Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 24.02.1927, Qupperneq 3

Lögrétta - 24.02.1927, Qupperneq 3
LÖGRJETTA þar við að sitja, en svo langt hafi það gengið inn á kröfur sjerleyfisbeiðanda, sem frekast vaj* unt að gera, að þess áliti. Það geti reyndar verið, að ráð- herra sá, sem undirskrifi sjer- leyfið, geti í smáatriðum bætt eitthvað úr því leyfisbeiðanda í vil, ef hann sje honum velvilj- aður. Gerum ráð fyrir, að gangur málsins muni verða eitthvað þessu líkur hjá Alþingi, en hvemig horfir þá þetta við hjá leyfisbeiðanda ? — Hann þyldst sjálfsagt hafa veitt vel, því að í upphafi gerði hann ráð fyrir þessu öllu saman. Hann bjóst við því, að eitthvað mundi verða skorið af kröfum sínum, og þess vegna varð að gera ráð fyrir því í upphafi, með því að setja fram miklu meiri og svæsnari kröfur, heldur en hann áleit sig í raun og veru þurfa að fá, til þess að geta fengið sig nægilega trygg- an. Hann vissi upp á hár og hafði reiknað alt út fyrirfram, hvemig hann ætti að leika á þingið — Alþingi. Hvað gaf leyfiseigand- inn eiginlega upp af fyrirætlun- um sínum? Auðvitað aðeins nokkra aðaldrætti þeirra, til þess að geta sýnt, þegar starfið væri hafið, að hann hjeldi sig við efnið. En þótt Alþingi skæri nokkuð af kröfum hans, gerði það ekkert til. Hann bjóst við því og ætlaðist beinlínis til þess. Það, sem hann fjekk að halda af þeim, var meira en nóg til þess, að geta haldið áfram fyrir- ætlun sinni. Og þótt hann hefði ekki fengið framgengt nærri svo miklu af kröfum þeim, sem hann taldi, sig að minsta kosti þurfa að fá, — ja, þá hvað? Ef til vill hætt við að nota leyfið þannig, eða byrjað í þeirri von, að það, sem frekar þyrfti að fá, kæmi síðar, þegar starfið væri hafið, því að varla væri gerandi ráð fyrir því, að það yrði stöðvað, þegar af stað væri komið, fyrir smámuni eina, og hann mætti víst lílca reikna með því, að fá það smátt og smátt, sem hann vildi hafa fram, eftir venjunni að dæma. Nú, en hvað er þá að segja um Alþingi? Gat það ekki sett ströng og óyggjandi sjerleyfis- lög? Svo hafa menn sjálfsagt í- [ myndað sjer, en hver er raunin á? Auðvitað það, sem áður er sagt; að eins sniðið dálítið af mestu kröfunum. En hví ekki meira? mundu menn spyrja. Því. er auðsvarað. Það þekti málið alls ekki neitt, hafði engum á að skipa, hvorki innan þings nje utan, sem nokkurt vit hafði á því máli, sem sjerleyfisbeiðnin fjallaði um. Og hvað gat það þá gert? Auðvitað vitleysu eða þá ekki neitt, sem óneitanlega hefði verið langskynsamlegast. En setjum svo, að þingið hefði haft ráð á manni, sem þekti starfsefni leyfisbeiðanda út og inn, ef svo mætti kalla, og honum hefði á aUan hátt verið trúandi til að gera það besta. Hvað gat hann gert í þessu máli ? Sannast sagt ekki neitt. Hann gat aðeins sagt um það, hvernig verkið gengi til, eftir því sem leyfisbeiðandi hefði gef- ið honum upp. Hvar ætti að setja leyfisbeiðanda takmörk? Gæti þessi maður heldur ekki sagt um það, væri það þingsins að ákveða, hversu langt það vildi ganga og hvað leyfisbeiðandi gerði sjer gott af. Meira gæti slíkur maður ekki sagt um þetta, sem ekki væri heldur von til. Geta memi af þessu sjeð, að ströng sjerleyfislög eru aðeins bull og blekkingar eða bara um- búðir utan um kjarna málsins sjálfs, því að það er Leyfið sjálft eða starfsemi sú, sem leyfð er, sem hefur hættuna í sjer fólgna. Kjami málsins er því sá einn, hvort veita skuli leyfið eða ekki, alveg án tillits til þess, hvort lög sjeu um það sett, því að sjeu það sjerleyfislög, eru þau aðeins til þess, að tryggja rjett leyfis- hafans og aðstöðu hans alla, en landi og þjóð til hins rnesta ó- gagns. Því