Lögrétta - 24.02.1927, Síða 4
4
LÖGRJETTA
Áttatíu ár eru liðin, síðan sjer-
leyfin voru veitt og altaf hafa
fyrirtækin verið smá-stækkuð, en
stórkostlegnr vöxtur verið sett-
ur í þau, síðan sjerleyfin voru
endumýjuð, því að sjerleyfistím-
inn hafði verið framlengdur um
hundrað ár. Nú eru þessir út-
lendingar farnir að taka þátt í
stjóm landsins og hafa skó-
sveina sína í sumum embættum
og að nokkram áram liðnum
verða þessir útlendingar búnir að
taka að sjer alla stjóm í land-
inu, og það því að öllu leyti í
þeirra höndum. „Svona misti þá
ísland sjálfstæði sitt í annað
sinn“, segir gamall þulur, grár
fyrir hærum. Hann hafði alla
æfina mátt horfa upp á viður-
stygð eyðileggingarinnar og þol-
að margar þungar raunir þar af
leiðandi, því að honum tók sárt
til lands síns og þjóðar.
Þannig lítur nú Island út í
framtíðinni,. ef haldið verður út
á braut leyfa og sjerleyfa eða
annars slíks, er svipaðar vérk-
anir hefur í för með sjer á þjóð-
lífið. Mynd sú, sem hjer er að
framan dregin upp, ætti að vera
nógu skýr til þess, að menn gætu
áttað sig á því, sem um er að
ræða. Menn verða að gera sjer
það ljóst, að miklar verklegar
starfsframkvæmdir í einhverju
landi hljóta að draga að sjer
meira eða minna af þjóðarkraft-
inum, sem ætíð hlýtur að vera
háður fjárhag og starfsfram-
kvæmdum lands síns og sjer-
hverjum tíma. Þess vegna þurfa
starfsfyrirtækin að vera til af
innlendum uppruna, ef þjóðin á
að geta unnið sjálfri sjer gagn
af þeim, og þá þurfa þau að
standa algerlega undir hennar
valdi og umsjá. Um þetta gildir
vitanlega sama reglan, hvort
heldur fyrirtækin era ríkiseign
eða einstaklinga ríkisins. Þetta
er svo auðskilið mál, að það ætti
ekki að þurfa frekari skýringar
við.
Erlent fjármagn inn í landið.
Það hefur löngum verið heróp
maigra manna hjer á íslandi, að
heimta erlent fje inn í landið,
og menn virðast alment líta svo
á, að það gildi einu, hvaða leið-
ir það kemur, aðeins að það
komi einhvemveginn. Það á að
vera aðalatriði þess máls.
Ef til vill er sjerleyfakenning-
in runnin upp af þessum rótum
eða hugsunarhælti, því að því j
hefur ekki ósjaldan verið hamp- i
að framan í fólkið af leyfasnáp-
um, að það, að veita leyfi og
sjerleyfi væri í rauninni gert til
þess, að fá útlent fje inn í land-
ið, sem það hefði svo mjög þörf
fyrir vegna atvinnubóta, sem það
ætti að færa þjóðinni. Jeg álít
ekki þörf á því, að fara frekar
út í þá hlið málsins, sem að leyf-
um lýtur. Jeg þykist hjer á und>
an hafa sýnt fram á það, hvílík
fjarstæða þau era. Aftur á móti
er það algengt í heiminum, að
eitthvert ríki fær lánað fje hjá
öðru, þegar þannig stendur á. Nú
er því þannig varið með okkur
íslendinga, að vjer eram fátæk
þjóð, og þurfum því oft á láns-
fje að halda, og á meðan högum
vorum er svo háttað, að vjer
þurfum þess meði að fá erlent
fje við og við inn í landið, þá
er aðallega um fjórar leiðir >að
ræða, sem færar era, án þess að
veruleg hætta stafi af því fyrir
þjóðfjelagið. Sú fyrsta er, að
ríkið sjálft taki lán. önnur er
sú, að bankar eða fjármálastofn-
anir þær, sem starfa í ríkinu,
taki lán. Auðvitað getur hver
stofnun fjrrir sig tekið lán eða
allar í sameiningu, alt eftir því,
hvernig á stendur eða atvik
liggja til. Þriðja leiðin er sú, að
geta selt íslensk verðbrjef á er-
lendum peningamarkaði, og sú
fjórða er stofnun og rekstur
banka með erlendu fje, ef slíkur
banki vildi skuldbinda sig til
þess, að lána fje sitt eingöngu
til innlendrar framleiðslu og at-
vinnufyrirtækj a, og væri honum
stjómað af innlendum mönnum,
og stæði hann undir vemd og
valdi ríkisins. Það skal tekið hjer
fram um þessa fjórðu leið, að
hana er hægt að misnota á fleiri
en einn veg, ef slíkar kringum-
stæður era fyrir hendi, en eigi
skal farið nánar út í það hjer.
