fátækur og raunamæddur, en var þó svo ríkur og góður. Alt var umbreytt fyrir henni, síð- an hún hitti manninn í skóginum. I fimm ár, með öðrum orðum eins lengi og hún mundi eftir sjer, hafði þetta vesalings barn verið nakið í köldum næðingi ógæfunnar, nú var eins og hún væiri alt í einu komin í föt. Hún var ekki lengur eins hrædd við madömuThenardier,henni fanst hún ekki lengur vera eins einmana, nú var einhver kom- inn, sem hirti um hana. Hún hafði flýtt sjer að ganga að daglegum morgunstörfum sínum. Gullpeningurinn, sem hún geymdi í sama svuntuvasanum, sem hún hafði mist fimtánsúupeninginn úr kvöldið áður, gerði hana annars hugar. Hún þorði ekki að snerta á honum, en hún gat staðið fimm mínútur í einu og horft á hann. Hún hætti við að sópa stigann, stóð hreyfingarlaus, gleymdi sópnum og öllu í veröldinni, alveg hugfangin af að horfa á þessa stjömu blika neðst í vasanum. Svona stóð á, þegar ma- dama Thenardier kom til hennar. Hún kom eftir skipun manns síns til þess að sækja hana. Það var alveg eins dæmi að hún skyldi ekki fá eitt einasta högg utan undir, ekki eitt einasta skammar yrði. „Komdu undir eins, Cos- etta“, sagði madaman nærri því blíðlega. Augnabliki síð- ar var Cosetta komin inn í veitingastofuna. Gesturinn tók pynkilinn, sem hann hafði með sjer, og opnaði hann. I honum var lítill ullarkjóll, svunta, bolur úr baðmullarefni, pils, hálsklútur, ullarsokkar og skór, alfatnaður á sjö ára gamla telpu, alt svart. „Taktu þetta, bamið mitt“, sagði maðurinn, „og flýttu þjer að klæða þig í það“. Dagur var kominn á loft þegar íbúar í Montfermeii sáu fátæklega búinn mann koma eftir götunni sem leiddi litla telpu í sorgarbúningi. Hún var með brúðu í fanginu. Þau gengu í áttina til Livry. Enginn þekti manninn, og margir voru þeir, sem ekki þektu Cosettu heldur, vegna þess að hún var ekki í tötrum lengur. Cosetta var að fara. Með hverjum? Hún vissi það ekki. Hvert? Hún vissi það ekki. Það eina, sem hún vissi, var það, að hún var að yfrgefa veitingahús; Thenardiers. En,ginn hafði munað eftir að kveðja hana, og hún hafði heldur ekki munað eftir að kveðja aðra. Hún fór hötuð úr húsinu og full af hatri.Hún gekk hægt og horfði til himins með stórum aug- um sínum. Hún hafði sett gullpeninginn í nýju svuntuna. Hún laut við og við niður og leit á hann og horfði síðan á manninn. Henni fanst eins og það væri guð, sem gengi við hlið sjer. Madama Thenardier hafði látið mann sinn ráða, eins og hún var vön. Hún bjóst við miklum árangri. Þegar mað- urinn og Cosetta voru farin, beið Thenardier rúman stund- arfjórðung, tók hana þá afsíðis; og sýndi henni fimtán hundruð frankana. „Er þetta alt og sumt!“ sagði hún. Þetta var í fyrsta skífti í hjúskap þeirra, að hún hafði dirfst að finna að við eiginmann sinn og herra. En það hafði mikil áhrif. „Þú hefur rjett að mæla“, sagði hann, „jeg hef hagað mjer eins og fífl. Rjettu mjer hattinn minn“. Hann braut bankaseðlana saman, stakk þeim í vas- ann og flýtti sjer út, en hann fór fyrst ranga leið og hjelt til hægri. Nokkurir nábúar, sem hann spurðist fyrir hjá, komu honum á rjetta leið; þeir höfðu sjeð lævirkjann og manninn halda í áttina til Livry. Hann fór eftir þessari bendingu og flýtti sjer eins og hann gat og talaði við sjálfan sig. „Þessi maður er bersýnilega miljónaeigandi, og jeg er fífl. Hann hefði látið mig fá fimtán þúsund ranka, ef jeg hefði farið fram á það. En jeg skal ná í hann. Og svo þessi böggull með fatnaði alveg tilbúinn handa stelpunni. Þetta er alt æði einkennilegt, eitthvert leyndarmál er hjer bak við, og það er ekki rjett að sleppa leyndarmáli, ef hægt er á annað borð að ná í það. Leyndar- mál ríks manns er eins og svampur þrunginn af gulli, það þarf ekki annars með en að hafa vit á að kreista hann“. Allar þessar hugsanir þyrluðust um huga hans. „Jeg er fífl“, sagði hann. Þegar komið er út fyrir Montfermiel og að bygðinni, þar sem Livryvegurinn hefst, sjest langt út á hásljettuna eftir honum. Þegar hann var kominn þang- að, hjelt hann að hann hlyti að koma bráðlega auga á gamla manninn og telpuna. Hann flýtti sjer eins og hann gat, en hann sá ekkert. Hann spurðist aftur fyrir. En hann hafði eytt tímanum. Menn, sem hann mætti, sögðu, að þau, sem hann væri að leita að, hefðu haldið inn í skóginn áleiðis til Gagny. Hann flýtti sjer í þá átt. Þau höfðu far- ið nokkuð á undan honum, en barn gengur hægt, og hann gekk hratt, og auk þess þekti hann hvern krók og kima í sveitinni. Alt í einu nam hann staðar og tók til höfuðs- ins eins og maður, sem hefir gleymt því, sem var mergur- inn málsins og er að því kominn að snúa við. „Jeg hefði átt að hafa byssuna mína með mjer!“ sagði hann við sjálfan sig. Þegar hann hafði hugsað sig um eitt augna- blik sagði hann: „Nei, þá vinst þeim tími til þess að kom- ast undan“. Hann gekk hratt áfram og nærri öruggur á svipinn og eins lymskulega og refur, sem hefur orðið var við akurhænsnahóp. Þegar hann var kominn fram hjá tjörnunum og hafði farið skáhalt yfir stóra rjóðrið hægra megin við Bellevuetrjágöngin komst hann að þessum trjá- göngum, en þau ná nærri því umhverfis hæðina og yfir vatnsleiðsluna gömlu í Chelles-ábótadæminu, og kom þá auga yfir runna einum á hatt, sem þegar hefur valdið margskonar getgátum. Þetta var hattur mannsins. Then- ardier áttaði sig þegar á því, að maðurinn og Cosetta sætu þarna. Telpan sást ekki, vegna þess að hún var svo lítil, en höfuðið á brúðunni sást. Thenardier fór í kringum runnann og gekk alt í einu fram fyrir þau, sem hann var að leita að. „Fyrirgefið þjer, afsakið þjer, herra“, sagði Thenardier lafmóður, „en hjema eru fimtán hundruð frankarnir yðar“. Hann rjetti ókunna manninum seðlana

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.