Lögrétta


Lögrétta - 12.10.1926, Síða 1

Lögrétta - 12.10.1926, Síða 1
Innhttlmttt og afgreiðsla í Þingholtsstræti 1 Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjór t’orsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Reykjayík, þriðjudaginn 12. október 1926. Um víða mmú. Frá Ameríku. Frá Ameríku berast nú öðru hvoru ýmsar fregnir um andlegt líf þar, sem mörgum Evrópu- mönnum þykja einkennilegar og bera vott um þröngsýni og of- stæki. Hefur Lögrj. áður sagt frá ýmsu slíku og hefur verið mikið um það talað víða um lönd, t. d. apamálið svonefnda o. fl. Kemur þetta einkum fram í trúmálum og siðgæðismálum ýmsum og að vísu líka í stjórnmálum. Sumar frásagnirnar um þetta virðast þó vera nokkuð orðum auknar og helst haldið á lofti því sem mið- ur má fara og til athlægis er, og fá ýmsir af þessu villandi hug- myndir um andlegt líf og menn- ingu vestra. Þó margt sje sjálf- sagt hæft í því sem skrifað er um þröngsýni og þekkingarskort í þessum málum vestra, sýnir margt af því mest úthverfu og öfgar ýmsra hreyfinga sem í sjálfu sjer eru eftirtektarverðar, hvort sem menn eru þeim sam- mála eða ekki. Þjóðasamsteypan skapar þar einnig ýmsa erfiðleika og myndar ýmsar mismunandi stefnur í mörgum málum. Einhver einkennilegasta hreyf- ingin í þjóðlífi Bandaríkjanna nú, er Ku klux klan fjelagsskap- urinn. Er að vísu allmikið um hann deilt og á hann ráðist, en í stefnu hans, eins og hún er nú orðin koma hinsvegar fram ein- kenni, sem virðast vera allrík í mörgum mönnum véstur þar, svo að vel er vert þess að kynnast honum nokkuð. Klans-mennirnir telja einnig sjálfir svo, að þeir sjeu forvígismenn í baráttunni fyrir hreinni og ómengaðri Ame- ríkumenningu og þjóðerni, og standi á grundvelli hins elsta og upprunalegasta í eðli og stefnu vesturheimsmanna. En annarleg áhrif sjeu meira og meira að skola slíku burt, þannig, að Bandaríkin sjeu menningarleg og þjóðemisleg ruslaskrína, sem þurfi að ryðja til í, ef Ameríka, sem slík, eigi að eiga sjer nokk- um framtíðar tilverurjett. For- maður þessa fjelagsskapar, Hi- ram Wesley Evans, sem hefur hinn einkennilega titil ríkistöfra- maður og keisari riddaranna af Ku klux klan hefur nýlega skrif- að grein um hreyfinguna í The North American Review. Heitir hún The klans fight for Ame- ricanism, og verður sagt hjer nokkuð frá henni. Segir Evans að fjelagsskapur- inn hafi vaxið mjög ört á síðustu ámm og eflst og hafi fullkom- lega sýnt bæði mátt sinn og rjett til lífsins. Það hafi þó kostað all- mikla baráttu að koma fjelags- skapnum í það form, sem nú sje á honum, því ýmislegur losara- bragur hafi verið á honum fyrst framr.i af og þar að auki hafi þrifist 1 honum ýmisleg óregla og óheilindi, sem bæði hafi orðið til þess að veikja hann inn á við og spilla orði hans út á við. En nú sje þessu öllu lokið, fjelagsskap- urinn sje heiðarlegur og fastur flokkur, vandur að vopnum og mönnum, með ákveðna skýra stefnuskrá, sem hann dragi enga dul á. Þessari siðbótarstarfsemi innan fjelagsins telur Evans að lokið hafi verið árið 1922 og fari nú áhrif sambandsins sívaxandi. Fyr»t og fr«mst «r hjer um að ræða þjóðernis- eða kynbálks- (race) fjelagsskap. Norræna kyn- ið svonefnda er kjarni ameríku- manna og fruminnflytjendur landsins. Þetta kyn, í ýmsum löndum, hefur gefið heiminum svo aö segja alt það, sem hann á til af menningu. I Ameríku er Ku klux klan vörður og venidai'i þessa kyns, sjerkenna þess og rjettinda. Slíkir menn eru hinir sönnu Ameríkumenn. En þeir voru að verða útlægir og ofurliði bomir í sínu eigin föðurlandi. Allskonar þjóðir og annarlegar stefnur hafa flætt yfir Ameríku. Allar þessar aðkomuþjóðir, trú- arflokkar og stefnur, hafa fyrir löngu