Lögrétta


Lögrétta - 21.09.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 21.09.1926, Blaðsíða 1
Innhsimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 1 Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritatjór* Þorsteinn Oíalason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. I Bejkjarik, þriöjudaginn 21. september 1926. 39. tbl. Um wíða veroMd. Mussolini, Tagore og Pirandello. Um íáa eða enga stjórnmála- menn er nú eins mikiö deilt eins og um Mussolini. Margir dást að honum, og margir tala illa um hann og stjórn hans. Sjálí' gerir ítalska stjórnin allmikið til þess að fá mæta menn til Jpess að kynn ast ástandinu í landinu, og reyn- ir, eins og gengur, að taka sjer til tekna sem mest af ummælum þeirra. Núna í sumar var t. d. indverska skáldið Tagore boðixm til Kómaborgar aí stjórninni, og tekið forkuimai’ vel. Eitt af leik- ritum hans var sýnt þar í einu leikhúsinu, og fyrirlestur flutti haxm 1 háskólanum, að viðstöddu öllu stórmenixi úr stjett ítalskra mentamanna, og alstaðar var mik ið úi' því gert, hversu vinveittur Tagore væri fascismanum. En Tagore sjálíur var ekki vel á- nægður með þetta og birti seinna grein um fascismann. Kom hún í Corrniere degli Italiani, sem er aðalblað þeirra Itala, sem andvíg- ir eru fascismanum, og er gefið út í París, því heima á Italíu er ekki heimilt að gefa út andstöðu- blöð gegn stjórninni. — I grein sinni segir Tagore m. a.: Mjer þykir sár óvirðing að því, að gerð sje tilraun til þess að gera mig að fylgismanni flokks, sem með verkum sínum hefur framkvæmt samfelda röð af samviskulausum glæpum. — Aðferðir og grund- vallarkenningar fascistastefnunn- ar snerta alt mannkynið. Það er fjarstæða að hugsa sjer, að jeg geti nokkru sinni stutt stefnu, sem vægðarlaust bæhr niður frelsi manna, til þess að láta í ljós skoðanir sínar, já, jafnvel gerir mönnum ómögulegt að hugsa frjálst, stefnu, sem á alla braut sína blóði roðna og fulla af glæp- um og lygum. .. Italska skáldið Pirandello, eitt- hvert helsta leikritaskáld nútím- ans, höfundur leikritsins: Sex persónur leita höfundar, sem hjer á að fara að leika, hefur einnig nýlega látið í ljósi skoðun sína á Mussolini. Segist hann vera harð- ánægður með stjórn hans og telja hann merkr.sta stjómmálamann mtíðar sinnar. Haim segist vera fascisti með lífi og sál, þó ekki komi það fram í leikritum sínum, enda álíti hann að skáldskap eigi aldrei að nota í beina þjónustu nokkurs stjórnmálaflokks. Vatnavirkjun. Áhuginn á notkun vatnsork- unnar til rafmagnsframleiðslu fer sífelt vaxandi um öll lönd. Þar sem þessi mál hafa einnig mikið verið á dagskrá hjer á landi á undanfömum árum, og vatnsorka er hjer mjög mikil, er fróðlegt að fylgjast nokkuð með í því, sem í málum þessum gerist erlendis. „Geological Survey“ í Bandaríkj unum gerði ráð fyrir því fyrir nokkrum árum, að öll vatnsorka heimsins, sem unt væri að virkja á hagkvæman hátt, mundi nema um 450 miljónum hestafla. Af þessu eru nú þegar virkjuð aðeins 35 milj. hestöfl. En það er til