Lögrétta


Lögrétta - 09.11.1926, Page 2

Lögrétta - 09.11.1926, Page 2
2 LÖGRJETTA AugJýsing' Hæg en litil jörð austur í Árnessýslu getur fengist i skiftum fynr hús í Reykjavík, upplýsíngar Suðurgötu 11. þroskast. Þær smábreytingar sem verða á honum verða því að koma innan frá af sjálfu sjer. „Þú mátt skrifa iög þjóðarinnar, ef jeg má skrifa kvæði hennar“, hefur einu sinni verið sagt. Af þessum ástæðum verður lýð- háskólanum ekki mörkuð föst lína, sem hann getur fylgt ár frá ári. Framtíðarlína hans mótast af óljósum hugboðum, og það eru einmitt hin sterkustu öfl til fram- sóknar. Lúdvík Schröder hefur einu sinni sagt: „Það voldugasta afl er drííur mennina áfram eru hin óljósu hugboð, en ekki hinar skýru viðurkenningar". Hin óljósu hugboð halda huganum í æsingu og örfa til starfs og dáða. Eigi að síður hefur lýðháskól- inn kloínað í tvö mismunandi af-, brigði á síðustu árum. Annað afbiigðið íylgir fullkom- lega hinni gömlu vakningastefnu, en tekur minna tilht tii þeirra áhugamála sem ríkja á hinni líð- andi stund. Þetta er lýðháskól- inn á Hringanesi við Flensborgar- fjörð. Skóiastjórinn, Aage Möller, ieggur höfuðáhersiuna á fyrir- iestra um hinar gömlu hetjur og fornguði, og færir það svo yíir á mannlífið. Hið gagnstæða finnum við í verkamannalýðháskólanum í Es- bjerg. Hann leggur höfuðáhersl- una á hina praktisku hhð: stjóm- mál, þjóðfjelagsfræði, eðhsfræði o. s. frv. Þar er meira unnið sjálf- stætt í lestrarflokkum, en minna um fyrirlestra. Á milli þessara tveggja skóla liggja svo allir aðrir lýðháskólar í Danmörku, og reyna að sam- eina þessar tvær stefnur svo vel sem unt er með alhhða kenslu- kröftum, eins og hinn gamli skóh gerði. En ef til vill er hægt að skifta öllum nemendinn í tvo fiokka eftir þessum stefnum. Annar flokkurinn kemur á skól- ann til að fá styrktar sínar um- bótahugsjónir, hvort sem þær eru nú á sviði ríkis, kirkju eða skóla. Þeir koma með víst takmark til skólans, og vilja því hafa eitt- hvað áþreifanlegt að vinna með, til þess að nálgast takmark sitt. Þessir nemendur svara til verka- mannaskólans í Esbjerg. Hinn flokkurinn kemur á skól- ann til að kynnast einhverju nýju. Þeir hafa einhvem óljós- an grun um að á lýðháskólan- um finnist eitthvað stórt, — eitt- hvað gamalt, sem er miklu meira virði en nútímalífið. Þeir horfa til fortíðarinnar með eftirvænt- ingu, og vænta þaðan þess sem þeir leita. Oft eru þetta trú- hneigðir og hugsandi unghngar, sem ekki finna huga sínum svöl- uðu heima fyrir. Þessir nemend- ur svara til lýðháskólans í Hringanesi. Á alla lýðháskóla koma menn af báðum þessum flokkum — og fjöldinn stundum auðvitað þar á milli —, þess vegna er það áríð- andi fyrir hvern -lýðháskóla að sameina báðar þessar stefnur í kenslu sinni, — aimars verða alt af einhverjir nemendur fyrir von- brigðum og fá ekki það sem þeir leita eftir. Öðru máh er að gegna með lestrarflokkinn. — Hugmyndin er aðallega komin frá Svíþjóð, auk þess sem hún er einnig vel þekt í Englandi. I Svíþjóð hefur hún reynst vel, en í Danmörku hef- ur hún ekki náð mikilli útbreiðslu. Hún hefur verið reynd á dönsk- um lýðháskólum, en ekki gefið