Lögrétta - 21.09.1926, Blaðsíða 4
4
LÖGRJETTA
þegar ríkið og sveitafjelögin greiddu 6%. Innkaupaupp-
hæðin telst vera að meðaltali 37,26 sterlingspund árið
1914, en fyrir stríðið var hún að meðaltali 28 pund. Þeg-
ar litið er á þá verðbreytingu, sem orðið hefur, kemur í
ljós afturförin með vörumagnið á hvem fjelagsmann að
meðaltali. Þetta er alvarlegt atriði og hvílir að nokkru
leyti á hinu víðtæka avinnuleysi, sem nú ríkir á Mikla-
Bretlandi.
Neytendafjelögunum er venjulega stjórnað af stjórn-
amefnd, sem valin er af fjelagsmönnum til 1, 2 eða 3 ára.
Kosningin gerist annað hvort með upprjetting handa á
fjelagsmannafundum, sem haldnir em á hverjum árs-
fjórðingu eða missiri eða hún er gerð með leynilegri at-
kvæðagreiðslu á þessum fundum, eða þá á stjórnarnefnd-
arsamkomunum. Fjöldi stjómarnefndarmanna er mis-
munandi, en er vanalega frá 10 til 14. Stjórnamefndar-
menn fá dálitla borgun fyrir starfa sinn, annaðhvort um
árið, eða fyrir hvern fund. Þeir halda með sjer fundi einu-
sinni eða tvisvar í viku í öllum fjelögunum, nema þeim,
sem em mjög smá, og í ákveðnum málum velja þeir undir-
nefndir til að annast um sjerstakar deildir málefna. —
Skrifarar fjelaganna og forstjórar hinna ýmsu deilda gefa
stjómamefndinni skýrslur og fá reglur frá henni. Vitan-
lega er það stjómarnefndin ein, sem ræður starfsfólkið og
segir því upp vinnu. Hún kveður á um laun þess. 1 stóm
fjelögunum eru stjórnarnefndarstörfin mjög erfið. Og tvö
þessara fjelaga hafa nýlega tekið það upp að greiða stjóm
arnefndarmönnunum árslaun. Þeir líta svo eftir starfsfólk
inu og framkvæmdunum. Á almennu fundunum, sem
haldnir eru á ársfjórðungs- eða missirisfresti, leggur
stj órnarnefndarformaður fyrir fjelagsmenn skýrslu, á-
samt jafnaðarreikningi. Nú orðið ber ráðnum starfsmönn-
um í sumum fjelögum að vera í stjómarnefndinni. Það
fyrirkomulag þykir mjög eftirbreytnisvert.
Framh.
mm
Útrýmið rottunum!
Ratin jeta rottur og mýs af mlk-
illi græðgi og fá af þvi smitandi sjúkdóm,
sem verður þeim að bana.
Ratinin d r e p u r rottur A
1—2 dögum eu smitar ekki á sama hátt
og bakteriuefnið Ratin.
Bæjarstjórnir og hreppsnefndir ættu að senda
pantanir sínar til Ratin-Kontoret, Köben-
havn K. Nánarí upplýsingar læt jeg i tje, ef
óskað er.
Ágúst Jósefsson
heilbrigðisfulltrúi. Reykjavik.
Nýtt. Nýtt.
„SYLVIA“ SKILVINDAN
er nýasta og ódýrasta skilvindan, sein fáanleg er.
„Sylviau no. 0 skilur 40 ltr. á klukkustund og kostar kr. 66.00
„Sylviau — 7 — 60---- — „— — — — 80.00
„Sylviau — 8 — 90---- — — — — 90.00
„Sylviau — 9 — 130 — —- — - — 115.00
„Sylviau — 9£ — 170-- — „— — — — 125.00
Skilvinda jþessi er smíðuð af hinni heimsfrægu skilvindu-
verksmiðju Aktiebolaget Separator, Stocholm (sömu verk-
smiðju sem býr til Alía-Laval skilvindurnar). Er það full
trygging fyrir því, að ekki er hægt að framleiða betri eða
fullkomnari skilvindur fyrir ofangreint verð. Varahlutir fyrir-
liggjandi í Reykjavík.