að sjerleyfislögin koma í veg fyrir það, að þjóðin getí, svo lengi sem sjerleyfislög- in gilda, nokkuð við sjerleyfis- hafa hreyft, hvaða breytingar, sem á þjóðfjelagsskipuninni kunna að verða allan þann tíma, sem leyfið stendur, sem venju- lega er 50—90 ár. í sjerleyfis- lögunum er ætíð tiltekið strax og þau verða til, hver gjöld leyfis- hafi . skuli greiða til ríkisins ár- lega, og hefur hann þar með trygt sjer óbreytta aðstöðu, svo lengi sem leyfið gildir, og hvað sem útgjöld þjóðarinnar vaxa eða breytast á meðan það stend- ur, en leyfistíminn er, eins og hjer að framan er sagt, 50—90 ár eða með öðrum orðum: Leyfið verkar og vinnur óbreytt um 2— 3 kynslóðir, og hverju verður sjerleyfishafinn þá búinn að vefja utan um sig, og hvemig ætli gangi að losna við hann þá, ef þjóðin skyldi óska þess? Það hefur verið á það minst hjer að framan, að leyfið sjálft væri kjami málsins, þ. e. a. s. starfið, sem hefst við það að leyfi hefur verið veitt til þess, að útlent fjelag mætti hefja starf- semi í landinu. Og það em verk- anir starfsins, sem hafa áhrif á þjóðfjelagið, fyr eða síðar, og það er þess vegna, hver áhrif starfið hefur, sem menn verða að ganga út frá og gera sjer glögga grein fyrir, því að það er þetta, sem alt veltur á. Starfs- framkvæmdirnar, í hvaða landi sem er, eru sá möndull í lífsins vjel, sem alt snýst um, og þjóð- lífið byggist á. Starfsemin. Allir eða margir hafa sjálf- sagt veitt því eftirtekt, hver á- hrif það hefur, þegar einhverjar nýjungar em á ferðinni. Það verður þá uppi fótur og fit, eins og oft er komist að orði, hjer og þar. Ef þessi nýjung stendur í sambandi við einhverjar verk- legar, fyrirhugaðar framkvæmdir í kaupstað eða sveit, þá er venju- legast ekki um annað hugsað eða talað, en þetta „nýjasta nýja“. Fólkið, sem næst býr vett- vangi, fer að bollaleggja um það, hvað gott því muni hlotnast af þessu nýja fyrirtæki, sem verið er að stofna til. Það byggir þá venjulega háar skýjaborgir og dreymir mikla drauma um vel- gengni og velmegun, sem þetta væntanlega atvinnufyrirtæki vill fyrirhafnarlítið. Þegar svo ; að þeim tíma kemur, að hið ráð- | gerða starf er hafið, þá fer fólk- ; ið að taka saman pjönkur sín- | ar og flytja til þess staðar, sem þessi nýja starfsemi á að fara fram á. Áfram heldur svo þessu aðstreymi fólksins ekki einungis nóg, sem þarf til þess að starf- rækja fyrirtækið, heldur miklu fleira, sem ekki athugar það eða skilur, að Pjetur geti ekki feng- ið vinnu eins og Páll. Afleiðing þessa verður venjulega atvinnu- leysi og ill líðan þeirra, sem fyrir því verða. Fyrirtækið er ef til vill stækkað, hafi því gengið vel eða af einhverri nauðsyn eða nýtt fyrirtæki hefst til starfa á ; sama stað eða nálægt. Atvinnu- | leysið batnar — nýr straumur I fólks kemur til staðarins, ! straumur, sem reyndar hafði aldrei slitnað. Og þannig geng- ur þetta koll af. kolli, þangað til stórir bæir eða borgir hafa risið upp, áður en varir. Nú, en hvaðan kemur þá þetta fólk? Því er fljótsvarað. Mest úr sveitum landsins, en hitt úr kaupstöðunum. Hvernig er þá umhorfs í sveitunum eða kaup- túnunum, sem fólkið kom frá? Heilar sveitir, sem áður voru vel bygðar, eru nú því nær í auðn. Á einstaka bæ hokrar einyrki með konu og börn, en flestar eru jarðimar í eyði. 1 kauptúnunum, þar sem menn ræktuðu bletti fyrir gras og gai'ðávexti, er eng- inn til að hirða um þá. Húsakof- i ar, sem áður var búið í þar, standa auðir og margir niður- fallnir. Sjávarútvegur, sem áður var stundaður, er svo að segja að engu orðinn fyrir löngu. Að- eins örfá skipaskrifli eru eftir, sem þessar fáu mannkindur, sem eftir eru, eru að