þann árangur, sem vænta mætti. Það er skoðun danskra lýðhá- skólamanna, að lestrarflokkar nái ekki tilgangi sínum innan lýðhá- skólanna, en þeir eigi miklu frem- ur heima við framhaldsnám fyrir lýðháskólanemendur og í ung- mennafjelögum. Einnig við önnur frjáls námskeið, sem mest eru bygð ,á sjálfsnámi. Þessir lestrarflokkar hafa verið notaðir á kennaranámskeiðunum í Askov með sæmilega góðum árangri. En mest ítök eiga þeir í verkamannalýðháskólunum í bæj- unum. Reynslan hefir sýnt að lestrarflokkamir krefjast þess, að nemendumir sjeu færir til að vinna sjálfstætt með bókum, ann- ars ná þeir ekki tilgangi sín- um. Ein bók er svo valin og lögð til grundvallar við námið, svo skifta nemendur með sjer efnum, og svo vinnur hver að sínu. Svo víkka menn verksviðið með öðr- um heimildarritum. Lestrarflokkar þekkj ast bæði með og án kennara. Flestir danskir lýðháskólar hafa pilta yfir fimm vetrarmán- uðina (nóv.—marts), og stúlkur yfir þrjá sumarmánuðina (maí— júlí). Em það bjartir dagar. Upgu stúlkumar njóta æskulífs- ins á þessum fögru sumardög- um í grænum birkilundum við hin sólfljettuðu sævarsund. Þannig er aðstaða hinna dönsku lýðháskóla í bili. — Ef jeg á í fáum orðum að skilgreina verk- svið hins danska lýðháskóla, þá er hann sá staður, þar sem æsk- an hefur tækifæri að mætast á frjálsan hátt, og þessi samvera leiðir til meiri skilnings og kær- leika til hins sameiginlega þjóðar- anda. Þess vegna verður það að- alverkefni lýðháskólanna að vekja og styrkja mannúð hjá nemend- um sínum — gera þá að sönnum mönnum, svo að þeir skilji hlut- verk sitt og verði duglegir ríkis- borgarar bæði andlega og efna- lega sjeð. — Annað atriði verð- ur það, að á skólunum bindast unglingamir andlegum sambönd- um, þar eru bundin vináttubönd, sem miða að því að tengja alla þjóðina — eins og eina fjölskyldu — í eina festi. Útbreiðsla lýðháskólanna í öðr- um löndum. — Norðurlönd eiga mikið sameiginlegt bæði í bók- mentum og skildleika tungumál- anna, og hafa því andlegur stefn- ur fljótt gengið frá einu landi til annars. Þannig er því líka varið með lýðháskólahugsjónina. Hún hefur rótfestu bæði í Noregi og Svíþjóð, þó hún birtist með mis- munandi blæ í hverju landi. Það á við þessa hugsjón sem aðrar, að hún verður að íklæðast þjóðbún- ingi hvers lands, til þess að fólk geti tileinkað sjer hana, þó horn- steinarnir sjeu hinir sömu. Finn- land hefur einnig tileinkað sjer þessa hugsjón, og tékið hana í þjónustu þjóðemisbaráttu sinnar á síðari árum. Færeyjar hafa einnig komið upp einum lýðhá- skóla eftir hinni dönsku fyrir- mynd. Auk þess hefur lýðháskólahug- sjónin flutst með Dönum til Ame- ríku, og blómgast þar vel í hin- um dönsku nýlendum. Tilraunir hafa verið gerðar til að innleiða þessa kensluaðferð bæði í Eng- landi, Þýskalandi og Póllandi, þó hún hafi ekki náð þar almennri útbreiðslu; til em þó lýðháskól- ar í öllum þess löndum. Einnig hafa verið reistir lýðháskólar í Japan á síðustu ámm. En hvemig er það á Islandi? Jeg hygg að það sje ekki of- sagt að lýðháskólahugsjónin eigi litlar rætur á íslandi, þrátt fyr- ir þakkarverðar tilraunir ýmsra manna fyr og