myndað með sjer sín öfl- ugu sjerfjelög og vinna að sín- um sjerstöku hagsmunum innan ríkisheildarinnar án tillits til þess hvort það er ríkinu í sjálfu sjer til góðs eða ekki, og hinni sönnu amarísku stefnu og þjóðemi. Það eru í rauninni hinir gömlu frum- legu ameríkumenn einir, sem ekki höfðu bundist samtökum til þess að vernda sinn hag og sína siði, sem þó voru elstu siðir og helsti hagur ríkisins. Þannig hafa ó- amerísk eða jafnvel and-amerisk aðkomuáhrif náð sívaxandi áhrif- um á stjórnmál, trúmál og menn- ingu Bandaríkjanna. Þetta hefur haft í för með sjer siðferðilega og þjóðhagslega hnignun. Annar- lega hugsandi og starfandi menn ráða fjármálum og skólamálum landsins. Hinn norræni Ameríku- maður er útlendingur í miklum hluta þess lands, sem forfeður hans fengu honum í arf. Þess vegna þarf að gera Ameríku ame- ríska, því Ameríka á að vera fyr- ir Ameríkumenn. Þetta er það, sem Ku klax klan segist vilja vinna að. Við trúum fyrst og fremst á mátt og gildi hins norræna kyns, segir Klansmaður, hvar sem það kemur fram, og þó helst í Ame- ríku. Við höfum í upphafi byrjað baráttu okkar alt eins mikið af trú og sannfæringu eins og af þekkingu. En það gleður okkur þegar reynsla vísindanna stað- festir trú okkar. Við þurfum hennar ekki sjálfir. Við vitum að við höfum á rjettu að standa á sama hátt eins og góður kristinn maður veit, að hann er frelsaður og að Kristur lifir, þó skynsemi hans skilji það ekki. Grundvall- aratriðin í játningu klansmanna eru því trúin og hið norræna kyn, á stjórnarfar, sögu og siði hinna upprunalegu Ameríku- manna og mótmælendatrú. öll saga er saga um baráttu milli mismunandi kynflokka. Hvíti kynflokkurinn í heild sinni hefur í verkinu sýnt rjett sinn til að ráða. 1 Ameríku er þessi rjettur í mjög bersýnilegri hættu fyrir vaxandi áhrif gulra manna og einkum svertingja, er í upphafi eru komnir inn í amerískt þjóð- líf án eigin tilverknaðar og án þess að þeir eigi þar heima. Þess vegna á að stemma stigu fyrir valdi þeirra og viðgangi. Ku klux klan er fjelagsskapur til sjálfs- varnar hins hvíta manns. Mót- mælendatrú hefur ávalt verið ein- kenni hins norræna kyns í Ame- ríku. En í því að vera mótmæl- andi er ekki einungis fólgin sjer- stök afstaða í trúmálum, heldur í menningu og hugsunarhætti yfirleitt. Það, að vera mótmæl- andi, er sama og að aðhyllast anda þess frelsis, frjálsræðis og sjálfgtrausts, *em hefur verið megineinkenni hins norræna kyns og er óumflýjanlegt til viðreisnar Ameríku. En þegar klansmaður talar um yfirdrotnun norræns kyns og mótmælendastefnu, á hann ekki við annað en það að fá að ráða málum sínum innan vjebanda rjettlátra laga. Klansmaður á að styðja lög og rjett í landinu og styrkja löglega valdsmenn. Beinan, sjerstakan stjórnmála- i flokk vill Ku klax klan ekki láta telja sig, heldur styðji fjelags- skapurinn menn af öllum flokk- um, sem vinni í þeim anda sem hjer hefur verið lýst. En af trú- málaafstöðunni hefur það leitt að fjelagsskapnum hefur lent allmik- ið saman við kaþólska menn og Gyðinga. Ekki segjast klansmenn þó vilja vinna annara skoðana mönnum mein eða neita þeim um lögleg stjórnarfarsleg eða þjóð- fjelagsleg rjettindi vegna trúar, kyns eða litar. „Við veitum þeim fult frelsi — nema frelsið til þess að eyðileggja okkar eigin frelsi og sjálfa okkur“, eins og Evans orðar það. Ýmsir merkir menn hafa skrifað um þennan fjelagsskap ásamt Evans og veitst að honum. Telja þeir hann vott þröngsýnis og ofstækis í amerískri menningu og geti það aldrei blessast að ætla að útiloka úr þjóðlífinu alla þá krafta, sem hann telur út- lenda. Síðustu fregnir. Viðsjár nokkrar eru enn innan kommunistaflokksins rússneska. Trotsky og