En til dæmis mætti benda á það,
sem eitt atriði, að ef mikið væri
gert að því að stofna nýja
banka, gæti það haft talsvert al-
varlegar afleiðingar í för með
sjer. Og taka verður það til
greina strax og aldrei gleyma
þeirri skyldu, að efla sem mest
þá peningastofnun ríkisins, sem
peningavaldið á að hafa, til þess
að bankar, sem reknir era í land-
inu með erlendu fje, verði ekki
ofjarlar hennar.
Þess mætti geta hjer í sam-
bandi við það, sem sagt er hjer
á undan um sjerleyfin, að þar eð
gera má ráð fyrir því, að bankar
vilji eða verði að fá sjerleyfi til
bankareksturs, til þess að geta
haft sömu aðstöðu og þeir bank-
ar, sem fyrir era, þá verður að
taka það hjer fram, svo að menn
misskilji það ekki, að ef banki
vill fá sjerleyfi til þess að geta
starfað hjer á sama grundvelli
og bankar þeir, sem fyrir era, þá
ætti ekki að vera ástæða til ann-
ars en veita honum það, ef hann
vill gangast undir þau skilyrði,
sem að framan eru talin og
tryggja það, að svo verði gert,
því að starfsefni hans er það
eða á að vera það, að styrkja og
efla fjárhag landsmanna, en
ekki útlenda starfsemi í landinu.
Þessar leiðir, sem nú hafa ver-
ið taldar, miða allar að því, að
auka hagsæld þjóðarinnar, að
því leyti, sem erlent fjármagn
getur gert það. Hitt er mest
undir þjóðinni sjálfri komið eða
einstaklingum hennar, hver af-
koman verður, em það er og víst,
að geti hún ekki bjargast með
því móti, áð ríkisvaldið ráði yfir
því fjármagni, sem hún þarf til
lífsframdráttar, þá getur hún
ekki eða er ekki fær um að lifa
sjálfstæðu lífi, og verður þá auð-
vitað hennar hlutskifti það, að
verða útlendum þjóðum að bráð.
Innflutningur erlends verkafólks.
Oft hefur verið um það talað
hjer, þegar talað hefur verið um
sjerleyfin til stórvirkjunar hjer
á landi, að skortur mundi verða
hjer á verkafólki til slíkra
starfa. Flestir hafa álitið, að svo
myndi verða eða þá að aðrir at-
vinnuvegir mundu bíða tjón eða
leggjast niður vegna fólksskorts.
Auðvitað geta menn sjeð það af
því, sem jeg hef skrifað um
þetta hjer að framan, að jeg er
þeim mönnum sammála, sem
halda eyðileggingu fram, sem
sjálfsagðri afleiðingu þess verkn-
| aðar, og það mun vera álit
I flestra þeirra, sem nokkuð hafa
; að ráði um málið hugsað.
| En þeir, sem halda með út-
j lendri stórvirkjun eða allskonai-
fyrirtækjum útlendra manna
: hjer í þessu landi, hafa ekki á
móti þessu borið, en þeir hafa
þá jafnframt bent á önnur ráð,
sem að haldi gætu komið, en
það er það, að flytja inn útlent
verkafólk, og mig minnir, að
því hafi einnig verið haldið fram,
að þetta fólk ætti eða mundi
vinna þjóðinni, og þess vegna
væri sjálfsagt að flytja það inn.
Eln hvemig má þetta verða? At-
hugum það, að íslensk náttúru-
auðæfi væra leigð útlendu fje-
lagi eða fjelögum. Útlend fje-
lög leggja fram fje til starfsins.
Útlend fjelög láta byggja starfs-
stöðvar og leggja efni til alls,
sem til þess þarf, og útlent
verkafólk á síðan að koma og
leggja til alla vinnu, sem manns-
hönd þarf við.
Hvemig er hægt að skoða
i þetta þannig, að þetta fólk vinni
fyrir íslensku þjóðina? Jeg fyrir
mitt leyti skoða þetta sem íiý-
lendunám og ekkert annað, eða
hvað er þá nýlendunám, ef þetta
er það ekki ? Hvað er að stofna
ríki í ríkinu, ef ekki þetta? Þetta
væri svo hreinræktað nýlendu-
| nám, sem það frekast getur
j verið.