nú,heíir þjóðin ekki getað tileinkað sjer þessa hugsjón. Er það því merkilegra er htið er á hina frjálslyndu skapgerð þjóð- arinnar. Ef til vih stafar það að einhverju leyti af því að flest- ir íslenskir alþýðuskólar eru ríkis- skólar. En reynslan hefur sýnt, að lýðháskólamir þróast best sem eign einstakra manna eða fjelaga, en ekki innan vjebanda ríkisins. Það eru of þvingandi bönd fyrir hinar frjálsu lífs- hreyfingar æskunnar. Á þessu sviði erum við því á eftir hin- um Norðurlöndunum. Við lifum þar að meira eða minna leyti á latínuskólum miðaldanna, — hin- um rómverska anda. Önnur ástæða þess, að íslenska þjóðin hefur ekki getað helgað sjer lýðháskólastefnuna hygg jeg að sje sú, að við höfum ekki fundið hin rjettu form fyrir hana, — höfum ekki lag á að klæða hana í íslenskan þjóðbúning. En allir vinir þessarar hugsjónar mæna með eftirvæntingu eftir því, að íslenska þjóðin geti tek- ið hana í þjónustu sína. Jeg ef- ast ekki um að hún á erindi til okkar. Þar sem hún hefur reynst sú lyftistöng, sem betur en nokk- ur önnur hugsjón hefur megnað að lyfta öðrum þjóðum andlega og efnalega. Kennaraskólanum í Khöfn í sept. 1926. Eiríkm- Sigurðsson. ----o---- Málverkasýningu hefur Ólafur Túbals haft hjer opna í húsi K. F. U. M. nokkra daga að undan- fömu. Flest eru málverkin frá æskustöðvum hans, Fljótshlíðinni, af Þórsmörk og undan Eyjafjöll- um, vel gerð, og hafa nokkur þeirra selst á sýningunni. Oddeyrin seld. Mikill hluti Ak- ureyrarkaupstaðar stendur nú orðið á Oddeyrinni. Hún var áður eign Gránufjelagsins, keypt handa því af Tryggva Gunnarssyni, þeg- ar hann stofnaði fjelagið, og þar byrjaði það starfsemi sína. Sam- einuðu ísl. verslanimar eignuðust síðan Oddeyri með öðrum eignum Gránufjelagsins. En nú hafa þær veitir tönnunum holla hrey- fingu og hreinsar einnig bilið milli tannanna. Hjálpar auk þess rnelting- unni. Notið ávalt Wrigley’s eftir mat — og sanniö til að yður líöur miklu betur. selt hana Ragnari Ólafssyni kon- súl á Akureyri án þess að Ak- ureyrarbæ gæfist kostur á kaup- unum. Er mikil óánægja út af þessu á Akureyri og má ráða af fregnskeytum hingað um málið, að eitthvað þyki óhreinlega að verki gengið um söluna. Hefur borgarafundur samþykt hörð mót- mæli gegn sölunni og lýst van- þóknun á framkomu dansks mál- færslumanns, H. Westergaard, sem sendur var til að annast söl- una. Sjötugsafmæli átti síðastliðinn sunnudag Þorsteinn Gíslason út- vegsmaður frá Meiðastöðum, dugnaðarmaður mesti, og sjer enn engin merki á honum um elli eða afturför. Fálkinn strandaði síðastliðinn föstudagsmorgun á skeri útifyrir Álftanesi, en losnaði af því á næsta flóði, óskemdur, að sögn, að öðru en því, að stýrið lask- aðist. Dýrtíðaruppbót lækkar um næstu áramót, samkvæmt út- reikningi Hagstofunnar, úr 67i/3% niður í 44%. Ginr og klaufaveiki. Norska konsúlsskrifstofan hefur tilkynt, að komið hafi fyrir á búgarði ein- um nálægt Kristjánssandi veiki í búpeningi, sem líktist því, að þar væri gin- og klaufaveiki. Var all- ur búpeningurinn drepinn og grafinn í jörð, en peningshúsið brent og býlið sótthreinsað og einangrað. Búpeningsveiki þess- arar hefur