Sinovjev hafa risið upp gegn stjóminni í ýmsum málum, en hefur verið stefnt fyr- ir flokksdómstól. — Sagt er að lögreglan í Stokkhólmi hafi kom- ist fyrir allmikinn undirbúning kommúnista þar til þess að hefja byltingu og taka opinberar bygg- ingar herskildi. — I Natal í Afríku hefur nýlega orðið námu- sprenging og biðu bana 150 manns. — Vilhjálmur fyrv. keis- ari og þýska stjórnin hafa gert samning um eigur hans í Prúss- landi og verða honum greiddar fyrir þær rúmlega 15 miljónir marka. — Bretska kolaverkfallið heldur enn áfram. Krefjast nú margir námamenn þess að hætt verða einnig öryggisvinnu í nám- unum, þannig að hætt verði að halda þeim við og látið ráðast hvort þær eyðileggist eða ekki. Leiðtogamir eru þó á móti þessu. ---o--- Fiskarnir. Fiskamir (Pisces Islandiæ) heitir mikil bók, sem nýkomin er út eftir Bjama Sæmundsson fiski- fræðing. Er hún 544 bls. í all- stóru broti, með 266 myndum og 1 korti. Frágangurinn er góður, nema pappírinn er lítið eitt ann- ar í síðustu örkunum en annars í bókinni og þó ekki til stórlýta, en dálítið óviðkunnanlegt um bók, sem að öðru leyti er jafn vönduð og merk eins og þessi. Því hjer er vafalaust í heild sinni um að ræða eitthvert mesta stórvirki ís- lenskra náttúrufræða og mega sjerfróðir menn um það dæma í einstökum atriðum. Hefur B. Sæm. lengi undanfarið unnið mik- ið starf og merkilegt fyrir ís- lensk vísindi og atvinnulíf, með fiskirannsóknum sínum, og hefur oft áður verið frá því sagt hjer í Lögr. En í þessari nýju bók er safnað saman árangrinum af •reynslu og rannsóknum sjálfs hans og almennri þekkingu vís- indanna á þessum efnum, Er bók- inni skift í tvo meginbálka. Fyrst er allsherjarlýsing fiska og síðan lýsing íslenskra fiska. Er þar fyrst sagt frá almennum atrið- um, sjónum kringum Island, lífs- - skilyrðum fiska, afla og afstöðu ísl. fiska til umheimsins. Þá er lýst einstökum fiskum og síðast er skrá um fiskanöfn. Aftan við .okina er litprentað kort eftir B. Sæm. af íslandi og dýpinu um- hverfis, með helstu veiðivötnum, ver eða veiðistöðvum að fornu og nýju, fiskisvæðum (bönkum) með dýptar línum og 200 m. hæðar- línu. I almennu yfirliti í bókarlok segir höf. að nú sjeu kunnir við Island 130 fiskar (2 af þeim þó vaíasamir) innan við 400 m. dýptarlínu, 2 eru fundnir skamt fyrir utan hana og nokkurir, sem ekki er ólíklegt að geti líka verið nær landinu, lengra úti. Af þess- um fiskum, sem teljast undir 39 ættir og 84 ættkvíslir, eru 108 beinfiskar, 1 gljáfiskur, 20 brjósk fiskar, og 1 þvermunni. — Ef íhuguð er útbreiðsla og heim- kynni þessara fiska, þá kemur það í ljós, að 103 af þeim eru einnig fundnir við Norðurlönd, 90 við Bretlandseyjar og 69 við Grænland og ^Norður-Ameríku austanverða. Eitthvað um 30 eru uppsjávar og djúpfiskar 'í At- lanshafi, fyrir sunnan landið, og nokkurir djúpfiskar í Norður- hafi, 4—5 teg. eru aðeins þektar við ísland (í djúpmiðunum) við suður- og suðvesturstöndina, en sjerstakra íslenskra afbrigða gæt- ir lítið (2—3), en vera má að ileiri afbrigði, og ef til vill sjer- stök kyn finnist, við nánari rann- sóknir. Við þennan samanburð kemur það glögt í ljós, að fiskar vorir eru blendingur af Norður- Atlanthafs og Norðurhafs fisk- um (borealir og arktiskir), flestir af sama tagi og fiskamir við norð ur- og norðvesturstrendur Evrópu og er það í fullu samræmi við það sem gildir um sjódýralífið við strendur landsins yfirleitt; það líkist langmest því sem er við strendur Norður- og Vestur-Ev- rópu, en hefur ýmislegt sameigin- legt með lífinu við strendur Græn- lands og Norður-Ameríku. — Bókin er tileinkuð „íslenskum fiskimönnum með virðingu og þakklæti“ og á sjálfsagt eftir að verða mörgum þeirra til gagns