„Sylvia“ fæst hjá öllum sambandskaupfélögum og í heild-
sölu hjá
Sambandí ísl. samvinnufélaga.
„Moaii á Holi"
,Mjcr var boðið margt að ajá,
manndáðin þó sofi:
Út af froðu flugust ú
feðgamir á Hofi“.
Hvað segir nú Ólafur í Vest-
mannaeyjum um annað eins og
þetta: Að „óvirða“ svona „Ing-
var bónda á Mixma-Hofi“ og fara
með slíkan „staðlausan rógburð“
um hann og' sonu hans? Og
hlaupa svo með þvílíkar gróu-
sögur í opinber blöð þar á ofan?!
Er það nokkur furða þó honum
ofbjóði?! Eða er ekki stakan
þessi um þá?
Þeir fegðar höfðu a. m. k. engu
meiri ástæðu til að taka til sín
smásöguna um bænduma á Hofi,
sem eg sagði í grein minni: „Af
austurvegum“ og Ólafur hefur
upp orðrjetta eftir mjer í grát-
lega glópslegri skammaklausu,
sem hann fyrir nokkru síðan sendi
mjer í Lögrjettu.
Hver annar en ólafur getur
sjeð og sagt að þar sje óvirtur
Ingvar faðir hans, bóndinn á
„Minna-Hofi“ ? — Jeg vona, að
fátt sje nú orðið til af svo van-
læsum vesalingum. Það er að vísu
algengur sjúkleiki margra manna
í landi voru að setja hverja sögu,
sem sögð er eða skrifuð, stutt
eða löng, í samband við ein-
hverja ákveðna menn, sem þeir
sjálfir þekkja. Hjá þeim skyn-
villuskerjum komast víst fáir
klakklaust er sögur færa í letur.
Er litla sagan mín í Lögrjettu-
greininni, þar eitthvert yngsta og
ljósasta dæmið.
Jeg skal nú taka það fram í
eitt skifti fyrir öll, að jeg læt
mjer slíkar sögubætur liggja í
fremur ljettu rúmi. Á þeim verð-
ur hver að bera ábyrgðina sjálf-
ur. Jeg mun ekki skyrrast við, að
segja það sem mjer sýnist gott,
af ótta við reiði ólafs eða annara,
fremur hjer eftir en hingað til.
Það sem allri ógæfunni olli að
þessu sinni var það, að jeg nefndi
„Hof“. En hefði eg nú nefnt Holt
eða Dal; var þá ekki íull ástæða
til þess að einhver Holt-búi eða
Dal-verji ryki upp til handa og
fóta reiður eins og mannýgt naut.
Svo myndi líklega Ólafi hafa sýnt,
ef frá bæ með því nafni hefði
verið.
Vel má Ólafur fyrir mjer „fara
í mannjöfnuð um þá Guðmund
bónda á Stóra-Hofi og föður“
sinn á Minna-Hofi. Mjer er alveg
sama hvort maður heitir Ingvar
eða Guðmundur. Sje hann dug-
andi drengur, þá dái jeg hann og
því meir, sem duglegri er. Jeg
sagði það eitt um bóndann á
Stóra-Hofi og búnaðinn hans,
sem jeg sá og satt er. Að Minna-
Hofi hef jeg hinsvegar aldrei
komið og veit sama sem ekkert
um bóndann þar eða atorkuna
hans. Enda gat jeg hans ekki einu
orði, hvað þá að jeg „bæri honum
á brýn leti og ómensku“ eins og
Ólafur þóttist sjá í grein minni.