aldrei áður orðið vart í Noregi. Prentsm. Acta. V. Hugo: VESALINGARNIR. miðanum, en það gat dvalist að hann fyndi hann, er hann var í vasa Fauchelevents; og aðgöngumiðalaus komst hann ekki inn í kirkjugarðinn. Fauchelevent tók rekuna og Jean Valjean jarðhöggið, og þeir grófu kistuna í sameiningu. Þegar gröfin var orðin full, sagði Fauchelevent við Jean Valjean. „Nú skilum við halda af stað. Jeg tek rekuna, takið þjer jarðhöggið". Myrkrið var að skella á. Jean Val- jean átti örðugt með að ganga. Hann var orðinn nokkuð stirður, hálfgert lík í þessari líkkistu. Dauðastirðnunin hafði náð tökum á honum innan þessara fjögra veggja. Hann varð að reyna að liðka sig. „Þjer eruð alveg stirðn- aður“, sagði Fauchelevent. „Leiðinlegt, að jeg skuli vera örkumlamaður, annars skyldi jeg fara í hryggspennu við yður“. — „Jæja“, sagði Jean Valjean, „jeg liðkast undir eins og jeg hef gengið tvö eða þrjú skref“. Þeir gengu gegnum trjágöngin, sem líkvagninn hafði ekið um. Þegar þeir komu að hliðinu, kastaði Fauchelevent miða grafar- ans í kassann á dyravarðarhúsinu, dyravörðurinn kipti í þráðinn, hliðið laukst upp, og þeir gengu út. „Þetta geng- ur ágætlega", sagði Fauchelevent. „Þetta var svei mjer góð hugmynd hjá yður, Madeleine. Þjer komust gegnum Vaugirardhliðið án þess að lenda í nokkrum vanda. I ná- munda við kirkjugarð er jarðhögg og reka eins gott og vegabrjef“. í Vaugirardsgötu var alt autt og mannlaust. „Made- leine“, sagði Fauchelevent, er hann gekk eftir götunni og horfði á húsin, „þjer hafið betri sjón en jeg. Sýnið þjer mjer, hvar nr. 87 er“. — „Það er einimtt hjena“, sagði Jean Valjean. — „Það er enginn á götunni“, sagði Fauche- levent; „fáið þjer mjer jarðhöggið og bíðið eftir mjer í tvær mínútur". Fauchelevent fór inn í húsið nr. 87 og hjelt eins langt upp og hann komst, og fór hann þar eftir þeirri eðlishvöt, er sagði honum, að fátæklingar byggju ávalt á hanabjálkaloftinu. Hann barði að dyrum í myrkr- inu. Fyrir innan var svarað: „Kom inn!“ Það var mál- rómur Gribiers. Fauchelevent lauk upp dyrunum. Grafar- inn bjó, eins og allir bláfátækir menn, í auðu og óskemti- legu þakherbergi. Vörukassi — eða kanske það hafi verið líkkista — var notaður sem dragkista, smjörkrukka sem vatnskanna, í staðinn fyrir rúm var hálmdýna, borð og stólar voru engir, ekkert nema fjalagólfið. í einu horn- inu var mögur kona og barnahópur í einni þvögu á ábreiðugarmi. Allir þessir húsgagnagarmar voru á öðr- um endanum eins og eftir landskjálfta. Fataræflarnir voru á víð og dreif, vatnskannan var mölbrotin, móðir- in hafði verið að gráta, bömin höfðu að líkindum verið flengd, alt bar vott um ákafa og ónærgætnislega leit. Graf- arinn hafði bersýnilega verið alveg örvita meðan hann var að leita að miðanum og ljet alt, frá vatnskönnunni til kon- unnar sinnar, sæta ábyrgð fyrir að hann var horfinn. Hann virtist vera gersamlega örvinglaður. En Fauchele- vent var svo mikið með hugann við það, að fá lokið við þetta æfintýri sitt, að hann gat ekki veitt þessari rauna- legu hlið málsins neina athygli. „Hjema kem jeg með rek- una yðar og jarðhöggið“, sagði hann, undir eins og hann var kominn inn úr dyrunum. Gribier horfði forviða á hann. „Eruð það þjer?