og gamans, líkt og öðriön þeim, sem slíkum fróðleik unna, því hún er yfirleitt aðgengilega skrifuð og ýmsir kaflar í henni hinir skemti- legstu aflestrar. Þó ekki komi það beinlínis við þessarí bók sjerstaklega, gefur hún þó ástæðu til þess að minn- ast eins atriðis, sem áður hefur verið skrifað um allnákvæmlega í Lögrjettu. En það er þetta, hvað gert er og gera beri fyrir viðgang íslenskra náttúrufræða hjer í Jandi. Rit eins og þessi fiskabók Bjarna Sæm., sýna það best, hvað hjer er hægt að gera og hversu mikið verkefni er hjer fyr- ir höndum og starf hans árum saman hefur sannað það á sínu sviði og fleiri maxma á öðrum sviðum, að í þessum efnum geta íslendingar lagt fram skerf, sem sje vísindunum til sóma og ísl. atvinnulífi til beinna hagsmuna. 42. tbl. En alt um það hefur ekkert verið til þess gert að koma föstu fram- tíðarskipulagi á þessi mál, þó minnast beri að vísu þakksamlega þess, sem fjárveitingavaldið hef- ur við ýms tækifæri látið af hönd- um rakna til einstakra manna eða rannsókna. Eina tilraunin, sem nú hefur verið til þess gerð, að benda á hagnýta leið til þess að koma ísL náttúrufræðaiðkunum fyrir á skipulagsbundinn hátt, kom fram í ritgerð eftir Vilhjálm Þ. Gísla- son um Islensk þjóðfræði og birtist hún hjer í Lögrjettu og síðar í bókarl'ormi. Er þar reynt að benda á leið, sem ætti að verða hagkvæm fyrir þá einstakhnga, sem að þessu ynnu og fyrir fræðigreinina sjálfa og þó jafn- framt komið fyrir án aukinna gjalda fyrir ríkissjóð, frá því sem er. Var þar gert ráð fyrir því að ísl. náttúrufræði yrðu einn hður í nýrri, sjerstakri þjóð- fræðadeild hjer við háskólann og m. a. nefndur til starfa þai1 Bjami Sæmundsson, sem fjár- veitingu hafði til áþekkra starfa og háskólakennari í þessum efn- um mundi vinna, en án þess að hafa nokkra fasta stöðu eða stofnun til að vinna við. Hjer er ekki hægt að rekja þetta nánar aftur að sinni, en er ástæða til að minna á það aftur í sambandi við hina nýju bók B. Sæm., vegna þess, að rektor háskólans hefur nú tekið upp sömu tillöguna og V. Þ. G. setti fram, og einnig nefnt til B. Sæm., í innritunar- ræðu sinni, sem prentuð er í síð- ustu Lögrjettu. Er gott til þess að vita, ef menn háskólans sjálfs fara að beita sjer fyrir þessi mál, eins og sjálfsagt ætti reyndar að vera. Ætti þá að taka skipulag hinna þjóðlegu fræða í heild sinni til athugunar og mætti vel koma þeim fyrir á heppilegan og ódýran hátt í svipuðu kerfi og gert er ráð fyrir í bók V. Þ. G., sem fyr er nefnd, eins og einnig kom nokkuð fram á umræðufundi sem um þetta var haldinn í stúd- entafjelaginu skömmu eftir að bókin kom út. En vönduð rit og merkilegar rannsóknir eins og fiskabók B. Sæm. og fiskirann- sóknir hans, eiga m. a. góðs að kenna mönnum það hvað hægt er að gera og hvað nauðsynlegt er að gera fyrir íslensk fræði og það jafnframt, að þau fræði ná yfir fleiri greinar en skáldskap einan og sagnafræði. ----o--- Ferð í Noregi. Ferðinni var heitið til Rjúkan, til að skoða saltpjetursverksmiðj- una heimsfrægu. Jeg var á ferð með 100 fundar- mönnum frá búnaðarsamkomunni í Osló. Lagt var af stað með eim- lestinni snemma morguns. Braut- in hggur fyrst meðfram Oslófirð- inum til suðvesturs. Veðrið var heiðskýrt og útsýni hið fegursta yfir fjörðinn. Næst borginni er mjög þjettbygt, skiftast á sumar- hallir og garðyrkjustöðvar; bar mikið á vermihúsum og vermi- reitum. Einnig sjást þar á víð og dreif verksmiðjuhverfi. Brátt hverfa sumarhallimar, en býli sjást á víð og dreif milh hæða- draga. — Nú beygir brautin í hávestur eftir þröngum fjallageil- um venjulegast skógi vöxnum. En skógurinn er frekar lágvaxinn og

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.