Mjer dettur ekki í hug að rengja
það sem Ólafur gefur í skyn um
dugnað hans. Og þvísíður að hann
hafi hvatt þá sonu sína til starf-
anna. Þurfti þá að hvetja kapp-
ann Ólaf? Og var það kanske
fyrir þá sök, að afhvatt væri
tii starfanna heima, að hann
fór heiman að úr Hofi og
gerðist vikapiltur við verslun í
Vestmannaeyjum?! Spyr sá sem
ekki veit! En einsdæmi væri það
ekkert. Það hefur fleiri hent en
hann að þykja það „fínna“ að
afhenda brjóstsykur í gramma-
vigt og sígarettur í stykkjatali,
en að hirða kýr og ganga að
gróðurverkum heima í sveitinni
sinni.
Mjer er annars ánægja að lýsa
því yfir, að samkvæmt góðum
heimildum, veit enginn til þess,
að Ingvar bóndi á Hofi eigi neitt
skylt við söguna, sem ólafur seg-
ir að um hann eigi að vera, eða
aðra nokkra slíka. Og í sjálfu
Fos-Normal
nærfot
ráðleggjast, öll ur sjerlega góðu
og hlýju efni, til þess að vernda
heilsuna. Fást aðeins í Kronprins-
ensgade 2, Köbenhavn K.
C. Jespersen.
sjer þykir mjer hálfvegis vænt um
að sonur hans skyldi gefa mjer
ástæðu til þeirrar yfirlýsingar, ef
einhverjir fleiri skyldu hafa mis-
skilið mig jafnflónslega og hann.
Bæði fyrir þetta og drenglyndið,
sem þrátt íyrir alt skín í gegnum
greinarómyndina hans Ólafs,
þótti mjer vert að svara honum,
Lnda þó í raun og veru væri
honum fullsvarað í athugasemd
ritstjóra Lögr.
Jeg tel Ólafi það fyrst til
drengskapar að hann hefur það
orðrjett upp eftir mjer, sem hann
aeilir á mig fyrir. En það er meira
en algengast er í skammagreinum
nútíðarinnar. Og í öðru lagi það,
hve sárt honum er um föður sinn
og hve fús hann virðist vera til
að bera blak af honum. Það er
lítill vafi á því, að sá karl hefði
hefnt föður síns, ef á vígaöld
hefði uppi verið, og þess hefði
þótt þurfa. Og það er varla vafi
á, að höfuðið hefði hún kostað
mig og minna ekki, sagan mín
„svohtla“, ef slíkt er harðfylgið
Ólafs, sem orðvonskan í skamma-
klausu hans.
Sjálfsagt er að þakka Ólafi svo
fyrir heilræðin sem hann sýnilega
af góðum hug vill gefa mjer. En
jafnframt vil jeg þá biðja hann
að vera sjálfan ofurlítið minnugri,
næst en nú, á þau heilræðin sum,
er góðir menn hafa á undan hon-
um gefið. Það er að segja, sje
hann ekki gersamlega upp yfir
öll önnur heilræði hafinn en þau
er hann sjálfur semur.
Þá þykir mjer og mjög vænt um
það heit Ólafs, er hann lofar að
„elta“ ekki „ólamar“ sínar meira
við mig eða það sem jeg skrifa.
Mjer er fremur lítill fengur í at-
hugasemdum þeirra manna, er eigi
sýnast skilningsbetri nje víð-
sýnni en hann, eftir greininni að
dæma. Kveð svo Ólaf sem vin
minn og vona, að næsta ritgerð
hans sýni það ljóst, að maðurinn
sje á vegum til meiri vitsku.
Helgi Hannesson.
----o-----
Leiðrjetting. I síðasta tölublaði
stendur í ummælum þeim, sem
höfð eru eftir Jóni Þorlákssyni
forsætisráðherra og tekin úr
dönsku blaði: „Lága fiskverðið
mun án efa skapa aukna fram-
leiðslu11, en á að vera: neytslu.
Heiðursverðlaun úr sjóði Krist-
jáns konungs IX. fyrir dugnað í
jarðabótum hafa þeir íengið nú
í ár Magnús Stefánsson í Flögu
í Vatnsdal og Guðmundur Lýðs-
son á Fjalli.
Framboð. 1 Rangárvallas. hefur
nú boðið sig fram prófessor Páll
E. ólason gegn Einari bónda á
Geldingalæk, og í Rvík Jón Ólafs-
son og Þórður Sveinsson læknir af
hálfu íbáldsflokksins.