marks um, hversu ör hefur verið vöxturinn á þessu sviði, að af þessum 35 milj. hafa 12 milj. bætst við aðeins á síðustu 5 ár- um, eftir því sem „The Econo- mist“ segir frá. Af vatnsorku þeirri, sem nefnd var, eru 12,3 hestafla notuð til rafmagnsfram- leiðslu á meginlandi Evrópu, um 14 milj. hestafla í Bandaxíkjun- um og um 3,6 milj. í Kanada. Ýms lönd, sem sjálf hafa fátt vatnsfalla, kaupa rafmagn frá öðrum löndum, og jafnvel Norð- menn fá t. d. allmikið rafmagn frá Svíþjóð, og Sviss selur all- mikið til nágrannalandanna. Rafmagnsnotkun fer sífelt í vöxt. I Bretlandi hinu mikla hef- ur rafmagnsnotkunin næstum því tvöfaldast síðan 1919. En þar er rafmagnið að mestu leyti fram- leitt með gufuvjelum. Eru þar nú um 590 smáar rafmagnsstöðvar, en að því er unnið að safna þeim saman í um 60 stórar stöðvar og koma þeim fyrir í aðal kolahjer- uðunum, og hefui' fyr verið frá því sagt í Lögrjettu. — I Þýska- landi er notað mjög mikið raf- magn, og mest notuð til fx*am- leiðslunnar steinkol, en einnig að því unnið, að reyna að nota brún- kol, mó og vatnsafl. — I Italíu er unnið ákaft að því, að koma á vatnavirkjun, því þar fer iðnað- ur í vöxt, og kol eru lítil í land- inu. Síðastliðið ár voru t. d. stofn- aðar þar 55 nýjar aflstöðvar, og virkjuð vatnsorka er þar nú 3,2 milj. hestöfl. Nú er einnig veríð að reisa þar á einum stað mikla aflstöð, sem á að kosta um 400 milj. líra. 1 Sviss er mikil vatnsorka not- uð. Árið 1911 nam hún 19,4% af allri þeirri orku, sem svissneskur iðnaður notaði. En áríð 1923 var vatnsorkunotkunin orðin yfir- gnæfandi, eða um 85,9%. Um 1.75 milj. hestöfl eru virkjuð þar í landi. Svisslendingar stefna að því, að gera sig alveg óháða kola- innflutningi frá útlöndum, og gera ráð fyrir því, að þegar fullbygðar verði allar þær aflstöðvar, sem nú eru í smíðum, geti þeir komist af án kola og notað eingöngu rafmagn það, sem heimafyrir er framleitt, og jafnvel selt orku út úr landinu. I Noregi er talið að - virkjuð sjeu um 2 milj. hestöfl, en megi virkja 10 milj. í viðbót. — í Svíþjóð voru 1924 starfandi 852 rafmagnsstöðvar, sem framleiddu 1.4 milj. hestafla, að langmestu leyti með vatnsorku. I Bandaríkj unum er nú unnið að miklum og víðtækum áætlun- um um aukna vatnavirkjun. Vatns orkunotkunin hefur aukist um 9 milj. hestöfl frá því 1912. Er nú í ráði, að norðausturríkin fái vatnsoi'ku frá Kanada og suðurrík in frá aflstöðvum í vesturríkjun- um. En í Kanada er talið að til sjeu um 40 milj. hestöfl virkjan- legrar vatnsorku, en aðeins 10% af henni virkjuð. Á einu ári var bætt þar við virkjun 719 þús. hestafla, og mörg stórfyrirtæki á þessu sviði er nú verið að undir- búa í Ameríku, segir Udenrigs- ministeriets Tidskrift. Til samanburðar við það, sem hjer hefur verið sagt um vatns- orku erlendis má geta þess, að samkvæmt áætlun Jóns Þorláks- sonar, nú forsætisráðherra, sem rannsakað hefur þessi efni hjer á landi, eru hjer í vatnsföllum 4 milj. árshestorka. I fimm helstu ám landsins er orkan talin þessi: Þjórsá 940 þús. hö. ölfusá 