Það er því alveg sama, frá
hvaða hlið þessi útlendingastarf-
semi, sem hjer hefur verið talað
um, er skoðuð, hvort heldur það
er unnið hjá þeim af útlendu
fólki eða innlendu. Hvorttveggja
er í rauninni nýlendunám, og af-
leiðingamar verða þær sömu.
Eyðilegging á sjálfstæði Islands
og öllu því, sem þjóðlegt er, á
hvaða sviði sem er.
Islenska þjóðin verður sjálf að
hafa fjárkraftinn og fjárráðin á
sínu valdi og full og ótakmörk-
uð völd yfir náttúraauðæfum
landsins, ef hún á að halda sjálf-
stæði sínu óskertu. Og hún verð-
ur að nota fjárráðin til þess, að
færa sjálfri sjer í nyt gæði þau
af náttúraauðæfunum, sem land-
ið hefur að bjóða, bæði þeim,
sem fundin era og finnast kunna
í síðar. Á því ríður framar öllu
öðru, því að ef þjóðin gleymir
ekki þessu, þá er henni borgið.
Og eftir því sem þjóðinni vex
máttur og megin, þá tekur hún
íslensku auðlindimar í þjónustu
j sína og notar þær sjer til gagns
eins og best hentar.
Ef til þess kæmi, að fólksekla
yrði hjer á landi frekar en ekla
á einhverju öðru, og þess vegna
yrði að láta eitthvað ógert, sem
X&ósir
fjöldamargar tegundir fást hjá
undirrituðum.
5 stönglar í 5 litum kr. 7.50.
10 stöngíar í 10 litum kr. 14.00.
bufðargjaldsfrítt
Sendar gegn póstkröfu um land
alt. Skrifið til
Ragnars Ásgeirssonar
garðyrkjumanns
Pósthólf 64 Reykjavík
gera þyrfti, þá ætti engin hætta
að stafa af því, að flytja inn
nokkrar þúsundir manna, því að
sá er munurinn, þegar fjeð er
lagt fram af fjármálastofnunum
þjóðarinnar sjálfrar til fram-
kvæmdanna, þá er alt þetta fje
og framkvæmdir bundið ríkisein-
ingunni, og fólkið, sem útlent
væri, mundi ílengjast í landinu
og vinna íslensku þjóðinni, eins
og innfædda fólkið, og alveg
hverfa inn í íslenskt þjóðemi,
eftir hæfilega langan tíma, af
því að það hefði sama starfs- og
lífsframdrátt og íslenska þjóðin
og starfaði fyrir hana og með
henni. En í hinu tilfellinu er
þetta öfugt. Þegar fjeð er út-
lent og starfið alt bundið við út-
lenda þjóð, þá myndast annað
þjóðemi í landinu, sem sjálfsagt
mundi með tímanum ná yfirráð-
um á öllu landinu. Þessi er hinn
mikli munur á því, með hverju
fje og starfsfyrirkomulagi unnið
er í landinu, og þetta verða
menn að gera sjer vel ljóst og
skilja vel, því að á því ríður
mest, að þetta sje alt rækilega
athugað, og eftir því hagað
störfum og framkvæmdum.
Menn verða að muna það, að fje
og framkvæmdir fara saman, og
að starfsafl sjerhverrar þjóðar
snýst um það, eins og jörðin um
möndul sinn, því að mannlífið er
í raunveraleikanum hjer á jörðu
þessum efnum bundið. Þess
vegna má aldrei slíta þau sund-
ur eða gera neitt til þess, að
þau slitni, heldur verður að
styrkja þau sem mest má, til
þess að ríkið fái haldið einingu
sinni og öllu því, sem þess er.
----o----
Sr. Sveinbjöm Högnason í
Laufási er nýkjörinn prestur til
Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð,
lögmætri kosningu (140 af 195
atkv.).
Skagfirðingur skrifar Lögrj.
nýlega: ... 1 grein um frú El-
ínu Briem í Lögrjettu í október
s. 1. er þess getið, að hún „hafi
18 ára gömul byrjað kenslustörf
við kvennaskóla Skagfirðinga á
Flugumýri". Þetta er ekki ná-
kvæmt og því rjett að leiðrjetta
það, vegna þeirra, sem síðar
kynnu að vilja skrifa um sögu
þessara skólamála. Frú E. B.
kendi á Hjaltastöðum, hjá Gísla
bónda Þorlákssyni, en þar var
skólinn þá. En eftir að skólinn
fluttist að Flugumýri kendi þar
frk. Kristín Cecilie, sem seinna
var kennari suður í Reykjavík,
dóttir Ara læknis á Flugumýri“.
Prentsm. Acta.