Prentsm. Acta.
- —v. .........
arstjóranum fyrverandi í Montreuil-sur-Mer. Javert var
kallaður til Parísar til þess að gera hægra um eftirleit-
ina með skýrslum sínum, og hann studdi mikið að því,
að Jean Valjean náðist. Chabouillet, sem var skrifari yfir-
lögreglustjórans, Angles greifa, og áður hafði látið sjer
ant um Javert, tók eftir dugnaði hans og ráðkænsku, er
hann sýndi við þetta tækifæri og setti hann í lögreglu-
liðið í París, en þar var hann til nytsemdar á ýmislegan
og — já, það virðist vera fjarstætt að nota það orð í
þessu sambandi — heiðarlegan hátt.
Hann hugsaði ekki meira um Jean Valjean — þess-
háttar hundar gleyma ávalt úlfinum, sem þeir voru að
elta í gær, vegna þess, sem þeir elta í dag —, þegar hann
sá nafnið Jan Valjean af tilviljun í dagblaði í desember-
mánuði 1823. Dagblaðið gat þess, að Jean Valjean væri
iátinn, og það fullyrti þetta með svo ákveðnum orðum,
að Javert efaðist ekki um, að þetta væri rjett. „Þá höf-
um við lokið okkur af með hann“, sagði hann, lagði blað-
ið frá sjer og hugsaði ekki meira um það. Nokkru síðar
bar það við, að lögreglan í Seine-et-Oise sendi lögregl-
unni í París skýrslu um það, að barn hefði verið numið
á Jarott með einkennilegum hætti í Montfermeil. Lítil
telpa sjö eða átta ára að aldri, sem hafði verið komið
fyrir til fósturs hjá veitingakonunni þar, hafði verið num-
in brott af óþektum manni, var sagt í skýrslunni. Litla
telpan hjet Cosetta og var dóttir stúlku, sem Fantina
hjet og hafði dáið í sjúkrahúsi, mönnum var ekki kunn-
ugt um hvenær og hvar það hafði verið. Javert sá þessa
skýrslu og hann fór að hugsa um margt. Hann mundi vel
eftir nafninu Fantina. Hann mundi eftir því, að hann
hafði farið að skellihlæja, þegar Jean Valjean hafði beð-
ið hann um þriggja daga frest til þess að sækja barn
þessarar kvensniftar. Hann mintist þess, að Jean Val-
jean hafði verið tekinn fastur í París, þegar hann var að
fnra upp í vagninn til Montfermeil. Ýmisleg atvik höfðu
þá þegar komið honum til að halda, að hann hefði notað
þennan vagn einu sinni áður. Hvað var hann að gera í
Montfermeil? Enginn hafði þá getað giskað á það. Nú
skildi Javert það. Dóttir Fantinu var þar, og Jean Val-
jean hafði ætlað að sækja hana. Og nú hafði þetta bam
verið numið á brott af óþektum manni. Hver gat þessi
ókunni maður verið? Skyldi það vera Jean Valjean? En
Jean Valjean var dáinn. Javert fór með vagninum til
Montfermeil án þess að minnast á það við nokkum mann.