600 þús. hö., Laxá í Þingeyjarsýslu 90 þús. hö., Jökulsá á Fjöllum 510 þús. hö. og Skjálfandafljót 200 þús. hö. Árið 1918 voru virkjuð 374 hö, í 9 orkuverum. Þegar raf- magnsnotkun ýmsra landa er bor- in saman sjest þó að ísland stend- ur samt ekki verst að vígi. 1924 var notkunin á Islandi 80 kw. á mann, en árinu áður var hún í Danmörku 60, í Hollandi 91, í Tjekkoslovakiu 21, í Belgíu 66, en síðan þaðan af meira í fossa- löndunum, t. d. 495 í Noregi og 520 í Sviss. Siðustu fregnir. I i'áð þjóðabandalagsins hafa nýlega verið kosin þessi ríki: Pólland, Tjekkósvovakía, Rúm- enía, Belgía Holland, Kína, Col- umbía, Chile og Salvador, Sví- þjóð, sem áður var í því, baðst undan enduskosningu. Bi'iand og Stresemann hafa ný- lega átt langt tal saman um við- skifti Frakka og Þjóðverja og fór vel á með þeim. Á Ítalíu fara vaxandi æsingar gegn Frökkum. Frakkar hafa sent her til landamæranna og virðist þá nokkuð hafa hægst um. ítalir og Rúmenar hafa gert með sjer vináttusamning. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram á Spáni um einræði Rivera og varð meirihluti henni fylgjandi, en talið svo, að kosn- ingunum hafi verið þannig fyrir komið að ómögulegt var að greiða atkvæði gegn stjói’ninni. Þriðj- ungur atkvæðisbærra manna kaus. ---------------o----- Búnaðarfjelagið er svo mikill og merkilegur liður í ísl. þjóð- lífi, eða þeim þætti þess, sem bú- skapur og sveitalíf er, að sjálf- sagt er, að fylgjast sem best með í öllum störfum þess. Er það hvorttveggja, að mikill hluti bænda er á einhvern hátt bundinn í f j elagsskapinn, og svo það,að hon um er fengið til umráða mikið op- inbert fje, og hann setur að mörgu leyti svip sinn á búnaðarfram- kvæmdir landsmanna. Lögr. hefur áður sagt frá í samhengi helstu atriðunum í árlegum störfum fje- lagsins, og gagnrýnt þau nokkuð. En skýrslugerð ýms gengur þar erfiðlega og seint, eins og víðast annarsstaðar hjer á landi, svo að t. d. skýrslumar fyrir árið 1925 eru komnar fyrir skömmu. Era þær að vanda fróðlegar á ýmsan hátt, en hins vegar að sumu leyti svo langar og flóknar, að öllum al- menningi, sem áhuga hefur á því að fylgjast með í þessum efnum, er gagnlegra að fá samandregið yfirlit helstu atriðanna. Fjárfar fjelagsins hefur verið þannig á skýrsluárinu 1925, að tekjumar voru samtals liðlega 237 þús. kr. Af þessu nemur ríkissjóðstillagið mestu, 176 þús. kr. Ennfremur vonx eftirstöðvar frá fyrra ári tæplega 20 þús. kr., innkomið fyrir eignir frá fyrra ári var 26x/2 þús. kr. Af öðrum tekjugreinum eru tekjur af hús- eignum 2.235 kr., af garðrækt 4554 kr., af fóðurrækt 2877 kr., tillög til fjelaga eru 1.700 kr. — Gjaldliðirnir eru þessir helstir: Stjómarkostnaður er 23 þús. 339 kr. Þar af eru laun búnaðarmála- stjóra um ÍO1/^ þús. kr. og ferða- kostnaður 3.284 kr. Kostnaður við búnaðarþing, aðalfund og endur- skoðun, er 7,438 kr. Laun stjórnar innar eru 1500 kr. og skrifstofu- kostnaður fjelagsins um 10 þús. kr.. Þar að auki eru á öðrum stað í reikningum talin gjöld til „skrif stofuáhalda“ 1442 kr, og til bóka- kaupa og bókbands (handa skrif- stofunni?) 