bjarga sjer á, þegar til þess er veður, til þess að fá sjer í soðið við og við, því að ekki er dugandi mönnum á að skipa. Þeir eru ekki til. Allur þróttur er þar horfinn. Fjár- ! málastofnanir þjóðarinnar, sem áður hjeldu uppi atvinnuvegum og framleiðslu henar, eru nálega að engu orðnar, því að þær fjellu vitanlega í sömu eyðileggingu og atvinnuvegir landsmanna, þar sem sömu hagsmunir bundu þetta saman. Embættismönnum hefur stórfækkað, og þeir, sem eftir eru, lifa við ömurlegustu sultarlaun. Söfn, skólar og aðrar ríkisstofnanir eru í auðn eða ó- hirðu og niðumíðslu, því að engin fjeföng eru til þess, að halda þessu uppi. Hin miklu . fyrirtæki útlendra auðfjelaga, sem dregið höfðu allan starfs- kraft þjóðarinnar til sín, höfðu nefnilega fengið sjerleyfi fyrir starfsemi sinni og datt auðvitað ekki í hug að borga meira en þeim bar, en það var í fyrstu á- kveðið, hve mikið það skyldi vera, og þess vegna var ekki hægt að taka meira af þeim til viðhalds þjóðlífinu, en hið til- tekna gjald. Helstu virðingar- stöður í landinu eru taldar þær, að gerast skósveinar og leppar þeirra erlendu manna, sem fyrir- tækjunum ráða, og því auðmjúk- ari sem þessir leppar og skó- sveinar eru yfirboðurum sínum, því hærra komast þeir 1 áliti hjá þeim, því að þeir þurfa að nota þá á ýmsan hátt sjer til að- stoðar. Sjerleyfistíminn er bráðum út- runninn, að eins 10 ár eftir. Það hafði staðið í sjerleyfislögunum í upphafi, að þjóðin mætti kaupa fyrirtækin vægu verði, að sjer- leyfistímanum liðnum. — Jú auðvitað, það voru svo sem hlunnindi. — En fyrir hvað á nú að kaupa? Engir peningar! Þjóðin á ekki neitt! Hún lagði niður alla starfsemi við að vinna sjálfri sjer, en gekk á mála hjá útlendum auðfjelögum, þegar þau hófu starfsemi í landinu fyr- ir 50 árum, og hefur unnið þeim altaf síðan, en fengið af skorn- um skamti til fæðis og klæðis. Ávextimir af iðju þjóðarinnar eða starfi, hafa allir verið flutt- ir úr landi og gert hina útlendu húsbændur miklu ríkari, en þeir voru áður. Hvað skal gera? Sjer- leyfishafinn heimtar svar. „Ætl- ið þið að kaupa eða ekki?“ Hann veit hvað líður. — „Kaupa? fyrir hvað‘“ spyrja menn hver annan. — „Hvað eruð þið eigin- lega að tala um að „kaupa? Fyr- ir hvað ætlið þið svo sem að kaupa?“ spyrja þeir íslendingar, sem orðnir eru helstu leppar og skósveinar þeirra útlendu. Þeir hafa nú fengið það göfuga hlut- verk hjá húsbændum sínum, að þjarma að þessum vesalings hræðum, sem eftir eru og að nafninu til eiga að ráða landinu. „Auðvitað“, svara vesalingamir, „það er satt; við höfum ekkert til að kaupa fyrirtækin fyrir. Hvað eigum við að gera?“ spyrja þeir skósveinana (það eni úrræðin). „Bjóða sjerleyfismönn- um að vera áfram upp á hvaða kjör, sem þeir vilja“, segja skó- sveinamir, „annars hætta þeir störfum hjer og rifa niður öll fyrirtækin og flytja það af þeim úr landi, sem þeir álíta gagn- legt, en láta hitt liggja eftir og skilja alt fólk eftir allslaust og atvinnulaust“. — „Á, haldið þið, að þeir geri það, þótt við getum ekki keypt þau?“ segja vesa- lingarnir. „Já, þið getið verið vissir um, að það gera þeir“, svara skósveinamir, „og hvaða gagn væri að því, að láta þau standa eftir, þar sem þið hefðuð engin ráð á peningum, til þess að reka þau með, og fólkið því alls- laust, eftir sem áður“, bættu skó- sveinarnir við. „Ójá, þetta er al- veg satt. Við getum ekkert gert í þessu, hve fegnir sem við vild- um gera eitthvað“, sögðu vesa- lingamir, „Það er víst best að láta ykkur ráða þessu. Það fer best á því og verður líklega öll- um fyrir bestu“, bættu vesaling- amir við.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.