Hann bjóst við að fá mikilsverða vitneskju þar, en fjekk
í raun og veru enga. Thenardiershjónin höfðu ekki getað
lialdið sjer saman fyrstu dagana fyrir gremju sakir. Það
hafði vakið nokkra athygli í bænum, að lævirkinn var
horfinn. Sagan var sögð á ýmsa vegu, og loks var það
bamsrán, og það var orsök að skýrslu lögreglunnar. En
þegar gremja fyrstu daganna var horfin, skildist Thenar-
dier fljótlega, sökum frábærrar eðlishvatar sinnar, að það
er sjaldan holt að ónáða yfirríkissóknara hans hátignar
konungsins, og að kæmr út af „brottnámi“ Cosettu gátu
hæglega orðið til þess, að árvökur augu rjettvísinnar
tækju eftir honum sjálfum og ýmsum miður þægilegum
málefnum, sem hann var við riðinn. Hann sneri því við
blaðinu, lagði fyrir konu sína að halda sjer saman og setti
app stakasta undmnarsvip, þegar einhver mintist á
„brottnumda bamið“. Honum vár algerlega ókunnugt um
það. Hann hafði reyndar barmað sjer yfir því í fyrstu
að bamið, sem honum hafði þótt svo vænt um, hafði
verið „tekið frá“ honum, því að honum hefði verið kær-
komið að mega hafa það hjá sjer nokkra daga enn, en
það var „afi“ telpunnar, sem hafði sótt hana, og ekkert
var í raun og veru eðlilegra. Hann bjó þessa sögu til, þeg-
ar Javert kom til Montfermeil. En Javert spurði hann
samt nokkurra spuminga, til þess að þreifa fyrir sjer.
„Hver var afinn og hvað hjet hann?“ Thenardier svar-
aði með mesta sakleysissvip: „Það var ríkur óðalsbóndi.
Jeg sá vegabrjefið hans. Ef jeg man rjett, þá hjet hann
Guillaume Lambert“. Lambert er nafn, sem lítil líkindi
em til að veki grun. Javert sneri aftur til Parísar. „Jean
Valjean er dáinn“, sagði hann við sjálfan sig, „og jeg hef
haft sjálfan mig að ginningarfífli“. Hann var aftur að
því kominn að gleyma þessari sögu, þegar hann heyrði í
marsmánuði 1824 talað um einkennilegan mann, sem ætti
heima í St. Medard-sókn og væri þektur undir nafninu
„betlarinn, sem gefur ölmusur“. Sagt var að hann lifði
af eignum sínum; enginn vissi fyrir víst hvað hann hjet,
og hann hafði litla telpu, átta ára gamla, hjá sjer, og eng-
inn vissi heldur neitt um hana, nema það eitt, að hún
hafði komið frá Montfermeil. Montfermeil! Þetta nafn
kvað aftur og aftur við eyrum Javerts. Gamall betlari,
sem var í þjónustu lögreglunnar, fyrverandi kirkjuþjónn,
sem þessi maður var vanur að gefa ölmusu, ljet honum
meiri vitneskju í tje. Maðurinn var ómannblendinn —
fór aldrei út fyrir dyr fyr en á kvöldin — talaði aldrei
við neinn nema endrum og sinnum við einhvern fátæk-
linginn — og ljet engan koma nálægt sjer. Hann gekk í
hræðilegum, gömlum, gulum frakka, sem var margra
miljóna króna virði, vegna þess að hann var allur fóðr-
aður með bankaseðlum. Alt þetta vakti alhygli Javerts.
Hann fjekk einu sinni lánuð föt betlarans, til þess að fá
að sjá þennan merkilega mann vel, án þess að styggja
hann, og settist á staðinn, þar sem þessi gamli sporhund-
ur sat á hverju kvöldi og þuldi bænir um leið og hann
njósnaði. „Maðurinn grunsamlegi“ kom líka eins og til
var ætlast til Javerts í dularbúningnum og gaf honum öl-
musu. Javert leit í sama bili upp, og Jean Valjean varð
hvert við, er hann hjelt sig hafa þekt Javert, og Javert
varð hvert við, er hann þóttist þekkja Jean Valjean. En
honum gat hafa missýnst í myrkrinu. Dauði Jeans Valjean
hafði verið tilkyntur opinberlega. Javert var enn í mikl-
um vafa, og þessi samviskusami maður lagði aldrei hend-
ur á neinn meðan hann var í vafa. Hann elti hann að
húsi Gorbeaus og fjekk gömlu konuna til þess að leysa frá
skjóðunni, og var það ljett verk. Hún staðfesti það, sem
hún hafði heyrt aðra segja, að frakkinn væri fóðraður
með miljónum, og sagði honum frá þessu einkennilega at-
viki með þúsundfrankaseðilinn. Hún hafði sjálf bæði skoð-