2132 kr. — Auk bún- aðai'málastjóra hafði fjelagið í þjónustu sinni 6 ráðunauta, og voru laun þeirra þessi: verkfæi’a- ráðanautur 3,916 kr., jarðyi’kju- fáðanautur 5,353 kr., gai'ðyrkju- ráðanautur 5874 kr., fóðurræktar- í’áðanautur 8.184 kr., 2 búfjár- ræktaxráðanautar 12.994 kr., eða samtals liðl. 36 þús. 320 kr. — Ennfremur eru 2 liðir aðrir, sem nánast heyra undir þennan þátt starfseminnar, svo sem kensla í mjólkurmeðferð, sem kostaði 4141 kr., og námsskeið, fyrirlestrar o. fl., sem kostuðu 9.198 kr.. Auk þessa fá ráðanautamir að sjálf- sögðu greiddan ferðakostnað og var hann þessi: hjá jarðyrkju- ráðanaut (þar með talin aðstoð) 5,233 kr., hjá garðyrkjuráðanaut (stai’fsfje og ferða kostnaður) 8,723 kr., hjá fóðwrræktarráða- naut (sama) 6,545 kr. Hjá bú- fjárræktarráðan. er ferðakostn- aður ekki tilgreindur sjerstak- lega, en mun vera jafnað á aðra liði. En kostnaður við sýningar á nautgripum, hrossum og hrútum, er 7.220 kr. — Af öðmm gjalda- liðum er að geta þess, að útgáfa Búnaðarritsins og búnaðarritgerð- ir hafa kostað 8.100 kr. — Til náms og ferðastyrkja erlendis voru veittar 6.850 kr. Til efna- rannsókna 1.330 kr. Til fiskivatna rannsókna 5.619 kr. — Loks er svo: til jarðyrkjuverkfæra 2.113 kr. og til jarðræktarfyrirtækja 2.433 kr. Ennfremur var kostuð allmikil viðgerð á húsi fjel. í Lækjargötu í Rvík og kostaði liðl. 21l/a þús. og keyptir nýir hús- munir fyrir liðl. 3.800 kr. — Síð- ast er svo að geta þesl, að til 6 búnaðarsambanda fóru 46 V2 þús. kr., þar af mest til Ræktunarfjel. Norðurlands, eða 20.800 kr., og ennfremur til kynbóta og eftir- litsfjelaga 5.400 kr. Eftirstöðv- ar í lok reikningsársins voru 7.686 kr. Eignir fjelagsins em taldar rúmlega 187 V2 þús. kr. Fjelagið hefur ennfremur til umráða 13 sjóði, samtals að upphæð tæplega 104 þús. kr. Sá stærsti, Fasta- sjóður fjelagsins er yfir 40 þús. kr., en sá minsti, Sýningarsjóður Þjórsártúns, 91 eyrir. Um framkvæmdir fjel., eða þau störf, sem framkvæmd eru að einhverju leyti í sambandi við það, eða undir þess umsjón, er þessa helst að geta. Jarðrækt- arlögin frá 1923 komu fyrst til framkvæmda á þessu ári. Setti Búnaðarfjel. trúnaðannenn fyrir ákveðin svæði til jarðabótamæl- inga og leiðbeininga um fram- kvæmdir jarðabóta. Voru þeir 30, og var haldið mánaðamámsskeið fyrir þá í Reykjavík í okt. til nóv. Sóttu það 22 trúnaðarmenn, og voru haldnir þar 65 fyrirlestrar og 23 umræðufundir. Þessir menn mældu, til styrkveitingar, sumarið 1925, allar jarðabætur, sem full- gerðar höfðu verið á tímabilinu frá 1. júlí 1923 til ársloka 1924. Taldist þá svo til, að unnin hefðu verið nál. 123 þús. dagsverk í 176 hreppum eða búnaðarfjel. hjá 1584 mönnum. Auk þess vom unnin á þjóðjörðum og kirkju- jörðum um 5.300 dagsverk. Fyrir þetta veitti ríkissjóður um 133 þús. kr. styrk, eða tæpl. 1 kr. 0g 8 aura á dagsverk að meðaltali, og er það vel sexfalt hærra en styrkurinn nam áður til Búnað- arfjelagsins. Um