“ sagði hann. — „Já, og í fyrramálið get- ið þjer sótt miðann yðar til dyravarðarins við kirkjugarð- inn“. Hann lagði jarðhöggið og rekuna á gólfið. — „Hvem- ig stendur á þessu?“ spurði Gribier. — „Það stendur svo á því, að þjer höfðuð týnt miðanum úr vasa yðar, og jeg fann hann þegar þjer voruð farnir. Jeg hef lokið við verk yðar, grafið líkið og fylt gröfina, og þjer getið sótt mið- ann yðar til dyravarðarins á morgun án þess að þurfa að borga þessa fimtán franka. Þama hafið þjer það“. — „Þakka yður fyrir, fjelagi góður!“ sagði Gribier. „Næsta sinn fáum við okkur í staupinu, og þá gef jeg“. Einni stundu síðar, þegar aldimt var orðið, stóðu tveir karlmenn og eitt barn fyrir utan húsið nr. 62 í Petit-rue-Picpus. Eldri maðurinn barði að dyrum með dyrahamrinum. Þetta voru þeir Fauchelevent, Jean Val- jean og Cosetta. Karlmennirnir báðir höfðu sótt Cosettu til aldinseljunnar í Chem-Vert-götu, þar sem Fauchele- ekki skilið neitt í neinu þessa tuttugu og fjóra tíma, en setið grafkyr og skolfið. Hún hafði skolfið svo mikið, að hún hafði ekki einu sinni grátið. Hún hafði heldur ekki etið nje sofið. Aldinseljan, sem var að mörgu myndar- kona, hafði spurt hana hundrað spurninga, en ekkert svar fengið annað en skuggalegt augnaráð. Cosetta hafði ekki sagt frá neinu, sem hún hafði sjeð eða heyrt þessa síðustu tvo daga. Það var engu líkara, en að hún hefði eitthvað hugboð um, að Jean Valjean væri í vanda stadd- ur, og nú riði á að vera „skynsöm". Þegar hún sá Jean Valjean aftur, eftir þennan dapurlega sólarhring, æpti hún upp yfir sig af fögnuði, og bar það vott um að hún taldi sig sloppna úr skelfingarháska Fauchelevent, sem átti heima í klaustrinu, þekti einkennisorðið, sem lauk upp öllum dyrum fyrir þeim. Það hafði ráðist fram úr þessu tvöfalda og hræðilega vandamáli. Jean Valjean hafði komist út úr klaustrinu og inn í það aftur. Dyravörð- urinn, sem hafði fengið fyrirskipanir sínar, opnaði litla hliðið í garðinum, og þau gengu öll þrjú að samræðuher- berginu, þar sem Fauchelevent hafði fengið skipanir abba- dísarinnar daginn áður. Abbadísin beið hans með talna- bandið í höndunum. Ein atkvæðisbæra móðirin stóð hjá henni og hafði dregið slæðuna fyrir andlitið. Lítilfjörlegt tólgai-kerti lýsti upp, eða það er ef til vill öllu rjqttara, ljet sem það lýsti upp berbergið. Abbadísin athugaðí Jean Valjean vandlega með augunum. „Eruð þér bróðir Fau- vents?“ spurði hún. — „Já, háæruverðuga móðir“, svar- aði Fauchelevent. — „Hvað heitið þjer?“ — „Ultime Fauchelevent", svaraði Fauchelevent. Sannleikurinn var sá, að hann hafði átt bróðir, sem hjet Ultime og var nú látinn. „Úr hvaða landshluta eruð þjer?“ — „Frá Pic- quigny við Amiens“, svaraði Fauchelevent. — „Hvað er- uð þjer gamall?" — „Fimtugur“, svaraði Fauchelevent. — „Hvaða verk hafið þjer stundað ?“ — „Hann er garð- yrkjumaður“, svaraði Fauchelevent. — „Eruð þjer vel kristinn?“ — „Það er öll okkar ætt“, svaraði Fauchele- vent. — „Eigið þjer þessa litlu telpu?“ — „Já, háæru-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.