rekstur þúfnabananna, er allmikið hefur verið rætt ixm, er þess að geta, að á þúfnabananum í Reykjavík varð 644 kr. reksturs- halli, en af þeim á Akureyri 202 kr. tekjuafgangur, þannig að með tekjunum ei’u taldar 3112 kr., sem eru ógreidd vinnulaun, svo samt. verður reksturshallinn á þúfnabön- unum um 3700 kr. á árinu. Með þúfnabönunum voru unnir um 50 ha., og skiftast nokkumveginn jafnt milli Eyjafjarðar og Reykja víkur og nágrennis. Starfsemi ráðanautanna hefur annars verið þessi helst: Verk- færaráðanautur, Árni G. Eylands, hefir unnið með þúfnabananum, annast 114 verkfærapantanir, haft umsjón með framræslu á Mosfells Víðinum og í Norðurmýri við Reykjavík, flutt 32 fyrirlestra á 7 námsskeiðum, og verið alls að heiman 165 daga. — Jarðræktar- ráðanautur, Pálmi Einarsson, hef- ur gert ýmsar mælingar og haft eftirlit með jarðabótum, alls kortlagt nálega 57 fermetra svæði og verið að heiman 155 daga. Hann hafði um skeið, 2 aðstoðarmenn. — Fóðurræktar- ráðanautur, Metúsalem Stefáns- son, hefur gert ýmsar fóðurrækt- artilraunir og sömuleiðis Klemens Þ. Kristjánsson. — Garðyrkju- ráðanautur, Ragnar Ásgeirsson, er forstöðumaður Gróðrarstöðvar- innar í Reykjavík, og hefur aðal- lega fengist við samanburð á ýmsum tegundum af rófum og kartöflum. — Nautgriparækt- arráðanautur var Sig. Sigurðsson, og andaðist hann á þessu starís- ári, og er staða hans óveitt enn- þá. — Hrossa- og sauðfjárræktar- ráðanauturinn, Theodór Ambjam arson frá Ósi, fór 2 ferðir um Norðurland til leiðbeininga, og til þess að halda sýningar á hross- um og hrútum, og var alls að heiman 100 daga. — Ennfremur er sjerstakur sandgræðsluvörður, Gunnlaugur Kristmundsson. Var unnið að sandgræðslu á 10 stöð- um, samtals um 488 dagsverk. Smjörbú störfuðu 10 og hafði frk. Anna Friðriksdóttir eftirlit með þeim, og sýning var haldin í Rvík á smjöri og ostum. — Loks kostaði fjelagið veiðivatnarann- sóknir Þjóðverjans dr. Reinsch. Næst er svo að geta þess, sem orðinn er allmikill þáttur í starfi Búnaðaríjelagsins. En það eru allskonar námsskeið og búnaðar- fræðsla, þessi námsskeið virðast þó vera misjöfn og misjafnlega sótt. Sex vikna garðyrkjunáms- skeið var haldið að vorinu í gróðrarstöðinni í Rvík og sóttu það 7 nem. Trúnaðarmanna námsskeiðsins er fyr getið, var það sótt af 22 mönnum. Eftir- litsnámsskeið var haldið á sama tíma, sótt af 5 nem. og kennarar voru jafnmargir. Fimm mat- reiðslu- og hússtjómarnámsskeið voru styrkt og ýmsir styrkir veittir til náms. Helsta starfsem- in í þessum efnum em þó bænda- ánmsskeiðin, þau vora nú haldin á 7 stöðum norðanlands og stóðu í 4—6 daga, alls 38 daga. Gestir voru frá 60 upp í 300, alls 1160. Fyrirlestrar voru haldnir 168 og 34 umræðufundir. Það er mikið starf og merki- legt, sem Búnaðarfjelagið hefur unnið á undanförnum áram, ekki síst til að auka áhuga manna og skilning á framkvæmdum og framföram í búnaði. Sumar gerð- ir þess orka þó tvímælis, eins og gengur og gerist. En starí þess

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.